Þegar tveir mánuðir til kosninga í Bandaríkjunum, hefur Trump saxað á forskot Joe Bidens í sumum fylkjum; á móti virðist Joe Biden hafa styrkt stöðu sína gagnvart Trump í sumum öðrum! Báðir hafa nú færri örugga kjörmenn en skv. skoðanakönnunum í júlí!

Forvitnilegasta sveiflan til Trump - að honum hefur tekist að minnka fylgi Bidens í nokkrum fylkjum þ.s. Biden taldist fyrir tveim mánuðum líklegur til sigurs, þau fylki nú metinn geta farið á hvorn veginn sem er.
Á móti hefur Trump öruggt forskot á Biden í færri fylkjum en í júlí!

  1. Heilt yfir hafa líklegir kjörmenn fækkað hjá Trump.
  2. En það sama hefur samtímis gerst hjá Biden!

Nú er staða frambjóðandanna eftirfarandi:

Biden með yfir 10% forskot í fylkjum er hafa 203 - electoral votes.
Biden með milli 5-10% forskot í fylkjum með 66 - electoral votes.
--Samanlagt 269.

Trump með yfir 10% forskot í fylkjum með 80 - electoral votes.
Trump með milli 5-10% forskot í fylkjum með 42 - electoral votes.
--Samanlagt 122.

Laus atkvæði -kjörmanna- skv. því 147!

  • Sigur 270 kjörmenn!

Fyrir tveim mánuðum var þetta niðurstaða kannana:

Biden með yfir 10% forskot í fylkjum er hafa 197 - electoral votes.
Biden með milli 5-10% forskot í fylkjum með 109 - electoral votes.
--Samanlagt 306.

Trump með yfir 10% forskot í fylkjum með 106 - electoral votes.
Trump með milli 5-10% forskot í fylkjum með 26 - electoral votes.
--Samanlagt 132.

Laus atkvæði -kjörmanna- skv. því 100!
--En 306 er meir en nóg til að sigra í kosningunum.

  • Sigur 270 kjörmenn!

Einn áhugaverður munur í ár, að óákveðnir kjósendur eru færri en 2016!
Sem eru í reynd slæmar fréttir fyrir Trump!

Það er erfiðara að sannfæra kjósendur til að kjósa þig, ef þeir þegar hafa ákveðið að kjósa annan -- en ef þeir eru enn ekki búnir að móta fasta skoðun!
Þetta eitt og sér, þrengir sennilega að möguleikum Trumps til að minnka bilið!

  1. Það þíðir líklega, að Trump á enga möguleika að taka af Biden þau fylki, þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
    Takið eftir að þau fylki gefa Biden 203 kjörmenn!
  2. Skv. því þar þá Biden einungis 67 þar við.
    Hann er enn með góða stöðu í fylkjum er hafa 66 kjörmenn.
    Sbr. milli 5-10% forskot.

--Ég get því ekki túlkað stöðuna með öðrum hætti en þannig, að staða Trumps - þrátt fyrir umfjöllun um óróleika í tiltekinni borg þar Vestra undanfarið - sé afar erfið.
Ég sé ekki að hann hafi með sannfærandi hætti styrkt stöðu sína sl. 2 mánuði.

  • Hafið í huga að sveiflan í fj. áætlaðra kjörmanna Biden miðað við fyrir tveim mánuðum - þarf ekki að hafa orsakast af mikilli fylgis-sveiflu.
  • Biden hefur greinilega misst eitthvað fylgi í einhverjum fylkjum hann hafði milli 5-10% forskot!
    --Sveiflan þarf ekki endilega hafa verið meiri en 2-3%.

M.ö.o. líklega mælist hann enn í þeim fylkjum að meðaltali yfir Trump.
Þó það forskot hafi dottið niður fyrir 5% múrinn!

  • Á móti komi, að Trump hefur einnig tapað með sama hætti til Bidens!
    Það segir manni að það sé nú afar hörð kosningabarátta!
  1. Meginbreytingin sem sagt, að fylkjum þ.s. hvorugur frambjóðandinn sé með skírt forskot hafi fjölgað.
  2. Hafa báðir frambjóðendur misst fylki yfir í hópinn -- úrslit óviss.

--Heilt yfir, sé ég ekki að Trump sé skírt að vinna á! Trump sé greinilega að sprikla, a.m.k. ekki enn sem komið er, sé hann að hafa með skírum hætti betur í slagnum um atkvæði. 
En hann þarf að gera það - ef hann á að saxa á forskot Biden.

 

Niðurstaða

Að því ég best fæ séð, er Trump ca. enn svipað langt að baki Joe Biden og hann var fyrir tveim mánuðum síðan - tölur sína greinilega að kosningaslagur er í gangi, sbr. að báðir frambjóðendur hafa séð fylgi sitt minnka í einhverjum fylkjum!

Vandi Trumps á hinn bóginn er sá, að honum hefur ekki tekist að verja sína stöðu nægilega vel -- þannig þó hann hafi saxað á Biden á einhverjum stöðum, hefur Biden einnig gert það sama -- sem skili heilt yfir því að enn standi Trump skírt langt að baki Biden.

Nú eru einungis tæpir tveir mánuðir til kosninga!
Fyrir tveim mánuðum, varð maður að gefa Trump einhvern séns um að geta snúið þessu við.
En nú þegar hann er enn svipað langt að baki og áður - tveim mánuðum síðar.

Verð ég að álykta að sigurlíkur Trumps séu sennilega afar litlir.

Kosningavefur Financial Times: Biden vs Trump: who is leading the 2020 US election polls?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband