Eins og væntanlega allir vita þá hófust fjölda-mótmæli í fjölda bandarískra borga í kjölfar atburðar sem ég - tel rétt að nefna morð lögreglumanns á bandarískum blökkumanni.
Í nokkrum fjölda tilvika hafa óeirðaseggir blandað sér í raðir mótmælenda.
Í tilvikum virðast glæpamenn einnig notfæra sér ástandið til að ræna verslanir.
--Slíkt er því miður ekki sjaldgæft þegar fjöldareiði brýst út í fjöldamótmæli, að þá er lögregla of önnum kafinn til að verja opinbera staði, til þess að gæta öryggis fyrirtækja - þannig glæpamenn sjá sér gjarnan leik á borði!
Trump virðist notfæra sér þá atburðarás, hótar beitingu landhers landsins!
Og að skilgreina þekkta mótmæla-hreyfingu hryðjuverkasamtök!
--Nú er erfitt að vita hvort hann getur grætt eitthvað á slíku.
--En kall hans eftir hörðum aðgerðum virðist a.m.k. höfða til hluta Bandaríkjamanna!
Eins og Trump málar ástandið, sé um að ræða skipulagða tilraun til að grafa undan öryggi borgara landsins -- m.ö.o. er Trump að reifa samsæris-kenningu.
--Segir að þekkta mótmæla-hreyfing standi að baki, hótar að skilgreina þá hreyfingu hryðjuverkasamtök.
- Þetta er eiginlega ekkert betra, en æsi-fréttamennska sem stunduð er af fjölda bandarískra fjölmiðla þessa stundina.
- En óneitanlega sérstakt - hvernig Trump virðist sjá í þessu tækifæri til að, mála skrattann á vegginn - með því að viðra samsæriskenningu af slíku tagi.
--Fullyrðing hans um árás á samfélagið, er þá væntanlega röksemd hans til að beita hernum!
Þá hugsanlega vill hann að herinn beiti sér eins og að um uppreisnartilraun sé að ræða!
M.ö.o. gæti Trump verið að hvetja til blóðbaðs.
Mjög áhugavert Video sem sýnir atburðarás er leiðir til dauða George Floyd. Ath. að hún hefst á því sem er fullkomlega lögleg handtaka út af líklegu lögbroti - hinn látni hefur líklega reitt lögreglumann til reiði með því að streitast á móti. Hinn bóginn, er alveg öruggt að -- halda fæti ofan á hálsi George Floyd í heilar 3 mínútur eftir að hann hættir að sína nokkur viðbrögð, er langt langt ofan við þ.s. geta talist eðlileg viðbrögð!
--Ég sé enga ástæðu að ætla að sú bylgja reiði er hefur brotist út sé ekki -spontant- bylgja af reiði, þannig nokkur ástæða sé að taka trúanlegar ásakanir Trumps - að reiðialdan sé undirbúið hryðjuverk gegn bandarísku samfélagi!
Í þessari færslu Trump er engin leið að sjá annað en Trump -- hvetji til beitingar þekkts bandarísks herfylkis gegn mótmælum í bland við óeirðir, tekur undir orðalag þ.s. þátttakendur eru skilgreindir hryðjuverka-öfl!
--Takið eftir Trump vitnar í annan aðila lýsis sig sammála!
(Takið einnig eftir færsla er ný eða einungis klukkitíma gömul er ég sé hana!)
Það sem starir sérstaklega við mér - er tal um atburðarásina sem hryðjuverk, og því um þá borgara landsins sem taka þátt -- sem hryðjuverkamenn!
--Auðvitað, þú beitir ekki hryðjuverka-öfl vettlingatökum.
Því vart hægt að sjá annað en Trump hvetji til alvarlegrar beitingu ofbeldis er gæti leitt til blóðbaðs í borgum landsins!
ANTIFA er þekkt vinstri-sinnuð andstöðuhreyfing, sem fyrir nokkrum árum stóð fyrir þekktum -- stöðu-mótmælum m.a. í Washington borg, þ.s. mótmælendur tóku sér stöður á þekktum stöðrum þ.s. þeir voru gjarnan fyrir umferð tepptu jafnvel umferð um mikilvægar opinberar byggingar.
--En ég man ekki neitt dæmi þess þau mótmæli hafi verið - óróleg eða hafi valdið skemmdum.
Trump nú hótar að skilgreina þau samtök -- hryðjuverka-samtök.
--Eins og vanalega færir Trump engar sannanir fyrir sínum fullyrðingum.
- Ekkert þvert á móti bendi til annars, en mótmælin í bland við óeirðir -- séu klassískt dæmi um -spontant- mótmæli af völdum reiði-bylgju.
- En Trump greinilega heldur að hann geti notfært sér ástandið - að virðist, til að skilgreina þekkta vinstri-sinnaða andstöðuhreyfingu, hryðjuverkasamtök.
Þó hann færi engar sannanir fyrir því eins og vanalega er hann fullyrðir að þau samtök standi að baki núverandi - reiðiöldu er hefur brotist út í mótmæli og tilvikum óeirðum.
--Því má velta því fyrir sér, hvort Trump sé að telja sjálfum sér trú um þetta, eða þetta sé einungis -- tækifærismennska hjá honum, að nota ástandið sem tækifæri til að bannan þau samtök.
- En ef menn beita hernum, með þá hugmynd að baki -- verið sé að brjóta niður uppreisn eða hryðjuverkastarfsemi!
- Þá sé ég án gríns fyrir mér möguleikann á blóðbaði.
Annað Twít þ.s. Trump hótar beitingu hersins gegn þáttakendum í reiðibylgju á götum borga Bandaríkjanna!
Trump talar greinilega - um ótakmarkað afl hersins.
Og gera það sem -þarf.- Án skilgreiningar hvað akkúrat það sé.
--En -það sem þarf- getur verið orðalag til réttlætingar á blóðbaði!
En þarna getur Trump verið að beita óljósu orðalagi vísvitandi til að viðhalda -deniability.-
Höfum í huga -- hann talar um reiðibylgjuna sem hryðjuverkastarfsemi.
Málar þátttakendur sem -- hryðjuverka-öfl.
--M.ö.o. afar truflandi orðalag!
Gæti orðið Tiananmen square atburður Bandaríkjanna?
Niðustaða
Ég man aldrei áður eftir forseta Bandaríkjanna - að mála víðtæka reiðibylgju í borgum Bandaríkjanna, með þeim hætti -- rás atburða sé einhvers konar skipulagt hryðjuverk gegn borgurum landsins! Að forseti Bandaríkjanna, samþykki orðalag í athugasemdum á hans eigin blogg-síðu þ.s. þeir sem taka þátt í viðtækri reiðibylgju innan borga landsins, séu skilgreindir hryðjuverkamenn!
--Málið er að síðast ég man eftir því víðtæk bylgja sé kölluð hryðjuverkastarfsemi, er þegar Assad forseti Sýrlands skipaði beitingu hers Sýrlands síð sumar 2011 gegn því er þá voru mjög víðtæk götumótmæli í borgum landsins er voru þá búin að vara töluverða hríð.
Í kjölfarið skipaði Assad hernum að skjóta á mótmæli til að kveða þau niður.
En stað þess að það kæmi á - röð og reglu, hófst borgarastríð er leiddi til nær fullkominnar eyðileggingar landsins, og í dag er það enn stórum hluta rjúkandi rústir.
--Ég á ekki endilega von á jafn dramatískri atburðarás í Bandaríkjunum.
En þó, ef hermenn mundu hefja raun -- skothríð á fólk. Er eiginlega ekki gott að sjá algerlega fyrir, hvert slíkt gæti leitt!
--En það er greinilega til staðar í Bandaríkjunum langvarandi uppsöfnun á reiði meðal borgara landsins, því ef maður spáir í það ekki gott að fullyrða hvað gæti hafst af því ef Trump fyrirskipar her Bandaríkjanna -- að binda endi á ótryggt ástand í borgum Bandar með blóðbaði.
PS: Trump heldur ræðu í Rósagarðinum lóð Hvíta-hússins: Mayors and governors must establish an overwhelming law enforcement presence until the violence has been quelled, -- If a city or state refuses to take the actions that are necessary to defend the life and property of their residents, then I will deploy the United States military and quickly solve the problem for them.
--Hann er að tala um, hermenn -- ekki óeirðalögreglu.
PS2: Ég hef heyrt mikið talað um -- Insurrection Act 2007:
An Act authorizing the employment of the land and naval forces of the United States, in cases of insurrections
Be it enacted by the Senate and House of Representatives of the United States of America in Congress assembled, That in all cases of insurrection, or obstruction to the laws, either of the United States, or of any individual state or territory, where it is lawful for the President of the United States to call forth the militia for the purpose of suppressing such insurrection, or of causing the laws to be duly executed, it shall be lawful for him to employ, for the same purposes, such part of the land or naval force of the United States, as shall be judged necessary, having first observed all the pre-requisites of the law in that respect.
APPROVED, March 3, 1807.
-------------
Skv. því þarf Donald Trump - samþykki sameinaðs þings.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 2.6.2020 kl. 14:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1.6.2020 (í dag):
Um 96% Íslendinga vilja Biden frekar en Trump
Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 21:33
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 21:35
Donald Trump vs. Joe Biden
Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 21:36
Það er munur á mótmælum og óeirðum eins og nú ganga yfir. Jafnvel bróðir hins myrta hefur gagnrýnt óeirðaseggina. Sama hefur Obama gert í dag.
Það, hvern Íslendingar myndu kjósa til forseta í BNA kemur málinu einfaldlega ekkert við. Þeir hafa ekki kosningarétt þar, og hafa þess utan almennt nánast enga þekkingu á bandarískum stjórnmálum.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2020 kl. 22:16
Steini minn ,ég sé akki að það skifti máli hvað Íslendinum finnst um þetta mál. Það er nokkuð öruggt að það verður ekki leitað til okkar um að velja næsta forseta Bandaríkjanna.
Það er sam athyglisvert að Hillary ,sem er margfaldur stríðsglæpamaður ,þjófur og lygari skuli njóta svona mikilla vinsælda hérlendis.
Það leynist í þessu tækifæri fyrir íslenska glæpamenn af öllu tagi að bjóða sig fram til forseta hér á landi.
Guðni ætti sennilega lítinn séns ef hann þyrfti að etja kappi við morðingja til dæmis,ef marka má þessar niðurstöður.
Borgþór Jónsson, 1.6.2020 kl. 22:26
Þessi alda óeirða er ekki á nokkurn hátt sjálfsprottin. Hún er nákvæmlega eftir bókinni um það hvernig á að koma á valdaráni.
Það var reyndar skrifuð bók um þetta og aðferðin hefur verið notuð margsinnis og alltaf er aðferðin sú sama.
.
Það þýðir ekkert að láta eins og óeirðirnar hafi byrjað með drápinu á þessum manni.
Hann hafi verið á leið út í mjólkurbúð þegar lögreglan réðist á hann og drap hann, og í kjölfarið hafi allir orðið reiðir.
Maðurinn var búinn að taka þátt í götubardögum,innbrotum og íkveikjum svo dögum skifti áður en kom að þessu.
Þessi atburður er hinsvegar hvalreki fyrir skipuleggjendur valdaránsins. Þetta er hluti af prógramminu í svona aðgerð.
Þetta er allt tíundað í bókinni góðu.
Svona aðgerðir eru aldrei sjálfsprottnar.
Borgþór Jónsson, 1.6.2020 kl. 22:39
Þorsteinn Siglaugsson, ,Í Frakklandi gegn óeirðum af völdum svokallaðra - gulra vesta, beitti franska lögreglan -- óeirðalögreglu, sbr. sérstakur hlífðarklæðnaður er getur ekki brunnið, skildir, hjálmar, kilfur - öflugir vatnsdælubílar og slöngur.
Trump er að tala um að senda -- herinn á vettvang. Á þessu tvennu er mikilvægur munur.
Þetta er ekki mál sem á að leysa -- með því að drekkja því í blóðbaði, ef stórfellt að það bæti ástandið, gæti gert það mun verra - eins og gerðist í Sýrlandi fyrir nær áratug.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2020 kl. 23:01
Það að senda herinn á vettvang, ráði lögregla og þjóðvarðlið ekki við ástandið, merkir ekki að hernum sé skipað að skjóta á fólk.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2020 kl. 23:59
Þorsteinn Siglaugsson, þjóðvarðaliðið ræður yfir - búnaði lögreglu, þar á meðal þeim sama og óeirðalögregla hefur til umráða. Hvað heldur þú gerist -- ef þú sendir regular army í venjulegum búnaði sem ekki er eldfastur - á móti fólki sem gæti verið að kasta að þeim Mólotov kokteilum? Að sjálfsögðu skjóta þeir á liðið og drepa. Þetta er hvað gerist, ef þú skipar -- liðssveitum með röngum hætti, þ.e. sendir á vettvang þá sem ekki eru rétt búnir. Málið er að þegar menn eru með - lögreglu útbúnað þann sem sérstakar sveitir lögreglu ráða yfir þ.e. eldfastan klæðnað - dælubíla með vantsdælur og slöngur er einnig fínt að hafa, þá þarf hópurinn ekki að skjóta nokkurn mann. Því að þeir eru ekki í lífshættu -- í eldföstum samfestingum, hjálma - skildi o.s.frv. Þeir nota þá slöngurnar á hópin - bunurnar það kröftugar enginn getur staðið á móti, þegar hópurinn dettur um koll, er hlaupið fram þeir er dottið hafa handteknir. Þeir sem stjórna bununum, halda áfram - ef hópurinn er ekki enn að tvístrast og flr. eru steypir um koll síðan handteknir. Sviðsmyndin er allt önnur -- ef þú ert ekki að beita regular army. Með regular army getur sama sviðsmynd endað með þúsundum látinna -- ég er ekki að grínast. Og ef þú gerir það í Bandar. þ.s. margir borgarar eiga sín eigin skotvopn -- þá virkilega getur verið hell to pay. Bandar. gætu jafnvel dottið inn í borgaraátök. Bandar. er síðasta landið þ.s. þú vilt taka áhættu á að drepa nokkur þúsund borgara - hugsanlega svona óvart, því þú tókst ranga ákvörðun um liðsskipan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.6.2020 kl. 03:10
Þú gleymdir að geta þess Einar að Franska óeirðalögreglan beitir ekki bara vatnsslöngum heldur líka táragasi og gúmmíkúlum sem eru búnar að drepa og örkumla fjölda manns.
Vandamálið er hvernig á lýðræðisríki að bregðast við valdaráni.
Í þessu tilfelli eru gerendurnir í þeim hópi sem þú dregst að og fylgir.
Þá er freistandi að tala fyrir valdaráninu.
Hinsvegar ætti það að vera umhugsunarefni hvort það sé til góðs til lengri tíma litið að valdaskifti í lýðræðisríki eigi sér stað með ofbeldi.
Þetta er grundvallaratriði.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr var Trump kosinn forseti eftir þeim reglum sem um það gilda í Bandaríkjunum.
Fráfarandi stjórnvöld hafa hinsvegar aldrei viðurkennt kosningaúrslitin.
Nú bætist við að það er að koma í ljós að Obama og aðstoðarfólk hans notuðu leynjónustur og öryggislögreglu til að reyna að halda völdum ,í ríkum mæli.
Í Bandaríkjunum eretta mjög alvarlegur glæpur.
Það liggur því mikið við fyrir Obama og hansþ að ná aftur völdum yfir stofnunum landsins til að koma í veg fyrir að það verði flett ofan af þessu.
Það er mikið í húfi.
Þetta er bardaginn sem við erum að horfa á.
Óánægjan í samfélögum stafar svo af því að Vesturlönd eru smá saman að glata þeirri einstöku stöðu sem þau hafa haft í hundruð ára.
Í hundruð ára hafa þau stjórnað öllum heiminum með ýmsum aðferðum.
Nú eru í vaxandi mæli að koma fram ríki sem una þessu ekki og eru að þróa sig á eigin forsendum.
Þetta hefur þær afleiðingar að lífskjör fólks á Vesturlöndum hafa verið að skerðast. Þetta er reyndar ekki eina ástæðan ,við þetta bætist að stjórnvöld hafa sagt skilið við almenning og einbeita sér nú að því að skara pening að eigin köku og til náhirðar sem þau hafa komið á í kringum sig.
Fólkið er hinsvegar óánægt . Í fyrsta skipti síðan um seinna stríð er fólk að upplifa langvarandi kjaraskerðingu. Flest núlifandi fólk þekkir ekkert annað en stigbatnandi lífskjör.
Ballið er rétt að byrja félagi Einar. Þetta á eftir að versna mikið.
Óánægjan á eftir að aukast mikið og enginn getur séð fyrir hvert hún leiðir.
Á hinum endanum eru svo hinir útvöldu sem synda í peningum og þeir munu verja stöðu sína af mikilli hörku.
Gjörspilltur fyrirtækjakúltúr og gerspillt ríkiskerfi þar sem vissir hópar moka peningum upp úr vösum almennings með öllum ráðum.
Þetta verða læti.
Borgþór Jónsson, 2.6.2020 kl. 08:56
Borgþór Jónsson, guðanna bænum Boggi - hættu þessum band sjóðandi klikkaða málflutningi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.6.2020 kl. 11:43
Það liggur alveg fyrir eftir að yfirheyrslur þingsins voru opinberaður að leyniþjónusta og öryggislögregla voru gróflega misnotuð til að reyna að koma í veg fyrir kosningasigur Trump's.
Það liggur líka fyrir að Obama vissi af því og tók þátt í samsæri í.
Það liggur líka fyrir að allir sem yfirheyrðir voru úr röðum leyniþjónusta,öryggislögreglu og stjórnmálamanna vissu frá upphafi að Russiagate var uppspuni.
Allir vissu líka að Steel dossier var áróðursplagg á vegum Hillary Clinton.
Samt var þetta plagg notað til að fá heimildir til að hlera framboð Trump's.
Þér finnst þetta sjálfsagt eðlilegt ,en mér finnst það ekki.
Það liggur líka fyrir að Flynn var með öllu saklaus og FBI vissi það alveg frá upphafi. Hann hafði ekkert brotið af sér. Sovétskara getur þetta varla orðið.
Það þurfti hinsvegar að koma honum í fangelsi svo að var þrjarmað að honum þangaðt hann laug að öryggislögreglunni. Öryggislögreglan framdi pólitíska aftöku og sendi fórnarlambið í fangelsi
Þér finnst þetta sjálfsagt allt í lagi líka,en líklegra er samt að þú vitir ekkert umsu málefni sem þú ert að skrifa um.
Það eru mánuðir síðan að þessar yfirheyrslur fóru fram og allanennan tíma hafa þingmenn Repúblikana ekki andað út orði um þetta.
Það sýnir svo ekki verður um villst að vandamálið er þverpólitískt.
Það kom berlega fram í kosningabaráttunni að Trump var fullkunnugt um þessa mafíu ,en þegar á hólminn kom í ljós að var bara trítill sem talar digurt en gerir ekki neitt og hann sveik kjósendur sína.
Nú reynir hann að bjarga sér á hefðbundinn hátt með því að kenna öðrum um
Trump er orðinn fullmótaður Bandarískur stjórnmálamaður.
Borgþór Jónsson, 2.6.2020 kl. 14:57
* Trump virðist notfæra sér þá atburðarás, hótar beitingu landhers landsins!
National Guard, ekki herinn. Þjóðvarðliðið. Að rugla saman þessu tvennu er eins og að rugla saman lögreglunni og hjálparsveit skáta.
* Og að skilgreina þekkta mótmæla-hreyfingu hryðjuverkasamtök!
ANTIFA er þekkt vinstri-sinnuð andstöðuhreyfing, sem fyrir nokkrum árum stóð fyrir þekktum -- stöðu-mótmælum m.a. í Washington borg, þ.s. mótmælendur tóku sér stöður á þekktum stöðrum þ.s. þeir voru gjarnan fyrir umferð tepptu jafnvel umferð um mikilvægar opinberar byggingar.
Antifa eru fjölþjóðleg hryðjuverkasamtök sem hafa líf fleiri en 10 manns á samvizkunni síðan þau myrtu Pym Fortuyn, og hafa örkumlað fjölda annarra. Þá hafa þau valdið eignatjóni sem hleypur á milljörðum króna.
Víðast eru þau þekkt fyrir andstöðu sína gegn málfrelsi, og hvaða öðru frelsi líka. Þau hafa orðið uppvís að bókabrennum.
Þau eru byggð upp svipað og ISIS, og fjármögnuð á æymsan hátt, með frjálsum framlögum og með sölu varnings (!).
Meðlimir þeirra, amk í USA eru aðallega ríkir spilltir krakkar. Ríkir spilltir HVÍTIR krakkar, sem eru núna að dunda sér við að kveikja í eigum svarta mannsins, til að mótmæla rasisma.
--En kall hans eftir hörðum aðgerðum virðist a.m.k. höfða til hluta Bandaríkjamanna!
Auðvitað. Hryðjuverkamenn eru að brenna lífsviðurværi þeirra.
Það merkilega við þessa "samsæriskenningu" er að hún lítur út eins og raunveruleikinn, á meðan það sem fjölmiðlar hér eru að tyggja oní okkur læitur út eins og alger þvæla.
--Fullyrðing hans um árás á samfélagið, er þá væntanlega röksemd hans til að beita hernum!
Þá hugsanlega vill hann að herinn beiti sér eins og að um uppreisnartilraun sé að ræða!
Aftur: Þjóðvarðliðið, og það er ekki eins og það hafi ekki verið kallað út áður í svipuðum erindagjörðum.
--En ég man ekki neitt dæmi þess þau mótmæli hafi verið - óróleg eða hafi valdið skemmdum.
Nú? Hérna: https://www.bbc.com/news/live/world-us-canada-52876499
--Eins og vanalega færir Trump engar sannanir fyrir sínum fullyrðingum.
Hvaðan færðu þessar "upplýsingar?" Þetta er allt rökstutt, lið fyrir lið, svo vel að undur eru að þessi grúppa hefur ekki verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök fyrr.
Af RT: https://www.rt.com/usa/490444-bricks-appear-mysteriously-cities-riots/
Af hverju heldur þú að kommúnísku hryðjuverkasamtökin séu ekki hryðjuverkasamtök? Vegna þess að Pym Fortuyn var hommi? Eða vegna þess að það er allt í lagi að brenna eigur fólks? Eða lemja það í hausinn með múrsteinum? Eða grafa undan málfrelsi með ofbeldi? Hvað af þessu á við? Eitthvað eitt, eða allt?
Hér vísar þú í Trump:
Þarna ýjar hann að því að kommúnísku hryðjuverkamennirnir komi úr öðrum fylkjum til þess að kasta múrsteinum í höfuð almennings og brenna verzlanir.
Sem hefur komið á daginn að er alveg satt.
*- hann talar um reiðibylgjuna sem hryðjuverkastarfsemi.
Það eru þín orð.
* Ég man aldrei áður eftir forseta Bandaríkjanna - að mála víðtæka reiðibylgju í borgum Bandaríkjanna, með þeim hætti -- rás atburða sé einhvers konar skipulagt hryðjuverk gegn borgurum landsins!
OK, þú hefur TDS.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2020 kl. 15:38
Ef þetta er fólkið í bandaríkjunum, sem eru með þessar óeirðir ... getur maður vel skilið að lögreglan sé harðhent. Og að tala um morðingja sem ganga um göturnar, og berja gamlar konur til dauða ... séu "mótmæli", á maður bara bágt.
Það á að rjúfa tengslin við bandaríkin ... og það er enginn rasismi, að vera á móti svona fólki.
Örn Einar Hansen, 2.6.2020 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning