Rússland heimtar að fyrrum Járntjalds-ríkin í E-Evrópu, nú meðlimir að NATO, sætti sig við stórfellt minnkað sjálfstæði - m.ö.o. Rússland fái neitunarvald um atriði er nú eru þeirra eigin sjálfstæðu ákvarðanir!

Þetta er minn skilningur á kröfum Rússlands gagnvart NATO er birtar voru á föstudag!
Að Rússland sé hvorki meira né minna, að heimta -- A-tjalds ríkin fyrrverandi.
Sætti sig við það, að eigin ákvörðunar-vald þeirra, verði í nokkrum atriðum.
--Fært til stjórnvalda Rússlands.

Í dag eru:

  1. Eystland, Lettland, Litháen - er voru Sovétlýðveldi innan Sovétríkjanna, fullvalda ríki og meðlimir að NATO.
  2. Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland,Rúmenía og Búlgaría.
    Gengu öll einnig í NATO.
  • Hvíta-Rússland, Rúmenía og Moldavía - eru utan NATO.
    En teljast fullvalda ríki.

Pútín hefur margsinnis lýst því yfir, að hrun Sovétríkjanna 1993, hafi verið óþolandi atburður og mesta högg Rússlands allra tíma.

Og að auki, að það sé óþolandi ástand, að allur þessi fjöldi - fyrrum leppríkja Sovétríkjanna, hafi gengið Vesturlöndum á hönd.

Pútín, virðist líta á það sem -- sitt lífsmarkmið, að snúa þessu við.
A.m.k. að einhverju leiti.

 

Evrópa Kalda-Stríðsins!

Hammer and scythe | The Economist

Það má velta fyrir sér - tilgangi Rússlands með þessum kröfum!

  1. Under the draft proposals, Nato would have to seek consent from Moscow to deploy troops in former Communist countries in Europe that joined Nato in May 1997.

    Bendi fólki á, að -- NATO hermenn, eru hermenn herja NATO meðlima-ríkja -- það gengur að sjálfsögðu fullkomlega gegn, skipulagi NATO.
    Er kveður á -- öll ríkin séu skuldbundin að verja hvert annað.

    NATO lönd geta að sjálfsögðu -- ekki samþykkt.
    Að Rússland ákveði, hvar þeirra eigin hermenn eru -- staðsettir.


  2. Nato would have to refrain from -any military activity- in Ukraine, eastern Europe, the southern Caucasus, and central Asia

    Ekki fylgir sögu, hvað þetta ætti að þíða.
    NATO mun að sjálfsögðu aldrei samþykkja.
    Að aðildar-ríki NATO, geti ekki haft eigin heri -- hvar sem þeim sínist.
    Innan eigin landamæra.
    --Né að, þau geti ekki skipulagt heræfingar, innan eigin landamæra.
    Er væri sameiginlegar með hermönnum - einhvers fjölda NATO landa.

    4-meðlima-ríki NATO eru með landamæri að Úkraínu.
    Þau munu að sjálfsögðu, aldrei samþykkja -- að Rússland ráði.
    Hvar innan þeirra eigin landamæra, þeirra eigin hermenn eru.

    Ég sé ekki, Erdogan af Tyrklandi, samþykkja - hann geti ekki beitt sér í Kákasus.
    En á sl. ári, hafði hann sigur á Rússlandi -- í rymmu á Kákasus svæðinu.

    Ég stórfellt efa, að Bandaríkin samþykki, þau muni samþykkja þau muni aldrei beita sér aftur í Mið-Asíu.
    -Þar fyrir utan, Kína ræður því svæði mestu leiti í dag, ekki Rússland.-


  3. ...pledge not to deploy any missiles close enough to hit Russia ...

    Eiginlega það sama, enginn möguleiki að NATO lönd samþykki.
    Að Rússland ráði hvar þau staðsetja sitt dót.
    --Margar tegundir eldflauga, geta tæknilega náð yfir landamæri.
    T.d. loftvarnar-flaugar.

    Algengur misskilningur er -- NATO sé með kjarnorku-eldflaugar nærri Rússlandi.
    Svo er ekki.
    Einu kjarnorku-eldflaugarnar í Evrópu, eru í eigu franska hersins, í Frakklandi.

    --NATO lönd hafa komið fyrir á nokkrum stöðum - svokölluðum - ABM (Anti-Ballistic-Missile) flaugum: PATRIOT.
    Það er enginn megin-munur á gagn-flaugum, og hverri annarri loftvarnar-flaug.
    Nema sá, gagn-flaugar eru mun öflugari, enda ætlað að skjóta niður - ballístískar flaugar.
    --Sprengi-hleðsla er venjuleg.
    Margir halda þær séu, kjarnorku-flaugar. Svo er ekki.

    Rússland pyrrast mjög yfir þessum flaugum, en mörg NATO lönd í dag eiga þær.
    Og þau, koma þeim fyrir - þar sem þeim sýnist.
    --Þ.e. ekki þannig, að einungis Bandar. noti þær.
    Heldur fjöldi NATO ríkja.

 

Ég get ekki samþykkt, innganga landa í NATO - hafi verið ofbeldi gegn Rússlandi!

NATO er samband fullvalda ríkja - NATO hefur ekki boðvald yfir aðildarríkjum.
M.ö.o. getur enginn, skipað NATO meðlimi - að gera X eða Y eða Ö.
Ákvarðanir eru teknar með -- samþykki allra.
M.ö.o. -- sérhvert meðlimaland, hefur neitunarvald.

NATO lönd funda auðvitað reglulega, og ræða saman.
Vegna ákvörðunar-reglu NATO -- taka ákvarðanir oft langan tíma.
--Því allir verða vera, sammála.

  • Augljóslega, munu A-Evrópulöndin, ekki samþykkja þá takmörkun á þeirra - eigin ákvörðunarvaldi; sem Rússland nú heimtar.
  • Eftir allt saman, gengu þau í NATO, til að losna við -- afskipti Rússlands af þeirra málum.

Þau auðvitað vissu, Rússland mundi einhvern-tíma rísa fram, og gera kröfur á þau.
--Draumur Pútíns er auðvitað, að leysa NATO upp.

NATO löndin á hinn bóginn sjálf, hafa ekki séð nokkra ástæðu til, upplausnar á klúbbnum.

T64 Skriðdreki her Úkraínu á hersýningu 2017

File:T-64BV tank, Kyiv, 2018 29.jpg

Varðandi Úkraínu, 2 áhugaverð atriði!

Þegar Sovétríkin leystust upp 1993, og Úkraína varð fullvalda.
Lentu tvær mikilvægar hergagna-verksmiðjur í Úkraínu.

  1. Verksmiðja sem framleiðir T64 skriðdreka.
  2. Og Antonov flugvélaverkmiðjurnar.

Sjálfsagt vita ekki allir, að Úkraína getur framleitt eigin skriðdreka.
T64 er minna þekktur en T72 -- T64 var aldrei seldur út fyrir landamæri Sovétsins.

Málið var, T64 var fullkomnari - með besta búnaði Sovétríkin réðu yfir.
Auk þessa, betur brynvarinn.

T72 var einfaldari og ódýrari, og notaður af fylgilöndum Sovétríkjanna.
Auk þess að vera seldur í miklu magni til margra landa.

  • Rússland hélt eftir T72 verksmiðjunni.

Úkraína - eins og Rússland hefur gert - hefur framleitt uppfærslur á sína skriðdreka.
Þar fyrir utan, hefur Rússland framleitt - týpu kölluð T90.
Sá er mikið uppfærður T72, en nýsmíðaðir - ekki uppfærðir gamlir.

2019 virðist Úkraína hafa full-uppfært tæknilega, a.m.k. 100 T64.
Óþekkt hve marga óuppfærða T64 skriðdreka Úkraínuher á og rekur.

  • En tæknilega séð er lítill munur á rússn. T90 og uppfærðum T64.
  • Úkraína hefur framleitt fj. T80 dreka, og selt til Pakistan.
    Þeir eru á grunni T64. Meðan að T90 er uppfærður T72.
  • Þ.e. T90 er fulluppfærður T72 skv. nútíma-tækni nýframleiddur.
    Og T80 er fulluppfærður T64 nýframleiddur.
  • Rússl. hefur selt fj. T90 til Indlands.
  • Þannig halda bæði löndin, Rússland og Úkraína.
    Hergagna-framleiðslu gangandi.

Rússland á einnig T80 skriðdreka, er framleiddir voru fyrir 1993.

Tæknilega séð, virðast herirnir afar á svipuðu róli.

T84 skriðdreki Úkraínuhers!

File:BM Oplot, Kyiv 2018, 04.jpg

Besti skriðdreki Úkraínu er líklega: T-84.
Eftir 1993, þurfti Úkraína að gera sína framleiðslu 100% Úkraínska.
T84 var útkoman af þeirri þróun.
--Úkraína seldi rúmlega 300 skriðdreka til Pakistan.
Sala sem líklega hefur borgað fyrir þróun T84.
--Þar fyrir utan virðist Úkraína hafa selt skriðdreka til Tælands.

Antonov 124

Illyushin to Modernize Antonov-124 Transport Plane

Antonov verksmiðjurnar, framleiddu megnið af flutninga-vélum Sovétríkjanna.
Rússland lenti í þeirri stöðu, að verða að kaupa þær af Úkraínu.
--Rússland hefur verið að þróa nýjar, en er enn með mikið af Antonov vélum.

 

Niðurstaða

Augljóslega verður kröfum Rússlands hafnað.
Spurning sé þá, hvað gerist eftir það er orðið ljóst?

Rússland er með 100Þ hermenn við landamæri Úkraínu.
Enn stendur spurningin, hvort Rússland hefur þar stór-styrrjöld.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

HVað myndi FRAMKV.ST.SAMEINUÐUÞJÓÐANA leggja til að gert yrði í stöðunni?

Jón Þórhallsson, 18.12.2021 kl. 17:40

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Rússar eru sýnist mér bara að biðja um að staðið sé við það sem Gorbachev og Rússum var lofað að staðið yrði við þegar USSR var látið gliðna í sundur, gegn fögrum fyrirheitum,  sem frá fyrsta degi var aldrei svo mikið sem bara til sýndar reynt að látast ætla að standa við gefin fyrirheit/loforð!!

Engin hervirki yrðu sett upp í löndum á fyrrverandi Rússneskum yfirráðasvæðum. 

Rússar eru i raun aðeins að biðja um að samningar séu virtir. Ekkert meira en það!!

Kolbeinn Pálsson, 19.12.2021 kl. 18:46

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér finnst gæta smá tvöfeldni í þessu hjá þér.
Rússar gera enga kröfu um stjórna því hvar einstök ríki hafa sinn herafla.
Þeir eru heldur ekki að krefjast þess að ríki sem eru í NATO yfirgefi veisluna.
Þeir eru eingöngu að gera athugasemd við að það safnist saman fjölþjóðlegur her í löndum sem eiga landamæri eða liggja mjög nálægt Rússlandi
Á hinn bóginn heyri ég daglega í fréttum að NATO ríkin er að krefjast þess að Rússar fjarlægi eigin her frá eigin landamærum.
Meira að segja frá landamærum þar sem ríkir stríðsástand og yfirvöld viðkomandi ríkis eru úr hófi fram fjandsamleg Rússlandi.
Kröfur Rússa eru því hóflegar.

Nú eru Kína og Rússland í de facto  hernaðarbandalagi.
Mundu NATO ríkin gera einhverja athugasemd við ef Kína  setti upp herstöðvar í Hvíta Rússlandi í því skini að bæta öryggi Rússlands.
Það gæti alveg gerst.

Aðeins um eldflaugavarnakerfin í Póllandi og Rúmeníu.
Frá þessum skotpöllum er líka hægt að skjóta stýriflaugum með kjarnorkuhleðslum.
Þeir eru hannaðir til þess.
Það er enginn vafi á að slíkur búnaður er fyrir hendi í báðum þessum löndum.
Ef ég man rétt þá olli það töluverðum titringi þegar Kínversk herskip komu til Pétursborgar til að taka þátt í einhverju afmæli þar.
Það er því ekki nema von að Rússum sé órótt þegar herveldi sem er blóðugt upp að öxlum er að koma fyrir vopnum og hermönnum á landamærumm þeirra.
Við meigum ekki gleyma því að á undanförnum áratugum hafa Bandaríkin farið eldi um heiminn og lagt hvert ríkið á fætur öðru í rúst og drepið fólk í milljónatali.
Í öllum tilfellum í ólöglegum árásarstríðum samkvæmt alþjóðalögum.

Nýlega var fjallað um hernaðargetu Úkrainu í Bandarískum blöðum.
Það var niðurastaða sérfræðinga sem fjölluðuu um málið að Úkrainuher mundi verða algerlega óstarfhæfur eftir 40 mínutna bardaga,í þeim skilningi að þá væri þetta ekki lengur her heldur óskipulagðir hópar sem mundu að öllumm líkindum gefast fljótt upp.
Þessu fylgdu svo pælingar um skæruhernað sem eru að mínu mati óraunhæfar.
Skæruhernaður er ekki framkvæmanlegur nema að það ríki nánast einhugur á landsvæðinu um slíkt.
Í tilfelli Úkrainu er það alls ekki raunin.
Mat sitt byggja þeir á því að Rússar vita nákvæmlega hvar þungavopn Úkrainu eru.
Þetta stafar svo af því að á svæðinu er fjöldi fólks sem er hlynntur Rússlandi,eru Rússar, og þeir safna stöðugt upplýsingum fyrir þá.
Að auki hafa Rússar að sjálfsögðu hefðbundnar leiðir.
Þungavopn Úkrainuhers verða svo bombarderuð með stórskotaliði,Kinzhal ,Zirkon og Iskander flaugum þangað til það er búið að eyða megninu af þungavopnum Úkrainu.
Eiðileggingarmáttur þessara flauga er gríðarlegur vegna hraða þeirra ,þrátt fyrir að þær hafi bara 500 Kg hleðslu.
Þetta tekur minna en 40 mínútur segja bandarískir fræðimenn.
Úkrainuher hefur engar varnir gegn þessu.
Þeir hafa ekki eldflaugavarnakerfi til að tala um og flugher þeirra sem er bæði lítill og gamaldags á enga möguleika til að athafna sig. 

Borgþór Jónsson, 21.12.2021 kl. 03:12

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbeinn Pálsson, Rússum var aldrei lofað nokkrum sköpuðum hlut - fullkomið rugl hugmynd, að NATO hafi nokkru sinni, afsalað rétti til þess að - taka við nýjum aðildarríkjum. Þessi kenning - hefur aldrei haft nokkurt sannleiks-gildi, burtséð frá því hve -- rússn. stjv. ítrekað staðhæfa þetta bull.

"Rússar eru i raun aðeins að biðja um að samningar séu virtir."

Aftur, það hefur enginn slíkur samn. nokkru sinni verið til.

"þegar USSR var látið gliðna í sundur"

Óttalegt rugl er þetta. USSR hætti að vera til, er Yeltsin lýsti Rússl. sjálfstætt frá USSR.
Vesturlönd höfðu ekkert um þetta að segja. Yeltsin líklega vildi völd fyrir sig. Þannig séð náði hann því markmiði - en aðgerðin hinn bóginn, batt snarlega endir á USSR.

Þú ert haldinn haug af ranghugmyndum greinilega -- bendi þér á að kynna þér staðreyndir máls.
Af hverju ætti Rússland að ráða því - hvaða lönd ganga í NATO? Algerlega út í hött, NATO samþ. að Rússland stjórni því hver gengur inn eða hvenær.
Ekkert bandalag, mundi fela slíkar ákvarðanir til aðila -- utan klúbbsins.

Að sjálfsögðu, aftur ítrekað -- NATO samdi aldrei nokkru sinni um það, að Rússland réði slíku, eða gaf nokkru sinni það loforð -- að klúbburinn mundi aldrei stækka.

Þ.s. menn vísa til, eru -- óformleg ummæli utanríkisráðherra Bandar. við Gorba.
Á þann veg, NATO væri ekki með - plön um að stækka til Austurs.
En þá leysti Yeltsin USSR upp -- og tja, veruleikinn breyttist.

Að sjálfsögðu lítur NATO ekki, að óförmleg ummæli eins manns - sé samningur, eða að þau gildi sem loforð til Rússlands, eftir hrun Sovétríkjanna.
Og það eru engar líkur á að NATO samþ. að Rússland hafi -- eer -- umráðasvæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.12.2021 kl. 18:58

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar svaraar engu sem ég skrifa,en ef einhver er að lesa þetta ætla ég að leggja nokkurn fjölda skjala inn í umræðuna sem sanna svo ekki verður um villst að sovétmeönnum var lofað margítrekað og formlega að NATO mundi ekki breiða úrsér í Astur.
Og það var ekki bara Baker sem gerði það heldur allir ráðamenn stóru landanna í Evrópu og yfirmaður NATO.
Skjölinn staðfesta þetta.
Blinken og Stoltenberg eru því að ljúga blákalt þegar þeir segja að þessu hafi ekki verið lofað og Einar trúir og hefur þetta eftir þeim.
Ég er ekki að segja að Einar sé lygari ,hann veit sennilega ekki betur.
Það var hinsvegar ekki gerður formlegur samningur um þetta.
Skjölin tengjast flest sameiningu Þýskalands með einhvrjum hætti.
Eins og við vitum gat Þýskaland ekki sameinast nema með leyfi Sovétríkjanna ,enda voru í gildi alþjóðalög sem kváðu á um meðferð á málum Þýskalands.
Þessi lög eru reyndar enn í gilddi og Bandaríkin hersitja Þýskaland ennþá í samræmi við þau lög
Það var í krafti þessara laga að Sovétríkin gerðu kröfu um að NATO færðist ekki til austurs,og því var lofað. Ýtrekað og af mörgum
En af því að Gorbachev var afglapi þá lét hann ekki binda þetta í samning.
Reyndar hefði það kannski verið til lítils af því að NATO stendur aldrei við samnnga frekar en handsal.

Megnið af þessum skjölum er fengið með a beita The information act 'i Bandaríkjunum en sum koma annarsstaðar frá.
Skjölin hafa verið sameinuð á eina síðu til hagræðingar.



Kröfur Rússa eru hógværar að venju og ganga út á að NATO ríkin standi við orð sín.

.

.

https://nsarchive.gwu.edu/briefing-book/russia-programs/2017-12-12/nato-expansion-what-gorbachev-heard-western-leaders-early#_edn8

Borgþór Jónsson, 9.1.2022 kl. 21:56

6 Smámynd: Borgþór Jónsson


Hér eru nokkrar tilvitnanir í skjöl sem staðfesta að Sovétmönnum var ítrekað lofað að ef Þýskaland fengi að sameinast og ganga í Nato ,mundi NATO ekki færa út kvírnar til austurs.
Samtals eru þessi skjöl 32 og eru af ýmsu tagi.
Sumt eru dagbókarfærslur vestrænna og sovéskar ráðamanna
Sumt eru útskriftir af samræðum vestrænnna leiðtoga við Sovéska aðila.
Sumt eru útskriftir af samræðum vestrænna leiðtoga hver við annan eða bréf send á milli.
Allar þessar heimildir tala um að NATO verði ekki útvíkkað til austurs.
Þetta var semsagt ekkert sem einn maður sagði í framhjáhlaupi
Þetta er hreinlega grundvöllurinn fyrir því að Sovétmenn samþykktu sameiningu Þýskalands.

Nú skalt þú Einar minn gjöra svo vel að leiðrétta þessa þvælu í þér ef þú ert fréttaskýrandi en ekki áróðurspenni.
.
..
Baker:
"However, a Germany that is firmly anchored in a changed NATO, by that I mean a NATO that is far less of [a] military organization, much more of a political one, would have no need for independent capability (Nuclear). There would, of course, have to be iron-clad guarantees that NATO’s jurisdiction or forces would not move eastward. And this would have to be done in a manner that would satisfy Germany’s neighbors to the east.”
.
Baker við Gorbachev:
“would you prefer a united Germany outside of NATO that is independent and has no US forces or would you prefer a united Germany with ties to NATO and assurances that there would be no extension of NATO’s current jurisdiction eastward?” The declassifiers of this memcon actually redacted Gorbachev’s response that indeed such an expansion would be “unacceptable” – but Baker’s letter to Kohl the next day, published in 1998 by the Germans, gives the quote.
.
Baker við Gorbachev:
“We believe that consultations and discussions within the framework of the ‘two+four’ mechanism should guarantee that Germany’s unification will not lead to NATO’s military organization spreading to the east.” Gorbachev responds by quoting Polish President Wojciech Jaruzelski: “that the presence of American and Soviet troops in Europe is an element of stability.” 
.
Robert Gates við vladimir Kryuchkov:

When the discussion moves on to foreign policy, in particular the German question, Gates asks, “What did Kryuchkov think of the Kohl/Genscher proposal under which a united Germany would be associated with NATO, but in which NATO troops would move no further east than they now were? It seems to us to be a sound proposal.” Kryuchkov does not give a direct answer but talks about how sensitive the issue of German unification is for the Soviet public and suggests that the Germans should offer the Soviet Union some guarantees. He says that although Kohl and Genscher’s ideas are interesting, “even those points in their proposals with which we agree would have to have guarantees. We learned from the Americans in arms control negotiations the importance of verification, and we would have to be sure.” 
.
Kole to Gorbachev
Kohl early in the conversation assures Gorbachev, “We believe that NATO should not expand the sphere of its activity. We have to find a reasonable resolution. I correctly understand the security interests of the Soviet Union, and I realize that you, Mr. General Secretary, and the Soviet leadership will have to clearly explain what is happening to the Soviet people.” Later the two leaders tussle about NATO and the Warsaw Pact.

Borgþór Jónsson, 9.1.2022 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband