Útbreidd mótmæli í Kína -- líklega forvitnilegastu atburður á heimsvísu, síðan Pútín hóf innrás í Úkraínu í febrúarmánuði 2022! Enginn örugglega þorir a.m.k. enn, spá mótmæli geti ógnað stöðu CCP!

Þessi atburðarás er það óvænt en þó klassísk - meina klassísk heimsögulega séð:
Tökum dæmi af mótmælum er staðið hafa nú töluvert lengi í Íran, er hófust út af því að ung kona var drepin af svokallaðri -siðferðis-lögreglu- fyrir að vera ekki að bera slæðu á höfði með réttum hætti.

  1. Þ.s. er klassíst, vil ég meina, mótmæli hefjast út af tilefni sem þarf ekki endilega vera risa-stórt; þau vinda síðan upp á sig.
  2. Þau gera það, vegna þess, að undirliggjandi er sjóðandi, fjölda-óánægja.

Það á sannarlega við Íran! Er útskýri, af hverju mótmælin þar eru það lífseig.
----------
En málið er, að sama gildir um Kína!

  • Að sjálfsögðu ætla ég ekki nú, fullyrða að Kína stefni í sambærilega - lífseiga og samtímis afar fjölmenna, viðvarandi mótmæla-hreyfingu; sambærilega því er myndast hefur bersýnilega í Íran.
  • En hættan er augljóslega fyrir hendi.
  1. Málið er auðvitað, að hvernig mótmælin berast út - leiftur-snöggt - til nokkurra kínverskra borga, þó þau séu hvergi mjög fjölmenn.
  2. Sýni, að þau tóni við - undir-liggjandi, sjóðandi-heita óánægju.

Það er auðvitað: COVID stefna Xi Jinping.

Algerlega einstakt að heyra hróp, segðu af þér Xi Jinping - við viljum frelsi, lýðræði: Í risaborginni, Sjanghæ!

Trigger atburður í Kína -- virðist hafa verið eldur í stórhýsi í borginni Urumqi í Synkiang héraði!
10 eru sagðir hafa látist, en útbreidd trú -rétt eða röng- virðist sú, að íbúar hafi verið læstir inni í turninum, og ekki átt undan-komu-möguleika, vegna COVID ráðstafana þar í borg.

Eldur í íbúða-turni, Urumqi

Firefighters spraying water on a fire at a residential building in Urumqi in western China’s Xinjiang Uyghur Autonomous Region, on Thursday, in this still image taken from a video.

Fyrstu viðbrögð virðast hafa verið, að fólk mætti í fjölmenna kvöld-vöku þar í borg, þ.s. fólk kveikti á kertaljósum -- til að minnast fórnarlamba.

Þessi kvöld-stund virðist síðan hafa snúist upp í mótmæli

Protesters are so upset with China's COVID rules, some are openly saying Xi  should go | WSIU

Það er ekki lengra síðan en sl. föstudag, rás atburða hefst: Protest in Xinjiang Against Lockdown After Fire Kills 10.

Síðan er eins og snjóbolti fari af stað -- mótmæli, ekki endilega fjölmenn, hafist á við og dreif um Kína.

China: Anti-lockdown protesters return to same spot in Shanghai after being pepper-sprayed by police

Skv. þessari frétt, eru mótmæli aftur á sunnudegi, annan dag í röð í - Sjanghæ.

Mynd sýnir, hvar örugg vitneskja er fyrir mótmælum sl. laugardag!

Þau gætu síðan hafa orðið í enn flr. borgum -- á sunnudag.
Og snjóbolti heldur áfram -- enn flr. borgum -- á mánudag!

  • En á einhverjum punkti, fer CCP - kommún.fl.Kína, að bregðast við.

Ef maður getur tekið mið af COVID - er viðbrögð tóku nærri mánuð.
Gæti farið svo að yfirstjórnendur CCP - sýni lítil sem engin viðbrögð, strax.

  • Hinn bóginn, ef þeir meta mótmæli ógna valdi flokksins.
    Verða viðbrögð alveg örugglega, afar hörð fyrir rest.

Ég efa persónulega, miðstjórn flokksins sé snör -- treystir örugglega á svæðis-stjórnendur, en það kemur að því að miðstjórnin telur svæðis-stjórnir ekki ráða við mál.
Þá sé það einungis spurning, hversu harkalega miðstjórnin bregst við.

Crowds angered by COVID-19 lockdowns call for China's Xi to step down

Margir eru farnir að bera þetta við, 1989 atburðinn -- þá hafði sprottið upp, mjög ákveðin mótmæla-hreyfing í Pekíng, atburðarás er endaði með blóðbaði á -Torgi hins Himneska Friðar.-

  1. A.m.k. virðast mótmæli ekki enn - mjög fjölmenn, þ.s. er sérstakt hve þau eru útbreidd.
  2. Þ.e. það fjölgar stöðugt þétt-býlissvæðum þ.s. mótmæli fara fram.

Hættan fyrir CCP -- er auðvitað, að því lengur mótmæli standa.
Því meira sjálfs-traust munu þeir er stunda mótmæli, hafa.
Ekki síst, því lengur þau standa, því líklegra að þau hafi víðtæk áhrif.

Íran, er auðvitað viss aðvörun til Xi Jinping, þ.s. fjölda-mótmæli, hafa nú staðið yfir mánuðum saman - viðhaldist þrátt fyrir tilraunir til að brjóta þau niður.

Ég er ekki hissa, ef fljótlega -- stjórnendur Kína, fara að útkalla mótmælendur sem handbendi erlendra ríkja, halda því fram -- erlend ríki standi að baki; liður í að útnefna mótmælendur sem, svikara gegn landi og þjóð.

Ef mótmælin verða fjölmenn, það myndast alvöru hreyfing: þá væri það liður í, tilraun til að veikja stuðning við þau -- skapa stuðning fyrir, hörðum aðgerðum gegn mótmælum.

  • Þarna er ég að vísa til aðgerða sem sést hafa stað í Íran: Þ.s. mótmælendur hafa á hæstu stöðum innan Írans, verið útmálaðir sem svikarar - handbendi erlendra ríkja, o.s.frv.

Þó slík umræða hafi virst fram til þessa lítil áhrif hafa haft á samstöðu mótmæla þar.

  • En fyrir rest, gæti það hugsagt: Að Xi beiti hernum.

Rétt þó að benda á, að þ.e. ekki eins einfalt og 1989, er mótmæli voru fyrst og fremst í Peking, þar eð líkur virðast um að -- mótmæli verði mun dreifðari um Kína í þetta sinn.

 

Niðurstaða
Mjög forvitnileg staða gæti verið að myndast innan Kína. Eftir að eldur í íbúða-turni í Urumqi, virðist hafa ræst af stað - mótmæli í fjölda borga innan Kína.

  1. Á þessum punkti er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða.
  2. Að innan Kína sé að myndast, lífseig og útbreidd mótmæla-hreyfing.

Það verðar nk. dagar að leiða í ljós!
Það getur vel verið, að CCP takist snögglega að enda þau.
Með beitingu fjölda-handtaka, og hótana almennt.

En ef mótmælin eru upphaf að atburðarás svipaðri þeirri er hefur verið í gangi innan Írans, að mótmæli viðhaldast - þau halda áfram að vera útbreidd, ríkinu gengur ekki að bæla þau niður.

Þá auðvitað gæti það hugsast að slík hreyfing geti orðið CCP hættuleg.

  • Hvernig Xi Jinping bregst við þessum mótmælum.
  • Mun segja mikið um það, hvernig Xi Jinping hyggst stjórna Kína.

Miðað við reynslun af Xi til þessa, þá mun hann leitast til við að brjóta mótmælin.
En miðað við reynsluna af mótmælum í Hong Kong, þá væntanlega ekki með einhverju rosalegu blóðbaði heldur.

Hinn bóginn, voru þau mótmæli: fyrst og fremst eingangruð við Hong Kong.

Mótmæli í fjölda borga vítt um Kína, geta verið metin til muna stærri ógn.
Því leitt fram, harkalegri viðbrögð að sama skapi.

Augljóslega er mikil þreyta yfir COVID stefnu Xi, nú að brjótast fram.
Ef Xi hefur skynsemi, notar hann tækifærið til að -- skipta um stefnu þar um.
Því miður virðist mér sennilegra, að karlinn sé þrjóskari en þ.s. þrjóskt er.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband