Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech þróaði bóluefnið sem er -- markaðssett af bandaríska lyfjafyrirtækinu Phizer! Hinn bóginn er samstarf fyrirtækjanna náið þar eð forstjóri Phizer og hjónin Ugur Sahin og Ozlem Tureci eru nánir vinir!

Hvernig rætt er um lyf BioNTech í fjölmiðlum virðist rangt!
--Stöðugt kallað lyf, Phizer. En þ.e. þýska fyrirtækið BioNTech sem á tæknina að baki því.

Sagan að baki lyfi BioNTech er stórmerkileg, en hjón sem stofnuðu fyrirtækið eru bæði vísindamenn, þau hafa árum saman rannsakað RNA tækni - voru búin er fréttir bárust af dreifingu COVID innan Kína að þróa tækni er gerir það mögulegt að -- vernda RNA sameind í hjúp sem líkist frumuhimnu fruma mannslíkamans, þannig leysa þann vanda hvernig unnt er að þróa lyf er beitir RNA.
--Þannig voru þau komin þá þegar meir en hálfa leið í mark, áður en fréttir bárust af COVID, en er þau heyrðu um þann nýja vírus -- sáu þau tækifæri í því að kynna þessa nýju tækni til sögunnar, með því að beita þessari nýlega þróuðu aðferð!
--Aðferðin virðist mér það byltingarkennd, að líklega verða flest-öll framtíðar bóluefni með þeirri aðferð.

  • Takið eftir, að fram kemur á undirliggjandi hlekk, að Ugur Sahin hannaði bóluefnið í eigin tölvu á nokkrum klukkustundum, eftir að honum barst nákvæm lýsing á gena-kóðun COVID-19 vírussins frá Kína, í Janúar á þessu ári.
    --Megnið af tímanum eftir það hafi farið í prófanir!
  • Hann segist geta hannað aðra útgáfu af bóluefninu jafn fljótt, ef þörf sé fyrir.
    --Spurningin sé fyrst og fremst, hve langar prófanir þyrfti fyrir endurskoðað bóluefni, ef þörf væri að eiga við afar mikið stökkbreytt afbrigði COVID, til þess að heimild landa fengist fyrir dreifingu slíks hugsanlegs endurskoðaðs bóluefnis.

Ugur Sahin, left, and his wife Ozlem Tureci, the co-founders of German biotech firm BioNTech

German researchers advance coronavirus vaccine | Business| Economy and  finance news from a German perspective | DW | 09.11.2020

Spurning hvert akkúrat samband BioNTech of Phizer er!

How BioNTech's husband-and-wife team developed Pfizer's vaccine

The Husband-and-Wife Team Behind the Leading Vaccine to Solve Covid-19

The co-founder of BioNTech designed the coronavirus vaccine it made with Pfizer in just a few hours over a single day

BioNTech CEO confident vaccine developed with Pfizer works on UK virus variant

BioNTech's Covid vaccine: a shot in the arm for Germany's Turkish community

Behind Pfizer's vaccine, an understated husband-and-wife "dream team"

Þetta er mjög merkileg saga!

  1. Sahin, 55, and Tureci, 53, had been researching for nearly 20 years the possibility of using modified genetic code, or messenger RNA (mRNA), to trick the body into developing cancer-fighting antibodies.
  2. Seeing the coronavirus spread fast in China at the beginning of January, Sahin believed his company would be able to direct their research from anticancer m-RNA drugs to be among the first to come up with a mRNA-based viral vaccine.
  • For distribution and marketing, the couple teamed up with Pfizer, whom they had previously worked together on a flu vaccine, and Fosun, the Chinese pharmaceutical conglomerate..."

--Takið eftir -for distribution and marketing- þá sömdu þau við 2-risafyrirtæki.

  • Clinical trials to determine the vaccine's dosage and safety started simultaneously in May in the University of Maryland in the U.S. and Ankara University Ibni Sina Hospital in Turkey, as well as in South America and Europe. They were expanded to include China in July.

--Takið eftir, hóp-rannsóknir fóru fram í þrem löndum, Bandar. væntanlega þar undir stjórn Phizer - Kína væntanlega þar undir stjórn Fosun.

  • In an interview with Turkish news agency DHA in May, Sahin talked of his hectic schedule at the height of the pandemic leading up to the breakthrough this week:
    I was working from my home office, making calls to coordinate with China in the morning and switching to Pfizer (in the U.S.) in the afternoon.

--Ekki klárt hvort fyrirtækið sá um rannsóknina í Tyrklandi - en greinilega voru BioNTech hjónin og forstjóri Phizer í kafi í því máli samtímis.
Það má vera samvinna fyrirtækjanna í framkvæmd fjölda-prófa á lyfi BioNTech hafi verið það náin, bæði hafi séð um þær rannsóknir samtímis. Ekki gengið hnífur á milli.

  • Sahin was born in a modest one-bedroom house in Iskenderun, a town in southern Turkey. Like many young Turkish couples falling into economic hardship in the 1960s, his parents emigrated to Western Germany as a gastarbeiter (guest worker) when he was 4. His father, Ihsan Sahin, worked at the Ford car factory in Cologne.
  • Inspired by a program he saw on German TV called "Immortality is Fatal," Sahin went on to study medicine and earned a doctorate on immunotherapy from the University of Cologne.

--Ugur Sahin er fæddur í Þyrklandi en foreldrar fluttu til Þýskalands meðan að Ozlem Tureci er af tyrknesku bergi en fædd í Þýskalandi. Væntanlega þíðir það að þau séu nokkurs konar -national champions- í augum Tyrkja.
Bæði ganga í skóla í Þýskalandi og gengu námsbrautina all leið inn í háþróuð lyfjatengd vísindi -- virðast kynnast vegna þess að bæði fengu áhuga á samskonar lyfjatengdum vísindum, þ.e. með fókus á RNA tengdar rannsóknir.

Albert Bourla CEO of Phizer!

Pfizer's Early Data Shows Coronavirus Vaccine Is More Than 90% Effective -  The New York Times

Albert Bourla -- forstjóri Phizer virðist hafa verið kunningi hjónanna í langan tíma!

Sahin speaks of Bourla as a friend rather than a business partner. -- It was very personal from the very beginning,

  • Meanwhile, with a current market value of $21 billion, BioNTech, which is located on a street in Mainz ironically called An der Goldgrube ("At the Goldmine"), is now more valuable than Deutsche Bank and Lufthansa.

--Markaðsvirði BioNTech hefur risið hratt!

  • BioNTech has recently opened a production facility in Marburg, Germany. Once the vaccine is approved, Sahin forecasts distribution of 300 million doses to Europe and the U.S. in the first half of 2021, culminating in 1.5 billion doses for the world in a year.

Financial Times lýsti þau hjónin - menn ársins 2020:

FT People of the Year: BioNTech’s Ugur Sahin and Ozlem Tureci.

Það er óhætt að segja að stjarna þeirra hjóna rísi nú hratt!

 

Hvernig virkar lyf BioNTech?

  1. Lyfið inniheldur ekki vírus. Eins bóluefni hafa hingað til.
  2. Heldur einungis svokallað - mRNA (Messenger-RNA).

Bóluefni hingað til hafa virkað óbeint.
M.ö.o. veikluðum vírus dælt í fólk. Er síðan fjölgar sér í líkama fólks.
Því fylgja oftast nær einhver væg veikinda-einkenni.
--En í undantekninga-tilvikum fá einstaklingar erfiðari einkenni.
Með þessu, lærir líkaminn á vírusinn. Og þegar líkaminn hefur sigrast á - veiklaða vírusnum, hefur líkaminn -- þróað með sér, vörn gegn sjúkdómnum!

  • Fólk með léleg ónæmiskerfi getur orðið harkalega veikt í undantekninga-tilvikum.

Bóluefni BioNTech virkar allt allt öðruvísi!

  1. Aftur, bóluefni BioNTech inniheldur - mRNA sameind. Þ.e. allt og sumt.
    Fyrir utan að um sameindina er hjúpur til verndar samskonar og frumuveggir fruma mannslíkamans. Míkróskópískar kúlur með mRNA inní.
  2. Þ.s. gerist er frumur mæta þeim kúlum, að þær sameinast þá frumuveggjum frumanna, mRNA inniheldur fyrirmæli til fruma er leiða fram varnarviðbrögð líkamans gegn vírus.

--Það verða m.ö.o. líklega engin veikinda-einkenni, eins og alltaf verða með venjulegum bóluefnum.
Þ.s. ekki er verið að nota vírus heldur einungis að frumur líkamans fá upplýsingar.
Ferlið er beint -- frumurnar hefja varnar-viðbrögð skv. fengnum upplýsingum.

  • Ég held að þetta hljóti að þíða -- bóluefni BioNTech.
    Sé öruggara en bóluefni fyrri tíma!
  • Ég sé ekki hvað ætti að valda verulegum auka-verkunum.

Þær komi í venjulegum bóluefnum - vegna þess líkamar sums fólks, sýni harkalegri viðbrögð við veikluðum vírusum - en meirihluti þeirra er fá þau bóluefni.

--Vegna þess, að enginn vírus sé notaður í fyrsta lagi.
Þá sé ég ekki að það sé eiginlega nokkur möguleiki á -- verulegum aukaverkunum!

  • Allt og sumt sé, frumur líkamans fái upplýsingar um tiltekið vírus prótein.
    Lyfið m.ö.o. kenni líkamanum strax - að bregðast við.

--Varnarkerfi líkamans fái þá strax upplýsingar svo það eyði vírus.

Ég er eiginlega það sannfærður að þetta sé lyfið sem maður á að taka!
Að ég er þegar búinn að ákveða -- að segja já!
--Ef þ.e. lyf BioNTech sem ég í boði.

  • Tek fram, lyf Moderna fyrirtækisins beitir einnig RNA tækni.
    Ekki kynnt mér hvernig það akkúrat virkar.
    En það virðist samsett með öðrum hætti.
    --Lyf Moderna er þá ekki heldur með vírus.
  • Astra Zeneca lyfið á hinn bóginn, sé hefðbundið bóluefni með veikluðum vírus.
    M.ö.o. ef fólk vill frekar venjulegt bóluefni.
    Vantreystir nýju tækninni.
    --En mér virðist RNA tæknin betri. Vegna þess einmitt, að enginn vírus sé til staðar í þeim bóluefnum. Innihald bóluefna sé skammtur af -- fyrirmælum til fruma.
    M.ö.o. þeim kennt að verjast vírus.

--Eitt sem ég hef heyrt, bóluefni BioNTech noti miklu minna magn af mRNA per skammt en bóluefni Moderna. Prófanir benda til þess að lyf Moderna skili mjög svipuðum árangri!

 

Niðurstaða

Ég er á því að hin nýja RNA tækni -- líklega geri bóluefni mun öruggari en áður. Vegna þess einmitt að hætt er að nota -- vírusa beint sem grunn bóluefnis. Mig grunar að flest vandræði svokallaðar auka-verkanir, tengist mismunandi viðbrögðum líkama mismunandi einstaklinga -- við vírusum sem dælt er í einstaklinga með hefðbundnum bóluefnum.
M.ö.o. þó vírusarnir séu veiklaðir þannig engin alvarleg veikindi eiga að hljótast af, séu sumir einstaklingar ef til vill með veikari ónæmiskerfi en meðalmaður, og veikist því verr en meðaltal -- það gæti verið hvað kallaðar eru, aukaverkanir.
--Flestum tilvikum sé svörun væg, þannig flestir taki lítið eftir því - kannski svipað vægu kvefi.

Með því að -- taka vírusa út úr myndinni. Þess í stað fá frumur líkamans upplýsingar um vírusa-vaka, svo þær þekki þá. Ætti þess-lags umtalverðar svaranir líkama að hverfa.
Þar með aukaverkanir að flestu jafnvel hugsanlega öllu leiti.

Saga hjónanna Ugur Sahin og Ozlem Tureci er áhugaverð. 20 ára rannsóknir á RNA liggja að baki.
Þau voru þegar búin að leysa vandamálið tengt notkun RNA í bóluefnum.
--Má því segja, þau hafi verið akkúrat tilbúin fyrir rétta tækifærið.

Er fréttir bárust um heiminn, um nýjan vírus í Kína í desember 2019.
Þau virðast þannig fyrir einskæra tilviljun hafa verið rétta fólkið á réttum tíma.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

"Lyfjastofnun Íslands hefur gefið út skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech."

"Bóluefnið verður gefið í tveimur skömmtum, 0,3 ml hvor, með að minnsta kosti 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg.

Bóluefnið nefnist Comirnaty.

Á fylgiseðlinum
er tekið skýrt fram að ekki sé hægt að fá COVID-19 af bóluefninu þar sem það inniheldur ekki veiru til myndunar ónæmis. cool

Mjög algengar aukaverkanir hjá 1 af hverjum 10 eru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti.

Algengar aukaverkanir hjá 1 af hverjum 10 eru roði á stungustað og ógleði.

Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að þessar aukaverkanir séu venjulegar vægar eða miðlungsmiklar og gangi til baka fáum dögum eftir bólusetningu." cool

Comirnaty, neither shaken nor stirred

Vodka Martini, shaken, not strred - Algengar aukaverkanir þær sömu og af Comirnaty

Þorsteinn Briem, 26.12.2020 kl. 16:15

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

klárlega er RNA tæknin framtíðin í þessu og ég treysti mikið frekar svona bóluefni en bóluefni sem inniheldur hluta af veirunni sjálfri

Emil Þór Emilsson, 26.12.2020 kl. 22:35

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er sannfærandi og glæsilegt, en engu að síður mjög ótrúlegt. Hvernig gat hann hannað bóluefnið á nokkrum klukkutímum í tölvunni sinni? Er það nokkuð skrýtið þótt margir trúi því að veiran og mótefnið hafi verið til í langan tíma?

Ef við erum bjartsýn eins og þið eruð gæti þetta opnað nýjar dyr fyrir lækningar á allskonar sjúkdómum einsog hér er haldið fram, en full reynsla á þetta kemur ekki fyrren eftir einn mannsaldur að minnsta kosti. Ef þetta breytir erfðamengi mannsins geta afleiðingar komið einnig fram á börnum. 

Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í vetur heyrði ég skýringu vísindamanna á því hversvegna Spænska veikin var svona hættuleg. Svipuð og skyld pest kom fram um 1890, og þá er talið að ung börn hafi myndað mótefni í líkama sínum, ónæmisviðbrögð. Síðan þegar þessi börn voru orðin fullorðin 1918 varð þetta ónæmisviðbragð til þess að Spænska veikin varð banvæn þeim, sem upplifað höfðu þessa pest um 1890. 

Getur þetta lyf búið til ónæmisviðbrögð í líkamanum sem síðar getur orðið hættulegt í seinni pestum sem fram koma? 

Allavega, þetta er vel skrifuð grein hjá þér og hún er sannfærandi. Fólk sem hefur tilhneigingu til að efast myndi þá A) vilja mynda náttúrulegt mótefni, ef það er frekar ungt, eða B) nota Astra Zeneca bóluefnið.

Ég er þó ánægður með að fram koma svona góðar greinar fyrir fólk sem vill taka ákvörðun. Ómögulegt er að bara eitt bóluefni sé í boði. Fólk á að fá að taka upplýsta ákvörðun um hvaða bóluefni það vill eða hvort það vill bóluefni. Vel skrifuð grein og fræðandi. 

Ingólfur Sigurðsson, 27.12.2020 kl. 09:47

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ingólfur Sigurðsson, þetta hefur verið tilfinning manns nú margsinnis á lífsleiðinni er ný tækni hljómar nánast eins og galdrar, pældu í því að við erum með tæki í vasanum er getur leitað að upplýsingum á sekúndum er mundi áður hafa tekið okkur daga jafnvel vikur með leit í bókasöfnum blaðandi í gegnum skræður að leita uppi - áður fyrr hafðirðu mjög litla möguleika til að ná tengingu við einstakling þó þú vissir að viðkomandi byggir í landi X ef þú hafðir ekki nákvæma addressu viðkomandi og heima-símanúmer en nú geta vefir fundið viðkomandi á andartökum -- þetta er einmitt þ.s. ný byltingarkennd tækni gerir, hún virðist manni sem galdur um hríð þar til maður venst henni - vegna nýju möguleikanna er ekki voru áður til sem nýja tæknin skapar; ég átta mig á að fólk sem er skeptískt um nýja tækni gæti valið lyf Astra-Zeneca en mig grunar að nýja tæknin sé í raun betri tækni ekki einungis vegna þess - hve mikil skemmri tíma það tekur að búa til nýtt bóluefni með henni, heldur grunar mig sterklega að þau bóluefni séu samtímis - betri. Þegar maður fæddist í veröld er ekkert internet var til - engir GSM símar - veröldin var enn í Köldu-stríði milli Sovétríkja og Bandar. - Ísl. hafði ekki sjónvarpsútendingar á fimmtudögum og allan júlímánuð ár hvert voru ekki heldur sjónvarpsútseningar - þú gast ekki hringt í persónu erlendis nema vita númer viðkomandi og það var ekki auðvelt að komast að því sbr. ekkert internet og einungis hægt að leita í gegnum símaskrár og ef landið var ekki með sendiráð á Íslandi og það átti eintak af símaskrá síns lands, gat verið nærri ómögulegt að finna ættingja er hafði sest að í tilteknu erlend landi ef sá hafði ekki látið vita um símanúmer og nýja addressu -- eiginlega varðstu að bíða þar til viðkomandi hafði samband. Þ.e. erfitt fyrir fólk að skilja nú -- hve risastórar breytingar hafa gerbylt heiminum. Þegar maður hefur upplyfað svo margar byltingar -- hvernig er hægt að vera annað en, bjartsýnn er ný og virðist byltingarkennd tækni í lækningum virðist vera að skjótast fram á sjónarsvið?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.12.2020 kl. 13:32

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ingólfur Sigurðsson, eitt enn -- ef þú veist ekki hvað fyrirbærið mRNA er, þá eru það stuttar RNA keðjur sem frumur líkamans sjálfar framleiða mikið af, kjarni fruma líkamans - hlutverk mRNA er að senda stutt hnitmiðuð fyrirmæli til frumu-líffæra, þá innan sömu frumu. T.d. er í okkur margvísleg kyrtla-starfsemi, og þeir kyrtlar fá fyrirmæli frá heila okkar eftir því hvað magn þarf að framleiða af þeim efnum sem viðkomandi kyrtill framleiðir - þær frumur sem eru í kyrtli og taka þátt í framleiðslu efna fyrir líkamann -- eru þá með sérhæfð frumulíffæri er framleiða þau efni; þá er mRNA notað til að senda boð til þeirra frumulíffæra af kjarna hverrar frumu fyrir sig - eftir að viðkomandi frumum hafa borist boð frá heilanum um að auka framleiðslu.
Varðandi DNA mannslíkamans, hafðu í huga, hvað allir vírusar gera - þeir ráðst inn í frumur, taka þær algerlega yfir - og gera þær að verksmiðjum fyrir nýja vírusa, m.ö.o. þeir gera fumurnar að nokkurs konar Frankestein skrímslum er gera ekkert annað en að framleiða vírusa - flestir vírusar hafa erfðaefni bæði eru til RNA vírusar og DNA vírusar - meir til af DNA vírusum, þeir nota þau erfðaefni til þess að yfirrita þau fyrirmæli sem hver fruma fyrir sig starfar skv. Það er hvað allir vírusar gera -- ef menn eru hræddir við aðgerðir vísinda-manna er beita nýrri mRNA tækni til að sigrast með enn meiri hraða og skilvirkni á vírusum en áður.
Þá ætti fólk að vera enn hræddara en það nú er við -- t.d. allt kraðakið af DNA vírusum, er innihalda litla DNA búta er hafa það eina hlutverk að fúnkera eins og sjóræningjar er taka yfir hafskip ræna því - farmi þess og áhöfn. Ég er ekki alveg viss að það fólk átti sig almennilega á hversu hættulegt fyrirbærið vírus er. Þeir í sérhvert skipti -- yfirrita er þeir taka yfir frumu í okkar líkama -- allt erfðaefni þeirrar frumu. Þegar við erum veik, þá er það vegna þess að hundruðir þúsunda upp í milljónir fruma hafa verið þannig - yfirritaðar, og eru í liði með vírusunum. Þegar menn tala um stríð milli vírusa og varnarkerfis líkama okkar -- er það einmitt rétt lýsing.
Það mRNA sem Ugur Sahin bjó til, felur í sér fyrirmæli til frumu-líffæra þeirra fruma er fá þann mRNA bút í sig, um að hefja varnir gegn COVID-19 vírusnum. Þannig séð má segja, að vísindin séu ný að færa stríðið við vírusana á þeirra - level. Þ.s. vírusar hafa allt frá upphafi, beitt erfða-efnis-væddum yfirtökum á frumum. En vírus er eiginlega lítið annað -- en bútur af erfðaefni, sem hefur það eina hlutverk að taka yfir frumu og gera þá frumu að frankenstein-líku skrímsli sem hefur það eina starf þaðan í frá að framleiða samskonar vírus. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.12.2020 kl. 14:02

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Allir kynni sér málefnið, lyfin eru til, það þarf ekki snöggsoðið bóluefni. Lyfjafyrirtækin bera ekki neina ábyrgð á því hvernig afleiðingarnar verða, þau eru varin með samkvæmt lögum.

Þakka þér þetta fræðsluefni, það er mjög áhugavert.

Þegar við skoðum hvað virðist gagnast gegn pestinni, þá benda læknar á að HCQ, Ivermectin og ýmis fleiri lyf sem eru notuð gegn sníkjudýrum virki vel á pestina.

Þegar að ég sé að þessi lyf virðast oft vera bönnuð, eða fyrirskipað að nota þau þegar sjúklingarnir eru að dauða komnir, en þá er gagnslítið að gef þau.

Þessi sníkjudýra lyf verður að gefa strax svo að þau drepi sníkjudýrin áður en þau ná að veikja líkaman.

Eftir að líkaminn er að dauða kominn, þá eru komnir alskonar sýklar og sníkjudýr í líkamann og þá þarf aðrar lausnir, sem oft eru ekki til.

Heims heilsugæslan, sem er öll í eigu stórfyrirtækjanna, hefur að því sem læknarnir segja orsakað dauða hundruða þúsunda manna vegna tregðu þessara afla á að nota sníkjudýralyfin, sem kosta lítið.

Heims heilsugæslan virðist frekar vilja selja nýtt bóluefni á uppsprengdu verði.

Þegar talað er um að bólusetja alla, með óreyndu bóluefni, þá virðist það vera mikil áhætta.

Betra væri að bólusetja nokkra til reynslu.

Læknarnir á gólfinu, héraðslæknar og heilsugæslu læknar virðast grátbiðja um að fá að lækna fólkið.

Að þessu athuguðu, þá er spurning, er nokkuð að marka yfirlýsingar fyrirtækjanna sem sýna svona hegðun?

Allt má gera til að græða sem mest?

 

Egilsstaðir, 27.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.12.2020 kl. 16:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas Gunnlaugsson, ég þarf aðeins að leiðrétta þig mep eitt. "Þegar talað er um að bólusetja alla, með óreyndu bóluefni, þá virðist það vera mikil áhætta." Ég get ekki verið sammála því að bóluefnið - - sé óprófað.

Hérna sérðu fjölda er tók þátt í prófunum á bóluefni BioNTec:

 

"43,538 participants underwent randomization, of whom 43,448 received injections: 21,720 with BNT162b2 and 21,728 with placebo."

--Það þíðir, að helmingur þátt-takenda fékk lifleysu, sem er venja í slíkum prófunum.
En 21.728 fengu bóluefnið.
--Þá tölu vantar þarna -- en 94 af þeim hóp veiktust. Meðan bóluefnið varði rest fyrir vírusnum.

------------Ef maður beitir stærðfræði aðeins:

99,57% líkur er það sem sú tala gefur.
--Sem sagt, bóluefnið sé 99,57% öruggt. 
Þ.e. hæsti öryggisstuðull á bóluefni sem ég hef heyrt um.
M.ö.o. það er nærri fullkomlega öruggt, ef þú ert bólusettur með því, að það bóluefni verji þig fyrir sjúkdómnum.

Líkur á aukaverkunum, eru þá að sjálfsögðu 1/21.728 -- vegna þess að engar umtalsverðar aukaverkanir komu fram.
Er hópur af þeirri stærð var prófaður á lyfinu.
--Þetta eru afar góðar líkur!

    • Þannig ég tel þetta út frá tölfræðinni -- vera afar afar gott bóluefni.
      Og að út frá tölfræðinni, ættu allir í þínum aldurshóp að þiggja það, án frekari umhugunsar.

    Ég ætla að þiggja það, ef mér bíðst það.

    Kv.

    fffff

    Einar Björn Bjarnason, 28.12.2020 kl. 13:03

    8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þakka þér kennsluna.  

    Sum vandamál koma ekki fyrr en eftir mörg ár. 

    Við getum kallað þau upp, af netinu. 

    000

    Traust á fyrirtækjum. 

    Hverjir hafa neitað læknum um að fá að nota sníkjudýra lyfin strax og veiki verður vart, og helst áður en fólkið fær veikina. 

    Jafnvel fá þeir ekki veikina sem taka sníkjudýralyfin. 

    Sníkjudýralyfin eru gefin í löndunum sunnan Sahara nálægt ám og vötnum, bæði mönnum og dýrum árum saman, t.d. 20 ár. 

    Þessi sníkjudýralyf geta verið, hydroxychloroquine, Ivermectin og fleiri. 

    Læknarnir virðast gráti næst, vegna þess að þeir fá ekki að nota  sníkjudýralyfin. 

    Slóð

    (Læknirinn grætur, fær ekki að lækna fólkið.Jg) koma gjörgæslu eru að deyja, næstum ómögulegt að lækna þá. Meðferð straks og einkenni sjást, er lykilatriði. (Jafnvel fá ekki veikina ef taka, paraside, sníkjudýralyfin strax. Til dæmis, Ivermectin, HCQ

    23.12.2020 | 01:48

    Þakka þér kennsluna.  

    Sum vandamál koma ekki fyrr en eftir mörg ár. 

    Við getum kallað þau upp, af netinu. 

    000

    Traust á fyrirtækjum. 

    Hverjir hafa neitað læknum um að fá að nota sníkjudýra lyfin strax og veiki verður vart, og helst áður en fólkið fær veikina. 

    Jafnvel fá þeir ekki veikina sem taka sníkjudýralyfin. 

    Sníkjudýralyfin eru gefin í löndunum sunnan Sahara nálægt ám og vötnum, bæði mönnum og dýrum árum saman, t.d. 20 ár. 

    Þessi sníkjudýralyf geta verið, hydroxychloroquine, Ivermectin og fleiri. 

    Læknarnir virðast gráti næst, vegna þess að þeir fá ekki að nota  sníkjudýralyfin. 

    Slóð

    (Læknirinn grætur, fær ekki að lækna fólkið.Jg) koma gjörgæslu eru að deyja, næstum ómögulegt að lækna þá. Meðferð straks og einkenni sjást, er lykilatriði. (Jafnvel fá ekki veikina ef taka, paraside, sníkjudýralyfin strax. Til dæmis, Ivermectin, HCQ

    23.12.2020 | 01:48

    Þeir deyja.

    Þegar þeir komast til mín í gjörgæsludeild eru þeir þegar að deyja, það er næstum ómögulegt að lækna þá. 

     

    Meðferð straks og einkenni sjást, er lykilatriði. 

     

    (Jafnvel fá þeir ekki veikina ef þeir taka, paraside, sníkjudýralyfin straks. Til dæmis, Ivermectin, HCQ til í Lyfju, var frá Kíninn, fannst í Suður Ameríku 1400 til 1600 var notað af frumbyggjum, gin og tónik til í Bónus og Nettó, framleitt í miklu magni, það virkar svo vel.jg)

     

    Við þurfum að tæma sjúkrahúsin.

     

    Við erum svo þreytt.

     

    Ég get ekki haldið þessu áfram.

     

    Ef þú skoðar handritið mitt og ef ég þarf að fara aftur í vinnuna í næstu viku, þá þurfa engir að deyja og ég slepp við að fá áfall. 

     

    Ég get ekki haldið áfram að hugsa um sjúklinga þegar ég veit að þeim hefði verið hægt að bjarga með ítarlegri meðferð og að lyfið sem meðhöndlar þá og kemur í veg fyrir sjúkrahúsvist er Ivermectin

     

    Egilsstaðir, 28.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 28.12.2020 kl. 23:58

    9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

     Fyrirgefðu mistökin, tvítökuna.

    Jónas Gunnlaugsson, 29.12.2020 kl. 00:00

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jónas Gunnlaugsson, þú vísar til vandamála tengdum venjulegum bóluefnum -- en málið er að þetta er óvenjulegt bóluefni, gert skv. algerlega nýrri tækni og þar með algerlega nýrri aðferð. Þ.e. þar af leiðandi ekkert sem bendir til þess, að það lyf sé líklegt að endurtaka þau vandamál.
    --Megin ástæða þess að ég segi það - er að nýja lyfið notar ekki vírusinn sjálfan sem grunn! Hingað til hafa bóluefni virkað þannig, eins og ég útskýrði í textanum að ofan - kannski lastu þann texta ekki nægilega gaumgæfilega - að nota veiklaða vírusa.
    --Síðan er fólk misjafnt, vírusinn virkar þá eins og aðrir vírusar - þó veiklaður hafi verið, að sá dreifir sér í líkamanum, og vegna þess að sá er veiklaður þá nær öllum tilvikum á líkamninn létt með að hafa sigur -- og þá ertu kominn með, vörn fyrir vírus af sömu týpu. Hinn bóginn, er alltaf til staðar hluti af fólki -- sem er viðkvæmara fyrir af einhverri orsök, og fær verri veikindi - jafnvel slæm.
    --Eins og ég bendi á, beitir bóluefni BioNTech -- ekki vírusum, þannig að ekki er ástæða að ætla að það bóluefni hafi þær auka-verkanir sem vírusa-bóluefni yfirleitt hafa í einhverjum minnihluta sjúklinga er fá þau lyf.
    __Vegna þess að bólu-efnið byggir á algerlega nýrri tækni. Er aldrei hefur áður verið notuð -- er eiginlega ekkert fordæmi fyrir notkun bóluefnis er virkar með þeim hætti. Hinn bóginn, kem ég ekki auga á nokkur rök fyrir -- auka-verkunum.
    **En hafðu í huga hvernig það virkar. Að allt og sumt það gerir, að sjúklingur fær -- skammt af mRNA - sem inniheldur fyrirmæli til fruma, til að verjast vírus. Þ.e. allt og sumt. Ég kemt því ekki auga á -- hvað ætti að skapa auka-verkan, eða afleiðingu af því tagi þú bendir á.
    **Af því að aðferðin er allt önnur en bóluefni fyrri tíma nota -- er ekki eiginlega hægt að bera þau bóluefni við það nýja. Því það nýja sé svo fullkomlega ólíkt þeim gömlu.
    --------------------
    Vegna þess, að það eina sem bóluefnið gerir - er að senda frumunum fyrirmæli að verjast vírus, þ.e. enginn vírus sem bóluefnið sjálft er að dreifa. Á ég einfaldlega ekki von á nokkrum auka-verkunum af alvarlegu tagi hvorki skamms- né langtíma, yfir höfuð. En það þarf að vera einhver ástæða fyrir því!
    Hvernig ætti það að valda auka-verkun, það eitt að segja frumum líkamans -- að sjálfar verjast vírus?
    Svo ég endurtek ráðleggingu, að ég tel að allir ættu að taka þetta bóluefni -- þ.e. bóluefni skv. þessari nýju aðferð séu líklega öruggari en bóluefni fyrri tíma. Einmitt vegna þess, að ekki er verið að dreifa vírus með bóluefninu sjálfu -- eins og með öllum eldri tegundum bóluefna.
    Þetta sé virkilega stór bylting þetta bóluefni því það kynni algerlega nýja og byltingarkennda aðferð í gerð bóluefna, er geri eldri aðferðafræði við bóluefna-gerð snarlega úrelta. Mig grunar að þessi nýja aðferð -- skapi miklu mun öruggari bóluefni en áður!
    Þess vegna ætla ég að taka þetta bóluefni ef tækifæri til þess veitist.
    Og ég hvet alla til þess að einnig taka það.
    --Ég met áhættu -- nokkurn veginn, enga!

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 29.12.2020 kl. 15:32

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jónas Gunnlaugsson, ég sé að þú ert að ruglast á fyrirbærinu vírus og sníkjudýri -- punktur: Þ.s. virkar á sníkjudýr virkar örugglega ekki á vírus.
    1. Vírus er ekki dýr - vírus er varla lyfandi í merkingu þess sem við notum yfir lyfandi. Vírus getur ekki fjölgað sér sjálfur. Vírusar eru miklu minni en frumur -- meðan snjíkjudýr eru dýr sem sjálf verpa eggjum, hafa a.m.k. einfalt taugakerfi -- eru eiginlega verur. Sníkjudýr hafa liklega a.m.k. nokkur þúsund frumur sjálf, og vefjaskiptingu. Það að lyf virkar gagnvart - sníkjudýri, gefur enga vísbendingu þess að lyf það virki á vírusa.
    2. Vírusar eru það ólík fyrirbæri dýrum - sem sníkjudýr eru, að við erum að tala um stærri mun en milli dýra og plantna, einnig stærri en milli dýra og sveppa. Vírusar eru far frumstæð fyrirbæri - frumstæðari en sveppir - frumstæðari en öll dýr - frumstæðari en plöntur -- að auki frumstæðari en frumur.
    3. Eina sem vírusar gera - er að ráðast inn í frumur, og endur-forrita frumur svo þær framleiði fleiri vírusa. Þannig drepa vírusar stórar skepnur, einfaldlega með því -- að drepa stöðugt hærra hlutfall fruma í líkömum.
    4. Til að fást við vírusa, þarf mjög sérhæfð lyf. Þ.s. aðferð sérhvers vírus - er að einhverju tagi sérhæfð fyrir þann vírus. Því verður alltaf að búa til sér-lyf eða nær alltaf. Því, oftast nær þurfa lyfin að vera algerlega sérhæfð fyrir hvern vírus. Því aðferð vírusa til að ráðast inn í frumur er nægilega ólíkt oftast nær -- til þess að lyf fyrir annarri vírusategund eru oftast nær gagnslítil til gagnslaus.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 29.12.2020 kl. 15:44

    13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þakka þér Einar Björn Bjarnason, 29.12.2020 kl. 15:44  þessa ýtarlegu og góðu umfjöllun.

    Það sem gefur þessum gömlu ódýru sníkjudýralyfjum gildi, er að þau virka, þau virka á Covit – 19.

    Það er ekki hægt að verja það að þeim hafi verið haldið frá fólkinu og að það hafi ollið dauða hundraða þúsunda manna. 

    Og það allt til að einhverjir verðbréfaeigendur geti margfaldað tekjur sínar.

    000

    Ég set hér neðan við nokkrar slóðir meðal annara,

    slóð

    Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í desember 2016 að tilvist vírusa sé ekki sönnuð. Einu sönnunargögnin fyrir tilvist Covid-19 eru tölvulíkön byggð á ágiskunum um hvernig slíkur vírus gæti litið út. Veiran sjálf hefur aldrei fundist eða verið greind   

    Jónas Gunnlaugsson | 7. september 2020 

     

    1: Hæstiréttur Þýskalands hefur þegar úrskurðað í desember 2016 að tilvist vírusa sé ekki sönnuð.

     

    2: Mikilvæg sönnunargögn sýna að próteinagnir merktar „vírus“ eru mun líklegri til að vera exosomes * sem miðla lausnum við veikindum og öðrum vandamálum.

     (Exosomes, Natural Cellular Communication) Meira neðst.*

    Exosomes are nano-scale extracellular vesicles, extremely small membrane-enclosed vessels, one thousandth the size of a cell, that contain the biologic message of their parent cells.)

     

    3: Einu sönnunargögnin fyrir tilvist Covid-19 eru tölvulíkön byggð á ágiskunum um hvernig slík vírus gæti litið út. Veiran sjálf hefur aldrei fundist eða einangrast.

     

     4: a) Þar sem ekki er hægt að finna meinta orsök, eru fullyrðingar um áhrif hennar algjörlega ósannar. b) Öll meint dauðsföll eru „með“ en ekki „af“ Covid-19, þ.e. það olli ekki sjúkdómnum / dauðanum.

     

    5: Það eru engar áreiðanlegar vísbendingar um flutning frá einni manneskju til annarrar. Þvert á móti sýna rannsóknir sem hafa verið gerðar að þetta gerist EKKI!

     

    6: a) Grímunnar verða að leyfa öndun og hún gerir  „vírus“ ögnum kleift að fara óhindrað í gegn. b) Vegna þess að þessar agnir eru svo litlar eru þær í meginatriðum þyngdarlausar og loftstraumar  bera þær marga kílómetra. Slíkar agnir fara reglulega yfir Kyrrahafið á 3 dögum og Atlantshafi á aðeins meira en einum degi. Fjarlægð 1,5 metrar er því talin vera tilgangslaus.

     

    7: Öll alvarleg veikindi og dauðsföll  voru hjá fólki sem var þegar alvarlega veikt og nálægt því að deyja.

    Í sumum löndum var uppsveifla í dauðsföllum af völdum lokunar sem neitaði fólki um nauðsynlegar meðferðir.

    Í kjölfar andláts þeirra sem hófust tveimur vikum eftir að lokun hófst hafa tölur um dauða verið eðlilegar.

     

    Þess vegna sæki ég um þetta skrif Habeas Corpus og að tafarlaust verði hætt við öllum refsingum.

     

    000

    … *Exosomes

    Natural Cellular Communication

    Exosomes are nano-scale extracellular vesicles, extremely small membrane-enclosed vessels, one thousandth the size of a cell, that contain the biologic message of their parent cells.

    They are produced by virtually every cell type as a means of intercellular communication. Exosomes contain proteins such as growth factors, enzymes, receptors, transcription factors and matrix proteins that govern cell structure, function and signaling. They also contain messenger RNA (mRNA), the blueprint for protein production, and micro RNA (miRNA), an important intracellular signaling mediator. Having a similar membrane to their parent cells, exosomes protect these encapsulated proteins and miRNA from degradation

    until they are delivered to a target cell. When exosomes deliver their contents to target cells, the exosomal proteins have direct effects on intracellular processes and signaling. Exosomal mRNA is translated by the cell to produce numerous copies of proteins that influence target cell behavior, signaling and its own exosome production. Exosomal miRNA influences target cell protein production by interfering with translation of specific mRNAs and reducing the production of the corresponding proteins.

    Internalization of exosomal proteins and RNA also influences the production of exosomes by the target cell. The exosomes that are produced by the target cell, after internalization of the parent cell exosomes, will then have secondary effects on other cells. These cascading effects may be responsible for the more sustained biologic effects seen with exosomes than the effects that the type of proteins in PRP or amniotic fluid alone would have.

     

    000

    10 bloggfærslur fundust

    Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í desember 2016 að tilvist vírusa sé ekki sönnuð. Einu sönnunargögnin fyrir tilvist Covid-19 eru tölvulíkön byggð á ágiskunum um hvernig slíkur vírus gæti litið út. Veiran sjálf hefur aldrei fundist eða verið greind

    Jónas Gunnlaugsson | 7. september 2020

    Endursögn. Svo segðu mér enn og aftur - af hverju eru börnin mín ekki í skólanum? 1: Hæstiréttur Þýskalands hefur þegar úrskurðað í desember 2016 að tilvist vírusa sé ekki sönnuð. 2: Mikilvæg sönnunargögn sýna að próteinagnir merktar „vírus“

     

    Bill and Melinda Gates foundation on march 26 2020 applied for a patent number zero six, zero six, zero six. (( 666 )jg) this patent to connect the vaccinated to cryptocurrency making all humans a commodity, slaves to the system, end of freedom

    Jónas Gunnlaugsson | 9. nóvember 2020

    ( Robert F. Kennedy Jr. Tells One Million Europeans that the Top Three Enemies of Humanity Are Bill Gates, Mark Zuckerberg, and Jeff Bezos. (Video) ) http://stateofthenation.co/?p=35406 000 ← If Joe Biden had a doppelgänger at he debates, is he

    We had a pandemic in 2009. It was the H1N1 and you know what? THE FLU STRAIN GOING AROUND NOW IS H1N1. Our patients who have the flu have H1N1, from China. All of that works against the re-election of President Trump.

    Jónas Gunnlaugsson | 6. nóvember 2020

    DR: We had a pandemic in 2009. It was the H1N1 and you know what? THE FLU STRAIN GOING AROUND NOW IS H1N1. Our patients who have the flu have H1N1. We’re not focused on that at all. It’s not as big a deal as they thought it was. I just saw an

    facts that will pull the masks off the faces of all those responsible for these crimes. politicians these facts are hereby offered as a lifeline that can help you readjust your course of action, and not go down with those charlatans and criminals.

    Jónas Gunnlaugsson | 4. nóvember 2020

    Hverjir geta skýrt þetta fyrir okkur? These are the facts that will pull the masks off the faces of all those responsible for these crimes. To the politicians who believe those corrupt people, these facts are hereby offered as a lifeline that can help

    @Anonymous above my post, these trials (Recovery and Solidarity and REMAP) were designed to kill patients to discredit Hydroxychloroquine. Some studies using reasonable doses show a very good reduction in mortality, even for vulnerable patients.

    Jónas Gunnlaugsson | 3. október 2020

    Google translate. @Anonymous fyrir ofan færslu mína, þessar rannsóknir (Recovery and Solidarity and REMAP) voru hannaðar til að drepa sjúklinga til að ófrægja Hydroxychloroquine. Sumar rannsóknir sem nota hæfilega skammta sýna mjög góða lækkun á

    Hydroxychloroquine, drepur vírusinn, ef það er gefið strax, en ef vírusinn fær í friði að skaða líffæri, þá virkar þetta frábæra lyf síður. Bakteríudrepandi lyf virka þá hugsanlega betur. Bakteríulyf í dýrafóðri, gera virkni þeirra minni í mannfólkinu.

    Jónas Gunnlaugsson | 5. september 2020

    „Skilaboð mín til vísindamannanna eru:„ Ég skil að það er mikill þrýstingur þarna úti, kannski frá stórum lyfjafyrirtækjum eða tímaritum um að komast að ákveðinni niðurstöðu. Ég bið vísindamenn að standa með sannleikanum. Ef bandarískir

    000

    Egilsstaðir, 29.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 29.12.2020 kl. 22:48

    14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Fyrirgefðu, ég átti að setja 5 línur, og svo framhald á bloginu mínu.  

    Þessi málaferla umræða er fróðleg, en að þetta smitist ekki á milli manna, er ekki trúverðugt. 

    Hentu þessari athugasemd út hjá þér. 

    Egilsstaðir, 29.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 29.12.2020 kl. 23:00

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 4
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 856028

    Annað

    • Innlit í dag: 3
    • Innlit sl. viku: 25
    • Gestir í dag: 3
    • IP-tölur í dag: 3

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband