Sögusagnir Trumps um kosningasvik virðast vera virka, tilgangur Trumps virðist snúast um ímynd Trumps sem sigurvegara -- honum sé að takast að sannfæra Repúblikana-kjósendur hann hafi ekki tapað!

Þessar rosalega -ruddalegu- ásakanir, sem enginn sjáanlegur minnsti flugufótur er fyrir.
En, hingað til hafa dómsmál Trumps - snúist að mestu um tæknileg atriði er litlu máli skipta, sbr. að eftirlits-persóna standi örlítið nær vettvangi - að póstlögð atkvæði séu rétt flokkuð; en einhver dæmi virðast hafa fundist um mistök!
--Eiginlega ekki furðulegt, einhverjir kjósendur skrifa nafnið sitt illa svo erfitt er að ráða í - eða ganga rangt frá atkvæði sínu -- einhverjir þreittir starfsmenn, standandi klukkustundum saman við að telja - eða flokka, gera mistök.
--Samansafnað, virðast hafa fundist nokkur hundruð slík - mistök.
--Ekkert í átt við þ.s. getur ógnað kosninganiðurstöðunni!

En tilgangur Trumps virðist ekki vera sá að ógna niðurstöðu kosninganna!
Heldur að verjast því - eer ímyndaráfalli, að hafa tapað!
--Þannig, hann sé að telja fólki trú um, hann hafi ekki tapað - þannig verja sigurvegara ímynd sína, sem hann heldur stöðugt á lofti -- þó svo 6 fyrirtæki hans hafi orðið gjaldþrota fyrir árið 2000.
--Þ.e. hvað hefur verið áhugavert við Trump, að ímynda-smíð hans hefur afar litla veruleika-tengingu; m.ö.o. meir í ætt við skáldsögur eða fantasíur en veruleika.

  1. Trump hafi sennilega aldrei gengið eins langt og í þetta sinn, með skáld-sagna-gerð sinni, með ásökun hans um -- svik, er greinilega hafa ekki verið til staðar.
  2. En ímynda-smíð hans virðist snúast um það -- hverju fólki trúir, ekki hvað er raunverulega satt.

Trump virðist einmitt vera að takast ætlunar-verk sitt, að fá fólk til að trúa því hann hafi ekki tapað -- þannig að verja sína ímynd sem sigurvegara!

En samtímis vegur Trump harkalega gegn líðræðiskerfinu í Bandaríkjunum, þeim stofnunum sem sjá um að staðfesta trúverðugleika kosninga þar --> Trump gæti í raun verið að valda verulegum skaða á trausti gagnvart líðræðiskerfinu --> Í sínu -quest- að verja sína persónulegu ímynd!

Þetta er atriði sem mér hefur virst alltaf loða við Trump --> Þ.e. fullkominn skortur á siðferðiskennd, sem og ábyrgðarkennd --> M.ö.o. honum sé skítsama hvaða tjóni hann valdi á stofnunum samfélagsins og þess innviðum, ef hann sjái þann skaða þjóna hans persónulegu markmiðum.

Trump’s Crazy and Confoundingly Successful Conspiracy Theory

Poll: 70 percent of Republicans don’t think the election was free and fair

Könnunin virðist sýna fram á -- sigur sögusagna Trumps!

70 percent of Republicans now say they don’t believe the 2020 election was free and fair, a stark rise from the 35 percent of GOP voters who held similar beliefs before the election.

  1. Sigurinn sé ekki sá að Trump gegni störfum forseta nk. 4 ár.
  2. Heldur sá, að með heppnuðum hætti -- sá -grievance- sögu, er verði örvar-oddur baráttu Trumps nk. 4 ár -- væntanlega -super hostile- stjórnar-andstaða.
  3. Þ.s. allir Trump-fanar munu trúa því fullkomlega, að kosningunni hafi verið stolið - að Trump hafi verið rændur.

--Ég sé fyrir mér, stjórnar-andstöðu er verði -nastí- í óþekktum hæðum miðað við sögu Bandaríkjanna, þ.s. allt verði gert - meina allt - til að skemma fyrir Biden-stjórninni.

--Það muni skipta Trump engu máli, að ef þær tilraunir samtímis - skaða hagsmuni Bandar. og þjóðarinnar, sbr. ef þær grafa undan atvinnu-uppbyggingu, tilraunum til að skapa samvinnu við aðrar þjóðir t.d. gegn kína --> Allt sem Biden geti grætt á, verði eyðilagt. Ef Trump, mögulega getur eyðilagt það! Síðan ef Trump tekst að skemma/eyðileggja --> Muni hann kalla Biden --> Weak, og kenna honum um þá útkomu.

Ég sé fyrir mér -- eiginlega, pólitík sem fullkomið stríð!
Þ.s. allt verði leyfilegt!
--Auðvitað í stríði, þá bregðast þeir sem ráðist er að, við a.m.k. á einhverjum punkti.

Ég reikna með að pólitíkin í Bandar. nk. 4 ár -- verði nastí sem aldrei fyrr.

 

Niðurstaða

Það sé enginn vafi Trump tapaði 2020 - þar fyrir utan sé nú fullkomlega ljóst það var ekkert samsæri, engin svik er skiptu máli um útkomuna í tengslum við þær kosningar.
--Hinn bóginn, hafi Trump alltaf haldið á lofti ímynd sem sigurvegara, alltaf virðast trúað hann sé sigurvegari -- þó svo að 6 fyrirtæki hans fyrir 2000 hafi hrunið -- kaldhæðið að ástæða þess Trump borgaði nánast enga skatta í meir en 10 ár er óskaplegt tap yfir 900 millj. dollara er Trump varð fyrir árin fyrir 2000.
--En einhvern veginn, tekst honum að viðhalda þeirri ímynd þrátt fyrir allt sem á gengur, burtséð frá öllu því fé Trump hefur tapað í gegnum árin!

  1. Trump ætlar sér greinilega að endurtaka leikinn -- þ.e. að snúa tapi í sigur.
  2. Þó hann hafi tapað, sannfærir hann fólk um það -counter factual- að hann hafi í raun unnið.

Ímynd Trumps snúist ekki um hvað raunverulega er -- heldur að sá trú á hans persónu.
Þegar við erum að tala um trú -- þá skipta sannanir, staðreyndir -- engu máli!
Trump hafi tekist að fá meirihluta Repúblikana-kjósenda til að trúa!
--Þá skipti ekkert annað máli.

Trump geti líklega notað þá -grievance- kenningu að sigrinum hafi verið rænt, þó sú kenning gangi fullkomlega gegn staðreyndum, til að halda tangar-haldi í kjósendur Repúblikana!
--Þannig stjórninni á Repúblikana-flokknum!

Það gangi þá væntanlega í hönd nk. 4 ár -- allra svæsnasta árásarpólitík sem sést hefur í Bandaríkjunum í minni nokkurs lifandi manns.
Pólitík er muni snúast um að, rífa allt niður og skemma, sem Biden reynir að gera.
Það muni ekkert vera það nastí að það komi ekki til greina! Eða verði ekki hrint í framkv.
--Síðan auðvitað, muni Trump fyrirhuga - að kenna Biden um það, ef Trump tekst að rífa allt niður sem Biden leitast til við að framkvæma eða hrinda í verk; kalla Biden --> Weak. 

Trump er sennilega sú allra andstyggilegasta persóna er komist hefur til valda í Bandar.
Þessi 4 ár muni reyna á samfélags-uppbyggingu Bandar. -- þ.s. hatur hópanna hlýtur að eflast stórum meðan á öllu þessu gengur.
--Spurning hvort að Bandar. geta lifað af slík samfélags-átök er líklega standa yfir allt nk. kjörtímabil. Og rökrétt verða sífellt andstyggilegri eftir því sem tíminn líður fram það kjörtímabil.

Trump muni ekki stoppa eða hika, og nota allt hik andstæðinga -- sem sönnun þess þeir séu --> Weak. Þannig hvetja þá á móti, til að auðsýna ítrustu hörku.
--Slíkur hringur í 4 ár, gæti raunverulega -- tvístrað Bandar. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Blogginu mínu eru tenglar (sem enn fá að standa) á greiningar sem ég hvet þig til að skoða. Greiningin sem Dr.Shiva gerir er sérstaklega athyglisverð. Hann sannar (fyrir mér og flestum sem skilja hvað hann er að gera) að talningavélar í fjórum hreppum Michican voru ekki að telja rétt og færðu kerfisbundið atkvæði frá Trump til Biden.

Guðmundur Jónsson, 13.11.2020 kl. 14:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson, Ég las umræðu um þetta - mér virðist hann einfaldlega gefa sér fyrirfram, að um tiltekin kjósenda-hegðan standist ekki; þannig hann gefi sér -- að kerfið hafi verið riggað. Hann er örugglega ekki með aðgengi að kóða kerfisins, hann m.ö.o. gefi sér tiltekin hegðan standist ekki, þar með sé -- það satt. Ég hugsa að ég taki slíkri kenningu með haug af saltkornum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2020 kl. 16:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið Trumps er rugl og raus,
og rosalegt er skapið,
Skrattinn sjálfur karlinn kaus,
en Kanans stórt var tapið.

Þorsteinn Briem, 13.11.2020 kl. 16:42

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er rangt skilið hjá þér Einar. Íhugaðu þetta, Shiva sýnir fram á að kjósendur í Micikan breyttu hegðun sinn eftir því hve mikið fylgi Trump var með,  eða ,þar sem Biden var að vinna hegðuð kjósendur Trum sér allt öðruvísi en þar sem hann var að tapa. 

Guðmundur Jónsson, 13.11.2020 kl. 17:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson, ehem - hann er einungis vantrúaður á að kjósendur hafi skipt yfir til Biden er áður kusu Trump - hann gerir tölfræðilegan samanburð, en slík tölfræði segir einungis einhverja hlutfalls-tölu, það eitt að hann hefur hlutfalls-tölu segir ekkert í sjálfu sér - þar fyrir utan, þ.s. hann er góður í tölvum, þá sýnir hann fram á að tæknilega er hægt að spila með tölvur með tilteknum hætti, en það að slíkt sé mögulegt, sýnir ekki fram á að slíkt hafi gerst.
Þetta byggist allt á hans upphaflegu vantrú á að Biden hafi getað náð til hópa kjósenda Trump. Það er það eina sem ég sé í þessu.

1)Biden að sjálfsögðu fókusaði á svæði þ.s. Trump vann síðast - því á kjósendur sem kusu Trump, í von um að snúa þeim við. Af hverju er það þá totryggilegt, að Biden geri tilraun til að snúa slíkum kjósendum - og það hafi hugsanlega tekist. En Biden framboðið, hefur einmitt stært sig af því, að hafa snúið hluta Trump kjósenda í þessu tiltekna fylki - í því felast engar fréttir. En þ.e. einmitt hvað þú rökrétt gerir, til að vinna í kosningu --- að leitast eftir að snúa kjósendum á þitt band.
2)Þar fyrir utan er Biden, kaþólikki og raunverulega trúaður - þessir kjósenda-hópar umræddu, eru kaþólskir - það gefur Biden rökrétt eitthvert færi á að ná til þeirra, það saman við það að hugsanlega séu einhverjir þeirra orðnir þreittir á Trump.
3)Af hverju er það skrítið, að kjósendur þ.s. margir kusu Trump - hafi verið líklegri að skipta; sýnir það ekki einmitt fram á - Biden framboðið hafi varið mestu púðri í sinni kosninga-baráttu í það, að ná til þeirra svæða innan þess fylkis - þ.s. Trump kjósendur voru fjölmennastir -- því að þ.s. þeir eru fjölmennir væri rökrétt mest von til að ná til einhverra?
--M.ö.o. Biden framboðið var ríkt en ekki óendalega svo, þannig það ver peningum og mestu púðri þ.s. Trump kjósenda-hópar voru fjölmennastir. Það sé hvað sennilegast þetta sýni -- hvar Biden frambiðið sendi sínar liðsveitir einna helst fram, hvar það lagði mest púður í að snúa fólki. Sennilega sé það einmitt hvað hann er að sjá, hvar Biden framboðið lagði sig mest fram. Ef menn eru mjög tortryggnir þá auðvitað finns þeim margt tortryggilegt sem ekki endilega sé það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2020 kl. 19:17

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Trump mun aldrei viðurkenna tap.  Svo einfalt er það.  Skiptir engu máli hvað skeður og hvað hver segir.  Hann og gengi hans lifir í alternate-reality, þar sem raunveruleikinn skiptir ekki máli og hægt er að gera hvað sem er.  Hann á yfir höfði sér fjölda dómsmála, sem munu fara á fullt skrið þegar forsetatíð hans er liðin, m.a. um birtingu talna úr skattframtölum og bókhaldi.  Hann á eftir að tapa þessum málum og getur ekki náðað sjálfan sig ef hann er ekki forseti lengur.  Hann mun halda því fram að hann sé réttkjörinn forseti þar til yfir líkur og sumt af þessu þursaliði mun halda því fram líka.  Vonandi sjá Repúblikanar að sér þegar hann er farinn og verða reiðubúnir til að taka þátt í raunverulegri stjórnun, ekki þessu Mikka Mús verkefni hans Trumps.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 13.11.2020 kl. 21:35

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór Baldvinsson, sæll - ég gef mér ekkert þegar kemur að dómsmálum og Trump, kannski er það rétt - en ekki gleyma því að karlinn hefur afar öflugt lögfræðinga-teymi í sínu farteski -- -- varðandi hvort karlinn sjálfur lifir í hliðstæðum-heimi vitum við ekki, hans atferli getur hvort tveggja útskýrst af slíku, eða því hann viti vel hver veruleikinn er, en kjósi að leika þ.s. kalla mætti - leikrit og í þeim, sé hann tilbúinn til að fullyrða nærri allt milli himins og jarðar, a.m.k. virðist ljóst hann er til í að halda hverju sem er fram -- hvort hann trúi því prívat eða sé algerlega óforbætandi lygari er viti vel hver veruleikinn sé, vitum við ekki. Hvor tveggja skýringin getur gengið upp. Ég ætla ekki að gefa mér hann óhjákvæmilega fari í fangelsi - að hann óhjákvæmilega geti ekki varið sig árum saman gegn dómsmálum með aðstoð síns öfluga lögfræðinga-teymis; eiginlega grunar mig einmitt það - að hann gæti einmitt það sennilega, þannig að dómsmála-hliðin brenni ekki eins heitt á honum og margir halda. Hann muni tefja þau, áfrýgja þeim - beita öllum klækjum svo þau standi árum saman. En alveg örugglega, mun hann aldrei viðurkenna tap -- spurning hvort hann þó, fylgi ekki þeirri sviðsmynd sem ég legg til. Að viðurkenna aldrei tap, en víkja þó til hliðar er að formlegum valdaskiptum kemur - treysta á sitt lögfræðinga-teymi haldi honum frá fangelsi, síðan stefna skv. þeirri grimmd ég legg til að kjöri 2024. Mig grunar að sú hugmynd, hann fari fljótt í fangelsi -- geti varið naív. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2020 kl. 22:53

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég sé að þú ert farinn að skija þessa greiningu Einar.  þess vegna er ég líka viss um að trúir ekki sjálfur útskýringunni sem þú leggur til.

Ef skýringin þín er rétt mundi ekki vera hvast horn á grafiu heldur bogi. 

Guðmundur Jónsson, 14.11.2020 kl. 12:14

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er reyndar augljóst hverjum sem augu hefur að það er meiriháttar svindl þarna í gangi.  Og sönnunargögnin hrannast upp.

Hér eru til dæmis nokkrar: https://roar-assets-auto.rbl.ms/documents/7487/3.%20EXHIBIT%201%20(affidavits)%20(compressed).pdf (200+ blaðsíður af sönnunargögnum.  Skemmtu þér.)

Það er miklu meira.

"Það gangi þá væntanlega í hönd nk. 4 ár -- allra svæsnasta árásarpólitík sem sést hefur í Bandaríkjunum í minni nokkurs lifandi manns.

Pólitík er muni snúast um að, rífa allt niður og skemma, sem Biden reynir að gera."

Við skulum vona að andstæðingum Bidens takist að skemma allt sem Biden gerir.  Ég hef séð hvað það er, og það er ekkert gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2020 kl. 21:31

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Það geriða fleiri atkvæði heldur en eru skráðir kjósendur.

STATES AND COUNTIES WITH REGISTRATION RATES EXCEEDING 100%

(* means no separate reporting of inactive registrations)

Alabama: Lowndes County (130%); Macon County (114%); Wilcox (113%); Perry County (111%); Madison County (109%); Hale County (108%); Marengo County (108%); Baldwin (108%); Greene County (107%); Washington County (106%); Dallas County (106%); Choctaw County (105%); Conecuh County (105%); Randolph County (104%); Shelby County (104%); Lamar County (103%); Autauga County (103%); Clarke County (103%); Henry County (103%); Monroe County (102%); Colbert County (101%); Jefferson County (101%); Lee County (100%); Houston County (100%); Crenshaw County (100%)

*Alaska: Statewide (111%)

Arizona: Santa Cruz County (107%); Apache County (106%)

*Arkansas: Newton County (103%)

ColoradoStatewide (102%); San Juan County (158%); Dolores County (127%); Jackson County (125%); Mineral County (119%); Ouray County (119%); Phillips County (116%); Douglas County (116%); Broomfield County (115%); Elbert County (113%); Custer County (112%); Gilpin County (111%); Park County (111%); Archuleta County (111%); Cheyenne County (111%); Clear Creek County (110%); Teller County (108%); Grand County (107%); La Plata County (106%); Summit County (106%); Baca County (106%); Pitkin County (106%); San Miguel County (106%); Routt County (106%); Hinsdale County (105%); Garfield County (105%); Gunnison County (105%); Sedgwick County (104%); Eagle County (104%); Larimer County (104%); Weld County (104%); Boulder County (103%); Costilla County (103%); Chaffee County (103%); Kiowa County (103%); Denver County (103%); Huerfano County (102%); Montezuma County (102%); Moffat County (102%); Arapahoe County (102%); Jefferson County (101%); Las Animas County (101%); Mesa County (100%)

*Florida: St. Johns County (112%); Nassau County (109%); Walton County (108%); Santa Rosa County (108%); Flagler County (104%); Clay County (103%); Indian River County (101%); Osceola County (100%)

*Georgia: Bryan County (118%); Forsyth County (114%); Dawson County (113%); Oconee County (111%); Fayette County (111%); Fulton County (109%); Cherokee County (109%); Jackson County (107%); Henry County (106%); Lee County (106%); Morgan County (105%); Clayton County (105%); DeKalb County (105%); Gwinnett County (104%); Greene County (104%); Cobb County (104%); Effingham County (103%); Walton County (102%); Rockdale County (102%); Barrow County (101%); Douglas County (101%); Newton County (100%); Hall County (100%)

*Indiana: Hamilton County (113%); Boone County (112%); Clark County (105%); Floyd County (103%); Hancock County (103%); Ohio County (102%); Hendricks County (102%); Lake County (101%); Warrick County (100%); Dearborn County (100%)

Iowa: Dallas County (115%); Johnson County (104%); Lyon County (103%); Dickinson County (103%); Scott County (102%); Madison County (101%); Warren County (100%)

*Kansas: Johnson County (105%)

Maine: Statewide (101%); Cumberland County (110%); Sagadahoc County (107%); Hancock County (105%); Lincoln County (104%); Waldo County (102%); York County (100%)

Maryland: Statewide (102%); Montgomery County (113%); Howard County (111%); Frederick County (110%); Charles County (108%); Prince George’s County (106%); Queen Anne’s County (104%); Calvert County (104%); Harford County (104%); Worcester County (103%); Carroll County (103%); Anne Arundel County (102%); Talbot County (100%)

*Massachusetts: Dukes County (120%); Nantucket County (115%); Barnstable County (103%)

*Michigan: Statewide (105%); Leelanau County (119%); Otsego County (118%); Antrim County (116%); Kalkaska County (115%); Emmet County (114%); Berrien County (114%); Keweenaw County (114%); Benzie County (113%); Washtenaw County (113%); Mackinac County (112%); Dickinson County (112%); Roscommon County (112%); Charlevoix County (112%); Grand Traverse County (111%); Oakland County (110%); Iron County (110%); Monroe County (109%); Genesee County (109%); Ontonagon County (109%); Gogebic County (109%); Livingston County (109%); Alcona County (108%); Cass County (108%); Allegan County (108%); Oceana County (107%); Midland County (107%); Kent County (107%); Montmorency County (107%); Van Buren County (107%); Wayne County (107%); Schoolcraft County (107%); Mason County (107%); Oscoda County (107%); Iosco County (107%); Wexford County (106%); Presque Isle County (106%); Delta County (106%); Alpena County (106%); St Clair County (106%); Cheboygan County (105%); Newaygo County (105%); Barry County (105%); Gladwin County (105%); Menominee County (105%); Crawford County (105%); Muskegon County (105%); Kalamazoo County (104%); St. Joseph County (104%); Ottawa County (103%); Clinton County (103%); Saginaw County (103%); Manistee County (103%); Lapeer County (103%); Calhoun County (103%); Ogemaw County (103%); Macomb County (103%); Missaukee County (102%); Eaton County (102%); Shiawassee County (102%); Huron County (102%); Lenawee County (101%); Branch County (101%); Osceola County (101%); Clare County (100%); Arenac County (100%); Bay County (100%); Lake County (100%)

*Missouri: St. Louis County (102%)

*Montana: Petroleum County (113%); Gallatin County (103%); Park County (103%); Madison County (102%); Broadwater County (102%)

*Nebraska: Arthur County (108%); Loup County (103%); Keya Paha County (102%); Banner County (100%); McPherson County (100%)

Nevada: Storey County (108%); Douglas County (105%); Nye County (101%)

*New Jersey: Statewide (102%); Somerset County (110%); Hunterdon County (108%); Morris County (107%); Essex County (106%); Monmouth County (104%); Bergen County (103%); Middlesex County (103%); Union County (103%); Camden County (102%); Warren County (102%); Atlantic County (102%); Sussex County (101%); Salem County (101%); Hudson County (100%); Gloucester County (100%)

*New Mexico: Harding County (177%); Los Alamos County (110%)

New York: Hamilton County (118%); Nassau County (109%); New York (103%); Rockland County (101%); Suffolk County (100%)

*Oregon: Sherman County (107%); Crook County (107%); Deschutes County (105%); Wallowa County (103%); Hood River County (103%); Columbia County (102%); Linn County (101%); Polk County (100%); Tillamook County (100%)

Rhode Island: Statewide (101%); Bristol County (104%); Washington County (103%); Providence County (101%)

*South Carolina: Jasper County (103%)

South Dakota: Hanson County (171%); Union County (120%); Jones County (116%); Sully County (115%); Lincoln County (113%); Custer County (110%); Fall River County (108%); Pennington County (106%); Harding County (105%); Minnehaha County (104%); Potter County (104%); Campbell County (103%); McPherson County (101%); Hamlin County (101%); Stanley County (101%); Lake County (100%); Perkins County (100%)

Tennessee: Williamson County (110%); Moore County (101%); Polk County (101%)

Texas: Loving County (187%); Presidio County (149%); McMullen County (147%); Brooks County (117%); Roberts County (116%); Sterling County (115%); Zapata County (115%); Maverick County (112%); Starr County (110%); King County (110%); Chambers County (109%); Irion County (108%); Jim Hogg County (107%); Polk County (107%); Comal County (106%); Oldham County (104%); Culberson County (104%); Kendall County (103%); Dimmit County (103%); Rockwall County (102%); Motley County (102%); Parker County (102%); Hudspeth County (101%); Travis County (101%); Fort Bend County (101%); Kent County (101%); Webb County (101%); Mason County (101%); Crockett County (101%); Waller County (100%); Gillespie County (100%); Duval County (100%); Brewster County (100%)

Vermont: Statewide (100%)

Virginia: Loudoun County (116%); Falls Church City (114%); Fairfax City (109%); Goochland County (108%); Arlington County (106%); Fairfax County (106%); Prince William County (105%); James City County (105%); Alexandria City (105%); Fauquier County (105%); Isle of Wight County (104%); Chesterfield County (104%); Surry County (103%); Hanover County (103%); New Kent County (103%); Clarke County (103%); King William County (102%); Spotsylvania County (102%); Rappahannock County (102%); Albemarle County (101%); Stafford County (101%); Northampton County (101%); Poquoson City (100%); Frederick County (100%)

Washington: Garfield County (119%); Pend Oreille County (112%); Jefferson County (111%); San Juan County (108%); Wahkiakum County (108%); Stevens County (103%); Pacific County (103%); Clark County (102%); Island County (102%); Klickitat County (102%); Thurston County (102%); Lincoln County (101%); Whatcom County (100%); Asotin County (100%)

*West Virginia: Mingo County (104%); Wyoming County (103%); McDowell County (102%); Brooke County (102%); Hancock County (100%)"

Er hægt að bjóða upp á svona í einu fremsta lýðræðisríki heims? 

Hvað kusu margir sem ekki höfðu rétt til þess?

Er ekki einn einum of mikið?

Hvað myndu menn segja hér ef látnir menn skiluðu atkvæðum? Myndu menn ekki hrópa úlfur úlfur?

Er það furða þó Trump sé fúll þegar svo mjótt er á mununm?

 

Halldór Jónsson, 14.11.2020 kl. 22:06

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Dr. Shavi og félagar segja í þessu myndbandi að þeir telji að skýringin geti bara verið algorithmi í hugbúnaði.  Það er ekki rétt að mínu mati. Nákvæmlega sama mundi gerast ef sumar talingavélarnar væru látnar télja eitthvað hlutfall seðla sem bara eru eitt atkvæði fyrir Biden. Sem mundi fljótlega fara að fjölga kjósendum fram úr hófi.  

Guðmundur Jónsson, 15.11.2020 kl. 10:21

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Nákvæmlega sama mundi gerast ef sumar talningavélarnar væru látnar telja eitthvað hlutfall seðla sem bara eru eitt atkvæði fyrir Biden."

Þetta er vitanlega rangt hjá mér.

Seðlarnir mudu þá þurfa að vera fyrir replupikana á listanum og Biden.

Guðmundur Jónsson, 15.11.2020 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband