Game of Chicken - milli Bandaríkjanna og Kína, um Tævan! Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu báðar tvær hafa nú gefið út óskoraða yfirlýsingu um að verja Tævan!

Það sem er nýtt - að óvissan hefur verið tekin úr gildandi yfirlýsingum.
Síðan Nixon gerði samkomulag við Mao 1972, er Bandaríkin formlega hættu að viðurkenna ríkisstjórn Tævans sem -- hina lögmætu ríkisstjórn Kína.
--Já virkilega, sem lögmæta ríkisstjórn Kína.

Hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna, viðhaldið - óvissu um það hvort Bandaríkin verja eða verja ekki Tævan; um hafi verið að ræða stefnu sem ætlað var.
--Samtímis að halda aftur af Tævan og Kína, í því að fyrir sinn part að ógna jafnvæginu.

  1. Hinn bóginn hefur hröð uppbygging Kína á flota - flug og herafla, gerbreytt stöðunni.
  2. Kína hefur gert Suður-Kína-Haf að sínu, með uppbyggingu gerfieyja þ.s. á hefur verið settar, herstöðvar þaðan sem hægt er að skjóta langdrægum eldflaugum - senda á loft herflugvélar og einnig þjóna sem herskipahafnir.
  3. Þar fyrir utan, er floti Kína - jafn stór flota Bandaríkjanna í fjölda skipa. Það þíðir, að floti Bandaríkjanna - er ekki lengur eins yfirgnæfandi öflugur og áður.
    --Kína-floti notar meðaltali smærri skip, enn einungis 3 flugmóðurskip.
    --En a.m.k. 2 önnur í smíðum er eiga að vera risaskip.
  • Þ.s. þetta þíðir allt, að innrás á Tævan er að verða raunhæfur möguleiki.
    Sem hefur ekki hingað til raun verið.
    Sem skýrir stefnubreytingu Ástralíu og Bandaríkjanna.
  • Málið er að taka Tævan, mundi gerbreyta jafnvæginu í heimshlutanum.

Kort frá The Economist er sýnir hvað ég á við!

The South China Sea | South china sea, South china, China

  1. Horfið á Eyjaklasana fyrir framan Kína!
    Kortið sýnir þá ekki alla, en Norðar eru smáeyjar sem Japan stjórnar - Senkaku.
    Síðan taka Japans-eyjar sjálfar við.
  2. Málið er að til samans - mynda eyjaklasarnir, varnar-garða fyrir framan Kína.
    Meðan bandalags-ríki Bandaríkjanna stjórna öllum þeim eyjum.
    Er mögulegt -tæknilega- að setja hafnbann á Kína.
  3. Ef Kína tekur Tævan - á hinn bóginn - rýfur Kína það stórt gat í múrinn.
    Að hafnbann verður fullkomlega ómögulegt.
    Er eins og ég sagði - mundi fullkomlega kollvarpa hernaðarstöðunni.
    Tja, á gervöllu Kyrrahafi.

--OK, Bandaríkin tala um að verja lýðræði á Tævan.
En ég er viss, að undir niðri vakir óttinn við hratt vaxandi flota-styrk Kína.
En sá styrkur hefur vaxið það hratt, að innan fárra ára gæti Kína-floti verið orðinn, tæknilega sterkari en Bandaríkja-floti.
--Ég segi, tæknilega, þ.s. einhvern tíma mundi taka Kína að æfa sitt fólk - svo sá floti hefði algerlega sambærilega færni við Bandaríkjaflota er hefur æft sitt fólk í áratugi.

  1. Sjálfsagt Horfir Ástralía til -- Seinna-stríðs, er það var Japan er allt í einu ruddist fram, og um hríð var innrás í Ástralíu hugsanleg.
  2. En stór stefnubreyting í Canberra upp á síðkastið, hlýtur að skýrast af -- óttabylgju þar.
    M.ö.o. allt í einu skilur Canberra, að Ástralía er ekki - algerlega örugg.

Þá leitar Canberra til Bandaríkjanna, sem eini aðilinn -- er geti veitt Kína andstöðu.

Australia vows to help US defend Taiwan from Chinese attacks

Australia’s defence minister has said it was -inconceivable- that his nation would not support the US in a campaign to defend Taiwan from China -- Peter Dutton said that Chinese leaders had been -very clear about their intent to go into Taiwan- -- It would be inconceivable that we wouldn’t support the US in an action if the US chose to take that action

Takið efir þessu - afar sterka orðalagi. Algerlega óhugsandi.

Biden vows to defend Taiwan from Chinese military action

Asked whether the US military would defend the country in the event of a Chinese attack,the president said: -Yes, we have a commitment to do that.-

Orðalagið ekki eins sterkt - en Biden sagði þó hiklaust Bandaríkin skuldbundin.
Sem er breyting á fyrri afstöðu, er forseta yfirleitt töluðu í hálf-kveðnum vísum.

Á hinn bóginn, var Kína ekki eins sterkt þá - ekki innrás klárlega möguleg.

 

Niðurstaða

Í vaxandi mæli virkar það á mann svo að - rísandi game of chicken sé í gangi. Vaxandi yfirlýsingar frá Kína, um möguleikann á innrás - tal um það sé óþolandi að þessi eyja sé ekki undir stjórn Kína, eins og Kína stjórn segir hana með réttu eiga vera.
Samtímis afar öflug or hröð uppbygging herafla á Suður-Kína-Hafi.
Er greinilega hefur gert innrás að raunhæfum möguleika.

Það sé væntanlega hvers vegna, ótti fari hratt vaxandi í Washington og Canberra.
Að Kína ætli sér hugsanlega, að kollvarpa hernaðarjafnvæginu í heimshlutanum.
Slíkt væri auðvitað stórfellt hættuspil, beint stríð milli Kína og Bandaríkjanna, ásamt þeim bandamönnum Bandaríkjanna er tækju þátt.

Þannig að örugglega er mikilvægur partur í rísandi yfirlýsingum, fæling.
Hugmynd um fælingu er að fá mótaðilann til að hika, hætta við.
Þá þarf mótaðilinn að trúa því, að þér sé virkilega alvara.
Þannig má skýra hugsanlega vaxandi áherslu yfirlýsinga.

  • Hinn bóginn, er það auðvitað annar hlutur hvort - Xi og fólkið í kringum það, trúir því að Bandaríkjunum sé alvara!
  • Þeir gætu ímyndað sér, að Bandaríkin séu raun lin.

Sem gæti auðvitað leitt til þess að 3-ja heimsstyrrjöldin hæfist auðvitað.
Ef Kína stjórn tæki rangt stöðumat.
--Það væri ekki fyrsta sinn, en Fyrra-Stríð líklega hófst ekki síst, út af röngu stöðumati -- það má einnig hugsanlega rekja upphaf Seinna-stríðs til slíks einnig.

Rangt stöðu-mat er þá það, að mótaðilinn - trúir ekki yfirlýsingum.
Hefur stríð, en lendir síðan í stærri átökum en sá taldi líkleg.
Því aðilar sá taldi ekki munu gera neitt, hófu stríð skv. gefnum yfirlýsingum.

  1. Í Fyrra Stríði taldi keisarinn af Þýskalandi, að Bretar mundu ekki verja Belgíu, en þeir stóðu við yfirlýsingar um að tryggja sjálfstæði þess lands.
    Þannig Þýskaland lenti í stríði ekki bara við Frakkland, heldur Bretland að auki.
  2. Hitler 1939 líklega taldi að Bretland og Frakkland, mundu ekki gera neitt er hann fyrirskipaði innrás í Pólland. En Bretland og Frakkland stóðu við yfirlýsingar gagnvart póllandi, þó að landherir þeirra gerðu ekkert annað en að safna liði - létu Þjóðverjum eftir hlutverk geranda.
  • Sambærilegt væri, ef Xi fyrirskipaði innrás í Tævan, teldi sig fullvissan að Bandaríkin gerðu ekki neitt - Ástralía ekki heldur, né ekki Japan.
    En hefði rangt fyrir sér þar um, og 3-ja Heimsstyrrjöldin vær þar með hafin.

Án nokkurs vafa er Tævan deilan orðin sú langsamlega hættulegasta í heiminum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband