Hefur Trump landað máli er kemur honum í fangelsi? Skv. leka á símtali milli hans og embættismanna Georgíu-fylkis á sunnudag. Getur það hugsast Trump hafi tryggt sér fangelsisdóm!

Trump getur ekki neitað að hafa hring, eftir allt saman tvítaði hann sjálfur reiður um niðurstöðu símtalsins, í Tvíti er gæti lokað hring -self incrimination.-

Donald J. Trump @realDonaldTrump · 9h
I spoke to Secretary of State Brad Raffensperger yesterday about Fulton County and voter fraud in Georgia. He was unwilling, or unable, to answer questions such as the “ballots under table” scam, ballot destruction, out of state “voters”, dead voters, and more. He has no clue!

Vandamálið við símtalið - hve langt Trump gengur.
Hann beinlínis segir Brad Raffensperger að -- finna tiltekinn fjölda atkvæða.

Fólk getur hlustað á parta úr símtalinu er mesta athygli vekja!

Þ.e. erfitt að túlka þá kröfu með öðrum hætti - en óskt til Raffenberger að falsa úrslitin.

I just want to find 11.780 (skv. opinberum atkvæðatölum tapaði Trump fyrir Biden í fylkinu með 11.779 atkvæðum) votes, which is one more than we have, -- We won the election, and it’s not fair to take it away from us like this, -- And it’s going to be very costly in many ways. And I think you have to say that you’re going to reexamine it, and you can reexamine it, but reexamine it with people that want to find answers, not people that don’t want to find answers.

Spurning hvort þarna hafi Trump landað sér það skíru máli - m.ö.o. unnt sé að dæma hann fyrir að hvetja embættismann til að framkvæma glæp, sem er í sjálfu sér glæpur.
--M.ö.o. það að hvetja til glæps.

Skv. Politico geti verið Trump hafi landað sér lagaklandri hann komist ekki frá!

Trump’s pressure on Georgia election officials raises legal questions

In recorded call, Trump pressures Georgia official to change election results

Trump Urges Georgia Secretary Of State To ‘Find’ Votes In Recorded Phone Call

Trump heard on tape urging Georgia officials to "find" enough votes to overturn presidential results

Raffensperger í símtalinu hafnar fullyrðingum Trumps - segir úrslitin rétt!
Virðist ekkert gefa eftir gagnvart Trump!

  1. Trump m.ö.o. segir Raffensperger að - finna akkúrat þann fj. atkvæða sem þarf svo hann hafi unnið í Georgíu.
  2. Hann fullyrðir við Raffensperger - að Raffensperger viti að það hafi verið stórfellt svindl; m.ö.o. sakar Raffensperger skv. því um alvarlega glæpi sbr. yfirhylmingu.
  3. Það hljómar sem hótun frá Trump, er Trump segir það -- stóra persónulega áhættu fyrir Raffensperger.
  4. Þar fyrir utan, talaði Trump um að Raffenspergir ætti að nota rannsakendur er vildu finna svörin - hvað sem það þíðir.

--Skv. því gæti Trump hafa stigið öll skrefin er þarf til að vera sekur um solicitation

In threatening these officials with vague ‘criminal’ consequences, and in encouraging them to ‘find’ additional votes and hire investigators who ‘want to find answers,’ the President may have also subjected himself to additional criminal liability, -- Rep. Jerrold Nadler (D-N.Y.), chairman of the House Judiciary Committee.

Ok Nadler er ekki hlutlaus, en það þíðir ekki endilega hann hafi rangt fyrir sér.

  • Verst fyrir Trump, þetta er -- ríkisglæpur.
    Þannig -presidential pardon- virkar ekki.

The potential violations of state law are particularly notable, given that they would fall outside the reach of a potential pardon by Trump or his successor.

Glæpurinn snýst um kosningu í Georgíu - hann er að leitast við að fá borgara Georgíu til þess að breyta niðurstöðu kosningar; sem skv. 3-talningum í fylkinu - niðurstöðu fylkisþingið og ríkisstjóri hafa staðfest að sé rétt.
--Skv. því sé meintur glæpur Trumps -- ekki Federal.

Falli því utan - presidential pardon.

 

Niðurstaða

Það verður án vafa lífleg umræða um það, hvort Trump með símtalinu fræga eða ófræga hefur landað sér þannig laga-klandi að Trump eigi héðan í frá líklega enga undamkomu frá fangelsisdómi.
En þ.e. enginn vafi að Trump hvetur Brad Raffensperger til að breyta niðurstöðu kjörsins í Georgíu - gefur akkúrat þá tölu sem Trump segir hann vilji að hann -eer- leiti uppi, akkúrat eitt atkvæði flr. en Biden m.ö.o. - að auki sakar Raffensperger um alvarlega glæpi og talar um að það sé alvarlegt mál fyrir hann, og klikkir út með því að óska eftir Raffensperger noti rannsakendur er vilji finna svörin.
--Rannensperger á hinn bóginn, virðist ekkert hafa gefið eftir, hafnað því að rangt hafi verið haft við - sagði úrslitin rétt.

  • Enginn vafi að mjög hávær umræða fer fram um þetta símtal.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona er ekki Trump Einar, en eftir menn Bidens er slóðin falsbridduð i öllu kappi um yfirráð. Ætli þeir að snúa einhverju til verri vegar fyrir Trump er tækni þeirra aðgegilegri og fjármagnið.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2021 kl. 06:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Þetta er allt lýgi Einar her er úskrifta af þessu samtali.

https://www.newsmax.com/politics/trump-georgia-raffensperger/2021/01/03/id/1004057/

Guðmundur Jónsson, 4.1.2021 kl. 10:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur hann ekki veitt sjálfum sér sakaruppgjöf þann 19.Janúar?

Halldór Jónsson, 4.1.2021 kl. 16:27

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, virkar einungis fyrir svokallaða - Federal Glæpi. Eins og bent er á, sé gæpurinn sem Trump líklega framdi í símtalinu með því að skírt og skilmerkilega hvetja Raffensperger til ólöglegs athæfis sbr. að falsa kosninga-úrslitin Trump í hag -- ekki Federal. Þannig sleppi Trump ekki frá saksókn með það ódýrum hætti. 
--Skv. frétt frá í dag, segir Raffensperger Trump verði rannsakaður: "I understand that the Fulton County District Attorney wants to look at it. Maybe that’s the appropriate venue for it to go." Raffensperger segir hans eigið embætti taki ekki rannsókn að sér vegna -conflict of interest- eftir allt saman persónulega of nærri málinu. En öðru máli gegnir um saksóknara í Fulton sýslu.
--Mér virðist þetta fullkomlega -open and shut case- m.ö.o. Trump eigi enga undankomu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2021 kl. 16:56

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson, auðvitað túlka Trump-fanar orð Trump sem sannleik - en hvað kemur óvart þar um. Jörð til þín Guðmundur - Trump tapaði 50 dómsmálum, hann fékk öll tækifæri til að sanna mál sitt - mistókst fullkomlega. Þannig að þ.e. óásættanlegt af þér að nota orð eins og lýgi. Þ.s. Trump hefur ekki í nokkru sínt fram á sannleiks-gildi ásakana -- burden of proof -- liggur hjá honum, og þar hefur hann fallið fullkomlega.
--Maður verður að miða út frá líklegri niðurstöðu dómsstóla.
Hún er ekki sú - bersýnilega, að Trump sé að halda fram sannleik.
Meðan Raffensperger sé að ljúga.
1. Trump greinilega sakar Raffensperger um glæpi - sem Trump hefur engar sannanir fyrir. Það eitt, gæti gert Raffensperger mögulegt, að fara í persónulegt mál við Trump - m.ö.o. meiðyrða og þvinga Trump til að greiða skaðabætur, ef Raffensperger fer í slíkt mál þ.s. sönnunarbyrðin er á Trump að sanna ásakanir - þá er algerlega öruggt að Raffensperger fengi sitt fram.
2. Eðlilega miðar maður við niðurstöðu 50 dómsmála, og 2ja Hæsta-réttarmála, m.ö.o. Trump hefur ekki getað sannað nokkra ásökun -- þannig er málið.
3. Út frá því, er Trump með - tilhæfulausar fullyrðingar. Þær geta ekki skoðast - eins og þú segir - sannleikur. Þ.e. algerlega út í hött að tala um hans ásakanir með þeim hætti. Ég fullyrði ekki þær séu lýgi - en endurtek hann hefur ekki sannað nokkurn hlut. Þar af leiðandi, tel ég hæsta máta líklegast - að þær ásakanir séu ekki sannar og líklega viti Trump að þær séu það ekki. Það sé sennilegasta skýring þess, af hverju Trump tapar öllum dómsmálum - mistekst í svo mörgum tilraunum að sanna nokkurn skapaðan hlut.
--Tími til kominn að þið Trump-arar sættið ykkur við orðinn hlut.
--Trump hafi raunverulega tapað.
4. Ásakanir Trump á Raffensperger séu þar að leiðandi, án þess að ég fullyrði, líklegast þó tilhæfulausar - því alvarlega persónuárásir sennilega á Raffensperger.
5. Að auki, eftir 3-talningar í Georgíu, sem Trump hefur fullkomlega mistekist að kasta rýrð á skv. lögum, þá verður framboð Biden og einnig Raffensperger of hans fólk - að teljst saklausir af ásökunum Trumps.
--Þannig virka lögin. Það sé því forksatanlegur málflutningur, að staðhæfa blá-kalt án nokkurrar persónulegrar vitnekju af þinnig hálfu, að Trump segi satt -- allir hinir ljúgi.
6. Það þíðir, að þ.e. líklegt að dómstóll túlki orð Trumps til Raffensperger á þann veg.
--Að Trump sé að óska eftir að, óska eftir að Raffensperger falsi úrslitin svo Trump vinni eftir allt saman.
--Þ.s. líklegast sé engin - tínd atkvæði að finna - þá komi einungis beiðni um fölsun til greina.
7. Þar með, er Trump þá sekur um lögbrot - sem komi afar skírt fram í máli hans, er hann óskar eftir því að Raffensperger breyti úrslitum Trump í hag.
--Þetta er ég töluvert viss, í ljósi 50 tapaðra mála í röð, að verði líkleg niðurstaða dómsmáls.
8. Þannig líklega endi mál svo að Trump fái nú á sig dóm - fyrir þetta símtal.
--Endurtek, þú þarft að horfa á hver er líkleg niðurstaða dóms - greinilega eru dómarar ekki Trumparar, ekki með þína sannfæringu -- þú þarft því að horfa út fyrir þá sannfæringu, ef þér á vera mögulegt að skilja, hver líkleg málalok eru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2021 kl. 17:10

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, þar fyrir utan stórfellt efa ég Trump geti -- pardon himself -- þó aldrei hafi reynt á það fyrir dómi, þá grunar mig hann tapi slíku máli fyrir Hæsta-rétti. Sérstaklega ef aðferð hans væri tilraun til að sleppa frá réttvísi. Bendi á að nýlega settir Repúblikana-dómarar eru -traditionalists- það þíðir þeir trúa á orðalag Stjórnarskrárinnar -- það kom vel í ljós er þeir höfnuðu tveim dómsmálum frá Trump. Að þeir fóru beint í orðalag stjórnarskrárinnar, það má treysta því að þeir muni skoða sjálft orðalagið - er þeir mundu meta slíkt mál. Hefð fyrir náðun er eldri en stofnun Bandar. sjálfra eftir allt saman, því má ekki gleyma að lög Bandar. byggja einnig á breskri - common law - hefð. Þ.e. algerlega gegn hefð sú hugmynd, að einstaklingar náði sjálfa sig. Þ.e. af hverju Nixon taldi sig ekki hafa heimild til slíks. Ég virkilega efa persónulega, Trump mundi vinna slíkt mál fyrir Hæstarétti Bandar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2021 kl. 17:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það tæki nú meira en hálfan mánuð að höfða mál gegn Donald Trump og dæma í því og Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna 20 janúar. cool

Þorsteinn Briem, 4.1.2021 kl. 18:12

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kim Jong-un er áreiðanlega tilbúinn að veita Donald Trump pólitískt hæli í Norður-Kóreu. cool

Þorsteinn Briem, 4.1.2021 kl. 18:47

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Besti vinur þinn Þorsteinn;nei  hann ætlar verða forseti og bjarga BNA út úr skömminni.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2021 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband