Einhverjar líkur ásakanir gegn Hunter Biden - skaði Joe Biden? Sannast sagna stórfellt efa ég það, þar að mjög auðvelt er að benda á margvíslegar efasemdir þeim tengum!

Ef einhver man enn eftir E-mail skandal þeim sem Hillary Clinton barðist við, er afar sennilegt að sá skandall hafi haft mjög skaðleg áhrif á hennar möguleika!
Sérstaklega bendi ég á seinni rannsókn Director Comey er hefst lokavikur kosningabaráttunnar og líkur ekki fyrr en -- nokkrum dögum fyrir kosningar!

  1. Það sem gerði þær ásakanir trúverðugar:
    --Clinton neitaði aldrei að hafa gert mistök, sbr. að hafa notað eigin E-mail þjón undir til að taka á móti, viðkvæmum E-mailum er gátu innihaldið viðkvæm ríkis-leyndarmál.
    --Rannsóknin var framkvæmd af FBI.
  2. Þ.s. rannsókn Comey snerist um, var hvort viðkvæm ríkis-leyndarmál hugsanlega láku.
    --Ef svo var, þá hefði Clinton staðið frammi fyrir dómsmáli og líklega fangelsi.
  • Rannsókn Comey lauk, þar af FBI tókst ekki að sanna - ríkisleyndarmál hefðu lekið.

--Clinton sem sagt, aldrei hafnaði því að hafa gert rangt.
--FBI stóð að baki rannsókninni!

Þetta var þar af leiðandi, alltaf svokallað alvöru-mál!

 

Hinn bóginn, falla áskanir gegn Hunter Biden undir fyrirbærið - ósannað og óstaðfest! Hvað á ég við, veikleikar?

Áskanir birtar í Washington Post!

Flatskjár-talva á að hafa borist til aðila er gerir við tölvur.
Er talvan er ekki sótt - athugar aðilinn er sér um það verkstæði, efnisinnihald tölvunnar - segir síðan hafa leitað til FBI og gert tilraunir til að ná í þekkta aðila m.a. Rudy Guilani og Steve K. Bannon.
--Inni á tölvunni eiga vera upplýsingar, e-mailar með skaðlegu efni tengt Hunter Biden.

Þær upplýsingar kvá berast Washington Post, með aðstoð Rudy Guilani og Stephen K. Bannon.

  • Spurning hvort það hringi varúðarbjöllum, að skaðlegt efni á Biden, kvá fundið af þeim tveim félögum.
  • Sagan um tölvuna, vægt sagt sérkennileg.

 

Úkraína gerði sjálf rannsókn á málum tengdum Hunter Biden, rannsókn sem Trump sjálfur óskaði eftir fyrir rúmu ári!

Ukraine found no evidence against Hunter Biden in case audit: former top prosecutor

Þar sem alltaf er stöðugt verið að - endurtaka ásakanir tengdar þeim tíma er Hunter Biden sat í stjórn Burisma orkufyrirtækisins í Úkraínu.
Og eins og þekkt, og umdeilt einnig var - Trump bað Zelensky forseta Úkraínu í símtali er síðar varð umdeilt, að rannsaka Hunter Biden sérstaklega.
Að Zelensky varð að þeirri ósk/kröfu.

Niðurstaða þeirrar rannsóknar, virðist aldrei hafa verið - gert mjög hátt fyrir höfði.

Ukraine's Prosecutor General Ruslan Ryaboshapka -- After taking office, Ryaboshapka in October announced an audit of old cases he inherited, including those related to the energy company Burisma, where Hunter Biden was a board member between 2014-2019. -- The audit was intended to probe whether cases Ryaboshapka had inherited from his predecessors had been handled properly, given the reputation of the prosecution service as being riddled with corruption and influence-peddling.

  • I specifically asked prosecutors to check especially carefully those facts about Biden’s alleged involvement. They answered that there was nothing of the kind,

Sem sagt, niðurstaða rannsóknarinnar Trump bað um -- fann ekkert óeðlilegt.
---------
Hmm, að sjálfsögðu veikir þetta ný-framkomnar ásakanir, er m.a. beinast að því að ryfja upp Burisma málið.

 

Rudy Guilani starfaði lengi með einstaklingi sem fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega sett undir refsiaðgerðir fyrir að vera rússneskur njósnari!

US accuses Giuliani ally of being ‘active Russian agent’

Guilani er búinn að vera nokkurs konar sendimaður Trumps - í því að leita uppi óhreint á Joe Biden, varið til þess a.m.k. tveim heilum árum.
--Það er því merkilegt í þessu samhengi, að einn hans helstu samverkamanna Úkraínumaður er hjálpaði honum að leita uppi gögn gegn Hunter Biden, skuli bannfærður sem rússneskur njósnari.

Steven Mnuchin: Andrii Derkach and other Russian agents employ manipulation and deceit to attempt to influence elections in the United States and elsewhere around the world. 

The Treasury described Mr Derkach as an active Russian agent for over a decade, maintaining close connections with the Russian intelligence services.

Skv. því er Guilani naut aðstoðar Derkach við gagnaöflun, þá var Derkach allan tímann - rússneskur njósnari.
--Nú veit enginn hvort að Guilani vissi að Derkach væri rússneskur njósnari.

En Guilani hefur varið miklum tíma í leit að óhreinu á Joe Biden.

 

Nokkur leið að ásakanir á Hunter Biden geti skaðað Joe Biden?

Augljóslega hafa þær ásakanir -- trúverðugleika-vanda!
Ekki einungis tengsl Guilani við Rússneskan njósnara við gagna-öflun, enginn veit hvort Guilani veit að er rússneskur njósnari eða ekki!
--Hinn bóginn, þarf maður a.m.k. að hafa þann möguleika í bakgrunni, að kannski vissi Guilani að svo væri -- jafnvel kannski, Trump forseti.

Síðan hitt atriðið, að rannsókn yfirvalda í Úkraínu -- staðhæfði að ekkert athugavert hafi fundist tengt veru Hunter Biden í stjórn Burisma.
--Rannsókn sem Trump sjálfur óskaði eftir, og Zelensky forseti lét framkvæma.

Sagan að baki tölvunni -- vægt sagt sérkennileg.

  • Mér finnst það mörg rauð ljós í þessu.
  1. Ekki má gleyma því, að allir vita að Trump stendur tæpt.
  2. Og nú eru ca. 3-vikur í kosningar.

--Þannig þetta hljómar kannski sem, fremur örvæntingarfull tilraun.

Ekki nokkurt atriði getur talist staðfest af nokkrum óháðum rannsóknar-aðila.
Hvernig í ósköpunum ætti vera hægt að sanna að tölvan hafi verið í eigu Hunter Biden?
--Ef skírar sannanir þar um væru til, væru þær líklega komnar fram þegar.

Aftur, ekki gleyma tengslum Guilani við rússneska njósnara!
Og niðurstöðu úkraínskra stjórnvalda.

 

Niðurstaða

Ég lít svo á að ásakanir er blossa rétt vikum fyrir kosningar, séu á svo veikum grunni trúverðuglega, að afar ótrúlegt sé að nokkur maður taki þær alvarlega -- sem ekki sé þegar núna sannfærður Trumpari.

Rannsókn úkraínskra yfirvalda, var sú að Hunter Biden hefði ekki gert neitt rangt í Burisma.
Og Rudy Guilani hefur unnið nærri 2 ár með úkraínskum aðila sem var fyrr á árinu fordæmdur sem rússneskur njósnari af -- fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Þessar ásaknir höfðu lítil áhrif er rætt var um þær fyrir ca. ári.
Nú þegar þær eru ryfjaðar upp aftur, eftir meinta afhjúpun í Washington Post, í tengslum við gögn er eiga hafa fundist í tölvu - gögn sem Rudy Guilani og Stephen K. Bannon kvá hafa komið á framfæri.

Þá eru þeir aðilar eins óhlutlausir og hugsast getur. Og að sjálfsögðu verður maður að íhuga hvað var í gangi er Rudy vann með þessum rússneska njósnara -- allan þennan tíma.

--Eiginlega er mitt svar, risastórt - geisp.

---------------Áhugaverðir hlekkir:

Donald Trump’s accusations about Hunter Biden

Rudy Guilani: Only ‘50/50’ Chance I Worked With a ‘Russian Spy’ to Dig Dirt on Bidens

 

US authorities investigating if recently published emails are tied to Russian disinformation effort targeting Biden

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"All of the attention will be on Trump v Biden, but voters will also be choosing new members of Congress when they fill in their ballots.

Democrats already have control of the House so they will be looking to keep hold of that while also gaining control of the Senate."

"All 435 seats in the House are up for election this year, while 33 Senate seats are also up for grabs."

"Members of the House serve two-year terms while senators serve six-year terms and are split into three groups, meaning a third of them are up for election every two years."

Þorsteinn Briem, 17.10.2020 kl. 15:46

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei mann, þetta er mega-svindl.  Biden eldri hefur þarna sannanlega verið að hjálpa Biden eldri við allskyns svindl í útlöndum.

Þetta er vont og fer versnandi fyrir hann.

Það eru Rússar, Úkraínumenn, Kínverjar í þessu.

Hér: https://nypost.com/2020/10/14/email-reveals-how-hunter-biden-introduced-ukrainian-biz-man-to-dad/

https://www.youtube.com/watch?v=LeTJLtZgzBQ

https://www.breitbart.com/clips/2020/10/17/schweizer-more-emails-proof-of-relationship-between-hunter-biden-russian-oligarch-forthcoming/

Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2020 kl. 17:54

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, einhvern veginn átti ég von á að þú birtist með - samsæriskenningaútlistanir. Endurtek, Rudy wann með rússn. njósnara í 2 ár - Rudy meira að segja í blaðaviðtali ég hlekkja á í færslunni viðurkennir að sá maður sé líklega njósnari - segir persónulega meta það 50/50 -- ég endurtek, útttekt úkraínskra stjórnvalda fann ekkert athugavert - úttekt Trump bað Zelensky að láta framkv., að sjálfsögðu grefur það stórfellt undan samsæris-kenningunni -- eiginlega það eitt og sér nóg til að hafna henni -- og þar fyrir utan, var Joe Biden þarna sem fulltrúi Bandar. í Úkraínu - önnur NATO lönd voru einnig með sitt fólk í Úkraínu að veita stjv. þar aðhald, fylgjast með að þau uppfylltu AGS lána-fyrirkomulagið sem þau styðja -- hægri fjölmiðlar í Bandar. vendilega gæta þess að aldrei nefna það á nafn, að Úkraína sé undir stöðugu aðhaldi af slíku tagi, þar með að aðgerð H. Biden að styðja við brottrekstur tiltekins aðila hafi verið studd einnig af stjv. annarra NATO landa -- slíkar óþægilegar staðreyndir eru aldrei nenfdar af þeim; er halda þessari samsæriskenningu á lofti.
--Málið er að Repúblikanar eru að -berja dauðann hest- með þessu ef maður ísl. bandar. máltæki.
Þ.e. ekkert í þessu er virt að veita nokkra minnsta athygli.
**Ég reikna fastlega með því, að GRU hafi látið Rudy fá tölvuna fyrir ca. ári síðan, hann setið á henni og þeim fösluðu gögnum þar er að finna, síðan virðist GRU hafa sent afrit af þeim gögnum hingað og þangað; til að skapa umræðu láta líta svo á að fölsuðu gögnin hefðu einhvern trúverðugleika.
--Þar til að einhver sannar að talvan sé raunverulega H. Biden's - reikna ég með því allt á henni sé falsað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2020 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband