Stærstu erlendu fréttir ársins fáir tóku eftir? Pútín tapaði tveim styrrjöldum 2020 gegn Erdogan! Hvað eiginlega gerðist í Rússlandi 2020 -- er útskýri þetta? Að lokum, gleðilegt nýtt ár öllsömul!

Þetta er síðasta færsla 2020 - þannig ég óska öllum gleðilegs nýs árs!

Ég held án vafa að tap Rússlands-forseta í 2-skipti á árinu 2020 -- fyrra tapið í Líbýu það seinna stríðið milli Armeníu og Azerbadjan -- er Rússland tapar gegn engum öðrum en Erdogan af Tyrklandi. Geti gefið vísbendingu um mikilvæga valda-tilfærslu annars-vegar á Kákasus-svæðinu og hins-vegar í Mið-Austurlöndum!

Tyrkland Erdogans virðist allt í einu rísa sem veldi í Kákasus, með því að styðja Azerbadjan til sigurs yfir Armeníu í stríði um Nagorno Karabak!

Síðan, bendi óvæntur sigur Erdogans í átökum í Líbýu, til hratt vaxandi veldis Tyrklands í samhengi Mið-Austulanda.

  1. Til samans, virðist þetta benda til þess, að Tyrkland sé stefna í að verða mikilvægt - regional power - eða svæðisbundið veldi, að nýju.
    Að einhverju leiti, virðist Tyrkland skipta Rússlandi út.
  2. Spurning hvernig þessi snögga breyting spilast inn á árið 2021?
    En ef Rússland er allt í einu - verulega veikara en áður.
    Gæti það haft frekari afleiðingar á nk. ári.
  3. Tja, t.d. má velta því fyrir sér, að Bandaríkin gætu séð tækifæri til að styðja Úkraínu, í því að sparka mála-liða-her á vegum Rússlandsstjórnar, út úr A-Úkraínu.

En þ.e. þekkt sögulega séð, að ef stórveldi hnignar snögglega, þá leita önnur lönd eftir tækifærum í tengsl við slíka hnignun.
--Það væri algerlega í takt við slíka sögulega sveiflu, ef Bandar. mundi ákveða að prófa, hvort þrýstingur í Úkraínu -- gæti gefið góða raun.

--Ég get ekki spáð því formlega, en slíkt kæmir mér ekki rosalega á óvart!

Áður en Tyrkland hóf afskipti af Líbýu stríðinu virtist vígsstaða ríkisstjórnar V-Líbýu eða Tripolistjórnarinnar vera næsta vonlaus orðin!

Libyan Civil War January 2020.svg

Haftar hershöfðingi er á sínum tíma reis gegn Gaddhafi með stóran hluta stjórnar-hers landsins, hefur nú um nokkurra ára skeið -- stjórnað A-helming landsins, meðan að hinn hluti uppreisnarinnar gegn Gaddhafi, hefur ráðið V-hluta landsins.
--Um hríð var þessi vígsstaða stöðug nokkurn veginn, og skipting landsins í 2-lönd vaxandi mæli augljós.

En seint á árinu 2019 hóf haftar öfluga sókn gegn Tripoli-stjórninni - rétt að nefna að Haftar naut eða hefur notið stuðnings:

  1. Rússlands.
  2. Sameinuðu-Arabísku-Furstadæmanna.
  3. Saudi-Arabíu.

--Áhugavert bandalag virkilega!
Vitað var að SAF og SA höfðu varið miklu fé í her Haftar.
Á vegum þeirra, voru til staðar -- arabískir málaliðar.

--Rússland, var einnig með málaliða-her. Þekktur slíkur sem Rússland víða beitir - Wagner.
Þar fyrir utan, rétt áður en Erdogan hóf bein afskipti.
Bárust fréttir af frekari afskiptum Rússlands:
Russia expands war presence in Libya.

Hugsanlega var þetta kornið er fyllti mælinn - og Erdogan ákvað að senda hersveitir úr her Tyrklands, til aðstoðar Tripoli-stjórninni!

Turkey's Military Intervention in Libya

Áður hafði Erdogan um hríð sent Tripoli stjórninni - vopn.
Sem hafði dugað til þess, að Tripoli stjórninni tókst að verja Tripoli borg sjálfa, ítrekuðum tilraunum Haftars til að taka borgina.
--Þannig að líklega hefur Pútín brugðist þolinmæðin.

Hinn bóginn, í stað þess að gefa eftir - er Erdogan fréttir af rússneskum herþotum á svæðinu, þá þess í stað - verður maður að gera ráð fyrir, að Erdogan hafi ákveðið að Tyrkland mundi komast upp með að senda; hersveitir sjálft á svæðið.
--Engar fregnir bárust síðan af því, að rússn. herþoturnar hafi verið notaðar.

  • M.ö.o. hljómar sem svo að Pútín hafi - hikað/blikkað!

Útkoman var eftir inn-grip Tyrklandshers, að vígsstöðunni var snúið við

Libyan Civil War.svg

Tyrkland virðist hafa beitt eigin málaliðum - Sýrlendingum sem Erdogan í seinni tíð beitir reglulega!
--Áætlað að Erogan hafi sent allt að 12þ. slíka - meðan Wagner hópurinn á vegum Rússland, hafi líklega ekki verið fjölmennari en 2000.

  • Þar fyrir utan, hafi verið sérsveita-liðar Tyrklandsher, er hafi beitt -- drón-flugvélum sem Tyrkland hefur þróað.

Vísbendingar að þær hafi ekki síst, ráðið úrslitum - þær drone-flugvélar.

Azerbaijan Military May Soon Get Famed Turkish-Made Drones - Caspian News

Ekki hef ég mikla þekkingu á þeim - drón-flugvélum.
En eins og sést, geta þær borið vopn.
--Skv. fregnum af átökum í Líbýu, voru það ekki síst þær er réðu úrslitum.

Turkish military intervention in the Second Libyan Civil War

--Niðurstaðan m.ö.o. var - nánast fullkominn sigur Erdogans.
Hann hafði betur þarna gegn - Rússlandi, FAS og SA!

  1. Nú hefur Erdogan - protectorate í V-Líbýu.
  2. Að sjálfsögðu spilar olía og gas, rullu.

--Erdogan ætlar sér mikið með hugsanlega vinnslu í framtíð undan ströndum Líbýu, auk þess gæti hann enn ákveðið - frekari inngrip til að taka allar olíulyndir Líbýu.
Hinn bóginn, virðist a.m.k. um sinn - Erdogan hafa stoppað þar frekari landvinninga.

  • Enda t.d. hótar Egyptaland á árinu að blanda sér í stríðið, ef Erdogan héldi sókninni áfram.

Stríð Azerbadjan og Armeníu - um Nagorno Karabak!

Svona leit kortið nokkurn veginn út áður en Azerbadjan hóf atlögu að Armeníu!

Í fyrra stríðinu um landsvæðið, 1988-1994, hafði Armenía betur.
Svæði sem tilheyrði við skiptingu Sovétríkjanna 1993 -- Azerbadjan, en byggt Armenum.
Hóf uppreisn, sú uppreisn var studd Armeníu - Armenía og íbúar Nagorno Karabak unnu það stríð.
--Að hvaða marki Rússlandsstjórn þess tíma hugsanlega studdi Armeníu þá t.d. í von um að veikja Azerbadjan, er óþekkt -- en slíkar aðferðir eru nú orðnar klassískur rússn. leikur, að veikja lönd nærri Rússlandi með, yfirtöku hluta landsvæða þeirra!

  1. Rauða svæðið er Nagorno Karabak.
  2. Gráa svæðið - er landsvæði sem Armenía hernam.
  • 724þ. Azerar flúðu landsvæði hernumin af Armeníu.
  • Á móti voru 300-500þ. Armenar reknir frá Azerbadjan.

Eins og sjá má hefur kortið breist nokkuð!

  1. Azerbadjan hefur tekið stórt svæði - allt svæðið fyrir Sunnan-Nagorno Karabak sem Armenía hafði ráðið síðan 1994, og auki töluverðan hluta Nagorno-Karabak.
  2. Myndin sýnir vopnahlés-línuna í dag.

--Áhugavert að Erdogan samþykkti - vopnahlé sem Pútín lagði til á þeim punkti.
Þ.s. þessi staða gerir, að stór hluti þeirra Azera er flúðu - fyrra stríðið um Nagorno Karabak, geta sest að í svæðum sem her Azerbadjan hefur tekið.

  • En ef stríðið hefði haldið áfram, er líklegt að íbúar Nagorno-Karabak, hefðu allir sem einn -- flúið til Armeníu.

--Erdogan tekur þann pól, hann hafi staðið fyrir réttlæti!
Með því að stoppa á þessum punkti - þannig hindra þjóðernis-hreinsan á Armenum.

  • Getur hann haldið slíku fram, án þess að það sé í nokkru augljóslega rangt.

Hvað breytist með þessu?

  1. Augljóslega er Armenía - bandalagsríki Rússlands mjög veiklað á eftir.
  2. Samtímis, stendur væntanlega einræðis-herra Azerbadjan sterkar vígi en áður.
  • Á tæru, að Erdoga hefur nú öruggan bandamann, þarna við Kaspíahaf!

Map of Azerbaijan

Forvitnilega spurningin er auðvitað -- af hverju tapar Rússlands 2-stríðum gegn Erdogan árið 2020?

  1. Fréttir hafa borist nýlega af miklu fleiri látnum Rússum vegna kófsins, en Rússlandsstjórn hafði hingað til viljað viðurkenna!
    Russian Covid deaths three times the official toll

    Ein möguleg hluta-skýring, er að Kófið hafi verið óskaplega harkalegt áfall fyrir Rússland, miklu mun meir en stjórnvöld þar hafi kannast við.
    Fyrir utan afar nýlega.
  2. Síðan, hefur kófið valdið miklum skakka-föllum á olíumörkuðum.
    Þó olíuverð hafi nokkuð rétt við sér úr mestu lægðinni.
    --Brent-Crude er nú 51 Dollari.
    Þá er það samt enn - óþægilega lágt verð fyrir Rússland.
    Verðin voru enn lægri sl. vor og sumar.
    **Inngrip Erdogans er einmitt tímasett -- fyrri hluta þessa árs, í Líbýu.
  3. Hinn bóginn, er Nagorno-Karabak stríðið þetta haust.
    Á móti, virðist nú stór bylgja af kófinu í Rússlandi - eins og víða annars staðar.
  • Kenningin getur verið sú, að sameiginleg lamandi áhrif kófsins á innviði rússnesks efnahags + ásamt lágum olíuverðum þetta ár, sem einnig orsakast af kófinu.
  • Skapi þennan óvænta veikleika Rússlands í ár.

Höfum í huga, Tyrkland er ekki olíuríki, græðir frekar en hitt á ódýrri olíu - olíuríki eru á hinn bóginn mjög viðkvæm fyrir tekju-missi af völdum lágs olíuverðs.
Ef olíuverð fer mikið niður eins og það gerði þetta ár, Rússland er þekkt einmitt fyrir slíka viðkvæmni.
--Álagið af kófinu innan Rússlands sjálfs, bæti síðan þar við.

Það getur fleira komið til - en óstjórn Pútíns sjálfs gæti átt hluta að!
Undir stjórn Pútíns, virðist hafa ríkt sannkallað - ræninga-ræði.
Þ.e. hóparnir er stjórna landinu, virðast hugsa fyrst og fremst um að maka krókinn.
Síðan senda þeir peningana úr landi -- áhugavert einkum til London.
--En það augljósa stórfellda og stöðuga arðrán, gæti hafa verið að hola landið upp smám saman innan-frá.

  • Sem kannski var ekki augljóst, meðan olíuverð voru svona -- OK. En þegar kreppa dynur yfir, gæti slík holun landsins innan-frá, verið viðbótar skýring á veikleika.

--En ég get ekki kallað stjórnina í Rússlandi, annað en hreint ræninga-ræði.
Greipar látnar sópa - eins og hver mest getur, féð sent úr landi.

  • Þ.s. það þíðir, að féð er ekki notað til uppbyggingar.
    Þess í stað, hafa líklega innviðir ekki fengið þá fjárfestingu þeir hafa þurft.

Við slíkar aðstæður, fúna eðlilega þeir innviðir! Og ríkið veikist hægt og rólega innan-frá.

  1. Málið er að það getur vel verið að Rússland sé aftur orðið afar veikt.
  2. Hversu veikt, er þó opin spurning.

--Síðast er það ástand var til staðar, t.d. risu Téténar upp, og reyndu að hrifsa sjálfstæði.

  • Það sé þó óvíst að svo nægilega veiklað sé Rússland nú, að múslima-svæði Rússland prófi aftur -- að gera uppreisnir.


Hvað gera Bandaríkin 2021?

Miðað við hvað gerðist 2020 - gætu Bandaríkin fengið þá hugmynd 2021, að unnt sé að sparka Rússlandi frá A-Úkraínu. Bandaríkin gætu sent vopn til Úkraínustjórnar -- ásamt peningum svo Kíef stjórnin geti elft sinn her hratt, og hafið sókn í A-Úkraínu.

  1. Ef Rússland er alvöru haldið nýjum alvarlegum veikleika - gæti hugsanlega tekist að sparka Rússland þaðan út.
  2. Hvað þaðan í frá gerðist -- væri þá enn stærri spurning.

En ef Pútín tapaði í Úkraínu -- eftir 2 töp í röð gagnvart Erdogan.
Gæti stjórn Pútíns sjálfs innan Rússlands - fljótlega orðið völt.

  • En þegar menn stjórna hópi ræningja.
    Þá getur það verið hættulegt hugsanlega.
    Ef þeir halda foringinn sé orðinn - veikur fyrir.

--Óvæntar fréttir gætu allt í einu borist, að Pútín hefði verið veginn í launsátri.
Og slagsmál milli - ræningja-klíkunnar væri hafin.

  • Ef það gerðist, gætu öll múslima-svæðin í Rússlandi.
    Risið í uppreisn. Án vafa mundi Erdogan styðja þær uppreisnir.

Hvort að Rússland sé þetta veikt orðið.
Er eiginlega fullkomlega óljóst.
--Þannig að þ.e. langt í frá víst, að tíðindi 2021 verði þetta stórtæk.

 

Niðurstaða

2021 gæti verið ár frétta af Rússlandi af tagi, sem við höfum ekki séð síðan hrun-árin í kjölfar 1993, er Sovétríkin hundu og síðan komu ár margvíslegrar upplausnar!
Á sama tíma, er alls ekki hægt að slá nokkru slíku föstu!

  1. Það sem maður veit, Pútín tapaði tveim stríðum fyrir Erdogan.
  2. Kófið er mun verra í Rússlandi, en stjórnvöld Rússland höfðu fram til þessa viðurkennt.
  3. Lágt olíuverð - veikir alltaf Rússland efnahagslega.

--Þetta eru megin rökin fyrir veikluðu Rússlandi. Hinn bóginn, segir þetta ekki - hversu veiklað Rússland nú er. En því veiklaðra sem Rússland er, því líklegra er að utanaðkomandi aðilar sem og innlendir -- prófi ævintýri gagnvart Rússlandi.

  • Ég er sjálfur á því, að ræningja-ræðið í kringum Pútín, hvernig ótrúlegum upphæðum hefur þar verið stolið af valda-stéttinni og komið úr landi, í stað þess að fjárfesta þar í innviðum og uppbyggingu; hljóti að hafa til viðbótar veiklað Rússland.

Ef sú veiklun er veruleg orðin, gæti Rússland nú verið orðið afar afar veikt.
Ef svo er, gæti eiginlega nánast allt farið af stað!

  • Úlfarnir innan Rússland sem og utan, gætu lagst á hræið.
    Farið að taka sér bita.

--------------

Gleðilegt nýtt ár!!!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hver urðu úrslitin úr stríðinu í Nagorno Karabak?
Endirinn varð sá að Rússneski herinn hélt innreið sína þangað, inn á svæði sem þeir höfðu ekki verið áður.
Það er enginn Tyrkneskur her í Aserbadjan eða Nagorno Karabak og að auki voru Tyrkir þvingaðir til að flytja í burtu hryðjuverkamennina sem þeir höfðu flutt þangað.
Þetta verður að teljast stórsigur fyrir Putin af því að það er Rússumm mikið hagsmunamál að halda hryðjuverkamönnum frá Kákasussvæðinu
Tyrkir eru ekki hluti af friðargæsluliðinu þó þeir hafi skrifstofumenn í Aserbadjan.
Það lítur út fyrir að Rússar hafi styrkt stöðu sína á svæðinu ,bæði hernaðarlega og pólitískt. Sennilega til langframa.
Ég veit ekki hverig þú færð út að það sé tap.

Varðani efnahagslega stöðu Rússlands.
Það er ekkert ríki í Evrópu sem stendur sterkari fótum fjárhagslega en Rússland,fyrir utann Noreg.
Þeir hafa 17 þúsund milljarða króna í varasjóði og 5000 milljarða í eftirlaunasjóði ,sem er gegnumstreymissjóður.
Að auki eiga þeir 74 þúsund milljarða í gjaldeyrisvarasjóði.
Þetta eru miklir peningar í ljósi þess að verðlag er ca helmingi lægra en hér á landi,þannig að í kaupmætti má margfallda þessa upphæðð með tveimur.
Kaupmáttarlega séð má segja að þeir ráði yfir tæplega 200 þúsund milljarða sjóðum,miðað við Íslenskt verðlag.
Í ljósi þess að þeir hafa alltaf jákvæðann vöruskiftajöfnuð virðist ekki stafa mikil hætta að þeim.
Á þessu erfiða kovid ári hefur gjaldeyrisvarasjóður þeirra stækað um ca 2000 milljarða króna.
Rússland er afar vel rekið ríki og virðis muni eiga góða framtíð

Þetta er ástæðan fyrir því að þeir þurfa hvorki að prenta peninga eða að taka lán þegar þeir eru að styrkja fyrirtæki og einstaklinga  í sambandi við kovid.
Samt eru þeir að styrkja einstaklinga meira en gerist á vesturlöndum.
Sérstaklega er athyglisvert hvað þeir gera vel við barnafjölskyldur.
Fyrirtækin þurfa almennt ekki mikla styrki af því að þau eru skuldlítil eins og almenniingur þar og vel rekin.
Það hefur alltaf tíðkast í Rússlandi að hafa raunvexti og það gerir að verkum að það eru ekki stofnuð fyrirtæki sem skrimta áfram á lánum frá degi til dags eins og til dæmis gerist með þriðjung fyrirtækja í Bandaríkjunum. Stór fyrirtæki.
Þetta hefur komið í veg fyrir bólumyndun sem svo hrynja í hausinn á almenningi
Olíu og gasiðnaðurinn þeirra er ekki rekinn með því að brenna upp lífeyrissjóðum landsmanna eins og í Bandaríkjunm ,heldur stendur hann nú undir 30% af tekjum ríkissjóðs.

Olúverðið er ekki að fara neitt sérstaklega illa með Rússa.
Flest olíuríki eru að fara verr út úr lágu olíuverði en þeir
51 dolar er ágætt verð fyrir þá í ljósi þess að olíuiðnaðurinn er rekinn með hagnaði þar og rekstur ríkissjóðs er miðaður við 45 dollara verð til að halda jöfnu.
Þessir auka sex dollarar hafa gert að verkum að skuldir Rússneska ríkissjóðsins hafa þrátt fyrir allt lækkað' um eina trilljón rúblna á tímabilini júl 2019 til júl 2020.

Það þætti mér fróðlegt að vita hvaðan þú hefur þesa þvælu að Rússland sé í fjárhagsvandræðum.

Borgþór Jónsson, 31.12.2020 kl. 07:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þ.e. yfirleitt ágætt að miða við að hlutir séu akkúrat öfugt við þ.s. þú fullyrðir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.12.2020 kl. 12:22

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég á bara bágt með að átta mig á af hverju þú heldur að ríki með þessa fjárhags og rekstrarstöðusé á barmi gjaldþrots, enda hefurðu ekki sagt hvernig sú atburðarás lítur út sem mundi leiða til slíks.
En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Borgþór Jónsson, 31.12.2020 kl. 16:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi rússnesku rúblunnar hefur hrunið um 31% gagnvart evrunni á þessu ári og tyrknesku lírunnar um 38%. cool

Í Rússlandi búa um 147 milljónir manna, einungis um 77% fleiri en í Tyrklandi, sem er þar að auki í NATO og í NATO-ríkjunum búa um 942 milljónir manna.

Hagkerfi Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu eru öll stærri en Rússlands. enda þótt í Þýskalandi búi um 83 milljónir manna, í Bretlandi 68 milljónir, í Frakklandi 67 milljónir og á Ítalíu 60 milljónir. cool

"The EU-Turkey Customs Union in 1995 led to an extensive liberalisation of tariff rates, and forms one of the most important pillars of the foreign trade policy of Turkey."

Og meðallaun í Tyrklandi eru um 134 þúsund íslenskar krónur, um 63% hærri en í Rússlandi. cool

Þorsteinn Briem, 31.12.2020 kl. 19:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 46% af útflutningi Rússlands fóru til Evrópusambandsríkjanna og um 5% til Tyrklands árið 2017. cool

Evrópusambandsríkin kaupa aðallega olíu og gas frá Rússlandi en raforka frá til að mynda vindmyllum og kjarnorkuverum mun koma í staðinn fyrir olíu og gas í Evrópusambandsríkjunum.

"About 323 GW of cumulative wind energy capacity would be installed in the European Union (EU) by 2030, 253 GW onshore and 70 GW offshore.

With this capacity, wind energy would produce 888 TWh of electricity, equivalent to 30% of the EU power demand." cool

Wind energy in Europe: Scenarios for 2030 - WindEurope - September 2017

24.8.2019:

Hægt að mæta allri orkuþörf heimsins með vindorku

"
In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013.

In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035." cool

2.10.2020:

"Pól­verj­ar vilja freista þess að vera sem mest sjálf­um sér nóg­ir um raf­orku en í því sam­bandi hafa þeir hrundið í fram­kvæmd áætl­un um að virkja vind­inn í Eystra­salti. cool

Í fyrra­dag var und­ir­ritað sam­komu­lag sem fel­ur í sér náið sam­starf nær allra landa á Eystra­salts­svæðinu í orku­mál­um og til­raun­ir til að draga úr skaðleg­um út­blæstri.

Þýskur þingmaður á Evr­ópuþing­inu seg­ir yf­ir­lýs­ing­una eiga eft­ir að stór­auka fjár­fest­ing­ar í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu.

Aðild að sam­starf­inu eiga Dan­ir, Eist­lend­ing­ar, Finn­ar, Lit­há­ar, Lett­ar, Þjóðverj­ar og Sví­ar." cool

Þorsteinn Briem, 31.12.2020 kl. 19:56

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, alvarlegur veikleiki blasir við - greinilega segir þessi saga sem þú segir einungis lítinn hluta af sögunni, þar fyrir utan að rétt er að efast um nánast alla hluti sem Rússlandsstjórn segir er Rússlandsstjórn lýsir sjálfri sér -- klárlega tapar Rússl. tveim styrrjöldum á skömmum tíma, slíkt gerist ekki nema - einhver ástæða sé fyrir; Rússl. verður fyrir alvarlegum höggum 2020. Þú mátt hafa höfuðuð grafið í jörðu ef þér sýnist svo. Hversu miklu veiklað Rússland raunverulega er -- væntanlega kemur í ljós á nýju ári. En þ.e. klárlega stór breyting hvernig veldi Tyrklands vext á kostnað veldis Rússlands í Kákasus og Mið-Austurlöndum. Rússland mjög greinilega hopaði á tvennum vígsstöðum hratt og ákveðið. Slíkt gerir Rússland ekki, almennt séð - nema Rússland eigi ekki annan valkost en að hopa. Sem vekur þá spurningu - af hverju hafði Rússl. einungis þá valkosti að hopa í bæði skiptin? Augljóslega blasir við -- að Rússland hafði ekki bjargir á lausu, til að verja í þau stríð að því marki er hefði dugað til - til að skila annarri niðurstöðu. Er aftur vísar til þess veikleika er blasir við. Og annað sinn, á nýja árinu kemur væntanlega í ljós, hve mikill sá nýji veikleiki Rússlands raunverulega er.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2021 kl. 04:56

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég átta mig ekki á hvernig þú getur kallað það að hopa er Rússland sendir heri inn á svæði í Kákasus þar sem þeir voru ekki fyrir.
Á sama tíma þvinga þeir Erdogan til að draga hryðjuverkaliðið út úr Aserbadjan.
Erdogan hefur engann her á svæðinu nema einhverja eftirlitsmenn á skrifstofu í Baku.
Rússland var ekki í neinni styrjöld nema í Sýrlandi ,og þeir eru að vinna þá styrjöld. Erdogan er smá saman að hrekjast þaðan burt.
Libya er hinsvegar ekki í neinumm forgang hjá Rússum og frekar líklegt að Rússar séu því feignir að Erdogan flytur hryðjuverkamenn sína frá Sýrllandi og Tyrklandi til Libyu.Þá eru þeir orðnir vandamál Frakka og Þjóverja en ekki Rússa.
.
Misskilningur þinn í þessum efnum gæti stafað af því að sennilega stendur þú í þeirri meiningu að Armenia sé einhverskonar verndarsvæði fyrir Rússa.
Svo er ekki.
Þegar stjórnarbyltingin varð í Armeníu í fyrra eða hitteðfyrra kom til valda stjórn sem hafnar nánu sambandi við Rússa og sækist eftir nánari samskiftum við Bandaríkin og EU.
Þessi stjórn er samt á engan hátt fjandsamleg Rússum,enda liggur líf þeirra við efnahagslega.
Það voru því fyrst og fremst vesturlönd sem lýstu yfir stuðningi við Armeníu í þessum átökum.
Það er eftirtektarvert að Rússar gáfu aldrei út slíka yfirlýsingu heldur fylgdust bara með og reyndu að stöðva átökin.
Það er frekar líklegt að sókn Aserbadjana nú stafi af því að þeir voru þess fullvissir að Rússar mundu ekki skerast í leikinn hernaðarlega,sem þeir gerðu ekki.
.
Þegar atburðir verða á alþjóðavettvangi vitum við sjaldnast um allt sem gerist.
Ágætt dæmi um þetta er Kúbudeilan sem allir héldu áratugum saman að hefði verið leyst af því að Kennidy sýndi fádæama ákveðni í málinu og knúði Sovétríkin til uppgjafar.
Við dáðumst að honum fyrir þetta.
Nú vitum við hinsvegar hið rétta,að það var samið um þetta bakvið tjöldin.
Kennidy hafði hinsvegar ekki nægilega mikinn pólitískann styrk til að gera það opinbert og þess vegna lifðum við í þessari blekkingu áratugum saman.
Sovétmenn leyfðu Kennidy að halda andlitinu.
Ég held að svipað sé upp á teningnum í Nagarno Karabak deilunni.
Eins og við munum þá skaut Aserbadjan niður Rússneska herþyrlu og einhverjir fórust 
Venjulega tekur Putin svona atburðum afar illa,en í þessu tilfelli sagði hann nánast ekki neitt opinberlega,hvað þá að hann gripi til einhverra aðgerða.
Tyrkir fengu ágætlega að finna fyrir þessu á sínum tíma.
Hinsvegar var samið um frið undir hans stjórn,að mig minnir þremur dögum seinna.
Þetta er afar merkilegt.

.
Hvað gerðist á bakvið tjöldin sem leiddi til þess að Putin aðhafðist ekkert varðandi þyrluna.
Mínn skoðun er sú að hann hafi sett þessum stríðandi þjóðum úrslitakosti sem hljóða einhvernveginn svona.
Fyrsrt, öll átök verða stöðvuð strax og ástandið fryst eins og það er. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að Rússar draga ekki lengur taum Armena ,af pólitískum ástæðum.
Annað . Tyrkland dregur til baka alla málaliðða frá landinu.
Þriðja. Svæðið verður framvegis undir stjórn Rússneska hersins.
Allt þetta gekk eftir.
Vopnahlé komst á.
Tyrkir eru að hundskast út af svæðinu með hryðjuverkamennina og svæðið er nú undir stjórn Rússneska hersins.
Og Rússland ræður í raun ríkjum í Nagorno Karabak.
Hver var hótunin.
Hernaðarleg íhlutun og efnahagsleg gereyðing.
Bæði þessi ríki eru afar háð Rússlandi efnahagslega,beint eða óbeint.
.
Allir halda andlitnu,nema helst yfifvöld í Armeníu.
Þau verða að sitja uppi með tap sitt. Nú er sótt að stjóninni í Yerevan og ég held að Rússar gráti þurrum tárum yfir því.
Tyrkir fá að hundskast burt með sína hryðjuverkamenn í kyrrþei og Aserbadjan getur látið eins og þeir hafi náð sínu fram ,sem er ekki.
Þeir voru stöðvaðir í miðjum klíðum..
.
Putin er afar slyngur stjórnmálamaður og vill frekar ná sínu fram með lægni frekar en átökum.
Það er mikið ódýrara og fljlótlegra.
Margir blekkjast af því að hann hagar sér  ekki eins og naut í flagi eins og margir vestrænir kollegar hans.
Eins og Putin hefur sjálfur sagt þá er mikilvægara að ná góðri niðurstöðu en að niðurlægja andstæðinginn.
Nú getur Erdogan gengið um með rófuna upp í loftið þó að honum hafi í raun verið fleigt öfugum út úr Aserbadjan.

Borgþór Jónsson, 2.1.2021 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband