Á fjórðu viku innrásar Rússa í Úkraínu, vekur athygli - rússneski flugherinn gerist ragur við að fljúga yfir Úkraínu, vaxandi skotið langdrægum vopnum úr lofti yfir Rússlandi rétt við landamærin! Stríðið öðru leiti lítt breytt frá sl. viku!

Fregnir hafa borist af breyttri taktík rússn. flughersins, þ.e. tiltölulega stórum vopnum er skotið á lofti, flugvélarnar virðast ragar við að fara yfir landamærin yfir til Úkraínu.
Flaugarnar virðast af nýrri gerð -- Kinzhal.
Sú flaug er auglýst af Rússum, sem hyper-sonic.
Eftir lestur um hana, virðist þetta svokölluð ballistísk flaug.
Slíkar flaugar fljúga í para-bólu, svipað um margt hvernig sprengi-kúlur svífa.

Russia says it used hypersonic missiles in Ukraine again

  • V2 flugskeyti Þýskalands Nasista, voru fyrstu - ballistísku flaugarnar.
    Ballistískar flauga -- hafa alltaf verið ofurhljóðfráar.
  • Hinn bóginn, eru þær ekki þær flaugar - sem vanalega er talað um.
    Þegar nenn ræða - ofurhljóðfráar flaugar.

    En þá meina menn yfirleitt -- stýriflaugar
    . En þ.e. mjög erfið tækni, að búa til ofurhljóðfráar stýriflaugar. Hitt er mun auðveldara að búa til - ballistískar.
    Eins og bent er á, slíkar fyrst búnar til af Þjóðverjum 1944.
    Werner Von Braun sem síðan fór til Bandaríkjanna, frumkvöðull slíkra flauga.

  • Ballistískar flaugar - eftir allt saman eru 80 ára gömul tækni.
  • Eina nýung Rússa - að setja slíka flaug undir flugvél.
    Og skjóta henni á lofti.

Mig 31 á flugi, enn notaðar af Rússlandi!

Russian Air Force Mikoyan-Gurevich MiG-31P.jpg

Til þess þarf þá nægilega stóra burðarvél.
Vélarnar sem skjóta þeim flaugum, virðast vera -- Mig 31.
En Mig 31 er afar stór fyrir orrustuvél, og hefur þá stærð og burð er til þarf.

  1. Mér virðist aðferðin, þó sannarlega valdi flugin miklu tjóni - ef hún hittir skotmark, greinilega nýja vísbendingu þess, stríðið gangi ekki Rússum sérlega í hag; hið minnsta í Norður-hluta Úkraínu.
  2. En menn beita ekki þessari aðferð - ef þeir treysta sér til að senda vélarnar yfir landið, beint yfir skotmörkin -- en árás af slíku tagi, er þá auðvitað miklu mun nákvæmari.
    --Líklega virkar þessi aðferð að skjóta af miklu færi, einungis fyrir stór skotmörk.

Ég verð að reikna með því, að sendingar NATO á loft-varnar-flaugum, séu orsökin.
Sannarlega er loftvarnarkerfi Úkraínu, enn virkt. Gamalt Sovéskt kerfi.
Það hefur skotið niður flugvélar, jafnvel eldflaugar.
Hinn bóginn, virðist sennilegar að nýleg breyting á hegðan flughers Rússa, skýrist af sendingum frá NATO.

Rússneskur skriðdreki í Úkraínu með fjölda ERA tiles aukabrynvörn!

See the source image

Mesta hættan fyrir Úkraínumenn, gæti verið ef yrði rof í vopnasendingum!
Ef Rússum tækis t.d. að valda töfum í þeim, með árásum á svæði þ.s. þær vopnasendingar fara í gegnum - eða eyðileggja t.d. geymslu þ.s. mikið er geimt - eða einhverra hluta vegna, NATO mundi verða ragt við að senda frekari vopn.
--Gæti staðan aftur breyst, Rússum í vil.

  1. Rússar virðast viðhalda stöðugum þrýstingi.
  2. Þó herir þeirra á Kíev svæðinu, hafi lítt hreyfst sl. 3 vikur.
  3. Þá virðist það ekki þíða, að ekki séu stöðugir bardagar.

Þ.s. virðist í gangi, að Úkrínuher, standi fastur fyrir þar!
Og sókn Rússa sé ekki síst föst út af því, að varnarherinn sé fastur fyrir.
Stöðugir bardagar á þeim skala - auðvitað valda miklu stöðugu mannfalli!

  • Þess vegna má auðvitað ekki verða rof í vopna-sendingum til Úkraínu.

Eyðilagður Rússneskur skriðdreki Úkraínu!

See the source image


Netbloggarar halda enn áfram að safna gögnum um stríðið!
Þeirra tölur eru þeirra eigin!

Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
Takið eftir að þessi vefur birtir mikinn fj. mynda.

Tjón beggja í formi brynvarinna farartækja!

  1. Rússland: 1616, of which: destroyed: 774, damaged: 30, abandoned: 224, captured: 588
  2. Úkraína: 389, of which: destroyed: 154, damaged: 5, abandoned: 49, captured: 181

Ef marka má tölur þessara bloggara -- er tjón Rússa greinilega meira.
Áhugavert ef þ.e. virkilega rétt að Úkraínumenn hafi hertekið flr. tæki en þeir hafa misst.

  1. Bendi á, það þarf ekki vera - ósennilegt. Að tjón Rússa sé meira.
  2. En hertól Rússa, eru mun veikar brynvarin en -- dæmigerð sambærileg tæki Vesturlanda, er rökrétt gerir þau auðveldar að eyðileggja.
  3. Þar fyrir utan, að Úkraínumenn hafa fengið þúsundir af skriðdreka-flaugum frá NATO, sl. vikur.
  • Skv. lýsingu á NATO skriðdreka-flaug, hafa þær í dag -- 2 sprengi-hleðslur.
    Sú fyrri springur fyrst, til að taka úr svokallaða ERA (Explosive Reactive Armor) sem Rússar nota mikið sem - viðbótar brynvörn. Seinni hleðslan springur síðan strax örskömmu síðar, og eyðileggur skriðdrekann. Eða brynvarða farartækið.

Hertól eru alltaf í þróun -- 2 sprengi-hleðslur, séu svar við ERA aukabrynvörn.
Sem ætlað er einmitt að núlla - svokallaðar shaped charge warheads.
Sem sagt, sprengi-hleðslur sem eru hannaðar til að granda skriðdrekum.
Með því að bera tvær sprengi-hleðslur, snúi NATO flaugin dæminu við, og núlli ERA aukabreynvörnina -- þar með vörn rússn. skriðdrekanna gagnvart flaugum af þessu tagi.

Mynd frá Aljazeera 6. Mars. sl. Ekki miklar breytingar síðan!

See the source image

Niðurstaða

Geta Rússar enn unnið stríðið -- auðvitað. En ég held að til þess, þurfi Vesturlönd að slaka á - m.ö.o. verða minna dugleg við vopnasendingar. En lykilatriðið fyrir Úkraínu, er áframhaldandi vopnasendingar.
--Mjög sennilegt að það sé vopnasendingum stórum hluta að þakka, að Úkraínumenn eru a.m.k. ekki enn i vonlausri stöðu í Norður hluta landsins.

Sannarlega er her Rússlands mun stærri - á teikni-borðinu.
Hinn bóginn, það að Pútín sé að snapa hermenn frá Sýrlandi.
Beita Lukashenko þrýstingi, að senda sinn her inn.
Fær mig til að efa að, Rússland geti raunverulega beitt verulega meira liði en fram til þessa.

  1. Eitt sem mér finnst vanta í umræðuna -- er flutnings-geta.
    En her getur ekki beitt meiri liðsstyrk, en þeim er geta hersins til flutninga á vistum, ræður við að halda uppi.
    --Þetta er algert lykilatriði.
  2. Her sem ekki fær nægileg vopn, eldsneyti eða skotfæri.
    Getur lítt beitt sér.
  3. Ef þeir þættir renna til þurrðar.
    Þyrfti sá her að gefast upp hreinlega.
    Þess vegna er svo mikilvægt - að NATO sendi áfram vopn.
  4. Sama gildir um rússn. herinn á Kíev svæðinu.
    Að ef, vista-flutninga-vandræðin versna.
    Gæti versta sviðsmynd þess hers orðið, allsherherjar uppgjöf.

Ég er ekki að spá slíku - einfaldlega að benda á, verstu sviðsmyndir.
Úkraínumenn virðast með velheppnuðum hætti, ráðast á flutninga Rússa.
A.m.k. í Norður-hluta landsins, virðist það virka.
Þær árásir geta skírt vandræði Rússa á þeim vígsstöðvum.

Þ.e. því þörf ábending -- hversu stór ógn þær árásir eru.
Því eins og bent er á, í versta falli mundi það knýja þann rússn. her til uppgjafar.
Það eru því eingar íkjur -- að flutningar séu algert lykilatriði.
Það gildir að sjálfsögðu fyrir báða heri.

  1. Það að Rússum vegnar betur í Suður hluta landsins, er líklega vegna þess.
  2. Að flutningar þeirra þar, eru mun öruggari.

Styttri flutninga-línur, en einnig úr fleiri áttum.
-------------
Það gæti auðvitað hugsanlegs skapað þá sviðsmynd.
Að Úkraína hafi sigur í Norður-hluta landsins.
En reynist síðan ómögulegt, að þvinga Rússa frá Suður-hluta landsins.

Hinn bóginn, hafa Úkraínumenn -- enn Suð-Vesturhlutann.
Meðan að flest bendi til að, Rússar nái alfarið ströndinni við Azovshaf.
Þannig land-tengingu milli Krím og Donbass.
--Tæknilega gæti Rússland hugsanlega hangið á því svæði.

  • Ef Úkraína heldur Odessa, þá er landið enn efnahagslega sjálfbært.
    En megnið af útflutningi landsins, hefur farið um borginar tvær, þ.e. Mariupol og Odessa, að missa Mariupol er reiðarslag, en tæknilega mögulegt að auka við mannvirki á hafnarsvæði Odessa.

Það er rétt að meirihluti íbúa - Donetsk og Lugansk, tali Rússnesku.
Hinn bóginn, virðast flestir þeirra samt telja sig Úkraínumenn.
Þetta sést á gögnum frá manntali frá 2001.

Sjá hlekk á mynd: https://en.wikipedia.org/wiki/Russians_in_Ukraine#/media/File:UaFirstNationality2001-English.png. Ath. bláu svæðin, þ.s. meirihluti leit á sig sem Rússa.
--Magir hafa álitið augljóst, rússn. mælandi mundi telja sig augljóslega Rússa.
En skv. 2001 manntali, virðist annað uppi á teningnum.

---------------

Skv. nýjustu fréttum, virðist Mariupol borg vera falla - harðir bardagar í borgarmiðju segja fréttir nú, sjálfsagt verður vart steinn yfir steini er yfir lýkur:
Hell on earth.

Russian troops have now entered the city centre with heavy fighting reported on some of its main shopping streets and near Theatre Square, a key landmark. - The front line runs right through Mariupol now - Russian forces are already in control of Livoberezhnyi Raion, or left-bank district, in the east of the city - s well as Mikroraiony 17-23, a string of residential neighbourhoods in the north-east

Hljómar sem verjendur berjist til síðasta manns. Mannfall hlýtur að vera óskaplegt.
Með falli Mariupol, ráða Rússar allri ströndinni við Azovshaf.
Hafa þar með fulla landtengingu milli Krím, og Donbass.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 24% af íbúum Eistlands eru af rússneskum ættum en árið 2001 voru þeir um 17% af íbúum Úkraínu. cool

Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, eru hins vegar bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Öll Eystrasaltsríkin hafa einnig tekið upp evru, eins og Króatía mun gera 1. janúar næstkomandi og Búlgaría 1. janúar 2024, en á evrusvæðinu búa nú 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.

Engar fréttir hafa borist nýlega af flugi margra áratuga gamalla rússneskra "bjarna"
(Tupolev Tu-95) hingað til Íslands, svo undirritaður viti til.

Mörg Evrópusambandsríki hafa verið með loftrýmisgæslu hér við Ísland, til að mynda Finnland og Svíþjóð, sem ekki eru í NATO, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Pólland, Tékkland og núna Portúgal. cool

Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru einungis sex ríki ekki í NATO, Finnland, Svíþjóð, Austurríki, Írland, Kýpur og Malta.

Finnland og Svíþjóð hafa hins vegar átt mikla samvinnu við NATO, meðal annars tekið þátt í loftrýmisgæslu hér við Ísland, og nú vill meirihluti Svía og Finna að þessi ríki fái aðild að NATO.

Ellefu Austur-Evrópuríki, sem áður voru kommúnistaríki, eru nú bæði í Evrópusambandinu og NATO. cool

Serbía, Bosnía, Albanía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía hafa einnig sótt um aðild að Evrópusambandinu og þrjú síðastnefndu ríkin hafa nú þegar fengið aðild að NATO.

Og Moldóva, Georgía og Úkraína, sem öll voru í Sovétríkjunum, vilja einnig fá aðild að Evrópusambandinu.

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

Og líklega munu Úkraína, Moldóva og Georgía fá aðild að Evrópusambandinu, enda þótt þessi ríki fengju ekki aðild að NATO. cool

Fjölmargar hægristjórnir eru og hafa verið í Evrópusambandsríkjunum.

En Evrópusambandið er fyrst og fremst frjálslynt bandalag, enda hafa ríkisstjórnir sem eru lengst til hægri í sambandinu, til að mynda í Póllandi og Ungverjalandi, lent upp á kant við bandalagið.

Það breytir því hins vegar ekki að mikill stuðningur er í Pólandi og Ungverjalandi við aðild þessara ríkja að Evrópusambandinu. cool

9.12.2020:

Record Support (85%) for Hungarian European Union Membership

9.12.2020:

Foreign Minister of Hungary: Poland and Hungary Not Moving Away from the European Union

Þar að auki vill ríkisstjórn Viktors Orbáns í Ungverjalandi fjölga ríkjum í Evrópusambandinu.

Ísland tekur þátt í Schengen-samstarfinu, er eitt af stofnríkjum NATO og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.

19.3.2022 (í gær):

"Sam­kvæmt ný­legri könn­un Pró­sents styðja nú fleiri kjós­end­ur Vinstri grænna aðild Íslands að NATO en eru and­víg­ir henni."

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

4.10.2018:

"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti." cool

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var hér á Klakanum um þessi mál og með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er landið de facto í Evrópusambandinu, enda fylgir Ísland nú Evrópusambandinu og NATO í einu og öllu.

Og íslensku evrumyntina mun prýða vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom Íslandi de facto í Evrópusambandið. cool

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 20.3.2022 kl. 15:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Silfrinu í dag bullaði Ólafur Ragnar Grímsson um að við Mörlendingar hefðum tapað milljörðum króna á því að geta ekki selt sjávarafurðir til Rússlands vegna viðskiptabanns. cool

Og síðastliðinn þriðjudag bullaði Ómar Ragnarsson það sama:

"Íslendingar létu teygja sig ansi langt 2014 þegar við urðum sjálfir fyrir margfalt meiri hlutfallslegum skaða af því að loka á viðskipti við Rússa en nokkur önnur þjóð í EES."

Sjávarafurðir sem seldar höfðu verið til Rússlands héðan frá Íslandi voru einfaldlega seldar til annarra ríkja og fyrst og fremst til Úkraínu. cool

Og ætli það sé nú ekki Pútín, besti vinur Ólafs Ragnars Grímssonar og Ómars Ragnarssonar, sem kemur í veg fyrir að við Íslendingar getum selt núna sjávarafurðir til Úkraínu.

9.3.2022:

"Ætla má að ár­leg­ur út­flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða frá Íslandi til Úkraínu hafi verið um 9 til 11 millj­arðar og hef­ur Úkraína verið eitt mik­il­væg­asta viðskipta­land Íslend­inga með upp­sjáv­ar­af­urðir frá því að Rúss­land lokaði markaði sín­um árið 2015." cool

Níu til ellefu milljarðar króna undir í Úkraínu

11.3.2022:


Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við Evrópusambandið um lækkun tolla á sjávarafurðum

Ómar Ragnarsson þorir nú ekki annað en að hætta að verja Pútín eins og fleiri mörlenskir hægriöfgakarlar og gapir nú um tár og blóð cool

Þorsteinn Briem, 20.3.2022 kl. 16:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ólafur er gáfaður og veit hvað þjóðinni er fyrir bestu.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2022 kl. 00:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business": cool

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many." cool

Þorsteinn Briem, 22.3.2022 kl. 00:40

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fín færsla Einar, greinilegt að þú hefur lagt mikla vinnu í hana.

Theódór Norðkvist, 22.3.2022 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband