Flestir sem velta spurningunni um T62 fyrir sér, hvað Rússar ætla sér með 50 ára gömul tæki þar -- eiga erfitt að trúa, Rússar ætli að beita þeim í bardögum!
Hinn bóginn, var T62 beitt á sínum tíma - er Sovétríkin voru í Afghanistan, nútímaríkið Rússland beitti þeim í Tétníu stríðinu 2000, og innrásinni í Georgíu 2008.
--Rússar virðast hafa sent fjölda T62 til Sýrlands, til að styrkja sýrl. herinn, á sínum tíma og til að bæta fyrir tjón á tækjum sá her varð fyrir.
- Þannig, að klárlega er T62 beitt við og við.
- Hinn bóginn, er T62 afar úrelt tæki - dauðagildra eiginlega, gagnvart öllum þekktum skriðdreka-bönum, sem notaðir eru í dag.
Tveir forvitnilegir vefir:
MilitaryLandnet -- er með gríðarlega umfangsmikla umfjöllun.
Það er einungis stríðið í Úkraínu!
Hef ekki hugmynd, hvernig þeir nálgast efni að virðist beggna vegna víglína.
Nema, þeir notist við einkarekna gerfi-hnetti - einhverju leiti.
Hinn bóginn, virðist margt vera efni tekið af einhverjum á Jörðu niðri.
Vefur JohnRidge, er greinilega hans eigin greining!
Hann veltir vöngum yfir því, af hverju T62 er í Úkraínu.
--Ekki er endilega allt þ.s. hann veltir upp, sennilegt.
Lesendur lesi þetta einungis frá þeirri forsendu, að efnið eru hans ígrundanir.
--Ekkert að því að lesa slíkt, en eðlilegt að viðhafa einhvern fyrirvara.
Þetta mynband barst um vefinn, sýnir lest í Rússlandi nærri Úkraínu með T62 dreka!
Annað myndband er inniheldur frekari umfjöllun um málið!
- Eins og kemur, reikna margir með því - T62 verði ekki notaður í framlínu átaka við Úkraínu-her, heldur frekar til að stjórna þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið.
- M.ö.o. þeir dugi til að hræða íbúa, halda þeim á mottunni - berjast við skærusveitir - er ekki væru eins vel útbúnar, og varnarlína Úkraínuhers.
Hugsanlega þannig, losa Rússar mikilvægari tæki, sem ef til vill hafa verið í slíkum hlutverkum -- þannig að þau geta þá þess í stað, tekið þátt í beinum átökum!
- Margir vilja enn ekki trúa því, að Rússar séu það örvæntingar-fullir, að virkilega nota -- augljósar dauða-gildrur í beinum átökum við Úkraínuher.
Rétt að benda á, allar slíkar pælingar eru einungis vangaveltur -- Rússland hefur ekkert gefið upp um það, hver tilgangur þess að senda 50 ára gamla skriðdreka til Úkraínu, er!
-------------
Það eru allir sammála því, er fjalla um málið - að beita T62 væri óðs manns æði.
Því þeir séu sannarlega dauða-gildrur fyrir sérhvern, er beitti þeim í framlínu!
Ekki er mikið um áreiðanlegar tölur um tjón herjanna: Oryx kemst næst!
- Oryx beitir þeirri aðferð, að rína í gerfihnatta-myndir, og þeir birta mynd með sérhverju tæki eyðilagt - til staðfestingar.
- Tölur Oryx, séu því -áreiðanlegar.-
- En þær séu einnig - lágmarks-tölur - því tjón er líklega meira, en þ.s. unnt sé að staðfesta með ljósmynd - per tjón.
Tjón Rússa: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
4172, of which: destroyed: 2428, damaged: 75, abandoned: 316, captured: 1353
- Skriðdrekar:
736, of which destroyed: 411, damaged: 22, abandoned: 55, captured: 248 - Infantry-Combat-Vehicles:
806, of which destroyed: 494, damaged: 12, abandoned: 64, captured: 236 - AMC
411, of which destroyed: 237, damaged: 3, abandoned: 36, captured: 135
Ef maður prófaði að áætla manntjón frá einungis 3-liðum:
--Hafa líklega a.m.k. 2100 látist í eyðilögðum Armored Personnel Carriers.
Um 3000 látist í eyðilögðum, ICV tækjum. Yfir 1200 látist í eyðilögðum skriðdrekum.
- Með þessum einfalda hætti, fær maður strax mun hærri tölu, en Rússlandsstjórn gefur upp sem mannfall -- þarna tel ég einungis 3 týpur af eyðilögðum tækjum.
Og ath. það tekur ekkert tillit til líklegs manntjóns - er fj. annara týpa af tækjum voru eyðilögð, né manntjóns, í bardögum - meðal hlaupandi hermanna.
Þaðan af síður, manntjóns vegna stórskota-árása Úkraínuhers, á baklínur Rússa. - Ég hugsa því að mat NATO að manntjón Rússa sé, a.m.k. 15þ. sé - varlegt.
Úkraínumenn, segja manntjón Rússa, 26þ. Það gæti verið svo mikið.
Ath. það er einungis -- látnir. Telur ekki særða. Almennt eru ca. 3-föld tala.
Hvað með tjón Úkraínuhers? Oryx er einnig með það!
1105, of which: destroyed: 525, damaged: 25, abandoned: 35, captured: 520
- Skriðdrekar: 185, of which destroyed: 82, damaged: 3, abandoned: 8, captured: 92
- ICV: 82, of which destroyed: 29, abandoned: 4, captured: 50
- AMC: 122, of which destroyed: 62, damaged: 3, abandoned: 9, captured: 48
Það þarf ekkert augljóslega grunsamlegt að vera við það að tölur sýni minna tjón Úkraínuhers!
- Rússar eru árásar-aðilinn, og þeir mæta einbeittum vörnum.
Það sem verra er fyrir Rússa:
Úkraínumenn hafa fengið í mikið af NATO skriðdreka-bönum. - Þar fyrir utan, tæknilega séð, Rússar með nákvæmlega ekkert forskot.
Rússar eru ekki með betri búnað, þeir eru ekki með betri her í nokkru.
Og þeir mæta einbeittri vörn, vel þjálfaðs og vel stjórnaðs herliðs.
Sem verst í vel undirbúnum varnar-vígjum.
Það er því fullkomlega rökrétt, Rússa-her hafi meira tjón!
Það eitt tjónið sé meira Rússa-megin, hindrar ekki endilega rússn. sigur.
Þar sem, Rússa-her er ívið stærri!
- Hinn bóginn, er gapið í heildar-stærð ekki eins mikið og virðist fljótt á litið.
Þ.s. vel þjálfaði hluti Rússa-hers, var og er, mun minni en heildar-fj. liðs Rússa. - M.ö.o. Rússa-her hafi mikið af liði, sem sé lítt þjálfað -conscript- og þeir yfirleitt, fái lakari tæki.
T62 í Melitopol - á hernámssvæði Rússlands í Úkraínu!
Metið er, Rússland hafi tínt til innrásar í Úkraínu - a.m.k. 2/3 bardagahæfs liðs.
- Hættan fyrir Rússa, sé því augljóslega sú -- að gæða-standard fari niður.
- Þar eð, mikið af betri búnaði Rússa-hers hafi glatast!
Að Rússa-her, þvingist til að beita sífellt meir úreltum tækjum í staðinn!
Og að skipta út manntjóni, með -conscript- án verulegrar herþjálfunar.
- Það varpar aftur spurningunni að T62.
Ef þeim verður beitt í bardögum á næstunni. - Þá svarar það væntanlega spurningunni - með já!
Hvort Rússn. herinn - sé að blæða út í Úkraínu.
Enn trúa fæstir því að - Rússar séu orðnir það uppiskroppa með skriðdreka.
En ef það gerist -- þá mundi það tjá þá sögu, rússn. hernum virkilega sé að blæða út!
Rússland hefur afnumið efri aldurstakmörk fyrir herþjónustu!
Áður var 40 ára hámarks-aldur, en nú hefur það efri-mark verið afnumið.
Skv. því, ekkert er hindrar að 50 ára gamlir verði þvingaðir í herinn!
Russia scraps upper age limit for military service
Russia scraps age limit for new troops in Ukraine push
- Þetta er ekki síst áhugavert.
- Því þetta gerist sömu vikuna - fregnir berast af T62 í Úkraínu.
M.ö.o. virðist enn styrkja sviðsmynd - að Rússland sé í vandræðum, með að finna næg vopn og nægilegan fjölda af hæfum einstaklingum -- til þess að beita í stríðinu.
- Bendi á að Adolf Hitler - gerði svipað, 1944.
Er stofnað var svokallað, VolkSturm.
--Þá reyndar, voru bæði efri- og neðri aldurs-mörk afnumin. - Í orrustunni um Berlín, voru fj. Hitler-Jungend, og gamlir hermenn er höfðu barist í Fyrra-Stríði.
Ég er ekki beint að kalla - Pútín, Hitler.
Einungis það -- að afnema efri aldursmörk er það óvenjuleg ákvörðun - það eru svo fá dæmi til staðar.
--Menn gera því-um-líkt, vanalega einungis -- er stríð nálgast hátt stig örvæntingar.
Skv. fréttum standa harðir bardagar yfir um borgina, Sievierodonetsk!
UnderstandingWar.org - Ukraine Conflict Updates: Russian progress around Severdonetsk results largely from the fact that Moscow has concentrated forces, equipment, and materiel drawn from all other axes on this one objective. Russian troops have been unable to make progress on any other axes for weeks and have largely not even tried to do so. Ukrainian defenders have inflicted fearful casualties on the Russian attackers around Severodonetsk even so. Moscow will not be able to recoup large amounts of effective combat power even if it seizes Severdonetsk, because it is expending that combat power frivolously on taking the city.
Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að kyrrð sé þessa stundina á öllum öðrum átakasvæðum, Rússar virðist nú -- leggja allt í atlöguna að Sievierodonetsk!
Þeir benda á, að það sé um margt skrítin ákvörðun - því, borgin verði fullkomin rúst eftir það hörð átök, tjón Rússa verði mikið - það m.ö.o. verði í engu samræmi við hugsanlegt -gain- af því að ná yfirráðum yfir, borgar-rúst.
Þar fyrir utan, að þó hún falli - færi það víglínu - stríðsins, lítt eða ekki til.
Ukrainian forces are also suffering serious losses in the Battle of Severodonetsk, as are Ukrainian civilians and infrastructure. The Russians have concentrated a much higher proportion of their available offensive combat power to take Severodonetsk than the Ukrainians, however, shaping the attrition gradient generally in Kyivs favor. The Ukrainians continue to receive supplies and materiel from their allies as well, however slow and limited that flow may be. The Russians, in contrast, continue to manifest clear signs that they are burning through their available reserves of manpower and materiel with no reason to expect relief in the coming months.
- Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að hærra hlutfall Rússa-hers sé staddur í grennd við Severodonetsk, en af Úkraínuher!
- Þannig, að þó stórskota-árásir auki tjón Úkraínumanna í þeim bardaga -- þá sé manntjón Rússa í bardaganum, samt líklega meira en Úkraínumanna.
Það er virkilega athyglisvert að - bardagar á öðrum svæðum liggja nú niðri.
Því það bendi til þess - Rússaher hafi ekki lengur liðsstyrk - til að standa í tveim meiriháttar árásum, samtímis!
--Það virðist mér eiginlega staðfesta þá sviðsmynd, að Rússa-her líklega sé að blæða út!
Frétt AlJazeera: Russia puts - all its resources - into capture of key Ukraine city
Aðgerðir Rússa í stríðinu - kasta augljósa rýrð á að, fyrir Rússum vaki umhyggja fyrir Rússnesku-mælandi hluta Úkraínu!
- Common - Rússar eru að leggja heilu borgirnar í rúst, einmitt á þeim svæðum er meirihluti Úkraínu-búa, talar mállýsku af Rússnesku.
- Ég samþykki þó ekki - það sjálfkrafa þíði, þeir séu Rússar.
Bendi á að til eru nokkrar þjóðir í heiminum -- er tala ensku.
Það að tala - ensku - þíðir ekki, að allt þetta fólk séu Bretar.
Austurríkis-menn tala mállýsku af Þýsku, það gerir einnig hluti af Sviss.
Það þíði ekki, að Þýskaland eigi augljóst tilkall til -- Sviss eða Austurríkis.
Mynd á grunni manntals í Úkraínu 2001
- Myndin birtir útkomu spurningar: Hverrar þjóðar ertu?
- Skv. því, var einungis meirihluti á bláum svæðum fyrir svarinu: Ég er Rússi.
- Það þíðir að skv. 2001 manntali, leit megin-þorri íbúa A-Úkraínu.
Á sig sem Úkraínumann, þrátt fyrir meirihluta í A-Úkraínu.
Tali mállýsku af Rússnesku.
Hvað þú ert -- hlýtur að ráðast af því, hvað hver persóna telur sig vera.
Eins og að það ræðst af skoðun Ástrala, þó þeir tali ensku, þeir séu sérstök þjóð - Ástralir.
--Það eitt að tala -ensku- gerir ekki alla er hafa ensku sem móðurmál, að Bretum.
Ef rússn.-mælandi Úkraínubúar - segjast tilheyra Úkraínu.
Þá er það alveg með sama hætti - þeirra réttur að ráða því.
-------------
Manntal frá 2001 er frá því löngu áður en átök hófust um Úkraínu.
Og því engin ástæða að draga vilja þann er þá kemur fram, í efa.
Það sé ósennilegt, að árásir Rússa - hvetji íbúa í A-Úkraínu, til að telja sig Rússa!
- Bendi á, að stríðið - stórskota-árásir Rússa-hers, eru einmitt að leiða til stórtjóns fyrir íbúa í A-Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi sannarlega er meirihluti.
- Það að sjálfsögðu þíðir, að margir þeirra íbúa láta lífið - þeir er hafa flúið, missa margir hverjir, allar sínar eigur. Sama gildir um, þá er ekki hafa flúið, að þeirra húsnæði í mörgum tilvikum er stórtjónað, eða eyðilagt gersamlega.
- Á eftir, burtséð frá því -- hvort Úkraína hefur sigur/eða Rússar.
Þá lenda þessi svæði - greinilega í mikilli örbyrgð.
Augljóslega kastar þetta rýrð - á fullyrðingar rússn.stjv., að vera annt um þá íbúa!
Að auki, greinilega eykur þessi meðferð, ekki stuðning rússn.mælandi íbúa Úkraínu, gagnvart Rússlands-stjórn.
Þvert á móti, eru skýrar vísbendingar um reiði - vonleysi, margra þeirra íbúa, þ.s. eftir allt saman er rússn. herinn að eyðileggja þeirra eignir og að auki að drepa fjölda þeirra!
Frönsk Ceasar 155mm stórskota-byssa í Úkraínu!
Niðurstaða
Stríðið í Úkraínu, virðist akkúrat núna - um þau svæði er Úkraína enn hefur, í Luhansk héraði. Í dag, sunnudag, er Sievierodonetsk undir harðri atlögu. Hörð atlaga að þeirri borg, virðist megin-þemað hjá rússn. hernum á sunnudag. Kyrrt víðast hvar annars staðar!
- Mjög áhugavert, að Rússar virðast lítt hafa sig fram - akkúrat núna - nema í átökum um þá borg. Það getur stutt þá kenningu, að staða rússn. hersins sé í reynd veik. M.ö.o. að rússn. herinn, hafi pent ekki - reources - til að gera það stóra atlögu sem nú er í gangi að þeirri borg; nema á einum stað.
- Að Rússlands-stjórn, hafi afnumið efri aldurs-mörk - þeirra sem hægt er að skykka í herinn, er frekari vísbending. En erfitt er að ímynda sér að það sé gert af annarri ástæðu, en þeirri að Rússland skorti -- hæfa einstaklinga til stríðs.
Ég meina, þá sem hafa herþjálfun, væntanlega fyrrum hermenn.
Óþjálfaðir, kunna að sjálfsögðu ekki til verka, og gætu ekki nýst fyrr en eftir margra mánaða þjálfun.
--Að hækka aldurs-takmörk, er þá væntanlega, tilraun til að - kalla þjálfaða einstaklinga, sem eru eldri en akkúrat 40 ára.
--Þetta að sjálfsögðu, er skýr vísbending þess - að hátt mat um mannfall Rússa-hers, sé líklega á rökum reist. - Að Rússlands-her sé að taka í notkun, T62 í Úkraínu. Er síðan - 3ja vísbending.
Enn sem komið er, reikna ég ekki með að T62 verði beitt í bardögum.
En ef það fer svo að þeim verði þannig beitt.
--Þá mundi ég taka þ.s. staðfestingu þess, að tjón Rússa af tækjum, sé gríðarlegt.
Þá meina ég, að -- háar tölur, séu frekar vanmat en ofmat.
En þú beitir ekki 50 ára skriðdrekum - ef þú enn átt nægilegt magn af betra!
Heilt yfir grunar mig, að við séum að verða vitni að -- síðustu stóru sóknar-tilraun Rússlandshers í Úkraínu-stríðinu.
Eins og ég sagði um daginn, má áætla út frá atburðum stríðsins: PlanA, PlanB, PlanC.
- Fyrstu vikum stríðsins, urðu allir vitni að tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir í grennd við Kíev, sem og norðan við Kíev. Samtímis var stór-árás í Suð-Austur-hluta Úkraínu.
--Plan A. - Síðan, gaf Rússland greinilega eftir svæðin í Norður-hl.-Úkraínu, hörfaði þaðan, og líst var yfir -- að tilgangur stríðs væri hertaka, Suður-Úkraínu.
--Plan B. - Nú, hinn bóginn, er greinilegt af rás atburða. Að Rússlands-her hefur smækkað stríðið í annað sinn.
--Plan C.
Að sjálfsögðu hefur Rússlandstjórn engu slíku lýst yfir - hinn bóginn, er greinilegt algert aðgerða-leysi á víglínu-Rússa í Suður-Úkraínu, eftir fall Mariupol.
--Herinn þar, virðist hafa grafið víglínurnar niður. Er bendir til þess, að ekki standi til að sækja fram á þeim svæðum í bráð, eða kannski ekki yfir höfuð.
Til viðbótar, virðist sl. 2-vikur, í A-Úkraínu, árásir fókusa auknum mæli á Luhansk svæðið, þ.s. Úkraínumenn hafa hangið á litlum hluta þess héraðs.
--Það virðist nú, megin-fókus árása Rússa. Meðan, dregið hafi mjög úr árásum - eiginlega nær alls staðar annars staðar.
Þannig, að lesa má greinilega út frá - hegðan rússn. hersins - að nú er, Plan C.
- Punkturinn er sá, að sérhvert sinn -- er næsta aðgerða-áætlun, umfangsminni en sú á undan.
- M.ö.o. hvernig umfang árása minnkar, eiginleg víglína skreppur saman - stig af stigi, sé skír vísbending þess -- að það fjari stöðugt undan, stríði Rússa í landinu.
Þetta er nægilega skírt - þó maður taki ekki einnig tillit til nýrra atburða.
- Efri mörk aldurstakmarks til herþjónustu, afnumin/T62 í Úkraínu.
-----------
Samhliða, er Úkraína á leiðinni að fá, ógrynni vopna frá NATO löndum.
Sérstaklega eru Bandar. að stórauka sendingar -- en önnur NATO lönd, eru einnig að bæta í. Sérhver óhlutdrægur einstaklingur - hlýtur að sjá, stríð Rússlands er í vaxandi vanda.
Ég eiginlega á von á því, að einungis örfáar vikur séu eftir af sóknar-tilraunum Rússa.
Sennilega bjóði Pútín -- allherjar vopnahlé, innan mánaðar!
En, Úkraínumenn - líklega hafna tilboðinu!
--Þeir eftir allt saman, eru að fá ógrynni vopna á næstunni.
- Ég reikna fastlega með úkraínskri stórsókn - einhverntíma fyrir sumarlok.
Eftir að vopnin eru öll komin, og eftir að sókn Rússlands er öll fjöruð út.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.5.2022 kl. 02:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé ekki að þetta skifti máli. Úkraína hefur sömu græjur, og fær mikið af sambærilegu stöffi gefins frá Póllandi, sem er að losa sig við allt svona, enda ekki NATO samhæfanlegt. Eitthvað af því var BMP 1, sem er miklu hallærislegri græja.
Ég veit ekki hvað Rússar framleiddu mikið af þessu á Sovét tímanum, en það er ansi mikið, og því ekki að nota þetta þá? Verður allt sprengt í loft upp innan viku hvort eð er.
Myndi ekki halda niðrí mér andanum eftir Úkraínsri stórsókn. Ekki nema NATO ætli að steðja inn til aðstoðar. Með sínar græjur og sitt fólk. Það hljómar slæm hugmynd.
Vopn er ekki nóg. Það þarf að koma þeim til skila. Mannskapurinn þarf að nenna þessu. Hann þarf að kunna á græjurnar.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2022 kl. 18:58
Ásgrímur Hartmannsson, erm - græjurnar eru einfaldari í notkun, en gömlu rússn. græjurnar. Þú kannt á GSM síma - eða hvað? Græjurnar eru tölvu-stýrðar, þær hafa 'display' og þau nota íkona ekki ósvipaða 'commercial' íkonum fólk er orðið vant, þannig - að þessar græjur eru ekki verulega erfiðari í skilningi, en GSM snjallsímar. Ástæða þess að Úkraínu-menn - fyrst hafa fengið gömul rússn. vopn annars staðar frá - er ekki síst, að Úkraínumenn hafa einnig varahluti fyrir slíkar græjur.
Þegar þú skiptir um græjur - algerlega nýjar - þá þarf einnig að uppfæra allt stuðnings-kerfið við þær, þ.e. þeir sem sjá um viðgerðir, þurfa að læra - þ.e. frekar líklega sá vandi, það fólk þarf að skilja hvað þeir eru að glýma við; hermenn eru 'bara' notendur - þeir þurfa einungis að skilja nægilega til að nota. Sem er ekki eins risastórt skref þú heldur, þ.s. flest þessi vopn - hafa notendavæn viðmót - enda rökrétt svo sé, þ.s. þ.e. her í hag að vopn séu auðskiljanleg fyrir notendur. Það eru - stuðnings-kerfin frekar en þjálfaðir hermenn, sem þurfa tíma til að ná að halda utan um algerlega nýtt dót. Það þarf algerlega nýjan varahluta-lager, og bent á þeir sem lagfæra tækin, þurfa að raunverulega fara í töluverða endurmenntun.
Ég held til að flýta fyrir - muni vestrænir sérfræðingar - líklega vera í Úkraínu, til að styðja við kerfið að baki viglínunni, sem mun þurfa að fúnkera.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2022 kl. 19:34
Malið er einfalt ..það er einfaldl ekki þwss virði að eyða Tromp spilum a ukrainaka, eyturlydja neytebdur og vesalinga...
Russar vilja einfaldl ekki eyða neinu nema þvi allra lakasta a Ukrainu..lita svo a að ukraina se einfaldl ekki þess virði.
Russar þurfa ekki að flyta ser, þvu cerðbolgan sem drynur yfir ESB og Nato rikin er þeirra sterlasta vopn og svo lengi sem þ sja vetðbolgutolur hækka innan Nato rikjanna, þa lita þeir svo að þurfi ekki að flyta ser of mikið m striðið, þvi cerðbolgan dreinar Esb og Nato mjog illa af verðmætum sinum.
Russum skortir ekki neitt, mva allt geta þ fengið fra kina,indlandi,og adou heilt yfir.
Þeir eru sjalfum ser nogur m oliu ig gas, sem USA OG ESB RRU EKKI.!!
Hækkandi framl kostn innan ESB og Nato rikjanna, gerir Nato og esb enn meira en aður osamkeppnishæfa við KINA og onnur Asiulond sem aja að hækkandi framl kostn NATO og ESB spilast upp i hendurnar a ASIU..
KINV GRÆÐA ENN OG AFTUR T LENGRI TIMA LITIÐ GAGNV ESB OG VERÐBOLGAN DREINAR MATTIN UT NATO HÆGT OG SIGANDI GAGNVART HERNAÐAR BANDAL KINA OG RUSSA ,, ETC ETC..
GEYMIM ASIN ÞANGAÐ TIL SEINAST HUGSA RUSSAR OG KINVERJAR.. ESB , USA OG NATO SPILUÐU HINSV TROMPUNUM SINUM UT,HVERT A FÆTUR OÐRU, Þeir EIGA ENGIN TROMP EFTIR GAGNV KINA OG RUSSL NEMA ORVÆNTINGUNA EINA !!!!
Sem sest besta a þvi,þegar að þeir eru farnir að eltast við dætur Putins með þessar viðskipta þvinganir.
Fetur orvæntingun orðið meiri hja esb og Nato i brussel ??
Held rkki !
Kv
Lig
Lárus Ingi Guðmundsson, 29.5.2022 kl. 21:03
Lárus Ingi Guðmundsson, eer veit ekki hvað þú varst að taka ættir kannski að hætta því þar eð það hlýtur að vera ógnarsterkt tja slík efni eru slæm fyrir heilsuna, og kannski getur þú skrifað e-h þá sem - eitthvert smá vit er í, svona smá bónus ásamt því að hætta að taka hættuleg efni af slíku tagi er ógna heilsu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2022 kl. 22:44
Alveg eru óborganlegur stundum Einar þegar þú færð þig ekki til að seigja hinn bitra sannleika en vilt samt ekki ljúga alveg.
Fólkið þarna talar ekki einhverja mállísku af Rússnesku ,það talar einfaldlega Rússnesku.
Ástæðan fyrir þessu er að verulegur hluti af fólkinu þarna er Rússneskt að eigin mati.
Að auki þá töluðu öll þjóðarbrotin þarna saman á Rússnesku þangað til Nasistarnir neyddu þau till að tala Úkrainsku.
Það er alveg sama hvernig þú bölvar og hrækir,stór hluti íbúanna þarna lítur á sig sem Rússa.
Nýlega var viðtal við einhvern topp Nasista í þjóðvarðliðinu á BBC, sem hefur verið að berjast á Donbass.
Hans mat var að 30% íbúanna væru fylgjandi Rússum,30% fylgjandi Úkrainustjórn og restinni væri sama hver stjórnaði.
Eitt sem einkennir þetta stríð er hversu fáir óbreyttir borgarar falla miðað við umfang stríðsins.
Rússarniir fara greinilega mjög varlega í aðgerðum sínum.
Líklega falla fleiri óbreyttir borgarar fyrir hendi Úkrainuhers en Rússa,enda hata þeir íbúana þarna.
Það má glögglega sjá af því að þeir eru búnir að eyða síðustu 8 árum í að skjóta fallbyssukúlum á fólkið þarna.
.
Úkrainumenn hafa varist vel á Donbass enda hafa þeir eytt mörgum árum í að búa til varnarlínur sem eru haganlega gerðar.
Meðan farið er í gegnum þessar varnarlínur þá gengur sókn Rússa hægt.
Þeir einfaldlega stoppa sóknina og skjóta með fallbyssum á varnarlínuna þangað til hún er í tætlum.
Þegar Úkrainumennirnir neyðast loksins til að yfirgefa varnarínuna eru þeir berskjaldaðir fyrir fallbyssuárásum Rússa og mannfallið er óskaplegt.
Þegar fótgöngulið og skriðdrekar Rússa koma svo að varnarlínunni þá eru venjulega engir lifandi þar.
Í hernaði af þessu tagi eru Rússar í essinu sínu.
Eftir töluvert mannfall í upphafi stríoðsins er mannfall Rússa nú afar lítið enda hafa þeir nú snúið sér að hernaði sem þeir eru bestir í.
.
Nasistinn sem var í viðtali við BBC lét illa af því að sitja undir svona breiðsíðu frá Rússneska fallbyssuhernum.
Hann hafði verið í þorpi þar sem Rússar dældu út 1500 fallbyssuskotum á dag yfir Úkrainsku hermennina þar sem þeir sátu í holum sínum.
Að lokum urðu þeir að láta undan síga. Úkrainumenn eru hættir að telja fallna hermenn úr eigin röðum.
Það er alveg makalaust að skoða myndir af svona varnarlínu eftir að Rússarniir eru búnir að hantera hana
Jarðveguurinn er allur umsnúinn djúft niður og skotbyrgi sem voru niðurgrafin liggja á yfirborðinu.
Það er með ólikindum að nokkur maður skuli sleppa lifandi frá þessu.
.
Eitt af vandamálun Úkrainumanna er að Rússar eru búnir að eyða stórum hluta af stórskotaliði þeirra.
Þeir eiga því engin svör við stórskotaárásum Rússa og verða bara að grafa sig niður og vona hið besta.
Fallbyssurnar frá Bandaríkjunum gera heldur ekki mikið gagn af því að þær eru tuttugustu aldar vopn .
Þær eru dreignar sem er afar mikið óhagræði og að auki mjög viðhaldsfrekar. Að auki eru þær skammdrægari en stóru Rússnesku fallbyssurnar.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir að margir Úkrainskir hermenn hafa nú sent ú opinberar tilkynningar um að þeir neiti að berjast.
Þeir sætta sig ekki við að vera fallbyssufóður eins og þeir kalla það.
Að vera fallbyssufóður þýðir einfaldlega að vera sallaður niður af stórskotaliði án þess að geta nokkra rönd við reyst.
Fallbyssurnar frá Þýskalandi og Frakklandi hafa ekki borist enn og vafasamt að þær nái þangað fyrir stríðslok.
Þær eru að öllu leiti miklu betri tæki en Amerísku byssurnar.
.
En það er sama hvort þetta er þæft lengur eða skemur.
Niðurstaðan er sú að Rúsar eru að vinna land á hverjum einasta degi. Stundum lítið en aðra daga mikið.
Mannfall Úkrainumanna er mikið,mikið liðhlaup og herkvaðning skilar um það bil 10 prósent árangri.
Úkrainumenn hafa því griðið til þess ráðs að ræna karlmönnum á götum úti til þess að neyða þá til herþjónustu.
Sífellt stærri hópar gefa sig nú fram við Rússneska herinn enda njóta þeir betri aðhlynningar þar en ef þeir gera hjá þeim ´>Ukrainska ef þeri neita að berjast.
Úkrainski herinn er að hruni kominn.
Þegar Rússar hafa lokið sér af á Donbass svæðinu liggur leiðin án vafa til Odessa.
Ef Úkrainumenn reyna að verjast því ,verður það svanasöngur Úkrainska hersins..
Þá er bara afnasistavæðingin eftir.
:
Draumórarnir um að stofna nýjann her eru bara draumórar á sama hátt og draumórarnir um skæruhernað gegn Rússum a´hernumdu svæðunum.
Það eru engin dæmi um slíkann skæruhernað og það verður enginn slíkur hernaður.
Kannski sýnir það best hvað er illa komið fyrir Úkrainska hernum að nú liggja allir málsmetandi þjóðhöfðingjar NATO í símanu hjá Putin og biðja um vopnahlé og friðarsamninga.
Maður bíður bara í ofvæni eftir þvi að Katrín Jakobs taki upp tólið og skipi Putin að hætta þessu áður en einhver meiðist.
Nú kemur hinsvegar í bakið á þeim að hafa svikið alla fyrri friðarsamninga.(Minsk 1 og Minsk 2) auk nánast allra annarra samninga sem NATO hefur gert við Rússa frá upphafi.
Rússar hafa enga ástæðu til að ætla að NATO muni standa við einhverja samninga sem þeir gera í dag.
Mér finnst því einsýnt að Rússar muni herja á Úkrainuher þangað til þeir hafa knúið fram skilyrðislausa uppgjöf.
Borgþór Jónsson, 1.6.2022 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning