NATO getur þakkað það innrás Rússlands í Úkraínu Febr. 2022 að Finnland hefur nú gerst formlegur meðlimur að NATO. En innrásin í Úkraínu, hefur kollvarpað hugmyndum um hlutleysi í hvort tveggja Finnlandi og Svíþjóð. Meðan innganga Svíþjóðar býður eftir staðfestingu Tyrklands, þá hefur innganga Finnlands nú tekið formlegt gildi.
Hugmyndir beggja landa um hlutleysi virtust ólíklegar að taka breytingum, í jan. 2022 -- en innrásin er hófst mánuði síðar, framkallaði hugarfarsbreytingu í báðum löndum!
Að margvíslegu leiti má segja, að innrás Pútíns í Úkraínu hafi verið greiði við NATO!
- Ný stækkun NATO, hefði ekki orðið - má slá því föstu.
Þar með, hefði ekki orðið að styrkingu stöðu NATO við Eystrasalt, og gagnvart löndum við botn Eystrasalts. - Innrásin hefur dregið úr innri ágreiningi meðlima NATO, m.ö.o. bætt samstöðu NATO landa.
- Innrásin hefur sannfært NATO lönd -- að auka hergagnaframleiðslu til muna. Þó það taki tíma að koma verksmiðjum af stað - reikna ég með því að ef Úkraínustríð stendur í 2 ár -- þá muni sjá mikla aukningu á hergagnaframleiðslu NATO landa, þar eð það tekur tíma að koma nýjum framleiðslu-einingum í gang.
- Innrásin hefur veitt NATO tækifæri -- til að veikja Rússland.
Með því að senda vopn til Úkraínu, verður her Rússlands fyrir stöðugu tjóni.
Tjóni, er veikir hernaðarlega stöðu Rússlands -- þar með valdastöðu Rússlands.
Það án þess, að NATO lönd hætti sínum eigin hermönnum.
NATO hefði aldrei getað búið til þá aðstöðu -- sem Pútín skaffaði NATO.
Nato's border with Russia doubles as Finland joins
Finland joins NATO as 31st Ally
Fyrir inngöngu Finnlands, hefur verið afar erfitt að verja Eystrasaltlönd!
- Vandamálið er Kaliningrad. Rússland hefur gert það landsvæði að öflugu víghreiðri -- ekki síst skiptir máli, mikill fjöldi skammdrægra ballistískra eldflauga, sem geta dregið hundruði kílómetra út frá Kaliningrad.
- Leiðin framhjá Póllandi, er afar þröng - og með skothríð frá Kaliningrad, væru landflutningar frá Póllandi, gerðir afar erfiðir ef ekki ómögulegir.
- Það hefur þítt -- varnir Eystrasaltlanda hafa verið nánast óframkvæmanlegar.
- Nú er allt í einu hægt að færa NATO her yfir flóann á milli Finnlands og Eystlands, þ.e. enginn vafi að þ.e. mun færari leið til að koma Eystrasaltlöndum til aðstoðar.
Finnland hefur öflugan her - her sem gæti hratt komið Eystrasaltlöndum til aðstoðar. Fyrir utan, að þ.e. nú unnt að byggja upp, NATO stöðvar í Finnlandi. - Með Finnland í NATO, þá er öflugur NATO flugher nú með yfirráð yfir stærstum hluta Eystrasalts -- eiginlega er svigrúm herskipa-flota Rússlands í Eystrasalti, nánast horfið. Pétursborg gerð lítils til einskis virði sem flotahöfn.
- Staða Rússlands við Eystrasalt, hefur ekki verið veikari -- síðan fyrir sigur Péturs Mikla á Svíum í stríði á fyrri hluta 18. aldar.
- Má segja, að Pútín hafi nokkurn veginn -- eyðilagt allt þ.s. Pétur Mikli byggði upp.
- Staða Rússlands við Eystrasalt hrunin -- Vestur-glugginn Pétur Mikli opnaði, lokaður.
Þetta er dramatísk breyting á Rússlandi að mörgu leiti.
- Pétur Mikli gerði Rússland að einu af megin stórveldum Evrópu.
- Alla tíð, þ.e. alveg fram undir hrun Sovétríkjanna, 1993.
Var Rússland eitt af helstu stórveldum meginlands Evrópu. - Með Pútín, er stórveldis-tími Rússland, sem Pétur Miklu hóf, að líða undir lok -- sól Rússlands að síga.
Pútín hefur rétt fyrir sér um eitt - einungis eitt - að við stöndum frammi fyrir breytingum, hinn bóginn eru það ekki þær breytingar Pútín staðhæfir.
- Rússland er ekki að styrkjast, heldur erum við að sjá -- hrun Rússlands sem stórveldis. Meina, líklega endanlegt hrun Rússlands sem stórveldis.
- Þ.e. eiginlega kaldhæðið, samanburður við Pétur Mikla - en Norðurlands-stríðið-mikla, snemma á 18. öld, leiddi til hruns Svíþjóðar sem herveldis -- upprisu Rússlands sem herveldis í staðinn.
- Með innrás í Úkraínu, hefur Pútín skapað NATO það tækifæri, NATO er sannarlega að notfæra sér: binda endi á stórveldis-tíð Rússlands, eitt skipti fyrir öll.
Það er einmitt sú breyting við erum að verða vitni.
Niðurstaða
1989/1990 þann vetur, sáum við hrun - A-Evrópu veldis Sovétríkjanna. 1993 sáum við hrun Sovétríkjanna sjálfra, og ris nútíma Rússlands. Innrásin í Úkraínu, febr. 2022 er að valda smám saman hruni Rússlands sem herveldis, líklega endanlegu hruni.
Þetta er ein af hinum mikilvægu sögulegu breytingum án vafa.
- Eins og Svíþjóð er enn til, verður Rússland áfram til.
Þó Rússland hætti að vera stórveldi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.4.2023 kl. 16:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er grwinil að viðkomandi hefur ekki verið að fylgjast með HRUNI FJARMALA KERFISIBS A VESTURLOBDUM
.ER EINS OG NARGIR NATO SINNARNIR I AFNWITUN A EIGIN VEIKLEIKA..
Það er svo sannanl ekki Russl sem er að hrynja heldur er það Nato . Esb og Usa sem eru buin að vera.
Fyrstu merkin ma sja i SWISS !!
onnur meeki ma sja i fjolda upoaogbum storftækja i Usa asamt banka keisu sem rett er a byrja..
kv
lig
Lárus Ingi Guðmundsson, 4.4.2023 kl. 23:52
1: Hvað hafa Finnar marga hermenn til þess að verja þessi lengdarinnar landamæri sem þeir þurfa nú skyndilega að hafa áhyggjur af?
2: hvernig ætlar NATO að bregðast við hruni dollarsins og Amerísks fjármálakerfis (eins og Lárus hér að ofan gerir sér grein fyrir að er að eiga sér stað)?
Já...
Áttu riffil? Ertu til í að verja landið fyrir eins og einni herdeild af pirruðum Rússum?
Ásgrímur Hartmannsson, 6.4.2023 kl. 00:02
Ásgrímur Hartmannsson,
"Hvað hafa Finnar marga hermenn til þess að verja þessi lengdarinnar landamæri sem þeir þurfa nú skyndilega að hafa áhyggjur af?" *Ekki tala eins og kjáni - landamæri Finna eru þau sömu og hingað til, Finnar í engri verri vandræðum með varnir sinna landamæra en hingað til. Þar fyrir utan er finnski herinn líklega sterkari en rússn. herinn, þessa stundina -- eftir óspakleg tjón Rússa í Úkraínu..
"hvernig ætlar NATO að bregðast við hruni dollarsins og Amerísks fjármálakerfis (eins og Lárus hér að ofan gerir sér grein fyrir að er að eiga sér stað)?"
Þetta er bull í Lárus Inga, hvorki Dollarinn né fjármálakerfi Bandar. er að hrynja né er nokkur hin minnsta hætta á slíku hruni. Hinn bóginn, skrifar Lárus Ingi reglulega óra af margvíslegu tagi - óra sem engin ástæða er að hlusta á hið minnsta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2023 kl. 16:00
Lárus Ingi Guðmundsson, það má alltaf treysta þér til að koma með skrítlur - þ.e. ekkert hrun á dollarnum í gangi, engin hætta á slíku, né er hrun á bandar. fjármálakerfi í gangi, eða nokkur slíkt í gangi eða nokkur minnsta hætta á slíku. NATO hefur aldrei verið sterkara -- Rússl. er að hrynja. En þú greinilega ert blindur eins og nýfæddur kettlingur eins og ávalt hingað til.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2023 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning