Endurkjörs strategía Trumps virðist vera -- ræsa stríð við Kína í von að svokallað war euphoria leiði hann til sigurs! Vandamál, átök við Kína hafa engan bersýnilegan endapunkt - gæti orðið hið eiginlega stríðið endalausa!

Ég held að Steve Bannon þekki Donald Trump manna best:

Steve Bannon: Trump’s campaign will be about China, China, China, -- And hopefully the fact that he rebooted the economy.

M.ö.o. því verri sem efnahagurinn er, því harðar keyri Trump á -- illa Kína.
Kenninguna þetta sé allt Kína að kenna.
Að efla sem mest haturs-öldu innan Bandaríkjanna gegn Kína!

Það versta er, að Trump virðist vera að takast þetta - þ.e. að efla til þeirrar hatursöldu, getum notað íslenska orðið -Þórðar-gleði- sem er gamla ísl. orðið yfir -war euphoria.-
En ég hef ekki séð slíka haturs-öldu í skrifum gegn nokkru landi á netinu, tja -- verð að fara aftur til 2003 þegar George W. Bush var að sannfæra Bandaríkjamenn að stríð gegn Saddam Hussain væri málið.
--Þá man ég eftir Þórðargleði hjá mörgum Ameríkönum er tjáðu sig á netinu, fögnuðu því að til stæði að enda fyrir fullt og allt stjórnartíð Saddams Hussain, auðvitað voru allir þeir er á netinu bentu á -- risastóra galla í málflutningi Bush stjórnarinnar úthrópaðir.

Það sama gildir eiginlega í dag, að málflutningus Trump stjórnarinnar hefur risastóra vankanta, sem virðist að Trump ætli að keyra yfir -- með því að efla sem mest til hatursöldu þ.s. tilfinningar keyra yfir alla umræðu, sbr. Þórðargleði.

  1. Í dag eru yfir 40 milljón atvinnulausir í Bandaríkjunum, rúmlega 35 milljónir hafa bæst við síðan kreppan af völdum CV19 hófst.
  2. Á sínum tíma, var oft talað að Bush stjórnin hefði leitt hjá sér aðvaranir vegna 9/11 atburðarins svokallaða er al-Qaeda rændi flugvélum flaug þeim á World-Trade-Center turnana og felldi þá, síðan á Pentagon - ein flugvél fór beint í jörðina.
    --Þá fékk Bush sannarlega aðvörun frá CIA -- svar hans skv. því sem sagt er, kvá hafa verið: All right, you’ve covered your ass,... -- síðan ekkert hlustað frekar.
  3. En Trump fékk aragrúa aðvarana - þ.e. fyrst frá Suður-Kóreu og Japan í Janúar, þegar CV19 barst þangað - síðan eftir 20. febrúar er veikin berst til Ítalíu þá þegar ljóst að um meiriháttar faraldur er að ræða þar - þaðan í frá verður fljótt ljóst að veikin er einnig komin víða um V-Evrópu, fyrir lok febrúar er hún klárlega nær alls staðar í V-Evrópu.
    Undir lok febrúar fara einstök fylki Bandaríkjanna að tilkynna smit hjá sér, í Mars fjölgar þeim fylkjum hratt er tilkynna faraldur hjá sér.
    --Og enn bregst Trump ekki við.
  4. Ekki fyrr en um miðan Mars - Trump lýsir yfir neyðarástandi.
    Slík yfirlýsing er mikilvæg, því þá getur alríkið farið að verja fé og tækjum til að aðstoða innanlands í Bandaríkjunum, eftir því sem fylkin óska aðstoðar.
    Neyðar-ástand virkjar sem sagt allar björgunar-áætlanir og þann mannskap, ásamt fé er ríkið hefur. Því er mjög mikilvægt að lýsa yfir neið.
    --Daginn sem Trump lýsti yfir neyð, höfðu 44 fylki tilkynnt dreifingu smita, því ljóst að sóttin var þá þegar komin um Bandaríkin nær gervöll.
  • Deilt er því á Trump - eins og deilt var á George Bush.
  • Þ.e. áhugavert að Bush kaus að hefja stríð nokkrum mánuðum síðar gegn Saddam Hussain.
    Þó Saddam Hussain hafi í engu komið nærri 9/11 atburðinum.
    --En -war euphoria- Þórðargleði leiddi Bush til sigurs í næstu kosningum á eftir.
  • Í dag keyrir Trump á hatur gagnvart Kína - kenninguna þetta er allt Kína að kenna.
    Og það er sannarlega að rísa -war euphoria- eða Þórðargleði að nýju í Bandar.
    --Það má alveg halda því fram, þetta sé kosninga-stefna Trumps.

 

Stríð gegn Saddam Hussain er eitt -- stríð gegn Kína annað!

Stríðið sem Bush hratt af stað, tók miklu lengri tíma en Bush stjórnin gerði ráð fyrir, hafði einnig miklu verri afleiðingar fyrir Bandaríkin - en stjórnin er hún fór af stað gerði ráð fyrir, eiginlega reyndust allar áætlanir Bush stjórnarinnar byggðar á sandi.
--Sannarlega vann Bandaríkjaher hratt sigur á Saddam, en síðan tók hið eiginlega stríð við þ.e. stríðið við afleiðingarnar er skullu yfir - þ.e. borgarastríð í Írak, víðtækt hryðjuverkastríð eftir að stór hluti hers Saddams gekk til liðs við al-Qaeda.

  • Og á endanum, græddi Íran mest á niðurstöðunni!
  • Heildar-mannfall er mælt í hundruðum þúsunda, ef allt er talið.
  1. Stríð gegn Kína verður á hinn bóginn miklu mun verra, og í mjög háu margfeldi kostnaðarsamara!
    Höfum í huga Kalda-stríðið stóð í áratugi, proxy-stríð voru háð um stóran hluta Jarðar í tugum landa, mörg þeirra höfðu mannfall yfir milljón hvert og eitt -- heildarmannfall ef allt er talið örugglega meir en 20 milljón.
    Manntjón langsamlega mest í löndum sem urðu bardagavellir.
    Þá íbúar þeirra landa er dóu einna helst.
  2. Kalda-stríðið vannst ekki í einni stórri orustu, heldur vegna þess að hagkerfi Sovétríkjanna var sósíalískt því ekki nærri eins skilvirkt.
    Kína á hinn bóginn hefur stærsta kapítalíska framleiðsluhagkerfi heimsins.
    Það blasir í engu við að Kína bersýnilega sé verulega minna skilvirkt.
  3. Ég meina, það blasi við enginn augljós endapunktur -- sigur sviðsmynd.
    Kalda stríðið var langt -atrition game- er snerist um það hvor mundi endast lengur.
    En það blasir ekki við mér að Kína - sé augljóslega þar um veikara.
    --Bandaríkin hafa ekki síður veika punkta en Kína.
    --Blasir ekki augljóst við, að í mjög löngu -attritium game- hafi Bandar. betur.
  4. Kalda stríðið stóð samt í áratugi -- það tók það langan tíma að hefja USSR niður.
    Þó USSR væri minna skilvirkt.
    Þ.s. Kína er ekki endilega augljóslega minna skilvirkt.
  • Gæti Trump verið að hefja hið eiginlega -- stríð án enda.
    Ég meina, það getur líklega ekki endað með öðrum hætti, en framtíðar leiðtogar beggja einhvern tíma þegar öll Þórðargleðin er útbrunnin í hrönnum líka - við er tekin fyrir margt löngu stríðsþreyta; ákveða að binda endi á átök.
    --Án þess að annar hvor hafi unnið!
  • Niðurstaðan verði m.ö.o. án niðurstöðu eða inconclusive.
    Það virðist sennilegasta útkoma slíkra átaka.
    En milli upphafspunkts og þess enda.
    --Gæti verið risastór haugur líka - í fjölda landa lögð í rjúkandi rústir.

Auðvitað má ekki gleyma því að -- barátta gegn hnattrænni hlýnun færi í súginn.
Samtímis og kalt-stríð geisaði, mundi þá einnig -- stjórnlaus hlínun vera að ógna tilvist Jarðarbúa, og líklega leiða á vergang gríðarlegan fjölda fólks ár hvert, ásamt því að valda liklega uppskerubrestum og hungursneyðum.
--Kalt stríð geisandi á sama tíma, mundi þá þíða að þau lönd fengu nær enga hjálp sem byggju við þá neyð, þannig mannfall af völdum þessa -- mundi einnig verða stórfellt liklega meira.
Vegna þess að heimurinn væri undirlagður af Köldu-Stríði tveggja sjálfs-elskra risavelda!

 

Niðurstaða

Ég er viss um að ef það hefst Kalt-stríð jafn mannskemmandi og það fyrra var, er lagði í rúst fjölda landa og drap kringum 20 milljón manns heiminn vítt.
Og Trump startar því einungis í þeirri von að -war euphoria- eða Þórðargleði byggist upp í Bandar. svo sterk að hún færi honum kosningasigur nk. haust.
Þá mun mannkynssagan ólíklega líta Trump mildari augum en leiðtoga Evrópskra stórvelda er störtuðu óþörfu stríði 1914, er einnig færði með sé neystann fyrir næsta stríð þar á eftir.

Það er sennilega það versta mögulega sem Trump getur gert, til þess að hafa kosningasigur -- að hrinda heiminum í annað kalt stríð, stríð án sýnilegs enda - stríð sem líklega leiði til eyðileggingar fjölda landa og mannfalls íbúa þar, þegar risaveldin takast á.
--En kalt stríð við Kína virkilega virðist mér ekki hafa nokkurn enda annan en hugsanlega þann, að löndin tvö á einhverjum fjarlægjum enda semji frið án þess að annað sé sigurvegari.

Það sé sennilegasta útkoman. En milli þess punkts og nú, geta legið milljóna tugir látina og heilu löndin lögð í rúst.
--Ekki gleyma hnattræn hlýnun líklega hefur mun verri afleiðingar af völdum kalds-stríðs og því stærri mannfelli, því samvinna um að vinna gegn henni þá fer óhjákvæmilega suður, ásamt því að stríð verður líklega mörgum tilvikum í mörgum sömu landa og einnig eru að líða mikið fyrir afleiðingar stjórnlausrar hlýnunar.

Ef Trump startar þessu stríði - í veikri von það leiði fram kosningasigur.
Þá er niðurstaðan sú - þeir sem vöruðu við honum 2016 höfðu rétt fyrir sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Enn ertu á röngunni ... kínverski nasistaflokkurinn (CCP, þeir eru ultra nationalistic þó þeir kalli sig kommúnista), er skíthræddur innanlands. Því Kínverskur almenningur vill lýðræði. Menn tala alltaf um "Kína", eins og það sé CCP ... en svo er ekki, og verður aldrei. Kínverjar hafa alltaf í gegnum tíðina, látið tíman sigra andann.  Ghengis Khan drukknaði í Kína, þó hann sigraði heiminn ... sama á við Evrópu.

Það sem ég er að benda þér á hér, er að það er *rétt* að þrísta á Kína, en þó á þann hátt að maður styðji við almenning en ekki CCP. Demókratar í BNA, og vinstri sinnar í EU styðja við CCP, sem er skömm. Hvort Trump viti hverja hann styður, er ég ekki svo viss um ... því EU, bretland og BNA hafa meira eða minna yfirgefið Hong Kong ... sem eru regin mistök á allan hátt. Ég get bent þér á, að draumur allra kínverja er að flytja til Taiwan eða Hong Kong ... sannleikanum samkvæmt. Vissulega eru margir CCP meðmælendur, og þeir hafa orðið á netinu ... en í Kína, eru þeir "undantekning".

Þú veist ekkert um Kína, hefur aldrei búið þar ... talar ekki tungumálið. Síðast þegar ég var í Kína, spurðu margir hvort ég væri kínverji ... því ég talaði málið, eins og þeir. Leigubílstjóri gerði mér góða grein fyrir mörgu sem gerst hefur, og hversu mikill drullusokkur "Xi Jin Ping" er í raun og veru.

Kína og CCP eru tveir ólíkir hlutir ... kínverjar, eru "Hong Kong" og "Taiwan" ... mundu þetta, því allur almenningur í Kína líður fyrir CCP.

Örn Einar Hansen, 16.5.2020 kl. 15:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þurfti ekki að fylgjast með nema nokkrum blaðamannafundum Trumps til að sjá hver formúla hans væri, bara með því að hlusta vel á það sem hann sagði, flest af því aftur og aftur:    (Athsemdir mínar í svigum). 

1. "Kínverjar komu veirunni, tilbúinni í tilraunastofu, af stað sem heimsfaraldri með þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör MITT.  MÉR tókst að fá þá til að borga okkur milljarða dollara í gegnum tolla sem ÉG kom á."   (Aths. Bandarískir kaupendur borga þessa peninga)   "ÉG stöðvaði flug frá Kína til Bandaríkjanna og ÉG bjargaði með því lífi þúsunda Bandaríkjamanna."  ( Ats. Trump bannaði ekki Bandaríkjamönnum að fara frá Kína til BNA, en 40 þúsund flugu frá Kína til BNA eftir að bannið var sett á!)

2. ÉG mun refsa Kínverjum fyrir þetta, láta þá blæða fyrir þetta og borga okkur miklu meira.  

3. "Í einni sviðsmynd fram í tímann um faraldurinn var gert ráð fyrir að 2,2 milljónir Bandaríkjanna dæu í honum. Það eru tvöfalt fleiri en féllu í öllum styrjöldum okkar frá upphafi. 2,2 milljónir, munið þið þessa ægilegu tölu!" ÉG mun stefna að því að aðeins hluti af þessu mannfalli verði!" 

4. "Ég hef orðið að ganga í gegnum miklu erfiðara hlutskipti en Lincoln."     (Ath. Trump hefur áður sagt að hann sé mikilhæfasti forseti BNA frá dögum Lincolns, en nú gefur hann í skyn að hann sé mestur allra!) 

Ofangreind röksemdafærsla Trumps er ekkert smáræði.

Í Þessum ummælum Trumps felst að í öllum styrjöldum Bandaríkjamanna frá upphafi féllu 1,1 milljón í valinn. Tíu forsetar Bandaríkjanna gátu ekki bjargað þessum mönnum frá bana, en ÉG ætla af eigin rammleik að bjarga l,7 milljón Bandaríkja frá bráðum bana, næstum tvisvar sinnum fleiri en tíu forsetum mistókst að bjarga! 

Niðurstaða Trumps og þeirra Bandaríkjamanna, sem munu kjósa hann, getur ekki orðið önnur en sú, að það sé ekki spurning um að kjósa verði slíkt ofurmenni, sem er mikilfenglegasti forseti landsins frá upphafi sem hefur þegar staðist meira álag en þeir allir og ætli sér að gefa fleiri Bandaríkjamönnum líf en allir aðrir forsetar til samans hafi getað bjargað frá dauða.     

Ómar Ragnarsson, 16.5.2020 kl. 22:20

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Einar Björn.

Ég held að þú hittir naglann á höfuðið, þegar þú kallar upphrópanir og hótanir Trumps í garð Kínverja war euphoriu eða Þórðargleði, því án þeirra tilburða gæti hann auðskiljanlega aldrei unnið í haust. Nú setti COVID-19 auðvitað strik í fyrirsjáanlegan sigur hans, en sem betur fer þá björguðu Demókratarnir mögulegum ósigri með því að velja aumingja Sleepy-Joe Biden, sem auðsýnilega berst bæði við elliglöp og afturgengnar greddusögur, í stað Bernie Sanders sem hefði reynst öllu hættulegri.

Auðvitað er hörundsæri Bandaríkjamanna skiljanlegt, nú þegar allt bendir til að þeir verði að láta af hendi forystuhlutverkið, eða hluta eða fullu á næstu áratugum, líkt ris og fall allra annara glæstra stórvelda blasir við okkur á síðum mannkynssögunar.

Ég álít að eftir glæsilegan sigur í haust, þá muni kaupsýslumaðurinn Donald Trump ganga til gagnkvæmra viðskiptasamninga við Kínverja, þvert á stefnu vopnaframleiðanda og tryggja frið og hagsæld okkar allra út næsta kjörtímabil.

Hvað undarlegan hatursáróður gegn Kínverjum sem einir tveir til þrír aðilar halda úti bæði hér og á öðrum vefsíðum, þá læðist nú að mér illur grunur, því þessir karlar virðast hafa þessi þennan rógburð og að mínu mati ósannindi að fullu starfi eins og reyndar þekkist og er þá nærtækt að láta sér detta í hug hver atvinnuveitandinn sé, nema að þetta óstöðvandi hatur þeirra sé sálræns eðlis og óska ég þeim þá að sjálfsögðu fulls bata.

Mín reynsla af háum og lágum víðsvegar í Kína er sú að þeir líti björtum augum á batnandi lífskjör sín og láti hvívetna í ljós sanna föðurlandsást og þjóðhollustu við dagleg störf sín.

Loks verð ég að láta það fylgja með, að eftir því sem mér heyrist, þá líkar Kínverjum upp til hópa ágætlega við rauðbirtinginn í Hvíta Húsinu og öllu betur en Obama og Hillary gengið, því þeim finnst einfaldlega að þeir viti betur hvar þeir hafa hann.

Jónatan Karlsson, 17.5.2020 kl. 11:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 11:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:13

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónatan Karlsson, ég held Trump keyri svo fast á Þórðargleði sbr. reiði/hatur gegn Kína - að war momentum verði fyrir rest það sterkt, að Trump sjálfur fái ekki við það ráðið!
Hafðu í huga að líklega skellur yfir Bandar. önnur alda af CV19 þegar fylki með leiðtogum er fylgja Trump opna sín fylki - þegar hita-far kólnar aftur nk. haust væri sú alda líklega nærri hámarki, einmitt er dregur að kosningum.
Það auðvitað mundi líklega færa atvinnuleysi í Bandar. nærri 30% eða vel yfir 50 milljón atvinnulausum hugsanlega allt að 60.
Þannig jafnvel þó Demókratar hafi líklega valið frambjóðandann minnst líklegan til sigurs.
--Höfum í huga önnur alda CV19 drepur viðbótar Bandar.menn mannfall þegar að nálgast 90þ.
--Er kosningar nálgast gætu mannfallstölur verið komnar langt yfir 200þ.
Þetta er meira en hefur dáið í flestum einstökum styrrjöldum Bandar.
Slíkt mannfall á svo stuttum tíma -- skapar mikil sárindi, tilfynningar sterkar.
Er Trump umpólar svo sterkum tilfinningum í hatur.

    • Þá verðir haturs-aldan það sterk, Trump höndli hana sjálfur ekki fyrir rest.
      Jafnvel þó hann sé einungis að nota hana til að ná sigri.
      Þá skapi hann Kalt-stríð - jafnvel þó hann ætli sér það ekki.

    Þegar Trump verði það ljóst, hann geti ekki stoppað þá þróun.
    Þá af völdum - personal pride - m.ö.o. stolts, muni hann láta sem hann hafi ætlað sér þetta alltaf, og enginn út á við muni vita betur.
    --Það verði hans - legacy - að hafa hugsanlega startað lengsta og kostnaðarsamasta stríði sem Bandar. munu nokkru sinni há, því fylgja óhugnanlegt tjón ekki einungis fyrir Bandar. heldur heiminn eins og hann leggur sig.

    Einungis vegna þess, að einn maður -- er virkilega til í hvað sem er til að vinna.
    Þó það leiði líklega fyrir rest til þess að milljóna tugir liggi í valnum - löngu eftir hann er hættur að vera forseti.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.5.2020 kl. 12:57

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ómar Ragnarsson, auðvitað voru það eins og er Íslendingar sjálfir fluttu veikina heim, Bandaríkjamenn sjálfir er fluttu hana heim frá Kína - hafandi í huga sannað er í dag að veikin var komin til Frakkl. þegar 27des. sl. en gömul blóðsýni í djúpfrysti frá þeim tíma leiddu í ljós að a.m.k. einn Frakki var sýktur - skv. rannsókn hafði hann ekki ferðar þá nýlega, því smitaður af öðrum Frakka innan Frakklands -- veikin getur hafa borist til Bandar. þegar fyrir lok desember, m.ö.o. dagleg flug frá Kína, Bandar. reka þar mörg fyrirtæki m.a. á svæðum í grennd við Wuhan borg - fyrst hún barst til Frakkl. fyrir lok desember, líklega barst hún einnig til Ítalíu fyrir lok des. - Frakkl. og Ítalía bæði reka einnig fyrirtæki í Kína, einnig dagleg langflug á milli Kína og þeirra landa. Veiran var orðin útbreidd í Wuhan og nágrenni þegar í 3ju viku des. Líkurnar á dreifingu fyrir lok des. því langt í frá litlar. Líklega hafði því flugbann Trump - er sett var á töluvert síðar, engin áhrif þ.s. sennilega var veikin þegar byrjuð að dreifa sér innan Bandar. Yfirvöld í Bandar. eins og Ítalíu -- líklega töldu fyrstu veika hafa flensu, þannig grunur reis ekki nærri strax. Svo veikin dreifðist - veikir fóru líklega að leita á spítala, eins og veiki frakkinn í des. leitaði lækninga á spítala í Frakkl. án þess að franskir læknar áttuðu sig á að þar fór nýr vírus, ekki veikindi af völdum flensu -- einungis greiningar mánuðum síðar leiða annað í ljós. Þegar Ítalir loks áttuðu sig kringum 20. febr. var veikin þegar útbreidd í N-Ítalíu, um ca. sama leiti var hún einnig útbreidd á Alpasvæðinu í Evrópu. Miðað við hve útbreidd hún augljóslega þegar var Ítalíu ca. 20. febr. var þegar ljóst þá veikin hafði borist til Ítalíu a.m.k. líklega mánuði fyrr -- kenningar um svo snemma sem des. hafa ekki verið sannaðar á Ítalíu. Einungis Frakkl. virðist hafa fundið sannanlegt smit frá þeim tíma.
    --Já egó Trumps er ekkert smáræði.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.5.2020 kl. 13:08

    9 Smámynd: Jónatan Karlsson

    Já Einar Björn, auðvitað er þetta hættuspil og ekki þarf að efast um afleiðingarnar ef leyniskyttur hermangara ná loks að koma draumaskoti á karlinn, líkt og Kennedy í Dallas 63.

    Það má ekki gleyma því að Rússar og Kínverjar munu líklega standa saman í þeim hildarleik, sem sömuleiðis myndi þýða endalok bandaríkskrar menningar eins og við þekkjum hana.

    Vonandi verður kjaftfori rauðtoppurinn í Hvíta Húsinu í þess stað farinn að stíga dans við þá Pútín og Xi Jinping fyrir næstu áramót og allir kátir.

    Jónatan Karlsson, 17.5.2020 kl. 14:45

    10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Öfundin að fara með liðið sem reynir að fá Trump i hernað og munar ekki um að ljúga og snúa öllu sem gæti hljómað vel í komma eyru. Þessi frábæri kristni forseti (sá löngu áður en hann varð forseti) fyrirrennara sína lyppast niður á hnén og taka til að dýrka djöfsa- sprengja Libíu og veikja þjóð sína.Brjálsemin sem fylgdi Demókrötum yfir kosningasigri Trumps hafa vakið andúð á þeim. -- Alltaf jafn fyndinn Ómar -valdsmenn ekki nefna persónufornöfn við að minna á hverju þið áorkuðu í BNA: -iss hér heima? Allt annað þurfa þess aldrei!!      

    Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2020 kl. 16:23

    11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Trump þarf ekki stríð til að verða kosinn aftur.  Demókratinn færði honum sigur á silvurfati með því ap velja sér mann með Alzheimer til að spila á móti honum.

    Kína andúð Trumps er svo ekki bara eitthvert heilalaust hatur, eins og þú virðist halda, heldur stafar það af því að Kína hefur verið smátt og smátt að gera Bandaríkin háð sér með framleiðzlu, og draga úr framleiðzlugetu Bandaríkjanna í leiðinni.  Hann hefur verið með "störfin heim" plott allan sinn feril.

    Kína var farið að afa óþægilegt tangarhald á USA útaf þessu, sem er með öllu ótækt.  Það eru ekkert allir sem kæra sig um að eitthvert útland geti kúgað sig til hlýðni.

    Svo styttist í hernað á Kínahafi, vegna þess að Kína er að breiða úr sér.  Því það getur það.  Ástralir eru að verða verulega pirraðir á Kína.  Og aðrir á svæðinu.  Þú fengir taugaáfall ef þú sæir hvað Sky News í Ástralíu segir um Kína á hverjum degi.

    Ásgrímur Hartmannsson, 17.5.2020 kl. 18:51

    12 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Fyrst verð ég að skamma ykkur félagana  fyrir misnotkun á orðinu Þórðargleði.
    Þórðargleði er þegar maður gleðst yfir óförum annarra ,getur verið eignatjón eða jafnvel líkamstjón ef menn eru sérlega illa innrættir.

    Varðandi átökin við Kína þá var það alls ekki Trump sem hóf þau átök,heldur Obama. 
    Obamma var slóttugt ómenni sem fór sínu fram hægt og hljótt og hafði tryggt sér þögn fjölmiðla.
    Trump er aftur á móti grunnhygginn ruddi sem heldur að hann sé að stjórna heimsveldi sem þurfi ekki að taka neitt tillit til annarra þjóða.
    Þetta á eftir að verða Bandaríkjamönnum dýrkeyft.
    Munurinn á Obama og Trump er sá að trump er tregari til að beita hernum gegn öðrum þjóðum,hann kýs frekar efnahagslegt ofbeldi.
    Annar munur er sá að fjölmiðlar magna upp allar vitleysur sem Trump gerir en um ódæðisverk Obama ríkti alger þögn. 

    Menn eru passlega búnir að gleyma "pivot to Asia" sem Obama fann upp á á sínum tíma.
    Það fór alltaf frekar hljótt hvaða fyrirbæri þetta var.
    "Pivot to Asia" var aðgerð sem fólst í því að einangra Kínverja viðskiftalega og ekki síður að stórauka hernaðarumsvif Bandaríkjanna í nágrenni við Kína.
    Við þetta tækifæri lýsti Hillary Clinton yfir að Kyrrahafið væri Bandarískt haf.
    Þetta féll í grýttan jarðveg hjá bæði Kínverjum og Rússum,eðlilega.
    Núverandi ástand er í raun bara framhald á þessari stefnu sem Obama markaði á sínum tíma,en með karaktereinkennum Trumps.
    Markmiðið er það sama.

    Bandaríkjamenn hafa alltaf verið veikir fyrir þrælahaldi og þá alveg sérstaklega Demokratar sem líta á Bandaríkjamenn sem einhverskonar æðri verur .Þeir eru Exceptional segja þeir gjarnan.
    Hillary notaði þetta í öllum hátíðarræðum og mjög mikið í kosningabaráttunni.
    Þetta lærði hún af Magdaline Allbright,forhertri stríðsglæpakellingu.

    Það var einmitt þrælahald sem þeir ætluðu að stunda í Kína.
    Þeir sáu bara ekki fyrir að þrællinn mundi vaxa þeim yfir höfuð,en það er einmitt það sem gerðist.
    Nú vilja þeir berja þrælinn til hlýðni,en gengur illa.
    Kína er orðið töluvert öflugtra ríki en Bandaríkin  ,með meiri nýsköpun og mun öflugri iðnað.
    Hernaðarlega eru þeir í þeirri stöðu að það er ekki hægt að ráðast á þá. Fórnarkostnaðurinn yrði of mikill.
    Það er ekki gott að sjá fyrir hvernig alþjóðastjórnmál þróast.

    .

    Örn Einar Hansen kallar Kínverja gjarnan Nasista. Því fer fjarri að svo sé enda sýna þeir engin einkenni Nasisma.
    Þeir sem sýna sömu einkenni á alþjóðavettvangi og Nasistar eru Bandaríkjamenn ,með sínum stöðugu efnahagslegu og hernaðarlegu árásum á aðrar þjóðir og kröfum um hlýðni. 
    Það eru atriði sem eiga sér nákvæma samsvörun við utanríkisstefnu Nasista.
    Mér finnst ekki líklegt að Kína komist nokkurntíma í þá stöðu sem Bandaríkin höfðu eftir fall Sovétríkjanna og vel framyfir aldamót.
    Gerist það hinsvegar er líklegt að þeir muni haga sér eins og Nasistar,en þeir eru ekki þar í dag.
    Þetta virðist vera einkenni heimsvelda.

    .

    Það er athyglisvert að bæði Rússar og Kínverjar hafa því alfarið að vera í hernaðarbandalagi.
    Ástæðan fyrir þessu er að þessi ríki vilja forðast átök í lengstu lög.
    Lendi Kínverjar í átökum er alls ekki gefið að Rússar muni veita þeim lið. Ekki nema að þeim finnist að að hagsmunum þeirra sé best borgið með því.
    Málið er að þeir eru ekki bundnir af neinu og þeir taka eingöngu þátt er þeim finnst að hagsmunum þeirra sé best borgið með þeim hætti.
    Þetta dregur mjög úr hættu á vopnuðum átökum.
    Í hernaðarbandalagi eins og NATO er það alltaf ofbeldisfyllsta ríkið sem ræður för,venjulega Bandaríkin en stundum líka Frakkland eða Bretland.
    Bandaríkin eru búin að teyma Evrópuríkin út í hvert siðlausa og löglausa árásarstríðið á fætur öðru ,ýmist sem beina þáttakendur eða sem siðferðislega ábekinga.
    Þetta er gallinn við hernaðarbandalög.
    Ríki bakka upp allskonar ódæði til að rjúfa ekki samstöðuna innan samtakanna.
    Meira að segja ljósið okkar hún Katrín Jakobsdóttir gróf upp stríðsöxina og skrifaði glaðbeitt undir árásarstíð í N Afríku og veitti þeim siðferðilegt heilbrigðisvottorð,enda var það átrúnaðargoðið hennar Obama sem stóð að ódæðunum.
    Afleiðingarnar af þessu eru hreint út sagt hræðilegar og eiga eftir að koma almenningi á vesturlöndum illilega í koll.

    Áratugum saman hefur bandaríska mafían notað herinn eins og þeir ættu hann fyrir sig . Almenningur borgar brúsann og situr uppi með afleiðingarnar ,en mafían hirðir stríðsgróðann.
    Evrópuríkin drullast svo algerlega viljalaust á eftir og hirða mola sem falla af borðinu. Eða öllu heldur stjórnendur þeirra.
     

    Borgþór Jónsson, 18.5.2020 kl. 23:15

    13 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Kannski til nánari útskýringar á Þórðargleði,dæmi sem inniheldur bæði Kínverja og Bandaríkjamenn.
    Nýlega hrapaði til jarðar einhverskonar geimfar sem Kínverjar höfðu skotið á loft.
    Margir Bandaríkjamenn kættust mjög yfir þessu og gerðu gys að þessu.
    Þeir höfðu í sjálfu sér engann hag af því að geimfarið hrapaði þannig að um einskæra illgirni var að ræða.
    Þetta er Þórðargleði.
    Í kæti sinni gleymdu þeir hinsvegar þegar Challanger sprakk í loft upp í flugtaki.
    Þannig að það er í sjálfu sér ekki fyndið ef geimfar hrapar til jarðar,aðeins ef það kemur fyrir aðra.

    Borgþór Jónsson, 19.5.2020 kl. 00:06

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband