Ekkert af þessu kemur á óvart, innganga í Parísar-sáttmálann og WHO (World Healt Organization) var gefin út örfáum klukkustundum eftir formlegri innsetningar-athöfn Bidens í embætti forseta var lokið.
--1. febrúar er risa-lagapakki lagður fram, sem kveður m.a. á um að almenningur fái þá 2000 dollara per mánuð, sem Trump sjálfur talaði fyrir -- ekki fyrir löngu. Allt í allt er þetta risastór fjármögnunar-pakki. Repúblikanar hafa þegar lýst yfir andstöðu.
--8. febrúar hefst þinglegt réttarhald yfir Donald Trump -- ekkert leyndarmál að Demókratar ætla að ná því fram; að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti. Þannig lokað á hugsanlega endurkomu hans 2024.
Nýr varaforseti og forseti Bandaríkjanna ásamt nánustu!
Eitt sem vekur smá athygli, er ein af ákvörðunum Trumps lokadaginn í embætti: One of Trump's final acts will allow former aides to profit from foreign ties.
Trump ákvað að kollvarpa reglu, sem var eitt af hans eigin kosninga-loforðum 2016.
--Til staðar er í Bandar. lög sem krefjast þess að þeir sem ætla að lobbýa fyrir erlend ríki, skái sig sem erlendir lobbýistar.
**Regla Trumps, gilti einungis um þá er unnu fyrir hans ríkisstjórn -- fól í sér bann við því að lobbýa fyrir erlend ríki, er mundi gilda ævina á enda.
--En með því að setja öxina á þá reglu, þá t.d. geta fyrrverandi starfsmenn Trumps, farið að lobbýa fyrir erlend ríki.
**Þegar Trump var forseti kom í ljós að tveir tengdir hans ríkisstjórn, höfðu látið vera að skrá sig sem -- erlenda ráðgjafa. Þannig brotið lobbýisma lögin. Þar á meðal Flynn.
--Trump veitti þeim báðum er lentu í þeim laga-hremmingum sakaruppgjöf.
**Í kosningabaráttunni 2016 fór Trump fyrir umræðu er var mjög tortryggin á þá er vinna fyrir hagsmuni erlendra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna.
Æfilangt bann á eigin starfsmenn, var sem sagt -- opinber drain the swamp move.
**Að Trump skuli axa regluna rétt áður en hann hættir, vakti kátínu nokkurra.
Biden tók nokkrar mikilvægar ákvarðanir strax fyrsta daginn!
Anthony Fauci says America will sign up to WHO
Skv. Fauci, mun ríkisstjórn Bandar. aðtoða við hnattræna dreifingu lyfja gegn COVID-19. Styðja við baráttu WHO - sem meðlimir að nýju.
The new president has already rejoined the Paris agreement
Biden gekk þegar aftur inn í Parísarsáttmálann um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun.
Sama dag setti Biden öxina á umdeilda olíuleiðslu frá Kanada:
Canada must respect decision to cancel Keystone XL, minister says.
Rétt að benda á að lagning leiðslunnar hafði lítt komist áfram þau 4 ár sem Trump var forseti, enda lagning hennar umsett lagaþrætum og lögsóknum -- mjög sennilegt að þau mál mundu halda áfram að tefja það ferli hún vægi lögð.
--M.ö.o. jafnvel þó Biden hefði ekki sett öxina á málið, væri óvíst hún næði vera kláruð á nk. 4 árum vegna tafa af völdum fjölda tafsamra dómsmála.
- Þar fyrir utan þá er nýja stefnan á endurnýjanalega orku-gjafa, að styðja við vinnslu olíusanda í Kanada -- er ekki beint liður að því markmiði.
Sú vinnsla er ákaflega orku-frek, þ.s. það þarf að hita sandinn áður en bikið losnar frá.
Sú vinnsla er því afar CO2 kostnaðarsöm! - Þ.e. ekkert augljóst við það, að fókus á endurnýjanlega orkugjafa.
Ógni orku-öryggi Bandaríkjanna.
Né að það ógni - orkusjálfstæði Bandaríkjanna.
Annar fókus á að framleiða orku í landinu -- ekki augljóst fyrir mér þeim markmiðum sé ógnað.
Varðandi störf. Þá er það 1,9tn.US pakkinn sem Biden er að leggja fram, er á að leya þann vanda.
Bidenomics is off to a good start
Republicans bludgeon Biden's big stimulus plans
1,9 Amerískar Trilljónir -- er stærðin á pakkanum.
Vinsælt atriði sem sá pakki inniheldur er hækkun á persónulegum framlögum til almenning, upp í þá 2000 Dollara per haus, sem Trump sjálfur talaði fyrir ekki fyrir löngu.
En hann inniheldur margt annað, ekki síst gríðar stóra aðgerð sem á að lyfta hagkerfinu.
- Það á m.ö.o. að verja miklu fé skipt milli fylkja, þ.s. fé á að verja til atvinnu-uppbyggingar. Hugmyndin að öll fylki fái sitt.
En einnig, að þess verði gætt - að engin svæði innan einstakra fylkja verði útundan. - Þetta er í raun ekkert minna, en framtíðar plan Bidens um það hvernig hann ætlar að vinna nk. kosningar þ.e. þing-kosningar 2022 fyrir Fulltrúadeild, síðan forsetakosningar 2024.
Draumurinn að með öflugri atvinnu-uppbyggingu, nái Demókratar til sín öruggri fylgis-aukningu.
Það þarf vart að nefna að, margir ekki endilega allir - Repúblikanar á þingi munu gera allt sem þeir geta, til að minnka pakkann og þar með draga úr þeim áhrifum sem sá pakki kann að hafa.
--M.ö.o. er þetta hvorki meira né minna en -- make eða break -- mál ríkisstjórnarinna.
Democrats rebuff McConnells filibuster demands
Eitt af rifrildum fyrstu daga Biden í embætti er um svokallaðan - filibuster. Regla sem kveður á um -- aukinn meirihluta fyrir lagasetningar eða frumvörp er falla þar undir.
--M.ö.o. ef ákall McConnel væri samþykkt, að flest þingmál mundu falla undir svokallaða filibuster reglu -- gæti McConnel haldið áfram eins og var áður en Repúblikanar misstu meirihluta sinn í efri deild, að blokkera lagasetningar Demókrata.
--Auðvitað sögðu þeir nei við því - að heimila McConnel það aukna stöðvunar-vald.
Trump þungur á brún!
Trump impeachment á örugglega eftir að vera nokkurt drama!
Ég hafna strax þeirri hugmynd það sé -unconstitutional- að ákæra Trump eftir hann er hættur.
- Rökin eru einföld, Trump var sem yfirmaður framkvæmdavaldsins -- æðsti embættismaður Bandaríkjanna.
- M.ö.o. lagalega séð -- er hann eða var, embættismaður.
- Þá virka almenn fordæmi er tengjast réttarmálum embættismanna er hafa látið af embætti.
Mörg fordæmi þess að fyrrum embættismenn séu kærðir fyrir brot í embætti.
GOP members are backing a bid to dismiss Trumps trial by claiming its unconstitutional
Eins og sagt er í fyrirsögn hefjast þingleg réttarhöld þann 8/2 nk.
Trump hefur ráðið lögfræðing: Trump starts taking his second impeachment seriously.
Varðandi umræðu um - dómafordæmi. Hvort Trump væri dæmdur fyrir dómstóli.
Rétt að benda á að þingið er ekki raunverulega -- dómstóll!
- Þinginu ber engin skilda til að fylgja dómafordæmu sem almennt réttarfar hefur sett.
- Þingið má setja ný fordæmi.
--Þ.e. einmitt eitt af lykilhlutverkum þinga að setja ný fordæmi.
Ég vísa til lagasetningarvalds þinga! Mörg dæmi þess að þingið kollvarpi eldri fordæmum, með nýjum lagasetningum.
- Ég held að sama gildi um -- Trump trial.
- Að þinginu sé heimilt -- stjórnarskrá skv. að setja nýtt fordæmi.
Það sé á frekar spurning hvort þingið sé líklegt að gera slíkt!
- Rökin fyrir því væru einna helst, að árásin á þingið er einstakur atburður m.ö.o. aldrei áður gerst í sögu Bandar. að almenningur ráðist þar inn -- síðast var ráðist á þingið 1812 af breskum her í stríði Bandar. og breska heimsveldisins þá.
- Þingið, getur viljað setja refsi-fordæmi fyrir því.
Til að tryggja að slíkt gerist aldrei aftur.
--Enginn vafi að Donald Trump hvatti þvöguna áður en hún lagði af stað til þinghússins með orðum nokkurn veginn á þann veg, kosningunum hefði verið stolið - að baráttan fyrir landið stæði enn yfir - mikivægt væri ennþá að standa saman og hafa sigur.
Enginn vafi heldur að þvagan marseraði að þinghúsinu strax og ræðu Trumps var lokið.
Þingið getur ákveðið að dæma Trump sekan -- þó svo að sönnunarbyrði fyrir almennum dómstól sé hugsanlega það hörð, að orð Trumps séu líklega ekki nægilega skýr fyrir almennum dómstóli.
- Þörf ábending, að þingið getur einungis dæmt Trump frá embætti.
Þar að Trump er hættur, getur það einungis dæmt hann frá framtíðar störfum í almanna þjónustu fyrir alríkið. - Það getur engan dæmt í fangelsi.
--Þetta á eftir að vera mjög áhugaverð rimma!
Sótt er að Repúblikönum er líst hafa yfir stuðningi við -- þinglega lögsókn gegn Trump.
Að svo sé kemur engum á óvart, enda stuðningsmenn Trumps enn margir.
--Þó hugsanlega 1/3 hluti Repúblikana sé hugsanlega í liði þeirra sem ekki eru Trump-sinnar.
Það fer eftir stöðu viðkomandi í sínu héraði hvort sókn Trump-sinna að slíkum sem þeir álíta svikara sé líkleg að virka!
--Hinn bóginn, virðist ljóst nýverið að það hafi verið nokkur fj. Repúblikana er ekki var í raun sammála Trump, og hugsanlega sé að nota nú tækifæri er felist í nýrri ríkisstjórn - sigri Demókrata í Öldungadeild, til að losna frá -- valdi Trumps.
- Það sé hugsanlegt að það skelli á nokkurs konar borgarastríð innan flokksins.
- Hann gæti hugsanlega klofnað.
Niðurstaða
Fer ekki leynt með að ég er sáttur við þær ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar - að snúa aftur til Parísars-samkomulagsins, og alþjóðlegu heilbrigðisstofnunar SÞ.
Ég var aldrei sammála megin þeirri tilteknu aðferð Trumps, að ef að hans mati Bandar. höfðu ekki næg áhrif innan tiltekinnar stofnunar -- þá mundu Bandar. ganga út!
--Að mínu mati, þíði slík útganga, pent einfaldlega það - að veita tilteknu öðru landi aukin völd og áhrif í heimsmálum á silfur-fati. M.ö.o. gjöf til þess lands í hvert sinn.
- Aðferðin útganga, hafi í sérhvert sinn - verið það að skjóta sig í fótinn.
Þó svo að Parísar-samkomulagið hafi marga galla, þá græðir enginn á því ef hnattræn hlýnun verður stjórnlaus -- enginn mun heldur sleppa frá því hvað gerist.
--Bandaríkin - ESB - Kína, eru öll nauðsynleg svæði eða ríki. Svo einhver möguleiki sé til að aðgerðir til að hægja á hnattrænni hlýnun geti virkað.
- Það þarf samvinnu samkomulag. Málið sé of stórt til að jafnvel svo stór lönd geti leyst málið ein á báti.
--------------
Þó svo verið geti að athygli fjölmiðla verði meir á máli Trump eftir 8/2 nk.
Ef eitthvað er, þá sé það risa-pakki Bidens upp á 1,9tn. sem meira máli skipti.
- Það sé líklega, make or break, mál ríkisstjórnar Biden.
Þess vegna verði líklega allt lagt í sölurnar af hálfu ríkisstjórnar Biden, að koma því máli í gegn. Ef hún nær því fram nokkurn veginn óbrengluðu eða nægilega lítt brengluðu.
--Ætti ríkisstjórn Bidens ágæta möguleika á hugsa ég að tryggja Demókrötum sigur í 2022 þingkosningunum og Biden gæti átt góða möguleika 2024.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856028
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ ekki séð snilldina í því hjá þeim að eyðileggja fyrir eigin hagkerfi með því að ganga í Parísarsáttmálann aftur, burtséð frá einhverjum trúarkreddum úrkynjaðra manna.
Hugmynd Bidens að hætta við olíuleiðzluna frá Kanada hefur strax fækkað störfum nú og í framtíðinni um meira en 40.000, og gert olíuflutninga dýrari og hættulegri. Og valdið kærumálum.
Að ganga í WHO er mest líklega bara peningasóun, enda virðist sú stofnun ekki alveg ráða við það sem hún er að gera.
Það er líka alltaf eitthvað spúkí við stofnun sem er stjórnað af stríðsglæpamanni.
Og ekki veit ég í hvaða trúða-heimi þeir búa í sem halda að núverandi málaferli gegn Trum leiði til nokkurs annars en tímasóunar.
Athugaðu bara hvað þeir eru að kæra hann fyrir, og rökin fyrir því, og þú munt sjá.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2021 kl. 17:11
Bara hatrið blint Ásgrímur leiðir menn í ógöngur
Halldór Jónsson, 25.1.2021 kl. 00:32
Við vitum að þú ert stuðningsmaður Bidens sem er í góðu lagi. En við skulum hafa staðreyndir á hreinu. Nokkir öfgaópar (bæði til vinstri og hægri) ætluðu að nýta sér þetta tækifæri og dag, til að gera atlögu að Capital hill, löngu áður en Trump hélt þessa frægu ræðu en þetta kemur fram í rannsókn FBI.
Nota bene, Trump sagði þeim að fara að þinghúsinu ,,peasefully and patriotly". Ekkert rangt við það að mótmæla friðsamlega. Impeacement eftir að embættismaður er farinn úr embætti, er eins pólitískur leikur og hægt er að fara (koma í veg fyrr endurkomu Trumps 2024). Þetta stenst ekki stjórnaskránna og jafnvel þótt Repúblikanar í Öldungadeildinni, styðji ,,brottrekstur úr starfi", sem hann gegnir ekki lengur, þá er Hæstiréttur Bandaríkjanna eftir með 6 íhaldassinnaða dómara innan sinna raða.
Birgir Loftsson, 25.1.2021 kl. 09:28
Birgir Loftsson, á hvaða punkti sagði hann þau orð - hljómar sem eftir-á-skýring; en hin umdeldu orð eru þessi:
We're going to have to fight much harder," Trump told supporters at a rally near the White House before the assault, adding: "We are going to walk down to the Capitol, and we're going to cheer on our brave senators, congressmen and women, and we are probably not going to be cheering so much for some of them. Because you will never take back our country with weakness.
Það kemur fyrir að fólk kemur fram - en er ekki að flytja staðreyndir. Útskýrðu fyrir mér hvernig þeir geta fagnað þingmönnunum en sumum síður án þess að fara inn í þinghúsið - síðan orðin að fólk eigi ekki að auðsýna veikleika í því markmiði að taka landið aftur til baka. Á undan í sömu ræðu talar hann um -stolnar- kosningar mörgum sinnum - sem rökrétt er klassísk tegund af ræðu sem við þekkjum þ.s. "agitator" - síðan segir hann þeim að fara að þinghúsinu -- ath. lokaorðin eru á þann vag, að menn megi ekki sýna hik í því að taka landið aftur.
**Eiginlega virðist mér hann segja þeim að ryðjast inn. Hann segir orðin aldrei beint. En þau markmið sem hann talar fólkið inn á -- gátu greinilega ekki náðst með friðsamri mótmælastöðu utan þinghúss.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.1.2021 kl. 10:59
"The second impeachment of Donald Trump, the 45th president of the United States, occurred on January 13, 2021, one week before his term was due to expire.
The impeachment of Trump by the House of Representatives of the 117th U.S. Congress came after his attempts to overturn the 2020 presidential election, the adopted article of "incitement of insurrection" cited his January 2 phone call with Georgia Secretary of State Brad Raffensperger and alleged that Trump incited the storming of the U.S. Capitol on January 6 after pushing baseless voter fraud conspiracies about the election."
"In early January 2021, President Trump was criticized for his various actions in his attempt to overturn the 2020 United States presidential election.
He telephoned Georgia Secretary of State Brad Raffensperger on January 2 to pressure him to overturn the election results of the state.
Trump spoke at the January 6 March to Save America rally on the National Mall, where his speech was filled with violent imagery, and suggested that his supporters had the power to prevent President-elect Joe Biden from taking office."
"Once the president is convicted, a further vote may then be held which determines whether the (now-former) president is barred from holding future office: this vote passes with a simple majority in the Senate."
The second impeachment of Donald Trump
"Article I, Section 3, Clauses 6 and 7 of the United States Constitution provide:
The Senate shall have the sole Power to try all Impeachments."
"Clause Six grants to the Senate the sole power to try impeachments and spells out the basic procedures for impeachment trials.
The Supreme Court has interpreted this clause to mean that the Senate has exclusive and unreviewable authority to determine what constitutes an adequate impeachment trial."
Impeachment in the United States
Þorsteinn Briem, 25.1.2021 kl. 11:30
Við skulum kíkja á ákæruskjalið á hendur Trump. Það er eftirfarandi:
RESOLUTION
Impeaching Donald John Trump, President of the United
States, for high crimes and misdemeanors.
1 Resolved, That Donald John Trump, President of the
2 United States, is impeached for high crimes and mis
3 demeanors and that the following article of impeachment
4 be exhibited to the United States Senate:..
Trump er í grundvallaratriðum ákærður fyrir ,,stór glæpir og misgjörðir“ eða ,,high crimes and msidemeanors“. Ók, hvað fellst í því? Kíkjum aftur á ákæruskjalið:
ARTICLE I: INCITEMENT OF INSURRECTION
The Constitution provides that the House of Rep
6 resentatives ‘‘shall have the sole Power of Impeachment’’
7 and that the President ‘‘shall be removed from Office on
8 Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery, or
9 other high Crimes and Misdemeanors’’. Further, section
10 3 of the 14th Amendment to the Constitution prohibits
11 any person who has ‘‘engaged in insurrection or rebellion
12 against’’ the United States from ‘‘hold[ing] any office . . .
Það er sem sagt hægt að dæma Trump fyrir ,,Treason, Bribery, or
other high Crimes and Misdemeanors’’ eða ,,landráð, múturþægni eða stórglæpi og misgjörðir. Demókratar völdu tvo síðustu liðina, enda mjög óljóst hvað felst í stórglæpi og misgjörðir og hægt að klína hvað sem er á þann lið. Hann er sem sagt ekki landráðamaður og/eða múturþæginn (nokkuð sem einn þingmaður Repúblikana er að undirbúa að leggja fyrir varðandi Biden í fulltrúardeildinni, en sú ákæra byggist á að Biden sé landráðarmaður (vinnur með erlendur stórveldi – Kína og múturþægni, þiggur prósentur af viðskiptum Hunter Biden við Úkraníumenn og Kínverja). Það er svo önnur saga.
President Trump addressed a crowd at the Ellipse in
9 Washington, DC. There, he reiterated false claims that
10 ‘‘we won this election, and we won it by a landslide’’. He
11 also willfully made statements that, in context, encour
12 aged—and foreseeably resulted in—lawless action at the
13 Capitol, such as: ‘‘if you don’t fight like hell you’re not
14 going to have a country anymore’’.
Sem sagt, orðin ,,if you don´t fight like hell you´re not going to have a country anymore”. Ef túlka má þessi hvatningarorð sem árás á Capital hill, þá er andskoti langt gengið. Svo er haldið áfram með ruglrökin, að þessi orð hafi kvatt lýðinn til að ráðast á Capital. Með öðrum orðum má stjórnmálaleiðtogi ekki lengur hvetja stuðningsmenn áfram og hann beri ábyrgð á gjörðum annarra. Svona svipað og að ákæra börn nasista fyrir glæpi foreldranna.
Stjórnarskráin er skýr og útskýrir undir hvaða kringumstæðum og fyrir hvaða sakir forseti Bandaríkjanna er VIKIÐ ÚR EMBÆTTI, ekki að fara í pólitískar ofsóknir eftir að hann lætur af embætti. Bandaríkjaþing hefur ekkert lögsöguvald yfir Fyrrverandi embættismanninum Donald Trump. Aðeins dómstólar (Hæstiréttur Bandaríkjanna) getur tekið á þessu máli.
Hér er greinin í stjórnarskránni sem fjallar um ,,brottvísun úr embætti” vegan embættisafglapa eða – glæpi.
The constitution provides scant detail on what accounts for an “impeachable offence”, bar one line: “The president, vice-president and all civil officers of the United States shall be removed from office on impeachment for, and conviction of, treason, bribery or other high crimes and misdemeanous.
Birgir Loftsson, 25.1.2021 kl. 11:49
P.S. hvaða glæpur er það að bregða brigður á úrslit forsetakosningana? Trumpmá alveg segja hvað sem er um úrslít kosningana. Svo er annað mál að sanna kosningasvindlið sem er nánast útilokað vegna þess að þetta var tölvusvindl og ekki hægt að sanna að þetta hafi verið samsæri, þ.e.a.s. samstillt átak Demókrata (og/eða erlendra ríka) í nokkrum ríkjum að svindla kerfisbundið. Það er alveg ljóst að kosningasvindl átti sér stað og einstaklingar hafa verið gripnir að verki, en samsæri...það er annað mál.
Birgir Loftsson, 25.1.2021 kl. 11:55
Þú segir: ,,Varðandi umræðu um - dómafordæmi. Hvort Trump væri dæmdur fyrir dómstóli:
--Þ.e. einmitt eitt af lykilhlutverkum þinga að setja ný fordæmi.
Ég vísa til lagasetningarvalds þinga! Mörg dæmi þess að þingið kollvarpi eldri fordæmum, með nýjum lagasetningum.
Þetta er alfarið rangt hjá þér, í Bandaríkjunum er þrískipting valds. Því er hægt að skjóta málum til Hæstaréttar Bandaríkjanna (bæði það sem Bandaríkjaþingið (löggjafarvaldið) hefur gert sem og Bandaríkjastjórn (framkvæmdarvaldið). Þrískipting ríkisvalds á einmitt að tryggja að einn valdhafinn fari ekki út fyrir valdsmörk sín, sem Demókratar eru einmitt að gera í skjóli þess að þeir stjórna báðum deildum Bandaríkjaþings og Bandaríkjastjórn.
Bandaríkjaþing getur EKKI sett lög aftur í tímann og dæmt menn eftir þeim! Þótt þið Biden sinnar haldið að Trump sé alveg óferjandi og óþolandi, þa hefur hann sín borgaraleg réttindi, rétt eins og allir ríkisborgara Bandaríkjanna. Það mætti þá til dæmis breyta lögum þannig að Trump eigi hættu á dauðadömi fyrir meint afbrot sín! Það að fara í Trump eftir að hann hefur látið af embætti er hreint stjórnarskrárbrot. Meira segja Nixon slapp við réttarhöld af því að hann sagði af sér. Ekki var reynt að lögsækja hann eftir að hann lét af embætti. Ford náðaði hann svo (til öryggis).
Sem betur fer eru Bandaríkin enn réttarríki.
Birgir Loftsson, 25.1.2021 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning