Ég ætla að telja upp hvað herra Musk segir SuperHeavy1 - StarShip1 geta gert!
Töluvert hefur þegar verið um prófanir, en samtímis í ferlinu verið slatti af óhöppum - þ.e. allt upp í það að flaug hafi sprungið. Slíkt er ekki óvenjulegt í þróun á nýju kerfi, en -tja- segjum að enn hafi ekki verið sýnt fram á sá áreiðanleiki sem kerfið kvá munu hafa; en kerfið gerir ekki ráð fyrir flóttaleið fyrir farþega!
Skv. Musk mun farið fullþróað vera það áreiðanlegt, slíkt sé óþarfi!
--Hingað til hafa öll mönnuð kerfi, haft einhverja björgunar-aðferð.
--Ef bilun verður eftir að geimskot er hafið.
Sjáum til, en Musk ætlar að selja NASA eintök af kerfinu - fyrir rest.
NASA þarf þá að samþykkja, að áreiðanleiki mæti stöðlum.
Mynd sýnir prufueintök af kerfinu!
Til samans, þ.e. StarShip1 ofan á SuperHeavy1 flaug:
Hæð: 120m.
Þvermál: 9m.
Flutningsgeta: 100 tonn.
SuperHeavy: 3400tonn.
--Ath. flaug á að lenda aftur, vera sí-endurnýtanleg.
StarShip1 - skv. Musk. vegur innan við 100tonn, án eldsneytis.
--Sama á að gilda um StarShip1, þ.e. vera stöðugt notuð aftur.
- Það atriði, kvá gera kerfið miklu ódýrara en öll fyrri geimferðakerfi.
Skv. Musk, er flutningsgeta StarShip1 alltaf 100 tonn, á lægsta sporbaug Jarðar, til Tungls, til Mars.
Lausnin því liggi í því að til standi, að smíða sér útgáfu StarShip1 sem flytji eldsneyti upp á sporbaug Jarðar, svo að annað eintak StarShip1 geti haft nægt eldsneyti til að lenda 100 tonnum á Tunglinu.
--Mér skilst, að þá geti Starship1 einnig tekið á loft án eldsneytistöku.
--En í tilviki Mars, er gert ráð fyrir að framleiða elsneyti á yfirborði Mars.
Með svokallaðri: Sabatier reaction.
Sú aðferð virkar, auðvitað afar -daring- að ætla að lenda á Mars, og treysta á að allt gangi upp í framleiðslu á eldsneyti, þó aðferðin virki sannarlega á Jörð. Það þarf þá að leita þau efni er til þarf á plánetunni, vinna þau!
- Á meðan munu fólkið er hefur lent, vera fast á plánetunni, þ.e. engin leið til undankomu, svo sannarlega þarf þá allt að ganga upp.
- Mars er kaldari en SuðurSkautsLandið á Jörð, loft er eitrað afar þunnt 1/100, samtímis er geislun slík að banvænt er líklega að vera óvarinn á yfirborði lengur en nokkra mánuði!
--Ekki segja að það sé allt óleysanlegt, vandamálin eru ekki smá, og allt verður að ganga upp - því björgun verður -að séð verður- ómöguleg um hríð.
Draumur Elon Musk, er um MarsCity - með 1 milljón íbúa, í ótilgreindri framtíð.
Talar um 10þ. StarShip til fólksflutninga og 100.000 StarShip í flutningum á varningi.
- Vantar á hinn bóginn, að virðist í þá áætlun, hvaðan tekjurnar eiga að koma.
- Settlement er eitt, hitt er að borga fyrir viðhald verkefnisins, þ.e. stöðuga flutninga á varningi til fólksins á yfirborði Mars, ef allt kemur frá Jörð.
- Það þarf greinilega eitthvað óskaplega verðmætt að koma frá Mars, ef dæmið á að ganga upp.
Greinilega þarf að leita uppi verðmæt hráefni á Mars!
Einn vandi enn - enginn veit hvort yfir höfuð eru verðmætar námur!
--Ekki fullyrða þær séu ekki til, enginn veit það enn.
Það væri dálítið hressilegt að fullyrða þær séu án allrar vitneskju, eða treysta á það.
Vekur athygli mína, hvernig StarShip1 - SuperHeavy1 kerfið eflir Bandaríkin!
Elon Musk hefur gert fjölda samninga nú við bandaríska ríkið, að sjálfsögðu í því markmiði að - ná til sín sem mest af peningum ríkisins til að fjármagna dæmið.
--En flest bendi til að, SpaceX SpaceShip1 og SuperHeavy1 verði kjarni í framtíð NASA.
- StarShip1 á að geta lyft allt að 400 gerfihnöttum á lægsta sporbaug Jarðar.
Með hjálp SuperHeavy1. - Og á að geta flutt 100 tonn á yfirborð Tungls.
- Og á að geta flutt, 100 tonn af eldsneyti upp á lægsta sporbaug Jarðar.
Þ.e. einmitt með -- eldsneytis-töku á sporbaug, sem á að gera SpaceShip1 mögulegt að vera stöðugt í förum frá sporbaug Jarðar, og til sporbaugs Tungls, eða yfirborðs Tungls, og til baka.
--Þannig rökrétt verði þá kerfið að, kjarna í Tungláætlun NASA.
- Bandaríkjastjórn, mun að sjálfsögðu kaupa fjölda eintaka - fyrir rest, af SpaceX.
- Ég geri ráð fyrir því, bandaríski herinn muni einnig kaupa eintök.
- Að bandaríska ríkið, muni - banna SpaceX að selja til aðila, bandar. ríkið treysti ekki.
- In October 2020, NASA provided $53.2 million to SpaceX to demonstrate the transfer of 10 metric tons (22,000 lb) of cryogenic propellant between two Starships.
- Also in that month, the United States Transportation Command announced Rocket Cargo program, which aims to transport cargo via rocket anywhere in the world in under 1 hour.
- On 16 April 2021, NASA selected Starship HLS and awarded SpaceX a $2.89 billion contract over Integrated Lander Vehicle and Dynetics HLS. Starship HLS will perform an uncrewed landing demonstration and an Artemis 3 crewed lunar landing mission.
- Einn möguleiki í notkun á StarShip1 er til skjótra ferða milli staða á Jörð.
Hugmyndin er sú, StarShip1 - mínus SuperHeavy - taki á loft með 100 farþega.
Og lendi eftir 1klst t.d. í Japan! - Þetta er eitt af því sem leiðir líklega til þess að bandar. herfinn kaupi slatta af StarShip1, þ.e. getan að flytja - hermenn eða varning.
Á einni klst. þúsundir km. - Elon Musk segir einnig, að StarShip1 muni geta keppt við, þotu-flug.
Það verði það hagkvæmt, og öruggt, að reglulegt farþegaflug.
Geti orðið veruleiki með þessum hætti.
--Hinn bóginn, verða farþegar líklega vera - heilsuhraustir.
Því álag er greinilega töluvert í flugtaki, líklega a.m.k. 2g.
Spurningin er -- getur nokkurt annað ríki keppt við Bandaríkin í geimnum.
Þegar bandaríska ríkið -- mun vera farið að nota kerfi SpaceX?
Ég sé ekki betur, en Bandaríkin nái - það miklu forskoti á alla keppinauta, að enginn eigi möguleika til að keppa við þau -- a.m.k. um töluverða framtíð!
- Íhugum Mars áætlun Musk, ef hún verður?
Þíðir það ekki, að Bandaríkin slá eign sinnig á Mars?
Eiga þannig heila aðra plánetu? - Hver á að geta hindrað þá útkomu?
- Ekki gleyma einnig því, að Bandaríkin hafa þá einnig óskaplegt forskot í því að nýta Tunglið -- og eiginlega allt annað í geimnum, fyrir utan Jörð.
Þannig sting ég upp á þeim möguleika, að Bandaríkin stefni í að verða enn meir drottnandi ríki í framtíðinni -- en þau hafa verið hingað til í nálægri fortíð.
Niðurstaða
Í þessari færslu, er ég að velta upp því hvaða áhrif geimáætlun Elon Musk, hefur á Bandaríkin sem slík -- en í umræðu um draumsýnir Musks, hef ég enga umræðu séð um það -- hvaða þíðingu það hefur fyrir Bandaríkin, ef allt sem Musk segir gengur upp.
Ég sé ekki betur, ef allt virkar eins og það kvá eiga virka -- þá fái Bandaríkin það óskaplegt tækni-forskot í geimferðum, að Bandaríkin geti líklega stórum hluta.
--Slegið eign sinni á geiminn utan Jarðar, a.m.k. í Sólkerfinu.
Ímynduð Mars-City verði þá - undir lögum Bandaríkjanna.
Og væntanlega þá Mars, eign Bandaríkjanna!
--Eða hvað akkúrat ætti að koma í veg fyrir það?
Sé ekki að Musk fari í persónulega uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin geta þá orðið nær fullkomlega drottnandi um töluvert langa framtíð.
--Öfugt við þ.s. margir hafa haldið fram, útlit fyrir að framtíðin sé þeirra.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svæði utan jarðar gætu (að óbreyttu) ekki orðið undir lögum neins ríkis vegna alþjóðlega geimferðasáttmálans, sem bannar landnám ríkja í geimnum.
Aftur á móti gilda þar sömu reglur og samkvæmt alþjóðlega hafréttarsáttmálanum, á svæðum utan lögsögu fullvalda ríkja (sbr. kvikmyndina The Martian).
Hafréttarsáttmálinn gildir þó aðeins um farartæki ("skip") en ekki um varanlegar byggingar á áður ónumdu landi (svo sem á öðrum hnöttum).
Sú staða gæti því komið upp að landnámsréttur einstaklinga/fyrirtækja kunni að virkjast um leið og varanlegar stöðvar byggjast á öðrum hnöttum.
Ég sé fyrir mér mörg áhugaverð viðfangsefni fyrir lögfræðinga framtíðarinnar ef þessar geimferðaáætlanir verða að veruleika.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2021 kl. 23:48
Guðmundur Ásgeirsson,hmm - Elon Musk og fyrirtæki hans eru auðvitað undir lögsögu Bandaríkjanna, klárlega mundu Bandaríkin líta þannig á málið; og bandaríska ríkið væri á þeim tíma - einn megin kaupandi tækja af SpaceX -- væntanlega bandar. herinn einn með fjölda StarShip1 í notkun -- NASA að auki.
Með fjölda farartækja væntanlega þegar keypt af bandar. ríkinu, gætu þau sjálf sent t.d. hermenn til Mars, færi Musk að hegða sér í ósamræmi við vilja bandar. stjórnvalda -- að auki hótað hans bissness viðurlögum, jafnvel Musk löngum fangelsisdóm.
Ég held að í þessu tilviki, mundi réttur hins sterka - bandar. ríkið - klárlega ráða.
Geimurinn væri í þessu tilviki, eins og villta vestrið í gamla daga - þ.e. gaurinn með skotvopnin ræður.
--Ég mundi ætla að herra Musk, mundi ekki vilja fá bandar. stjv. né bandar. herinn upp á móti sér.
Þannig að - hann væntanlega mundi leita að einhvers konar - skilgreiningu á hugsanlegri nýbyggð með hætti, sem þau mundu sætta sig við.
--Þannig að ég mundi ætla, að slík byggð muni þá falla undir - bandar. lögsögu.
Hinn bóginn, eins og bandar. reglur virka - ef t.d. Musk mundi fynna verðmætar námur á Mars, gætu þær t.d. verið hans persónulega eign -- þó svo að byggðin í heild lenti undir lögsögu Bandar.
Það yrði að koma í ljós, hversu víðtækt -claim- Bandaríkin mundu gera til Mars í því samhengi.
En ég sé ekki nokkurt er augljóslega gæti hindrað að Bandar. - tækju -claim- á hann allan, ef þau ákveddu svo -- þ.s. Musk mundi hafa með því að selja bandar. hernum og ríkinu fjölda flauga gert Bandaríkin það yfirgnæfandi miklu mun öflugri en nokkurt annað land í Jörð - að ég sé ekki að nokkurt annað land, né stofnun á Jörð -- gæti beitt Bandar. einhverjum þeim viðurlögum er þvingaði þau hugsanlega frá slíkri áætlun; ef þau mundu taka slíka afstöðu.
Sammála því a.m.k. að þessi hlið á málinu - er lítt rædd enn. En enginn vafi að uppbygging Musk á geimtækni, hefur heilmikil hliðar-áhrif. Með því að selja bandar. ríkinu og hernum - að flestum líkindum - fjölda geimfarartækja; þá yrðu þar af leiðandi Bandar. afar yfirgnæfandi sterkari en nokkurt annað land í geimnum, forskot sem þau gætu hugsanlega viðhaldið fremur lengi í kjöfarinu á eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.11.2021 kl. 16:48
"En ég sé ekki nokkurt er augljóslega gæti hindrað að Bandar. - tækju -claim- á hann allan, ef þau ákveddu svo"
Jú, geimréttarsáttmálinn bannar ríkjum að gera tilkall til lögsögu úti í geimnum. Þau hafa lögsögu um borð í eigin "skipum" eins og í hafréttinum, en ekki utan þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2021 kl. 17:33
Guðmundur Ásgeirsson, Bamdar. hafa aldrei staðfest Hafréttarsáttmálann og ekki bundin ákvæðum hans.
Þú virðist ekki átta þig á því -- að lög sem ekki er hægt að framfylgja eru dauður bókstafur. Hver mundi sjá um að refsa Bandar. fyrir að brjóta alþjóðlegan sáttmála -- ef öll ríki heims hafa geimtækni er stendur Bandar. langt að baki? Ef þau tækju slíka ákvörðun á svig við þann sáttmála, væru þau að sjálfsögðu tilbúin að beita - sínu neitunarvaldi í Öryggisráðinu, til að hindra þar samþykkt binandi formlegrar ályktunar. Einhver samþykkt á Allsherjar-þinginu hefði ekkert formlegt vald.
SÞ. er afskaplega veik samkunda, er þannig -- skv. vilja stórveldanna.
Jafnvel þó ekkert ríki heims, mundi viðurkenna, claim Bandar. til Mars - þá meðan Bandar. hefðu mun betri geimtækni en nokkur annar; gætu þau vel komist upp með að hundsa slíka andstöðu ríkja heims.
Þau væru eiginlega slíkt drottnandi stórveldi - ef þau væru fullkomlega ríkjandi í geimnum, að aðstaða þeirra gerði þeim mögulegt líklega að komast fullkomlega upp með þetta.
Þannig gætu þau tekið -- mikið til sín, þau helstu verðmæti sem þar er að finna sem tiltölulega auðvelt væri að nálgast. Án þess að sjá verði -- nokkur annar á Jörðinni fengi rönd við reist.
Þetta væri þ.s. nefnist að láta valdið tala.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2021 kl. 00:36
Þessi mál ráðast ekki út í geimnum heldur á jörðinni.
Yfirburðir Bandaríkjanna á jörðinni eru ekki lengur til staðar ,og í ljósi síðustu atburða þá er nokkuð ljóst að hernaðaryfirburðir þeirra í geimnum eru líka að engu orðnir.
Flest bendir til að hið nýja loftvarnarkefi Rússa sem gengur undir nafninu S-550 sé hannað til að blinda gerfihnettii eða eyða þeim ef þurfa þykir.
Sama kerfi er örugglega fært um að taka niður ólöglegar flaugar sem eru á ferð frá eða til annara hnatta.
Það er ólíklegt að slíkt mundi leiða til stríðs frekar en þegar ómannaðir drónar eru skotnir niður.
Þó að SÞ séu líklega ófærar um að taka á málinu eru til stórveldi sem gætu auðveldlega gert það ef þeim þætti það mikilvægt.
Bandaríkin mundu að auki lenda í verulegum pólitískum vandræðum út af slíku máli
Rússland ,Kína og Indland sem upprennandi geimveldi mundu taka slíku landnámi afar illa vegna framtíðarhagsmuna.
Þó að ESB sé ekki mikið geimveldi í dag mundu þeir án efa taka þessu afar illa ,það er mjög líklegt að það mundi stilla sér upp við hlið stórveldana í þessu máli.
Í þessu sambandi ber að hafa í huga að í dag hafa Bandaríkin ekki þá pólitísku og hernaðarlegu yfirburði sem þeir höfðu fyrir 15 árum.
Jafnvel efnahagslegir yfirbuðir þeirra eru á stöðugu undanhaldi.
Þetta sést ágætlega á því að þegar Biden hringir í allar áttir til að reyna að fá oliuríkin til að auka framleiðslu láta menn eins og ekkert sé.
Sama á við ríkin sem hann hefur hvatt til að losa um hluta af olíubirgðum sínum.
Þau láta eins og ekkert sé eða grípa til táknrænna aðgerða sem engu skifta.
Fyrir 15 árum hefði þetta verið óhugsandi.
Niðurstaðan verðu sú að Biden tapar þingkosningunum á næsta ári og stjórnmálakerfið í Bandaríkjunum kemst í enn frekari upplausn.
Borgþór Jónsson, 29.11.2021 kl. 07:01
Einar Björn. BNA hafa reyndar viðurkennt hafréttarsáttmálann sem áður gildandi óskráðan rétt þó þau hafi ekki staðfest hann formlega.
Alþjóðadómstólinn myndi líka alltaf hafa hafa óskráðar meginreglur hafréttar til hliðsjónar ef á það reyndi og beita þeim eftir því sem við á.
Bandaríkin hafa oft og ítrekað borið fyrir sig þessum meginreglum, svo með siglingu herskipa sinna inn á svæði eins og Persóaflóa eða Svartahaf.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2021 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning