Skv. fréttum dagsins er Biden staðfestur nýr forseti Bandaríkjanna! Donald Trump tapar fyrir Joe Biden þrátt fyrir að fá mun fleiri atkvæði en 2016!

Talning í skv. fréttum dagsins er talning það langt komin í Nevada og Pennsylvaníu, að ljóst virðist skv. fréttum orðið að -- Donald Trump getur ekki náð að jafna út fylgis-forskot Bidens.
Þannig að sigur Bidens í þeim fylkjum virðist -- ljós!
--Sem meir en dugar Biden til sigurs yfir Trump!

Staðan skv. núverandi tölum því: Biden 290 kjörmenn / Trump: 214.

Trump mun líklega taka Norður-Karolínu.
--Þannig fá 15 kjörmenn til viðbótar, enda í 229.

Kemur í ljós síðar, hvort Biden einnig fær kjörmenn Georgiu fylkis.
--Biden endar þá með: 306 kjörmenn!

---------------Færslan ég skrifaði í gærkveldi hér fyrir neðan!

2016 fékk Donald Trump 62.984.828 atkvæði eða 46,1% vs. Hillary Clinton 65.853.514 eða 48,2%. Trump fór þá eins og frægt er - með sigur í -Elector-college- kosningunni, 304 / 227.

Staðan nú skv. net-miðlum:

  1. Donald Trump: 69.840.994 (á þessar stundu) og 47,8%.
  2. Joe Biden: 73.798.761 (á þessar stundu) og 50,5%.
  • Skv. fréttum, Trump með 214 kjörmenn / 264 Biden.

--Biden er með forskot í: Georgiu - Nevada - Pennsylvaniu.
Og öruggt metið að Biden taki a.m.k. eitt þeirra - kannski þau öll.

  • Ef öll, yrði niðurstaðan: 306 kjörmanna sigur.
  • Trump fær þá líklega, Norður Karolínu +15 kjörmenn: 229.

Trump leit ekki glaðlega út í dag!

If Trump refuses to accept defeat in November, the republic will survive  intact, as it has 5 out of 6 times in the past

Gamla spurningin um kannanir!

  1. Enginn vafi að kannanir - vanmátu fylgi Trumps í þetta sinn eins og síðast.
  2. Hinn bóginn, mældu þær fylgi Bidens eiginlega hár-rétt.

Klárlega er könnunar-vandinn annar en sá að menn kunni ekki að vinna kannanir.
Þá ættu kannanir að sýna rangt fyrir báða frambjóðendur.
--Ekki rétt fyrir annan, rangt fyrir hinn.

  • Spurning hvort -- Trumparar svara ekki könnunum?

--Rétt að benda þó á, meðal-könnunin fyrir kosningar, sýndi Trump með ca. 43%.
Sem er ekki risa-sveifla samanborið við, 47,8%.

Það væri þá langt frá allir kjósendur Trumps er ekki svara könnunum.
--En kannski er til staðar harður kjarni - er ekki gerir það.

 

Biden er ekki neitt smáræðis að fá meir en Hillary Clinton!

7.945.247 -- nærri 8 milljón atkvæði meir.
Þar eð talning stendur enn yfir, nær Biden örugglega 8 millj. atkvæða forskoti á Hillary.

Trump er einnig að fá mun meir en síðast!
Sbr. 6.856.166 eða nærri 7 milljón fleiri atkvæði en síðast!

Biden er samt þó með drjúgt forskot í fjölda atkvæða!
3.957.767 -- eða forskot upp á nærri 4 milljón atkvæði!

 

Kosningin er því ekki beint, stór höfnun á stefnu Trumps!

Hann virðist ætla að tapa, þannig að um höfnun er að ræða!
En Trump fær klárlega mun betri kosningu samt en síðast.
--Þannig að Trump getur augljóslega ákveðið að sjá sigur í því.

  • Þetta örugglega hjálpar Trump að halda lífi í sinni stefnu, í stjórnar-andstöðu.

 

Trump gæti átt góða möguleika að halda stöðu sem leiðtogi Repúblikana!

Með þetta öfluga kosningu, virðist það mér ekki spurning.
Hann væntanlega mundi þá halda áfram að trana sér stöðugt fram, sem leið-togi -- Trump hreyfingarinnar, gera sér far um að gera -- Biden lífið leitt.
--Samtímis einnig sem skír leiðtogi Repúblikana!

  • Þeir Repúblikanar er aðstoðuðu kosninga-baráttu Bidens, fá þá líklega ekki þá ósk - að sparka Trump frá flokknum sínum, uppfyllta.

 

Mun Trump sætta sig við úrslitin?

Það er eiginlega algerlega galopin spurning enn -- ekkert augljóst blasir við mér sem geri úrslitin í nokkru ósanngjörn!

  1. Kosningin virðist mér virka eðlilega.
    --Þ.e. Trump hvatti sitt fólk að mæta á kjördag.
    --Og til að greiða ekki atkvæði í gegnum póst.
    Og það sannarlega virðast Trumparar hafa gert.
  2. Það þíddi rökrétt, að mun flr. Biden kjósendur kusu í gegnum póstlögð atkv.
    --Þannig að Trump kom sterkur inn í fyrstu tölum, enda atkv. gjarnan fyrst talin þau sem greidd voru á kjörstöðum.
    --Síðan, er menn fara að telja -- póst-sendu atkvæðin.
    Fer fylgi Bidens vaxandi og vaxandi -- því meir er talið.

Þannig hefur þetta nákvæmlega birst -- Biden virðist hafa á bilinu 70-78% hlutfall póstsendra atkvæða! Þannig að talning þeirra atkvæða -- er einmitt að rökrétt hækka fylgi Bidens.
--Í þeim fylkjum þ.s. enn er verið að telja atkvæði.

Trump er búin að -- æpa hátt yfir því hvernig talningin hefur étið upp fylgi hans.
Dómstólar hafa á hinn bóginn - hafnað öllum tilraunum hans til að fá stopp.

Neikvæð viðbrögð við orðum Trumps frá Repúblikönum:
GOP begins pushing back against Trump’s false election claims.

  • Hans eigin flokkur m.ö.o. er farin að svara Trump.
    Sem er áhugavert í sjálfu sér.

Spurning hvenær Trump lísir yfir ósigri: Trump’s almost out of time.

  • Trump getur auðvitað beðið þar til allt hefur verið talið.
    Hinn bóginn er venja, að bíða ekki það lengi.
    Ef úrslit eru þegar orðin nægilega skýr.

 

Biden verður ekki rosalega valdamikill!

Það kemur til að Demókratar náðu ekki -- Öldungadeildinni.
Þannig að Biden verður í sama vanda og Trump sl. 2 ár -- þ.e. að hafa pólit. andstæðinga ráðandi í annarri þingdeildinni.

Trump hefur ekki komið mörgum lögum í gegn - eftir að Repúblikanar misstu meirihluta í Fulltrúadeild fyrir 2. árum.

  • Hinn bóginn, eins og Trump mun hann geta tekið margar ákvarðanir í utanríkismálum.

En Biden mun líklega ekki geta hækkað skatta -- eins og hann stefndi að.
Og það gæti verið, að Repúblikanar útvatni eitthvað töluvert stefnu-mál Bidens.
--Er kemur að hugmyndum um að verja verulegu fé, til að fjárfesta í endurnýjanlegri orku-innviðum fyrir Bandaríkin.

Það þíðir ekki að Biden geti ekkert gert.
Það verður einfaldlega takmarkað af möguleikum hans er kemur að samningum við Repúblikana.

Trump gæti verið óþægur ljár í þúfu þar um!

Ef hann, eins og mig grunar, heldur stöðu -- nokkurs konar foringja Repúblikana.
Mundi hann væntanlega gera allt sem hann getur, til að fá þingmenn Repúblikana -- til að vera sem mest ósveigjanlegir.
--Þannig að Biden nái sem allra minnstum árangri.

  • Og síðan auðvitað, eins og Trump er háttað, kenna Biden um þá útkomu.

-----------
Þetta eru auðvitað vangaveltur.

 

Niðurstaða

Það er enginn leyndardómur að ég fagna yfirvofandi sigri Bidens!
Hvað Trump gerir - þá grunar mig að hann muni setja fókus á 2024.
Og leitast við að halda forystu yfir Repúblikana-flokknum, og stöðu sem leiðtogi þess er mætti nefna - Trump-hreyfingarinnar.

Milli hans og Bidens yrði þá nokkurs konar - stríð.
Og margir leikir fram og aftur þar um.
--Að sjálfsögðu óvíst hvernig það allt spilast fram.

Trump muni að mig grunar - leitast við að skemma fyrir Biden.
Síðan halda á lofti þeirri ímynd - Biden geti ekkert gert.
--Síðan fullyrða, hann sé sterki leiðtoginn sem Bandar. skorti.

Það er ekki alveg eins og að Biden - og Demókratar, séu vopnlausir.
Stríðið sé m.ö.o. hvorki fyrirfram unnið né tapað.

----------
Ps: Skv. fréttum - verður endur-talning í Georgiu.
Vegna þess hve afar lítill munur sé milli Bidens og Trumps.

Ps.2: Eins og flestir væntanlega hafa heyrt, hefur verið staðfest að Biden hefur sigrað í Pennsylvaníu og Nevada, sem gefur Biden öruggan sigur í kjörmanna-kosningunni.
--Þannig að Biden er rétt-kjörinn forseti Bandaríkjanna þar með!

Donald Trump confronts a new label: Loser

Trump skv. yfirlýsingu, neitar að viðurkenna ósigur:

Trump: It remains shocking that the Biden campaign refuses to agree with this basic principle and wants ballots counted even if they are fraudulent, manufactured, or cast by ineligible or deceased voters, 

Hann hangir á staðhæfingum um -- falsaða útkomu!
---------------
Það getur verið að Trump muni aldrei viðurkenna að hafa tapað!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trump er þar í sorg og sút,
segist alveg hlessa,
bjálfinn verður borinn út,
bölvuð skítaklessa.

Þorsteinn Briem, 7.11.2020 kl. 15:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, gott að frétta að tilfinning míns fyrir yfirvofandi sigri sé staðfest -- Trump rífur kjaft á hinn bóginn, heldur sig við sögusagnir sem hann sjálfur staðhæfir um meintar falsanir án þess að sína fram á þær staðhæfingar í nokkru.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.11.2020 kl. 17:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki fagna strax.  Nú taka við kærurnar, sem munu standa yfir fram í Desember, að minnsta kosti.

Þá færðu að sjá hvort þig hrellir friður í 4 ár í viðbót, eða þú færð langþráð stríð.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2020 kl. 19:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, allar kærur hafa endað í ruslinu fram til þessa - sé enga ástæðu af hverju það klárlega breytist. Enda hefur Trump framboðið engar sannanir sýnt -- dómarar því strax hent kærum í ruslið. Ég er ekki enn að sjá nokkuð sem líkist sönnunum í nokkru af því sem haldið er fram -- meðan svo er, eru þær kæru einungis á sömu vegferð, þ.e. í ruslið.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.11.2020 kl. 19:29

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: "allar kærur hafa endað í ruslinu fram til þessa"

Jæja?  Hvaða kærur?  Það er ekki búið að kæra enn.

Q: "Beginning Monday, our campaign will start prosecuting our case" - sjá hér: https://www.donaldjtrump.com/media/statement-from-president-donald-j.-trump/?fbclid=IwAR2047ItfTC8mJDDPD8S_R_aqmEoAab7-5tBkI-wvPZqIuySuzzTK5aF1Mk

Svo já, hvaða kærur ertu að tala um?

Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2020 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband