Gætu Bandaríkin og Talibanar orðið vinir? Kannski brjáluð hugmynd - en sl. viku hafa Bandaríkin og Talibanar átt ítrekað áhugavert samstarf, gegn ISIS-K í Afganistan!

ISIS er einstakt fyrirbæri - meina miklu meira en það venjulega er kallað, öfga-íslam.
Er ISIS kom fram, al-Baghdadi þeirra trúarleiðtogi, þá kallaði hann sig -- Imam.
M.ö.o. gerði tilkall til þess að vera -- Páfi Íslam.
ISIS undir hans stjórn - leit á sig sem hið eina réttmæta form Íslam.
M.ö.o. ástæða þess að ISIS - brenndi þá múslima til bana.
ISIS tók af lífi - var að, ISIS bannfærði þá sem; Haram.
--Sem má útnefna - trúvillinga.

En skv. Íslam, er það dauðasynd, að ganga af Múslima-trú.
ISIS m.ö.o. sagði, sérhver sá Múslimi er barðist gegn þeim.
Væri ergo - genginn af trúnni - þar með skv. Kuran, réttdræpur.

  1. Hingað til hafa engar hreyfingar Íslam, litið svo á að þeir Múslimar er væru ekki sammála þeim, væru þar með -ergo- ekki Múslimar.
  2. Þar fyrir utan, man ég ekki eftir nokkurri annarri hreyfingu Íslam, er hefur talið sig -- hafa algildan rétt til að skilgreina Íslam fyrir alla Múslima.

Talibanar hafa hingað til ekki tekið sér það víðtækan rétt.
Vegna þess að ISIS segist eitt hafa rétt til að skilgreina Íslam.
Viðurkennir ISIS engar aðrar hreyfingar Íslam sem réttmætar.
--ISIS er m.ö.o. ekki einungis í stríði við önnur trúar-brögð en Íslam.
--ISIS er samtímis í stríði við gervallt Íslam, sem ekki er ISIS.

  1. Út af þessu, lítur Talibana-hreyfingin á tilvist ISIS í Afganistan, sem ógn.
  2. Samtímis, líta Bandaríkin tilvist ISIS - hvarvetna sem ISIS fynnst, sem ógn.
  • Þá allt í einu dúkkar upp hið fornkveðna: Óvinur óvinar minns, er vinur minn.

 

General Kenneth McKenzie, sagði nefnilega áhugaverðan hlut um daginn:

Now, the other thing we do is, we share versions of this information with the Taliban.  So that they can actually do some searching out there for us.  And we believe that some attacks have been thwarted by them.  Again, we've been doing this for a long, we've been doing this since the 14th. 

  1. Skv. þessu er í gangi - samvinna loka-dagana sem Bandaríkin eru að hverfa frá landinu.
  2. McKenzie segir Talibana hafa - líklega hindrað árásir, í kjölfar hinnar blóðugu árásar um daginn.

Ég hef í sjálfu sér engar aðrar upplýsingar í höndum, en ummæli McKenzie.
En eins og JONATHAN SCHRODEN hjá Politico bendir á.
Sé ISIS ógn í augum Talibana: What ISIS-K Means for Afghanistan.

Þarna vaknar a.m.k. áhugaverður möguleiki, en ISIS-K gæti notfært sér upplausnina í Afganistan.
Til að fjölga félags-mönnum, þar fyrir utan er talið að fjöldi ISIS-K liða hafi losnað úr fangelsum, er ríkisstjórn Afganistan fyrrverandi - hörfaði þaðan sem þau fangelsi voru/eru.

ISIS-K lítur Talibana - svikara við málstað Íslam - hvorki meira né minna en það.
Og mun algerlega örugglega, gera árásir á stjórnendur Talibana innan landsins.
Ef samtökin eflast stórfellt.

  1. Þarna gæti vaknar óvæntur samstarfs-vettvangur Bandaríkjanna og Talibana.
  2. En Bandar. geta haldið áfram að láta Talibana hafa, upplýsingar sem Bandaríkin afla sér í gegnum SIG-INT (Signal Intelliegence)m.ö.o. rafrænar njósnir.

Sem felur í sér að fylgjast með fjarskiptum sem og rafrænum netsamskiptum.
Þetta gæti verið hagur samtímis Bandaríkjamanna og Talibana.
--Þ.s. ISIS er það brjálað fyrirbæri - að ef ISIS næði völdum í Afganistan.
Mundi ISIS að nýju hefja allsherjar árásir á allt í kringum sig.
Skv. þeim draum, að stofna -- allsherjar ríki Íslams.
--ISIS mundi að sjálfsögðu ekki stoppa fyrr en Íslam réði alls staðar.
Og alls staðar liti ISIS.

  • Sem betur fer, þíðir hin ótrúlega róttækni ISIS.
  • Að ISIS hefur þá tilhneygingu að sameina alla gegn sér.

--Ef einhver enn man, stríð Obama forseta gegn ISIS í Írak og Sýrlandi.
Þá reis upp - tímabundið bandalag gegn ISIS er innihélt: Íran, Írak, Kúrda í Írak, Kúrda í Sýrlandi + Bandaríkin. Að auki fyrir rest, voru Rússar og stjórn Assad - einnig að beita sér gegn ISIS.

Róttækni ISIS er slík að - því hærra sem ISIS rís, því stærra verður bandalagið gegn ISIS.
Samtökin eru m.ö.o. -- of róttæk til að geta sennilega náð fram markmiðum sínum.

  1. En ég sé fyrir mér þann möguleika.
  2. Að Bandaríkin og Talibanar -- gætu útfært nánar samvinnu þá er hefur nú orðið.

--Þá meina ég í kjölfar þess að formlega eru Bandaríkin farin frá Afganistan.
Munum aftur það fornkveðna: Óvinur óvinar míns - er vinur minn.

 

Niðurstaða

Óvænt samvinna Talibana og Bandaríkjanna í kjölfar hryðjuverks nýverið við hlið inn á Kabúl-flugvöll, gæti kannski lifað ef brottför Bandaríkjanna frá Afganistan.
En ég sé ekki betur en hið fornkveðna eigi við: Óvinur óvinar míns, sé vinur minn.

Undir Obama, þá höfðu Bandaríkin samvinnu við -- Íran, þó landið hafi enn tæknilega verið óvinur.
Þó Rússar og Assad hefðu ekki haft nokkra formlega samvinnu gegn ISIS við - Bandaríkin.
Þá fyrir rest -- voru: Bandaríkin, Íranar, Bagdad stjórnin í Írak, Kúrdar í Írak, Assad stjórnin og Rússar -- allir samtímis að berja á ISIS.

ISIS er það brjálað fyrirbæri -- að ISIS hefur algerlega einstakan hæfileika til að sameina.
--Að sjálfsögðu meint í fullkominni kaldhæðni.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með málum eftir brottför Bandaríkjanna.
En ég sé ekki betur en að Bandaríkin, hafi áfram fulla ástæðu til að.
--Senda Talibönum -SIGINT- um ISIS-K. Og hver önnur gögn um ISIS-K Bandar. afla sér.

Því burtséð frá hve slæmir Talibanar annars eru. Er ekkert, virkilega ekkert, eins slæmt og ISIS.

-----------

Kannski eftir allt saman - þróast -very grudging- vinátta Bandaríkjanna og Talibana.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

ISIS ,,  eru seinustu 4 stafirnir af enska orðinu CRISIS ,,,   sem þyðir KRÍSA. 

Lárus Ingi Guðmundsson, 30.8.2021 kl. 07:02

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Í hvaða heimi lifir þú? Þú hefur kannski ekki frétt að Talibanar ganga húsi úr húsi og drepa andstæðinga sína og þeir fljúga þyrlur með hengda menn í eftirdragi? Þótt Joe Biden sé vinur Talibana, get ég fullyrt að 99,99% Bandaríkjamanna séu það ekki. Dagar hans á forsetastóli eru taldir, spurningin er bara hvernig? a) Herréttur fyrir að gefa óvini upplýsingar um Bandaríkjamenn og afganska bandamenn? b) Fyrir að klúðra a-ö brotthvarfsáætluna? c) Vanhæfni frá dag eitt sem forseti? Af nògu er að taka, galopin landamæri, stjarnfræðileg skuldasöfnun og verðbólga, BNA sé nú orðin háð olíu frá óvin veittum olíuframleiðendum, 300% aukning glæpa og fátækt, sundrung þjóðarinnar í tvær aðskildar þjóðir í raun vegna mismunandi gilda, veikt stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, veikt stöðu bandamanna bæði í Evrópu og Asíu og aukið hættuna á þriðju heimsstyrjöld með stríði við Kína um Taívan. Þvílík afleið ,,ræðu snillingsins"....

Birgir Loftsson, 31.8.2021 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband