Hatrið á Obama-care virðist snúast um vörn á hagsmunum trygginga-félaga, en Obama-care sem stóðst fyrir hæsta-rétti Bandaríkjanna á sl. ári -- dómur sem frú Barrett gagnrýndi, kveður m.a. á um að fyrirtækin - verða að tryggja þá sem hafa heilsufars-vandamál, eða nýlega haft þau.
Þetta leiðir til aukinnar áhættu fyrir trygginga-félögin, áhætta og kostnaður sem þau vilja losna við.
--Þekki ekki almennilega, af hverju frú Barrett fyrir sitt leiti, styður þá aðgerð.
Þar fyrir utan, er frú Barrett þekkt fyrir fullkomna andstöðu við fóstureyðingar.
--Ein þeirra er álítur -- fóstureyðingar jafngilda morði.
- Það virðist sennilegt með Barrett - myndast meirihluti í Hæsta-rétti gegn Obama care, þ.s. síðast tapaði Trump því með minnsta meirihluta.
- Samtímis getur vel verið að með Barrett, myndist einnig meirihluti til þess að -- fella Roe vs. Wade dóminn frá 8. áratug 20. aldar -- er heimilaði fóstureyðingar alls staðar í Bandaríkjunum.
En aðferð dómsins var sú, að það væri -- mat einstaklings hvað einstaklingur vill gera.
Dómurinn aftur á móti, skilgreindi ekki beint fóstureyðingar sem rétt -- frekar að matið hafi snúist um þann almenna rétt, að einstaklingur -- ráði því sjálfur hvaða læknismeðferð viðkomandi lætur framkvæma á sjálfum sér, eða ekki.
--Ríkið m.ö.o. mætti ekki ráðskast með þær ákvarðanir.
- Ekki veit ég nákvæmlega með hvaða rökum -- slíkri röksemd væri hafnað, af einstaklingi eins og Barrett -- m.ö.o. að hver og einn ráði því, hvaða típa af læknis-meðferð hver og einn velur að láta framkvæma á sjálfum sér.
--En rökin væru væntanlega með þeim hætti, að með einhverjum hætti stæðist það ekki stjórnarsrká.
Eiginlega sé ég ekki leið til þess að halda því fram, fóstur skammt komið á veg, sé sjálfstæður einstaklingur!
Fyrir viku fékk ég þessa könnun senda í athugasemd: Gallup - Abortion.
Það sem ég ræð úr þeirri könnun -- að meirihluti Bandaríkja-manna, vilji heimila fóstur-eyðingar -- en með fremur ströngum skilyrðum þó.
- ca. 20% vill banna þær með öllu.
- ca. 50% vill heimila þær með ströngum skilyrðum.
- Tæp 30% vill heimila þær án nokkurra takmarkana.
Könnunin spyr hópinn -- sem velur að heimila með skilyrðum aftur.
--Þá kemur í ljós, meir en helmingur þess hóps vill - ströng skilyrði.
Það er enginn vafi hver afstaða frú Barrett er -- algert bann.
- Könnunin sýnir einnig - svokölluð pro life vs. pro choice afstaða er ca. 50/50.
Þeim sem eru - pro-life - hefur fjölgað nokkuð seinni ár!
--Sem væntanlega þíðir, að þeim hafi fjölgað er vilja -- þröng skilyrði frekar en víð.
- Alltaf spurning hvað menn meina með -- ströngum.
Fóstureyðinga-löggjöfin ísl. er gilti fyrir tíma nýju laganna.
--Leit ekki á þetta sem ákvörðun móður eingöngu.
--M.ö.o. þurfti að ræða við lækni, sem þurfti skv. þeirri löggjöf að ræða málið.
Hinn bóginn, ef vilji viðkomandi var ákveðinn -- var eyðing heimiluð af lækni. - Nýja löggjöfin, gerir ákvörðunina -- að ákvörðun móður eingöngu.
--Það þarf ekki að ræða við nokkurn, áður en ákvörðun er tekin.
Tíminn sem fóstureyðing er heimiluð -- var víkkaður nokkuð.
Ég mundi segja að -- fyrri löggjöfin hafi verið nokkuð ströng.
En að núgildandi -- sé með mun mildari-takmörkunum, hún miðast einnig frá prinsippinu fóstureyðing sé einungis mál viðkomandi -- sem eldri lög gerðu ekki.
------------------
Spurningin er því - hvar menn vilja setja strikið!
- Algert bann, þíðir yfirleitt - eina undantekninging, líf móður í hættu.
- Heimild með skilyrðum -- sé þá allt er veitir víðari heimildir en það.
--Má eyða fóstrum með mikla galla, sem geta samt lifað?
--Hvaða tímabil á meðgöngu er eyðing heimil?
--Ákvörðun móður eingöngu - eða þarf að fá lækni til verks, m.ö.o. ekki réttur?
- Almennt -- ef heimild til fóstureyðinga er víðari, en einungis er líf móður er í hættu, séu fóstureyðingar heimilar!
Samtímis eru margar breytur er hægt er að stilla af, þannnig skilyrði séu mjög breytileg.
Vandi Trumps er sá, að hann er með í farteskinu fólk er vill alfarið banna fóstureyðingar!
Sú afstaða er greinilega minnihluta-afstaða!
Amy Coney Barrett er greinilega -- með þá harðlínu, banna þær alfarið.
Biblíubeltis-hópurinn, sem Trump er í tygjum við -- hefur yfirleitt þá afstöðu.
- Þ.e. algerlega öruggt, sá hópur vill kollvarpa Roe vs. Wade dómnum.
- Breytingin er þá verður, að þá verða fóstureyðingar bannaðar í öllum þeim fylkjum -- þ.s. afstaða bann-sinna er í meirihluta.
- Athygli vekur, frú Barrett er einnig með þá harðlínu-afstöðu.
--Að vera andvíg getnaðar-vörnum.
--Sem og kennslu um kynlíf í skólum.
Þetta er afstaða Kaþólsku kirkjunnar enn -- harðlínu-kaþólikkar er fylgja kirkjunni nákvæmlega, vilja því allt í senn; engar fóstureyðingar - banna helst framboð á getnaðarvörnum - sem og helst leggja bann við kynlífsfræðslu í skólum.
Augljósi vandinn, að unglingar hætta ekki að hafa -- kynhvöt.
--Ef þau fá enga fræðslu - ef það eru ekki getnaðarvarnir í boði.
--Verða augljóslega mörg lausa-leiks-börn.
Gamla lausnin í íhaldssömum samfélögum -- var oft að gyfta 14-15 ára stúlkur strax.
--Ef þær urðu ófrískar, gjarnan sér mun eldri mönnum.
- Heilt yfir, veikir þetta mjög -- réttindi kvenna.
En þ.e. afar líklegt að slíkur kokteill -- leiði til þess, að mikið verði til af fátækum einstæðum mæðrum, þar með einnig mikið af börnum er alast upp í fátækt.
--Í Bandar. þ.s. stuðningur er lélegri við fátæklinga en í Evrópu oftast nær, Trump hefur skorið fátækra-aðstoð niður, sem og styrki til náms -- þá virðist ljóst að þessi leið skapar og eflir viðvarandi fátækt. - Bendi auk þess á, sterk tenging er milli -- fátæktar og glæpa.
Samfélaglega afturhalds-samt fólk, virðist samt vilja þessa útkomu mjög eindregið.
Síðan er það atlagan gegn Obama-care, en Trump sagði eftirfarandi:
Obamacare will be replaced with a MUCH better, and FAR cheaper, alternative if it is terminated in the Supreme Court. Would be a big WIN for the USA!
Kem auga á eina hlið er væri augljóslega ódýrari, fyrir fyrirtækin!
- Það sem fyrirtækin vilja losna við, er þurfa að tryggja fólk - sem er með lang-frama heilsu-fars-vandamál.
--Ef Trump nær því fram að banna Obama-care, þá losna fyrirtækin við þá kvöð. - Á móti, verða tryggingar nánast ófáanlegar fyrir fólk - sem annaðhvort er með viðvarandi heilsufars-vanda af einhverju tagi, eða hefur nýlega gengið í gegnum alvarlegt sjúkdómsferli.
Ein stór breyting er Obama-care gerði, fækkaði fólki án trygginga um ca. 20 milljónir.
--Augljóslega ef allt er tekið til baka, þá dettur það fólk út að nýju.
- Þegar hefur orðið veruleg fjölgun fólks utan trygginga -- vegna atvinnuleysis.
En oft fær fólk tryggingu í gegnum vinnu, m.ö.o. betri vinnuveitendur hafa samvinnu við tryggingafélag.
--Fyrir aðra, þá þíðir að missa vinnu -- líklega að geta ekki borgað iðgjöld.
Ég er því ekki að sjá hvernig þetta sé líklegt til vinsælda!
--Hafandi í huga Trump meðaltali er 7% að baki Biden.
Frú Barrett sagði eftirfarandi:
Ms Barrett in 2017 criticised that ruling in a law review article, arguing that Mr Roberts had -- pushed the Affordable Care Act beyond its plausible meaning to save the statute.
Gagnrýni hennar beinist gegn ákvörðun Chief Justice John Roberts -- að styðja þá afstöðu er ákvarðaði að Obama-care væri í samræmi við stjórnarskrá.
--En John Roberts er var settur í embætti af Trump, hefur valdið afturhaldssömum Bandaríkjamönnum vonbrigðum -- með því í nokkur skipti, taka aðra afstöðu en þá er hópurinn hefur er studdi að hann væri settur dómari.
- Með því að gagnrýna John Roberts, gerir frú Barrett afstöðu sína skíra.
M.ö.o. vilja banna Obama-care.
--Frú Barrett segist vera -pro-life- en með því að styðja ákvörðun er kollvarpar Obama-care, þá styður hún þar með ákvörðun -- er án nokkurs vafa mun leiða til fjölgunar dauðsfalla í framtíðinni -- þ.e. langveikra er þá geta ekki lengur fengið þá aðstoð er þeir þurfa, því þeir hafa ekki lengur efni á tryggingum.
Þetta atriði er að sjálfsögðu nú harðlega gagnrýnt.
Það er enginn vafi -- að atlagan að Obama-care verður nú stórt kosninga-mál.
Niðurstaða
Óneitanlega sérstakt - nú ca. mánuði fyrir kosningar, þ.e. mánuður plús ein vika, þá leggur Trump til atlögu við 2-mál! Í bæði skiptin er Trump líklega að fara gegn meirihluta Bandaríkjamanna, m.ö.o. þ.e. atlagan gegn heimild til fóstureyðingar og atlagan gegn Obama-care sem ef nær fram að ganga - leiði óhjákvæmilega til fjölgunar Bandaríkjamanna utan heilbrigðis-trygginga, og þar með án nokkurs vafa til fjölgunar dauðsfalla meðal almennings.
Þess vegna finnst mörgum það orka tvímælis, að frú Barrett segist - pro life - en samtímis vill svifta milljónir Bandaríkjamanna aðgengi að heilbrigðis-tryggingum, það skerta aðgengi að heilbrigðisþjónustu án nokkurs vafa leiðir síðar meir til fjölgunar dauðsfalla af völdum margvíslegra heilsufars-vandamála sem fólk gjarnan verður fyrir á lífsleiðinni.
--M.ö.o. ótímabærum dauðsföllum fjölgar!
Frá Trump séð -- áhugavert að styðja 2-óvinsæl mál samtímis.
Ætla sér samt að vinna kosningar framundan -- er nú enn rúmum 7% fylgislega undir Biden.
-------------
Rökrétt ætti þetta að leiða til vaxandi óvinsælda Trumps á næstunni, minnka möguleika hans þar með á endurkjöri.
- Bendi fólki á, að mál tengd heilbrigðis-tryggingum eru nú ef eitthvað er, enn viðkvæmari en ella -- vegna kófsins er geri fólk enn óttaslegnara og því líklegra en ella til reiði, gagnvart hverjum þeim sem vill gera breytingu er skerðir enn frekar aðgengi að þeim.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.9.2020 kl. 02:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Val Trumps snýst um að skipa lögfræðing sem leitast við að fylgja texta stjórnarskrárinnar, þ.e. dæma eftir lögunum fremur en að setja ný, eins og það er gjarna kallað. Það er í samræmi við áherslur Rebúblikana fram til þessa og á ekki að koma neinum á óvart.
Með því að skipa Barrett sem dómara fyrir kosningar treystir Trump á að Demókratar ráðist á hana af offorsi, sem verður til þess að hrekja frá þeim kjósendur sem samsama sig með Barrett, fyrst og fremst venjulegar konur með fjölskyldur, sem búa í úthverfum.
Mér finnst túlkun þín á þessu bera vott um litla þekkingu á bandarísku samfélagi og almennum viðhorfum Bandaríkjamanna. Þú verður að passa að láta ekki þínar eigin skoðanir lita túlkun þína of mikið. Þú verður til dæmis að gæta að því að hver svo sem þín skoðun er, þá er meirihluti bandarískra kjósenda þeirrar skoðunar að fóstureyðingar séu ósiðlegar. Meirihluti þeirra er einnig þeirrar skoðunar að dauðarefsingar séu réttlætanlegar, og viðhorf þeirra gagnvart opinberum heilbrigðistryggingum Obama eru gjörólík viðhorfum til slíks hérlendis . Allt eru þetta viðhorf sem eru mjög ólík viðhorfum hérlendis. Til að skilja hvernig hlutirnir virka í öðrum samfélögum verður maður að forðast að horfa á þá með gleraugum viðhorfanna í eigin samfélagi.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 16:27
Þorsteinn Siglaugsson, virkist risa-stórt geisp -- það er greinilegt af öllum deilum, að mjög skiptar skoðanir eru hvað textinn akkúrat merkir - sérstaklega er hann er settur í samhengi sem sé með allt allt öðrum hætti en fyrir 200 árum.
--M.ö.o. um töluverðan hluta texta stjórnarskrárinnar, sú lang-varandi deilur.
Er viðkomandi án vafa að segja -- ég stend með minni túlkun.
Tveir einstaklingar -- geta sagts, sammála textanum. En verið gersamlega ósammála því hvað hann merkir í nútíma-samhengi.
--Það er alvarleg villa, að láta sem að -- merking textans sé augljós, enda væru vart slíkar langvarandi deilur ef svo væri.
"Mér finnst túlkun þín á þessu bera vott um litla þekkingu á bandarísku samfélagi og almennum viðhorfum Bandaríkjamanna."
Það er til ágætis ensk máltæki -- Pot caling the kettle black.
Þú segir túlkanir litaðar skoðunum mínum -- og íhugar ekki að þú hafi líklega slíkan galla.
Bandaríkin eru stór - skoðanir eru mjög breytilegar eftir hvar þú ert, í Alabama er meirihluti með dauðarefsingu og gegn heimild til fóstureyðinga án nokkurs vafa -- í Californíu er hvort tveggja líklega akkúrat á hinn veginn.
--Heilt yfir eru svokölluð - frjáls-lynd svæði Bandar. klárlega fjölmennari, m.ö.o. fjölmennustu einstöku fylkin - stærstu borginar.
Hinn bóginn, eru stór svæði þ.s. afturhaldsöm sjónarmið eru vinsæl -- hinn bóginn eru þau fámennari heilt yfir, en frjálslyndu svæðin.
--Ég er því algerlega viss, að túlkun mín er ekki röng.
"Meirihluti þeirra er einnig þeirrar skoðunar að dauðarefsingar séu réttlætanlegar, og viðhorf þeirra gagnvart opinberum heilbrigðistryggingum Obama eru gjörólík viðhorfum til slíks hérlendis ."
Ég er einnit algerlega viss, að þú hafir þar um einnig á röngu að standa.
--Við greinilega verðum að vera ósammála.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.9.2020 kl. 20:59
Hvet þig til að kynna þér bara málin Einar. Þú getur til dæmis skoðað Gallup kannanir á viðhorfum fólks í BNA til þessara mála. Vitanlega eru viðhorfin ólík, eftir ríkjum og héruðum, líka eftir einstaklingum auðvitað. En það sem maður byrjar vitanlega á að skoða hvernig skoðanirnar eru þegar litið er á landið allt. Þá sérðu mjög mikinn mun á viðhorfum ef þau eru borin saman við viðhorf hér. Þetta eru bara staðreyndir og þarflaust að deila um þær ef menn bara kynna sér þær.
Hvað lögfræðina varðar eru tvær ólíkar stefnur til staðar, ekkert síður hérlendis en í BNA og annars staðar. Önnur snýst um að dómstólar skuli dæma einungis eftir lögunum, án þess að móta þau, hin er að þeir skuli einnig móta lögin. Þetta þekkja allir sem fylgst hafa með þeirri umræðu.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning