Biden ætlar að taka slaginn við kola-svæði-Bandaríkjanna. Ekki að tala um átök, heldur tilraun til að tækla erfitt vandamál; hvernig á að efnahagslega umbylta þeim svæðum. Gríðarlega erfið pylla augljóslega!

Væntanlega ekki farið framhjá fólki er e-h hefur fylgst með í Bandar., að kolasvæðin þar eru í hnignun - að þau hafa verið í skarpri hnignun sl. 15-20 ár.
--Trump sannarlega fékk atkvæði þeirra svæða, út á loforð að kolasvæðin mundu blómstra undir hans stjórn -- það gerðist að sjálfsögðu ekki. Heldur hélt hröð hnignun þeirra áfram!

Kentucky coal country

  1. Málið er að - þó Repúblikanar gjarnan haldi því fram - hefur ekkert að gera með aðgerðir er snúa að umhverfis-málum. En það virðist henta Repúblikönum að nota slíkar aðgerðir -- sem blóraböggul.
  2. Hin eiginlega ástæða hnignunar kolasvæðanna -- er FRACKING. En útbreiðsla gas- og olíu-vinnslu með þeirri aðferð innan Bandar. er hófst fyrir ca. 20 árum, er akkúrat hvers vegna kola-iðnaðurinn í Bandar. hefur farið í hraða hnignun síðari ár.
  • Einfalda ástæðan er sú, að orkuver er nota kol -- eru mun dýrari í rekstri en orkuver er brenna gasi; er kemur frá -fracking- svæðunum.
    Orkuver hafa því sl. 10-15 ár verið að skipta yfir í gas-brennslu frá kolum.
    Og það hefur leitt fram stöðuga minnkun á eftirspurn eftir kolum innan Bandaríkjanna.
  • Trump básúnaði mjög sem meinta orsök, hertar reglur um útblástur.
    Hinn bóginn skipti það nær engu máli.
    Samtímis gerði Trump nær ekkert fyrir kola-svæðin.
    Fyrir utan, tilraunir til að -- ríkis-styrkja útflutning til Póllands.
    --En þ.e. eiginlega eina stuðnings-aðgerðin sem ég veit um.
    --En samtímis, hélt innanlands-eftirspurn í Bandar. áfram að dragast saman.

Málið er að allir sem fylgjast með -- vita að kola-iðnaðurinn er dauður.
Hann er dauður fullkomlega burtséð frá því - hvort menn hafna -global-warming- eða ekki.
Þ.s. dauði kola-iðnaðarins hefur með það að gera, hann er einfaldlega ósamkeppnisfær.

Áhugaverð grein í Politico: Biden takes on Dems Mission Impossible: Revitalizing coal country.

Coal country

Stóra vandamálið er að búa til önnur störf -- fyrir þau er munu hverfa!

Kola-störfin munu hverfa, þar með öll störf er tengjast beint þeim iðnaði.
Héðan í frá er ekkert sem mun stoppa þá þróun.
Spurningin sé einungis, hvort menn ætla að láta svæði einfaldlega deygja - eða ekki?
M.ö.o. svæðin fara stórum hluta í auðn, fólkið hrekjast á brott - marga enda í eymd og volæði.
Eða grípa til stórfelldra aðgerða til að hjálpa þessum svæðum!

Biden-stjórnin hefur ákveðið að hefja kostnaðarsama tilraun til hjálpar!
Bendi fólki á að sú tilraun sannarlega getur mistekist.
Hinn bóginn, lítur Biden greinilega svo á það sé tilraunarinnar virði.

  1. Martin Heinrich -- We support their schools, and throughout this transition we should support the people who have kept the lights on and made this country the greatest energy country on the face of the Earth, -- So I would support this amendment because it’s about supporting the schools in those communities.

    Í sjaldgæfri sátt, náðist samkomulag milli Biden stjórnarinnar og Repúblikana er studdu tillögu Repúblikanans Martin Heinrich, að ræsa prógramm til stuðnings skólum á hnignandi kolasvæðum.
    En eitt fjölmargra vandamála er að, þegar fyrirtækin fara - atvinnuleysi skellur yfir, þá hafa skólarnir á svæðunum verið að tapa fjármagni.
    --Það bætir gráu ofan á svart, ef menntunar-skilyrði hrapa í ofanálag.
    Það sem þetta sýnir, er hver stórt þetta vandamál er.
    En það eru mörg önnur dæmi um það, hver risastórt það mjög örugglega verður.

  2. The median solar worker is paid $24.48 per hour compared with $30.33 per hour for natural gas employees -- a study by the Energy Futures Initiative run by former Obama Administration Energy Secretary Ernest Moniz found.

    Rep. Andy Levin (D-Mich.), a former labor organizer and clean-energy consultant said -- It’s really maddening to me when people say to a boilermaker or a pipe-fitter or a laborer with a capital L who is an expert in pipeline work, ‘Oh, don’t worry, you can go install solar panels, -- That is insulting, a) because it doesn’t comprehend the incredible skill of their work and b) because it doesn’t comprehend that they have really a whole culture around the work they do.

    Capito said that in West Virginia -- We understand what's going on and, yes, we want to be a part of the solution, -- Secretary Kerry trying to equate the job of an electrician in a coal mine who makes $110,000 to a solar tech, who might make $35,000 to $40,000, is not a good analogy for our state. Honestly, I think most people who look at that and look at him, in particular, making that statement see a certain arrogance about it.

    Cartwright said -- It’s pretty simple: what people want are jobs, -- Ultimately, do people care what they're producing to work in lucrative, family-sustaining jobs? Of course not.

    Það virðist mikið af slæmri tjáningu, verkamenn í störfum - sem enn eru til; sem sagt er nánast ómögulegt sð sjá hvernig ekki munu hverfa -- upplyfa þ.s. hræsni þegar þeim er sagt að fara í endurmenntun og stefna á störf við t.d. uppsetningu sólar-panela.
    --Samt virðist sem fólk átti sig á því að -- störfin munu hverfa.

    Í hinum 2ja Trilljón Dollara pakka Biden stjórnarinnar -- er fyrirhugað að skófla peningum í vandamálið.
    --Það verður örugglega boðið upp á þjálfunar-prógrömm, fyrst að það miklum opinberum peningum er hent inn -- ætti að vera hægt að bjóða upp á þau, kostnaðarlaust fyrir verkafólk,
    --Síðan er stefnan að bjóða upp á mjög hagstæða fjármögnun - ekki ósvipað mér virðist nálgun Evrópu-sambandsins er kemur að fjármögnun verkefna í jaðar-byggðum; m.ö.o. menn fá ódýr lán --> Ef þeir eru viljugir að standa fyrir atvinnuskapandi verkefnum á kolasvæðunum.
    Þannig vonast til að einka-framtak komi til.
    --Fylkin sjálf þ.s. slík svæði, stendur til að muni fá styrki, til að efla þeirra eigin prógrömm á þeim svæðum.
    Líklega þannig, að þau hafi yfirráð með því - hvernig styrkjum frá Biden stjórninni er úthlutað.

    Auðvitað er óvisst algerlega -- hversu vel slík prógramm ganga.
    Reynslan í öðrum löndum -- að þau taka oft langan tíma að skila árangri.
    Það er, ef þau skila árangri, tekur það verulegan tíma.

    Ég get skilið að verkafólk er pyrrað að tapa störfunum -- en þegar ljóst er að það sé enginn séns að þau komi aftur bil baka.
    Þarf verkafólkið að skoða endurmenntun -- já, þ.e. pýnlegt er reynsla/þekking úreldist.
    Ef störf eru e-h lægra launuð en þau er það áður hafði, hlýtur samt vera betra að hafa ný framleiðslu-störf í annarri tegund af starfsemi, í stað þess að lenda í fátæktargildru atvinnuleysis innan Bandar.

    3. Spurningin um réttindi verkafólks. En því miður eru mörg ný-iðnaðar-fyrirtækin að veita verka-fólki mjög léleg réttindi. Elon Musk -- virðist vera að láta eins og Henry Ford í gamla daga gagnvart skipulagningu verkafólks í hans fyrirtækjum. Mikið af nýju fyrirtækjunum, virðist viðhafa -- verk-taka-vinnu. M.ö.o. fólkið í störfum en réttlaust.

    Ein af þeim spurningum sem velt er upp. Hvað vill Biden stjórnin gera í þessu.
    Biden er í samvinnu við samtök verkamanna í Bandaríkjunum.
    En þó svo sé, er óvíst hvort hann tekur málstað þeirra -- en samúð hans með þeim þó virðist raunveruleg.

    Some clean-energy companies lack the most basic of labor protections.
    Many categorize their workforce as contractors, denying them full benefits.
    Very few wind and solar companies have unions, and many opposed unionization efforts.
    Tesla CEO Elon Musk has taken a particularly strong stance against unions, with the National Labor Relations Board demanding he remove a tweet that allegedly threatened organizers.

    Það er afar sennilegt, að þetta sé stór hluti ástæðu, af hverju störfin í þeim geirum hafa tiltölulega lág laun.
    --Auðvitað eru til dýr sérfræðistörf í þeim fyrirtækjum.
    Það sem virðist, að fyrirtækin -- heimta að ráða því sjálf, hvað þau borga.
    --Verk-taka-nálgun, er í reynd ekkert betri -- en þ.s. í gamla daga var kallað, daglaunavinna.
    Öll ábyrgð er þá færð á verka-fólkið. Í því felst mikill sparnaður fyrir fyrirtækin.
    En með þessu, eru tekin af öll þau áunnu réttindi sem verka-fólk vann sig inn með áratuga baráttu.
    --Og þegar verkafólkið er ekki lengur fært um að vinna fulla vinnu. Er viðkomandi hent, eins og vél sem er orðin slitin.
    Eiginlega við-snúningur til 19. aldar hugsunar.
    Sorglegt eiginlega að -- einmitt ný-tækni-fyrirtækin séu þar í farar-broddi.

    Spurningin um réttindi verkafólks er mjög mikilvæg.
    En ef Biden tæki þeirra málstað -- gæti hann fengið þeirra atkvæði.
    Þetta eru margir af sömu verka-mönnunum er kusu Trump.
    Ef Biden mundi gera þ.s. Trump lofaði - en stóð ekki við.
    Ætti Biden raunverulegan möguleika á að -- taka yfir verkamanna-fylgi Trumps stórum hluta.

    En stóra ástæðan að margir verkamenn kusu hann, var vegna óljósra loforða - og upplyfunar að hafa verið lengi sviknir.
    --Þarna er augljóst tækifæri Bidens og Demókrata.

    En algerlega óvísst að þeir geri raunverulega þ.s. til þart - til að hala inn þau atkvæði.
    Þó er það draumurinn að hala þau inn.
    --Það virðist raunverulega a.m.k. einhver alvara að baki þeim draum-sýnum.

    Sjáum hvað gerist.

 

Niðurstaða

2-tn. pakkinn sem Biden er að stefna í að ná gegnum Bandaríkjaþing, inniheldur massívan atvinnu-þróunar-pakka, ætlað að koma svæðum í Bandaríkjunum er hafa sl. 15-20 ár lent í vaxandi vítahring til fátæktar til aðstoðar. Að aðstoða þessi svæði var mikið umrætt meðal Demókrata fyrir kosningar.
Að aðstoða þau á hvorki meira né minna að vera lykil-atriði í því, að taka atkvæðin með varanlegum hætti af Donald Trump, þannig hola upp -- Trumpista-hreyfinguna.

En þó að fjálglega hafi verið rætt á þeim nótum, Biden hafi tekið upp beint samstarf við heildarsamtök verkafólks í Bandaríkjunum - til að fá þau með sér í verkefnið. Þá er að sjálfsögðu enn algerlega óvíst -- hvað af þessu nær fram.

  1. Eitt í því, algerlega á tæru, ný-iðnaðar-fyrirtækin væru fullkomlega andvíg breytingum er bættu rétt verkafólks; þau fyrirtæki eru auðvitað vaxandi veldi í Bandar.
  2. Elon Musk hefur ekki verið ófeiminn -- að tala gegn öllum slíkum hugmyndum, með sínu vanalega óheflaða orðalagi.
    Um það minnir hann að nokkru leiti á Henry Ford -- enda vinsælt að bera þá 2 saman. En Ford var eins og mjög þekkt er mjög andvígur allri skipulagningu verkafólks á sínum vinnustöðvum, taldi sig vita miklu betur en það - hvað því hentaði.
    --Spurning hvort Musk hafi einnig þau sjónarmið.

En málið er að, ef þau fyrirtæki fá sitt fram.
Þá væru réttindi verkafólks færð aftur um meir en 100 ár.
--Sannarlega þíddi það ekki að það væru ekki dýrir starfsmenn er ekki hafa góð réttindi.
--En það þíddi, að þeir sem ekki eru eins augljóslega eftirsóknarverðir, gætu haft nánast engin.
Eiginlega lent í mjög svipaðri stöðu á daglaunamenn ca. 1930.

  • Þarna er eiginlega ný barátta í gangi.
    Biden hefur þarna raunverulegt tækifæri -- taka slaginn fyrir litla fólkið.
  • Ef hann raunverulega næði slíku fram með nýrri löggjöf.
    Hugsa ég að draumurinn um að taka verkamanna-fylgið gæti ræst.

En þarna er stórt spurningamerki. Trump raunverulega gerði ekkert fyrir þetta fólk.
Á móti, um langa hríð hafa báðir stóru flokkarnir í Bandar. -- verið þannig einnig.
Þess vegna hefur þetta fólk reynslunnar vegna góðar ástæður fyrir því að hafa efasemdir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Coal plants have been closing at a fast rate since the 2010s due to cheaper and cleaner natural gas and renewables." cool

Coal power in the United States

Coal mining in the United States

"
In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S." cool

Wind power in the United States

Þorsteinn Briem, 18.4.2021 kl. 16:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European Wind Energy Association (now WindEurope) has estimated that 230 gigawatts (GW) of wind capacity will be installed in Europe by 2020, consisting of 190 GW onshore and 40 GW offshore. cool

This would produce 14-17% of electricity in the European Union, avoiding 333 million tonnes of CO2 per year and saving Europe 28 billion euro a year in fuel costs.

Research from a wide variety of sources in various European countries shows that support for wind power is consistently about 80 per cent among the general public." cool

Wind power in the European Union

WindEurope

Þorsteinn Briem, 18.4.2021 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband