Eftir vikur af stór-sókn í Suður-Úkraínu, er sú mynd að birtast -- að sókn Rússa hefur að virst verður, þvingað Úkraínuher til að hörfa um nokkurn spöl á sumum svæðum. Hinn bóginn virðist þó ljóst að sú sókn gengur miklu mun hægar en landstjóri Rússlands -- Pútín, hefur farið fram á. Fréttir benda til mikils mannfalls Rússa-megin, þó á móti þá séu allar tölur þar um mjög mikið á reiki..
Mynd tekin af vef Al-Jazeera, dagur stríðs 73!
- Núverandi sóknarplan Rússa, virðist að ná fullri stjórn yfir - Lugansk og Donetsk héruðum, þ.s. stór hluti íbúa er rússn.mælandi.
Hinn bóginn þíðir -rússn.mælandi- ekki endilega, vilji til að búa í Rússlandi.
En til er mjög áhugavert kort skv. manntali Úkraínu frá 2001: Manntal-Kort.
Bendi fólki á að skoða það tiltekna kort -- en það birtir svar við spurningunni, hvort fólk telur sig -Rússa- eða -Úkraínu-menn.-
Eins og sést á dreifingunni á þeirri mynd, taldi meirihluti íbúa Donbas svæðisins, sig vera -- Úkraínumenn. Þrátt fyrir að tala mállísku af rússn.
Ef marka má viðtöl við íbúa svæðisins, þ.s. árásir Rússa hers drepa megin-hluta fólk, er mælir mállísku af rússn. - þá er stríðið að gerbreita afstöðu fólks, sem sannarlega talar form af rússn. - til Rússlands. Það þíði, að Pútín sé að snúa þessu fólki, gegn a.m.k. Rússlandi eins og því sé stjórnað í dag.
Takið eftir fregn fjölmiðla í dag, af einni slíkri árás þ.s. þeir sem létust voru almennir borgarar - enginn vafi að tugir létust: 60 believed killed after school attack by Russia in east Ukraine.
Ef Pútín, taldi sig vera -bjarga rússn.mælandi íbúum- þá er her hans eftir að hafa drepið þúsundir almennra íbúa, einmitt á þeim svæðum -- að snúa þeim íbúum er enn lifa þar, til ástands, er nálgast fullur fjandskapur við stjórnvöld Rússl. núverandi. - Hinn bóginn, verjast Úkraínumenn af miklum krafti - líklegast er Rússlandsher einungis að ná tæplega km./dag þ.s. landsvæði hefur enga fítusa til að auðvelda varnir, þ.e. slétt - opið til allra átta.
Þá hlýtur Úkraínuher, að nota - niðurgrafnar varnarlínur, til að taka stöður.
Og þ.s. sóknin er ekki hraðari en km./dag, þá hlýtur Úkraínuher.
Alltaf að hörfa til næstu varnarlínu.
Og í sérhvert sinn, kosti það harðan bardaga, að ná varnarlínu.
Þannnig, líklega kosti það miklar blóðfórnir fyrir Rússa, að sækja þannig fram.
Ég geri ráð fyrir, að Úkraínumenn hafi fjölda fólks, í því að grafa skotgrafir.
Svo herinn, geti alltaf hörfað í næstu öruggu skotgröf, 900m til km. að baki.
Svæðið á milli, sé nokkurs konar - kill-zone.
Fréttin er birt 5 maí sl:
Military briefing: anaemic Russian advance heralds long war of attrition
Russia [was] trying to advance 200km in 20 days,which is [in line with] their normal military doctrine. In 28 days they have moved only 25km.
- Þ.s. verið er að segja, að Rússa-her hafi haft skipanir, að taka allt Donbas fyrir 9/5 nk. -- sem er svokallaður, Sigur-Dagur.
En Pútín ætlar að halda stóra hátíð í Moskvu þann dag. - En það sé ljóst, að Úkraínuher haldi enn - stórum hluta Lugansk héraðs, þegar Pútín heldur sína - hátíð - og meira að segja óvíst, að her hans í Mariupol muni hafa tekist, að sigrast á hermönnum Úkraínuhers, er enn halda sig í Azovstal stálverinu er í dag eru rústir einar - verjast þar enn í undirgöngum og gömlum kjarnorku-byrgjum reist á Sovét-tímanum.
Heildar-markmið sóknar Rússa, virðist þó enn það -- að taka gervalla Suður-Úkraínu.
Ég hef ekki heyrt neitt enn, sem tekur til baka yfirlýsingar þar um er komu fram!
Ég á þó alls ekki von á að slíkt markmið náist fram - eiginlega algerlega óvíst að Rússar geti tekið allt Lugansk, eins og þeir stefna að, svo þeir nái gervöllu Donbas.
- En spurningin er um mannfall Rússa - hvort hreinlega her Rússa blæði út.
- En mannfall, veikir sóknina, meðan Rússar hafa lið sem þeir geta sett inn, svo sókn haldist nægilega sterk þrátt fyrir mannfall - heldur sókn áfram.
- En, þegar mikið mannfall er, þá þíðir slíkt -- að stöðugt þarf að færa að, ferskt blóð -- spurningin er þá, hversu lengi geta Rússar einmitt gert slíkt?
- Mig grunar að Rússar sæki nú fram -- burtséð frá mannfalli.
- Að líklega sé mannfall sóknar -- mjög, mjög mikið.
Áætlanir um mannfall Rússa eru mjög óljósar, þó gerfihnettir veiti upplýsingar.
- Rökin eru þau: Að ca. 30þ. skrið-dreka-flaugar, NATO gjafir til Úkraínuhers, hindra Rússa í því að verulega beita sínum brynvörðu-tækjum, til að brjótast fram.
- Þá hljóti sókn Rússa, að byggjast mikið til á, fót-göngu-liðum.
M.ö.o. fótgöngulið sæki fram, á gal-opnu svæði, þíðir það mikið mannfall. - Sannarlega beita Rússar - stórskota-liði - en það hljóti að stoppa stkothríð, er eigin lið er nærri skotgröfum Úkraínumanna!
- Þannig, að þá sé loka-bardaginn, harður - við Úkraínumenn er skjóta í betra skjóli, meðan að rússn. hermennirnir hafi minna skjól, skríði eða krjúpi.
Þ.s. allir hermenn hafa hríð-skota-vopn, þá sé sá bardagi slátrun.
--Líklega síður svo, fyrir Úkraínumenn, í niðurgröfnum byrgjum.
--Þeir geta líka beitt stórum vélbyssum, auðveldar en hermenn er voru á göngu.
Ég hef því lagt til, stríðið líkist nú: Fyrri-Styrrjöld!
En það var einmitt - skotgrafa-hernaður - og ávalt mjög mikið mannfall.
Sérstaklega þeirra er réðust fram, þá réðust þeir fram gegn niðurgröfnum byrgjum.
Stórskotaliði var gríðarlega mikið beitt í þeim hernaði.
- Eftir, einn dag af slíkum átökum, eru skotgrafirnar líklega mikið tjónaðar af stórskota-liði Rússa, og Úkraínumenn hörfa til næstu skotgrafa að baki.
- Og sagan endurtekur sig, nk. dag -- síðan dag, eftir dag, eftir dag.
Sókn þýska hersins fyrri hl. sumars 1918: Operation Michael
Ég geri nú samanburð við: Operation Michael
Sókn þjóðverja var óskaplegt blóðbað - yfir 500þ. hermenn létu lífið af þýska hernum.
En þeim tókst að íta línum Breta, Frakka og Belga -- tugi km.
En það kostaði, missi gervalls A-hers Þjóðverja er hafði unnið í Rússlandi.
Ásamt, missi nær alls varaliðs þýska hersins á Vestur-vígsstöðvunum.
Eftir, var her Þjóðverja -- nagaður inn að beini.
- Ég velti fyrir mér, hvort Pútín sé að gera sambærilegan hlut.
Her hans er miklu mun smærri en her Þjóðverja var 1918.
Þannig mannfalls-tölur verða aldrei á sama skala. - En það getur verið, að hlutfalls-tala mannfalls, gæti endað sambærileg.
- Ég held fram þeirri kenningu, að her Rússa - þ.e. Pútín - sé með sambærilegt - all or nothing - veðmál, að sækja fram hvað sem það kostar.
- Hættan, sé sú, að ef Úkraínu-mönnum, tekst að blæða her Rússlands.
Án þess að hafa sjálfir misst of mikið lið! - Að, t.d. undir lok Maí, gæti sókn Rússa endað.
Einfaldlega vegna þess, að Rússar sú búnir með allt sitt lið.
- Þá væri spurningin, hvert ástand Úkraínuhers þá er.
En ef þeim tekst að - halda til haga nægilegu liði - þá gæti verið mögulegt þá.
Fyrir Úkráinuher að hefja eigin stórsókn!
En her Bandamanna 1918, hóf í kjölfar Operation Michael, sína eigin sókn.
Her Þjóðverja var þá of veiklaður eftir blóðbaðið, til að halda sínum línum.
Eftir það, var stöðug sókn gegn þýska hernum, er stöðugt varð að hörfa meir.
Ég get ekki vitað, hvort Úkraínumenn, geti endurtekið sambærilega sviðsmynd.
En ef, Pútín - holar sinn her inn að beini - eins og Þjóðverjar gerðu við sinn her.
- Þá gæti það vel gerst, að sókn Úkraínuhers - mætti minni mótstöðu, en margir mundu ætla.
- Það fer algerlega eftir því, hve langt Pútín - gekk, hvort hann gætti sín ekki í því að -- veikja eigin her ekki of mikið.
Það mætti jafnvel ímynda sér þá sviðsmynd, að svo holaður væri Rússlans-her á svæðinu orðinn, að stöður Rússlands-her einfaldlega mundu hrynja undan slíkri sókn!
--Að Úkraínuher, næði jafnvel fram svokölluðu - Blitzkrieg.
--------------------
Það á auðvitað allt eftir að koma í ljós!
Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!
- Tjón Rússa í formi tækja!
3476, of which: destroyed: 1910, damaged: 67, abandoned: 262, captured: 1238 - Tjón Úkraínu í formi tækja!
1000, of which: destroyed: 465, damaged: 24, abandoned: 35, captured: 476
Tölur Oryx, byggjast á greiningum á gerfi-hnatta-myndum.
Þeir birta einungis þ.s. þeir hafa mynd fyrir.
--Líklega eru því þeirra tölur, lægri en raunverulegt tjón beggja herja!
- Skv. Oryx, hafa Úkraínumenn tekið flr. hertæki, en þeir hafa misst.
Margir á vefnum eru í dag, að beita svipuðum aðferðum!
Þetta gerir stríðið nýstárlegt, miklu betri upplýsingar!
Allir þessir gerfihnettir!
--Gerfihnöttum er einnig beitt, í því að rannsaka stríðsglæpi.
- Tjón Úkraínu ca. 1/3 skv. óháðu mati Oryx.
Manntjón Rússa mjög óljóst: Vestrænir aðilar flestir meta það yfir 15þ.
En það gæti verið svo hátt sem 25þ./Án þess að telja særða!
Særðir eru yfirleitt miklu flr. en látnir, t.d. þrisvar sinnum!
Mat Vestrænna aðila upp á 15K. - var þegar komið fram, undir lok Mars.
Rétt áður en Rússar gáfu upp, stöðu sína á Kíev svæðinu!
Augljóslega, hefur verulega bætt í mannfall Rússa síðan - sókn í Suður-Úkraínu hófst.
- 25þ. er ekki því augljóslega fáránleg tala.
- 75þ. á móti gætu verið þá særðir.
--M.ö.o. 100Þ. er ekki lengur geta tekið þátt í átökum!
Ef það væri það mikið -- væri það afar há prósenta af látnum og óvígum!
En það gæti samt sem áður staðist -- ef Rússa sækja fram burtséð frá mannfalli.
Russian Casualties in Ukraine: Reaching the Tipping Point, March 31, 2022
How to Win the Battle in Eastern Ukraine, April 14, 2022
600 people possibly killed in Russian airstrike on Mariupol theater, evidence shows: This is one big mass grave -- sennilega banvænasta einstaka loftárás stríðsins!
- Flestir telja mannfall Úkraínuhers ívið minna.
- Tölur sem Kreml birta, staðhæfa þó gríðarlega hátt mannfall.
Meðan tölur Kreml-verja um eigið mannfall, eru miklu mun lægri.
--Hinn bóginn, þegar sjálfstæðir netverjar eru skoðaðir - þá eru þeir sammála opinberum Vestrænum tölum um það, að tjón Rússlandshers sé klárlega verulega meira!
Ég tel því ekki, að það sé - rangt - að Rússar hafi beðið meira manntjón, og séu!
- Málið er að - Rússn. herinn er ekki risastór.
Þjálfaður -her- var fyrir stríð, einungis talinn -- ca. 200þ. - Og að Pútín, hafi sent 80-90% af -þjálfuðum her Rússa- til Úkraínu.
Annað, er þá - conscript - þ.e. óþjálfaður her, eða lítt þjálfaður her.
- Þar sem Rússland er að missa sinn þjálfaða her!
- Þ.s. Rússland, hefur ekkert varalið - án gríns, ekkert varalið.
- Valkostur B er einungis, að kalla fólk í herinn, fólk án herþjálfunar.
Þá óhjákvæmilega lækkar stríðið - gæðastandard Rússn.hersins!
Best þjálfaði hluti hersins, sá best búni, er í Úkraínu -- nær allur.
--Mannfall, og tjón á hergögnum, þvingar Rússa til að - kalla til, óþjálfað herlið.
Sem og, taka úr geimslum - sífellt meira af gömlum úreltum hergögnum!
Þannig lækkar standard rússn. hersins - stöðugt/meðan standard úkraínska hersins batnar: Úkraína fyrirskipaðu almennt herútboð strax og stríðið hófst!
- Nýr her er því í þjálfun á svæðum Úkraínu, sem ekki eru hersetin. Líklega þeim næst landamærum Úkraínu við Pólland!
- Sannarlega er sá her, enn lítt þjálfaður -- en hann hefur ekki enn verið kallaður í átök, er í þjálfun - er að vopnast.
Kæmi mér ekki á óvart, að sá verði búinn Vestrænum Vopnum!
- Þ.e. pent rökréttast, þ.s. það þarf hvort sem er, mánaða þjálfun fyrir ný vopn frá NATO, þá meina ég stór vopna-kerfi.
- Í stað þess að kalla til hermenn, frá stríðinu -- rökréttast, að nýi herinn fái þjálfun á NATO vopn!
Hann verði einungis notaður síðar meir! Ég hugsa það sé - sóknarherinn - sem Úkraína planleggur að nota síðar meir!
Meðan að núverandi fastaher Úkraínu, búinn Sovéskum vopnum, verst sókn Rússa.
- En samtímis, veitir tíma -- fyrir nýja herinn að fá þá þjálfun sem hann þarf!
Mig grunar að þetta sé planið - því mér virðist það rökréttast, að sá her sem almennt herútboð -hlýtur að vera að búa til- fái þjálfun á þau nýju vopn - sem NATO er nú að senda Úkraínu-mönnum!
--Þ.s. þau vopn, eru heil vopnakerfi, er krefjast mánaða þjálfun til að nota rétt.
Og Úkraína hefur ekki efni á að - að senda fjölmennan liðshóp úr fastehernum.
--Í herþjálfun!
Niðurstaða
Ég tel að Úkraína sé að þjálfa nýjan her, og sá líklega verði búinn Vestrænum vopnum. Vitað er að Úkraína fyrirskipaði almennt herútboð. Það þíðir, margir án herþjálfunar voru kallaðir í -- þjálfun.
--Fyrrum hermenn, voru líklega strax sendir í átök, en óþjálfaðir einstaklingar, Úkraína var -held ég- aldrei svo örvæntingar-full, að þeir hafi verið notaðir.
Rökrétt, eru þeir í þjálfun, baka til, þ.s. það hvort sem er þarf margra mánaða þjálfun svo - hermenn nái fullri þekkingu á beitingu Vestrænna flókinna vopnakerfa -- ætla ég Úkraínumönnum það, að þeir geri þ.s. rökréttast sé.
--Þ.e. nýi herinn, fái Vestræn vopn og læri á þau.
- Rússland virðist á hinn bóginn, beita mikið af -conscript- með litla þjálfun, er einhverju leiti skýri, lélegan árangur og lítinn bardaga-vilja, er oft kom fram -- það gæti einnig skírt, margvísleg agavandamál er fram komu, stjórnlausa oft hegðan hermanna. Þeir kunna einnig síður á stríð, láta frekar lífið.
- Máski tilraun til að spara, þjálfaða hermenn - þ.s. Rússl. á einungis 200þ. ca. af þeim, áður en innrásin hófst.
Mig grunar, að nýr her - sem líklega sé í þjálfun. Komi til skjalanna, síðar.
Ef og það gerist, að her Rússa rennur út í sand!
--Gæti það lið, komið að gagni - loksins - ef Úkraínuher, gerir meiriháttar sóknar-tilraun. Her með - enga bardagareynslu - getur vel nýst, sérstaklega ef sá hefur betri vopn, og sá er notaður ásamt bardagareyndum her! Ég gerir ráð fyrir, að þjálfun sé stöðug síðan stríðið hófst, það mun samt þurfa að blanda einhverjum bardagareyndum liðsmönnum í hópinn, svo það sé alltaf í för þeir sem vita hvað á að gera!
- Eins og kom fram, hafa Rússar á sumum svæðum - sókt fram ca. 30km.
Síðan sóknin hófst. - Úkraínumenn líklega halda betur, þ.s. aðstæður til varnar eru til staðar betri, sérstaklega á þéttbýlissvæðum.
Úkraínumenn, hafa á móti, beitt skyndi-sóknum á jöðrum - t.d. nýlega á Kharkiv svæðinu.
Svokallaðar - spoiler attacks - líklega. Til að trufla sókn Rússa!
--Markmið Úkraínumann, er að sjálfsögðu að tryggja að tilraun Rússa mistakist.
Á sama tíma, og þeir leitast við að hámarka mannfall Rússa, lágmarka sitt eigið!
Tími verður að leiða fram, hvort Úkraínumönnum tekst að lama sókn Rússa!
--Það yrði þá, ef mannfalla Rússa er slíkt, henni blæðir út.
Ef fregnir um mikið mannfall eru réttar, er hugsanlegt að það takist.
--Þá getur það verið, að sókn Úkraínu geti hafist - síð sumars.
Þá grunar mig, að nýr her Úkraínumanna, fái að spreyta sig - með þeirri sókn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning