Yfirvofandi gjaldþrot Trumps staðfest? Trump campaign á einungis 63m.$ eftir við upphaf október, Trump 2016 varði hann 66m.$ af eigin fé, einungis 800þ.$ fram til þessa 2020!

Merkileg staðreynd, 2016 varði Trump 66millj.$ af eigin peningum -- 2020 800þús.$.
--Sama tíma, skv. fréttum á kosninga-sjóður Trumps einungis 63millj.$.
Í september, varði kosninga-sjóður Trumps 100m.$ í auglýsingar.
En við upphaf október, á kosningasjóðurinn sem sagt ekki meir en 63 millur.

  1. Við upphaf skv. frétt Bloomberg: Trump weighs putting up to $100 million of his cash into race. Var haft eftir Trump, hann íhugaði að verja 100 millum af eigin fé.
  2. En fram til þessa, hefur hann notað einungis 800þús.$.

Augljósi punkturinn er sá, að ef ástand fjármála Trumps er það sem hann hélt fram um daginn, í svokölluðu Town-Hall, að hann væri enn ofsalega ríkur.
--En við það tækifæri staðfesti hann, að NYT hefði rétt fyrir sér að hann skuldi 422millur.
En Trump fullyrti að það væri barasta titlinga-skítur samanborið við eignir hans.

  • Eins og ávalt með Trump, á maður ekki að hlusta á hans orð, heldur fylgjast með hans gerðum!
    --Hann hefur varið einungis 800þ. 2020.
    --2016 voru það 66 millur.

Hvar eru m.ö.o. allir þessi miklu peningar sem hann segist eiga?

Sjá umfjöllun mína um frétt NYT um fjármál TrumpsGæti Donald Trump orðið gjaldþrota innan nk. 4-ára? Svar við þeirri spurningu virðist - Já, kannski! Þessar upplýsingar komu fram sl. helgi í stórri opinberun er kynnt var í helstu fjölmiðlum heims!

En þ.e. afar freystandi að líta það staðfestingu á ályktun fréttarinnar.
Um slæma fjárhagslega stöðu Trumps!
--Að tveim vikum fyrir kjördag, með framboðið í peningakröggum, sé hann ekki að dæla milljónum af eigin fé í þá kosningabaráttu!
--Heldur fram til þessa, einungis tiltölulegum tittlingaskít 800þús. 

Til samanburðar er framboð Bidens með 177 milljón.$ við upphaf október!
--Nærri þrefalt þ.s. Trump framboð á eftir við upphaf október!

Trump’s cash woes mount as Biden laps him

How Joe Biden is spending his huge fundraising haul

Það sem gríðarlegt fjárhagslegt forskot kosningasjóðs Biden þíðir.
Að framboð hans getur varið fé til kosninga-auglýsinga!
--Meira að segja til fylkja, sem Demókrata-framboð vanalega verja ekki fé.

T.d. hafi framboð Bidens varið stórfé í kosningabaráttu í Texas.
Skv. könnunum í Texas -- hefur Trump 4% fylgisforskot á Biden þar.
--En Biden hafi unnið þar verulega á sl. 2-mánuði.

  • Framboð Bidens, sé farið að dreyma um að hala inn - Texas.

Fyrir 2-lokavikur kosningabaráttunnar: 

Biden is has reserved $63.8 million in TV ads across 20 states, while Trump has booked $31.9 million, and the deficit could get worse as the campaigns adjust their ad buys. 

--Skv. því mun Biden verja 2-falt meira fé síðustu 2. vikurnar.

 

Niðurstaða

Það getur eiginlega ekki verið annað en afar slæmar fréttir fyrir möguleika Trumps, að það halli svo mikið á framboð hans miðað við framboð Bidens - í fjárhagslegum skilningi.
Höfum í huga að enn er bilið milli Bidens og Trumps að meðaltali 8,6%.
--Framboð Bidens mun verja 2-svar sinnum því fé fram til kosninga, sem Trump framboð ætlar að verja.

Eins og ég bendi á efst, síðan frétt NYT fór í loftið um slæma fjárhagslega stöðu Trumps.
Hef ég velt því fyrir mér, hvort staðfesting þeirrar fréttar mundi koma fram!
--Í Town-Hall, staðfesti Trump að skulda vissulega 422 millur.

Spurning hvort það að Trump hafi einungis varið 2020 800þús.$ eigin fé.
Meðan 2016 hann varði 66 millj.$ af eigin fé.
--Staðfesti ályktun fréttar NYT á þann veg, að Trump sé sannarlega í fjárhagskröggum.

En ef einhverntíma Trump ætti að verja fé, þá er það núna - síðustu dagana til kosninga.
Að hann virðist ekki birtast með fulla vasa fjár, bendi einmitt sennilega til þess að allar ályktanir fréttar NYT um slæma stöðu Trump-veldisins séu sannar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dauðsföllum vegna Covid-19 virðist ekkert vera að fækka í Bandaríkjunum, voru um 1.200 síðasta sólarhring og næsta sólarhring á undan um eitt þúsund.

Og þar eru 20% allra skráðra dauðsfalla í heiminum vegna Covid-19 en Bandaríkjamenn eru einungis um 4% jarðarbúa.

Þorsteinn Briem, 22.10.2020 kl. 00:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha,ha,Afhverju þiggur gjaldþrota forseti ekki laun? 

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2020 kl. 01:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árslaun Bandaríkjaforseta eru 400 þúsund Bandaríkjadalir, nú jafnvirði um 55 milljóna íslenskra króna, einungis 19 milljónum króna hærri en laun forseta Íslands.

Og af þessum launum þarf að greiða skatt. cool

Þorsteinn Briem, 22.10.2020 kl. 01:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"A survey among media buying agencies showed that a 30 second TV ad during the broadcast of This Is Us (an American romantic family drama television series) during the 2019/20 season cost over 359 thousand U.S. dollars [nærri árslaun Bandaríkjaforseta fyrir skatt]." cool

Þorsteinn Briem, 22.10.2020 kl. 02:28

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, af hverju ver hann ekki fé til sinnar kosninga-baráttu? 66millj. Dollara 2016, einungis 800þús. þ.s. af er nú - framoðið langtum helmingi aftan við fjárstyrk framboðs Bidens, einungis tvær vikur eftir -- hlæðu ef þú vilt, en útskýrðu þá hvaða önnur skýring geti legið að baki -- en sú einfalda; að Trump egi ekki meira laust fé, stefni líklega í gjaldþrot eins og NYT ályktaði -- sbr. 422 millj. í skuld, rúmlega 500 millj. í tap síðan 2020 -- þar fyrir utan augljóst fyrirtæki hans í stórtapi þetta ár, 2020 verið erfitt ár öllum í rekstri - Trump einmitt í þeim tegund af rekstri er lýður hvað mest fyrir kófið! Þannig flest einmitt bendi til þess að það fjari hratt undan fjárhag Trumps, gjaldþrot blasi við. Trúi því ekki hann þyggi ekki laun sem forseti.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.10.2020 kl. 02:52

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski var það meiningin með veiru smitinu hræða og stöðva framleiðslu eftir feikilega góðan hagvöxt. Afhverju lagðist hann í politík þegar veiðskipti er hans fag? Svar eftir kosningar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2020 kl. 04:44

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, geisp enginn mannlegur máttur stjórnar því hvenær sjúkdómar skjóta upp kollinum, að þetta gerist nú er auðvitað stórfelld óheppni að mörgu leiti fyrir Trump -- hinn bóginn, að hvernig þetta kemur illa út fyrir hann er stærstum hluta honum sjálfum að kenna; þ.e. hægt að bera saman leiðtoga um heim - en þ.e. nokkur fj. sem hefur grætt verulega stuðning í kófinu, er þeir bregðast hratt og örugglega við, og af skynsemi - vinna við þau aukinn stuðning almennings, síðan þá leiðtoga er hafa tapað stuðningi vegna þess, að þeirra viðbrögð hafa reynst mun lakari og ekki eins skynsöm -- Trump greinilega er í seinni hópnum. En þ.e. einmitt svo að er stórir atburðir ganga yfir, þá reynir á raunverulega leiðtoga-hæfileika; það eru alltaf einhverjir er bila á rauna-stund, kemur í ljós þeir eru ekki alvöru stjórnendur -- síðan geta aðrir er menn áttu ekki von á að stæðu sig, skyndilega fundið í sér kraft sem menn áttu ekki von á og skilað góðu verki. Ef maður íhugar hvað Trump gerði rangt í kóf bylgjunni, eru líklegustu mistökin þau -- sbr. ekki röng viðbrögð að banna flug frá Kína, hinn bóginn viðhafði hann enga eftirfylgni þ.e. það voru engin alls engin tékk á því hvort að bannið væri að skila árangri - hann virtist einungis ákveða að hann hefði gert nóg; hvað á ég við með eftirfylgni - þ.e. að fjármagna stórfelld skoðunar-ferli eins og Íslendingar hafa gert, þ.s. fjölda-prófanir eru framkv. - sem er eina leiðin til að vita hvort veiran er að dreifa sér. Trump stjórnin, ákvað að best fæst sér að veian væri ekki að dreifa sér - án þess í nokkru að gá hvort svo væri; síðan fer hún að dreifa sér hratt sjáanlega af öllum frá byrjun Mars. Þ.e. ekki fyrr en miðan Mars er 44 fylki hafa tilkynnt um hóp-smit hjá sér, að Trump fer til þingsins og óskar eftir því að það samþykki fjármögnun á stórum peninga-pakka svo að ríkið geti hafið umfangsmiklar aðgerðir gegn Kófinu. Ef hann hefði gert það strax um leið og hann bannaði flug frá Kína, væru Bandar. líklega mun betur stödd nú. Og í stað þess að kófið komin honum illa, gæti hann verið að græða svo vinsældir á velheppnuðum viðbrögðum að enginn ætti séns í hann. Þ.e. einmitt þegar stórir atburðir ganga yfir -- þá skipta snögg - örugg og rétt viðbrögð öllu. Það skilur milli feigs og ófeigs. Þegar kemur um miðan Mars, er kófið þegar komið í 44 fylki og alltof alltof seint þá þegar að stoppa það. Ef þú berð þetta saman v. viðbrögð Ísl. þá voru hafnar hér fjölda-skimanir -- töluvert fyrr en þær hófust í Bandar. En veiran berst hingað að virðist á ca. svipuðum tíma og hún berst til Bandar. Þar fyrir utan, höfðu ísl. yfirvöld hugsað aðeins á undan, og gert pantanir á möskum og öðru tilheyrandi svo snemma sem seint í janúar, þannig að þær pantanir fara að berast seint í febrúar rétt í þann mund fyrstu hópsmit á Ísl. eru að hefjast, frekari pantanir höfðu verið gerðar - þær bárust síðan í miðan mars. Þær pantanir er þær voru framkv. nægilega snemma, þíddu að Ísl. skorti aldrei þau tæki og tól er þurfti til verks -- þannig að kerfið réð við ástandið allan tímann. Ísl. er eitt þeirra landa er brást rétt við og nægilega hratt sem og snemma. Annað slíkt land er Þýskal. sannarlega hefur Merkel grætt þar mikinn stuðning er hún áður um nokkur skeið hafði töluverðar óvinsældir. Sem sagt, rétt - nægilega fljót viðbrögð. Þeir sem voru of seinir að bregðast við eða viðbrögðin voru ekki rétt -- gengur síður, þeirra löndum gengur einnig síður, og þeir leiðtogar einnig uppskera óvinsældir og óánægju.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.10.2020 kl. 11:38

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Geispa eins og ljónynja en held aftur af mér að segja það sem ég veit betur,svo ekki ætla ég að onaða þig,þær eru lika of langar greinar þínar fyrir mig.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2020 kl. 13:59

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sú skoðun hefur verið viðruð við mig aÐ honum sé orðið alveg sama hvort hann vinnur eða tapar. Hann láti bera reka en tilbúinn  að asvara kalli kjósenda ef þaim svo sýnist.

Halldór Jónsson, 23.10.2020 kl. 11:11

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það versta var að eftir á segir hann alveg án þess að depla auga í viðtali að hann hafi vitað hve hættuleg veiran væri, en ákveðið að segja þjóðinni ekki frá því til þess að valda ekki panik. 

Ómar Ragnarsson, 23.10.2020 kl. 18:51

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert ekki verðlaunaður Ómar fyrir ekki neitt. Enginn bannar mér að spila lag og texta þinn um gamalmennin á elliheimilum,þótt það hafi verið bannað í gamla Rúv.- Og svo aha öllu snúið á haus af kommum hvort sem þeir þykist elska hraun og önnur islensk jarðefni sem vaxandi byggðir þarfnast fyrir eðlilegt mannllíf. Djöfs lygin á Trump sem stoppaði áætlaða sprengjuárás herráðs BNA á ISIS eftir a hafa spurt hvort og hve margir saklausir dæju í þeirri aðgerð. - --- Góður Halldór en við eigum eftir að heyra og sjá margt á nýju ári (tórum við þá ?).

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2020 kl. 23:47

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Samkvæmt helstu fjólmiðlum var Trump líka "gjaldþrota" 2016. 

Vandamálið við allar þessar greiningar þínar Einar er að þú gerir ráð fyrir að Donald Trump sé fáviti, sem hann er alls ekki.

Guðmundur Jónsson, 24.10.2020 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband