Það eitt að taka aftur upp stjórnmálasamband -- þíðir ekki endilega að hafin sé vegferð sem jafnvel hugsanlega endar með formlegu friðarsamkomulagi milli Írans, og Saudi-Arabíu.
Fyrir þá sem ekki þekkja, hafa löndin 2 eldað grátt silfur -- alla tíða síðan Íran/Írak stríðinu, 1980-1988.
--Þá studdu Saudi-Arabar, í fylgd með Araba furstadæmum við Persaflóa, Saddam Hussain.
Innrásarstríð Saddams Hussain, er áætlað samanlagt hafa lagt allt að milljón manns að velli, en að verulega fleiri Íranar hafi fallið í átökum herja landanna, en Írakar.
--Hinn bóginn, endaði stríðið fyrir rest, með því að Saddam Hussain skyndilega dróg allt sitt lið til baka, er enn var innan landamæra Írans.
- Punkturinn í þessu, er að Íran hefur aldrei fyrirgefið þessa aðstoð Saudi-Arabíu, né annarra araba-fursta við Persaflóa, við árás Saddams Hussain á Íran.
- Þannig, að samfellt síðan -- hafa verið átök, ekki alltaf stöðug, en þannig að löndin nota sérhvert tækifæri - til að skaða hagsmuni hvers annars.
- Þessi átök, hafa ekki síst hitnað, síðan stríð hófst í Yemen, þ.s. Íran styður hreyfingu Hútha, sem er Shíta-hreyfing, meðan að Saudi Arabar, ásamd Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, dæla vopnum í andstæðinga Hútha innan Yemen.
--Talið a.m.k. 300þ. manns hafi látist í landinu, síðan það stríð hófst. - Þessi lönd, áttu einnig í - óbeinum átökum - meðan borgarastríð í Sýrlandi geisaði, þ.s. Íranar studdu Assad, meðan Arabafurstar dældu vopnum í vopnaða Súnní skæruhópa, er börðust við ríkisstjórn Assads - þau ár er það stríðið stóð yfir.
Sýrland er nokkurn veginn enn í rjúkandi rúst.
Yemen sannarlega er það einnig.
Chinas top diplomat Wang Yi, Ali Shamkhani, the secretary of Irans Supreme National Security Council, and Minister of State and national security adviser of Saudi Arabia Musaad bin Mohammed al-Aiban
Svæðisbundið Kalt-Stríð -- má sannarlega nefna þau átök.
Þ.s. aðferðafræði er sú hin sama, og er Sovétríkin og Vesturveldi börðust um áhrif heiminn vítt, frá ca. 1950 - 1989.
Iran and Saudi Arabia to renew ties after seven-year rift
What to expect after Iran, Saudi Arabia agree to restore ties
Of snemmt er að spá fyrir um hugsanleg víðtæk áhrif formlegs sambands.
- Þ.e. auðvitað forsenda þess, að hugsanlega binda endi á átök í Yemen, að Saudi-Arabía og Íran, geti ræðst við með formlegum hætti.
Óþekkt á þesum pukti hvort slíkt geti verið í farvatninu. - Þetta vekur upp hugsanlegar spurningar um stöðu samskipta Bandar. og SA.
En, augljós áhugi Kína á bættum samskiptum við - auðug Arabaríki.
Augljóslega veitir þeim ríkjum - annan valkost.
Það eitt, getur minnkað áhrif Bandaríkjanna á svæðinu.
- Þ.e. einfalt að skýra það - því ef Arabaolíuríkin hafa Kína sem valkost.
- Veikir það bersýnilega, samnings-stöðu Bandar. gagnvart olíuríkum Aröpum.
- M.ö.o. Bandar. geta þá síður, beitt þau ríki þrýstingi - til að fylgja sinni stefnu.
Með öðrum orðum, verða þá araba-olíuríkin við Persaflóa sjálfstæðari.
- Það þíði ekki endilega þau kúplí yfir til Kína.
- Enda, er það klárlega þyrnir í þeirra augum -- jákvæð samsk. Kína v. Íran.
Þess vegna er það augljós lausn fyrir Kína, að stuðla að friði þeirra í millum.
Þannig, að sú fjand-vinátta, ógni ekki áfram möguleikum Kína, til að vingast við olíuauðugu arabaríkin.
Hinn bóginn, verður það langt í frá auðvelt að leysa deilur Írana og Arabaríkjanna.
Ekki má gleyma því, að hatrið þarna á milli hefur náð að byggjast upp í töluverðan tíma.
Það hatur er slíkt, að um nokkurt árabil nú, hafa Arabaríkin álitið Íran sinn mesta óvin.
Sem hefur leitt til þess, sl. 10 ár hefur þiðnað mikið í samsk. milli Arabaríkja, og Ísraels -- skv. því forna, óvinur óvinar míns er vinur minn.
Hvað sem öllu því lýður er líklega kominn upp nýr áhugaverður vinkill.
Þ.s. sátta-tilraunir Kína, sem vert sé að fylgjast með.
Tel fram, í mínum augum væri það allra besta mál ef Kína gæti bundið endir á þá löngu óvináttu er hefur staðið yfir síðan upp úr 1980.
Ég ætla þó hvorki að spá árangri þar um, eða að það augljóslega mistakist.
Einungis vert að hafa í huga, að hatrið er mikið fyrst að átökin hafa leitt til friðsamlegra jafnvel nærri vinsamlegra samskipta Arabaríkja og Ísraels.
--En einu sinni virtist það óhugsandi, að Arabaríkin mundu friðvæðast við Ísrael.
Niðurstaða
Þetta er líklega áhugaverðasta frétt mánaðarins í alþjóðasamskiptum, það að Íran og Saudi-Arabía hafa tekið upp formælegt stjórnmálasamband, eftir þeim var ryftað er átök geisuðu í Sýrlandi á sl. áratug.
Í tíð, Donalds Trumps, virtist ganga mjög nærri formlegu stríði milli Írans og Saudi-Arabíu, þegar Húthí-menn, með augljósum stuðningi Írans, gerðu ítrekaðar árásir á olíumannvirki Saudi-Arabíu.
Sl. 2-3 ár, hafa átök þau ekki verið eins heit.
Sem er kannski af hverju Kína telur sig sjá tækifæri.
Vert að fylgjast með þessu.
Kína virkilega má stilla þarna til friðar.
En ég reikna ekki endilega með slíkum árangri.
Segi einungis að það væri afar gott mál.
Ég sé ekki í þessu, einhverjar verulegar líkur á að Kína skipti Bandar. út við Persaflóa.
Þó að ég bendi á, að það eitt að Saudi-Arabar og aðrir olíuríkir Arabar hafa Kína sem valkost, muni sennilega hafa áhrif á samskipti þeirra við Bandaríkin.
Þá meina ég, að jafnvægið í þeim samskiptum breytist.
En það á allt eftir að koma í ljós í því síðar meir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning