Repúblikanaflokkurinn var með ráðstefnu sl. helgi, skv. fréttum þá var umtal um meintar stolnar kosningar -- mjög áberandi meðal ræðumanna, skv. könnun er gerð var fyrir Repúblikanaflokkinn fyrir þessa helgi; hefur Trump 55% stuðning meðal kjósenda Repúblikana til framboðs 2024!
--Þó það hljómi ekki sem -- einróma stuðningur!
--Er það þó mun hærri stuðningur en nokkur annar þekktur Repúblikani hefur.
Miðað við ræðuhöld ef marka má fréttir, er flokkurinn enn ekki kominn yfir kosninga-tapið.
M.ö.o. umtal um -stolnar kosningar- mjög áberandi.
--Væntanlega koma þar til áhrif Trumps og Trump-sinna, m.ö.o. þ.s. Trump enn staðhæfir þrátt fyrir skort á sönnunum hann hafi verið rændur sigri með óheiðarlegum hætti.
Rétt að benda á að fremur yfirgnæfandi hluti Bandaríkjamanna er sammála því að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram: Quinnpiaq University Poll.
- 97% Demókrata ásamt 62% óháðra, eru sammála því þær hafi farið heiðarlega fram -- meðan einungis 28% Repúblikana eru á þeirri skoðun.
--Þ.e. samt sem áður þó áhugavert stór minnihluti Repúblikana. - Á móti, voru 67% Repúblikana og 32% óháðra á hinni skoðuninni.
- Heildarhlutföll -- 64%/31%.
Þetta bendir ekki til þess, að -grievance- kenning sé líkleg til víðtækra vinsælda.
Hinn bóginn, nýtur Trump yfirgnæfandi stuðnings Repúblikana skv. annarri könnun: Quinnpiaq University Poll.
- 75% Repúblikana vilja Trump áfram sem leiðandi afl í flokknum.
- Meðan 20% Repúblikana vilja það ekki.
- Heildarstuðningur yfir landið, var 34%/60% á móti.
Sú niðurstaða tónar við Trump -approval rating- í Janúar, er hún mældist einungis: 34%/61% á móti.
Sú könnun bendir ekki til þess að Trump njóti lengur -- nægs stuðnings yfir landið.
Til þess að geta líklega leitt fram til sigurs!
Biden -approval rating- 57%: Biden Begins Term With 57% Job Approval
Initial Job Approval Ratings of Elected U.S. Presidents, 1953-2021
.....................Dates of first poll....Approve....Disapprove...No opinion
Joe Biden.............2021 Jan 21-Feb 2.......57...........37...........6
Donald Trump..........2017 Jan 20-22..........45...........45..........10
Barack Obama..........2009 Jan 21-23.........68...........12...........21
George W. Bush........2001 Feb 1-4...........57...........25..........18
Bill Clinton.........1993 Jan 24-26..........58...........20..........22
George H. W. Bush....1989 Jan 24-26..........51...........6..........43
Ronald Reagan........1981 Jan 30-Feb 2.......51..........13..........36
Jimmy Carter.........1977 Feb 4-7............66..........8...........26
Richard Nixon........1969 Jan 23-28..........59..........5...........36
John F. Kennedy 1961 Feb 10-15...........72..........6...........22
Dwight Eisenhower 1953 Feb 1-5...........68..........7...........25
Gallup............tölur prósentur.
Rétt að taka fram, er flokkslínur eru skoðaðar:
- 98% Demókrata með Biden.
- 61% óháðra.
- 11% Repúblikana.
Ef bakkað er 4 ár er Trump var nýtekinn við:
- 14% Demókrata studdu Trump.
- 40% óháðra voru með Trump.
- 90% Repúblikana.
--Munurinn í stuðningi milli flokkanna, aldrei mælst hærri.
Hvernig sem á það er litið sé þó ljóst, að Biden hefur verulega víðari stuðning.
En Trump nokkru sinni á sínum 4 ára ferli naut!
Á sama tíma, sé mun stærri hluti Bandaríkjamanna á því, kosningarnar hafi verið heiðarlegar.
Meðan að einungis rúmlega 30% Bandaríkjamanna fylgja hinni línunni.
Niðurstaða
Þó svo að flokksráðstefna Repúblikana sl. helgi hafi hamrað á kenningunni um stolnar kosningar, líklega vegna þess að Trump hefur greinilega enn -- afar sterk tök á flokknum sínum.
Benda kannanir ekki til þess að sú söguskýring sé líkleg til að leiða til sigurs!
64/31 afstaða virðist mér nægjanlega afgerandi til að benda til að það verði afar erfitt fyrir Trump, ef hann ætlar að leiða flokkinn áfram -- að keyra á stolnu kosninga-kenningunni.
--M.ö.o. þetta sé tveir á móti einum.
Það áhugaverða er, sömu 2/1 hlutföll koma fram er stuðningur vs. andstaða við Trump yfir landið er mæld, þ.e. rúmlega 60% á móti honum vs. rétt rúmlega 30% með honum.
--Þær tölur benda ekki til þess, að Trump væri sennilegur til að skila sigri.
- Það verður áhugavert því að fylgjast áfram með Repúblikanaflokknum.
- Málið er að þingkosningar fara fram 2022.
Skv. fréttum undanfarið, er sterkur orðrómur uppi að Trump-sinnar ætli að gera sitt besta til að tryggja, að einungis þeir fari fram -- er formlega lýsa stuðningi við Trump.
--Það mundi líklega þíða, sérhver slíkra frambjóðenda yrði að formlega styðja kennginuna um stolnar kosningar -- hinn bóginn, eins og bent er á, virðist sú kenning njóta einungis meirihluta-stuðnings meðal Repúblikana.
- Það þíðir, að ef Repúblikanar hamra áfram á þeirri kenningu, gæti það veikt kjörmöguleika Repúblikana-frambjóðenda, á svæðum þ.s. Repúblikanar þurfa stuðning utan sinna eigin raða til að hafa sigur í kjördæmi.
Á sama tíma, gæti flokkurinn einnig veikst ef þrýstingur Trump-sinna um einungis Trump-sinnaða frambjóðendur; veldur hugsanlegum klofningi meðal flokksmanna.
--En það á eftir að koma í ljós auðvitað.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú virðist bara velja hagstæðustu kannanirnar. Rasmussen könnunin (ein sú virtasta) segir að hann njóti 49% fylgi og 49% sé á móti. Það þótt fjölmiðlar séu upp til hópa mjög hlyntir manninum og hlífa honum þegar hann segir einhverja vitleysu. Hann kennir um stam vegna mistaka í ræðum, en það kemur innihaldi þess sem hann segir engu við. Dæmi er þegar hann talar um 100 Bandaríkjamenn, þegar hann á við um 100 milljónir. Nenni ekki að rifja upp mistökin. Hann virðist ekki geta flutt eina ræðu án mistaka og það þrátt fyrir að hann hafi telepromter (textavél á stærð við herbergisvegg) fyrir fram sig, manneskju sem talar við hann í gegnum heyrnartæki og leiðréttir mistök og svo hefur hann minnimiða við hendi, ef ske kynni að hann gleymdi í hvaða ríki hann er staddur. Hann sagði sjálfur að þegar hann vaknar í Hvíta húsinu, segi hann við konu sína, ,,where am I"!
Svo er mat þitt á stöðu Repúblikanaflokknum algjörlega rangt. Flokkurinn er Trump-flokkur og þeir sem voru á móti honum forðuðust sem heitan eld að mæta á CPAC af ótta að vera hrópaðir niður. Ekkert forsetaframboð kom í ljós (eins og oft gerist á þessari ráðstefnu) en væntanlegir forsetaframbjóðendur láta ljós sitt skína þarna. Lincoln project andstaðan fór beina leið niður til hel...og andstæðingar Trumps innan flokksins eru fáir og einangraðir. Mitch McConnell þorði ekki að mæta vegna hnífstungunnar sem hann veitti Trump. Flokkurinn verður hrein Trump-flokkur 2022 eins og staðan lítur út í dag.
Added Feb. 25, 2021
Rasmussen Reports/Pulse Opinion Research
Birgir Loftsson, 1.3.2021 kl. 09:00
Herra minn, meðaltal kannana sýnir approval rating Biden vel yfir 50% -- rasmussen er þar outlier ómarktæk.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.3.2021 kl. 12:51
Bráðum springa mörlenskir einangrunarsinnar og aftaníossar Trumps í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að súrsaðir selshreifar, hrútspungar, lambatittlingar og sviðakjammar dreifast yfir heimsbyggðina.
Þorsteinn Briem, 1.3.2021 kl. 13:20
How Popular Is Joe Biden? - Polls
Þorsteinn Briem, 1.3.2021 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning