19.3.2021 | 13:35
Endar Trump í fangelsi? Rannsókn á símtali Trumps við embættismenn í Georgiu fylki, beinist að kenningu um vísvitandi kosningasvindl tilraun!
Alla tíð síðan afar áhugavert símtal sem Trumps átti við Raffensperger - yfirmann kosninga-eftirlits Georgíu-fylkis þ.s. Trump sagði Raffensperger beinlínis að leita uppi 11.780 atkvæði; sem er þá tekin sem þrýstingur Trumps á Raffensperger um vísvitandi fölsun.
--Hefur mig grunað að símtalið gæti orðið málið er kemur Trump í fangelsi!
Eigin færsla frá 4/1/2021: Hefur Trump landað máli er kemur honum í fangelsi?.
Nýlegar fréttir:
- Trump's chief of staff could face scrutiny in Georgia criminal probe
- Exclusive: Georgia prosecutor probing Trump taps leading racketeering attorney
Út af fullyrðingum í athugasemdum, set ég símtalið inn: Trump pressures Georgia Secretary of State.
Stuttur formáli, síðan kemur símtalið óstytt.
Menn geta hlustað og heyrt, að Trump sannarlega segir allt þ.s. hann er sakaður um!
Ég verð eiginlega að segja langt er seilst í fullyrðinga-þvælingi er því er haldið fram að logið sé upp á Trump í þetta sinn, eftir allt saman liggur símtalið fyrir í fullri lengt og hefur allan tímann svo verið, auk þessa að gríðarlegur fjöldi manna um heim allan hlustaði á búta úr því eða jafnvel í heild.
Það getur alls enginn vafi verið að þetta er ekki nokkur fölsun eða lýgi.
Málið er nú rannsakað sem - racketeering - skipulögð svindl tilraun!
Persónulega hef ég átt erfitt með að ákveða mig, hvort Trump trúir sjálfur á kosninga-svindl ásakanir sem hann hefur varpað fram gegn Biden -- eða hvort Trump veit að hann tapaði er einfaldlega þetta rosalega cynical, m.ö.o. til í að nota slíkar svindl ásakanir í pólit. tilgangi eingöngu.
--Vandinn er, þ.e. hægt að rökstyðja hvort tveggja!
Kenning sakamálsins gegn Trump, er greinlega um -- vísvitandi svindl tilraun!
M.ö.o. kenningin um ofur cynical Trump!
--Síðan auðvitað ef málið fer fyrir rétt, er það ákærendur er þurfa sína fram á slíkt skipulagt svindl.
- Þ.e. enginn vafi hvað Trump sagði í hljóðrituðum símtölum.
- Spurningin gæti á endanum oltið á því - hvort hægt sé að sanna að Trump hafi hljótað að vita hvað hann var að gera!
--En hin kenningin, hann trúði sjálfur að svindlað hefði verið á honum, væri eiginlega vörnin -- Trump hafi ekki fyllilega verið fær um að greina rétt og rangt, eiginlega verið - viti fyrrtur.
Bendi fólki á að Trump gat ekki fengið nokkurn dómstól í 62 dómsmálum fyrir almennum rétti í Bandaríkjunum, til að kaupa kenningu hans um -- stolnar kosningar.
Greinilegt var einnig á 2-frávísunum Hæstarétts Bandar. að sá réttur trúði því ekki heldur.
- Ég get því ekki séð, að Trump geti haft sigur í dómsmáli um símtalið fræga, er mundi byggjast á því -- að hann hafi verið í góðri trú, m.ö.o. trúað að svindlað hafi verið á honum; og samtímis verið fullkomlega óbrjálaður.
- Hann yrði þá hugsanlega að taka, ég var brjálaður vörn, ekki fær um að greina rétt og rangt, til að sleppa við hugsanlega langan fangelsisdóm.
Þá endaði sakamálið í deilu um það, hvort Trump væri sane eða insane.
--Og sérfræðingar í geðsjúkdómum væru kvaddir til, til að rannsaka Trump og kveða upp sinn úrskurð.
En ég get alveg mögulega trúað því, að Trump sé nærri þeim mörkum að vera - insane.
M.ö.o. hann trúi gegn öllum sönnumum, kenningu um stolnar kosningar.
--Það gæti því verið áhugavert, ef sakamálið þarf að sanna Trump sé -sane- svo unnt sé að dæma hann í fangelsi, en ef rétturinn úrskurðar hann brjálaðan, væri hann sendur á geðspítala í staðinn - ekki fangelsi; ef maður gerir ráð fyrir að fyrir dómi teljist ólögleg tilraun til að hafa áhrif á kosninga-útkomu í Georgíu full sönnuð.
En sannast sagna er ég á því að slík málalok, að ákærendur sanni vísvitandi tilraun um svindl sé afar líkleg að ná fram að ganga; einfaldlega vegna þess hve örugg gögn gegn Trump í því tiltekna máli virðast mér alltaf hafa verið frá því ég fyrst frétti um símtalið fræga.
--Frá þvim punkti, hef ég samfellt grunað að það mál geti verið málið er komi Trump í fangelsi, það verði af hverju hann geti ekki farið fram 2024 m.ö.o. hann sé þá fangi.
Dómsmálið hefur til aðstoðar frægan lögfræðing sem er sérfræðingur í því að keyra svindl mál til sigurs!
Það virðist því ljóst, að fókus málsins er á -- vísvitandi kosninga-svindl tilraun Trumps, með aðstoð helsta aðstoðarmanns hans á þeim tíma, Mark Meadows.
Málið hefur úr miklu að moða, enda er mikið nú - public. Ekki leynd yfir gögnum!
Þeir ætla einnig að krefjast gagna frá öllum máls-aðilum, ef þeir ráða yfir gögnum er ekki hafa komið fyrir sjónir almennings.
- Málið er að -racketeering- varðar við allt að 20 ára fangelsi í Georgíu.
Og ekki síst, að skilgreining laga í Georgíu á - racketeering - er það víð, að þrýstingur á embættismenn af því tagi sem Meadows og Trump beittu - auðveldlega fellur undir þau lög.
--Racketeering fókus málsins, sé því skýr atlaga að því að koma Trump í fangelsi!
Niðurstaða
Eins og sagt er frá í fréttum Reuters, eru a.m.k. 4 önnur sakamál í gangi gegn Trump persónulega, en aftur á móti virðist mér - símtalsmálið það líklegasta til að landa Trump í fangelsi. Sú hefur skoðun mín verið samfellt frá því fyrstu viku í janúar 2021.
En þá frétti ég af mögnuðu símtali Trumps við embættismenn í Georgíu, lekinn á símtalinu gæti einmitt reynst það alvarlegur fyrir Trumps eins og mig þá strax grunaði að hann geti ekki varist þeirri málsókn og verði því innan fárra mánaða kominn í steininn!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.3.2021 kl. 04:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 856026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er búið að birta símtal Trump við Georgíu opinberlega sem sannar sakleysi hans og fjölmiðlar beðist afsökunar á lýginni! Einn ,,heimildarmaður" laug en allir fjölmiðlar öptu upp lýgina athugasemdalaust.
Þú ættir frekar að beina athyglinni að elliæra Biden sem kallað Kamala Harris forseta í gær og er að allt vitlaust milli BNA annars vegar og Rússlands og Kína hins vegar. ,,Ræðuskörungurinn" getur ekki talað við blaðamenn án textavélar og þorir ekki fyrir sitt litla líf að mæta Pútín í beinni. Gott ef hann slær ekki Winston Churchill við í pólitískri snilli. Fyrsti blaðamannafundur hans hefur verið frestað til...í það óendalega. Sló met í fjarveru.
Ég hef séð daglega dagskrá hans og hún samanstendur einu viðburði á dag og frí um helgar í Scranton!
Birgir Loftsson, 19.3.2021 kl. 13:58
P.S. Þú ert með fínar greningar Einar en niðurstöður þína koma mér stundum á óvart. Þess vegna er ég að svara þér. En endilega haltu áfram að koma með svona fínar greinar, ég hef mjög gaman af því að lesa þær. Kveðja, Birgir
Birgir Loftsson, 19.3.2021 kl. 14:46
Ég er sammála Birgi, Washington Post sem upphaflega kom með þá frétt að Trump hafi átt óeðlilegt símtal við embættismann í Georgíu hefur nú játað að fréttin var röng. Þeir hjá WP höfðu einn ónefndan heimildamann sem vitnað var í og svo kom allur falsfrétta skarinn og apaði vitleysuna upp eftir þessum sama ónefnda lygara.
Annað athyglisvert er það að áhorf á CNN frá því Trump yfirgaf Hvítahúsið hafi hrapað um yfir eina milljón áhorf á hverju kvöldi.
Nú þegar eru margir demókratar farnir að sakna Trumps, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Breytingin er nú þegar farin að bíta sárt þá sem lögðu traust sitt á Biden.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.3.2021 kl. 14:49
How Popular Is Joe Biden? - Polls
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 19:26
Birgir Loftsson segist í símaskránni vera sagnfræðingur og kennari.
"Ekkert "state of the union" ennþá og ekki fyrirhugað, met."
Birgir Loftsson, 8.3.2021
"While the U.S. Constitution says the president "shall from time to time give to the Congress Information of the State of the Union, and recommend to their Consideration such Measures as he shall judge necessary and expedient," it does not set a timeline.
The last six presidents also have not delivered an official State of the Union during the year in which they were inaugurated, according to the Congressional Research Service."
Fact check: No deadline is in place for delivering State of the Union
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 19:44
"White House press secretary Jen Psaki said Tuesday the president will hold a press conference on March 25 ..."
"Former President Barack Obama held a press conference 20 days into office, and former President Donald Trump held a briefing on his 27th day."
"... Psaki noted that Biden "takes questions from the reporters covering the White House regularly" during and in between events at the White House."
President Biden to hold first press conference next week
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 20:28
Mörlenskir aftaníossar Trumps halda að sjálfsögðu að Covid-19 hafi ekki haft áhrif á fundahöld og fleira í Bandaríkjunum en þar voru um 1.800 dauðsföll vegna Covid-19 síðasta sólarhring.
Í Bandaríkjunum eru dauðsföll vegna Covid-19 rúmlega 20% allra skráðra dauðsfalla í heiminum vegna Covid-19 (um 2,7 milljónir), enda þótt Bandaríkjamenn séu einungis um 4% jarðarbúa.
Og dauðsföll vegna Covid-19 í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku eru um helmingur (49%) allra skráðra dauðsfalla í heiminum vegna Covid-19.
Í Evrópusambandsríkjunum, þar sem um 448 milljónir manna búa, 35% fleiri en í Bandaríkjunum, eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 um 587 þúsund, einungis um 6% fleiri en í Bandaríkjunum (um 553 þúsund).
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 21:23
https://fb.watch/4l2o3y7Ju1/
Birgir Loftsson, 20.3.2021 kl. 01:29
Góður Birgir og sannfærir mig um að því allra hörðustu Glóbalvinstri komast upp með lygar um andstæðinga sinna með auði s´´inum.
Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2021 kl. 03:10
Þið tveir Tómas Ibsen Halldórsson - Birgir Loftsson,: Þið eru afar skrautlegir: Gott og vel hér er símtalið í heild, listen and weep, engu hefur verið logið fullkomlega fáránlegt að halda slíku fram. Stutt kynning er sett inn. Síðan kemur símtalið óstytt strax í kjölfar: https://www.nbcnews.com/video/full-phone-call-trump-pressures-georgia-secretary-of-state-to-recount-election-votes-98732101751.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.3.2021 kl. 04:24
Eftir að hafa hlustað á þetta viðtal er enginn vafi í mínum huga að Trump er ekki á leiðinni í fangelsi út af þessu viðtali.
Það er að segja ef að Bandaríska dómskerfið er ekki að fullu orðið Sovéstkt
Trump er einfaldllega að biðja um endurtalningu ,sem hann fékk ekki.
Hann er ekki að hvetja viðmælandann til að gera neitt ólöglegt.
Hinsvegar eftir að hafa hlustað á hvernig Brad fer undan í flæmingi í viðtalinu og að hann hefur augljóslega ekki skoðað þau atriði sem Trump kvartaði undan ,þá finnst mér líklegra en ekki að þarna hafi verið kosningasvik í gangi.
Afleiðingarnar af þessu eru svo skelfilegar fyrir heimsbyggðina af því að nú er þessu ríki stýrt af forhertum stríðsglæpamanni sem byrjaði strax á öðrum degi að kynda undir manndrápum á heimsvísu.
Borgþór Jónsson, 20.3.2021 kl. 08:02
Þorsteinn Briem, ég segist ekki vera eitt eða neitt, ég er kennari og sagnfræðingur. Staðreynd sem ég setti ekki í símaskrána. Ég hef mínar skoðanir og ég hef tvö augu. Gaman að þú hafir svona mikinn áhuga á mér að þú flettir mig upp. Ég nenni ekki að pæla í hvað þú titlar þig eða hvaða skurð þú grefur, enda kemur það málinu ekkert við.
Einar, afneitun þín er algjör og draumar ykkar um að Trump verði dæmdur, verður aldrei að veruleika. Þeih hafa reynt í 5 ár að koma honum frá völdum með öllum lúgalegstu aðferðum sem til er. Meira segja elt hann þegar hann hætti störfum og reynt að dæma hann, svo hræddir eru þeir við hann. Enginn Bandaríkjaforseti hefur farið í fangelsi og ef hann færi, yrði borgarastyrjöld. Pólitískt er þetta ekki hægt.
Gagnrýni mín á skrif þín Einar, var að draga fram þitt persónulegt álit, hvað lægi á bakvið greiningar þínar. Það tókst með látum. Þú ert greinilega hlutdrægur með eindæmdum og skrif þín dæmist þar með eftir þvi.Þú hefur aldrei getað svarað mér EFNISLEGA með greiningu, það segir mér að þú hafir rangan málstað að verja.....
Framundan er góð tíð fyrir þá sem vilja gagnrýna Biden.....harðstjórar heimsins hlæja að honum og Bandaríkjamenn eru áhyggjufullir. Það er dapurlegt og ekki góðar fréttir fyrir Íslendinga, enda erum við með tvíhliða varnarsamning við BNA...maðurinn hefur bara verið 2 mánuði í embætti og hann sést ekki. Ég hef aldrei sagt að það sé einhver tímasetning á ávarp Bandaríkjaforseta fyrir sameinað þing Bandaríkjanna né fyrsta formlega blaðamannafund hans.Ég hef bara bent á þá sögulegu staðreynd að hann hefur slegið met í fjarveru. Svo þykist hann vera upptekinn af Wuhan veirunni, þegar prógrammið hefur verið í gangi í hálft ár og milljónir manna sprautaðir áður en hann ,,tók" við völdum. Hann var bólusettur sjálfur en mundi ekki eftir því og sagðist hafa byrjað!
Hann segist ætla að bólusetja 1 milljón manna á dag, það er minna en hefur verið hingað til en 30 milljónir skammtar liggja óhreyfðir. Þetta er allt skipulagið sem hann stendur fyrir!Eina sem hann þarf að gera, er að fyljgast með eða leggja sig í Scranton! Helsta afrek hans í forsetatíð Kamala Harris, fyrirgefið, Bidens, er að hækka skatta, galopna landamærin með tilheyrandi vandamálum og stofna til mestu skuldasöfnunar BNA frá upphafi.
Nenni ekki að birta hér allar greinar um mismæli, stam eða ruglummæli Bidens. Ef þíð sjáið ekki að það er ekki allt í lagi með manninn, þá veit ég ekki hvað!
https://www.foxnews.com/politics/stephen-miller-biden-frailty-national-security-crisis
eða hér er góður listi yfir öll mistök hans:
https://duckduckgo.com/?q=all+biden+gaffe&t=newext&atb=v255-1&iax=videos&ia=videos
Birgir Loftsson, 20.3.2021 kl. 09:57
P.S. Hunter Biden múturmálið er enn í rannsókn og öll Biden fjölskyldan er flækt í málið, líka Joe Biden. Ef einhver fer í fangelsið (sem gerist ekki), þá er það hann með öll sín spillingar mál frá Úkraníu og Kína.
Kínverjar hafa hann svo í vasanum enda geta þeir upplýst um spillingarmálið þegar þeir feðgar fóru til Kína í Air force 2 og Hunter kom til baka með milljarða króna í vasanum sem hann fékk með vafasömum hætti.Biden sagði sjálfur í beinni, að hafa bein afskipti af innanríkismál Úkraníu með því að stuðla að brottrekstur ríkissóknara sem var að rannsaka spillingarmál Hunters Bidens.
Kínverjar halda fyrirlestra um mannréttindamál yfir Bandaríkjamönnum! Þetta eru tíðindi. Svo litla virðingu bera þeir fyrir Joe Biden. Pútín skorar á málstola Biden í kappræður og hlær....og Norður-Kóreumenn svara ekki símanum og eru byrjaðir aftur með kjarnorkuvopnatilraunir. engin virðing er fyrir manninum á heimsvísu. Trump stuðlaði að minnsta kosti sögulegum friði í Miðausturlöndum en Biden er að hleypa allt í bál og brand þar. Íranir halda líka áfram með kjarnorkuvopnaframleiðslu sína. Ef BNA grípa ekki í taumana, munu Ísraelsmenn og/eða Sádar gera eitthvað í málinu.
Birgir Loftsson, 20.3.2021 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning