Trump hefur safnað 207 millj.$ frá aðdáendum síðan kjördag, búið til sjóð er nefnist: Save America PAC. Er Trump að nisnota eigin aðdáendur? Tæknilega gæti hann stungið fénu í eigin vasa, eða notað í hvað annað hann vill!

Mér skilst að þetta sé met í söfnun á fé - eftir kjördag. En vanalega hætta menn að safna í sjóð frá stuðnings-mönnum eftir að kosning hefur farið fram!
--En Trump hefur greinilega auglýst stíft eftir fé frá sínum stuðningsmanna-hópum undanfarið!

  • We MUST defend the Election from the Left!
  • I've activated a 1000% offer for 1 HOUR to put America FIRST. Step up & act NOW.

Bill Stepien, Trump 2020 campaign manager, said in a statement

Trump’s post-election cash grab floods funds to new PAC

  1. Leadership PACs can be used to effectively keep your campaign staff on the payroll, keep them in your orbit, pay for travel, pay for rallies, even for polling,
  2. Trump could potentially use his new leadership PAC to not only preserve his influence within the Republican party after he leaves the White House, but also to potentially to benefit him and his family financially.
    --said Brendan Fischer, the director of the federal reform program at the Campaign Legal Center, which supports greater regulation of these entities.
  • This is about maintaining relevance in 2022 to potentially set up 2024, all while freezing the [presidential primary] field,
  • be a part of the story of taking back the House in 2022, then it could show momentum in the midterms, he could be exceedingly relevant in 2024.
    -- said Dan Eberhart, a major Republican donor.
  • These tremendous fundraising numbers show President Trump remains the leader and source of energy for the Republican Party, and that his supporters are dedicated to fighting for the rightful, legal outcome of the 2020 general election,
    --Bill Stepien, Trump 2020 campaign manager, said in a statement.

Hvaða skoðun menn hafa á þessu, er þetta álitleg upphæð!

Gefur Trump augljóslega margvíslega möguleika til að hafa áhrif innan Repúblikanaflokksins.
Fyrir utan, að hann gæti beitt sér nú - í kosningunum í Georgiu snemma í desember 2021, er kosning fer fram um 2-sæti í efri deild Bandaríkjaþings.

Þetta hjálpar Trump augljóslega að halda taki á flokknum.
Gæta þess að flokkurinn hlaupi ekki frá honum.

Mig hefur grunað að Trump ætli að stjórna flokknum áfram!

Stefni að því að tryggja stöðu sem -- óvinur Bidens Nr. 1.
Hugsi sér að beita tangarhaldi á Repúblikanaflokknum.
Í því markmiði að gera Biden lífið leitt, skemma eins mikið fyrir ríkisstjórn Bidens og Trump framast getur.

Gæti Trump lent í fangelsi?

Það er umdeilt hvort hann geti náðað sjálfan sig.
Rétt að benda á, að forseta-náðun nær einungis til.
--Alríkis-glæpa.

Þannig að brot er eiga sér stað er teljast á lagasvæði fylkja.
--Þá veitir forsetanáðun - enga vernd.

Þannig að Trump a.m.k. hefur ekki lengur lagalega vernd!
--Eftir að Biden tekur formlega við embætti.

  • Sama gildir einnig um þá er hafa unnið með Trump!

Að reikna má með því að sókt verði að mörgum þeirra gegnum ákærur og dómsmál.
--Spái engu um það hvort einhver lendir í fangelsi.

 

Niðurstaða

Ég tek fjársögnun Trumps undanfarna daga sem sterka vísbendingu þess að Trump ætli sér alls ekki að sleppa takinu á Repúblikana-flokknum, heldur fyrirhugi að halda þéttings fast í flokkinn, leitast við að ráða sem mest því - hverjir ná kjöri fyrir hans hönd nk. 4 ár.
Til alls þess eru 200 millur væntanlega ekki nægt fé, þannig væntanlega er þetta einungis byrjunin á fjáröflun Trumps -- sem hann væntanlega ætlar að láta aðdáendur sína stórum hluta greiða fyrir.
--Hvort eitthvað af fénu rati til eigin nota, kemur í ljós síðar væntanlega.

En það hafa verið vísbendingar þess að það verið geti að Trump skorti fyrirsjáanlega fé til að halda rekstri fyrirtækja sinna gangandi, og til að greiða sjálfur af skuldum sem hann hefur gengist í persónulega ábyrgð fyrir.

Á netinu hafa mrgir mjög gaman af því að spá Trump - fangelsi.
Það er að sjálfsögðu ekki gefin veiði, þannig séð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt eins og spænska veikin var undanfari breytinga sem tóku enda, eða öllu heldur komust á "hold" eða stopp í nokkra áratugi 1945 verður kínverska veikin einnig undanfari stríðs, að öllum líkindum, og mikilla þjóðfélagsbreytinga, sem munu eiga sér stað á næstu 20-30 árum. Ekki aðeins 4. iðnbyltingin er við dyrnar heldur margt annað.

Aflið sem stendur á bakvið Trump er ekki búið, því hann átti að halda áfram sem forseti samkvæmt ákveðnum spádómum. Það var mannlegur vilji, eða ótti við breytingar sem kemur Biden í embætti. Það þýðir að þeir báðir sigruðu að ákveðnu leyti.

Trump á sér marga aðdáendur, hægriöfgafólk finnur í honum kærkominn leiðtoga sem beðið hefur verið eftir í áratugi, og jafnvel venjulegt frjálshyggjufólk er í sæluvímu að fá svona sterkan leiðtoga. Á móti kemur að margir eru brjálaðir útí hann að hafa ekki tekið harðar á landamærum og lokunum út af veirunni, en alls ekki allir. Ég held að það sé of sterkt til orða tekið að hann sé að misnota fylgismenn sína, en rétt að spurningunni sé þó varpað fram við þessar merkilegu fréttir.

Það er ekki alveg ljóst hvað vakir fyrir Trump, en það er eitthvað og þetta er frekar undarlegt eins og þú fjallar um. Hins vegar hafa menn spáð í að hann gæti haft áhuga á kosningunum eftir 4 ár, hvort hann geti þá aftur verið kosinn, er það vísbending?

Svo er það annað. Má ekki búast við skandölum og hneykslum frá Biden/Harris stjórninni fyrst Trump og hans fólk verða sterkir andstæðingar? Þá verður reynt að grafa upp öll hneykslismál í sambandi við Biden og Harris. Þetta verður væntanlega ekki auðvelt fyrir demókrataflokkinn á næstunni.

Trump virkjaði andstæður og gerði þær meira áberandi. Það er ekkert að fara.

Ingólfur Sigurðsson, 5.12.2020 kl. 03:13

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar minn, ertu að reyna að skapa þér nafnbótina CNN Íslands? Hvað er að því að safna peningum til að fletta ofan af sennilega stærsta kosningasvindli aldarinnar og jafnvel þeirrar síðustu líka?

Hvað um Russia Hoax "rannsóknina"? Kostaði hún ekki vel yfir 30 milljón US$? Allt úr vasa skattgreiðenda. Trump er þó ekki að vaða í ríkissjóð til að fjármagna sinn persónulega stjórnmálaframa eins og Demókratar með Fake News CNN í fararbroddi.

Theódór Norðkvist, 5.12.2020 kl. 09:20

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða falsfréttamiðla ertu að tala um? Jú alveg rétt, ég vitnaði í CNN hér nýlega, þannig að þetta er rétt hjá þér. Ég mun taka tillit til ábendinga þinna og hætta að vitna í CNN.

Theódór Norðkvist, 5.12.2020 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Stærsta kosningasvindli aldarinnar og jafnvel þeirrar síðustu líka" ? Þetta er stór fullyrðing og að mínu viti röng en ég auðvitað hef mínar heimildir frá bæði Fox og CNN, ásamt nokkrum "local" blaðamiðlum í þeim ríkjum sem deilt er mest um að hálfu stuðningsfólks Trump.

Nú væri gaman að sjá hvaða rök önnur en tilfinngarök fyrir þessari fullyrðingu.

Það er búið búið að staðfesta í Pennsilvaníu, búið að staðfesta og endurtelja tvisvar í Georgíu. Arizona er búið að staðfesta og Nevada einnig, ásamt Michican og Wisconsin. Þannig að úrslitin virðast vera klár.

Auðvitað ætti svo Trump sem forseti allarar USA þjóðar að sinna máluim er varðar C-19 í stað þess að reynna tryggja eigin náðum og sinnar fjölskyldu.

Segir meir um manninn og persónuna Trump, að hann þurfi að hafa mest áhyggjru af þvi.

Aftur þetta, bíð eftir rökstuðningi.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.12.2020 kl. 21:12

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rökstuðning? Ég er búinn að koma með rökstuðning 100 sinnum, þá er bara sagt að þetta séu allt samsæriskenningar tapsárra stuðningsmanna Trumps. Spilltir ríkisstjórar og dómarar pólitískt skipaðir sem líta ekki einu sinni á framlögð sönnunargögn, eru engin sönnun fyrir einu eða neinu.

Ég er ekki ókeypis leitarvél fyrir internetið, þú getur fundið þetta sjálfur. Hér er eitt myndband sem sýnir konu vitna enn og aftur undir yfirlýsingu um meinsæri (perjury). Þetta fólk getur farið í fangelsi ef í ljós kemur að þau báru ljúgvitni.

My life has been destroyed

Skoðaðu tengd myndbönd, eftirlitsfólk Repúblíkana rekið út, síðan ferðatöskur af atkvæðum dregnar fram á sama tíma sem línuritið fyrir Biden tók lóðrétt stökk upp. Atkvæðum keyrt á kjörstaði í skjóli nætur í ferðatöskum, ruslafötum og annað þessu líkt.

Í Detroit, dularfullur bíll sést koma með atkvæði inn inn um bakdyrnar. Einmitt á þeim tíma sem þeir höfðu tilkynnt að hlé hefði verið gert á talningu. Ekki einu sinni öryggisvörður í för. Halló!!!! Ef allt er í góðu lagi, af hverju allt þetta pukur og leynd? Ekki koma með sama bullið aftur að tví- eða þrítalning á sömu Mikka Mús atkvæðunum, prentuðum í Kína að líkindum, sanni eitt eða neitt.

Símtal hljóðritað sem sýnir að atkvæðaseðlar voru pantaðir í Kína. Þá er ótalið mögulegt svindl í gegnum Dominion kerfið og ég er nýbúinn að vitna i frétt frá CNN sem segir að Hugo Chávez hafi að öllum líkindum breytt tölum í gegnum Smartmatic kerfið. NÁKVÆMLEGA SAMA KERFI OG NOTAÐ VAR Í KOSNINGUNUM Í BNA.

Ef þú heldur að þetta fólk sem er að bera vitni opinberlega og með undirrituðum yfirlýsingum og þar með að setja sjálft sig í lífshættu, eiga á hættu að vera rekin og jafnvel drepið, bara til að ljúga einhverju út í loftið, þá ertu fífl og ég hef ekkert meira við þig að ræða.

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 06:28

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það má vera að ég sé fífl og við skulum ganga út frá því en það að mínu mati sannar lítið sem þú dregur hér fram.

Ég hef horft upp á vitnaleiðslur á Fox og Oan þar sem þingmenn einstakra ríkja eru að rýna ferlið á kosningum í sínum ríkjum (þó svo að það eigi ekki að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna, búið að staðfesta úrslit). 

Þar hafa komið margir fram með sína skoðun, sitt álit og einstaka dæmi um að búið að hafi verið að skila inn kjörseðli þegar einn mætti á kjörstað.

Það hinsvegar sannar ekki þína fullyrðingu og um leið þeirra , ásamt svona sleggjum : "Stærsta kosningasvindli aldarinnar og jafnvel þeirrar síðustu líka" . 

Ég er líka búinn að heyra tengingar við Hugo Chávez og fleiri þekkta aðila en enn hafa dómstólar, margir hverjir skipaðir fulltrúum Trumps, ekki séð ástæðu til að halla máli þíns manns.

Auðvitað vilt þú og margir fleiri ekki svo ræða málið áfram, þegar þú og þau hafið engar frekari sannannir, bara ykkar skoðun.

Þá er það einmitt bara það á meðan.

Ykkar skoðun.

Þá á meðan er stóra fullyrðingin einfaldlega innihaldslaus, í minni bók. 

 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 07:42

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef ekki séð þennan þátt á NRK, svo ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Gott væri að þú gætir komið með einhver dæmi um nýlegar fréttir um hið meinta kosningasvindl sem ekki reyndust á rökum reistar.

Jafnvel þó þessar stöðvar (veit reyndar ekki hverjar þú meinar því þú nefnir þær ekki nöfnum) geti talist vera falsfréttastöðvar, þá eru þær ekkert minni falsfréttastöðvar en CNN. Þeir hömuðust í næstum fjögur ár með þessa Rússarannsókn sem ekkert kom út úr og virðist hafa verið slagur við vindmyllur allan tímann.

Ég var mikið í sambandi við einn mann sem er nú dáinn - blessuð sé minning hans - en hann var þræll CNN. Hann sagði reglulega við mig: Teddi, nú eru þeir að fara að negla Trump. Hann verður þvingaður til að segja af sér mjög fljótlega (það eru nokkur ár síðan.)

Við vitum hvernig það fór. Eina leiðin sem þeir sáu til að losna við hann var með stórfelldu kosningasvindli. Leknir tölvupóstar frá 2016 benda til þess. Frá WikiLeaks. Gangi ykkur vel að falsfrétta þetta út úr heiminum.

WikiLeaks - The Podesta Emails

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 10:06

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sönnunargögnin benda til að Trump haf fengið tæplega 78 milljón löglega atkvæði í það heila og Biden færri en 70 miljón atkvæði. sem geri þetta vissulega að stærstu kosninga svikum sögunnar.

Ef sönnunargögnin eru öll fölsuð, er nokkuð ljóst nokkur þúsund húsmæður og trésmiðir víðsvegar í USA eru að fremja stærsta og best skipulaða  glæp sögunnar.

Svo sögulegt er þetta hvernig sem á er litið.

https://electionevidence.com/?fbclid=IwAR1ZRJt3naYgM0BufN1aRuN7ZkZKzn-U4JxpNPl2-5WUL5zaa2sHJddtS_Y

Guðmundur Jónsson, 6.12.2020 kl. 10:29

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tengingin var kannski ekki alveg skýr, en þessi Kamran var ráðgjafi fyrir Dominion.

In 2018, Dominion Voting announced that it had been acquired by its management team and Staple Street Capital, a New York-based private equity firm, who was being advised by Kirkland & Ellis LLP.

During Clinton’s campaign, according to an email chain released by WikiLeaks, Kirkland & Ellis LLP partner Kamran S. Bajwa met with John Podesta while offering “anything” to help defeat Donald Trump.

https://theamericanconservatives.net/dominion-advisor-met-with-john-podesta-offering-anything-that-would-help-defeat-trump-according-to-email-released-by-wikileaks/

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 10:37

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Guðmundur.

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 10:37

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þar sem "Theódor" vill ekki rökræðu, vill einræðu (einn skilur nú hvers vegna hann styður Trump), því telst hann sem súkkulaði hér.

Guðmundur, þú vísar í þessa heimild : "https://electionevidence.com/?fbclid=IwAR1ZRJt3naYgM0BufN1aRuN7ZkZKzn-U4JxpNPl2-5WUL5zaa2sHJddtS_Y". ei Aftur þarna, þarna eru söguskýring, álit, engar sannarnir sem hafa sannast fyrir dómi og þá um leið kviðdómi.

Þá á meðan eru heimildir sem þessar hátt suð, lítið meir. Þú vísar svo til smiða og húsfreyja og sögulega skipulagningu á glæpum.

Þú, Guðmundur vilt túlka framburð [affidavit] sem sannleika. Hann er það augljóslega ekki. Ekki frekar að ég sé tilbúinn að skrifa yfirlýsingu að þú sért Sigmundur Davíð og drekkir ekki jólaöl. Það er þá minn framburður en algerlega óstaðfestur, enda ekki búið að sannreyna minn eða þeirra framburð.

Ef þú heldur því fram að allt það sem sé rétt sem kemur fram í þinni heimild sé skipulagt stórsvindl, þá ert þú augljóslega að halda því fram að allir þeim dómarar sem hafa hent öllu kærum lögmannahóp Trump út í hafsauga, séu allir, allir sem einn að taka þátt í réttarmorði.

Eðlilegt kannski að hugsa um það, þegar dómarar þar ytra eru valdir pólitískt, líkt og þeir 15 sem sitja í Landsdómi á Íslandi en það eru önnur umræða.

Aftur þetta, á meðan eru þinar fullyrðingar ósannaðar, í minni bók.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 11:48

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigfús, það er haugalygi að ég komi ekki með nein rök. Ég er búinn að láta þau rigna yfir þig og aðra hér. Fer nú að gefast upp á þessari umræðu ef ég þarf stanslaust að þola yfirlæti, lygar og rógburð í minn garð.

Þú þarft ekkert að vera sammála mínum rökum og getur komið með mótrök, sem gætu hugsanlega Trumpað mín rök. Það eru samt rök, þau rök sem ég hef lagt fram.

Síðan virðistu ekki átta þig á hvað sönnunargögn í máli eru. íslenska orðið er kannski ekki nógu góð þýðing á enska orðinu evidence, sem þýðir kannski frekar vitnisburður.

Lögð eru fram sönnunargögn, eða evidence. Síðan er rannsakað og kannski leiðir the evidence til sakfellingar, kannski ekki. Ef öll sönnunargögn væru þannig að þau sönnuðu sekt með óyggjandi hætti, þyrfti aldrei að rannsaka neitt mál, bara láta hamarinn falla.

Það er þess vegna lygi að allt það sem lagt hefur verið fram sé ekki evidence. Samkvæmt því sem ég hef lesið hafa Giuliani og þau hin ekki fengið að leggja fram þessi gögn í rétti. Málum hefur ýmist verið vísað frá eða dæmt hefur verið þeim í óhag án þess að minnast einu orði á það evidence sem lagt var fram.

Það er enginn að halda því fram að það sem komið hefur í ljós og bendir til misferlis séu óyggjandi sannanir. Það er samt evidence.

Ég fullyrði að það sé tíu sinnum traustari sönnunargögn en nokkurn tímann var til í Rússasirkusnum gegn Trump, sem stóð í fleiri ár og var í gangi á CNN 24 tíma sólarhrings. Hvar var krafan um sannanir þá?

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 12:10

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

1. Varðandi - yfirlýsingar fólks er staðhæfir falsanir - þá fengu Repúblikanar og Demókratar, ath -- sama fj. eftirlits-manna; þetta sleppa blessaðir þeir er fullyrða stórglæp algerlega að nefna einhverra hluta vegna. Að það stendur orð á móti orði, ef maður einungis telur -- eftirlitsfólk flokkanna, þ.s. hvor hefur alltaf mann á móti manni. Ég er sæmilega viss, að líklega er Demókratinn ósammála. Þar fyrir utan höfum við starfsmenn er telja, þ.e. þeir eru einnig vitni -- hingað til hafa starfsmenn er skipta þúsundum ekki komið fram í hópum og staðfest ásakanir -- ég gerir ráð fyrir að dómstólar hafi rætt við starfsmenn er ástæða hefur verið talin til. Til að taka betur á þessu rugli -- þá þíðir þetta væntanlega, að gegn orði aðila er ásakar standi starfsmaður eða starfsmenn er viðkomandi horfði á, að auki eftirlitsmaður hins flokksins. Þannig ásakandinn hafi alltaf - 2 eða fleiri þeirra orð er á móti standa. Það er eins og fólk skilji ekki fyrirbærið -- orð gegn orði. Að er einn fullyrðir -- aðrir mótmæla; þá eru orð þess er fullyrðir í engu falli, fyrirbærið sönnun.
2. Trump er nú búinn að tapa tugum dómsmála, hingað til tapað hverju einasta dómsmáli sem hefur leitast við að fella kosninga-útkomuna, þar á meðal Repúblikana-dómarar hafa verið afar harð-orðið, hér er dómsorð dómsins í Pennsylvaniu: Dómsorð 3rd. Cuircuit Cppeals Court Pennsylvania!. Sérhver þeirra dóma hefur úrskurðað að ekki hafi verið sínt fram á kosninga-svik, að engar er nálgast fullnægjandi sannanir slíks hafi komið fram.
3. Guðmundur, það bendir ekkert til að Biden hafi ekki raunverulega fengið 80 millj. atkvæði - tilvísun í sögulegar kosningar er tilhæfulaus. Enda var kjörsókn sú mesta nú í nærri 100 ár. Báðir flokkar fengu meir en þeir áður höfðu fengið, sem er rökrétt þegar kjörsókn er mun meiri en vanalega. 4. Trump-fanar ættu að gefa upp sínar fullyrðingar, augljóslega í ljósi þess - að þeim hefur ekki tekist að koma fram með nokkrar sannanir sem geta -- kollvarpað framburði annarra þúsunda þar á meðal starfsmanna er tóku þátt í talningum, um að allt hafi farið eðlilega fram. Varðandi framburð er staðhæfir svik -- er vitað að fólk hefur verið beitt alvarlegum hótunum af Trump framboði, mig grunar hreinlega að verið geti að fólk sé án gríns með fals-framburð af ótta við afleiðingar þess persónulega og fyrir eigin fjölskyldu, að halda lygafrmburði ekki áfram. En fram hafa komið aðilar sem eru Repúblikanar - er hafa þorað að segja frá því að þeir hafi verið beittir alvarlegum hótunum beint gegn þeim og eigin fjölskyldu:  Trump tries to drum out GOP election officials who won’t play his games.
5. Þar fyrir utan all, að Dómsmálaráðherra Bandar. nýlega sagði ásakanir um stórfellt svik, ósannaðar: Barr Says DOJ Hasn’t Uncovered Widespread Voting Fraud  --  Barr: No Evidence Of Fraud That’d Change Election Outcome

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2020 kl. 13:50

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Theódór.....ertu að tala við mig....fíflið... ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 14:03

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigfús, ég sagði ekki að þú værir fífl. Ég sagði:

Ef þú heldur að þetta fólk sem er að bera vitni opinberlega og með undirrituðum yfirlýsingum og þar með að setja sjálft sig í lífshættu, eiga á hættu að vera rekin og jafnvel drepið, bara til að ljúga einhverju út í loftið, þá ertu fífl og ég hef ekkert meira við þig að ræða.

Engu að síður var kannski óþarfi hjá mér að nota svona stór orð og ég biðst velvirðingar á því. Reyndar held ég að þú sért skynsamur og trúir þessu ekki og sért bara að tala gegn betri vitund.cool

Við skulum bara sjá til hvernig þetta fer, eftir 3 - 4 vikur. Ég hef a.m.k. aldrei séð jafn miklar ádeilur á nokkrar aðrar kosningar í BNA og þessar. Al Gore - Bush deilurnar eru dropi í hafi miðað við þetta.

Einar, ég held að hótanirnar hafi verið mest frá Demókrataliðinu í garð þeirra sem hafa stigið fram og reyndar lögfræðingateymi Trumps líka. Sama liðið og átti stóran þátt í að koma Biden til valda, ef hann kemst til valda, hefur verið að brenna borgir í USA. BLM og Antifa sem eru ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Þannig að ef einhvern flokk er hægt að bendla við fasisma þá er það einna helst FRAUDemókrataflokkurinn.

Fraudemocratic party

Theódór Norðkvist, 6.12.2020 kl. 17:16

16 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Takk fyrir að sjá að þér. 

Það mættu mun fleiri taka þig til fyrirmyndar :) 

Takk fyrir það.

Ég er hinsvegar á því að þair sem stýra baráttu Trump, nú fyrir dómstólum eigi að fá að leggja sitt mál fyrir þar til gerða aðila.

Ég hef ekki séð af einum dómstól sem hefur valið að taka eitt einasta mál fyrir kviðdóm og þá skil ég málin þannig engar sannanir séu til staðar.

Man í einu að fyrstu málinum sem Guliani fór með fyrir dóm í Pennsilvaniu, þá talaði hann um svindl á leið í dómhúsið en breytti því í kvörtun (complaint) í dómstólnum sjálfum, og var vísað frá dómi.

Það segir mér að hér séu miklar umbúðir en minna innihald.

Allt sé leikurinn gerður til að draga úr trúverðugleika Bidens. Í raun það sama og framboð Trump og Trump sjálfur hefur kvartað mikið yfir.

Því finnst mér þetta ótrúverðug barátta hjá Trump en vil endilega sjá hann/lögmenn hans koma fyrir dóm, hafi þeir til þess gerðar sannanir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 18:33

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baráttan þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vekja athygli á fjársöfnuninni, sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að greiða niður skuldir framboðsins eftir kosningabaráttuna.

Trump á nefninlega ekki fyrir þeim sjálfur, eins og komið hefur fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2020 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856028

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband