Ég átti von á helvíti á Jörð af hálfu Rússa í umliðinni viku í Úkraínu - það rættist í Suður hluta landsins; en í Norður hlutanum hefur stríð Rússa virst á bakfætinum. Margir velta fyrir sér, af hverju!

Þegar ég skrifaði síðast um Úkraínu-stríðið, taldi ég að vikan sem er liðin -- mundi verða óskaplega erfið fyrir íbúa landsins. En fregnir sunnudags sl. viku voru þær, að 60km. löng lest farartækja væri á leið til Kíev. Skv. fregnum, voru og eru í þeirri lest farartækja -- tugir þúsunda rússneskra hermanna!
Hinn bóginn, nam sú lest staðar sl. þriðjudag, og hefur vart færst úr stað síðan.
--Margar pælingar uppi, af hverju sá her - nam staðar, hefur síðan lítt færst sig.

Í Suður-hluta Úkraínu hefur allt annað verið á teningnum, þ.e. þar hafa Rússar farið mikinn, látið rigna sprengjum - viðhaft harðar árásir á borgir landsins.
Og talið hafa tekið a.m.k. eina stóra þ.e. Kherson!

Kortið sýnir stöðuna fyrir innrás Rússlands nýverið!

See the source image

Af hverju Rússum vegnar vel í Suður-hluta Úkraínu!
Eins og sjá má, eru flutninga-leiðir mun styttri, þ.e. það eru án vafa birgðastöðvar á Krím-skaga, og einnig í Lugansk og Donetsk hluta landsins er þegar fyrir núverandi innrás voru undir stjórn Rússa (þó Pútín viðhéldi skröksögu um uppreisnamenn).

  1. Ég ætla að gera ráð fyrir því að e-h sé til í sögum um, vandræði Rússa við skipulag flutninga -- sé a.m.k. að hluta að baki vanda hers þeirra nærri Úkraínu, þ.e. þess hers er var greinilega ætlað að gera stór-árás á þá borg.
    En síðan sl. þriðjudag verið staður tugi km. frá Kíev.

    Ég veit, það virðist nánast farsa-kennt, að Rússar ráði ekki við flutninga.
    Þ.s. flutninga er hægt að skipuleggja nákvæmlega þ.s. menn eiga að vita eldsneytis-eyðslu farartækja, dæmigerða neyslu hvers hópa hermanna, og þörf fyrir fyrir skofæri o.s.frv. -- geta því reiknað hve mörg farartæki þarf til þeirra flutninga.
    --En vísbendingarnar eru einmitt á þá leið, stór hluti sögunnar um herinn, sem ekki hreyfist, sé vegna vandræða með vistaflutninga.

    Þar fyrir utan má reikna með, að Úkraínumen hafi sprengt brýr, en nútímaher á að ráða við það -- geta lagt bráðabirgðabrýr.
    Og, einnig er sennilegt Úkraínuher hafi grafið sprengjur undir vegi -- en það er einnig viðráðanleg, meina -- í Seinna-Stríði höfðu menn fattað ráð við því.

  2. Þess vegna, virðist manni sterk vísbending -- að skipulag innan hers Rússa sé í molum, fyrst að herinn er enn í dag sunnudag nær viku seinna, enn staður.
    --Þetta er auðvitað katastrófa fyrir áætlanir Rússa í Norður-hl. landsins.
    --Þ.s. staði herinn, gefur Úkraínumönnum meiri undirbúnings-tíma.

    Þar fyrir utan, að staður her -- er frábært skotmark, ef Úkraínumenn eiga enn eitthvað til að ráðast að þeim úr lofti.
    En einnig, staður her -- veitir einnig tækifæri til árása á landi á þann her.
    --Ég meina, Úkraínuher ættu að geta skipulagt - árásir með skæruliða-aðferðum.
    Ef þeir hafa ekki þegar hafið einhverjar slíkar skærur, væri ég hissa.

    Eftir að verða vitni að -- staðna hernum í viku.
    Þá er hugun mín sú -- að Rússland sé líklega veikari en maður hélt.
    --En í alvöru, ef rússn.herinn ræður ekki við það vandamál að halda í gangi her - tja sennilega á bilinu 40-50þ. sterkum - sem er í nokkur hundruð km. fjarlægð frá stórum hergagna-miðstövðum.
    Þá er rússn. herinn í dag, hreinilega miklu mun lélegri her - skipulagslega séð - en rússneski herinn var, í Seinna-Stríði.

    Þetta leiðir mann til að velta fyrir sér, að kannski sé skipulag orðið lélegt á fleiri sviðum hugsanlega innan Rússlands.
    En ef herinn ræður ekki við verkefni af þessu tagi.
    En herinn hefur fengið hvað mesta athygli Pútíns.
    Skipulag þar ætti því að vera - með því besta í Rússlandi.
    Þá velti ég fyrir mér, hvernig er skipulag þess, er Pútín hefur síður fylgst með.

  3. En þ.e. þekkt vandamál, að einræði er yfirleitt meira spillt en lýðræðis-stjórnarform, hinn bóginn geta góðir stjórnendur samt gert e-h til að halda spillingu niðri, en illa skipulagt einræði getur á hinn bóginn orðið virkilega hræðilega spillt.
    Spilling kemur niður á skipulagi og framkvæmd verkefna, er spilling er orðin virkilega hræðilega slæm.
    Kannski er Rússland Pútíns komið einmitt á þann stað, að vera orðið það lélegt innra skipulagi ekki síst vegna alvarlegrar útbreiddrar spillingar, að alvarlegt rot ástand sé farið að -- ágerast.

 

Ef þ.e. svo að spilling er það alvarleg að rússneski herinn hefur ekki lengur skipulagslega getu til að viðhalda stríðinu svo vel sé!
Þá þurfum við ekki að ræða það frekar, hvort Pútín vinnur.
Hann gerir það þá klárlega ekki!

  1. Skv. nýlegum upplýsingum, gafst borgarstjóri Khersons upp.
    M.ö.o. borgin var ekki tekin með áhlaupi.
    Ég ætla ekki að gagnrýna borgarstjórann.
    Þ.s. Rússar höfðu þá í nokkra daga þegar gert harðar stórskota-árásir.
  2. Hinn bóginn, sýnir þetta það - að rússneski herinn virðist ekki ráða við það verkefni, að taka stóra - skipulega varða borg - með áhlaupi.
    Minni borgir hafa fallið, en enn sem komið er - engin af stærri borgum.
    Nema, Kherson -- sem var gefin upp.
    Þetta er frekari vísbending þess, að rússn. herinn sé lélegri en ég hélt.
  3. Athugið einnig, hvernig rússn. herinn hefur verið að ráðast að borgum í Suður-hluta, þ.e. með stórskota-regni, og eldflaugum.
    Mariupol heldur enn úti, þrátt fyrir að borgin sé nær öll í rústum.
    Líklega heldur hún ekki út mikið lengur.
    En þ.e. hve tregir Rússar eru til áhlaupa, sem er athyglisvert.

En það eru vísbendingar að herþjálfun Rússa, sé lakari en haldið var.
Og þar fyrir utan, að mórall hersins, sé mun lakari en búist var við.
Her sem ekki er vel skipulagður, slæmur í móral, illa þjálfaður.

  • Væri her sem einmitt hegðar sér með þeim hætti, sem rússn. herinn gerir.

Bretar sem segjast ætla til Úkraínu að berjast!

Leon Dawson and Tom Konarzewski plan to join Ukraine's defence effort despite having no military experience

Hve rússn. herinn virðist arfa lélegur, þó hann sé stór, þó hann ráði yfir miklu af stórskota-vopnum!
Gefur manni vonir að Úkraínumenn, hafi betri séns en margir bjuggust við.

Þetta er mjög áhugavert - upplyfun þeirra sem ætla að berjast virðist sú.
Að árás Rússlands á Úkraínu, sé árás á lýðræði sem fyrirbæri.
Og einnig að um sé að ræða árás á Vesturlönd sem slík.
En einnig, að ef Pútín sé ekki stöðvaður, geti hann haldið áfram!
Einnig virðist fljóta undir, hugmyndin um, réttlátt stríð!


Á meðan halda Vestræn fyrirtæki áfram að - segja skilið við Rússland!
Visa and Mastercard suspend operations in Russia

  1. Sumir vilja meina þetta sé veik aðgerð.
    Þ.s. að kortunum er ekki lokað.
    --Ég held á hinn bóginn, VISA og MasterCard hafi ekki getað gert það.
  2. En skv. reglum í Rússlandi, urðu þau að starfa innan kerfis.
    Sem er rekið í Rússlandi!
    Þ.s. fyrirtækin gera, þau hætta að veita - kortahöfum þjónustu!
  • Skv. mínum skilningi, þíðir það -- að kortin eru einungis nothæf við viðskipta í Rúbblum, og einingis nothæf í Rússlandi sjálfu!

Í mínum augum er það ekki smá aðgerð, því að þar með lokast á - leiðir fyrir rússn. almenning, til að eiga í viðskiptum með gjaldeyri!
Það sé einmitt tilgangur Vesturlanda, að loka eins mikið og praktískt mögulegt er, á aðgengi Rússlands -- að viðskiptum í Vestrænum gjaldmiðlum!

  1. Ef það þíðir, að Pútín getur einungis fjármagnað stríðið í Rúbblum.
  2. Gæti það þvingað hann til - stöðugrar prentunar.

Og það gæti leitt til, klassískrar óðaverðbólgu sbr. Zimbabwe, eða Venezúela.

  1. Aðgerð Vesturlanda er auðvitað -- efnahagsleg árás á annan kannt.
  2. Síðan, stuðningur með vopna-sendingum við Úkraínu, á hinn kannt.

Ef fjöldi íbúa Vesturlanda gengur til liðs sjálfviljugir til að berjast með Úkraínu, er það einfaldlega bónus þar ofan á!

 

Niðurstaða

Það var mikill beygur í mér um horfur mála í Úkraínu sunnudag vikuna áður, sbr. fregnir um risa-fylkingu rússn. hers er þá bárust fregnir af að væri á leið til Kíev.
60km. löng var sú lest farartækja, en sú hefur ekki hreyfst síðan sl. þriðjudag!

Sérfræðingar telja orsakir í bland vera - lélegt skipulag Rússa, og aðgerðir Úkraínuhers.
Það er hið fyrra, sem er athyglisvert!

En ég tel aðferðir Rússa sbr. augljós tregða til áhlaupa á borgir, heldur setið um þær og látið rigna sprengjum -- styðja orðróm á þann veg, að rússn. herinn sé ekki nærri eins sterkur of margir hafa haldið!
Kherson, virðist einungis hafa fallið, er borgarstjóri þar skipaði að leggja niður vopn.

Sem þíðir, að Rússar hafa ekki tekið eina einustu stóra borg, með öðrum hætti.
Vandræði Rússn. hersins í Norður-hl. Úkraínu, veita Úkraínumönnum nýja von.
Þar fyrir utan, hafa þau vandræði gefið meiri tíma, en ég bjóst við að Úkraínumenn hefðu til að efla varnir þar enn frekar!
Þar fyrir utan, verður her sem ekki hreyfist -- að skotmarki.

En sá her virðist enn, í langri röð á sama veginum!
Þannig séð, fullkomnara verður skotmark ekki, til loftárása!
Ef Úkraínumenn hefðu enn flugher, væri búið að sprengja lestina í tætlur þegar.

Síðan, getur lélegt skipulag í hernum -- einnig gefið vísbendingar þess.
Að ríkið sjálft í Rússlandi, sé veikara en menn héldu!
Sem kannski þíðir, að rússn. ríkið hafi - kannski - mun minna mótstöðu-afl, en menn hafa áætlað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Stjórn kænska.

Senda áberandi her í átt að höfuðborginni, en markmiðið er að land tengja Rússland við Krím skagann um suður svæðið.

Svo er herinn tiltækur þarna sem hótun og ef staðan breytist. 

Auðvitað voru það mikil mistök að láta spana sig upp í að reyna að hrekja aðgang Rússa að þessu svæði sem þeir hafa haft meira og minna í aldir. 

Þessar þjóðir hefðu verið betur komnar án átakanna. Hverjir eru stríðs æsinga mennirnir? 

Oft er skrifað, öll stríð eru banka stríð. 

The Control of Central Banks Worldwide by ROTHSCHILD (bibliotecapleyades.net)

Ef við skoðum á netinu er heimssagan allstaðar eintóm skáldsaga og allt í mótsögn hvað við annað.. 

Sesar brendi bókasafnið í Alexandríu í Egyptalandi til að sönn saga gleymdist, og gamla þekkingin í tækni og vísindum. 

Eins var á Íslandi um byggð fyrir "landnám," reynt að sanna norrænan byggða rétt. 

Sama var um búsetu Norður og Vestur Evrópu búa, í vestur heimi. 

Þeir fóru viljandi eða hröktust fyrir veðri og vindum yfir aldirnar

Safnstjórar sem hafa reynt að leita og fundið merki um Evrópu byggðina fyrir árin 1400 til 1500 hafa verið reknir og þeir sem hafa verið að kynna rannsóknirnar átt undir högg að sækja. 

Allt er í mótsögn hvað við annað í sögunni.

Jónas Gunnlaugsson, 6.3.2022 kl. 16:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.3.2022 (í dag):

"By invading Ukraine, Russia has once again offended the sovereignty of the nation, and in doing so, breached the 1994 Budapest Memorandum. cool

Russia is among the signatories of the agreement, which ensured respect for the borders of Ukraine and freedom from being invaded by Russia, in return for Ukraine giving up its nuclear weapons.
" cool

The Budapest Memorandum: A Deal That Should Have Ensured Peace in Ukraine

Þorsteinn Briem, 6.3.2022 kl. 19:52

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt við Pútín þessa dagana

Halldór Jónsson, 8.3.2022 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband