John Bolton er að gefa út bók, Pompeo útnefnir Bolton - svikara, Trump hellir sig yfir Bolton nefnir hann lygara; en í leiðinni tryggja báðir að -The Room Where It Happened- fái mikla sölu!

Bolton er langt í frá því vera minn uppáhaldsmaður - hann varð mjög ófrægur í tíð George W. Bush, en Bush færði hann frá fyrstu stöðunni Bolton gegndi yfir í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu-þjóðunum, embætti sem Bolton gegndi síðan eftir það í tíð ríkisstjórnar George W. Bush.
--Mér skilst ástæða tilfærslu úr embætti innan Hvíta-hússins, hafa verið að Bolton var gagnrýndur fyrir meðferð gagna, m.ö.o. leyna gögnum er máli skiptu en sögðu aðra sögu.

Síðan var Bolton sem sendiherra ríkisstjórnar Bandaríkjanna hjá SÞ - í því hlutverki að verja aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna í Írak, árið 2003 og síðan áfram í tíð þeirrar ríkisstjórnar.
--Vegna tilfærslunnar yfir til SÞ, þá auðvitað var Bolton ekki í þeirri aðstöðu þá - að taka lykilákvarðanir, honum hefur örugglega sárnað.

  1. Það sem Bolton hefur alltaf verið, er haukur fyrir stöðu Bandaríkjanna í heiminum.
  2. Þannig að Bolton verður sennilega skoðast sem, raunverulegur þjóðernissinni.
  3. Sama tíma, virðist Bolton alltaf hafa verið sú tegund þjóðernissinna, er alltaf var tilbúinn að -- berja niður skilgreinda andstæðinga Bandaríkjanna.
  4. Talið er víst, að Bolton hafi viljað að - Bush mundi hefja stríð gegn Íran, en Bush skv. hans eigin æfiminningum stóð fyrir þeirri ákvörðun, og steig ekki það skref.

Ég hef a.m.k. aldrei heyrt af því að Bolton væri tengdur spillingu.
Lygar hans virðast hingað til - ekki tengjast -self enrichment schemes.-
Heldur, má tengja við stefnu Boltons í utanríkismálum, nefnilega þeirri.
--Að jafna um skilgreinda óvini Bandaríkjanna.

Hann sé m.ö.o. raunverulegur stríðs-haukur.
En sé ólíklegur til að - vera í þessu til þess að græða persónulega pening.
--Hann m.ö.o. ekki augljóslega spilltur.

Þó það geri hann ekki að - góðri persónu.

  1. En punkturinn í þessu er sá.
  2. Það þarf ekki vera að Bolton sé að ljúga.

En Bolton getur verið raunverulega - reiður yfir því sem hann telur dæmi um spillingu.
Einnig því, sem sannarlega hefur oft virst ekki bara mér, stefnulaust rekald það sem ríkisstjórn Bandaríkjanna undir Trump -- hefur virst mér nær ávalt.
--M.ö.o. þegar Bolton talar um -stefnuleysi- og -hugmyndafæð- þá er það mín sín einnig.

 

Bolton - Pompeo - Trump í herberginu fræga!

Trump fires national security adviser John Bolton

Ásakanir Boltons!

Frægasta ásökunin er auðvitað sú -- hann segir að Trump hafi boðið Xi Jinping!

He then, stunningly, turned the conversation to the coming U.S. presidential election, alluding to China's economic capability to affect the ongoing campaigns, pleading with Xi to ensure he'd win,

Við höfum orð Boltons fyrir þessu. Auðvitað getur þetta verið lýgi.

Bolton m.ö.o. segir Trump hafi komið ráðgjöfum sínum í opna skjöldu - með því að ræða viðskipti ríkjanna í samhengi við kosningar fyrir endurkjör, m.ö.o. á Trump hafa boðið Xi á móti ef Xi samþykkti veruleg kaup Kína á landbúnaðarvarningi frá svæðum þ.s. Trump hefur haft sterka atkvæðastöðu -- að tóna niður gagnrýni ríkisstjórnar Bandaríkjanna á Kína.

M.ö.o. skv. Bolton hafi Trump - boðið viðskipti m.ö.o. transaction.

  1. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að gera sitt ítrasta á sama tíma til þess að stöðva/hindra útgáfu - The Room Where It Happened. 
    Mr Bolton’s attorney, Charles Cooper ... White House had sought to use national security as a pretext to censor Mr Bolton, in violation of his constitutional right  to speak on matters of the utmost public import -- Simon & Schuster fully supports [Mr Bolton's] First Amendment right to tell the story of his time in the White House to the American public,
    --Bendi á þetta er útlegging lögmanns John Bolton.
  2. Meðan fullyrðir TrumpIf he wrote a book, I can't imagine that he can because that's highly classified information, -- Conversations with me, they're highly classified. I told that to the attorney general before. -- I will consider every conversation with me, as president, highly classified, -- So that would mean that if he wrote a book and if the book gets out, he's broken the law. And I would think that he would have criminal problems. I hope so.
    --Trump, Barr styður þá afstöðu, að allt þ.s. hann segir burtséð frá við hvaða tilefni og við hvern, sé skilgreint ríkisleyndarmál -- því fangelsisdómur við því að segja frá því.
    --Tek fram, þetta er nýstárleg túlkun, þeir Trump og Barr - leitast við að víkka út vernd forseta, sem þíðir ekki er hægt að lögsækja Trump meðan hann gegnir embætti forseta -- til að einnig merkja, ekki megi vitna beint í Trump - gegn hans vilja.
    **Dómsmál gegn Bolton yrði því augljóslega prófmál.
    **Það hefði hugsanlega mjög víðtæka merkingu - því ef túlkun Trumps og Barr mundi standast, þá væntanlega gilti hún einnig fyrir forseta framtíðar.
  3. Pompeo bætti síðan við, kallaði Bolton svikara!
    John Bolton is spreading a number of lies, fully-spun half-truths and outright falsehoods, -- I was in the room too -- both sad and dangerous that John Bolton’s final public role is that of a traitor who damaged America by violating his sacred trust with its people.
    --Tja, höfum í huga skv. hefðbundinni túlkun laga Bandar. - er það ekki svik við landið endilega að segja frá því - hvað forsetinn hefur sagt.
    --M.ö.o. t.d. þ.s. forsetinn sver eið að stjórnarskránni við embættistöku - ber honum að fylgja lögum landsins, skv. því gæti aldrei verið lögbrot/svik við landið - t.d. að segja frá því ef forsetinn sjálfur mundi brjóta lög eða stunda sviksemi við landið.
    **Þarna er ég einungis að taka íkt dæmi til að sanna punktinn. 
    --Málið er að það er ekki endilega sjálfkrafa endilega rangt eða lögbrot, að tala um það hvað forsetinn sagði eða gerði, jafnvel þó forsetinn vildi frekar að ekki væri frá því sagt.
  4. Gott og vel, Trump og Barr halda öðru fram - að ef forsetinn vilji það fari leynt, burtséð frá hvort það væri t.d. klámsögur sem forsetinn segði eða burtséð frá hvað, þá væri það ríkisleyndarmál sjálfkrafa - eingöngu skv. vilja forseta.
    --Þá auðvitað fer málið fyrir dóm, og væntanlega allt dæmið fyrir rest fyrir hæstarétt er skilgreini þá það.
    --Hvort öll orð/gerðir forseta - geti verið ríkisleyndarmál burtséð frá hvað, ef forsetinn vill að svo sé.
  • Tökum samt fram, að í Watergate málinu í tíð Nixon, þá var sannarlega uppljóstrað heilu samræðunum er fóru fram í Hvíta-húsinu.
    Greinilega gæti það útilokað Watergate mál framtíðar, ef hæsti-réttur samþykkti slíka kröfu Trumps og Barr, að allt sem forsetinn segir í prívat í Hvíta-húsinu, eigi að vera ríkisleyndarmál -- og að rjúfa slíkan trúnað fái nánast sjálfkrafa harða refsingu.
    --M.ö.o. þetta þíðir, jafnvel þó Bolton sé um margt - fullkomlega andstyggðar karakter, gæti mál hans fyrir rétti - sem ríkið sækir, snúist yfir í mjög mikilvægt prófmál um það -- hvort fullt málfrelsi/prentfelsi ríki innan Bandaríkjanna.
    --Og einnig um það, hvort yfir höfuð sé unnt að rannsaka ríkið, meðan það starfar. En þá þarf að vera hægt að fá menn til að opna sig. Watergate rannsóknin hefði aldrei getað komist þetta langt sem hún komst, ef enginn hefði getað opnað sig -- vegna ótta við sjálfkrafa handtöku og nánast öruggan langan fangelsisdóm.
  • M.ö.o. gæti það verulega aukið hættu á spillingu innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna til frambúðar -- ef öllu þ.s. þar fer fram, verður haldið frá almenningi -- með slíkum hætti. Tja, þá komast þeir er ríkja þar í framtíð, frekar upp um slæma hluti -- ekki satt?
    --Ég er ekki endilega vísa til Trumps - heldur segja málið miklu stærra þar með en snúast einungis um Trump.

 

Trump auðvitað tjáði sig á Twítinu!

Donald J. Trump@realDonaldTrump
Bolton’s book, which is getting terrible reviews, is a compilation of lies and made up stories, all intended to make me look bad. Many of the ridiculous statements he attributes to me were never made, pure fiction. Just trying to get even for firing him like the sick puppy he is!
1:08 PM · Jun 18, 2020
 
  1. Punktur, ef bókin er einungis safn lyga -- af hverju er svo mikilvægt að stöðva útgáfu hennar?
  2. Það eru eiginlega nákvæmlega þau viðbrögð -- baráttan gegn birtingu hennar.
Sem fær fólk til að íhuga taka mark á henni.
 
Í annan stað er talað um safna lyga.
Síðan er dómsmál í gangi til að stoppa útgáfu hennar.
--Og Pompeo nú útnefnir Bolton svikara.
  • En útnefningin svikari -- segir eiginlega að bókin birti eitthvað sem sé satt. 
    Annars hvernig getur hún verið -- svik?
  • Sama virðist eiginlega baráttan -- gegn birtingu bókarinnar segja.
    Hver er tilgangurinn í því að hindra bókin komi fyrir almenning, ef allt í henni eru lygar?

Eiginlega verð ég að segja!
Viðbrögðin bendi einmitt til þess - a.m.k. einhverjar af frásögnum Boltons séu sannar.

 

 

Niðurstaða

Sápuóperan í Hvíta-húsinu tekur stöðugt á sig nýjar og nýjar myndir. 
Nýjasta sápan - virðist dæmisagan um það; hvernig ekki á að bregðast við nýrri bók.
Fjölmiðla-umfjöllunin, viðbrögð Trumps og Bolton, dómsmál dómsmálaráðherra Bandaríkjanna gegn birtingu -- The Room Where It Happened.
--Sjá um að auglýsa hana rækilega, þannig að nú er nánast öruggt hún seljist.

En því meir sem vakið er á henni athygli, þá auðvitað taka menn samtímis betur eftir því hvað þar er sagt/haldið fram.
--Trump, Pompeo, Barr -- hefðu átt að láta bókina algerlega óáreitta.

Trump hefði getað Twítað - lýgi, en ef önnur viðbrögð hefðu verið engin.
Er alveg möguleiki að sú skoðun á henni hefði getað orðið ofan á.
--En með ýktum viðbrögðum, virðist mér Trump - Pompeo og Barr, nánast hafa tryggt að bókin fái mikla athygli, auk þess að margir taki það fullkomlega alvarlega það sem þar kemur fram.

  • Þetta kalla ég að míga í skóinn sinn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu ljúga allir nema Trump. cool

Þorsteinn Briem, 19.6.2020 kl. 19:26

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Trump er alltaf að míga í skóinn sinn og hefur gert það alveg frá upphafi forsetaferilsins.
Ef við tökum Bolton sérstaklega er það með öllu óskiljanlegt að hann skyldi gera forhertann stríðsglæpamann að öryggisráðgjafa sínum.
Stríðsglæpamann sem hefur í ofanálag allt aðra utanríkisstefnu en hann sjálfur.
Trump virðist hafa tilhneigingu til að draga úr hernaði Bandaríkjanna utanlands en Bolton vill á hinn bóginn drepa allt sem hreyfist og hefur í raun ekkert annað svar við neinu,enda hefur hann ekki áhuga á neinu öðru.
Það hefði því mátt vera hverjum sem er ljóst að Bolton mundi svíkja Trump þegar þegar Trump færi að halda fram áherslum sínum.
Bolton er örugglega froðufellandi núna af því að Trump fækkaði í morðsveitum Bandaríkjanna í Þýskalandi.

Ég get ekki séð að það sé dómsvenja að fólk sem kemur upp um lögbrot opinberra stofnana í Bandaríkjunum sé látið í friði.
Ágæt dæmi um þetta eru Assange og Manning sem báðir komu upp um glæpi gegn Bandarísku þjóðinni.
Nú er verið að drepa Assange í Bresku fangelsi og Manning fékk yfirhalningu sem hún gleymir áreiðanlega ekki í bráð.
Enn annar er nú undir verndarvæng Putins eftir að hafa upplýst um glæpi leyniþjónustunnar gegn almenningi. Seinna voru þessir glæpir lögleiddir eins og vejna er í Bandaríkjunum þegar svona staða kemur upp.




.

"M.ö.o. gæti það verulega aukið hættu á spillingu innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna til frambúðar -- ef öllu þ.s. þar fer fram, verður haldið frá almenningi -- með slíkum hætti. Tja, þá komast þeir er ríkja þar í framtíð, frekar upp um slæma hluti -- ekki satt?"
Þetta hlýtur að vera einhverskonar ruddalegt grín.
Bandaríkjastjórn er einhver spilltasta ófreskja sem fyrirfinnst á jörðinni ,og svo hefur verið í áratugi.

Til dæmis var haldið frá þjóðinni að öll samskifti hennar á samskiftamiðlum ,hverju nafni sem nefnast væru skráð í gagnagrunn. Það var logið til um þetta þangað til að það var ekki lengur nein leið til að halda því leyndu.
Enginn þurfti að svara til saka. Seinna var þetta einfaldlega lögleitt ,þvert á stjórnarskrá.
Fyrir utan þetta er svo óheyrilegur þjófnaður á opiberu fé og mútuþægni stjórnmálamanna. Það skemmtilega er að allir geta mútað þeim ,líka erlendir aðilar.

Borgþór Jónsson, 20.6.2020 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband