22.5.2020 | 23:04
Verið að stíga stór skref í átt að Evrópusambandsríkinu? Hið minnsta risaskref ef ESB fær að slá lán gegnt ábyrgð aðildarríkjanna!
Umræðan er farin að tala um - Hamiltonian moment - vísað til samkomulag er varð í Bandaríkjunum rétt eftir sjálfstæðis-stríðið gegn Bretum, en kjölfar þess stóðu nokkur fylki illa fjárhagslega vegna stríðs-kostnaðar. Hamilton þá einn af áhrifamestu mönnum í Bandaríkjunum, lagði til samkomulag við - state of Virginia - að það samþykkti að höfuðborg mundi rísa í fylkinu gegn því að nýskipaður fyrsti forseti Bandaríkjanna mundi taka yfir verulegan hluta skulda Virginiu fylkis.
Samkomulagið varð í meðförum víðtækara leiddi til þess að nýstofnað - bandarískt ríki fékk heimild til að gefa út skuldir, og tók yfir hlutfall stríðskulda verst settu fylkjanna!
- Tvennt er auðvitað svipað - þ.e. skuldastaða tiltekinna landa í S-Evrópu sérstaklega stefnir í að vera fullkomlega óviðráðanleg.
Þessi lönd þurfa greinilega mikla fjárhagslega aðstoð.
Annars stefna þau væntanlega á næstunni í þrot.
--Skuldirnar eru auðvitað ekki stríðsskuldir. - Vegna þess að dómur Hæsta-réttar Þýskalands nýverið virðist loka á seðla-prentun sem björgunar-aðgerð í þetta sinn fyrir S-Evrópu; voru góð ráð dýr í kjölfar þess dóms.
Stefndi jafnvel í yfirvofandi hrun ekki einungis evrunnar heldur jafnvel sambandsins sjálfs.
--Klárlega þurfti að taka mikilvæga ákvörðun, þessi er líklega í reynd ekki næg til að bjarga S-Evrópu, en a.m.k. góð byrjun.
- En planið má útfæra nánar - það er alltaf hægt að bæta við frekari heimildum til skuldsetningar síðar.
- Menn tala - cheekily - þetta sé einungis neyðar-aðgerð í þetta eina sinn, en menn þurfa vera stórkostlega naívir til að trúa því.
- En þannig verður þessi hugmynd seld á næstunni -- Merkel er í dag ofurvinsæl í Þýskalandi í kjölfar frábærs árangur í glímu við COVID-19.
France and Germany Show the Way Forward in the COVID-19 Crisis
Merkel and Macron Find the Strength for Europe
Why the Merkel-Macron plan could be a very big deal for Europe
Áætlunin frá Ursula Von Der Leyen - Merkel virðir hafa ákveðið að taka þá hugmynd upp áður en hún fundaði með Macron forseta!
Macron var búinn mánuðum saman að karpa í ríkisstjórn Þýskalands að standa fyrir sameiginlegum aðgerðum til að bjarga S-Evrópu; en hugmyndir hans að meðlimaríkin mundu gefa út sameiginleg skuldabréf - fengu ekki áheyrn í Berlín!
Hugmyndin að heimila forseta-embætti ESB svokölluðu að slá lán upp á 500 milljarða Evra, virðist fljótt á litið - áhættuminna væntanlega.
Skv. tillögunni verði megnið af því fé -- styrkir/ekki lán.
Vond Der Leyen berst fyrir að fá auknar tekjur - m.ö.o. vill fá að leggja á tiltekna sameiginlega skatta, t.d. á tiltekna internet starfsemi.
- Þ.s. virðist hafa ýtt við Merkelu, er nýlegur dómur æðsta-dómstóls Þýskalands.
Dómur er virðist útiloka seðlaprentunarleiðina er Mario Draghi leiddi 2012 er bjargaði Evrusvæðinu það ár frá annars nær örugglega líklegu hruni. - Merkel virðist hafa skilið, að stór ákvörðun væri nauðsynleg.
Hún virðist hafa kynnt sér hugmyndir Von Der Leien.
Þær hugmyndir virðast grunnurinn af samkomulagi Merkel við Macron.
Fljótt á litið er 500ma. hvergi nóg - dropi í hafið t.d. sbr. v. vanda Ítalíu.
Þetta er mjög stór ákvörðun þó það væri bara 500 milljarðar, sem það verður að sjálfsögðu ekki!
Fyrsta lagi, þá eru fjárlög ESB hvergi næg til að borga upp 500 milljarða skuld með hraði.
Aðildarlöndin algerlega pottþétt hækka ekki þau framlög að nokkru ráði í kreppunni!
Og Von Der Leyen fær líklega ekki alla þá nýju skatta hún vill.
- Þannig það er algerlega öruggt að skuldinni verður velt áfram - ný skuldabréf gefin út í framtíðinni, eins og hjá hverjum og einum ríkissjóð.
- Það er einmitt punkturinn, ESB fær líklega ríkissjóð.
- Það er stórfelld breyting!
Já - já, það verður stöðugt talað um - þetta sé bara í þetta sinn!
Þannig mun hugmyndin seld á næstunni!
- En það ættu allir að geta séð, mun meira fé mun þurfa til, ef raunverulega á að forða hruni í S-Evrópu!
- Ég á fastlega von á að það komi síðar í ljós.
En fyrst er að fá prinsippið samþykkt af samkundu aðildarríkja ESB - síðan Evrópuþinginu.
Þá verður einungis talað um þetta - bara 500 milljarða, bara í þetta sinn!
En mig grunar þetta sé upphafið af ríkissjóð ESB!
Vegna þess að miklu meira fé augljóslega þarf.
Og þegar hitnar síðar í krísunni í S-Evrópu þrátt fyrir aðstoð.
Grunar mig að það reynist mögulegt að víkka heimildirnar frekar!
--T.d. í 1,5 trilljón evra (miða við bandar. trilljón).
Þá verður Framkvæmdastjórnin - með skuldabréfa-útgáfu reglulega á skala einstakra aðildarríkja, og fær því vegna fjárhagslega valdsins er hún þá hefur, mun verulega aukna vikt.
- Menn munu kannski ekki enn tala um -- U.S.E.
En með slíkri viðbót væri þetta ríkissjóður að öllu leiti er skipti máli, öðru en að fá formlega heitið - ríkissjóður.
M.ö.o. risaskref í átt að Evrópuríkinu!
Niðurstaða
Að sjálfsögðu get ég ekki sannað að mál fari með þeim hætti sem mig grunar - en málið er að ég miða út frá reynslu evrukrísunnar milli 2010-2012, þegar fjölda skipta fór ESB alveg fram á blábrún hruns - á mjög heitum fundum milli pólitíkusa var rætt fram og aftur, einungis er loks pólitíkusar gáfust upp að leita lausna - gat Mario Draghi fengið stuðning fyrir það síðasta er hægt var að gera til að forða hruni sbr. seðlaprentun.
--En æðsti dómstóll Þýskalands hefur nú kippt þeirri leið burt.
Þá eru pólitíkusar ESB skildir eftir berskjaldaðir - þ.s. einungis pólit. lausn getur nú bjargað, m.ö.o. þeir hafa ekkert -- plan B.
--Þetta er einföld spurning, vilja þeir bjarga ESB eða ekki?
Mig grunar að á hólminn er komið, velji þeir að bjarga sambandinu.
Ekki síst vegna þess, að það hrun er yrði - mundi valda það risastórum efnahagslegum búsifjum á öllum aðildarríkjunum, verst í S-Evrópu sannarlega en þetta stórt hrun mundi einnig skekja efnahag Evrópulandanna í N-Evrópu mjög harkalega.
--Beint ofan á COVID-19 kreppuna er slíkt það allra síðasta menn vilja.
Þannig ég reikna með því, Merkel og Macron fái sitt fram.
Og að síðar þegar féð verður ekki nægt, muni takast að auka fjárheimildir - líklega.
--Þannig að þetta verði að raunverulegum ríkissjóð, ekki síður vegna þess að mér finnst stórfellt ólíklegt - að slík fjármögnunar-leið verði ekki margnotuð við önnur tækifæri síðar.
- Einfaldlega of freystandi til þess annað sé sennilegt.
Þannig að við séum sennilega að sjá verða til - raunverulegur ríkissjóður ESB eins og tíðkast hjá ríkjum, þ.e. með eigin skuld-setningar-heimildum.
--Nema auðvitað ESB verður ekki alveg strax kallað ríki, til þess þarf væntanlega frekari útfærslur á sameiginlegu forseta-embætti, m.ö.o. yrði vera kosið í aðildarríkjum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.5.2020 kl. 01:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
Þorsteinn Briem, 22.5.2020 kl. 23:27
Bretland er að sjálfsögðu stórt ríki en hvorki með evru né á Schengen-svæðinu.
Írland er hins vegar með evru en ekki á Schengen-svæðinu, eins og Ísland og Noregur, sem eru de facto í Evrópusambandinu með aðild þeirra að Evrópska efnahagssvæðinu en hafa ekki atkvæðisrétt í Evrópusambandinu.
Og Írar hafa engan áhuga á að hætta að nota evru sem sinn gjaldmiðil.
Á evrusvæðinu búa um 340 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.
Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.
Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.
3.7.2015:
Þrír fjórðu Grikkja vilja halda evrunni og einungis 15% telja drökmu vænlegri gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 22.5.2020 kl. 23:39
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
19. 11.2008:
"Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Þorsteinn Briem, 22.5.2020 kl. 23:42
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 22.5.2020 kl. 23:45
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins].
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 22.5.2020 kl. 23:49
Þorsteinn Briem, bendi þér á að þessi þróun átt að rosalega lágum vöxtum - er vegna öldrunar-þróunar, þetta gerðist einnig á 10. áratugnum í Japan - bendi á að vextir voru mun hærri á evrusvæðinu fyrir 2010 einnig á bankalánum, en þessi öldunar-þróun hefur mjög ágerst í Evr. á áratugnum á eftir og án vafa ágerist enn frekar á þessum áratug, ekki fyrirsjáanlegt annað. Hvernig þetta virkar er ekki flókið - þetta hefur að gera með klassíska lögmálið um eftirspurn. Þú kannast við ef hún vex hratt - hækka verð. Að ef hún minnkar, lækka verð. En verðið lækkar einnig - ef þ.e. aukning á framboði umfram eftirspurn. Þ.e. þ.s. veldur stöðugum lækkunum á vöxtum í Evrópu, þ.e. framboð á peningum í leit að ávöxtum vex og vex stöðugt. Þ.e. eðlilegt að þegar framboð vex stöðugt þá lækki verð -- í þessu tilviki verðið á peningunum sjálfum þ.s. vextir. Seinni hl. áratugarins hefur þetta ágerst svo mikið í Evr. að verðlag sumra ríkisbréfa-flokkar hafa orðið neikvæð þ.e. aðilar borga með þeim er kaupa þau. Hvað er það við ölrun er veldur þessu aukna framboði á fé sem leitar ávöxtunar? Einfalt, þ.e. áherls á sparnað til elli áranna áranna sem fólk ætlar sér að hætta að vinna. Öldunar-þróunin þíðir sífellt hærra hlutfall íbúa er á þeim aldri þ.e. eftir árum við störf þ.s. fókus er á sparnað - umfram neyslu. Þetta er því samtímis ástæða lágs hagvaxtar, þ.s. áhersla á sparnað - þíðir samtímis minni áhersla á neyslu og minni áhersla á fjárfestingar -- ef þú vilt vita af hverju fjárfesting í Þýskalandi hefur verið tiltölulega lítil í Þýskalandi seinni ár - er þetta skýringin, en sama gildir vítt og breitt um Evrópu. Þetta er einfaldlega endurtekning á þeirri þróun Japan lenti í árin 1990-2000, þróun sem síðan heldur áfram í Japan eftir 2000.
--Bendi þér á að þetta ofurlága vaxtakjaradæmi er ekki -per se- gjöf evrunnar, heldur gjöf öldrunarþróunar Evrópu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2020 kl. 01:29
Ég myndi ekki telja EU, sem jákvæða þróun. Heldur verulega neikvæða.
Það eru til tvær aðferðir til að "verða stærri" ... "growth" eða "expansion". Kína, í dag, expanderar. Þetta þýðir að vöxtur innanlands er í raun neikvæður, og með því að lána á ofurvöxtum í kyrrahafi. Fá þeir auðlyndir viðkomandi ríkja og ráðstöfunarrétt yfir þeim.
Sama og bretar, frakkar, spánverjar og þjóðverjar gerðu á "nýlendu" tímanum. Öll þessi ríki, hafa nú "fallið" ... því síðari heimstyrjöldin er lítið annað en "implosion" á innra gjalþroti viðkomandi ríkja.
Sama á við um EU, það er að reyna að víðka sig út ... og fyrr eða síðar, neyðist til að byrja á "expansion". Ástæða þessa er hin svokallað "vinstri kreppa" innan vesturlanda (Draumur vinstri manna að EU verði nýja Sovét, þar sem maður skiptir út Sovét Union, fyrir European Union ... sama hugmyndafræði, sama vandamál og leiðir til sama hruns). Þetta mun alltaf leiða til "conflict" milli ríkja. Alveg eins og þegar EU reyndi, í gegnum Holland, að ná yfirráðum á gasi í austur úkraínu. Rússar áttu þar mótspil ... sama á við um olíu leiðslur til Evrópu gegnum Tyrkland, sem nú Rússar stöðva með ævintýri sínu í Sýrlandi (Nýja Afghanistan þeirra).
Bandaríkin eiga í sömu vandræðum (vinstri kreppa). Nú gengur Dóni Trump og lánar og lánar .. og Demókratar, vilja ekki vera síðri og vilja lána enn meira.
Í allri Vestur Evrópu og Bandaríkjunum ... er allt maskíneríið stopp. Jafnvel þó, að mönnum takist að setja eitthvað í gang ... verður aldrei sama og áður. Að lána ríkjum, sem aldrei munu geta greitt aftur ... á tímum, þar sem vinstri kreppan mun verða langvarandi. Er hreint og beint sjálfsmorð. Merkel er enginn bjargvættur, og þjóðverjar hafa ekkert betra vit um framtíðina í dag ... en þeir höfðu á styrjaldar árunum. Þegar draumur þeirra, var að verða stórveldi eins og bretar og frakkar ... og eiga marga þræla.
Endalok Evrópusambandsins, og vesturvelda sem slíks ... er fyrir hendi. Og það eina sem getur nokkurn tíman bjargað EU ... er ef vitleysingjarnir hætti að haga sér eins og bleiður, taka af sér grímuna og fari að vinna að framtíð eigin ríkja.
En þú getur alveg bókað, að vinstri kreppuklíkan mun bara lána ... og síðan taka lán frá Kína, og því láni fylgir algert hrun vesturvelda í kjölfarið.
Engin ástæða til að gráta vandann ... menn kölluðu þetta yfir sjálfan sig.
Örn Einar Hansen, 23.5.2020 kl. 08:02
Þetta eru góðar pælingar hjá ykkur öllum.
Sýnir fyrir mér hversvegna ESB er steindautt hugsjónalega og á enga framtíð. Það er að liðast í sundur. Fríverslun milli ríkja er ágæt og opin landamæri en allt Brussel batteríð er ónauðsynlrgt. Endurreisn þjóðríkjanna er í pípunum en eki meira Brussel.
Bandaríkin eru elgerlega öðruvísi því þeir eru þjóð sem hefur háð margar styrjaldir sem ríki. Þeir eiga einn her sem getur barist út á við en fer ekki fram innanlands.
ESB ríkin hafa aldrei barist saman útá við heldur barist hvor við aðra eins og norðrið og suðrið luku við í Borgarsastríðinu. Það myndi taka heila öld að breyta hugsuninni innan ESB.
Halldór Jónsson, 24.5.2020 kl. 10:59
Niðurgreidd öldrunarhúsnæðislán eru allat annað og engin ástæða til að taka sem rök fyrir ESB aðild
Halldór Jónsson, 24.5.2020 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning