Nýtt -Omicron- afbrigði COVID virðist hvatning til - 3. hrinu COVID bólusetninga! Skv. rannsókn í Ísrael er 3ja bólusetning afar virk gegn Delta! Embætti landlæknis segir 2 bólusetningar minnka smitunarlíkur 50%

Skv. rannsókn frá Ísrael, bætir 3ja bólusetning vörn gegn COVID umtalsvert, samanborið við það að hafa fengið tvær sprautur áður: COVID-19 vaccine for preventing severe outcomes in Israel: an observational study.

  1. Rannsóknin virðist benda til að - 3ja sprauta veiti 90% vörn gegn Delta afbrigði.
  2. Hinn bóginn er komið nýrr afbrigði - OMICRON.

What you need to know about the omicron variant

What we know about Omicron variant that has sparked global alarm

Heilbrigðis-yfirvöld um heim allan, eru auðvitað á nálum!
Markaðir lækkuðu fyrir helgi, er fréttin barst út.
--Margir óttast nú, efnahagsframvinda verði minna góð.

  1. Það litla sem vitað, Omicron hefur fjölda nýrra stökkbreytinga.
  2. Nokkrar þeirra eru á svokölluðu -spike- próteini.
    Sem vírusinn notar til að brjótast inn í frumur.
    Sem getur þítt, að það afbrigði - brjótist í gegnum vírusvarnir, frekar.

Það virðist fljótt á litið - líkur á að virkni bólu-efna virki aftur.
Reynslan af COVID til þessa, bendi þó ekki á að -- virkni fari í núll.
--Frekar að bóluefnin verði minna virk freka en að verða, óvirk.

  • Það sé talið að, bóluefnin - hafi því áfram virkni.
    Þó sú virkni, verði -- minnkuð að marki, sem enn á eftir að koma fram.

 

Þess vegna held ég að Omicron - ýti undir örvunarbólusetningar!
En rannsóknin unnin í Ísrael -- sýnir að 90% virkni var aftur komin fram.
En bóluefnin en Biontec-Phizer og Moderna bóluefnin, höfðu þá virkni - gegn fyrstu útgáfum af COVID, síðan dróg úr virkni þeirra er veiran stökkbreyttist.
--Ísrael hefur einkum notað BioNtech-Phizer.

  1. 3ja sprautan greinilega elfdi varnir að nýju.
  2. Án 3ju sprautu gæti á hinn bóginn verið, að vörnin gegn Omicron sé verulega minnkuð.

Ég hvet því alla til að mæta í örvuna-bólusetningu.
Tilkoma Omicron styrkir ástæður þess að taka 3ju sprautuna.

  • Kannski verður þetta alltaf svona, að maður þurfi að fá sprautu á 6 - 12 mánaða fresti.

 

Vegna umræðu um gagn þess að bólusetja sig, leitaði ég upp rannsóknir!
Bresk rannsókn sem ég fann, segir veikinda-daga tvíbólusettra, að meðaltali helmingi færri -- myndin að neðan, sýnir að tíðni COVID einkenna er mikið minnkuð!

Bendi á breska rannsókn sem myndin er tekin úr: Risk factors and disease profile of post-vaccination SARS-CoV-2 infection in UK users of the COVID Symptom Study app: a prospective, community-based, nested, case-control study.
--Mjög stór rannsókn, svo áreiðanleiki hennar ætti að vera mjög góður!

Ath. -- ef minna en 1, minnka líkur -- ef meira en 1, eru þær meiri!
Myndin segir t.d. líkur minnka um meir en helming t.d. á að fá hita!

https://els-jbs-prod-cdn.jbs.elsevierhealth.com/cms/attachment/fb84c7e6-f43d-4dcd-996f-a785a6214cc2/gr4_lrg.jpg

Þessu mynd veitir afar miklar upplýsingar -- ath. að hún ber einungis þá saman sem veikjast af COVID -- þrátt fyrir bólusetningar, við þá sem ekki voru bólusettir.
Þ.e. forvitnilegt að sjá að líkur á miklum veikindum vera verulega minnkuð.

  • Landlæknir Íslands er sbr. ekki að ljúga því, er hann segir: líkur á smitun helmingi minni: Tilefni örvunarbólusetninga gegn COVID.
    -50% minni líkur eru á því að einstaklingur sem býr með COVID smituðum einstaklingi smitist ef hann er bólusettur heldur en annars-
  • Þar fyrir utan, sbr. bresku rannsóknina -- er tíðni alvarlegra veikinda mun minni hjá bólusettum.

Bendi að auki á nýleg ummæli landlæknis:
-en hann benti á að óbólusettir eru 11%.-
-en þó er fj. þeirra sem lenda á spítala svipaður.-
Sem þíðir, að líkur á spítala-vist eru 9-falt hærri, fyrir óbólusetta!

 

Niðurstaða

Omicron afbrigðið hleypir bólusetningum kapp í kinn, því rannsóknir - þvert á fullyrðingar um annað - staðfesta að bólusetningar hafa haft mikla virkni.
Þó sú virkni hafi ekki verið eins mikil og vonast var eftir, þar sem COVID stökkbreytist reglulega, hver stökkbreyting úrelti ívið það mótefni fólk hefur.

  1. Fyrir þá sem hafa viljað sleppa bólusetningum.
    Er svokallað náttúrulegt ónæmi, ekkert annað ónæmi en fólk fær úr sprautu.
    Og í engu augljóslega virkara, en ónæmi úr sprautu.
  2. Náttúrulegt ónæmi, úreltist því nákvæmlega með sama hætti, er veira stökkbreytist. Þannig fá menn aldrei kvef bara einu sinni, heldur nær ár hvert. Því kvef veiran stökkbreytist stöðugt, þannig ónæmi er orðið alltaf úrelt.

Ef þjóðir mundu ekki sprauta fólk við COVID -- mundu faraldrar ganga yfir, með sama hætti að sjálfsögðu; en þá væri engin viðbótar vörn til staðar þegar menn veikjast.
Rannsóknir benda til þess, sbr. þær vitnað í að ofan, að bóluefnin dragi verulega úr tíðni veikinda og að auki úr tíðni verulegra veikinda þeirra er veikjast.
--Niðurstöðurnar benda því klárlega til þess, að án bólusetninga væri tjón vegna veikina fyrir samfélagið, þ.e. fleiri veikinda-dagar og fleiri dauðsföll, meira.

  • Hinn bóginn, er það önnur umræða -- hvort einnig á að vera með - aðrar aðgerðir til viðbótar bólusetningum.
  • Eða bara, reglulegar bólusetningar.

En það má alveg ræða hvort hætta á inngrips aðgerðum.
En viðhafa reglulegar bólusetningar -- eftir því sem ný og betri koma fram.
--Þannig halda tíðni veikinda og dauðsfalla niðri.

En að öðru leiti láta samfélagið rúlla í friði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Skv. rannsókn frá Ísrael, bætir 3ja bólusetning vörn gegn COVID umtalsvert" - Enn á eftir að koma í ljós hvort sú vörn dvínar og hverfur eftir sex mánuði, eins og eftir sprautu #2.

"Er svokallað náttúrulegt ónæmi, ekkert annað ónæmi en fólk fær úr sprautu." - Fyrir utan að sú vörn er miklu breiðvirkari og hverfur ekki eftir 6 mánuði eins og af sprautunni.

Sko, ég lagaði þetta fyrir þig. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2021 kl. 17:49

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gott hjá þér Guðmundur að reyna að laga fyrir hann. En ég er ekki viss um að það virki samt. Samanburðurinn á vörn eftir nr. 2 og nr.3 er á nr. 2 eftir fimm mánuði og nr. 3 eftir viku.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2021 kl. 21:11

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson,"Fyrir utan að sú vörn er miklu breiðvirkari og hverfur ekki eftir 6 mánuði eins og af sprautunni." -- Gummi, það er fullkomið kjaftæði.
--Eða útskýrðu hvernig á því stendur - þú færð aldrei kvef bara einu sinni per æfi?
Og að þú færð aldrei flensu einungiis eitt skipti per æfi?
Ástæðan er einföld, þeir vírusar eru eins og COVID með það -- að stökkbreytast reglulega. Því úreldist náttúrulegt ómæmi kvefs og flensu reglulega -- þannig þú getur fengið kvef og flensu ár hvert.
Þú getur fært nákvæmlega engin rök fyrir því, að náttúrulegt ónæmi sé betra eða endingarbetra. Enda er einungis til -- ónæmi. Þ.e. enginn munur á því hvort þú færð ónæmi með sprautu eða gegnum veikindi. Og það úreltist með nákvæmlega sama hætti burtséð frá því hvort þú færð sprautu eða hvort þú færð það með því að veikjast af viðkomandi veiru.
--Ef þið getið einungis svarað með innihaldlausum fullyrðingum, eruð þið báðir tveir ekki áhugaverðir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.11.2021 kl. 23:38

4 Smámynd: Þröstur R.

Það virkar ekkert á Einar Björn, Þorsteinn minn. Kann ágætlega við það sem Björn stundum lætur frá sér en hann er inbreeded kerfiskall. Þú færð þennan mann aldrei til að tala á móti því kerfi sem borgar honum launin.

Þröstur R., 28.11.2021 kl. 23:53

5 Smámynd: Þröstur R.

Björn segir eftirfarandi: Þú getur fært nákvæmlega engin rök fyrir því, að náttúrulegt ónæmi sé betra eða endingarbetra. En sömu rök getur þú ekki varið að lyf frá lyfjaframleiðendum gerir sama eða betra. Hinsvegar er það vísindalega staðfest að ónæmiskerfið býr við minnis eiginleikum sem tilbúin lyf hafa ekki. Í mörg þúsund ár hefur manneskjan lifað af óheppilega tíma en alltí einu virkar ónæmiskerfi líkamanns ekki vegna vírus sem lyfjafyrirtækin græða stjarnfræðilegar upphæðir á. Ég hlýt að vera að sofa svefninum langa ef ég sé ekki neitt athugarvert við það sem er að gerast í heiminum. Einar spilar með eins og áður og styður þann þrysting sem er verið að setja á fólk en áttar sig ekki á því að um leið er hann að grafa sína eigin gröf.

Þröstur R., 29.11.2021 kl. 00:40

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru þegar komnar fram margar rannsóknir sem staðfesta að náttúrulegt ónæmi er miklu öflugra og varir lengur en það sem næst með bóluefnunum. Það verður hins vegar langt í að Einar Björn kynni sér þær. Hann trúir bara því sem hann vill trúa.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2021 kl. 00:47

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hefur enginn pælt í því að næsta afbrigði átti að heita Xi? Afbrigðin eru skírð samkvæmt latneska stafrófinu og röðin var komin að stafnum Xi. Honum var sleppt  og Omricon varð fyrir valinu sem næsti latneski bókstafurinn.

Það er aðeins ein skýring á því. Það má ekki móðga Kínverska drekann, þrátt fyrir að hann væri einmitt sá aðili sem steypti faraldrinum yfir heiminn. Sannar bara að sósíalismi er vírus, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi.

Theódór Norðkvist, 29.11.2021 kl. 00:57

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef hvorki náttúrulegt ónæmi eftir smit né sprauturnar duga til að veita langtímavörn, þá er augljóst að bæði eru einskisverð til enn lengri tíma. Eina sem ég er að reyna að útskýra.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2021 kl. 01:13

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Illa lýst mér á þetta hjá þeim: https://vaccineimpact.com/2021/death-rates-skyrocket-in-israel-following-pfizer-experimental-covid-vaccines/

"A front-page article appeared in the FranceSoir newspaper about findings on the Nakim website regarding what some experts are calling “the high mortality caused by the vaccine.”

    • There is a mismatch between the data published by the authorities and the reality on the ground.

    • Compared to other years, mortality is 40 times higher.

    • The authors say “vaccinations have caused more deaths than the coronavirus would have caused during the same period.”

    • Haim Yativ and Dr. Seligmann declare that for them, “this is a new Holocaust,” in face of Israeli authority pressure to vaccinate citizens."

    Og af öðrum stað: https://swprs.org/israel-why-is-all-cause-mortality-increasing/

    "Concerningly, however, Israel has seen a renewed and continued increase in all-cause mortality since mid-February; in fact, by March 21, Israel reported the highest excess mortality of all countries participating in Euromomo. In contrast, many other European countries currently report a post winter wave negative excess mortality."

    Hérna: https://citizenfreepress.com/column-1/stunning-covid-chart-israel-vs-sweden/

    https://citizenfreepress.com/wp-content/uploads/2021/10/israel-sweden-covid-chart.jpg

    Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2021 kl. 17:21

    10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Enn er ég að kljást við þig Einar,bara segja ykkur ungu mönnunum hvernig ónæmiskerfið vinnur með mér.
    Nú er ég 87 ára(ung i anda).1954 um páska fékk ég heiftarlegt kvef sem varðð að því sem læknar kölluðu "blettalungnabólgu" var flutt á sjúkrahúsið HVÍTABANDIÐ á Skólavörðustig; hef aldrei fengið lungnabólgu síðan.  

    Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2021 kl. 00:25

    11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Læknaðist átti að vera þarna 

    Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2021 kl. 00:27

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband