Rússneski herinn hefur sókt nokkuð fram Norðan við Bakhmut, A-Úkraínu -- að öðru leiti vígsstaðan í Úkraínu, afar lítt breytt milli vikna! Enn töluvert í að Rússum takist að umkringja rústir Bakhmut!

Megin-breyting vígsstöðunnar í Úkraínu, virðist við rústir Bakhmut borgar, þ.s. enn er barist hart, afar hart -- Rússar hafa greinilega náð nokkrum krafti í sóknar-væng Norðan við Bakhmut. Fyrir utan þetta:
Sé stríðið stærstum hluta, kyrrstöðu-hernaður.

Gætt dæmi, mynd frá sl. viku!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_1.jpg

Ný mynd af stöðunni í Bakhmut!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_2.jpg

Með samanburði á myndunum sést megin-breytingin -- Rússar séu greinilega með töluverðan kraft í sókn, á Norður-væng við Bakhmut. Náð að þröngva sér í gegnum, sveitafélag það síðasta er enn var Norðan við Bakhmut, Yahidne.
--Yahidne sé greinilega fallin, því Norður-vængur sóknarinnar, á Norður-útjaðri Bakhmut. Þ.e. nokkur breyting!

  • Bakhmut, er þá umkringd - á 3 vegu.
  • Enn er þó opin hlið - beint í Vestur.
  1. Úkraínuher, hlýtur þó vera farinn að alvarlega íhuga, undanhald.
  2. Eftir allt saman, hafa bardagar staðið yfir í 7-mánuði,um Bakhmut.

Þetta er því orðin, langsamlega lengsta -- orusta stríðsins til þessa.

Hlekkir á sömu kort:

  1. Sl. vika: MilitaryLandNet.
  2. Þessi vika: MilitaryLandNet.


Þetta sýnir samt, rússneski herinn er miklu mun veikari en fyrir 12 mánuðum!
Það var miklu - miklu - miklu meiri kraftur í sókn Rússa sl. vor og sumar.
Þá vísa ég til bardaga er stóðu frá apríl 2022 - til Júlí 2022.
Er Rússar þvinguðu Úkraínu-her frá síðustu svæðum Úkraína réð í Lugansk héraði.
--Þá voru 2-borgir teknar, Lysychansk og Sivierodonetsk.

  1. Rússar eru að taka þarna, á ath. 7-mánuðum, mun smærra svæði en þeir tóku á 3-mánuðum sl. sumar.
  2. Og ekki gleyma, að Rússar hafa ekki enn tekið, Bakhmut.
  • Ath. yfir sama tímabil -- er Rússar hafa tekið milli 600/700 ferkm. - tóku Úkraínumenn, rýflega 7000ferkm. -- sbr. sókn út frá Kharkiv, er náði nærri öllu því héraði sem kennt er við þá, nærri alla leið að rússn. landamærunum - og Úkraínumenn náðu aftur, smá sneið af Lugansk héraði; ekki síst með töku Lyman, náðu Úkraínumenn -- skotfærageymslum, er innihéldu mikilvæg skotfæri.
  • Seinni sóknin var við Kherson, endaði með þvinguðu undanhaldi Rússa.
  1. Sannarlega hafa Rússar verið að sækja fram -- allan liðlangan tímann, samhliða þessum atburðum -- í Donetsk héraði.
  2. Og þ.e. ekki hægt að gefa sér að, Úkraínumenn hafi kraft í aðra stórsókn -- en hver veit; orðrómur er til staðar að Úkraína safni liði og vopnum.
    --Tja, eins og þ.e. orðrómur, um meinta yfirvofandi stórsókn Rússlands.

En þ.e. ekki hægt að halda því fram -- að það sé yfirvofandi líklegt!
Að Rússar sópi gólfið -- eins og gjarnan var haldið fram enn sl. sumar.

Það virðist einfaldlega líta þannig út.
Að vindurinn sé stórum hluta farinn, úr hinum rússneska her.

  1. Hvað sem fullyrt er um stöðu Úkraínu, er vígsstaða Úkraínu, greinilega heilt yfir skárri en á sama tíma á sl. ári.
  2. En á ca. sama tíma á sl. ári, var innrás Rússa í fullum gangi í Norður-hluta Úkraínu, í grennd við Kharkiv, og alla leið að hliðum Kiev borgar - eða Kænugarðs.
  3. Og þá einnig réðu Rússar -- svæðinu við Kherson, og hótuðu sókn í átt að -- Odessa.
  4. Úkraína, í dag ræður yfir -- líklega afar fjölmennu varaliði, þ.e. einhvers staðar á bilinu 3mn. grunar mig sem hafi fengið fulla herþjálfun -- meðan að Úkraína, hafi ekki vopn næg, til að halda uppi meir en ca. 500.000 undir fullum vopnum.
  5. Ég er að vísa til þess, Zelenski fyrirskipaði allsherjar - vígvæðingu.
    Þannig, að allir karlmenn á herskyldu-aldri voru þjálfaðir, og teknir í störf er tengjast stríðinu -- þó líklegast sé einungis hluti þeirra við vopn.
    Og þar með, beinir þátt-takendur í átökum.

Í rússn. fjölmiðlum er sífellt haldið uppi augljósum þvættingi um óskaplegt mannfall.
Að Úkraína - eigi einungis eftir aldraða og unga drengi!
--Alger dómadags vitleysa.

  • Video sem Wagner militia tók um daginn, er augljós fölsun.
    Staged - eins og það heitir.

Úkraína -- hefur í mesta lagi, misst 200.000 særða og látna.
Langt - langt - langt innan við þær 3.000.000 sem líklega fengu herþjálfun.
--M.ö.o. Úkraínumenn - eigi mjög langt í þann stað, að skorta hermenn!

  1. Úkraínumenn, skorti vopn.
  2. Ekki, hermenn.

Þess vegna, vopni Úkraína ekki - milljón eða meir.
Heldur, ca. 500.000.
--Úkraína, líklega getur róterað fólki af víglínunni, til að hvíla hermenn.
Ekki síst, einnig til þess að sem flestir í varaliði, hafi bardaga-reynslu.
Og á virkilega nóg af búkum, til að fylla skörð - vegna mannfalls.

  1. Einhverra hluta vegna, hefur Pútín -- ekki framkv. sambærilega -- hervæðingu Rússlands.
  2. Heldur, virðist Pútín einungis -- fyrirskipa, takmarkaða hervæðingu -- í hvert sinn, að mannfall í röðum Rússa -- þrýstir á fleiri séu kallaðir í herinn.

Gallinn við þá aðferð, er að -- Rússar hafa ekki, þjálfað upp, eins og Úkraínumenn -- stóra púlíu af fólki, sem unnt er þá að kalla inn -- með litlum eða nær engum fyrirvara.
Margir telja að, þetta sjáist á einfaldri taktík Rússa, þ.e. frontal attacks.
--M.ö.o. ekki verið að gera neitt flókið, ráðist beint framan á víglínur Úkraínu.

  • Það er rökrétt, ef lið Rússa er í dag -- stórum hluta skipað, nær algerlega óþjálfuðum einstaklingum.

 

Niðurstaða
Það er heilmikill munur á umræðunni um stríðið nú og fyrir ári -- fyrir ári, var mikil umræða um það, hvort Úkraína geti haldið velli. Enda margir þá að spá fullum sigri Rússlands, maður sá og heyrði stöðugar væntingar frá -- Rússavinum, á þann veg að Rússar mundu sópa gólfið -- sækja alla leið að Odessa, gera Úkraínu landlukt.
Væntingar um sigur Rússa, háværar meðal Rússa-vini, fyrir ca. akkúrat ári.

Í dag, er þessi hávaði um - meintan sigur Rússa, að mestu hljóðnaður.
Enda greinilegt af vígsstöðunni, og hvernig her Rússa ber sig fram.
--Að her Rússa, er var nema skugginn af þeim her er réðst inn fyrir ca. 12 mánuðum.

Hinn bóginn, er enn eftir að koma í ljós, hvaða orku Úkraína sjálf á eftir.
Ég er í engum vafa að, Úkraína á nóg af fólki er vill berjast, og vill berjast.
Spurningin sé einungis um það, hve mikið af vopnum -- NATO vill eða getur látið Úkraínu fá.

  1. Þrátt fyrir harða bardaga við Bakhmut, einkennist stríðið af Kyrr-stöðu-hernaði.
  2. Árásir Rússa séu víðast hvar of veikburða, til að rugga víglínunni.

Það kemur í ljós, eftir að Úkraína fær milli 100-150 vestræna skriðdreka.
Hvort það verður Úkraínuher, sem hefur stóra vorsókn!
--En ég er farinn að efa að, meint stórsókn Rússa er hefur átt að vera yfirvofandi, eigi sér stað yfir höfuð -- efa sannast sagna nú, Rússland eigi eftir næg vopn og skotfæri, til að vopna þann stækkaða her er til þess þyrfti.

En vaxandi vísbendingar eru um skort á mörgum vopnakerfum, og einnig á skotfærum.
Á móti, skortir Úkraínumenn -- einnig vopn og skotfæri.
Ef það á við báða heri, þá auðvitað er það -tæknilega séð- næg skýring fyrir því, að hernaður sé - a.m.k. að einhverju verulegu leiti - lamaður.

Það getur einfaldlega verið - að málið sé frekar, skortur á vopnum og skotfærum hjá báðum. En, að það sé skortur á búkum, hjá báðum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband