20.6.2020 | 18:24
Trump gagnrýndur fyrir fyrirhugaðan framboðsfund í Oklahoma State en COVID-19 sýkingum fjölgar hratt einmitt í Oklahoma skv. nýjustu tölum!
Fyrir þessa helgi sína tölur frá Suður-ríkjum Bandaríkjanna að fókus COVID-19 dreifingar hefur færst yfir til Suður-ríkjanna. Ég er með tölur frá því í dag fyrir framan mig, skv. því eru ný tilfelli orðin 16.657 af er í dag -- Florida 4.049, Arizona 3.109, North-Carolina 1.549, South-Carolina 1.155, Virginia 650 -- þá loks New York 621.
--Fjöldi fylkja er síðan með fleiri hundruð tilfelli af er þessum degi:
United States Coronavirus Cases.
Sjá hér áhugavert samanburðargraf Reuters. Sýnir einnig snarpa aukningu í nokkrum fjölda Suður-ríkja Bandaríkjanna þar á meðal Oklahoma.
--Áhugavert skv. á hlekknum má sjá að Alabama hefur séð 2-földun í heildarfj. tilfella í sl. viku. Þar skv. því er hraðinn á hlutfallslegri fjölgun mestur.
--South-Carolina, Oklahoma einmitt og Florida eru næst á eftir í hlutfallslegum fjölgunarhraða, þar af fjölgaði tilfellum 67,9% í Oklahoma í vikunni!
- 2-földunarhraði í Oklahoma skv. því 1,5 vika ca.
Oklahoma voru: 331 til viðbótar í dag heildarfjölda tilfella 10.037.
Þær tölur auðvitað fölna samanborið við New York 410.214.
--Oklahoma hefur ca. helming íbúafjölda New York þannig fljótt á litið er útlitið ekki það svart: Oklahoma Coronavirus Cases.
- Ábending, ef maður skoðar gröf þ.e. ný tilfelli og virk tilfelli.
Eru gröfin snörp til hækkunar, þar með eru súlur Júní mánaðar þær langhæstu til þessa. - Með veikina í hraðri útbreiðslu - virðist ákvörðun fylkisstjóra að draga úr hömlunum til að efla atvinnu-lífið, en fylkisstjórinn virðist vera bandamaður Trumps, ekki endilega góð.
- Málið er að reynslan sýnir í mörgum löngum, þar á meðal innan Bandar. sjálfra -- að hröð útbreiðsla ef ekki stöðvuð þíðir að innan skamms, verður sýking útbreidd og margir veikjast, þar á meðal fjölgar dauðsföllum verulega.
--Ef Oklahoma yrði eins slæmt og New York færu sýkingar þar í 200þ.
- Einhver bendir kannski á dánartölur eru lægri nú en t.d. í apríl, hef enga þekkingu á af hverju það er -- hinn bóginn geta dánartölur laggað eftir ef hröð aukning skv. tölum Júní mánaðar ætti að leiða til þess þær fari upp einnig.
Auðvitað getur verið heilbrigðiskerfið sé betur statt nú.
Trump á fundi með aðdáendum!
Menn benda á að það sé sérstaklega hættulegt við þessar aðstæður að halda fjölmennan kosningafund á lokuðum leikvangi þ.s. áhorfendur munu sitja þett við hvern annan!
This has the potential to be one of those super-spreading events, -- The president, governor and mayor are . . . using the citizens of Oklahoma as guinea pigs. -- sagði Emily Virgin talsmaður Demókrataflokksins í Tulsa City Oklahoma.
- En hún hefur ekki augljóslega rangt fyrir sér.
- En það virðist fullkomlega öruggt, miðað við hraða útbreiðslu - með þúsundir æstra aðdáenda á þétt pökkuðum leik-vangi.
- Þá verði stórfelld dreifing á vírusnum einmitt við þær aðstæður.
Sko, sannarlega hafa mótmæli sl. vikur augljóslega fjölgað tilfellum.
Hinn bóginn, bætir það ekki nokkurn skapaðan hlut - að Trump taki sig til að gera slíkt hið sama!
Bendi á að fundurinn í Tusla City Oklahoma er einungis sá fyrsti í fyrirhugaðri fundarherferð, þ.s. viðburðirnir verða sennilega alltaf lokaðir - alltaf á lokuðum stöðum þ.e. leikvöngum af einhverju tagi þ.s. fólk mun sitja eða standa þétt.
--Það þíðir, að þeir fundir verða nánast - fullkomnar dreifingarstöðvar fyrir COVID-19.
Þ.e. ástæða fyrir því, menn hafa verið að - banna útisamkomur, kvikmyndasýningar - íþróttamót með áhorfendum.
--Því staðir er innihalda fjölmenni pakkað þétt saman, verða óhjákvæmilega massívar dreifingastöðvar fyrir COVID-19.
- Í fullri kaldhæðni, einmitt nú þegar Suður-ríki og mið-ríki Bandar. eru að verða helstu miðstöðvar dreifingar COVID-19.
- Hefst kosninga-herferð Trumps, einmitt um þau ríki.
- Það getur einfaldlega ekki farið með öðrum hætti, en að sú fundarherferð skapi ein og sér umtalsverða viðbótar-dreifingu, þar með þau vandræði er því fylgir - auk hugsanlegra dauðsfalla.
--Sumir tala um það, að aðdáendur Trump séu að taka - Darvins prófið.
En kaldhæðnin er sú, að Trump mun án vafa leiða fram dauða töluverðs fjölda sinna fylgismanna. Sem annars geti verið að hefðu ekki látist.
Niðurstaða
Sá sorglegi sannleikur virðist vera að þungamiðja fjölgunar tilfella COVID-19 virðist kominn til Suður og Mið-ríkja Bandaríkjanna. Mér skilst að nokkur þeirra þar á meðal Oklahoma, hafi dregið úr aðgerðum -- skv. hvatningu m.a. frá ríkisstjórn Bandaríkjanna um að opna hagkerfið.
Það sem tölur sína um fjölgun tilfella, er fjölgunar-hraðinn virðist í aukningu í nær þeim öllum, verst í Alabama þ.s. 2-földunarhraði er tæp vika skv. fjölgun um 116% í sl. viku.
Til samanburðar fjölgaði í Oklahoma um 67,9% er geri ca. eina og hálfa viku 2-földun.
--Það þíði að veikin sé þessa dagana í hraðri útbreiðslu í Oklahoma fylki.
--Einmitt líklega í hraði útbreiðslu í Tulsa City, þ.s. pólitískur fundur Trumps fer fram.
Þannig að það verður algerlega örugglega þannig, að á fundinum verði til staðar margir er beri vírusinn og að þeir muni dreifa honum til margra á þeim fundi, þannig að kosningafundurinn hvetji til enn frekari aukningar tilfella í Oklahoma.
Þetta er einungis fyrsti stóri fundurinn við aðstæður þ.s. fólki verður pakkað þétt saman, þannig skapaðar fullkomnar aðstæður á sérhverjum þeim funda til að dreifa vírusnum frekar -- sem Trump ætlar að halda um Mið- og Suður-ríki Bandaríkjanna, fram að kosningum.
- Skv. þessu, verður hægt vel svo án ósanngyrni að halda því fram, að Trump muni persónulega standa fyrir því - að dreifa veikinni til sem flestra sinna stuðningsmanna.
- Enginn vafi af völdum þess að mæta á þá fundi, muni fjöldi þeirra stuðningsmanna látast af sjúkdómnum, þar fyrir utan muni stærri fjöldi veikjast alvarlega - enn fleiri veikjast síður alvarlega. Enn enn fleiri fá vírusinn, án þess endilega veikjast en samt taka þátt í að dreifa honum frekar.
Skv. þessu verður Trump meðvirkur í því að hámarka fjölda COVID-19 veikra þar með einnig látinna, í einmitt þeim fylkjum - þ.s. hann vonast einna helst eftir atkvæðum fólks.
--Eitthvað við þetta er svo rosalega kaldhæðið.
------------
PS. Trump var með -liability disclaimer- fyrir aðdáendur sem þeir þurftu að undirrita til að fá að fara inn á samkomuna:
By attending the rally, you and any guests voluntarily assume all risks related to exposure to COVID-19 and agree not to hold Donald J. Trump for President, Inc.; BOK Center; ASM Global; or any of their affiliates, directors, officers, employees, agents, contractors, or volunteers liable for any illness or injury,
Til að útiloka fullkomlega að Trump hafi ekki mæta vel skilið hann væri að stofna lífi og limum stuðningsmanna sinna í hættu.
PS.2 - Mun færri virðast hafa mætt á atburðinn í Tulsa en Trump framboðið reiknaði með, en skv. fréttum, reiknuðu borgaryfirvöld með 100þ. manns - leikvangurinn sjálfur tekur 19þ. í sæti en myndir af atburðinum sína að -- einungis ca. 2/3 sætanna voru skipuð. Fyrir utan, virðast einungis hafa verið um 10 manns. Fyrir atburðinn hafði Trump gumað af því, að milljón manns hafi - skrifað upp á að mæta.
Vegna þessa, hætti Trump við að halda fund utan-dyra sem hann hafði fyrirhugað, en búist hafði verið við slíkum hóp - að fjölmenni yrði utan dyra, en í staðinn var þar nánast enginn maður eins og myndir af atburðinum sýndu.
--Skv. þessu virðist start Trumps á fundarherferð sinni ekki ræsast af þeim krafti hann fyrirhugaði.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.6.2020 kl. 03:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 858810
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump fær Covid-19 skitu og drullar yfir heimsbyggðina sem aldrei fyrr.
Þorsteinn Briem, 20.6.2020 kl. 20:52
Á morgun, sunnudag, hafa fleiri fengið Covid-19 í Síle en á Ítalíu.
Þorsteinn Briem, 20.6.2020 kl. 21:44
Ef óeirðirnar (og þessi smávægilegu mótmæli meðfram þeim) eru ekki vandamál, þá er smá samkoma einhvers stjórnmálamanns varla vandamál.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2020 kl. 01:05
Ásgrímur Hartmannsson, ha - ha - ha, útúrsnúningar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.6.2020 kl. 01:41
Hann var flottur í kvöld.
Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2020 kl. 01:59
Helga Kristjánsdóttir, ég gerir ráð fyrir þú hafir ekki vitað um - litability disclaimer - aðdáendur hans þurftu að samþykkja til að fá fara inn á staðinn - By attending the rally, you and any guests voluntarily assume all risks related to exposure to COVID-19 and agree not to hold Donald J. Trump for President, Inc.; BOK Center; ASM Global; or any of their affiliates, directors, officers, employees, agents, contractors, or volunteers liable for any illness or injury, - endanleg sönnun þess maðurinn er fullkominn drullusokkur. Þessi disclaimer sannar fullkomlega að honum var og er full kunnugt, að hann stofnar lífi og limum aðdáenda sinna og einnig þeirra fjölskyldna í hættu. En manninum er greinilega fullkomlega sama um þau líf hvort þau eru áfram til staðar eða hvort mörg þeirra muni taka enda í kjölfarið. Hugsa sér verðlaun til stuðningsmanna -- að tryggja fjöldi þeirra muni líklega láta lífið er mæta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.6.2020 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning