Megin-breyting vígsstöðunnar í Úkraínu, virðist við rústir Bakhmut borgar, þ.s. enn er barist hart, afar hart -- Rússar hafa greinilega náð nokkrum krafti í sóknar-væng Norðan við Bakhmut. Fyrir utan þetta:
Sé stríðið stærstum hluta, kyrrstöðu-hernaður.
Gætt dæmi, mynd frá sl. viku!
Ný mynd af stöðunni í Bakhmut!
Með samanburði á myndunum sést megin-breytingin -- Rússar séu greinilega með töluverðan kraft í sókn, á Norður-væng við Bakhmut. Náð að þröngva sér í gegnum, sveitafélag það síðasta er enn var Norðan við Bakhmut, Yahidne.
--Yahidne sé greinilega fallin, því Norður-vængur sóknarinnar, á Norður-útjaðri Bakhmut. Þ.e. nokkur breyting!
- Bakhmut, er þá umkringd - á 3 vegu.
- Enn er þó opin hlið - beint í Vestur.
- Úkraínuher, hlýtur þó vera farinn að alvarlega íhuga, undanhald.
- Eftir allt saman, hafa bardagar staðið yfir í 7-mánuði,um Bakhmut.
Þetta er því orðin, langsamlega lengsta -- orusta stríðsins til þessa.
Hlekkir á sömu kort:
- Sl. vika: MilitaryLandNet.
- Þessi vika: MilitaryLandNet.
Þetta sýnir samt, rússneski herinn er miklu mun veikari en fyrir 12 mánuðum!
Það var miklu - miklu - miklu meiri kraftur í sókn Rússa sl. vor og sumar.
Þá vísa ég til bardaga er stóðu frá apríl 2022 - til Júlí 2022.
Er Rússar þvinguðu Úkraínu-her frá síðustu svæðum Úkraína réð í Lugansk héraði.
--Þá voru 2-borgir teknar, Lysychansk og Sivierodonetsk.
- Rússar eru að taka þarna, á ath. 7-mánuðum, mun smærra svæði en þeir tóku á 3-mánuðum sl. sumar.
- Og ekki gleyma, að Rússar hafa ekki enn tekið, Bakhmut.
- Ath. yfir sama tímabil -- er Rússar hafa tekið milli 600/700 ferkm. - tóku Úkraínumenn, rýflega 7000ferkm. -- sbr. sókn út frá Kharkiv, er náði nærri öllu því héraði sem kennt er við þá, nærri alla leið að rússn. landamærunum - og Úkraínumenn náðu aftur, smá sneið af Lugansk héraði; ekki síst með töku Lyman, náðu Úkraínumenn -- skotfærageymslum, er innihéldu mikilvæg skotfæri.
- Seinni sóknin var við Kherson, endaði með þvinguðu undanhaldi Rússa.
- Sannarlega hafa Rússar verið að sækja fram -- allan liðlangan tímann, samhliða þessum atburðum -- í Donetsk héraði.
- Og þ.e. ekki hægt að gefa sér að, Úkraínumenn hafi kraft í aðra stórsókn -- en hver veit; orðrómur er til staðar að Úkraína safni liði og vopnum.
--Tja, eins og þ.e. orðrómur, um meinta yfirvofandi stórsókn Rússlands.
En þ.e. ekki hægt að halda því fram -- að það sé yfirvofandi líklegt!
Að Rússar sópi gólfið -- eins og gjarnan var haldið fram enn sl. sumar.
Það virðist einfaldlega líta þannig út.
Að vindurinn sé stórum hluta farinn, úr hinum rússneska her.
- Hvað sem fullyrt er um stöðu Úkraínu, er vígsstaða Úkraínu, greinilega heilt yfir skárri en á sama tíma á sl. ári.
- En á ca. sama tíma á sl. ári, var innrás Rússa í fullum gangi í Norður-hluta Úkraínu, í grennd við Kharkiv, og alla leið að hliðum Kiev borgar - eða Kænugarðs.
- Og þá einnig réðu Rússar -- svæðinu við Kherson, og hótuðu sókn í átt að -- Odessa.
- Úkraína, í dag ræður yfir -- líklega afar fjölmennu varaliði, þ.e. einhvers staðar á bilinu 3mn. grunar mig sem hafi fengið fulla herþjálfun -- meðan að Úkraína, hafi ekki vopn næg, til að halda uppi meir en ca. 500.000 undir fullum vopnum.
- Ég er að vísa til þess, Zelenski fyrirskipaði allsherjar - vígvæðingu.
Þannig, að allir karlmenn á herskyldu-aldri voru þjálfaðir, og teknir í störf er tengjast stríðinu -- þó líklegast sé einungis hluti þeirra við vopn.
Og þar með, beinir þátt-takendur í átökum.
Í rússn. fjölmiðlum er sífellt haldið uppi augljósum þvættingi um óskaplegt mannfall.
Að Úkraína - eigi einungis eftir aldraða og unga drengi!
--Alger dómadags vitleysa.
- Video sem Wagner militia tók um daginn, er augljós fölsun.
Staged - eins og það heitir.
Úkraína -- hefur í mesta lagi, misst 200.000 særða og látna.
Langt - langt - langt innan við þær 3.000.000 sem líklega fengu herþjálfun.
--M.ö.o. Úkraínumenn - eigi mjög langt í þann stað, að skorta hermenn!
- Úkraínumenn, skorti vopn.
- Ekki, hermenn.
Þess vegna, vopni Úkraína ekki - milljón eða meir.
Heldur, ca. 500.000.
--Úkraína, líklega getur róterað fólki af víglínunni, til að hvíla hermenn.
Ekki síst, einnig til þess að sem flestir í varaliði, hafi bardaga-reynslu.
Og á virkilega nóg af búkum, til að fylla skörð - vegna mannfalls.
- Einhverra hluta vegna, hefur Pútín -- ekki framkv. sambærilega -- hervæðingu Rússlands.
- Heldur, virðist Pútín einungis -- fyrirskipa, takmarkaða hervæðingu -- í hvert sinn, að mannfall í röðum Rússa -- þrýstir á fleiri séu kallaðir í herinn.
Gallinn við þá aðferð, er að -- Rússar hafa ekki, þjálfað upp, eins og Úkraínumenn -- stóra púlíu af fólki, sem unnt er þá að kalla inn -- með litlum eða nær engum fyrirvara.
Margir telja að, þetta sjáist á einfaldri taktík Rússa, þ.e. frontal attacks.
--M.ö.o. ekki verið að gera neitt flókið, ráðist beint framan á víglínur Úkraínu.
- Það er rökrétt, ef lið Rússa er í dag -- stórum hluta skipað, nær algerlega óþjálfuðum einstaklingum.
Niðurstaða
Það er heilmikill munur á umræðunni um stríðið nú og fyrir ári -- fyrir ári, var mikil umræða um það, hvort Úkraína geti haldið velli. Enda margir þá að spá fullum sigri Rússlands, maður sá og heyrði stöðugar væntingar frá -- Rússavinum, á þann veg að Rússar mundu sópa gólfið -- sækja alla leið að Odessa, gera Úkraínu landlukt.
Væntingar um sigur Rússa, háværar meðal Rússa-vini, fyrir ca. akkúrat ári.
Í dag, er þessi hávaði um - meintan sigur Rússa, að mestu hljóðnaður.
Enda greinilegt af vígsstöðunni, og hvernig her Rússa ber sig fram.
--Að her Rússa, er var nema skugginn af þeim her er réðst inn fyrir ca. 12 mánuðum.
Hinn bóginn, er enn eftir að koma í ljós, hvaða orku Úkraína sjálf á eftir.
Ég er í engum vafa að, Úkraína á nóg af fólki er vill berjast, og vill berjast.
Spurningin sé einungis um það, hve mikið af vopnum -- NATO vill eða getur látið Úkraínu fá.
- Þrátt fyrir harða bardaga við Bakhmut, einkennist stríðið af Kyrr-stöðu-hernaði.
- Árásir Rússa séu víðast hvar of veikburða, til að rugga víglínunni.
Það kemur í ljós, eftir að Úkraína fær milli 100-150 vestræna skriðdreka.
Hvort það verður Úkraínuher, sem hefur stóra vorsókn!
--En ég er farinn að efa að, meint stórsókn Rússa er hefur átt að vera yfirvofandi, eigi sér stað yfir höfuð -- efa sannast sagna nú, Rússland eigi eftir næg vopn og skotfæri, til að vopna þann stækkaða her er til þess þyrfti.
En vaxandi vísbendingar eru um skort á mörgum vopnakerfum, og einnig á skotfærum.
Á móti, skortir Úkraínumenn -- einnig vopn og skotfæri.
Ef það á við báða heri, þá auðvitað er það -tæknilega séð- næg skýring fyrir því, að hernaður sé - a.m.k. að einhverju verulegu leiti - lamaður.
Það getur einfaldlega verið - að málið sé frekar, skortur á vopnum og skotfærum hjá báðum. En, að það sé skortur á búkum, hjá báðum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning