Virðist hafa hægt á sókn Úkraínu-hers sl. daga, eftir hraða sókn dagana á undan - Rússland virðist hafa hert árásir í Donetsk héraði, þó án mikils árangurs - spurning hve mikið skemmd Kerch brúin er?

Það er ekki undarlegt að hraðri sókn fylgi síðar - minni sóknarhraði.
Fyrsta lagi, þarf her að melta þau svæði sem tekin hafa verið yfir, þ.e. skipuleggja varnir þar gegn hugsanlegri gagnsókn, tryggja öryggi á þeim, og að sjálfsögðu þurfa hermenn einnig hvíld.
Fyrir utan, að andstæðingurinn leitast við að skipuleggja nýja varnarstöðu, þá mætir her í sókn, aftur vaxandi einbeittri mótspyrnu, þarf þá að þétta raðir að nýju - það eitt hægir einnig á sókn.
Af margvíslegum ástæðum sé ekki undarlegt, sóknarhraði sé breytilegur.

MilitaryLandNet - hefur einnig kort af sömu stöðum!
Afar áhugaverð kort, hvet fólk til að opna þann hlekk og skoða!

Gegnumbrot Úkraínu-hers var einkum á Norður-sóknarvæng við Kherson.
Þar náði Úkraínu-her tuga kílómetra framrás, er leiddi til töku á annan tugs af smærri byggðalögum á svæðinu. Sókn Úkraínuhers, Norð-Vestan megin, náði samt þrýsta Rússum aftur um - einhverja kílómetra, náði þar með -- nokkrum smærri byggðalögum.
--Rússar gerðu gagnárás á þann sóknarvæng, rétt fyrir helgi, þeirri árás virðist hafa verið hrundið.


Árásir Rússlands-hers sl. daga í Donetsk eru forvitnilegar!

Umliðna viku framkvæmdu Rússar töluvert þéttar árásir á víglínu Úkraínu-hers, ath. -- sunnan við þau svæði þ.s. Úkraínuher hefur haft öfluga framrás undanfarnar vikur í A-Úkraínu.

Skv. lýsingu MilitaryLandNet - : Sjá einnig kort, opna hlekk.

  • Ukrainian forces repelled a Russian attack in the vicinity of Yakovlivka.
  • Fighting continues on the streets of Bakhmutske and Soledar.
  • The enemy pushed south of Bakhmutske and attacked Ukrainian positions in the direction of Krasna Hora. The attack was repulsed.
  • Russian forces advanced by a few meters towards Bakhmut.
  • The enemy entered Vesela Dolyna and the nearby Zaitseve. Ukrainian forces reportedly retreated from both settlements amid the worsening situation. However, as we lack evidence that Russian forces are indeed in full control of the said settlements, they are marked as contested for now.
  • Russian sources reported the capture of Odradivka and Mykolaivka Druha. This was indirectly confirmed by Ukrainian General Staff, because they reported a repelled attack in the direction of Andriivka.
  • Ukrainian defenders repelled Russian attacks towards Kurdyumivka, Mayorsk and in the area of Zaitseve (southern one).

Skv. því, hörfaði Úkraínuher frá Vesela Dolyna, Zaitseve - Odradvika, Mykolaivka Druha.
Rússlandsher gerði frekari árásir í átt að Bakhmut, Kurdymivka, Mayorsk og Krasna Hora.

  1. Ástæðan að ég segi þetta forvitnilegt.
    Þarna virðist einkum á ferli, málaliðaher - undir nafninu Vagner.
    Og tilgangur þeirra sveita, er líklega stórum hluta pólitískur.
    Þ.e. í samhengi Rússlands.
  2. M.ö.o. Vagner sveitirnar séu þarna líklega að fórna stórum hluta eigin sveita.
    Til að þrýsta á Úkraínuher, í Donetsk.
    Þó Úkraínuher virðist hafa hörfað frá 4 þorpum, þá virðast varnirnar þ.s. skipti mestu máli við Bakhmut, halda.
    Að auki sennilegt að Vagner sveitirnar séu að bíða mikið mannfall.
  3. Vagner-sveitirnar á hinn bóginn, styrkja pólitískt -narrative- í rússn. samhengi.
    Þ.e. ásakanir að aðal-herinn sá hinn rússn.
    Sé undir lélegri herstjórn.
    Vagner-virðist krefjast aukins krafts í stríðið.
    Og auki, þetta eflir orðstír Vagner-sveitanna, þannig þær kannski fá flr. nýja meðlimi; á móti komi líklegt mannfall hljóti vera mikið.
  • Móti komi, að líklega væri það skynsamara, að þessi her væri að styrkja varnir Rússlands -- í Lugansk, þ.s. Úkraínu-her, er í hraðri sókn.
  • Það sést vel á kortinu, hve bláa svæðið er nú miklu stærra - en þessi nýja framsókn Rússa í Donetsk. Fyrir utan sókn Úkraínu í Lugansk, er enn í gangi.
    Samanborið við sókn Úkraínuhers -- eru þessar árásir, pinpricks.
  1. Það er eins og að mála-liða-sveitirnar, er í vaxandi mæli virðast manna línur Rússa, sl. 3 mánuði!
  2. Séu ekki að vinna með meginher Rússa; nema þegar þeim er stjórna þeim, sýnist svo.
  • Þær séu m.ö.o. ákveðið -kaos-element- er ég tel heilt yfir, lýsa vaxandi hnignun stríðs Rússa í Úkraínu.

Einhverju leiti megi líkja þessu við Ardenna-sókn Hitlers 1944.
(Ath. önnur Ardenna-sókn 1940 leiddi til falls Frakklands það ár)
Er frekar flýtti fyrir stríðs-lokum, en að tefja fyrir þeim.
Því, Þýskaland Hitlers hafði þá færri hermenn til að verjast þ.s. máli skipti.

En ég er töluvert viss, að mun gagnlegra væri að senda lið, til að hægja eða jafnvel leitast við að stoppa sókn Úkraínu - í Lugansk.
Sem blússar enn fram, en að gera árásir með miklu mannfalli á varnir Úkraínu í Donetsk.

Það er eins og að -- málaliðs-sveitirnar, séu orðnar að nokkurs konar, vinstri hönd.
Sem eigi nú í vaxandi mæli í minnkandi samskiptum við, hægri hönd regular-hers Rússa.

Sergey Surovikin!

Russia appoints new overall commander for its military in Ukraine

Sergey Surovikin er nýr yfirmaður herafla Rússa í Úkraínu!
Skv. fregn AljaZeera, er mikill fögnuður meðal háværra fastista er styðja Pútín.

  1. Surovikin er yfirmaður frá flugher Rússlands.
  2. Ekki landher Rússlands.

Who is Surovikin, Russia’s new commander for the war in Ukraine?

Í Sýrlandi, stóð hann fyrir skipulegum loftárásum á uppreisnarmenn í sýrlenskum borgum.
Þær árásir voru þekktar fyrir harðneskju og miskunnarleysi almennt.
Hinn bóginn, fæ ég ekki séð að sömu aðferðir séu nothæfar í Úkraínu.

  1. Uppreisnarmenn í Sýrlandi - höfðu engar loftvarnir.
  2. Aftur á móti, ræður Úkraína yfir, afar öflugum loftvörnum.

Þ.s. Surovikin kemur frá flughernum, fæ ég ekki séð, þekking hans.
Sé líkleg að valda einhverjum straumhvörfum.

  • Kannski verður aukin áhersla á, eldflauga-árásir, og loftárásir.
  • Hinn bóginn, virðast Rússar nær eingöngu beita þeim á byggðir Úkraínu.
    Þó það valdi mannfalli almennra borgara.
    Hafi slíkar árásir nánast enga hernaðarlega þíðingu.
  • Eins og kom fram í Seinni-Styrrjöld, þá brjóta árásir á almenna borgara.
    Ekki niður bardaga-vilja.
    Ég meina, t.d. ekki tókst nasistum er þeir börðust um Leningrad, að brjóta niður varnarvilja borgarbúa, þó árásis Nasista á þá borg dræpu yfir milljón af íbúum þeirrar borgar.
    Sögulega séð m.ö.o. virðast árásir á almennar byggðir, litlu skila.
    Þá meina ég, í hernaðarlegu samhengi.

Mér virðist samt sam áður, skipun Surovikin benda til þess.
Að slíkar árásir aukist!

Það gæti þítt, að afstaðan í Rússlandi sé orðin sú -- öll Úkraína sé óvinur. Ef Rússland geti ekki stoppað sókn Úkraínu-hers. Muni Rússland leitast við á móti, um að refsa Úkraínu - eða hefna sín á Úkraínu - með því að drepa eins marga almenna borgara og framast unnt er; með eldflauga-árásum á almennar byggðir Úkraínu.
--Kannski, muni Surovikin einnig beita flughernum meir, þó óhjákvæmilega mundi á móti Úkraína skjóta enn flr. Rússn.herflugvélar niður.

Kerch-brúin er ekki sjáanlega það mikið skemmd!
This satellite image provided by Maxar Technologies shows damage to the Kerch Bridge

Hluti brúarinnar sem er hærri, er fyrir lestir.
Hluti neðri brúar fyrir umrferð bifreiða virðist hafa hrunið!

  1. Rússar hleyptu lest í gegn um brúna, á hinn bóginn - skv. fregnum var hún tóm af varningi; þannig að óvíst sé að - brúin þoli fullan þunga hlaðinnar lestar.
    Það verði því að skoðast sem, hugsanlegt að -- járnbrautar-brúin sé einnig skemmd.
    --En mér var sagt af manni sem taldi sig skilja hlutina, að það geti verið þ.s. eldur lék um tíma um styrktarbita brúarinnar er halda járnbrautar-teinunum uppi á kafla, að það geti hafa leitt til þess; að stál-styrkingar í þeim styrkar-bitum hafi skemmts, þar með burðar-geta brúarinnar á þeim kafla -- rénað.
    --Það geti því verið, að brúin á þeim kafla, beri - ekki þá þyngd sem hún var smíðuð fyrir lengur. Það komi í ljós, hvað það þíði fyrir flutninga Rússa þar yfir.

  2. Umferð léttari bifreiða þ.e. einkabíla, hafi einungis verið heimil um vega-brúna, neðan við járnbrautar-brúna. Það bendi sterklega til þess, að burðar-virki þess hluta brúarinnar sé klárlega skemmt á kafla.

Skv. því, minnkar flutningageta brúarinnar!
Þ.s. flutningabílar geta ekki notað hana a.m.k. um hríð.
Það geti einnig verið, að lestar-brúin ofan við vega-brúna, beri ekki heldur fullan þunga.
--Tjón Rússa gæti því verið mikið!

  • Þetta getur skipt verulegu máli.
    Þ.s. her Rússa í S-Úkraínu er undir miklum þrýstingi.
    M.ö.o. minnkun flutninga til þeirra, það eitt.
    Getur skipt máli. Þegar sá her þurfi stöðugar vista-sendingar.

Traffic resumes on Crimea bridge, probe into blast under way

Íbúðablokk stórskemmd í borginni, Zaporizhzhia

This picture shows a residential building damaged after a strike in Zaporizhzhia.

Deadly Russian missile attack hits Ukraine’s Zaporizhzhia city

Þetta er líklega þ.s. við sjáum meira af, þ.e. árásum beint á byggðir.
Hefndar-árásir Rússlands, þ.s. Rússar geta ekki stoppað framrás hers Úkraínu.

  1. Minnir um sumt á áherslu Adolf Hitlers -- á hefndarárásir.
    V1 og V2 flugskeyti Hitlers, gegndu þeim tilgangi.
  2. Hernaðarlegt gagn þeirra árása.
    Var ca. núll.
    En í þær var gríðarlegu miklu púðri varið af hálfu Nasista, skv. skipunum Hitlers.

Mér virðist skipan, Surovikin -- benda til sambærilegrar áherslu.
Hefndarárásir, eins og hjá Hitler, á almenna borgara.
--Hernaðarleg gagnsemi, líklega nákvæmlega engin eins og hjá Hitler.

Þetta virðist gerast hjá fasískum ríkisstjórnum, að þegar grefur undan þeim.
--Þá verða þeir reiðari, svo áherslan verður á -- dráp án tilgangs.

Bendi hér á nýlegt viðtal við David Petraeus hershöfðingja!
 

 

 

Niðurstaða
Mig grunar að Rússland sé að endurtaka hugsana-gang Adolfs Hitlers, er fjaraði undan.
V - stóð fyrir -Vergeltungswaffen- þ.e. hefndar-vopn.
Hver var hefndin? Fyrir það, að stríðið fór að ganga illa.
V-vopnin voru tekin í notkun, 1943 og 1944, einmitt er stríðið var að tapast.

Nasistarnir voru reiðir, áherslan fór yfir á það að - drepa almenna borgara.
Vegna þess, að þegar á þann punkt stríðsins var komið.
Var ósigur þá þegar orðinn nær algerlega öruggur.

Mér virðist, að Rússar séu komnir í sambærilegan þanka-gang.
Þ.e. skipun yfirmanns úr flugher sem yfirstjórnanda Úkraínu-stríðs.
Lýsi líklega breytingu á fókus, af sambærilegu tagi.

Þ.e. á það sem mætti nefna, hefndarárasir - alveg sama hugsun og hjá Hitler.
Þannig, að héðan í frá verði enn meir ráðist með eldflaugum á byggðir Úkraínu.
Þó svo að sögulega séð virki þær árásir - eiginlega, aldrei.

Þá sé samt gripið til slíks, vegna þess -- menn eru ekki enn tilbúnir til að hætta.
Þó stríðið sé tapað - líklega þegar, eins og hjá Hitler.
Þá séu hóparnir í Rússlandi er styðja stríðið, og Rússlandsstjórn.
Alveg eins og Hilters-Þýskaland 1943-1944, ekki til í að hætta.

Þetta hljómar vaxandi eins og, að Rússlands-stjórn ætli að berjast þar til yfir líkur.
Vegna þess, að þó svo að ákveðin samkenni séu með 1943-1944, þá er samtímis margt ólíkt -- sbr. Úkraína sé ólíkleg að sækja að Moskvu.

Þá geti það þítt, að þó svo að Úkraína mundi halda áfram að sækja fram.
Þá geti svo farið, að Rússland hætti ekki eldflauga-árásum á byggðir Úkraínu.
Jafnvel þó að Úkraína hugsanlega sparkaði Rússlands-her alfarið úr landi.
--Kannski svo snemma sem ca. um nk. jól eða áramót.

Það gæti jafnvel farið svo, að Rússar reyndu 3ju innrásina í Úkraínu.
M.ö.o. þeir neituðu að hætta, alveg burtséð hvað!
Segjum, kannski rúmlega ári seinna - Úkraína mundi sjálfsögðu grafa sig niður á landamærunum, og undirbúa heitar móttöku slíks hers - ef af yrði.
--Þ.e. Rússland gæti ekki hugsað sér að hætta, þrátt fyrir að hafa tapað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með því að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu drepur Pútín einnig fólk sem býr í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. cool

Stærstu borgirnar í Úkraínu, Kænugarður og Kharkiv, eru skammt frá landamærunum að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, rétt eins og Chernobyl.

"At Chernobyl approximately 100,000 square kilometres of land was significantly contaminated with fallout, with the worst hit regions being in Belarus, Ukraine and Russia. cool

Lower levels of contamination were detected over all of Europe except for the Iberian Peninsula."

Chernobyl disaster

Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin, sem er grundvöllur starfsemi ÖSE, feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 16:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland er eitt af aðildarríkjum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) en hefur ekki virt landamæri Rússlands og Úkraínu, eins og Rússlandi bar að gera, samkvæmt alþjóðalögum og -sáttmálum. cool

Og Pútín fannst í góðu lagi að Úkraína fengi aðild að Evrópusambandinu 10. desember 2004, eftir að flest Austur-Evrópuríkin höfðu fengið aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.

Þar að auki vita allir að hvorki Úkraína né NATO ætluðu að ráðast á Rússland. cool

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

Helsinki yfirlýsingin (Helsinki Declaration):

"In the CSCE terminology, there were four groupings or baskets. In the first basket, the "Declaration on Principles Guiding Relations between Participating States" (also known as "The Decalogue") enumerated the following 10 points:

    • Sovereign equality, respect for the rights inherent in sovereignty

      • Refraining from the threat or use of force

        • Inviolability of frontiers

            • Peaceful settlement of disputes

              • Non-intervention in internal affairs

                    • Co-operation among States

                      • Fulfillment in good faith of obligations under international law"

                      Rússland er einnig eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. cool

                      Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna

                      Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna:


                      "I. kafli

                      MARKMIÐ OG GRUNDVALLARREGLUR"

                      "2. gr. ..."

                      "4) Allir meðlimir skulu í milliríkjaskiptum varast hótanir um valdbeitingu eða beitingu valds gegn landamærahelgi eða stjórnmálasjálfstæði nokkurs ríkis eða á neinn annan hátt sem kemur í bága við markmið hinna sameinuðu þjóða." cool

                      Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 16:56

                      4 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      17.6.2022:

                      Pútín: Aðild Úkraínu að Evrópusambandinu kemur Rússum ekki við

                      Pútín 10.12.2004 (eftir að flest Austur-Evrópuríkin höfðu fengið aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO):

                      "As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process. cool

                      Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

                      If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine. cool

                      Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

                      "On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

                      But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine. cool

                      On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

                      But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair." cool

                      Kremlin: Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

                      Þorsteinn Briem, 9.10.2022 kl. 16:59

                      5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                      Þorsteinn Briem, ég held það séu engar líkur á að stórar borgir í Úkraínu yrðu sprengdar með stórri kjarnorku-sprengju, t.d. Kiev er þ.s. Rússland var stofnað skv. söguskoðun Pútíns sjálfs - - menn eru yfirleitt að hugsa í smærri sprengjum, sem mælast t.d. 500 kílótonn sbr. 500 tonn af TNT, ein bandar.sprengja getur - haft virkni svo lága sem 300KT. En einnig upp á nokkur Megatonn. Hinn bóginn, mundu vívalla-vopn skila afar litlu, þ.s. herirnir eru þjappaðir saman eru yfirleitt báðir í nánd. Ef Pútín sprengir sína eigin hermenn, og dreifir geislun yfir vígvöllinn -- er engin spurning, að rússn. hermenn leggja á flótta. Ef hann dreifir nokkrum slíkum sprengjum til að taka stóran hluta vígvallar, brysti líklega út sórfelldur fjöldaflótti meðan Rússa-hers gagnvart gervallri víglínunni á því svæði. Punkturinn er sá, að þetta sé ekki leið til sigurs. Fyrir utan, að Bandar. hafa lofað því -- viðbrögð yrðu -catastrophic.-
                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 9.10.2022 kl. 17:54

                      6 Smámynd: Borgþór Jónsson


                      Það er vert að gera smá athugasemdir.
                      Surovikin kemur ekki úr flughernum.
                      Allur hans frami kemur í gegnum landherinn. Hann byrjaði í Spetsnaz herdeildunum og síðan lá leiðin upp í gegnum landherinn.
                      Þó hann hafi verið yfirmaður hluta flughersins jafnframt því sem hann stjórnaði suðurher Rússa í Úkrainu ,þá er ekki þar með sagt að han sé ókunnugur landhernaði.
                      Þvert á móti.
                      Það væri frekar hægt að segja að hann væri ókunnugur flughernað,sem hann er reyndar ekki heldur. Hann hefur töluverða reynslu í því ,þó að aðal þekking hans liggi í landhernaði.

                      Annað atriði sem virðist vefjast fyrir þér.
                      Þú ert afar upptekinn af áróðrinum um að eldflaugaárásir Rússa beinist gegn almenningi.
                      Ef þú notar einhverjar áróðurstuggur til að skilgreina það sem er að gerast þá verður útkoman tóm þvæla.
                      Meginhluti árásanna er á raforkukerfi Úkrainu og eitthvað á stjórnkerfi Úkrainska hersins.
                      Árásirnar á rafoorkukerfið eru ekki gerðar til að koma í veg fyrir að fólk geti eldað te á morgnana ,heldur til að valda Úkrainuher vandræðum við herflutninga.
                      Þetta er ekki flókið.
                      Lestakerfið, sem er aðal samgönguæð hersins er knúið af rafmagni.
                      Úkrainumenn eiga í vandræðum með að skifta yfir á dísillestir af því að það er önnur sporvídd í Úkrainu heldu en í Evrópu.
                      Það er auðvelt að breyta vögnum,en engin leiða að breyta dráttartækjunum.

                      Allar pælingar um kjarnorkusprengjur koma frá Vesturlöndum.
                      Rússar hafa aldrei andað út orði í sambandi við notkun þeirra í Úkrainu.
                      Selenski hefur hinsvegar þrábeðið um að slíkum sprengjum verði varpað á Rússland.
                      Hann hefur einnig farið fram á að vesturlönd skaffi honum slíkar sprengjur. Maðurinn er kolgeðveikur.

                      Þú virðist ekki fyllilega átta þig á út á hvað hernaður gengur.
                      Hernaður gengur fyrst og fremat út á að brjóta her andstæðingsins á bak aftur.
                      Hann gengur ekki út á að taka landsvæði.
                      Þegar maður er búinn að brjóta her andstæðingsins á bak aftur þá getur maður tekið það landsvæði sem maður vill.
                      Sókn Úkrainumanna á Kharkov svæðinu breytir engu um gang stríðsins að öððru leiti en því að hún kostaði Úkrainumenn óhemju mannfall og tjón á tækjum.
                      Það er ekkert á þessu landsvæði sem hefur áhrif á það hver vinnur stríðið.
                      Það má segja að eini gallinn við að glata landsvæði eru morð Úkrainumanna á almennum borgurum þegar hörfað er frá svæðum.
                      Þau eru býsna óhugnanleg.

                      Það er vet að gera tilraun til að útskýra af hverju mannfall Úkrainumanna er svona mikið ,en mannfall Rússa svona lítið ,þegar Úkrainumenn sækja með þessum hætti.

                      Fyrst er að telja að Rússar gera aldrei tilraun til að verja landsvæði til síðasta manns eins og Úkrainumenn gera.
                      Þeir einfaldlega hörfa í rólegheitum og forðast mannfall.
                      Þegar her er í sókn ,þá er hann berskjaldaður fyrir árásum ,eðlilega. Það ætti að vera frekar auðskilið.
                      Her sem er í sókn getur ekki skýlt sér í skotgröfum og allkyns byrgjum.
                      Úkrainumenn hafa engann flugher til að verja sóknina og að auki hafa Rússar gríðarlega yfirburði í stórskotaliði. Sennilega 8:1
                      Þegar Úkrainuher yfirgefur skotgrafirnar þá er hann berskjaldaður fyrir stórskotaliði og ekki síður fyrir flugher Rússa.
                      Það er einfaldlega veisla hjá Rússneska flughernum.
                      Úkrainumenn virðast hugsa lítið um þetta ,enda hafa þeir nóg af köllum.
                      Mannfall í svona sókn er sennilega nálægt 8:1 Rússlandi í vil.
                      Yfir stríðið í heild er það líklega nálægt 5:1
                      Þessi sókn á Kherson svæðinu hefur því kostað Úkrainumenn mikið í mannafla og búnaði ,en ávinningurinn er í raun enginn.
                      Þeir hafa tekið landsvæði sem skiftir í raun engu máli upp á hernaðinn að gera með gríðarlegum kostnaði.
                      Þetta hefur hinsvegar áróðurslegt gildi fyrir almenning.
                      Herstjórar um allan heim skilja þetta hinsvegar.

                      Það er önnur staða uppi á Kherson svæðinu.
                      Þar eru Úkrainumenn búnir að safna 60.000 manna liði til að taka Kherson.
                      Rússar haf 20.000 menn til varnar.
                      Kherson er svæði sem Rússar vilja halda öfugt við Khrakov svæðið.
                      Þeir munu því mjög líklega verjast af mikilli hörku.
                      Mér finnst alveg jafn líklegt að Úkrainumenn nái Kherson enda er liðsmunurinn mikill.
                      Rússar munu væntanlega falla aftur til víglínu sem er utan við borgina til að þétta varnirnar aðeins.
                      Þeir verða nú að styðjast að mestu við stórskotalilið af því að það eru betri loftvarnir á þessu svæði.
                      Þeir geta samt sem áður notað flugherinn til að taka út skotmörk sem skifta miklu máli,en almennt séð er flugher ekki áhrifaríkur í svona stöðu nema hann geti verið yfir skotmarkinu og dælt út miklu magni af sprengjum. (Carpetbombing)
                      Miðað við hvað Úkrainumenn hafa safnað miklu liði virðist sem þeir ætli að taka Kherson með áhlaupi.
                      Það verður svolítið í stíl við hernað Sovétmanna 1942 þegar andstæðingurinn var yfirbugaður með yfirþyrmandi mannfjölda.
                      En slík sókn er afar kostnaðarsöm. Það eru gríðarlega mörg skotmörk fyrir herinn sem er að verjast.
                      Þetta verður blóðbað upp á gamla móðinn.
                      Blóðbað er ekki sérstaklega hagstætt fyrir Úkrainska herinn ,af því að hann hefur úr miklu minni mannskap að moða og jafnframt miklu minna af búnaði en Rússneki herinn.
                      Úkrainski herinn er í svipaðri aðstöðu og her Nasisa í Sovétríkjunum ,en við bætist að Úkrainuher er langt frá því að vera með sömu gæði og Nasistaher Þýskalands þó að þeir stundi sömu pólitík.

                      Þú minnist á Ardenna sókn Þjóðverja.
                      Sókn Úkainumanna ber mikinn keim af þeirri sókn.
                      Úkrainumenn eru að kreista síðustu kraftana út úr hernum sínum í sókn sem skitir í raun engu máli fyrir útkomuna að lokum.
                      Tjón Úkrainumanna er miklu meira en þau hergögn sem þeir fá frá Vesturlöndum.
                      Það er ekki skrýtið þó að Selenski liggi vælandi í öllum fjölmiðlum og biðji um meiri vopn,meiri peninga og kjarnorkuárásir
                      Þetta fer bara á einn veg.

                      En við sjáum til.
                      Þetta er spennandi.


                       
                       

                      Borgþór Jónsson, 15.10.2022 kl. 05:17

                      Bæta við athugasemd

                      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                      Um bloggið

                      Einar Björn Bjarnason

                      Höfundur

                      Einar Björn Bjarnason
                      Einar Björn Bjarnason
                      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                      Jan. 2025
                      S M Þ M F F L
                            1 2 3 4
                      5 6 7 8 9 10 11
                      12 13 14 15 16 17 18
                      19 20 21 22 23 24 25
                      26 27 28 29 30 31  

                      Eldri færslur

                      2025

                      2024

                      2023

                      2022

                      2021

                      2020

                      2019

                      2018

                      2017

                      2016

                      2015

                      2014

                      2013

                      2012

                      2011

                      2010

                      2009

                      2008

                      Nýjustu myndir

                      • Mynd Trump Fylgi
                      • Kína mynd 2
                      • Kína mynd 1

                      Heimsóknir

                      Flettingar

                      • Í dag (20.1.): 10
                      • Sl. sólarhring: 10
                      • Sl. viku: 65
                      • Frá upphafi: 859307

                      Annað

                      • Innlit í dag: 10
                      • Innlit sl. viku: 57
                      • Gestir í dag: 10
                      • IP-tölur í dag: 10

                      Uppfært á 3 mín. fresti.
                      Skýringar

                      Innskráning

                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                      Hafðu samband