Hvað á ég við að aðgerðin sé yfirborðsleg eða þ.s. á ensku nefnist - kosmetic?
Um er að ræða borgirnar - Portland í Oregon, Albuquerque í Nýju-Mexíkó, Kansas City - Missouri, Chicago - Illinois.
--Í hverja borg fyrir sig er miðað skv. fréttum við -- 200 liðsmenn.
Þeim virðist skipt milli, innflytjendastofnunar ríkisins og landamæraeftirlits ríkisins.
- Sem sagt, ekki fólk sem er vant - hefðbundinni löggæslu.
Þó einhverjir af þeim er stunda landamæravörslu, virðast teknir úr liðssveitum er sjá um að berjast við - glæpahópa er stunda smygl yfir landamærin við Mexíkó. - Trump getur gert þetta, sent starfsmenn á vegum alríkisins með þessum hætti.
Portland: 900 lögreglumenn.
Albuquerque: 839 lögreglumenn.
Kansas-City: 1.400 lögreglumenn.
Chicago: 12.000 lögreglumenn.
Fyrir utan Chigaco eru þetta fremur litlar borgir!
Mín tilfynning fyrir þessari aðgerð, að hún sé yfirborðsleg.
- Það eru klár takmörk fyrir því hve marga starfsmenn Trump getur tekið frá landamæra-eftirlitinu og innflytjenda-eftirlitinu, áður en sú starfsemi lýður fyrir það.
- Þetta eru ekki starfsmenn, vanir að fást við - óeirðir, né með þjálfun til að rannsaka glæpi í byggð, né að ganga um götur og sjá um stræti - fylgjast með almennu öryggi.
--Árangurinn virðist fyrst og fremst mældur í hávaða í fjölmiðlum, en aðgerðin hefur fengið gagnrýni aðila er saka Trump um lögleysu - læt það atriði liggja milli hluta.
En það er einmitt hvað mig grunar, tilgangurinn sé fyrst og fremst!
--Tilraun til að breyta þjóðfélagsumræðinnu, liður í kosninga-baráttu.
- Vegna þess takmarkaða fjölda sem Trump getur beitt, eru valda 3-borgir sem eru tiltölulega meðfærilega litlar.
--En atlaga að Chigaco sýnir hve aðgerðin er smávaxinn.
--Miðað við löggæslu í eiginlegri stórborg.
Þannig auðvitað í samhengi löggæslu yfir Bandaríkin!
Ef maður hugsar þetta sem fyrst og fremst leið til að fá fjölmiðlaumfjöllun!
Er Portland aðgerðin einhverju leiti að virka! En hún er sannarlega að fá fjölmiðla-umræðu.
- Mótmælin í Portland virðast frekar hafa eflst sl. daga, síðan menn á vegum Trumps mættu -- hafi mótmælendum frammi fyrir dómhúsi Portland-borgar fjölgað snarlega!
--Það kannski er einmitt þ.s. Trump vonast eftir.
--Að fá viðvarandi -controversy- sem fái fjölmiðla-athygli. - M.ö.o. ef tilgangurinn sjálfur sé að breyta fjölmiðla-umræðunni.
--Þá virki slíkt -controversy- hugsanlega fyrir Trump.
Hvað á ég þá við með yfirborðsmennsku? Klárlega eru þær aðgerðir einungis dropi í hafið, samanborið við vanda löggæslu innan bandarískra borga!
- Rétt að benda á, að þeir sem Trump sendir - líklega nýtast lítt til þess hlutverks, að sjá um öryggis-gæslu í þeim borgum.
- Þ.s. þetta séu ekki - löggæslu-þjálfaðar liðssveitir sem hann er að senda.
- 200 - starfsmenn er hafa allt aðra þjálfun en lögreglumenn.
- Eru þá ekki einu sinni - jafngildir 200 lögreglumönnum.
Síðan er kófið enn í hraðri sókn innan Bandaríkjanna!
Trump neyddist til að mestu leiti -- aflýsa fyrirhugaðri ráðstefnu Repúblikana, er stóð til að færi fram í Jacksoville - Florida.
--Henni var aflýst - færð yfir á netið af Trump á fimmtudagskvöld.
Trump - We won't do a big crowded convention per se, it's just not the right time for that, -- just felt it was wrong to have people going to what turned out to be a hotspot.
- Skv. könnun í Florida, töldu 62% kjósenda í fylkinu - óvarlegt að halda ráðstefnuna í fylkinu -- 70% aðspurðra voru sammála því að COVID-19 væri í stjórnlausri dreifingu innan fylkisins.
- Í sömu könnun, mældist Trump með einungis 38% fylgi móti 51% fylgi Biden í Florida.
- Florida er almennt talið fylki sem Trump verði að vinna.
A.m.k. líkur á að mælingar á afstöðu íbúa hafi þrýst á Trump að aflýsa ráðstefnunni.
Fjöldi sýkinga/dauðsfalla eftir fylkjum!
- New-York 438.196 smit - 32.662 dauðsföll/sl. viku 433.314 smit - 32.552 dauðsföll
- Kalifornía 435.334 smit - 8.212 dauðsföll/sl. viku 382.968 smit - 7.702 dauðsföll
- Florida 402.312 smit - 5.653 dauðsföll/sl. viku 337.569 smit - 4.898 dauðsföll
- Texas 397.487 smit - 4.807 dauðsföll/sl. viku 330.501 smit - 4.007 dauðsföll
- New-Jersey 184.211 smit - 15.837 dauðsföll/sl. viku 182.936 smit - 15.776 dauðsföll
- Illinois 169.699 smit - 7.577 dauðsföll/sl. viku 161.785 smit - 7.483 dauðsföll
- Georgia 161.401 smit - 3.442 dauðsföll/sl. viku 139.872 smit - 3.168 dauðsföll
- Arizona 156.301 smit - 3.142 dauðsföll/sl. viku 141.265 smit - 2.730 dauðsföll
- Massachusetts 114.647 smit - 8.484 dauðsföll/sl. viku 113.238 smit - 8.419 dauðsföll
- Pennsylvania 110.342 smit - 7.183 dauðsföll/sl. viku 104.780 smit - 7.079 dauðsföll
- Bandaríkin 4.226.764 smit - 148.156 dauðsföll.
Til samanburðar: Bandaríkin ganga í gegnum sína verstu krísu í manna minnum -- fyrsta sinn í áratugi gæti Texas fylki lent Demókratamegin!.
Trump virðist gera tilraun til að beina umræðunni frá COVID-19 krísunni -- að meintri löggæslukrísu!
Haustið 2018 gekk svokölluð - Gulstakka-hreyfing - um Frakkland!
Mótmæli voru fjölmenn, verulega var um pústra!
--Töluvert eignatjón varð, sbr. brenndir bílar - eyðilögð kaffihús - brotið og bramlað í húseignum meðfram leið mótmæla.
- Skv. upplýsingum ég finn, tengjast 11 dauðsföll beint/óbeint mótmælunum.
- "By late December, over 1.843 protesters and 1.048 police had been injured."
Greinilega var heilmikil harka milli lögreglu og þeirra er voru að mótmæla.
- Bendi á að nokkrir mótmælendur meiddust er heimatilbúnar sprengjur sprungu í höndunum á þeim!
--Þ.s. vakir athygli mína er munur á viðbrögðum Trumpara.
Skv. mínu minni, var - Gul-stakka mótmælum almennt fagnað af Trumpurum!
--En í dag, er mótmælum sem - eiginlega eru ekki harðari en Gul-stakka.
Sökuð um að ógna þjóðfélagsheildinni - vera anarkísk - vera marxísk, o.s.frv.
- En ég kem ekki auga á að þau mótmæli séu - hættulegri þjóðfélagsgerðinni, en mótmælin í Frakklandi fyrir ca. 1 og hálfu ári síðan - voru hættuleg Frakklandi!
- Né að þau séu bersýnilega að skapa meira tjón - en þau frönsku.
Þarna virðist pólitísk afstaða fullkomlega ráða viðbrögðum!
--Ég kem ekki auga á að mótmælin séu bandarísku þjóðfélagi - hættuleg!
--Þar af leiðandi ekki á að, nauðsyn sé fyrir embætti forseta - að beita einhvers konar neyðar-aðgerðum gegn þeim!
Höfum til samanburðar að Bandaríkin ganga í gegnum sína mestu krísu í 100 ár!
--Mótmælin eru ekki sú krísa, heldur tiltekin veira!
Eiginlega þess vegna kann ég ekki við tilraun Turmps að beina sjónum annað!
--M.ö.o. forseti ætti að vera að leita leiða til að leiða Bandaríkin, varðandi þá krísu sem er sannarlega sú versta í 100 ár -- ekki gera tilraun til að dreifa athygli þjóðarinnar frá henni!
- Þess vegna sé ég ekki að aðgerð forsetans, standi fyrir þjóðarheill!
- Vegna þess, mótmælin séu dvergvaxinn vandi í samanburði við þær ógnir og skelfingar sem -- hröð útbreiðsla veirunnar er enn að valda almenningi innan Bandaríkjanna!
--Þ.e. eiginlega vegna þess, að tilraunir Trumps snúast ekki að sjá verður um að leysa megin-vanda landsins.
--Frekar um dreifa athyglinni annað!
- Að ég verð að álykta að -- tilraunir Trumps, m.ö.o. þessi -law and order- sókn, sé ekki sæmandi!
Ef -law and order- vandinn væri í raun stærsta krísan nú -- gilti annað þar um.
--Þess vegna lít ég á -law and order campaign- Trumps sem sönnun um skort á ábyrgðakennd!
Það sé ekki ábyrgt að gera tilraun til að dreifa athyglinni annað, sem þjóðarforseti.
Þegar vandinn sem athygli er beint frá, sé stórkostlega alvarleg bráðakrísa, sú versta í 100 ár.
- Þarna sé hann að sanna algeran skort á leiðtogahæfileikum sem þjóðarleiðtogi.
Niðurstaða
Það sé einmitt í -law and order- aðgerð Trumps liggi tilraun til að dreifa athygli almennings frá - Kófinu. Samtímis að kófið er enn sú alvarlegasta bráðakrísa sem Bandaríkin hafa þurft að glíma við í innanlands-samhengi í 100 ár. Sem ég get ekki sætt mig við!
--Að mínum dómi, eigi þjóðar-leiðtogi að leiða þjóðina í gegnum krísur!
Ekki leitast við að dreifa athygli þjóðar annað, einhverju sem ekki sé alvarleg krísa!
--Meðan alvarleg bráða-krísa steðjar að þjóðinni, ógnar lífi og limum!
Í stað þess, að gera tilraun til þess, að leiða þjóðfélagið í þeirri verstu glímu er það hefur átt við í 100 ár -- geri Trump tilraun til að dreifa athyglinni.
--Það sé hvað í mínum augum sé fullkomlega óábyrgt!
- Slík hegðan, lísi manni sem ráði ekki við hlutverk þjóðarleiðtoga.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 858796
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Portland tók borgarstjórinn þátt í óeirðunum. Eins og fífl. Þær óeirðir líta út eins og uppreisn marxista. Því það er það sem þær eru.
Í Seattle (sem þú hefur heppilega gleymt) stöðvaði borgarstjórinn lögregluna til þess að marxistar gætu komið á kommúnista-útópíu í einu hverfinu. 2 morðum síðar var það partý leyst upp eftir að óeriðaseggir höfðu í sinni alkunnu vizku gert árás á heimili borgarstjóra. Það var þá ofbeldisfyllsti staður á jörðinni.
Minneapolis er í rúst.
Morðum hefur fjölgað AÐ MINNSTA KOSTI 200% í nær öllum borgum þar sem Demókratar (!) ráða ríkjum, vegna "defund the police" stefnunnar.
Þetta er allt meiriháttar áróðurssigur fyrir Trump, því fólk sér að það getur valið um demókrata og einhverja stríðsherra og óaldaflokka, eða Repúblikana og Frið.
***
New-York 438.196 smit - 32.662 dauðsföll/sl. viku 433.314 smit - 32.552 dauðsföll
Borgarstjóri NY, Cuomo, lét setja smitaða á elliheimili. Þar smituðu þeir ellimenni, sem þá dóu...
Cuomo er annaðhvort fæðingarhálfviti eða illmenni.
Kínakvefið er annars ekki á könnu forsetans, heldur fylkisstjóranna. Mikilvægt atriði sem fæstir virðast vita eða vilja vita.
Fact tékkaðu það endilega.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.7.2020 kl. 23:34
Ásgrímur, þér eruð ekki í lagi.
"Morðum hefur fjölgað AÐ MINNSTA KOSTI 200% í nær öllum borgum þar sem Demókratar (!) ráða ríkjum, vegna "defund the police" stefnunnar."
Fullkomið kjaftæði - glæpatíðni er að vaxa, af völdum Kófsins, sbr. nærri 30 milljónir atvinnu-lausir - ég hef skoðað gröf, þau passa - þ.e. fólk á fyrst í stað pening, skrimtar 2-3 mánuði, fer síðan að fremja glæpi.
--Og glæpirnir eru í stöðugri sókn -- eins og kófið.
**Þetta helst í hendur.
Hefur ekkert að gera með - sem þú talar um.
**Þú ert að endurtaka áróðurs-rugl -- mann-rolunnar í Hvíta-Húsinu.
Eftir 2 mánuði verða fylki sbr. Florida - líklega Texas einnig búin að ná New-York í dauðatölum.
Þau eru þegar nærri komin upp að New-York í tölur yfir sýkta.
--Sl. 4 daga hefur dánartala í Bandar. verið yfir 1000 sérhvern dag.
--Og hækkandi.
Bróðurpartur látinna nú í Suður-Fylkjunum.
Þegar dregur að kosningum, stendur Trump frammi fyrir stærsta disaster.
Sem yfir þjóðina hefur komið.
--Og hann mun persónulega eiga stóra hluta sakarinnar -- fyrir að fullkomlega bregðast sem leiðtogi á rauna-stund.
Eftir þessa reynslu - verða hægri-menn í Bandar. yst á hægri-væng sennilega fullkomlega discredited a.m.k. mannsaldur - líklega.
--Hef aldrei orðið á æfinni vitni að eins arfa-lélegum forseta í Bandar.
Hvílíkt absolút disaster hann er að reynast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.7.2020 kl. 02:19
Og hvað með þó borgarstjórinn hafi tekið undir kröfu mótmælenda? Hann má hafa sína skoðun - hann er ósáttur með sendinguna frá Truml, mótmælin þar sl. daga eru fyrst og fremst viðbrögð við sendingunni frá Trump.
--Ef hann kveður þá heim, hætta þau mestu aftur, þau voru nær dottin niðu er hann sendi liðið.
--Trump sendi þá einungis til að æsa liðið, það vita allir með einhverja glóru í hausnum
Trump er einungis að efla æsinga í von, þær dreifi athygli frá kófinu.
Með því sannar Trump sig fullkomlega óhæfan forseta.
--Hann frekar eflir til uppþota en mannast, og hjálpa eigin þjóð í því er máli skiptir.
Þannig sannar hann sig fullkomna mannleysu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.7.2020 kl. 02:35
Ég held að Ásgrímur sé með þetta.
Það ætti öllum að vera orðið ljóst að hin ráðandi Mafía vill Trump út úr Hvíta húsinu hvað sem það kostar.
Það er búið að reyna að ljúga upp á hann landráðum,en það gekk ekki.
Kófið er hinsvegar annað mál.
Mafían veit að Trump verður kennt um hvert einasta dauðsfall sem verður,jafnvel þó það sé ekki á hans ábyrgð.
Það er því einföld strategia að drepa sem flesta ,og það hefur hinn góðkunni borgarstjóri Cuomo gert með aðgerðum og aðgerðaleysi sínu.
Flestum sem fylgjast með fréttum ætti að vera orðið ljóst að mannslíf eru einskis virði í valdatafli þessarar mafíu.
Milljónir hafa þurft að lúta í gras af hennar völdum um allan heim á síðustu áratugum.
Borgþór Jónsson, 25.7.2020 kl. 07:58
Gulvestungar stjórna ekki Frakklandi, enda eru þeir ekki meirihluti kjósenda í landinu.
Og ætli bandarískir kjósendur ráði því ekki sjálfir hvern þeir kjósa í næstu forsetakosningum en ekki mörlenskir einangrunarsinnaðir öfgahægrikarlar í hrörlegum kumbalda í Vestmannaeyjum eða niðurníddum sveitabæ við Egilsstaði, menn sem væru kallaðir "hillbillies" í Bandaríkjunum.
"Hillbilly - An unsophisticated country person, as associated originally with the remote regions of the Appalachians."
Til að veiða atkvæði mörlenskra öfgahægrisinnaðra "hillbillies" þóttist formaður Miðflokksins hér á Klakanum búa í kjallaraholu á sveitabæ í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann byggi í raun í Reykjavík og siðar í Garðabæ.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, sem er einangrunarsinnaður öfgahægriflokkur, þrátt fyrir nafnið.
Öfgahægrikarlinn og einangrunarsinninn Ómar Geirsson vill engin samskipti Mörlendinga við umheiminn vegna Covid-19 og vill því auðvitað stöðva útflutning á fiski og áli frá Austfjörðum.
21.7.2020 (síðastliðinn þriðjudag):
"Fimm skipverjar dvelja nú í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sóttkví vegna nálægðar við þá. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru skipverjarnir af [súráls]skipinu Seaboss, sem lagðist að bryggju við Grundartanga á miðvikudag eftir siglingu þangað frá Brasilíu."
Og nú fær undirritaður líklega hótanir um líkamsmeiðingar frá mörlenskum öfgahægrisinnuðum "hillbillies", eins og fyrri daginn hér á Moggablogginu.
22.7.2020 (síðastliðinn miðvikudag):
Hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla um Kópasker og Raufarhöfn
Þorsteinn Briem, 25.7.2020 kl. 11:31
Óskaplega hefurðu grunna hugsun Þorsteinn minn en þú mátt eiga það að þú ert fljótur á copy/paste tökkunum.
Gulvestungar stjóena ekki Frakklandi,þetta er bara hópur fólks sem er farið að blöskra sívaxandi skattpíningin og einræðistilburðirnir innan ESB.
Evrópskir stjórnmálamenn hafa með öllu yfirgefið almenning í löndunum og haga sér í öllu eins og konungar og lénsherrar fortíðar og skattpína almenning og virða vilja hans að algerlega vettugi.
Rökin eru þau sömu og giltu þegar konungar töldu að þeir þægju vald sitt frá Guði. Þeir töldu sig handhafa sannleikans af þvæi þeir voru svo nánir Guði.
Nú er enginn Guð í spilinu . Evrópskir stjórnmaælamenn telja sig einfaldlega gáfaðari en aðra og þess vegna þurfi þeir ekkert að taka tillit til vilja almennings.
Það viðist vera að Þorsteinn Briem sé sammála þeim.
Það hefur alltf verið til fólk sem heldur að ráðamenn séu guðir,sama hversu illa þeir eru leiknir.
Síðasta ósvifna dæmið um þetta er svokallaður 750 milljarða björgunarpakki sem stjórnendur ESB ætla að afhenda vildarvinum sínum og eigendum.
Það sem minna hefur verið fjallað um er hvernig þeir ætla að endurgreiða pakkann. Pakkanum fylgir nefnilega skattahækkunarpakki fyrir almenning.
Mér kæmi ekki á óvart þó að þessi aðför að Evrópskum almenningi yrði til þess að magna enn frekar óánægju almennings.
Fjáröflun af þessu tagi er algerlega á skjön við reglur ESB ,en ráðamenn þar telja sig ekki lengur bundna af þeim reglum frekar en öðrum.
Þetta er líka lagerlega á skjön við það sem Merkel sagði þjóðverjum fyrir mánuði síðan.
Þá sagði hún að það kæmi ekki til greina að ESB tæki lán á abyrgð Þýskalands n,enda hafði þýski stjórnlagadómstóllinn dæmt það ólöglegt..
Nú hefur það gerst að ESB hefur tekið lán á ábyrgð Þýskalands.
Það vantar ekkert nema yfirskeggið á kerlinguna. Ef betur er að gáð þá hefur hún samt smá.
Borgþór Jónsson, 25.7.2020 kl. 16:44
Til hamingju. Þér tókst að koma orðinu "virðist" fyrir tvisvar í einni fyrirsögn. Það er helmings bæting frá öllum hinum fyrirsögnunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2020 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning