Er Japans stund Kína komin? Skv. fréttum hefur íbúafjöldi Kína minnkað í fyrsta sinn á sl. ári - skýr vísbending Kína sé nú að umsnúast í fólksfækkun! Góðar fregnir fyrir Vesturlönd því útkoman óhjákvæmilega er slæm fyrir framtíð hagvaxtar í Kína!

2013 las ég áhugaverða skýrslu Alþjóða-Gjaldeyris-Sjóðsins:
Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?.
Það sem skýrsluhöfundar bentu á var, að flest benti til þess að fólksfjöldaþróun í Kína mundi snúast yfir í -- fækkunar-ástand á þessum áratug.

Þetta skrifaði ég 2013: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!.

  1. Megin-munurinn á því sem nú blasir við og þ.s. þessi spá AGS setti fram er.
  2. Að útkoman er birtist nú, virðist svartari heldur en - dökku spárnar sem skýrslan setti fram 2013!

Skýrslan var ekki að íkja, ef eitthvað voru höfundar óþarflega varfærnir.

China set to report first population decline in five decades

Is China’s population shrinking?

China population: census expected to show decline, spur debate on key policy issues

In an unusual move, the country’s central bank earlier this month called for the immediate liberalisation of China’s birth policies, warning that the nation faces the risk of having a smaller share of workers supporting a higher burden for elderly care than the United States by 2050.

China’s Looming Crisis: A Shrinking Population

China to report first population drop in five decades

 

Að sjálfsögðu hægir afar mikið á hagvexti í Kína!

Auðvelt að útskýra af hverju!

  1. Þegar fólki fjölgar, þarf stöðugt að fjölga störfum - reisa nú hús fyrir vaxandi fjölda - leggja nýja vegi því umferð vex og vegna nýrra byggða - brýr og allt meðfylgjandi, rafmagn, vatn o.s.frv.
    Allt þetta skapar störf og því hagvöxt.
  2. Þar fyrir utan kaupir vaxandi mannfjöldinn sífellt meir af þörfu sem óþörfu.
    Og það skapar einnig störf og þar með hagvöxt.
  3. Ríkið fær meðfram þessu - sífellt auknar skatt-tekjur.

Þegar er fólksfækkun!

  1. Þarf mun minna að byggja, frekar að húsnæði losnar - vaxandi mæli enginn til að búa þar þannig svæði byrja að fara í eyði - það þíðir að ríkið lendir í sívaxandi mæli í því að vera með - infra-strúktúr - sem er vaxandi mæli stærri og dýrari en þörf er fyrir.
    Það fer að skorta fé til að viðhalda vegum og brúm, og mörgu fleiru - því skatt-tekjur ríkisins dragast saman.
  2. Samtímis, er vaxandi fjöldi á leið á eftirlaun, og þeir þurfa aukna sjúkraþjónustu, sem er dýr -- sem sagt, vaxandi fjöldi ómaga lenda á ríkinu --> Samtímis skatttekjur minnka.
    Þetta þíðir, að afkoma ríkissjóðs versnar stig af stigi.
    --Skuld-setning verður líkleg.
  • Þessa þróun sáum við á 10. áratug 20. aldar í Japan.
    Skulda-staða ríkissjóðs Japans hefur nú í ca. 20 ár verið kringum 300%.

 

Það þíðir ekki endilega að hagvöxtur verði 0 - en rökrétt hann verði afar lítill!

Meðaltali liðlangann 10. áratug 20. aldar, er áætlað að hagvöxtur í Japan hafi verið mjög nærri '0'.

  1. Kína aftur á móti, fer ekki líklega alveg svo langt niður.
  2. A.m.k. ekki alveg strax.

Ástæðan er sú, að Kína hefur enn liklega borð fyrir báru að efla innlenda neyslu.
Með því að heimila verulegar launa-hækkanir.

Þannig smám saman umbreyta hagkerfinu í fyrst og fremst neyslu-hagkerfi.
Það getur drifið hagvöxt kannski allt að 3% í einhvern tíma.

En auðvitað þá einnig vex kostnaður starfsemi innan Kína.
Kína hættir að vera kostnaðarlega aðlaðandi land til að framleiða.

  • Þróast yfir í svipað far og líklega Vesturlönd eru í - í dag.
    Sennilega mun Kína hagvaxtarlega svipa meir til Evrópu.
    Heldur en Bandaríkjanna.
  • Ég eiginlega á nú von á, eftir 2040 sennilega hafi Bandaríkin meiri hagvöxt en Kína.
    Ekki mikið meiri.
    Sennilega svipað og munurinn hefur verið á Bandar. og Evrópu sl. 25 ár.

 

Þetta þíðir auðvitað að völlurinn / swagger - fer af Kína!

Eftir því sem tekju-staða ríkissjóðs Kína versnar, er dregur úr skatt-tekjum vegna minnkandi hagvaxtar. Þá auðvitað minnkar það fé sem ríkið í Kína hefur aflögu, til þess að fjármagna útþenslu út um heim.
M.ö.o. samkeppni við Vesturlönd.

Þetta þíðir að sjálfsögðu allt.
Að sennilega innan nk. 20 ára, hafa Vesturlönd fullkomlega aftur náð fullri sameppnis-stöðu við Kína að nýju; líklegar innan nk. 10 ára en 20.
--Miða við innan við nk. 20 er væntanlega nú, varfærin spá.

  1. Ég m.ö.o. er ekki sammála þeim sem halda því fram að Kína munu drottna yfir heiminum til framtíðar.
  2. Ég held að það hafi þegar blasað við skv. því er lág fyrir þegar 2013, að svo væri ólíklegt.

--Væntanlega verða Vesturlönd -- enn ríkjandi vald heimsins 2100.
Miðað við það hrap í hagvexti er blasir við að Kína muni ganga í gegnum.
Verður Kína alls ekki það hnattræna yfirburða vald sem sumir hafa verið að spá.

  • Ég hef í reynd verið fremur rólegur út af Kína.
  • Eiginlega mælt gegn -drastískum- aðgerðum gegn Kína.

Því ég hef talið mig vita, að hættan af Kína væri ofmetin.
Eftir 20 ár, mun líklega allt slíkt umtal vera hætt.

 

Niðurstaða

Ég fæ eiginlega deja-vu tilfinningu, því ég man enn eftir skrifum seint á 9. áratug 20. aldar, er Bandaríkin á Reagan tímabilinu höfðu áhyggjur af -- hratt vaxandi risi Japans. Þá voru virkilega til spár er spáðu Japan drottnunar-stöðu á 21. öld.
Eins hlægilegt og það hljómar í dag.

Vandinn er að margir stara á núið - hinn bóginn er núið alltaf síbreytilegt.
Það sem nú blasir við er - að það er að fara svipað fyrir Kína og Japan við upphaf 10. áratugar 20. aldar.

Japan er sannarlega til í dag enn -- Kína verður áfram til.
Japanir hafa það ekki slæmt -- Kínverjar þurfa ekki endilega að hafa það heldur.

Hnignun hagvaxtar í Kína, á þó eftir að vera áhugaverð áskorun fyrir stjórnendur Kína.
En Þeir munu rökrétt þurfa að fást við alla sömu hlutina og Vesturlönd sjálf eru að byrja að fást við fyrir ca. áratug, þ.e. hnignandi hagvöxtur.

Fólksfjöldaþróun virðist megin ástæða þess hnignandi hagvaxtar.
Eftir 30 ár verða sennilega nær öll Evrópulönd í fólksfækkun einnig.

  1. Kínverjar eru vanir því að allt vaxi hratt.
  2. Það verður áhugavert að sjá, hvernig stjórnvöld Kína glíma við að aðlaga væntingar íbúa Kína að hinum nýja veruleika.

Á Vesturlöndum hafa slíkar aðlaganir átt til að brjótast út í fjöldamótmælum.
Og fylgi við jaðarflokka að auki.

Ég er ekki að spá hruni valdaflokksins, einungis að segja að það verði áhugavert að sjá hvernig valdaflokkurinn glímir við þann aðlögunar-vanda sem nú steðjar að.
En Kína gæti í framtíðinni átt eftir að sjá sambærilega óánægju gjósa upp, og Vesturlönd hafa séð við og við sl. ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Athyglisvert, hvaðan hefur þú þessar tölur um fólksfækkun í Kína? Er Covid-19 að spila inn í?


Worldometers segir að fækkunin verði ekki fyrr en eftir 2030-35.

https://www.worldometers.info/world-population/china-population/

Birgir Loftsson, 6.5.2021 kl. 08:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Birgir Loftsson, lestu virka hlekki - nei COVID örugglega hefur þarna engin áhrif. Kemur mér á óvart ef þú hefur aldrei áður frétt af því að Kína stefni í átt að fólksfækkun -- verið vitað árum saman; sbr. hlekk á skýrslu AGS þar um frá 2013. Og auðvitað hlekki á nýlegar fregnir frá Kína um skýrslu kínv. ríkisins um nýjan -census- er fregnir benda til að sýni að viðsnúningur til fækkunar sé hafinn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.5.2021 kl. 12:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrirsögnin hefði getað verið aðeins lengri og lýsandi. Minnst jafn löng og bloggið þótt hún nálgist það.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2021 kl. 16:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Steinar Ragnarsson, ég skal íhuga lengri fyrirsagnir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.5.2021 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband