Ég ræddi um framtíð Rússlands með þessum hætti síðast 2014, en það ár hófust átök við Rússland um Úkraínu -- þar sem Pútín sjálfur hóf þau átök, m.ö.o. það var ekkert vestrænt samsæri sem hann var að berjast við, heldur eftir því sem ég best sá það ár var ákvörðun Pútíns að hefja þau átök hans algerlega eigin og líklega ákvörðun hans um að -- hætta samvinnu við Vesturlönd!
--Pútín að sjálfsögðu sem njósnari í A-Þýskalandi á kalda-stríðs árunum, sem yfirmaður þá í KGB og þekkti átök þess tíma, sem dæmi deiluna um -meðal-drægar-eldflaugar- er var stærsta deilan á Vesturlöndum á þeim árum.
--Eftir hrun Sovétríkjanna, kom í ljós -- að KGB hafði aðstoðað svokallaðar -friðarhreyfingar- þess tíma, er börðust gegn svari Vesturvelda á þeim árum við uppbyggingu Sovétríkjanna á þeirra meðal-drægu eldflaugum, með því að setja upp sambærileg kerfi í V-Evrópu.
Fyrir rest, vart gert samkomulag við Sovétríkin að báðir aðilar afnæmu sín meðal-drægu-eldflauga-kerfi, en ólíklegt að það samkomulag hefði náðst fram, ef tilraun KGB til að hafa áhrif á almennings-álit á Vesturlöndum í gegnum það með leynd að styðja andstöðu-hreyfingar með fé og stuðningi við þeirra áróður, hefði haft sigur.
Pútín hlýtur að þekkja þau átök mjög vel er áttu sér stað á 9. áratug 20. aldar.
Hvernig áróður stjórnar Pútíns hefur verið síðan 2014 kemur mér mjög kunnuglega fyrir sjónir, einmitt því ég man KGB áróðurinn frá Kalda-stríðinu.
- Eiginlega punkturinn er sá, að Pútín getur eiginlega ekki - ekki hafa vitað hver viðbrögð Vesturlanda mundu verða, er hann hóf árás-ar-stríð gegn Úkraínu.
- Þannig að það komi vart annað til greina, en hann hafi ákveðið -- að slíta stórum hluta tengslin við Vesturlönd, fullkomlega vísvitandi.
--Ályktanir mínar frá 2014 voru þær, hann hljóti hafa gert þetta til að verja eigin persónulegu völd.
--En áróðurs-kennd umræða um -flauels-byltingar- gaf vísbendingar taldi ég, um ótta Pútín stjórnarinnar - við hugsanleg vaxandi áhrif Vesturlanda innan samfélags Rússlands.
Til varnar eigin völdum - og völdum þess hóps er stjórnar Rússlandi með Pútín.
Hafi Pútín tekið þá ákvörðun að -- fórna efnahagslegri framtíð Rússnesks almennings.
--Bendi fólki á að kjör í Rússlandi eru ca. 1/3 lægri í dag, en það ár.
Framreiknuð efnahagsleg framtíð Rússlands er hreint beint hrikaleg.
Þess vegna er ég á því að Rússland muni hrynja - í annað sinn.
--Í því ljósi mun líklega ákvörðun Pútíns að bindast Kína sífellt nánari böndum reynast ákaflega hættuleg.
Ég varaði við því 2014 -- að náin tengsl við Kína væru eitruð framtíðar-pylla.
Meðan skref fyrir skref væri Pútín komin á þá línu, að loka á Vesturlönd.
--Þó svo Pútín dreifi stöðugt áróðri er ásaki Vesturlönd um þær lokanir, þá stafa þær alltaf af ákvörðunum sem Pútín hefur tekið hvert sinn - sem Pútín getur þekkingar sinnar á Vestrænu samfélagi líklegum viðbrögðum þess - ekki annað en hafa fyrirfram vitað hvernig líklega yrðu.
--Þegar Pútín vísvitandi tekur hverja ákvörðunina eftir annarri, sem heggur í sama knérunn, þ.e. eykur ósætti Vesturlanda við hans stjórn - vegna ákvarðana sem Pútín hefur tekið sem varla getur verið að hann hafi ekki fyrirfram áttað sig á að mundu auka óvinsældir hans meðal Vesturlanda -- þá einnig ákveður hann að hleypa Kína nær.
- Málið er að hin eiginlega hætta fyrir Rússland er Kína.
- Ekki Vesturlönd.
Gamlar athugasemdir:
- Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland.
Í þeirri færslu, nefni ég þessar hættur. Bendi einnig á að Rússland stal gríðarlegu landi af Kína á 19. öld.
Amúrársvæðið var hluti af Kína til 1858, er Rússland þvingaði fram nýtt samkomulag, með hótunum um innrásir í Kína veldi Qing keisara þess tíma.
Fyrra samkomulag um landamæri 1689: Treaty of Nerchinsk. Þvingað samkomulag 1858: Treaty of Aigun.
Sérhver sá Rússavinur er heldur Kína hafi fyrirgefið þetta, er ákaflega næívur.
Kína hefur 10-falda fólksfjölda, samtímis stór svæði í A-Síberíu afar dreifbýl en samtímis auðug af hráefnum.
Samtímis er Rússland fjárhagslega miklu mun veikara land.
Og í efnahagslegri hnignun er mun ágerast hratt á nk. árum - enda í hruni. - Veldi Kína í Mið-Asíu vex hratt, meðan eru áhrif Rússlands á hröðu undanhaldi - verður Rússland leppríki Kína?.
Þetta sagði ég einnig 2014 - setti upp spurningar-merki um, leppríki.
Þetta virðist manni nánast - örugg afleiðing Pútín-stefnunnar.
Að Rússland sé að þróast yfir í nokkurs konar -- kínverska nýlendu.
Þ.s. eftir því sem Rússlandi hnignar hraðar - þá ráða kínverskir aðilar meiru innan Rússlands -- fyrir rest verða Kínverjar fleiri en Rússar á stórum svæðum í A-Síberíu.
Ef eitthvað er, eru vísbendingar að þetta sé rétt ályktað hjá mér 2014 - skýrari í dag.
--Í athugasemdinni bendi ég að auki á þá staðreynd - að ekkert land hafi tapað meir á vexti veldis Kína, en einmitt Rússland.
Fyrir 2000 hafi Rússland enn átt Mið-Asíu, en áratuginn frá 2000-2010 hafi Kína verið með hraða efnahagslega yfirtöku á því svæði, sbr. með lagningu gasleiðsla.
2014 var svo komið að Kína þegar keypti nær alla olíu og nær allt gas er þau lönd framleiða.
**Áður fyrr, fór það allt í gegnum Rússland - Rússland tók af því toll og græddi á.
**Efnahagslegt tjón Rússlands, ég benti á, hlýtur að hafa verið stórt. - Ég hef afskaplega litla trú á því að bandalag Rússlands og Kína, geti gengið upp til langframa.
Í þeirri athugasemd, árétta ég þá punkta enn frekar.
Að ákvörðun Pútíns um bandalag við Kína - sé augljóslega strategískt séð, röng ákvörðun.
Þ.s. saga áranna á undan, hafi verið hratt undanhald Rússlands á Asíu-svæðinu, samtímis hröð yfir-taka Kína, er þíði tap Rússlands í sérhvert sinn.
Rökrétt, er Rússland sjálft -- næsta bráð Kína. - Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína.
Enn aftur tek ég sama punkt í þessari athugasemd, frá 2014.
Íbúadreifing Rússlands í grófum dráttum eftir svæðum (sjá kort)!
- Eins og sést er meginþorri íbúa.
- í Evrópuhluta Rússlands.
- Meðan að fólksfj. Rússlands A-megin er tiltölulega mjög lítill, á móti vel yfir milljarð íbúafjölda Kína.
Hversu alvarlegt verður hrunið framundan fyrir Rússland?
- Kína líklega tekur yfir nær alla Síberíu - hugsanlega alla leið upp að Úral.
- Ég reikna einnig með því - Rússland tapi öllum Múslima-svæðum, væntanlega við hrunið hefjast uppreisnir á þeim öllum; og þær uppreisnir fái stuðnings Múslima-landa fyrir Sunnan landamæri Rússlands núverandi.
- Eftir verði Evrópu-kjarni Rússlands. Sá hluti, gangi líklega Vesturlöndum á hönd.
M.ö.o. kjarninn af Rússland, verði hluti Vesturlanda.
Landamæri milli Vesturs/Austurs - liggi ca. um Úralfjöll eða eitthvað Austan við.
Þ.s. landamæri Rússlands við Kína þau nýju taki við.
Ég reikna með gríðarlegum þjóðernis-hreinsunum á Rússum, í þeim löndum sem Rússland tapar.
Og sá mannfjöldi - verði hrakinn til þess er eftir verður af Rússlandi!
Því miður eru þjóðernis-hreinsanir sögulega séð gjarnan afleiðing slíkra hruna!
- Ástæða þess að ég tel hrunið öruggt nú, er nýleg yfirlýsing ríkisstjórna Bandaríkjanna og Kína um aðgerðir í loftslagsmálum.
- Ég geri ráð fyrir að báðar ríkisstjórni -- meini það, að stefna að helmingun losunar gróður-húsa-lofttegunda, árið 2030.
U.S.-China Joint Statement Addressing the Climate Crisis
Global climate summit: US sets emissions target for 2030; China offers no new commitments
Hvað þíðir helmingun útblásturs beggja ef það næst fram 2030?
- Við skulum gefa okkur, að markmiðin náist ekki alveg -- t.d. segjum 30% minnkun.
- En jafnvel það er meir en nóg, til að tryggja að -terminal- lækkun olíuverðs virkilega hefst á þessum áratug.
Þessi 2 lönd eru langsamlega stærstu hagkerfin í heimi.
Ef þau minnka verulega útblástur á þessum áratug.
Þá er það nóg til að leiða til minnkunnar hnattrænnar eftirspurnar eftir olíu, líklega.
- Það þíðir að olíuverð verður lægra 2030 líklega verulega en í dag.
- Og síðan að verðlag olíu haldi síðan áfram árin á eftir að lækka.
- Vandinn er að Rússland hefur veðjað allt á olíu.
- Það hefur líka hirðin í kringum Pútín.
- Allt valdakerfið - er á grunni olíutekna.
Þegar olíutekjurnar þverra ár hvert - þá veikist á grundvöllur ár hvert.
- Rússlands-stjórn hefur ár hvert minni tekjur.
- Hirðin í kringum Pútín, hefur minni tekjur.
- Og almenningur að auki, hefur minni tekjur.
- Snemma á þessu ári, voru fjölmenn mótmæli.
- Kerfið í ár reyndist nægilega sterkt.
En þegar olíutekjurnar minnka ár eftir ár - þá einnig hefur rússn. ríkið minna fé til að borga her og lögreglu, og að auki minni peninga til að greiða embættis-mönnum.
- Það rökrétt þíðir, að spilling héraðs-stjórna mun vaxa ár frá ári, eftir því sem geta miðstjórnarinnar til að hemja hana - hafa eftirlit, minnkar ár frá ári.
- Spilling vex þá alls staðar, m.ö.o. innan stjórnkerfis héraða og borga, sem og ríkisins sjálfs - innan hers og innan lögreglu.
--Í þessu samhengi, á það eftir að reynast gríðarlega eitrað, að Pútín skuli hafa hleypt gráðugum og samtímis afar auðugum og vaxandi auðugum, kínverskum aðilum að kjötkötlunum innan Rússlands.
Því eftir því sem rússn. ríkinu hnignar, minnkar einnig eftirlit rússn. ríkisins með þeim aðilum.
--Undir lok þessa áratugar, verða þeir aðilar líklega nær fullkomlega eftirlits-lausir, og með minnkandi eftirlit með héraðsstjórnum og borgarstjórnum frá Moskvu; þá eignast þau fyrirtæki þær stjórnir smáma saman hverja eftir annarri.
En á endanum, veikist stjórnkerfið líklega nægilega mikið til þess að byltingar-ástand og almennt upplausnar-ástand hefst í Rússlandi!
Þá reikna ég með því að sú tilfærsla landamæra ég tala um - fari fram.
--Nánast eina spurningin sé úr þessu, hvar landamærin A-megin verða akkúrat.
Ég á von á því, að sú upplausn hefjist einhvern-tíma á nk. áratug.
Að það ástand líklega hefjist innan nk. 20 ára!
- Þetta leiði fram hið endanlega hrun Rússlands sem meiriháttar veldis.
- Eftir það hætti Rússland að vera -- sjálfstæð meiriháttar valdamiðja.
Og snúi líklega aldrei aftur til baka sem slík.
Niðurstaða
Að mínum dómi, voru líklega síðustu forvöð á þessu ári, ef byltingin hefði heppnast. En stjórnkerfið stóðst, og það þíðir að dauð hönd Pútín-ríkisins heldur áfram. Líklega fer valdaklíkan í algera vörn er fjarar út. Beiting harðræðis/hörku vex. Þá vaxi hratt hatur innan landsins gegn stjórnvöldum er magni óöld enn frekar er hún loks skellur yfir.
- Pútín stjórnin var í reynd aldrei með efnahagslega sýn fyrir Rússland.
Þ.s. gerðist var, 2003 að George W. Bush réðst inn í Írak.
Sem leiddi til olíuverðs yfir 100 dollurum til 2015. - Sú heppni var allt og sumt, m.ö.o. auknar olíutekjur fjármögnuðu öflugan hagvöxt á fyrri hluta fyrsta áratugar þessarar aldar.
En undir lok þess áratugar, var Rússland búið að hala þann ávinning allan inn.
Og ná því fram sem það gat náð fram auk þessa með aukningu olíuvinnslu.
Pútín fór aldrei í uppbyggingu sambærilega við Kína, er byggði upp framleiðslu-hagkerfi.
Ef Pútín hefði gert það, hefði Rússland í dag getað haft mjög mikið aðra stöðu.
--Þ.e. gæti verið langsamlega öflugasta land í Evrópu, og nægilega efnahagslega sterkt til að standast sérhverjum snúning.
En Pútín gerði þetta ekki - árið 2014, má segja hann hafi formlega lokað á þann möguleika.
En forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Evrópu fyrr það ár, þá kom fyrsta lestin frá Kína alla leið til Þýskalands -- talað var fjálglega um nýja verslunar-leið.
--En ákvörðun Pútíns um átök við Vesturlönd um Úkraínu, lokaði þeim möguleikum algerlega.
Ég ályktaði þegar 2014, að það væri greinilega vísvitandi ákvörðun Pútíns.
Skoðun mín þar um hefur ekki breyst síðan.
--Líklega hafi Pútín óttast, að vaxandi viðskipti við Vesturlönd ásamt fjárfestingum -- mundi leiða til vaxandi áhrifa Vestrænnar hugsunar innan Rússlands.
- Pútín hafi beinlínis valið, að henda frá -- möguleikum Rússlands að verða mögulega að viðskiptamiðju þarna á milli, þar á meðal - möguleikum á framleiðslu-hagkerfi.
- Vegna ótta um eigin völd.
En með því vali hafi hann ekki einungis hent frá sér möguleikum Rússa til velmegunar.
Hann sé einnig að leiða fram - næsta efnahags-hrun Rússlands.
Og það að Rússland tapi óskaplegum landsvæðum yfir til - óvinveittra granna í Austri og Suðri.
--Eftir það verði síðasti möguleiki þess er eftir verði af Rússlandi, að leita til Vesturlanda.
Ég á von á að síðar meir verði söguleg sýn um Pútín í Rússlandi sú.
Hann muni hafa reynst einn allra lélegasti leiðtogi gervallrar sögu Rússlands.
--En sagan mun stara á risa-hrunið er bindur enda á alla möguleika Rússlands á að vera stórveldi, að ákvarðanir Pútíns sjálfs skuli hafa leitt það hrun fram.
- Söguskoðunin verðu þá sú, hann hafi verið algert: disaster.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna ertu að rugla saman eins og oft áður.
Þessi 30% tala er væntanlega talan sem menn voru að vonast eftir þegar efnahagsárásin var gerð á Rússland árið 2014.
Rauntalan er hinsvegar um 10%
Ef þú byggir greiningu þína á skálduðum tölum verður greiningin öll röng,og vissulega er greiningin röng hjá þér.
Putin hefur alltaf verið Evrópusinnaður og þó merkilegt sé hefur hann verið það þar til alveg nýlega.
Sama átti við um Rússa almennt.
Stjórnendur á Vesturlöndum hafa hinsvegar aldrei tekið í mál að hafa samskifti við Rússland á jafnréttisgrunni.
Þeirra markmið hefur alltaf verið Rússneskt þrælahald og á Yeltsintímanum kom það til framkvæmda af fullum þunga.
Putin breytti þessu,þrælahöldurunum til mikillar gremju.
Nú er þetta breytt.
Eftir að stjórnmálamenn Vesturlanda hafa barið á Rússneskri alþýðu í fimmtán ár ,er svo komið að fólk þar er farið að skilja að stjórnendur Vesturlanda eru kannski ekki vinir þeirra.
Vinsældir Vesturlanda í Rússlandi eru að hríðfalla og sívaxandi fjöldi fólks þar er að verða beinlínis fjandsamlegt.Þetta sýna opinberar tölur og ég skynja þetta líka á kunningjum mínum í Rússlandi sem tala þó flestir mjög ógjarnan um pólitík.
Það sem við verðum að vona er að Putin gefi kost á sér til forseta aftur 2024 af því að ef það verða stjórnaskifti í Rússlandi í dag eru töluverðar líkur á að við fáum forseta þar sem er mjög andsnúinn Vesturlöndum ,jafnvel fjandsamlegur,og líklega ekki eins hófsamur og seinþreyttur til vandræða og Putin.
:
Reyndar eru flestir sammála um að efnahagsleg framtíð Rússa sé frekar góð. Þarna eru nokkur atriði sem koma til.
Mjög góð efnahagsleg staða ríkisins.
Góð efnahagsleg staða fyrirtækja og heimila.
Góð framtíðarsýn hvað varðar orkuútflutning .Olíuframleiðsla mun dragast saman en jarðgas og LNG mun stóraukast og þar eru Rússar alveg á heimavelli verandi nálægt eða mjög nálægt mest vaxandi mörkuðum á því sviði.
Mjög vaxandi landbúnaður sem hefur þegar fleytt þeim í að vera stærsti útflytjandi korns í heiminum.
Þessi geiri er bara að byrja sína sókn. You aint seen nothing yet ,eins og maðurinn sagði.
Þarna kemur þeim til góða að vera við hliðina á mest vaxandi markaði í heimi.
:
Eitt af því sem kemur til með að koma Rússum til góða er að þeir eru að sigla fram úr okkur í hagnýtri menntun.
Þeir leggja mikla áherslu á þetta og í síðasta ávarpi tilkynnti Putin að það verði enn bætt í hvað varðar æðri menntun.
Hér verður að hafa í huga að ef Putin segist ætla að gera eitthvað ,þá gerir hann það.
Hann er ekki að segja þetta til að reyna að friða kjósendur tímabundið eins og flestir vestrænir félagar hans.
Hann hefur þjóðina á bak við sig og þarf ekki að ljúga í hana.
Og þetta verður gert án látöku ,sem er mikilvægt.
.
Á meðan virðast yfirvöld á sumum Vesturlöndum vera að eyðileggja slíka menntunn kerfisbundið nýjasta dæmið er kannski háskólinn í Sheffild.
We don’t call them Newton’s laws anymore … We call them the three fundamental laws of physics. They say we need to ‘decenter whiteness,’ and we need to acknowledge that there’s more than just Newton in physics.”
Þetta getur hreinlega ekki mistekist eða hvað?
Þarna erum við að horfa á nákvæmlega sömu hluti og tíðkuðust í Sovétríkjunum. Hugmyndafræðin er farin að teygja sig inn í praktíska hluti.. Þetta fer bara illa og engann veginn öðruvísi.
Það er ljóst að upprenndi vísindamenn á vesturlöndum munu í vaxandi mæli snúa baki við burðarþoli.hagkvæmni og öðrum vísindum og í staðinn leggja áherslu á kynjafræði,rasisma og jákvæða mismunun.
.
Þessi þróun verður ekki stöðvuð nema með vopnavaldi og reyndar ekki heldur með vopnavaldi ,af því að Rússar standa NATO ríkjunum langtum framar hvað hagnýt vopn varðar þó Kjarnorkuvopn séu ekki talin með.
:
.
Þó það hafi farið fram hjá þér þá hafa á síðustu tveimur mánuðum orðið grundvallarbreytingar í alþjóðastjórnmálum.
Það hafa orðið atburðir sem eru mjög stórir og breyta heimsmyndinni í grundvallaratriðum.
Sá smæsti þeirra er kannski fundurinn í Alaska þar sem Kínverjar sendu hreinlega breiðsíðu á Blinken þegar hann fór að messa yfir Kínverjum um innanríkismál þeirra.
Blinken sem átti sér einskis ills von ,sat eftir eins og álfur og kvartaðii yfir að Kínverjinn talaði of mikið.
Þetta hefur aldrei gerst áður. Þetta er grundvallarbreyting.
Í framhaldi beita þeir refsiaðgerðum gegn Bandarískum stórfyrirtækjumm og breskum,Þýskum og Bandarískum einstaklingum. Reyndar einum Íslenskum líka.
Hvað veldur þessum breytingum?
Það er tvennt.
Kínverjar líta svo á í dag að það sé ekki möguleiki á að koma á friðsamlegri sambúð við Bandaríkin.
Kínverjar líta svo á að þeir séu komnir í þá stöðu að geta unnið efnahagsleg og hernaðarleg átök við Bandaríkin.
Þetta er líklega rétt.
Kína er trúlega orðið meira veldi en Bandaríkin og nú eru þeir bakkaðir upp af Rússneska hernum og kjarnorkvopnabúri þeirra.
Hér verður líka að hafa í huga að Bandaríkjamenn leika alla sína leiki á útivelli.
Hvers vegna er þetta að gerast?
Þetta er af því að valdahlutföll í heiminum hafa breyst og Bandaríkin eiga í vaxandi erfiðleikum við að kúga aðrar þjóðir.
það er að gerast sem ég hef bent á lengi.
Ef Bandaríkin halda áfram þessari kúgunarstefnu munu aðrar þjóðir gera ráðstafanir til að losna undan þessu vopni.
Nú hefur þeta gerst og mun gerast í vaxandi mæli á komandi árum.
Aðrar þjóðir fylgjast með og læra.
Ég er hræddur um að ávextirnir af þessari stefnu sem nú eru að þroskast verði ekki sérlega bragðgóðir fyrir okkur Vesturlandabúa.
Stjórnmálamenn okkar hafa brugðist algerlega og með hroka,græðgi og heimsku hafa þeir komið okkur í stöðu sem er sannarlega ekki eftirsóknarverð.
Við erum á leið inn í kalt stríð ,sem við munum tapa.
.
Atburðir sem hafa orðið í samskiftumm Rússa og Vesturlanda eru svo miklu stærri í sniðum og meira afgerandi,en meira um það seinna.
Borgþór Jónsson, 28.4.2021 kl. 18:41
Fín grein. Vil benda á að Rússland er enn eitt mesta kjarnorkuveldi sögunnar og þeir eiga fleiri kjarnorkuvopn en BNA.
Herafli Rússa skiptist í flota, landher, flugher og síðan en ekki síst KJARNORKUVOPNAHER sem þeir segjast ætla að beita strax ef til innrásar kemur, STRAX! Engin hefðbundin átök, kjarnorkustríð strax. Kínverjar vita það og eru því aldrei að fara að taka Síberíu!
Kínverjar eru minnugir tveggja innrása Sovétríkjanna/Rússlands á 20. öld. Annars vegar innrásina í Mansúríu sumarið 1945 (kallað gleymda stríðið), þar þeir tóku japanska herinn í bakaríið, fullnaðarsigur. Hins vegar landamæraátök um 1970, þegar Maó var að yppa gogg við Sovétmenn, reyndi að taka landræmu og þeir tóku Kínverja aftur í bakaríið (Maó grátbað þá að hætta árásum og hann fór í felur).
Kína er ennþá pappírstígrisdýr vegna ýmsa ástæðna sem ég nenni ekki að fara í hér en bendi þó á að herinn er skipulega rangt uppbyggður og myndi ekki duga lengi á móti hörðum andstæðing eins og Rússland er.
Birgir Loftsson, 28.4.2021 kl. 20:02
Ég held að það sé ekki rétt Birgir að Rússar muni nota kjarnorkuvopn frá fyrsta degi.
Hinsvegar munu þeir nota þau ef þeir sjá fram á að fara halloka . Ég held að enginn efist um það.
Borgþór Jónsson, 28.4.2021 kl. 21:14
Birgir Loftsson, infiltration Birgir þú ert ekki að taka tillit til þess, að þegar upplausnar-ástand ríkis í Rússa-veldi. Er líklega enginn með umráð yfir kjarnorku-hnappinum. Þar fyrir utan, spillingu hafa dreifst vítt og breitt um landið - þar á meðal innan landsins. Síðast er slíkt ástand var í Rússaveldi, þá var nær öllu steini léttar stolið - gríðarlegum t.d. vopnabirgðum sem herinn átti, voru seldar af starfsmönnum hans, sem stungu aur í eigin vasa. Þegar þú ert komin með slíkt ástand aftur. Er ólíklegt að nokkur sá er gæfi slíka skipun, jafnvel þó sá hefði enn hnappinn til umráða -- vissi hvort vopnin yfir höfuð virkuðu. En í upplausnar-ástandi, þegar landsmenn eru í viðtækri uppreisn gegn stjórninni - spilling væri gersamlega stjórnlaus. Stórfellt efa ég að það væri mögulegt fyrir Rússl. að verjast með kjarnorkuvopnum.
Þar fyrir utan, væri enginn augljós innrás í gangi - það ástand hafi pent skapast, að erlendir aðilar stjórna heilu héröðunum, vegna þess að þeir eigi í valdi spillingar svæðis-stjóra og borgarstjóra - heilu borgirnar í reynd. Víða væru Kínverjar líklega orðnir fjölmennir á sömu svæðum. Jafnvel fjölmennari en Rússar er einnig búa þar.
Nálgunin yrði líklega sú -- svæðin lístu yfir sjálfstæði frá Rússlandi. Síðan mundu þau óska eftir inngöngu í Kína-veldi. Kína gæti síðan smyglað nægilegum vopnum yfir, til þess að Kína raunverulega réði þeim. Þá væri einungis það eftir að formgera yfirtökuna. Meðan á þessu stæði væri upplausn í Rússa-veldi, engin þar fær um að gera mikið til að skipta sér af því hvað Kína væri að gera. Ég efa ekki að Kína mundi í slíku samhengi, geta tekið þau svæði yfir. Kjarnorku-vopnum yrði aldrei beitt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.4.2021 kl. 22:29
Í samskiftum Bandaríkjanna og Rússlands hafa orðið nokkrir atburðir sem í framtíðinni mun verða horft til sem tímamótaatburða.
Þeir áttu sér stað í Úkrainu og Sýrlandi og auðvitað má telja með þessa sérkennilegu uppákomu í Tékklandi og síðan eru atburðirnir í Hvíta Rússlandi.
.
Bandaríkin eru í þó nokkuð stórum hernaði gagnvart Rússum á þremur stöðum,fjórum ef Hvíta Rússland er talið með.
Og Bandaríkin eru að tapa á öllum vígstöðvum.
Fyrst er að telja efnahagsstíðið gegn Rússum sjálfum. Nú er svo komið að efnahagsþvinganiir Bandaríkjanna hafa nánast engin áhrif á Rússland og Rússum er eiginlega sama hvernig þeir láta.
Í ofanálag virðiast Bandaríkin vera að tapa stuðningi stóru Evrópuríkjanna í þessum efnum. Eftir sitja Pólverjar og nokkur smáríki sem engu máli skifta.
Staðan er sú að Bandaríkjamenn geta ekki gengið lengra en þeir gera,öðruvísi en að skaða hagsmuni bandamanna sinna svo alvarlega að þeir munu snúast gegn þeim.
Það örlar reyndar lítillega á því nú þegar.
Bandaríkjamenn eru að tapa því stríði. Síðustu efnahagsþvinganir þeirra voru aðeins táknræn athöfn til að sýna gremju þeirra,sem engu máli skiftir.
:
Sýrland.
Í Sýrlandi urðu tveir atburðir í mánuðinum sem skifta sköpum.
Í fyrsta lagi þá gerðu Rússar loftárás á búðir hryðjuverkamanna sem höfðu búið um sig í skjóli Bandarísks hernáms í Sýrlandi ,og drápu 200 hryðjuverkamenn.
Þó að þeir hafi verið drepnir nánast á dyrahelluni á Bandarískri hernámsstöð þá aðhöfðust Bandaríkjamenn ekki neitt.
Þeir vilja ekki einu sinni tala um þetta.
Það er mikil breyting ,af því að venjulega drepa þeir alla sem koma nálæt hernaðarmannvirkjum þeirra.
Það hefur án efa átt að nota þesa hryðjuverkamenn til að herja á Assad. Nú eru þeir dauðir og allt dínamitið sprungið í loft upp.
.
Annað sem gerðist er að Rússar ákváðu að rjúfa hafnbannið á Sýrland.
Nú sigla Írönsk og Kíversk skip undir vernd frá Rússneska sjóhernum með olíu og vörur til Sýrlands.
Rússnesk skip sigla svo án verndar til Sýrlands með korn og vörur.
Nú eru til ársbirgðir af korni í Sýrlandi.
Eftir að Írönsk skip höfðu þrásinnis orðið fyrir árásum á leið sinni til Sýrlands þá er nú ekkert að frétta.
Enginn hefur áhuga á að ráðast á skip sem njóta Rússneskrar herverndar.
Þetta eru vatnaskil.
Fyrir aðeins fáum árum hefði verið með öllu óhugsandi að eitthvað ríki mundi brjóta svo freklega gegn vilja Bandaríkjana.
Það eru nokkur atriði sem gera þetta mögulegt.
Í fyrsta lagi er það aukinn hermáttur Rússa.
Svo er að þeir eru orðnir ónæmir fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og í þriðja lagi hafa þeir komið sér upp greiðsludreifingu sem er óháð SWIFT kerfinu,bæði innanlands og í milliríkjaviðskiftum.
Á næsta ári munu þeir svo reka lokahöggið á þá smíði og þá finnst mér ekki ólíklegt að þeir segi sig frá SWIFT kerfinu.
Kínverjar hafa nú þegar lokið slíkri smíði.
Þessi ríki eru því orðin ónæm fyrir helsta vopni Bandaríkjanna.
Þetta eru vatnaskil.
Þetta eru engin gleðitíðindi fyrir okkur Vesturlandabúa. Við munum súpa seyðið af þessu þegar frá dregur.
En þetta hefði ekki þurft að gerast. Ef við hefðum ekki haft stjórnmálamenn sem sjá ekki fram fyrirtærnar á sér og reyna sífellt að brjótast áfram á hnefanum gæti staðan verið allt önnur.
Þesi glórulausa kenning um "End of history" og eilíf heimsyfirráð á eftir að koma okkur í koll.
.
Úkraina.
Það er ekki með öllu ljóst hvað menn ætluðust fyrir í Úkrainu ,en það var greinilegt að það stóð til að herða á átökunum við víglínuna við Donbass og Luhansk ,eða jafnvel að gera tilraun til að brjóta andstöðuna þar á bak aftur.
Upphafið er að um miðjan mars er gefin út forsetatilskipun í Úkrainu sem gengur út á að endurheimta Donbass,Luhansk og Krímskaga.
Í framhaldi af því hefur Úkrainski herinn svo herflutninga í stórumm stíl að víglínunni.
Það er ekki gott að segja hvað býr að baki þessu,en undanfarið hafa öfga hægrimenn í landinu sótt harðar að Zelensky jafnframt því sem vinsældir hans hafa gersamlega hrunið.
Hann er því í þröngri stöðu og líklega í lífshættu.
Höfum í huga að hann hlaut ótrúlega góða kosningu ,út að að koma á friði í landinu og ná einhverskonar sátt við Rússa.
Hann hefur svikið þetta allt ,sennilega vegna líflátshótana frá öfgamönnum.
.
Á sama tíma og þetta er að gerast ,tilkynna Bandaríkjamenn að þeir ætli að senda tvö herskip inn á Svartahaf í gegnum Bosphorus skipaskurðinn.
Þetta þurfa þeir að tilkinna með fimmtán daga fyirvara.
Að minnsta kosti annað herskipið er hannað til að stjórna hernaðaraðgerðum og afla upplýsinga um óvininn.
Um það bil tveimur vikum eftir upphaf þessara atburða byrja Rússar herflutninga inn á svæðið í stórum stíl.
Líklega 150 þúsund manns eða meira.
Það byrjar orðaskak og í því lýsir Rússneski herstjórinn því yfir undir rós að ef bandarísku herskipin séu notuð til að styðja við hernað Úkrainumanna verði þau skotin niður. Punktur.
.
Næsta sem við vitum er að Bandarísku herskipunum er snúið við.
Bandaríkjamenn vita að það er engin leið að verja þessi skip inn á Svartahafi.
Bnadaríkjamenn sverja Úkrainu eilífa hollustu ,en momentið er líðið hjá. það er lítill spenningur hjá Úkrainska hernum að ráðast gegn hundrað þúsund manna Rússneskum her.
Meira að segja Nasisstarnir eru ekki nógu vitlausir til að reyna það.
Annað sem skifti líka máli eer að Þýskaland og Frakkland snéru við blaðinu íi málinu og studdu ekki þetta ráðabrugg.
Þegar Zelensky leitaði ásjár hjá þeim svöruðu þeir að eina leiðin til að leysa málið væri að innleiða Minsk sáttmálann.
Þetta var það síðasta sem Zelensky vildi heyra ,enda mundi það sennilega kosta hann lífið.
Þessi ævintýraför Zelenskys hefur þannig snúist algerlega í höndunum á honum.
Nú er hann með óvigann her á víglínunni ,sem hann hefur engin efni á að hafa þar.
Nasistarniir eru ekki í góðu skapi og Evrópuríkin hafa sýnt að þau eru orðin leið á þessum leik og vilja binda endi á hann.
Ég fæ ekki séð að Bandaríkjamenn geti endurlífgað þessi átök aftur.
Þeir eru búnir að tapa Úkrainustríðinu. Eðlilega af því að það var í raun frekar vonlítið að leggja til atlögu við Rússa á þessum stað..
Fréttirnar sem okkur berast af þessu eru hinsvegar á þá leið að allir hafi verið heima að sötra te,þegar Rússar brjálast allt í einu og senda óvígann her að landamærum Úkrainu.
Þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera rétt. Fjölmiðlarnir okkar eru algerlega einskis virði ef maður hefur gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast.
:
Þá er það dramað í Hvíta Rússlandi.
Fyrir nokkru bárust fréttir af því að það hafi komist upp um plott sem gekk út á vopnað valdarán í Hvíta Rússlandi.
Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara þesi venjulegi blástur í Lukashenkoo og ekkert mark á því takandi.
En síðan fóru að berast nánari fréttir af þessu og reyndar staðfesting á því að þetta væri rétt.
Plottið gekk út á að drepa Lukashenko 9. maí og hluta af fjölskyldu hans.
Einnig átti að drepa helstu stuðningsmenn hans innan hersins.
Síðan átti að lama höfuðborgina með því að loka fyrir rafmagn og fjarskifti á svæðinu.
FSB í Rússlandi tókst að lokka til sín tvo af þeim sem stóðu að plottinu með því að segja þeim að það væru nokkrir Hvít Rússneskir hershöfðingjar sem vildu taka þátt.
Svo bregður svo einkennilega við að einn af höfuðpaurunum staðfestir að þetta hafi verið í gangi, ótilneyddur, þar sem hann situr í Bandaríkjunm í fullkomnu öryggi.
Hann segir hinsvegar að þetta hafi aðeins verið í gamni. Fólk hafi bara verið að láta hugann reika og búa til skemmtilegar sviðsmyndir. NOT.
Mér finnst líklegt að þetta sé endanleg kistulagning á tilraunum til að þvinga fram stjórnarskifti í Hvíta Rússlandi.
Þó að stór hluti fólks þar sé orðið leitt á Lukashenko þá er óravegur frá því að það vilji ganga Vesturlöndum og NATO á hönd.
Þó að flestir þar vilji halda áfram að vera Hvít Rússar þá líta þeir á sig sem Rússa.
Það var ekki fyrst og fremst harðneskja Lukashenko sem slökkti á óeirðunum í Minsk,heldur fóru menn einfaldlega heim þegar ljóst var að Svetlana Tshikanovskaja ætlaði að leiða HvítRússa inn í Nato og ESB.
Ég átti einmitt athyglisverðar samræður við eina af forystukonumm mótmælanna um þetta efni á netinu.
Hún neitaði þessu í fyrstu,en þegar Svetlana fór að ferðast á milli Stoltenbergs og annara forkólfa NATO varð fátt um svör og hún hvarf mér sjónum.
Ég veit ekki í raun hvort hún var svoan óheiðarleg eða hvort hún vissi ekki hvert stefndi.
Ég er svolítið upp með mér yfir að hafa haft betri yfirsýn yfir þetta en hún.
Ég lít svo á að það sé búið að setja lokið á þessa líkkistu og það verði lýðræðisleg stjórnarskifti í Hvíta Rússlandi þar sem hagsmunir almennings þar verði í fyrirrúmi en ekki útþensluþrá Pólverja og Litháa. .
:
Svo er þessi einkennilegi farsi í Tékklandi,þar sem Tékkar virðast hafa lagt í það stórvirki að reka 18 sendiráðsmenn úr landi að undirlagi einhvers erlends ríkis.
Við getum bara giskað á hvaða ríki það var af því að þeð hefur ekki verið upplýst.
Þetta virðist hafa borið svo brátt að að ekki vannst tími tilað vinna málið almennilega og að lokum var ákvðið að skella skuldinni af vandamálinu á tvo Rússneska homma sem hafa áður komið við sögu í svokölluðu Skripalmáli.
Putin var nýbúinn að lýsa yfir að hann nennti ekki lengur þessu kjaftæði og mundi framvegis svara svona af fullri hörku.
Og sjá. Starfsemi Tékkneska sendiráðsins í Moskvu var einfaldlega lögð í rúst á einni nóttu.
Tékkar reyndu að hafa í hótunum um frekari brottrekstur Rússneskra diplomata en var svarað að þeir skyldu gera sitt versta ,en ef til kæmi yrði sendiráðinu þeirra lokað.
Nú eru Tékkar að reyna að vinda ofan af þessu og allt logar í illindumm þar.
.
.Það sem er athyglisvert við alla þessa atburði er að þeir ásamt fleirum sem ég hef ekki nefnt er stefnt á sama tíma.
Þeir áttu allir að gerast nánast samtímis.
Mér finnst það benda til að Biden stjórnin hafi ætlað að ráðast gegn hagsmunumm Rússa á mörgum stöðum samtímis og yfirhlaða þannig Rússneska stjórnkerfið og herinn.
Mér virðist að það sé búið að brjota það á bak aftur,í bili allavega.
Það sem skifti máli í þessu var að það var ekkert hik hjá Rússum og njósnaapparetið stóð sig vel.
.
Bandarískir áhrifamenn opna aldrei kjaftinn lengur nema að tala um það sem þeir kall "Rule based order" og að hinir og þessir brjóti gegn því.
það vill hinsvegar svo til að það eru til reglur um hvernig samskifti ríkja eiga að ´líta út.
Þessar reglur eru til hjá SÞ og eru öllum til sýnis.
Það vill svo til að nánast öll utanríkisstefna Bandaríkjanna er eitt samfellt brot á þessumm samskiftareglum ,hvort sem við erum að tala um stríð,stuðning við hryðjuverk eða enahagslegar refsingar eða hótanir.
Borgþór Jónsson, 29.4.2021 kl. 00:05
Einar, þú gerir ráð fyrir að Rússland leysist upp, það gæti gerst en sagan hefur kennt okkur að ríkjasambandið hefur ávallt haldist. Síðan á dögum Péturs mikla, hefur Rússland bara stækkað.Í byltingunni 1917 og í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna, hélst landið saman. Í báðum tilfellum var um öfgaástand að ræða. Mér finnst þetta því afar ólíklegt að ríkið sé að falla saman. Þeir eiga nóg af landi, auðlindum og þrautseigja Rússa er alkunnug. Íbúafjöldi skiptir ekki máli í nútímastríði, heldur vopnaframleiðsla og stríðsgeta.
Varðandi notkun kjarnorkuvopna en Rússar eiga hátt í 5 þúsund kjarnorkuvopn, lesið þessa grein:
What’s Behind the New Russian Nuclear Weapons Strategy (worldpoliticsreview.com)
og þessa grein:
Nuclear Necessity in Putin's Russia | Arms Control Association
Engir þora að ráðast á Rússland, sporin hræða, sbr. Napóleon og Hitler. Ef Kínverjar reyna innrás, munu Rússar gripa strax til kjarnorkuvopna. Lesið greina.
Birgir Loftsson, 29.4.2021 kl. 08:48
Borgþór Jónsson, frábær skrif og greining. Þú hefur 100% rétt fyrir þér.
Birgir Loftsson, 29.4.2021 kl. 09:10
Undirritaður hefur búið í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og hluti af fjölskyldu minni er rússnesk. Þar að auki hef ég búið í Eistlandi og Ungverjalandi en sumir þykjast vita allt um þessi lönd, enda þótt þeir hafi ekki einu sinni komið þangað.
Hvít-Rússar og Úkraínumenn líta ekki á sig sem Rússa, enda þótt þeir tali rússnesku. Hvít-rússneska og úkraínska eru náskyld rússnesku en þessi tungumál eru að sjálfsögðu ekki rússneska, ekki frekar en íslenska er sama tungumál og færeyska, norska, sænska eða danska.
Rússland ræðst ekki á Atlantshafsbandalagið (NATO) og bandalagið ræðst ekki á Rússland eða Hvíta-Rússland. Og Pólland og Eystrasaltsríkin, sem öll eru í NATO, ráðast að sjálfsögðu heldur ekki á Hvíta-Rússland.
Og auðvitað beita Rússland og NATO ekki kjarnorkuvopnum gegn hvort öðru en Rússland hefur ekkert að segja í herafla NATO. Og Úkraína vill fá aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.
23.4.2021 (síðastliðinn föstudag):
Putin U-turns Russian troops from Ukraine
Sovétríkin hrundu og efnahagur Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkjanna, sem langflest eru í NATO, er miklu betri en Rússlands og Hvíta-Rússlands. Þar að auki er gríðarlega mikil spilling í Rússlandi.
Úkraína, Rússland og Hvíta-Rússland gætu einhvern tíma fengið aðild að Evrópusambandinu og það voru nú ekki margir sem spáðu því árið 1971 að Sovétríkin yrðu ekki lengur til einungis tveimur áratugum síðar.
Þorsteinn Briem, 29.4.2021 kl. 10:42
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 29.4.2021 kl. 10:51
Hvað þíðir helmingun útblásturs beggja ef það næst fram 2030?
Þessi 2 lönd eru langsamlega stærstu hagkerfin í heimi.
Ef þau minnka verulega útblástur á þessum áratug.
Þá er það nóg til að leiða til minnkunnar hnattrænnar eftirspurnar eftir olíu, líklega.
Þegar olíutekjurnar þverra ár hvert - þá veikist á grundvöllur ár hvert.
En þegar olíutekjurnar minnka ár eftir ár - þá einnig hefur rússn. ríkið minna fé til að borga her og lögreglu, og að auki minni peninga til að greiða embættis-mönnum.
--Í þessu samhengi, á það eftir að reynast gríðarlega eitrað, að Pútín skuli hafa hleypt gráðugum og samtímis afar auðugum og vaxandi auðugum, kínverskum aðilum að kjötkötlunum innan Rússlands.
Því eftir því sem rússn. ríkinu hnignar, minnkar einnig eftirlit rússn. ríkisins með þeim aðilum.
--Undir lok þessa áratugar, verða þeir aðilar líklega nær fullkomlega eftirlits-lausir, og með minnkandi eftirlit með héraðsstjórnum og borgarstjórnum frá Moskvu; þá eignast þau fyrirtæki þær stjórnir smáma saman hverja eftir annarri.
Ég held að það sé grundvallar skekkja í þessu hjá Einar.
Heimurinngengur á jarðefnaeldsneyti og ekkert nema kjarnorka eða samruni getur komið í staðinn.
Án jarðefnaeldsneytis og útblásturs sveltur mannkynið.
Rússar munu græða á Nordstream 2 gasinu. Þýskaland er gersamlega háð þeim um orkuna úr því að þeir vilja ekki kjarnorku.
Þetta er ekki svona svart fyrir Rússland. Þetyta er land sem er svo ofboðslega ríkt af allri náttúru.
Og Pútín er gamalreyndur refur og líklega samvizkulaus fantur.En skynsamur er hann.
Halldór Jónsson, 29.4.2021 kl. 11:04
Steini,eitthvað hefurðu verið annarshugar þegar þú varst í Hvíta Rússlandi.
Þó að Hvít Russar líti flestir á sig sem Rússa, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir vilju ganga Rússlandi á hönd.
Það er tvennt ólíkt.
Varðandi tungumáliin þá er það svo að töluverður meirihluti Hvít Rússa notar Rússnesku í sínu persónulega lífi
Þróunin hefur verið sú á síðustu árum að sífellt færri nota HvítRússnesku á samskiftum við vini og ættingja.
Árið 1999 töluðu 41,3% HvítRússa hvítRússnesku heima hjá sér.
Árið 2009 var sú tala komin niður í 23,1%
Nánast öll Hvít Rússneska þjóðin talar Rússnesku lýtalaust og 69,8 prósent þeirra nota hana í persónulegum samskiftum.
fólk sem er Rússneskt að uppruna telur 10% af Þjóðinni og 96,8% þeirra nota Rússnesku eingöngu.
Varðandi heraflann Steini minn þá er það svo að ef kæmi til styrjaldar núna þá eru möguleikar Nato ekki miklir.
það stríð verður ekki þannig að skriðdrekar skrölti til Moskvu eða Berlín og felli heri sem fyrir þeim verða.
Sú barátta mun að mestu fara fram með eldflaugatækni og herirnir fylgja svo í kjölfarið og hirða upp leifarnar.
Þar sem að Rússar hafa algera yfirburði hvað eldflaugatækni og eldflaugavarnir varðar yrðu þetta þung spor fyrir NATO.
.
Pólverjar og Litháaar eru ekki að fara að ráðast á Hvíta Rússland,enda yrði það algert sjálfsmorð.
Það eru hinsvegar þeir sem hafa haldið uppi þjóðernissinnuðum Hvít Rússum sem stóðu fyrir að reyna valdarán í Hvíta Rússlandi.
Þetta mistókst hins vegar af því að Hvít Rússar eru afar hlynntir samvinnu við Rússa og létu sig hverfa af götunum þegar Svetlana fór að daðra við NATO.
Nákvæmlega eins og ég sagði að mundi gerast.
Borgþór Jónsson, 29.4.2021 kl. 13:18
Nú berast þær gleðilegu fréttir að Yamal LNG Arctic 2 sem byrjar framleiðslu á næsta ári hafi gert sanmninga um sölu á allri framleiðslu sinnii til 20 ára.
Yamal LNG Arctic og Yamal LNG Arctic 2 verðða þá með 11% af heimsmarkaðnum.
Putin hefur gert opinbert að Rússar hyggist þrefalda framleiðslu sína á LNG fyrir árið 2035.
Kannski Rússar fari ekki í gjaldþrot eftir allt saman.
Það er einn af göllunum við analísur þínar að þú gerir aldrei ráð fyrir að Rússar aðhafist eitthvað til að bjarga sér.
Líklega er orðið tímabært að efna niður í Yamal LNG Arctic 3. Nóg er af gasinu og aðstæður einstaklega hagstæðar til LNG vinnslu.
Borgþór Jónsson, 29.4.2021 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning