Pútín gagnrýndur fyrir að samþykkja rússneskt þróað bóluefni gegn COVID-19, áður en mikilvægustu þáttum prófunarferlis er lokið!

Það sem Pútín er gagnrýndur fyrir, er að einungis 76 manns hafa fram að þessu tekið þátt í þróun lyfs þess sem Gamaleya rannsókarstofan hefur þróað!
--Þeim prófunum sem er lokið, eru svokallaðar - fyrstu fasa, og önnur fasa prófanir.

  • En aðalprófið, þriðja fasa, er algerlega eftir.
    Með öðrum orðum er lyfið nánast óprófað!

Málið með 3-ja fasa prófun, að þá tekur fjöldi manns þátt.
Fyrst er lyf prófað eðlilega á dýrum - síðan litlum fjölda einstaklinga.
--Þá er verið að sanna hvort lyfið yfir höfuð virkar.

  • 3ja fasa prófunin, snýst um að finna allar auka-verkanir.
    Þær prófanir virðast -- ef ég skil fréttir rétt.
    --Einfaldlega ekki hafnar!

Þetta er mikilvægasta ferlið!
--Þ.e. ferlið er sýnir fram á, lyfið sé öruggt!

Það virðist öldungis stórfurðulegt að heimila lyf.
--Áður en prófanir er leita uppi allar aukaverkanir, hafa farið fram!

RUSSIA-POLITICS

Málið að þegar eru a.m.k. 3-Vestræn lyf í miðjum klíðum í 3ja fasa prófun!
--Þetta eru tafsömustu prófin!

Eina ástæðan sem ég kem auga á, að Pútín hafi viljað koma fram með yfirlýsingu á undan!
--Hinn bóginn, er enginn séns að nokkurt skynsamt land, heimili óprófað lyf!

Russia’s fast-track coronavirus vaccine draws outrage over safety

Why is the world skeptical of Russia's Covid-19 vaccine

Russia rushes registration of unproven coronavirus vaccine

Russia says it has a covid vaccine called “Sputnik-V”

Skepticism Greets Putin's Announcement Of Russian Coronavirus Vaccine

  1. Skv. fréttum frá Rússlandi - fara 3ju fasa prófanir fram á næstunni.
    --Í Mið-Austurlöndum!
  2. En það breytir því ekki, að það sé fullkomlega óviðeigandi að tilkynna, að notkun lyfs sem ekki hafi verið nægilega prófað -- sé heimil!
  3. Það gæti verið mjög hættulegt -- ef lyf fer í almenna notkun, áður en -- aukaverkanir hafa verið nándar nægilega rannsakaðar!

Það sem sumir sérfræðingar vara við, er að slíkt gæti skaðað vinnu aðra þjóða við þróun og útdeilingu bóluefnis gegn Kófinu.
--Því ef alvarlegar aukaverkanir koma fram í Rússlandi, er t.d. leiddu til dauða fjölda manna.

  • Gæti það valdið hræðslu meðal almennings í öðrum löndum, þ.s. einnig eru bóluefni í þróun er ekki enn hafa lokið prófun -- hafa því ekki enn fengið heimild.
  • Þegar eru til -anti-vaccine- hreyfingar, þeim gæti hlaupið kapp í kinn -- ef slæm útkoma í Rússlandi, skapaði óttabylgju gegn COVID-19 bóluefnum er dreifðist hugsanlega víðar.

 

Niðurstaða

Pútín virðist fyrst og fremst að ég fæ séð heimila - Sputnik 5 - lyfið í pólitísku skyni. Þar sem mikilvægasti hluti prófunar-ferlis hefur ekki enn farið fram. Það er fjölda-prófun til að kanna hvort notkun lyfs sé nægilega örugg -- hvort við fjölda-notkun koma fram varasamar auka-verkanir. Þá kem ég ekki auga á nokkra minnstu skynsemi í því að -- tilkynna lyfið tilbúið til notkunar. En klárlega er -- óprófað lyf ekki tilbúið til notkunar.

Hættan er augljós, að lítt prófað lyf -- gæti reynst hafa hættur sem ekki er enn vitað um, þ.s. auka-verkanir eru líklegast enn lítt þekktar, þ.s. lyfið hefur enn verið prófað á svo fáum.
--Ef lyf sem ekki hefur enn verið nægilega prófað fyrir auka-verknunum færi í almenna notkun, síðan kæmu alvarlega auka-verkanir í ljós.

Gætu afleiðingar þess hugsanlega orðið mjög alvarlegar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Bretlandi er skráður fjöldi dauðsfalla vegna þeirra sem fengið hafa Covid-19 um níu sinnum meiri en í Rússlandi, sem stenst engan veginn. cool

Undirritaður hefur búið í Rússlandi og sonur minn í London og ef menn halda að rússneska heilbrigðiskerfið sé betra en það breska er það mikill misskilningur. cool

En enginn veit væntanlega hvort einhver deyr vegna þessara Covid-19 bólusetninga Rússa, sem urðu fyrstir til að skjóta hundi út í geiminn.

En hann kom ekki til baka. cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 09:35

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

embarassed

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.8.2020 kl. 20:39

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini,það er alveg greinilegt að Rússneska kerfið er betra en það Breska enda er það Breska ekkert sérstaklega merkilegt.
Það sem munar þó sennilega mest ume er að í Rússlandi er þetta heilbrigðismál en í Bretlandi er þetta notað í pólitíkinni til að klekkja á andstæðingunum en enginn hugsar um sjúklingana.
Hér er kannski við hæfi að rifja upp að Bretar reyndu að fegra hjá sér tölurnar eins og frægt er orðið.
Ásakanir um rangar tölur af dauðsföllum í Rússlandi eru komnar frá auglækni í Moskvu sem er skuldbundin Navalny ,sem er Rússneskur smákrimmi.
WHO hefur rannsakað þetta í tvígang sem ég veit um og hefur komist að þeirri niðurstöðu að opinberar tölur þaðan séu réttar.
Sennilega er augnlækninum farin að daprast sjón.
Dæmi um hverskonar niðursetningur þessi manneskja er ,er þegar hún reyndi að komast inn í Krasnodar með "hjálpargögn" 
Borgaryfirvöld þar höfðu gert tilraun með að loka borginni fyrir ónauðsinlegri umferð af því að veikin hafði ekki enn borist til borgarinnar.
Hún krafðist inngöngu en var flutt á brott.
Hún hafði engin hjápargögn meðferðis,en hinsvegar hafði hún meðferðis einn lögfræðing og einn vestrænann blaðaljósmyndara.
Þetta snérist aldrei um hjálpargögn,enda var engin þörf fyrir slíkt í borginni.
Þetta snérist um að ná myndum þegar hún væri flutt á brott og geta logið til um málsatvik.

Þó að Rússneskt heilbrigðiskerfi sé kannski ekki það besta í heiminum þá er rannsóknarstofan sem þróaði bóluefnið þar ein sú besta í heiminu. Kannski sú besta.
Þegar þetta bóluefnismál kom upp var samstundis haft samband við alla keppinauta Rússnesku stofnunarinnar og þeir sögðu einum rómi að þetta bóluefni væri stórhættulegt og þeir mundu ekki einu sinni gefa það öpum.
Þessir menn áttu það sameiginlegt að þeir vissu ekkert um bóluefnið.
Hinsvegar þegar forstöðumaður Rússneku stofnunarinnar vildi koma á framfæri ástæðum þess að þeir voru svona fljótir að hanna bóluefnið var þeim bannaður aðgangur að vestrænum fjölmiðlum. Öllum stóru fjölmiðlunum.
Það liggja nefnilega málefnalegar ástæður fyrir því að þeir voru svona fljótir að þróa bóluefnið og líkaþví að þeir eru tilbúnir að flýta því að það sé tekið í notkun
Þetta sýnir án nokkurs vafa hvað vesturlönd eru orðin lík Sovétríkjunum sálugu.
Ekki aðeins eru stjórnmál og pólitík runnin saman í eitt,heldur hefur fólk ekki lengur málfrelsi. Fjölmiðlarnir eru ekki lengur til að upplýsa okkur heldu eru þeir áróðurstæki.

Varðandi Sovéska hundinn er það að segja að hræið af honum komst að lokum til jarðar 
Það er meira en hægt er að segja um áhafnir Challanger og Colombia.



Borgþór Jónsson, 18.8.2020 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 820
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband