Ljóst er af henni að Trump ætlar að kenna McConnell um ófarir Repúblikana í Georgíu, er leiddu til þess að Repúblikanar töpuðu 2-þingsætum í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Þar með meirihluta yfirráðum þar.
Þar fyrir utan, heldur hann greinilega staðfast í ásakanir á leiðtoga Repúblikana í Georgíufylki, en fylkisstjóri þar og fylkisstjórn - ásamt þingi fylkisins; er undir meirihluta yfirráðum Repúblikana!
--Harðar árásir Trumps á fylkisstjórann - vísa til stöðugra staðhæfinga Trumps um kosningasvik hann hefur ekki getað sínt fram á að standist skoðun, og þing fylkisins fyrir að staðfesta kosninguna, og auki kjörstjórn fylkisins einnig undir stjórn Repúblikana.
--Var hart deiluefni innan Repúblikana-flokksins í tengslum við kjörið, er kosið var um þingsætin 2.
McConnell og margir lengi starfandi Repúblikanar á hinn bóginn, kenna Trump um niðurstöðuna -- m.ö.o. að tilhæfulausar eða hið minnsta ásakanir hann hefur ekki getað sannað með nokkrum hætti; hafi verið það hvað leiddi til kosninga-ósigursins í því þingkjöri.
--Þvi að fjöldi Repúblikana hafi setið heima, vegna klofningsins er deilan hafi skapað.
Trump greinilega eignar sér þann árangur að Repúblikanar unnu nokkur þingsæti í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
--Mig grunar að þar um geti einnig verið skiptar skoðanir meðal Repúblikana.
- Þar fyrir utan virðist Trump taka þann pól, að McConnell hafi ekki staðið sig í stykkinu, þá virðist hann meina, staðið nægilega með honum -- er Trump deildi á kosninga-úrslitin.
- Hinn bóginn, er málið pent einfaldlega að -- flest bendi til þess, að McConnell sé sammála því að Trump hafi einfaldlega tapað.
Eins og úrslit sýna. McConnell studdi sannarlega í engu augljósu, þá aðgerð Trumps -- að leitast við að sanna svik.
--Hinn bóginn, man ég eftir mörgum tilvikum þ.s. McConnell bar blak af Trump með þeim orðum, að Trump ætti rétt á að sækja mál fyrir dómstólum.
En sannarlega lýsti McConnell aldrei því yfir -- að kosningunni hafi verið stolið.
--McConnell, hafi aldrei verið Trumpari.
Kannski er það, sem Trump getur ekki einhverju leiti lengur umborið.
Hinn bóginn virðist afar sennilegt að reiðilestur Trumps, beinist að gagnrýni McConnell á Trump -- en sl. laugardag er Bandaríkjaþing batt enda á -Second Impeachment- þá gagnrýndi McConnell Trump harkalega:
McConnell: There is no question that President Trump is practically and morally responsible for provoking the events of the day, -- The people who stormed this building believed they were acting on the wishes and instructions of their president,
Ég reikna með því, að það hafi ekki síst verið sú gagnrýni.
--Þrátt fyrir að McConnell hafi tekið þátt í að fella -impeachment- þá sé ljóst, að McConnell kenni Trump um þá atburðarás er leiddi til þess -- að stuðningsmannahópur Trumps ruddist inn í bandaríska þinghúsið á - Capitol hæð.
Hérna má sjá yfirlýsingu Donalds Trumps í heild!
--Minn skilningur á þessum reiðilsetri er sá.
--Trump sé búinn að lísa Mitch McConnell: Óvin!
Þannig að líklega skelli yfir nokkurs konar stríð þeirra á milli.
Trump sé ekki þekktur fyrir að -- fyrirgefa.
Þar fyrir utan, hafi hann lofað því að -- fella sérhvern þann sem setur sig upp móti honum.
- Mitch McConnell geti því vart reiknað með öðru; en Trump ætli að eyðileggja hann.
- Því, sé það væntanlega svo -- Mitch McConnel eigi engan kost eftir, því fyrirgefning verði ekki í boði --> En að eyðileggja Trump.
Það sem ég á við, að líklega skelli yfir -- nokkurs konar stríð innan Repúblikanaflokksins.
Mitch McConnel, líklega verði þá leiðtogi þeirra sem -- standi í hárinu á Trump.
- Trump muni pottþétt leitast við að fella sérhvern þeirra.
- Hinn bóginn, sé McConnell afar snjall pólitíkus, og sennilega besti taktíski pólitíkus Repúblikana til margra ára -- með honum með í för.
Verði líklega andstaðan gegn Trump innan flokksins.
Mun betur skipulögð en áður.
Og þar af leiðandi, mun síður líkleg til að falla í valinn fyrir Trump. - Á móti, sé ólíklegt grunar mig að andstaðan innan flokksins sigrist á Trump.
Þess vegna grunar mig að þessi átök eigi eftir að standa lengi.
Því hvorugur hópurinn láti sig -- heiftin væntanlega vaxi er á lýður.
En ekki ólíklega svara þeir -- tilraunum Trumps til að fella þá, með tilraunum til að fella Trumpara --> Slíkt tit for tat mundi verða mikill gróði fyrir Demókrata.
En ef 2-fylkingar Repúblikana fara í stríð, verða í stríði, skemma fyrir hvorri annarri.
Þá augljóslega eiga Demókratar eftir að -- taka pólitíska sigra af þess völdum.
--Trump mun kenna hinni fylkingunni, sú fylking kenna Trump.
--Þannig að líklega vex heiftin er á lýður frekar en hitt.
Við gæti þá tekið langt tímabil -- er Repúblikanar eiga nánast engan séns í landskjöri.
Niðurstaða
Hvað á ég við með því að viðbrögð Trumps gætu skoðast sem Shakespeare-ísk? Málið er að ef fer eins og ég held, að óvina-yfirlýsing Trumps gegn McConnell ræsi langvarandi innanflokksátök milli Trumps, Trump-sinna og andstæðinga Trumps og Trump-sinna meðal Repúblikana.
--Að Trump hafi í reynd gert sér stóran óleik, m.ö.o. svokallað sjálfsmark.
Eins og ég bendi á, veikja slík átök flokkinn -- ef þau verða svo hörð sem mig grunar.
En þau veikja ekki bara flokksinn -- þau veikja einnig Trump að sama skapi.
Klassískur Shakespeare harmleikur snýst um fígúru t.d. King Lear, sem skapar sér skref fyrir skref sjálfur -- örlög er verða fjötur um fót. Sögur Shakespeare enda gjarnan í grimmum örlögum.
--En punkturinn er sá, að klassíska sjálfs-hamfara sagan, felst í því að sá er lendir í þeim örlögum, skapar þau örlög sér sjálfum.
Mér virðist Trump í mörgu sl. 12 mánuði hafa verið sinn eigin versti óvinur.
Hann sé að skapa úlfúð innan flokksins, sem hann sjálfur komi að tapa á.
--Og ásakanir hans um kosninga-svik eru hluti af ástæðunni fyrir klofningnum, þar eð fjöldi Repúblikana stóð í valdstöðu á svæðum innan Bandaríkjanna, sem þíðir að ásakanir Trumps beinast þá einnig gegn þeim.
--Og það má alveg örugglega kenna þeim ásökunum Trumps um -- kosningaósigurinn í Georgíu.
Því það hafi verið ásakanir Trumps, er hafi leitt til þess hluti kjósenda Repúblikana í fylkingu hafi setið heima -- er líklega hafi verið hvað leiddi til þess ósigurs.
Trump hafi þar með veikt stöðu flokksins með þeim ásökunum.
Og hann veiki stöðu flokksins nú aftur -- með ræsingu innan-flokks-átaka er líklega standa lengi, væntanlega árum saman - hugsanlega svo lengi sem áratug.
- Samtímis veiki hann sína eigin stöðu.
En klofningurinn væntanlega mun einnig tryggja að Trump eigi ekki möguleika 2024. - Sennilega tryggja Joe Biden öruggt endurkjör það ár.
- Og jafnvel Kamölu Harris kjör sem forseti 2028.
Þannig gæti klofningurinn leitt til mesta veikleika-tímabil í sögu flokksins í langan tíma.
Til þess að Demókratar verða nær fullkomlega ríkjandi pólitískur flokkur í landsmálum, hugsanlega svo lengi sem áratugur.
--Með klofningnum, tryggi Trump samtímis sína eigin pólitísku útlegð, sem og pólitíska útlegð síns eigin flokks.
Einhverntíma rís flokkurinn aftur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.2.2021 kl. 00:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning