Til uppryfjunar gerðist sá atburður sl. haust í Rússlandi að Navalny var staddur um borð í flugvél þotu í innanlandsflugi er hann veikist hastarlega um borð. Flugmaður vélarinnar virðist hafa bjargað lífi hans, er hann tók snögga ákvörðun að lenda á næsta flugvelli.
Eftir lendingu var Navalny fluttur á rússneskt sjúkrahús í þeirri borg er vélin lenti.
Ástand hans var metið alvarlegt!
- Rússnesk yfirvöld höfnuðu því fljótlega að Navalny hefði verið byrlað yfir höfuð eitur, þó mátt hefði skilja af lækni fljótlega eftir Navalny kom á sjúkrahús -- að vísbendingar um eitrun væru til staðar.
- Eftir þrýsting frá yfirvöldum í Þýskalandi, samþykktu rússnesk yfirvöld efir nokkuð fuður -- að Navalny fengis fluttur til Þýskalands.
- Rétt að benda á, Navalny hafði þá megnið af tímanum verið án meðvitundar -- hann var fluttur án meðvitundar til Þýskalands, á þýskum spítala var hann án meðvitundar í a.m.k. 2 vikur ef ekki 3.
--Á þeim spítala vöru sönnur færðar fyrir því að Navalny hafi verið byrlað, novichok.
En þ.e. eitur sem Sovésk yfirvöld fundu upp á tíma Kalda-stríðsins.
- Þetta er vert að muna, fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi með samþykki yfirvalda þar.
- Síðan eftir hann er búinn að ná sér, er aftur með fulla heilsu.
- Ákveður hann að snúa aftur heim!
- Á flugvelli við heimkomuna er hann handtekinn - þá hafði flugvélinni verið skipað að lenda á öðrum flugvelli, en fyrirhugað var að lenda; þar höfðu yfirvöld undirbúið skyndiréttarhöld, sbr. ákæru þess efnis Navalny hefði farið úr landi án heimildar - sem er auðvitað gegn sanni fyrir utan Navalny var án meðvitundar þá og áfram vikur á eftir (Að sjálfsögðu gat ekki Navalny meðvitundarlaus smyglað sér úr landi) - dómari er hafði verið fluttur til að framkvæma réttarhaldið dæmdi Navalny er marka má fréttir í 3ja ára varðhald - fyrir að hafa rofið skilorð.
Þessi afar sérkennilega og augljóslega fullkomlega ósanngjarna meðferð.
Auðvitað vakti mikla athygli -- en einnig að virðist reiðibylgju!
Mynd tekin í St.Pétursborg Rússlandi á sunnudag!
- Ljóst á mynd að mótmælendur eru mörg þúsund í Pétursborg einni!
Thousands arrested across Russia at protests supporting jailed Kremlin critic Alexei Navalny
Over 5,100 arrested at pro-Navalny protests across Russia
Over 5,100 arrested at pro-Navalny protests across Russia
Kremlin orders police to crack down on anti-Putin protests
Aðgerðir yfirvalda í Moskvu vekja athygli, en þar virðist stórum hluta miðborgar hafa verið lokað með girðingum - auk þess að fj. lestarstöðva var lokað, svo fólk kæmist ekki.
--Engin dæmi þess eru að svo miklar lögreglu-aðgerðir fari fram í tíð Pútíns í Moskvu.
- Of snemmt er að álykta að ríkisstjórn landsins stafi hætta af mótmælunum.
- En þau eru þó þegar orðin þau umfangsmestu í sögu Rússlands, síðan Pútín tekur við stjórn landsins.
- Þ.s. gerir þau einstök síðan Pútín tekur við -- er útbreiðsla þeirra.
--En skv. fréttum, fóru handtökur fram í 80 borgum í Rússlandi, m.ö.o. mótmælt var þetta víða.
- Varðandi ábendingar um -- ólögleg mótmæli.
- Rétt að árétta, að í Rússlandi eru öll mótmæli bönnuð.
- Nema, ef sérstök heimild fæst.
--Auðvitað fá stjórnarandstæðingar aldrei slíka undanþágu.
Þetta er auðvitað þvert á reglu í lýðræðislöndum, þ.s. reglan er þveröfug.
Þ.e. mótmæli heimil, einungis má banna þau í undantekninga-tilvikum sem lög taka fram.
- En í Rússlandi er rétturinn til að mótmæla ekki til staðar.
Heldur þarf að fá undantekningu frá -- banni við mótmælum.
--Þetta auðvitað er eitt af því mörgu er sýni, Rússland sé ekki frjálst land!
Niðurstaða
Nú þegar víðtæk mótmæli hafa verið í Rússlandi í tvær helgar í röð, sá ég ástæðu að fjalla um þau. Hinn bóginn er enn of snemmt að álykta þau séu yfirvöldum hættuleg. En þetta víðtæk mótmæli geta verið það -- til þess að svo reynist. Þurfa þau að halda nú áfram viku eftir viku eftir viku, og allar tilraunir yfirvalda til að kveða þau niður mistakast.
Ef það gerist, þá væri orðið ljóst að - almenningur væri ekki lengur hræddur.
--En þ.e. alltaf varasamt fyrir einræði, ef almenningur missir hræðsluna.
Ef mótmælin halda áfram, yfirvöld geta ekki kveðið þau niður.
Getur komið sá punktur, að þau fara sjáanlega að grafa undan getu yfirvalda til að stjórna landinu -- en sá punktur er ekki enn kominn. Líklega þarf margar vikur af stöðugum mótmælum. Til að það reyni á það, hvort mótmæli geta brotið yfirvöld.
--Þ.e. þar fyrir utan hugsanlegt, að ef þau standa margar vikur - freystist yfirvöld til að beita her landsins, en það er sennilega eins og ég sagði - vikur í slíkan möguleika.
- Eina sem maður getur gert er að fylgjast með fréttum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856028
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert a fara villur vegar eins og stundum.
navalny er ekki ákærður fyrir að fara ólöglega úr landi,enda gerði hann það ekki.
Maðurinn var hinsvegar á skilorði og þegasar hann var "orðinn heilbrigður" var honum gefinn frestur til að koma heim og halda áfram að taka út skilorðsbundna refsingu sína samkvæmt lögum.
hann var síðan ákærður fyrir að sinna ekki þessar kvaðningu. Eðlilega.
Navalny kaus hinsvegar að koma ekki innan tiskilins frests.
Þetta er einfaldlega eins og Navalny vinnur.
Hans vinna er að láta handtaka sig ,aftur og aftur .Og vera með ólögleg mótmæli þegar hann gæti auðveldlega verið með lögleg.
Ástæðan fyrir þessu er að fylgi Navalny sem stjórnmálamanns er ekki neitt.
Hann er algerlega ófær um að afla sér fylgis á lýðræðislegann hátt,enda stórgallaður og búinn að fyrirgera mannorði sínu.
Þess vegna hafa NATO ríkin tekið hann á leigu til að reyna að koma á óeirðum og upplausn í Rússlandi.
Þetta vita nánast allir landsmenn og því láta þeir sem ekkert sé þegar mannvesalingurinn er settur í grjótið.
Fólk er meira svekkt þegar honum er sleppt og honum er sigað aftur á þjóðina.
Þessi bisniss er afar ógeðfelldur af því að í seinni tíð hefur komist í tísku að beita börnun í fremstu víglínu í svona átökum í þeirri von að þau slasist eða verði drepin, þannig að það sé hægt að ná góðum myndum.
Þessi bisniss er algerlega siðlaus orðinn.
.
Það er heldur ekki rétt hjá þér að það sé bann við mótmælum í Rússlandi.
Það gilda hinsvegar lög um það hvernig skal bera sig að ef menn vilja viðhafa mótmæli.
Navalny hlýðir aldrei þessum lögum,jafnvel þó að það sé ekki flókið .
Ástæðan fyrir þessu er að hans markmið er ekki að koma boðskap til amennings,heldur að efna til óeirða.
Það er þannig sem hann fær athygli.
Enginn nennir að hlusta á hvað hann er að röfla ,enda hefur hann í raun ekkert fram að færa.
Hann hefur enga stefni,eða réttara sagt hann skiftir um stefnu eftir því hver borgar best.
Nú um stundir eru það NATO ríkin og þess vegna hefur hann hætt að vera öfga þjóðernissinni og er orðinn öfga leberalisti.
Borgþór Jónsson, 1.2.2021 kl. 19:12
Það er ekki hægt að skilja við þessa umræðu nema að minnast á fádæma fagmennsku Rússnesku lögreglunnar.
Við höfum enn ekki séð vinnubrögð eins og hjá Frönsku og Spænsku lögreglunni ,til dæmis, þar sem hljóðspengjum ,gúmmíkúlum og táragsi er miskunnarlaust dælt yfir fólkið.
Það má kannski segja að hlutverk Rússnesku lögreglunnar sé einfaldara í ljósi þess að margir mótmælendur eru á barnsaldri og að þeir njóta ekki stuðnings hins almenna borgara.
Fjárhagslegur og pólitískur stuðningur NATO skilar sér illa þegar á hólminn er kominn.
En vel gert samt.
Hófstilltir en ákveðnir draga þeir óeirðaseggina út úr múgnum .
Krakkarnir eru sendir heim til mömmu þar sem þeir eru líklega rasskelltir og krimmarnir fara í steininn um stundarsakir til kælingar.
Borgþór Jónsson, 1.2.2021 kl. 19:47
Borgþór Jónsson, dæmigerðir útúrsnúningar - þ.e. víst bann við mótmælum í Rússlandi, en það er hvað það þíðir - ef það þarf sérstaka undanþáguheimild til að fá að mótmæla, að þá er í gildi almennt bann -- annars þyrfti ekki sérstaka undanþáguheimild. Annað sem þú nefnir skemmtilegur skáldskapur, rússn. stjv. fóru ekki að tala um - meint brot hans fyrr en ljóst var hann væri á heimleið; þá hefst sérkennileg atburðarás er sýni hve hrædd þau eru greinilega orðin við þennan tiltekna mann - að þá er skipulögð handtaka á staðnum, síðan sýndar-réttarhöld - dómari sem hafði verið fluttur til þess að dæma skv. fyrirmælum stjv. enn ein sönnunin ef maður þurfti nokkra áður að réttvísi í Rússlandi er einungis þ.s. stjv. ákveða hverju sinni eftir þeim duttlungum sem þeim hentar hverju sinni -- auðvitað er þetta spyrst út, hefjast víðtækustu mótmæli sem sést hafa í Rússlandi síðan áður en Pútín frændi kemst til valda. Hvað síðan verður á eftir að koma í ljós, en ef gæfan er með Rússlandi tekst rússn. þjóðinni að steypa glæpa-doninum í Kreml, og hans glæpa-hyski og hefja síðan aðra tilraun með lýðræðislegt skipulag. Sem væri er allt er talið sú 3ja í sögu Rússlands, ef maður telur með skammvinna lýðræðistilraun 1917. Kemur í ljós hvort hugrökk alþýða Rússlands hefur styrk sem þarf til að hreinsa til á efstu stöðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2021 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning