Singapore virðist vera lenda í nýrri öldu COVID-19 sýkinga! Skv. frétt hefur sýkingum fjölgað snögglega mesti fjöldi sýkinga á einum degi sl. sunnudag!

Þetta vekur athygli því -- Singapore hefur á samfélagsmiðlum verið hampað sem dæmi þess, að harðar lokanir séu leiðin áfram. Singapore lokaði mjög fljótt á ferðalög til eyjunnar að utan, sérstaklega frá Kína -- þetta hafa margir séð sem fyrirmynd.

Singapore eyjan við suður-enda Malakkaskaga!

Maps of Singapore | Detailed map of Singapore in English | Tourist ...

Singapore fights third wave of coronavirus infections

Total infections have jumped more than 60 per cent in the past week to 1,623, including 120 on Sunday and 142 on Wednesday, a record for a single day for Singapore.

The trend is particularly concerning in the past week, -- said Gan Kim Yong, minister of health, citing the emergence of new clusters and the growing number of patients with no links to confirmed cases.

Singapore on Tuesday evening passed a bill -- valid for up to six months -- banning social gatherings of any size -- Singapore has also closed schools and most workplaces until May 4.

People can only leave their homes for essential services, groceries or to exercise in the park at a safe distance. 

The number of Singapore’s locally transmitted infections has grown fourfold in the past fortnight following a wave of imported infections.

Þetta kemur ekki skírt fram í frétt - þó það megi lesa milli lína þ.s. segir í frétt um innfluttar sýkingar - að það virðist að yfirvöld í Singapore hafi losað um ferða-takmarkanir er settar voru snemma á árinu.

Í fréttinni kemur fram, að yfirvöld í Hong-Kong eru einnig að glíma við sambærilega - nýja dreifingu COVID-19, og eru aftur að herða verulega reglur í þessari viku.

  1. Þetta virðist staðfesta þ.s. landlæknir á Íslandi hafi bent á, þegar hann hafnaði því að setja alls-herjar lokanir.
  2. Það er vandinn, hvað gerist þegar þeim lokunum er hætt?

Vandinn er sá að meðan -- lyfi hefur ekki enn verið dreift.
Þá er augljós hætta á að sjúkdómurinn taki sig strax upp er lokunum er hætt.
--Þetta virðist hafa gerst í Singapore og Hong-Kong.

  • Þar sem enn getur verið meira en heilt ár í lyf.
  • Síðan þarf að framleiða það og dreifa því, dreifing getur verið risavaxið verkefni í stórum og fjölmennum löndum.

Spurningin er einfaldlega -- ganga lokanir heilla þjóðfélaga upp í það langan tíma?
--Auðvitað innkoma í umræðu hvað er best.

  1. En það getur verið að skárst sé að loka ekki alveg, þess í stað gera ítrasta til að hægja á dreifingu sjúkdóms -- en samt lofa honum að dreifa sér.
  2. Hæg dreifing lágmarki dánartölu með því að verja heilbrigðis-kerfið, samtímis myndast smám saman ónæmi innan samfélagsins eftir því sem sjúkdómurinn dreifist.

--Meðan enn séu fjölmennir hópar er ekki hafa fengið veiruna.
Eða ekki hefur enn verið dreift lyfi til allra sem ekki hafa fengið hana!

  • Þá virðist ljóst að veiran getur tekið sig upp aftur.

 

Niðurstaða

Mig grunar að skárst sé að hægja á dreifingu sjúkdómsins án allsherjar lokana, þannig veirunni er samt leyft að dreifa sér - en á hraða sem heilbrigðis-kerfið ræður við.
Þannig smám saman byggist um hjarðónæmi og það á endanum tryggir að sjúkdómurinn gís ekki aftur upp, og normal er hægt að endurreisa.

Ég er eiginlega að segja - kannski er Ísland að fylgja skárstu stefnunni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vitanlega gerist þetta. Eina leiðin til að takast á við þetta væri í tveimur skrefum: 1. Halda smitum í skefjum í tvo mánuði. 2. Nota tímann til að stórauka afkastagetu í heilbrigðiskerfinu og losa svo um hömlurnar til að taka kúfinn. Allt annað er óraunsætt.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2020 kl. 19:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ehem - það tekur sjálfsögðu lengri tíma en 2 mánuði að auka afkastagetu heilbrigðis-kerfisins, þetta er ekki eins og að stækka verksmiðju - þeir sem þurfa að nota tækin þurfa margra ára háskólanám, skortur á hæfu fólki með rétta sérhæfða menntun -- er megin-vandinn í því að auka afkasta-getuna, sama í mörgum öðrum löndum. Þess vegna rökrétt tekur það ferli mun lengri tíma en 2-mánuði, sá tími sem þarf að verja kerfið yfir-álagi. Kem ekki auga á að það sé raunhæft að sleppa öllu lausu fyrir nk. haust a.m.k. Fyrir stærri lönd, gæti sá tími verið e-h nær 12 mánuðum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2020 kl. 19:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er hægt að gera hlutina hratt ef skipulagið er í lagi. Það er hægt að þjálfa fólk hratt upp með réttum aðferðum og fókus á það sem skiptir máli að það kunni. 

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2020 kl. 23:07

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Taktu eftir einu Einar,120 og 142 eru met tölur í Singapor.
Það var í rauninni engin bylgja í landinu. Smitunum fór smá saman fjölgandi og að undanteknum þessum tveim dögum voru þau aldrei fleiri en 75.
Nú eru smitin þar samtals 1623 og látnir eru 6
Singapor er á stærð við Noreg og Danmörk.
Noregur er með 6042 smit og 101 dauðsföll ,þar af helmingi fleiri í dag heldur en í Singapor frá upphafi.
Danmörk er með 5402 og 218 dauðsföll ,þar af 15 í dag.

Við getum líka miðað við Holland og Belgíu sem eru ca. tvisvar sinnum stærri en Singapor.
Belgía 23.403 greindir og 2240 látnir.
Holland 20.549 og 2248 látnir.
Það verður því seint sagt að Singapor hafi tekist illa upp held ég.
Þó það hafi komið tveir dagar með yfir hundrað greinda í Singapor ,með einn 75 dag á milli þarf nokkra óskhyggju til að halda því fram að að sé að koma einhver seinni bylgja.
Það var heldur engin fyrri bylgja í Singapor eins og er í flestum löndum.
Ef maður horfir á stöplaritið er fjöldinn alltaf lítill og það eru engir toppar.
Linuritið lítur allt öðruvísi út en Evrópuríkin þar sem það er stöðugur stígandi í fjölda greindra og frekar bratt.

Að auki má benda á að þeir eru með jafn marga greinda og jafn marga látna og Ísland sem er töluvert fámennara land.

Það má vera að ástandið sé að versna þarna,en það má versna helv. mikið áður en það verður jafn slæmt og í Evrópu. Þarna ber að hafa í huga að fæst Evrópuriki hafa enn toppað. 


 

Borgþór Jónsson, 9.4.2020 kl. 01:51

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ehem - þú meinar að skilja nákvæmlega hvort einstaklingur þarf öndunar-aðstoð skv. meðferð X, eða XX eða XXX eða XXXX, eða XXXXX. Það eru mismunandi tæki sem notuð eru við mismunandi slæmar útgáfur af öndunarnauð. Öndunarvélar eru misjafnlega sérhæfðar eftir því hve mikla öndunaraðstoð sjúklingur þarf. Og þær þarf að stilla - fyrir utan að stilliingum þarf gjarnan að breyta eftir því, sem meðferð viðkomandi þróast eða ástand viðkomandi breytist. Stórfellt efa þú kennir einhverjum þetta sem aldrei hefur nærri þessu komið þetta á tveim til þrem vikum - grunar þetta sé flóknara en að læra flökun. Flösku-hálsarnir eru ekki í störfum þvottakvenna á spítölum, eða sjúkra-liða sem hafa litla sérþekkingu, þ.e. við störf sem krefjast mikillar sérþekkingar -- það er ekki leyst á fáum vikum að kenna þá þætti. Ég er því í afar litlum vafa að þetta með að stækka afskastagetu kerfisins - sé ekki leysanlegt á fáum vikum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.4.2020 kl. 04:03

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eins og vanalega kemur þú eins og álfur úr hól -- það komu upp smit í Singapor í febrúar, þá lokuðu yfirvöld á flugsamgöngur við Kína og nokkur önnur lönd - síðan beittu þau aðgerðum til að stoppa þá litlu dreifingu sem þá var komin. Síðan þá hefur liðið nokkur tími - smitum fór fækkandi og talið að yfirvöld hefðu komist fyrir vandann. Þetta sem nú er að gerast, virðist ný dreifing - ótengd því sem var á undan. Þess vegna eru yfirvöld að taka til nýrra aðgerða. Þ.s. er öðruvísi við þessi smit nú, er að -- í fyrsta sinn er þarna, dreifing sem ekki er í öllum tilvikum bein tengd ferðum úr landinu. Það er öðruvísi en hefur verið hjá þeim hingað til. Sem útskýri af hverju yfirvöld þarna grípa til harðari aðgerða en nokkru sinni fyrr.
--Þetta tal þitt um fá smit, sýnir hve alvarleg þín vanþekking á svona málum er, þ.s. smit dreifar gríðarlega hratt, eftir að dreifing hefst innan samfélagsins er virðist reyndin nú. Örfá smit geta á fáum dögum orðið að dreifingu upp á þúsundir. Sem skíri snögg og hörð viðbrögð yfirvalda þarna. Þau vilja stoppa það snarlega að smit verði hugsanlega á skala þeim sem Danir eru að glíma við.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.4.2020 kl. 04:10

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er einungis brot af sjúklingum sem lenda í öndunarvélum. Megnið af meðferðinni snýst um annað. Og auk þess efast ég stórlega um að það sé margra ára háskólanám að læra að stilla slíkar vélar. Stundum þarf einfaldlega að fókusera á hlutina.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.4.2020 kl. 15:20

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, þú þarft að hafa þekkingu á meðferð þessara sjúklinga til að vita hvernig þú átt að stilla hverju sinni - að auki er meðferð breytileg eftir því hver líðan sjúklinga er hvort þeim batnar hvort þeim versnar - þú þarft að geta þekkt einkenni og þróun. Ég er algerlega viss þú stórfellt vanmetur þá þekkingu sem þarf, þ.e. ástæða af hverju öndunarvélar eru hingað til - einungis hjá annars-vegar neyðar-teimum sem eru sérhæfð teimi og hins-vegar í gjörgæslu-deildum þ.s. sérhæfðasta hjúkrunarfólkið er að finna.
Skv. CDC er hlutfall áætlað 4,6% af 100þ. sem þarf á sjúkrahúsmeðferð að halda - þ.e. hlutfall af öllum íbúum ekki hlutfall af smituðum: https://ctmirror.org/2020/04/08/cdc-tracking-study-shows-high-covid-19-hospitalization-rate-in-connecticut/.
--Ég mundi kalla það verulegt hlutfall -- ef t.d. 10% Íslendinga smitast þíddi 4,6% -- á spítala kringum 1.650 innlagnir.
--Ég veit ekki hvort kerfið ræður við hugsanlega kringum 800 manns í neyðar-þjónustu, efa það.
Ef hlutfall veikra Íslendinga væri enn hærra, væri það að sjálfsögðu enn hæpnara.
Ég er m.ö.o. ágætlega öruggur á því að þitt plan um -- hraða yfirferð, mundi líklega valda mjög verulegri aukningu í ótímabærum dauðsföllum, líklega ekki einungis vegna COVID-19 því þegar sjúklingar eru mun fleiri en þeir sem hafa þá þekkingu sem til þarf - geta sinnt, fer fólk að deygja vegna þess það fær ekki þá meðferð sem það þarf -- þá ekki endilega bara þeir sem veikjast hættulega af COVID-19.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2020 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband