Þegar ég segi þetta reikna ég með því að eldgosið standi í mörg ár - þ.e. ekki eitt eða tvö, heldur mörg ár, þannig að eldstöðin hlaðist stöðugt upp - hraunstaflinn við hana þykkni stöðugt.
Í þess-lags sviðsmynd, blasir við að á enda munu hraun frá eldstöðinni flæða til allra átta!
--Þannig haga klassísk dyngjugos sér, hvers vegna dyngjur fá sína klassísku lögun!
- Klárlega þarf gosið að standa í a.m.k. nokkur ár, til þess að hraun streymi í átt að Norður-strönd.
- Hinn bóginn, þá væntanlega er það gerist -- verður jafn vonlaust að stöðva þann hraun-straum, og þann er mun væntanlega á nk. vikum taka Suður-Stranda-Veg.
--Ath. hraunið úr eldgosinu er þegar orðið stærra en allt flatamál Reykjavíkur.
Svo menn átti sig á að þetta er ekkert smáræði þegar, og ef eins og flest bendir til að gosið stendur til margra ára -- á eftir að koma upp, gríðarleg hraunbreiða.
Eins og sést á þessari 3-víddarmynd af Fagradalsfjalli, mun það augljóslega taka einhvern tíma fyrir eldstöðina að hækka sig nægilega til að hraun geti farið í Norður!
En ef gosið heldur stöðugt fram árum saman -- þá verður uppbygging gosefna á einhverjum punkti næg til þess, að hraun geti runnið -- Norður.
Þar fyrir utan, gæti gosið stækkað aftur -- jafnvel aftur og aftur!
--Gosið hefur þegar 2-faldast að stærð einu sinni.
--Það getur ákaflega vel vaxið aftur - þess vegna mörgum sinnum!
Sá möguleiki gosið stækki hugsanlega/líklega gerir allar sviðsmyndir mjög óvissar
Í þessari færslu setti ég fram þá kenningu gosið gæti stækkað ítrekað:
Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?.
Ég útskýri einnig af hverju svo geti verið, í því felst einnig útskýring á af hverju það stækkaði.
Lýsing á landreki sem útbúin var af sérfræðingum áður en gosið hófst!
Eins og fram kom í umfjöllun RÚV:
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman.
Þá miðað við núverandi uppstreymi gos-efna tæki það 50 ár að búa til Skjaldbreiðar stærð dyngju.
En það að þetta sé dyngju-gos virðist staðal sviðsmynd sérfræðinga núna!
- Af hverju það stendur líklega mjög lengi er einfalt að útskýra.
- Væntanlega man fólk enn, að atburðarásin hófst nærri mars-byrjun.
Þá verður skjálftahrina í tengslum við landreks-hreyfingu á þessum slóðum á Reykjanesi.
Kortið að ofan sýnir hvað átt er við. - Við það var togað og teygt á landinu á svæðinu.
Sjálfar plöturnar er liggja þarna, gliðnuðu til. - Við þá hreyfingu hefur greinilega opnast leið fyrir gosefni alla leið niður í Möttul-Jarðar.
Er skjálftavirkni hafði staðið ca. 2-vikur fóru að renna 2-grímur á sérfræðinga.
Þeir rýndu í línurit og skjálfta-upptök, og sáu að líklega var kvika að steyma upp á ca. 1-km. dýpi, undir svæðinu við Fagradals-fjall. - Sú gangavirkni stendur síðan vikur - áður en gos hefst.
- Punkturinn er auðvitað sá, að gosefnin streyma alla leið úr Möttli-Jarðar.
- Að síðast varð slíkt gos á ca. svipuðum slóðum fyrir 6þ. árum.
- Slík gos hafa ekki það hegðunar-ferli sem við þekkjum.
- Þ.e. ekki kvika að safnast í kviku-hólf er liggur mun nær yfirborði.
Vanaleg gos hefjast ef kvikuþrýstingur lyftir landinu, þar til að sprunga opnast er hleypir kvikunni upp á yfirborð.
Síðan eftir því er kvikan steymir upp, minnkar þrýstingurinn í kvikuhólfinu.
Gosið þá smám saman minnkar - oftast mest fyrstu dagana, síðan hættir það er þrýstingur í kvikuhólfi dugar ekki lengur til að þrýsta gos-efnum upp. - Engin leið að vita hve mikil kvika hefur safnast sl. 6þ. ár á þessum slóðum.
Kviku-þrýstingur getur því verið að sé ekki hinn takmarkandi þáttur um gos-lengd. - Gos-lengd getur verið að stjórnist einfaldlega af því.
Hve lengi leiðin upp frá 20km. dýpi helst opin. - Sem getur þítt, gosið verði viðvarandi -- þangað til að næsta jarðskorpu-fleka-hreyfing verður á sama svæði.
--Ekki þekki ég hve langt er á milli fleka-hreyfinga á þessum slóðum, þ.e. hvort það eru áratugir eða jafnvel svo langur tími sem nær öld.
- En gosið gæti staðið svo lengi.
- Magn gosefna þarna niðri, gæti verið það mikið.
- Að jafnvel þó gos stækki mörgum-sinnum, sé það magn ekki hinn takmarkandi þáttur.
Það sem ég er að segja -- að í raun og veru geti það hugsast þetta sé stórgos.
Sjá hérna af vef HÍ: Eldgos í Fagradalsfjalli.
Til þess að þetta verði stórgos þarf það auðvitað að standa lengi og stækka.
Mynd sýnir afstöðu Reykjavíkurflugvallar í samhengi höfuðborgarsvæðis!
Það blasir við ný sýn - þannig að íbúar höfuðborgarsvæðis þurfa greinilega að hugsa flugvallar-mál algerlega upp á nýtt!
- Þegar menn voru að horfa til að afnema flugvöllinn - kom engum til hugar að stórt eldgos gæti hafist á Reykja-nesi er gæti kollvarpað allri sviðsmyndinni.
- En nú hefur það gerst, að komið er gos er mun af verulegum líkindum -- loka samgöngu-leiðum út eftir Reykjanesi.
- Þar fyrir utan telja sérfræðingar nýtt eldgosa-tímabil hafið á Reykjanesi.
--Í ljósi þessa, þarf greinilega snarlega að afskrifa allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-flugvallar!
- Þegar blasir við að líklega getur aðgengi að Keflavíkur-velli lokast.
- Þá eru greinilega allar hugmyndir að færa flug þangað.
--Bæ bæ.
Sama gildir um drauma um lestar-línu. - Ef menn pæla í öðrum flugvallar-staðsetningum á Reykjanesi, utan við Reykjavík.
Þá eru þær algerlega á tæru - þ.s. hraun geta mjög líklega runnið.
Og þar fyrir utan, þ.s. raun eru líkleg að renna. - Að auki, er gosið sem raskar þessu öllu -- þegar í gangi.
Þar með augljóslega enginn tími til þess.
Að færa völlinn eitthvert annað.
--Þau plön þarf greinilega nú að afskrifa.
--Fólk má ekki vera svo fast í hugmyndum, að það fattar ekki að allt er breytt.
- Þegar blasir við að -- líklega fer vegurinn til Kefla-víkur í sundur innan nk. 5-ára.
- Þá er svo komið, að þegar þarf að pæla í undirbúningi þess.
--Að færa milli-landa-flug frá Keflavík.
Enginn einn flugvöllur getur tekið við allri umferðinni frá Kefló!
Því þarf líklega að skipta umferðinni milli þeirra 3-ja flugvalla, í dag eru neyðarvellir.
- Reykjavík.
- Akureyri.
- Egilsstaði.
Einfaldast er að Reykvíkingar - fólk á leið til Reykjavíkur, fljúgi til og frá Reykjavík.
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum: Geta nýst fyrir ferðamenn er vilja sjá landið.
- Hægt er í fljótheitum að reisa stálgrindar-hús eða sambærilegt með límtrésbitum, til að hýsa nauðsynlega starfsemi -- sbr. öryggis-hlið ásamt leit.
- Sérhæft starfsfólk er hægt að flytja frá Kefló - þ.s. sá völlur verður væntanlega eftir að vegurinn til Kefló lokast; mjög mikið minna notaður.
Það að Flugleiðir nýlega flugu Max8 vélum frá Reykjavík.
Sannar að enginn vandi er að nota Reykjavíkur-völl meðan gosið heldur Kefló lokuðum.
Niðurstaða
Mér virðist að ekki sé enn almennilega farið að sígjast inn í íslenska stjórnmálaheima, hversu risastór atburður - gosið við Fagradalsfjall líklega er. En miðað við að í dag er þetta talið dyngju-gos er líklega stendur yfir mörg ár. Þá verða líkur yfirgnæfandi að leiðin til Keflavíkurvallar frá Reykjavík -- lokast innan fáeinna ára af hraunstraum.
--Hraunstraumar frá fjallinu er byggist upp, geta síðan haldið áfram að streyma um áratugi, en sú sviðsmynd er til staðar -- að sá möguleiki sé vissulega að svo lengi vari það gos.
--Þar fyrir utan er talið að nýtt eldgosa-tímabil sé að hefjast.
Allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-vallar miðuðu út frá því, að líklega yrði ekki eldgos á Reykjanesi - nk. 100 ár eða svo.
--Þetta virtist fólki á tæru, þ.s. gos höfðu ekki verið í um 800 ár.
- En nú er gosið hafið, sem líklega kollvarpar nær öllum sviðsmyndum.
- Þar fyrir utan er of skammt þangað til gosið líklega einnig tekur Kefla-víkurveg.
Til þess að nokkur möguleiki sé að -- leggja nýjan flugvöll annars staðar. - Þess vegna þarf helst sem fyrst, að hefja undirbúning þess -- hvað þarf að gera.
Þegar eldgosið mjög líklega innan nokkurra ára.
--Lokar aðgengi að Keflavíkurflugvelli.
Mér virðist algerlega blasa við, að það þarf að færa millilandaflug.
Og einnig að allir 3-varavellir Keflavíkur, þurfa að taka þar þátt.
--M.ö.o. Reykjavíkurvöllur og vellir við Akureyri og Egilsstaði.
Menn mega ekki vera svo -- fastir í hugmyndum.
Að menn sjái ekki að -- öllum hugmyndum hefur verið kollvarpað.
--Af máttarvöldunum sjálfum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka möguleiki á nokkrum hrað gengum bílferjum í ferðum á milli rvk - kef. Tíðni ferða færi eftir þörfum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.6.2021 kl. 01:10
Þú bætir öðru fargjaldi ofan á við það mundi fækka ferðamönnum líklega til landsins því ferðir hingað yrðu dýrari - þess fyrir utan ef við erum að tala um nokkurra klukkutíma siglingu en þetta geta ekki verið mjög hraðskreið skip því sjóhæfni þeirra verður vera mjög góð getur siglingin verið verulega tímafrekari en flugið hingað fyrir utan óþægindi að á þeirri leið er oft mikil alda þar fyrir utan krefðist þetta mjög dýrrar uppbyggingar í þeim höfnum er væru notaðar.
Mér líst mun betur á að nota RVK. völl, þú ert ekki að auka kostnað við flug hingað - því né bæta verulegum ferðtíma við -- ath að fækka verulega ferðamönnum hingað væri kostnaður að auki grunar mig kostnaður við hafnir og skip þess fyrir utan sé mun hærri -- en sbr ef þarf lengja flugbrautir e-h á einhverjum vallanna en slíkt er ekki dýr aðgerð eða reisa einföld stálgrindar eða límtrébita hús.
Ef hugsað um slíka tillögu, hún hefur of marga slæma galla -- það eitt að fækka verulega ferðamönnum eitt og sér gerði það afar óhentuga aðgerð, sbr allt landið liði fyrir það í skorti á vinnu og tekjum.
Ég sé ekki hin leiðin hafi þann ágalla sbr ekki verið að auka ferðatíma né ferðakostnað gera ferðalög hingað óþægilegri.
Sé ekki að það sé í nokkru verra fyrir ferðamennina að lenda úti á landi er ætla ferðast um landið eða lenda í RVK fyrir íbúa RVK er það greinikega miklu mun hentugra.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2021 kl. 07:14
Hvernig eiga innfæddir að ferðast á milli, gæskur, Varla ætlarðu að leggja reykjanesskagann í eyði fyrir vestan gosdyngjuna, Tvíbytnur sem ganga á 50-70 km klst væru vel hæfar sem strætó á milli
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.6.2021 kl. 12:21
slóð
Smá hugleiðing um Reykjavíkurflugvöll, eldgos, jarðskjálfta og, jarðsig, hækkun sjávarborðs og sjávarflóð.
16.12.2015 | 03:54
Egilsstaðir, 24.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.6.2021 kl. 22:43
Hallgrímur Hrafn Gíslason, það er allt annar hlutur en spurningin um milli-landa-flug, er kemur að því þá get ég einungis endurtekið þ.s. ég sagði, að sú hugmynd sem þú stingur upp á mundi: 1)Þú bætir við öðru fargjaldi, þá gerir þú ferðalög til Ísl. dýrari - hvernig getur það haft aðrar afleiðiingar en að fækka ferðamönnum til landsins þar með skapa atvinnuleysi á landinu, minnkandi tekjur landsiins alls - o.s.frv. 2)Þar fyrir utan, þá er það ferðatíminn - ef við ætluðumst til þess að ferðamenn væru flr. klukkutíma í ruggandi skipi, þannig meir en 2-falda ferðatíma til landsins - þá mundi það einnig fækka ferðum til landsins. Það væri afar heimskulegt að skipuleggja hlutina þannig -- að ferðamönnum stórfellt fækkaði. Ofan í það tjón annað sem landið yrði fyrir. 3)Þegar rætt er um íbúana þar fyrir utan, þá mun þurfa að tryggja þeim berist vistir - sjálfsagt þarf að a.m.k. skip í ferðum er eingöngu þjónaði þeim. Við mundum að sjálfsögðu tryggja að þeim berist vistir, og hafa a.m.k. eina bílaferju gangandi til þeirra. 4)Ekki nema að þú ætlist til að ferðamenn verði einungis örfáir til landsins eins og var fyrir meir en 20 árum -- þá mundi þurfa gríðarlega mikið meir en t.d. eina ferju og kannski 2-lítil flutningaskip. Þ.e.eins og þú gleymir að ferðamenn voru yfir milljón -- eins og að þú hafir ekki velt fyrir þér hvað það væri mikið sem þyrfti að skipum ef ætti að sel-flytja allan þann fjölda milli. Hvað það kostaði í hafnar-mannvirkjum - skipum - og öðru tilheyrandi. 5)Þú getur treyst því, að miklu ráðlegra er að - eins og ég legg til - að flytja milli-landa-flugið til hinna flugvallanna 3ja. Og leitast til við að halda ca. sama ferðamanna-fjölda og áður. Til þess að landið lendi ekki samtímis í gríðarlegu viðvarandi atvinnu- og tekjuleysi ofan í það vandamál að hafa þetta eldgos.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2021 kl. 23:55
Á Egilsstöðum vantar keyrslu braut fyrir flugvélarnar og stöðu svæði fyrir 20 flugvélar. Það verður að hanna þetta í kvelli og birja á verkinu.
Keyrslubrautin og stöðusvæðin að hkuta strax.
Ennig lengja og breikka brautina.
Egilsstaðir, 24.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2021 kl. 00:13
Catamaran skip sem taka yfir 900 farþega og 250 bíla, 12 ferðir á dag anna 3,8 milljónum farþega og yfir 1 milljón bílaá 360 dögum, önnur leiðin.Svona skip eru notuð á úthafsöldunni við Ástralíu, ættu að duga vel á Faxaflóanum. Stór hluti farþegana myndu líklega bara millilenda til að skoða gosið og halda för áfram.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.6.2021 kl. 07:14
Hallgrímur Hrafn Gíslason, hvað heldur þú að slíkt skip kosti marga tugi milljarða? Þú ætlast til að varið sé tugum milljarða í það að kaupa skipa-kost, þú hundsar fullkomlega ábendingar -- að það að verulega hækka ferða-kostnað til landsins mun fækka all svakalega þeim ferðamönnum er hingað koma -- það þíðir viðvarandi efnahags-kreppa þá áratugi sem eldgosið mundi standa. Allt vegna þess, að þú getur ekki hugsað þér að -- Keflavíkur-völlur sé tímabundið tekinn úr notkun. Og síðan flugi dreift á vara-vellina 3-er mundi kosta einungis lítið brota-brot af þinni hugmynd -- að auki mundi ekki valda viðvarandi efnahagskreppu hér ásamt atvinnuleysi -- -- ef maður tekur tekjumissi af mun færri ferðamönnum yfir gostímabilið gæti heildarkostnaður við þína hugmynd umfram kostnað við mína numið þúsundum milljarða.
Ég hreinlega fatta ekki þá fanatík sem er þarna í kollinum á þér. Þú heimtar að mörg-þúsund falt dýrari leið sé farin, annað komi ekki til greina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.6.2021 kl. 23:27
slóð
Smá hugleiðing um Reykjavíkurflugvöll, eldgos, jarðskjálfta og, jarðsig, hækkun sjávarborðs og sjávarflóð.
16.12.2015 | 03:54
Egilsstaðir, 24.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.6.2021 kl. 22:43
000
Henda þessari
Á Egilsstöðum vantar keyrslu braut fyrir flugvélarnar og stöðu svæði fyrir 20 flugvélar. Það verður að hanna þetta í kvelli og birja á verkinu.
Keyrslubrautin og stöðusvæðin að hkuta strax.
Ennig lengja og breikka brautina.
Egilsstaðir, 24.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2021 kl. 00:13
000
Henda síðustu athugasemd
Á Egilsstöðum vantar keyrslu braut fyrir flugvélarnar og stöðu svæði fyrir 20 flugvélar. Það verður að hanna þetta í kvelli og byrja á verkinu.
Keyrslubrautin og stöðusvæðin að hluta strax.
Einnig lengja og breikka brautina.
Hef heyrt aðeins um flugbraut með aðeins breyttri stefnu.
Spyrjum Ísavía.
000
Á unglingsárunum sá ég enga skynsemi í því að skrifa mismunandi stafi fyrir sama hljóðið eftir því hvort rigning, snjór eða sólskin væri úti.
Ég þarf að sýna minna kæruleysi við stafsetninguna.
Egilsstaðir, 25.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Í Word hjá mér er engin athugasemd gerð við skinsemi, og skynsemi, en segir snjór, rangt.
Gangi ykkur allt í haginn
Egilsstaðir, 25.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2021 kl. 23:47
Einar Björn, þú vilt verðfella allar eignir á suðurnesjum, skapa massíft atvinnuleysi, í stað þess að byggja upp samgöngur á sjó frá Hafnafirði til ytri Njarðvík, 30km leið, 16 sjómílur. 400 farþega tvíbytnur ( Catamaran ) sem eru um 40 m langar eyða milli 500 til 1000 lítrum eldneytis á klst. stærri skipin sem eru um 700 farþega skip og kanski 70-150 bíla eru að eyða 3000 - 6000 lítrum a klst. kosta ný 5-8 miljarða. þar með ertu búinn að tryggja innviði Suðurnesja. Hafnirnar sem eru til staðar er hægt að nota með smá endur bótum í sambandi við rampa til að ferja bíla um, minni skipin geta notað hafnirnar með nýjum landgangi. Ferðatíminn gæti verið 30-45 mín á milli hafna. Tvö til þrjú minni skip myndu duga og síðar 1 sem ferjaði bíla og farþega með færri ferðum daglega.
Á öllum hinum flugvöllunum þremur þarf að lengja flugbrautir gera aksturbrautir og stækka flughlöð og flugstöðvar. Koma upp eldneytisbyrgðar tönkum fyrir jet eldsneyti á egs bæði niðri á reyðafirði og upp á egs.
Þórr Max vélin hafi verið notuð í ferð til akureyrar, efast ég um að hún gæti notast við rvk með fulla vél af eldsneyti og farþegum.
https://www.cruiseandferry.net/articles/why-do-aluminium-ferries-have-to-go-fast
https://www.austal.com/news/austal-build-new-94m-high-speed-catamaran-ferry
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.6.2021 kl. 03:41
Hallgrímur Hrafn Gíslason, magnað hvað þú ert tíndur gersamlega --
1)Þegar ferðamennskan var í hámarki komu yfir 10þ. ferðamenn per dag um Kefló, þannig að til þess að anna því -- þarftu stór skip - sérhvert er mundi kosta a.m.k. í kringum milljarð tug stykkið. Þar fyrir utan, þarftu nokkur slik -- þá ertu komin með kostnað upp á milljarða-tugi. Áður en litið er til frekari kostnaðarliða.
--Þá er ég ekki farinn að nefna kostnað við hafnar-mannvirki er væri greinilega nauðsynlegur, ef svæðin við hafnirnar ættu að annast slíkan flaum og taka að geta tekið við nokkrum stórum skipum í einu - svo unnt sé að flytja 10þ. + farþega per dag.
2)Aftur, endurtek eina ferðina enn, þú ert að bæta við viðbótar fargjaldi per ferðamann til landsins -- hvað er það við þann punkt sem þú getur ekki skilið? Að auki að bæta einhverra klukkustunda siglingu milli Kefló og Rvk. Ferðin milli Rvk. og Kefló tekur ca. 40m. á bifreið er ekur á 100km. hraða. Klárlega fara skip mun hægar yfir - þannig a.m.k. erum tið að tala um 2-3ja tíma siglingu, og ef alda er -- þá þá sjóveiki sem óhjákvæmilega fylgir og önnur óþægindi.
--Þú ert m.ö.o. að fækka til verulega muna þeim ferðamönnum er líklega koma til landsins.
3)Að sjálfsögðu ber að taka tillit til þess sem kostnaðar, að aðferð þín líklega veldur öllu þjóðfélaginu - þ.e. ríki, sveitafélögum, almenningi - tekjumissi. Ef gosið stendur áratugi þá er um að ræða gríðarlega upphæðir. Að auki þau samfélags-vandamál um allt land er mundu skapast - við viðvarandi fjölda-atvinnuleys.
4)Það væri ákaflega ósnjallt, að gera tilraun til að -- redda Suður-nesjum einum, á kostnað alls landsins. Þar fyrir utan, að það kreppu-ástand er væri viðvarandi er tillaga þín mundi orsaka, þíddii að -- sú kreppa mundi einnig ná til Suður-nesja.
5)Það er einfaldlega algerlega óhjákvæmilegt að það verði kreppa á Suðurnesjum -- ég sé engan tilgang, sem tillaga þín gerir -- > Að tryggja að það sé kreppa um allt land. Sé ekki að það gagnist Suður-nesjum. Þ.s. kreppa um allt land, þíddi að ríkið gæti minna gert sérstaklega fyrir Suðurnes í formi aðstoðar. Þar fyrir utan, mundi slík kreppa og fjárskortur af hennar völdum - gera ríkinu erfiðar um vik um að fjármagna dýrar framkv til að fást við hraun-strauma.
6)Lenging flugbrauta er smá peningur -- kostar minna fyrir allar flugbrautirnar 3-en eitt stykki skip af því tagi sem þú vilt að séu keypt -- mörg stykki af. Að auki er væntanlega einnig hægt að stækka flughlöð á öllum 3-em flugvöllunum, innan þess penings sem kostar eitt skip. Þar fyrir utan efa ég þess þurfi, þ.s. þessir vellir eru notaðir þegar sem vara-vellir, það þíðir að þegar hafa þeir verið byggðir upp nægilega, til að stórar þotur geti lent þar, að sjálfsögðu eru þegar tankar fyrir þotu-eldsneyti þar því án þeirra fengust þeir ekki samþ. sem varvellir þeir hafa nú verið árum saman - kannski þarf að fjölga þeim, en þ.e. einnig smá peningur þó því væri bætt við að auki sbr. þann ógnar-kostnað er fylgir þínum hugmyndum -- já þær hafa verið að lenda þarna þegar þær eru fullar af eldsneyti, varning og farþegum, en vellirnir hefðu aldrei fengið alþjóðl. samþ. sem varavellir ef vélar gætu ekki lent fullar á þeim, tekið sig aftur á loft síðan.
--Þannig að líklega þarf ekki að lengja flugbrautirnar yfir höfuð.
8)Ef þyrfti að stækka flughlöð, þá er það einnig eins og ég sagði smá peningur í samanburði við þ.s. þú stingur upp á. En stóra kostnaðar-hliðin sem þú --lokar augum fyrir-- er kreppan sem skellur á, ef þín hugmynd væri notuð. Þ.s. þín hugmynd bærtir við ferðakostnað til landsins -er fækkar ferðamönnum- og klukkustunda sjóferð -er fækkar ferðamönnum.- Að visvitandi fækka ferðamönnum, þíðir verulegt fjárhags-tjón. En jafnvel þó ég taki ekkert tillit til þess, er þ.s. þú vilt gera -- miklu mun dýrara.
--En þú gleymir greinilega að til þess að taka við yfir tug þúsunda farþega per dag við hafnirnar, þarf einnig mikla uppbyggingu. Og þ.e. verulega dýrara að gera hafnar-mannvirki, en flughlöð og flubrauta-lengingar.
9)Ég geri þegar ráð fyrir kostnaði við flugstöðvar -- reikna með að 3-slíkar byggðar með ódýrasta hætti, kosti mun minna en eitt af þeim skipum þú vilt kaupa fjölda af.
--Eiginlega á ég von á að samanlagt allar framkv. er þarf, kosti aldrei meira en kostnaður við eitt af þeim skipum þú vilt kaupa mörg af. Ekki er ástæða að ferðamenn beri þann kostnað, ótrufluð ferðamennska borgar það til baka og gott betur.
11)Þ.e. ekkert óþægilegra fyrir ferðamennina að lenda á varavöllunum 3-em. Tja, ef ferðamennirnir ætla að ferðast um landsbyggðina, er það fínt að lenda fyrir Austan eða Norðan, hentar þeim ekkert illa. Ef þeir ætla fyrst til Rvk. er Rvk. hentug. Í þessu felst engin - hækkun fargjalda til landsins, engin auka óþægindi fyrir ferðamennina.
--Þar af leiðandi leiðir tillaga mín, ekki til þeirrar efnahags-kreppu um allt land, sem óhjákvæmilega fylgir þinni tillögur.
12)Þú ert í reynd að leggja til að fórna öllu landinu, í veikri von að bjarga Suður-nesjum. Afar óskynsamleg nálgun, betra er að restin af landinu - lendi ekki einnig í kreppu. Með restina af landinu án efnahagstjóns. Þannig ætti snögg tilfærsla á flugi á varavellina að virka -- þá hefur ríkið nægar fjárhagslegar bjargir til að aðstoða Suðurnes innan skynsamra marka.
--Ekki gleyma því, að það getur þurft að rýma 2-sveitafélög á Suðurnesjum algerlega.
13)Þó það blasi ekki við núna, eru líkur að það geti gerst. Meira að segja Keflavík gæti komist í hættu, vegna hraun-strauma ef gosið varir í áratugi sbr. verstu sviðsmynd. Þá virkilega er betra fyrir Suðurnes einnig, að restin af landinu haldist sterk. Þannig að fé til að hjálpa skorti ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2021 kl. 18:07
Einar Björn,
1) tvö 500 farþega skip geta flutt flutt 20þúsund farþega á tuttugu tímum, miðað við að vera á klst fresti í höfn, siglingin tekur aðeins 30-45 mín milli Hafnafjarðar og ytri Njarðvíkur, eftir því hvort þú ert á fullri ferð eða 70% sem er sparneitnari í olíueyðslu. tvær nýjar gætu kostað um 10 milljarða notaðar helmingi minna eða meira. Síðan þyrfti 1 ferju fyrir bíla svipaða og Herjólf. nokkraf ferðir á dag það skip yrði að koma hvort sem er fyrir innbyggja, Það er enginn annar kostnaður á höfnum við farþegaskipin annar en landgangur fyrir fólkið til að labba eftir,
2)Ferðamaðurinn borgar líka fyrir ferðina um Reykjanesbrautina , kostar tæpar 2000 kr með strætó. Ferðatíminn á sjó getur verið 20 -40 mínútur fer eftir hve ferjan er hraðskreið. Truflandi alda kemur aðeins í hvassri átt sem kemur úr norðvestri yfir í norður.Það er skjól í öðrum vindáttum. Kostnaðaraukinn yrði óverulegur og engin fyrirstaða miðað við kostnað á öðru á ferðalaginu.
3, 4, 5)Bull og vitleysa, þú hefur engin rök fyrir þessari þvælu.
6,8)Í Flugvallarskýrslu nov. 2019. stendur að Rvk, flugvöllur sé út úr myndinni sem millilandaflugvöllur, þegar lent hefur verið þar fljúa vélarnar á farþega til KEF til að tanka fyrir flugið út. bygging akstursbrauta og flughlað á EGS kosti um 2,5 milljarða (ætli lenging brautar og stækkun flugstöðvar kosti ekki um 3 milljarða í viðbót) Akureyri kostar akstursbraut og flughlaðsstækkun um 5 milljarða svo kostar stækkun á flugstöð líklega milljarð. Í þessari sömu skýrslu er talað um 25 milljarða kostnað við rvk flugvöll ef hann eigi að þjóna varavelli fyrir millilanda , sjúkra og innanlandsflugi
11)
Fyrir þá sem eru að koma til að sjá gosið, aka gullna hringinn, þá er mjög bagalegt og kostnaðarsamt að þurfa að lenda á EGS eða AK. þar sem RVK er ekki hæfur sem millilanda völlur.
það gæti dregið dug úr vilja ferðamannsins til að koma hingað, ekki að fara í Hraðferju 30 mín legg með yfir sýn yfir gosið á leiðinni.
12) Hvað ef svo gosið hættir og það er búið að eyða milljörðum í verkefni sem að ekki nýtast í bráð.
Það þarf bara 2 mánaða undir búning fyrir ferju siglingar milli Hafnafjarðar og ytri Njarðvík
Jafn vel RVK gæti verið í hættu ef færi að gjósa á sprungunni í Árbænum.
Við vitum báðir að það verður ekkert gert í þessum tillögum þínum, Ríkisvaldið bregst ekkert við fyrr en allt er komið í brækurnar, og kaupa nokkrar notaðar ferjur:
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.6.2021 kl. 04:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning