15.11.2020 | 15:39
Markar nýr 15 landa samningur yfir Kyrrahaf - skeið ægivalds Kína? Skaut Trump Bandaríkin harkalega í fótinn - er hann labbaði frá Trans-Pacific-Partnership samningnum?
Svokallaður -Regional Comprehensive Economic Partnership- samingur eða RCEP er nú formlega í höfn, og sameinar alla fyrri samninga um viðskipti milli Kína og Kyrrahafsríkja í einn samning.
Að þessu leiti er hann sambærilegur við TPP eða Trans-Pacific-Partnership samning, sem Trump sem fyrsta verk eftir að taka við 2017 - sagði Bandaríkin frá; en sá samningur var hugsaður af Obama-stjórninni á seinna kjörtímabili 2012-2016 að verða þungamiðja þess að tryggja áframhaldandi áhrif Bandaríkjanna yfir Kyrrahafs-svæðinu.
Asia-Pacific countries sign one of the largest free trade deals in history
Spurning hvort að með því að labba frá TPP -- hafi Trump gefið Kína stórfellda gjöf.
Sem Kína er nú að hala inn?
--Stendur Trump í raun fyrir: Make-China-Great-Again?
Meðlimalönd RCEP: Kína, Brunei, Kambódíu, Indonesíu, Laos, Malaysíu, Myanmar, Filippseyjar, Singapore, Tæland,Vietnam - síðan Ástralíu, Japan, Nýja-Sjáland og Suður-Kóreu.
Meðlimalönd TPP (eins og til stóð): Bandaríkin, Ástralíu, Brunei, Chile, Japan, Malasíu, Mexikó, Nýja-Sjáldan, Peru, Singapore, Vietnam ásamt Kanada.
- Tæknilega er TPP enn til, tæknilega gæti Biden gengið með Bandaríkin aftur í hann, en hin meðlima-löndin endursömdu sín á milli og síðan formlega störtuðu honum ca. ári síðar en TPP átti formlega að starta.
- Hinn bóginn virðist öruggt, að Trump mun gera allt sem hann getur -- til að hindra Biden í því að - koma Bandaríkjunum aftur inn í það samstarf.
--Til þess að skemma allt sem hann getur fyrir Biden, í von um endurkjör 2024.
Að ganga aftur í TPP - væri nokkurs konar varnar-aðgerð, liður í að tengja lönd sem Bandaríkin vonast til að halda bandalagi við -- við sig fyrir utan varnar-samstarf, í viðskipta-samstarfi að auki.
Kína aftur á móti, er að nota viðskipti -eins og Bandaríkin áður gerðu- til að efla sín áhrif, ekki síst áhrif á önnur lönd -- áhrif þíða að lönd verða líklegri að gefa eftir gagnvart Kína.
--Slík áhrif skipta mjög miklu máli þar af leiðandi.
- Sumir Trumparar virðast einangrunar-sinnar, halda að Bandar. geti lokað sig af - það verði allt í lagi.
- En það mundi gefa Kína þá fullkomna drottnunar-stöðu smám saman á Kyrrahafssvæðinu.
--Persóna væri mjög naív er héldi að Kína stoppaði barasta þar.
- Lærdómur áranna fyrir Seinna-stríð var sá, að ef menn lofa stóru veldi að byggja upp drottunar-stöðu án þess að gera í nokkru til að stöðva það eða a.m.k. hægja á því.
- Þá kemur það til að kosta gríðarlega síðar.
Að mínum dómi - var labb Trumps úr TPP --> Augljós risagjöf til Kína!
Gjöf sem Kína ætlar að hala nú inn --> Er Bandaríkin hafa ekki TPP sem mótvægi við RCEP.
--TPP mundi ekki þiða, að Kína væri algerlega stoppað. En það hefði þítt, að Bandaríkin - héldu fastar í tiltekin hóp landa!
--Samtímis eftir því veldi Kína stöðugt vex.
Þannig að - TPP var varnar-aðgerð gegn hratt vaxandi veldi Kína.
--Að labba frá TPP -- var ótrúlega skammsýn og örugglega skaðleg ákvörðun.
- En á endanum, geta Bandaríkin ekki verið - örugg heima, ef þau lofa Kína að labba yfir megnið af restinni af heimsbyggðinni -- þannig vaxa stig af stigi að veldi, þangað til að Kína mundi verða nægilega öflugt til að sækja að Bandar. á heima-velli.
En ef Bandar. lofa Kína að vaxa ótékkað -- eins og virðist Trump hafi gert.
Þá á endanum, verður Kína það sterkt - að meira að segja Bandar. megna ekki að verjast þess áhrifum á heimavelli.
- En segið mér, í hverju skaðaði viðskiptastríð Trumps við Kína -- Kína?
--Í dag er viðskipta-halli Bandar. v. Kína stærri en hann var 2016.
--Tollar Trumps, voru borgaðir af bandar. neytendum - ekki Kína.
Því voru þeir tollar -own goal- Bandaríkjanna allir með tölu. - Sama tíma, voru tollar Kína á Bandar. -- verulega skaðlegir útflutningi Bandar. til Kína, sbr. þeir hafa nokkurn veginn stöðvað sölu á gasi frá Bandar. til Kína - þeir minnkuðu til muna útflutning landbúnaðar-afurða frá Bandar. í til Kína.
--Trump brást við með því að gefa bandar. bændum fullt af ríkispeningum. - Kína -- gaf í raun ekkert eftir gagnvart Trump stjórninni - ekki fingur, ekki nögl.
Samningur sem Trump gerði -- fólst nær allur í loforðum sem Trump stjórnin mun ekki ná að halda inn, þ.s. hún hefur ekki enn gert það.
- Loka-niðurstaða hlýtur að vera sú -- Xi Jinping vann viðskiptastríðið við Donald Trump. Viðskiptastríð sem Trump kallaði -- auðvelt að vinna.
--Sama tíma labbaði Trump frá TPP - sem þíddi að Trump labbaði frá aðgerð sem hefði eflt áhrif Bandar. í tilteknum löndum, sem sum hver eru nú meðlimir RCEP.
--Það þíðir, að Trump gaf í raun þau áhrif á mörg þeirra landa yfir til Kína.
Fullkomin gjöf á silfur-fati til Kína!
--Þess vegna set ég þetta fram, er Trump í raun: Make-China-Great-Again?
- Allar aðgerðir Trumps virðast hafa misheppnast fullkomlega.
- Á meðan vex veldi Kína hratt þau 4 ár hann ríkir -- og Kína í lok tímabils Trumps, er að hala inn þá gjöf sem Trump veitti Kína; er Trump labbaði frá TPP.
--Með því að ljúka nú um margt sambærilegum samningi, sem eins og TPP átti að verka -- að verja áhrif Bandaríkjanan á móti; verður tæki Kína í hratt vaxandi sókn þess eftir áhrifum á kostnað Bandaríkjanna og annarra Vesturvelda.
Niðurstaða
Mér virðist heilt yfir sagt ekki standa steinn yfir steini af utanríkistefnu Trumps gagnvart Kína - honum hafi algerlega misheppnast að ná fram þeim markmiðum hann setti sér fram.
Þar með hafi honum algerlega misheppnast að bæta fyrir þann skaða, sem gjöf hans til Kína var -- er hann labbaði frá TPP.
Eftir að ljóst er að Kína í reynd vann fullkolega viðskiptastríðið.
Þá er ljóst að sú aðgerð er Trump hóf, hefur í engu veikt Kína.
Þess í stað standa Bandaríkin veikar eftir, hafa hent frá sér TPP -- ekki halað nokkurn skapaðan hlut inn á móti.
- Þetta er eins ástæða þess, að stórfelld endurskoðun utanríkisstefnu Bandaríkjanna er algerlega nauðsynleg!
Bandaríkin klárlega þurfa að ganga að nýju inn í TPP.
Í því fælist einungis varnar-aðgerð, svo að veldi Kína vaxi aðeins hægar.
En það þarf að hefja verkið á einhverjum punkti. Fyrst þarf að efla eigin stöðu, áður en meira er hægt að gera.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning