21.3.2020 | 13:31
Bandaríkin virðast komin í hyldjúpa kreppu - hlutirnir gerast hratt, vísbendingar næsta dags virðast ætíð verri en dagsins á undan!
Bandaríkin virðast hafa fallið fram af bjargbrún í efnahagslegum skilningi virðast í frjálsu falli. Þróunin niður það hröð að þeir sem eru að fylgjast með og greina, ná ekki að fylgja eftir.
- Fyrir 5 dögum kom þessi frétt: U.S. Confirmed COVID-19 Cases Now Over 760 With 27 Dead
- Í dag eru tæplega 20.000 Bandaríkjamenn staðfest sýktir: United States Coronavirus: 19,778 Cases and 275 Deaths.
Út af gríðarlega hraðri fjölgun greindra tilfella fer svæðislokunum innan einstakra fylkja hratt fjölgandi -- síðan tilkynnti ríkisstjóri Kaliforníu eftirfarandi: California goes into lockdown in battle with coronavirus.
Já, fylki Bandaríkjanna sem eitt og sér hefur stærra hagkerfi en Frakkland - það fylki Bandaríkjanna sem er hagkerfislega stærst innan Bandaríkjanna; hefur tilkynnt að mælt sé með því að borgarar í fylkinu haldi sig innan dyra eins mikið og þeir geta.
It's difficult to be the bearer of these messages, I can assure you, -- Governor Gavin Newsom said ... -- Home isolation is not my preferred choice. I know it's not yours. But it's a necessary one.
Í sömu tilmælum er allri -ónauðsynlegri- starfsemi sagt að loka.
Þetta eru sambærileg tilmæli/fyrirmæli og gilda á Ítalíu.
--Þetta fer langt með að loka hagkerfi fylkisins.
Í þessu ljósi getur mjög vel verið að Steven Mnuchin hafi síst verið að Íkja: Mnuchin warns of 20% unemployment without federal action.
Trump sagði samdægurs ekki halda þetta yrði svo slæmt en þó samþykkti að Bandaríkin væru líklega á leið í kreppu.
--Hinn bóginn í ljósi þess hve óskaplega hröð útbreiðsla COVID-19 virðist innan Bandaríkjanna, eða til vara að það sé nú að koma fram með auknum prófunum að veiran var mun útbreiddari en menn áður töldu.
--Fer svæðislokunum að ég best fæ séð hratt fjölgandi.
Einstakir fylkisstjórar virðast sjálfir taka þær ákvarðanir. Þeir spyrja ekki Washington fyrst!
- Vegna þess hve svæðislokanir og í tilviki Kaliforníu lokun heils fylkis eru gríðarlega efnahagslega skaðlegar aðgerðir.
- Þá getur einfaldlega farið svo illa -grunar mig- orð Mnuchin reynist sannspá.
En miðað við hraða fjölgun lokana sl. viku og líkur þess að þeim fjölgi á næstunni.
Virðast Bandaríkin í frjálsu falli án fallhlífar!
Í Washington er verið að ræða aðgerðir, en til þess þarf samþykki beggja þingdeilda.
Sú sérkennilega staða virðist að Steven Mnuchin sé eini maðurinn sem geti gengið á milli.
- En forsetinn og þingforseti neðri deildar - geta að virðist ekki rætt saman, sama virðist á teningnum að þingforsetar efri deildar - og neðri deildar geta ekki heldur ræðst saman.
- Mnuchin virðist eini háttsetti maðurinn - er getur gengið á milli aðila og hugsanlega myndað sátt.
Þetta er hugsanlega hættulegt fyrir Bandaríkin, hve gagnkvæmt hatur fylkinga er mikið.
Ef Mnuchin einhverra hluta vegna heltist úr lest t.d. greindist með COVID-19.
Gæti reynst mjög erfitt að leita uppi þá sátt á þingi og milli ríkisstjórnarinnar og þingsins sem til þarf, ef á að verða mögulegt að búa til þá efnahagslegu fallhlíf.
Meðan hrúgast slæmar fréttir inn, sbr. Kalifornía og;: US set to be inundated with jobless claims.
Rætt er í frétt við yfirmenn skrifstofa er taka við beiðnum um atvinnuleysis-greiðslur.
Þeir segjast aldrei á æfinni hafa séð beiðnir hrúgast inn á slíkum hraða.
Þetta sé miklu verra en í kreppunni 2008-2010.
In the 12 years I've been an elected official, I've never been more inundated than the last three days, -- It's people from all walks of life too.
Þegar fylkið sem viðkomandi búa í kynnir allt í einu umfangsmiklar svæðislokanir, þá myndast samstundis hár bylgjufaldur af atvinnuleysi -- fyrirtæki í Bandar. virðast geta sagt upp samstundis.
Ég hef tekið eftir sérfræði-umræðu hve djúp kreppa er líkleg!
Vandi við hana hún verður líklega nær strax úrelt.
Því vandinn hrannast svo hratt upp - ástandið virðist stökkbreytast á fáum dögum.
- Hæsta matið sem ég hef heyrt -- 24% samdráttur í Bandaríkjunum sl. 2 mánuði.
- Næst hæsta er upp á -- 10% samdrátt yfir sama tímabil.
Ég hef samúð með þessum sérfræðingum því meðan Bandaríkin eru í frjálsu falli.
Er nær engin leið einu sinni að giska með sæmilegu öryggi um framtíðar stöðuna.
A recession has probably begun. How bad will a coronavirus-triggered downturn be?
Eins og sést á neðri hlekknum eru sumir afar varfærnir í spám.
--Spárnar eru frá örfáum prósentum í samdrætti yfir í tölur 10% og þaðan af hærra.
--Sem sýni hve óvissan er gríðarleg þessa daga og vikur.
Niðurstaða
Trump virðist mér enn vera í ferlinu að átta sig á hve slæm staðan raunverulega er og hve hratt hún versnar, þegar maður hefur í huga hve hratt svæðislokunum fjölgar innan einstakra fylkja - tekur tillit til þess að efnahagslega stærsta fylki Bandaríkjanna var rétt fyrir helgi að ákveða að loka eigin hagkerfi.
Er ég farinn að trúa því að Mnuchin hafi ekki verið of svartsýnn er hann spáði 20% atvinnuleysi en atvinnuleysi í síðustu kreppu í Bandaríkjunum fór hæst í 10%.
--Mnuchin skv. því metur nýju kreppuna ca. 2-falt dýpri.
Hann virðist í sérkennilegri stöðu sem nauðsynlegur maður.
Er hann virðist eini innan ríkisstjórnarinnar fær um að ræða við alla.
Eins gott þá að hann greinist ekki með COVID-19. Þá gæti illa farið.
- Höfum í huga greindum sýktum hefur á ca. viku fjölgað úr innan við 1.000 í um 20.000.
- Þetta er pínu farið að hljóma óþægilega svipað því maður upplyfði er maður fylgdist með tölum frá Ítalíu -- en eftir að ríkisstjórnin þar hóf öfluga greiningaherferð var eins og enginn endir væri í fjölgun greindra smita.
- Vonandi eru Bandaríkin ekki á leið inn í Ítalíusviðsmynd.
Bendi á að Bandaríkin hófu einmitt öfluga greiningavinnu í sl. viku, sú greiningavinna hefur leitt fram fjölgun greindra smita frá innan við 1.000 upp í um 20.000.
--Kenningar hafa heyrst að smit hafi verið að dreifast á Ítalíu vikum á undan áður en stjórnvöld þar urðu þess vör, það a.m.k. getur skýrt hve gríðarlega mörg smit greindust á fáum dögum þar eftir að stjórnvöld þar vöknuðu.
--Það getur verið freystand að koma fram með svipaða túlkun að vikurnar meðan lítil greiningavinna fór fram í Bandaríkjunum -- hafi smit verið í fjölgun meðan yfirvöld vissu ekki af því.
**Yfirvöld gætu þá enn verið á eftir.
PS: Hvað tölurnar hækka hratt, heildartala þekktra sýktra hækkuð um 5þ. í rúml. 25þ.
Ps2: Nú er fj. sýkinga í tæpum 30þ. -- á einum sólarhring fjölgað um 10.000.
Ps3: Ef þessi hraða fjölgun heldur áfram gætu fj. þekktra sýktra náð 40þ. á mánudag.
Ps4: 46þ. staðfest sýktri í Bandar. þriðjudag.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.3.2020 kl. 10:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er lítið annað en hugsunarlaust bull, Einar.
Bandaríkin þurfa að líða allt að 60 þúsund dauðsföll vegna flensu árlega. Ef trumpadúrinn þar vestra er að blása þessu upp sem einhverri nýrri bóli, þá er það af pólitískum ástæðum, ekki raunverulegum.
Örn Einar Hansen, 21.3.2020 kl. 14:46
Bjarne Örn Hansen, ef 100 milljón Bandar.menn fá COVID-19 varlega áætlað deygja 2 milljónir - ef heilbrigðiskerfið hrynur gæti dauðahlutfallið farið í 4% þ.e. 4 milljónir -- til viðbótar gætu þá margir farist af öðrum kvillum því sjúkrarúmm væru teppt. Svörtustu sviðsmyndir sem ég hef séð teiknaðar spá allt að 10 milljón dauðsföllum.
Ekki segja - flensa. Þetta er miklu alvarlegra en nokkur flensa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.3.2020 kl. 15:24
Dánarhlutfallið er fjarri því að vera svona hátt, því þetta hlutfall er reiknað út frá þeim sem látast á móti þeim sem eru greindir. Fólk fer ekki í greiningu nema það hafi einkenni. Mjög margir smitast án þess að fá nein einkenni. Það verður að margfalda hlutfall greindra með tíu að algeru lágmarki, líklega miklu hærri stuðli, því í BNA er búið að gera afar lítið af greiningum.
En efnahagslegu áhrifin verða gríðarleg. Og ekki aðeins í BNA heldur um allan heim. Samkomu- ferða- og útgöngubönn munu standa meira og minna út sumarið, jafnvel lengur. Það merkir að ferðaþjónusta hrynur, veitingageirinn hrynur, önnur neysla á borð við fataverslun, persónulega þjónustu og annað þess háttar dregst mikið saman. Minni tekjur fólks sem missir vinnuna eða býr við skert starfshlutfall þýða minni neyslu yfir höfuð. Byggingarstarfsemi dregst saman, húsnæðisverð lækkar ...
Kreppan verður djúp og hún mun standa langt fram efir þessu ári, jafnvel lengur.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2020 kl. 16:14
Góð greining hjá þér á ástandinu í USA. Það er virkilegt áhyggjuefni hvað er að gerast þar og hve illa stjórnvöld undir forustu Trump eru búin undin svona áföll. Ríkisstjórn hans hefur lagt mesta áherslu á að lækka skatta á fyrirtæki og hann er táknmynd hins kasínókapítalíska kerfis sem spilar með fólk.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.3.2020 kl. 16:15
Ef einhver klárar þetta þá er það Trump . Hann kann að velja sér aðstoðarmenn.
Við verðum að setja traust á Moderna og Kaiser. Prób lemið er hrikalegt það er satt. En Kaninn er öflugastur af öllum. Hann finnur leið ef nokkur gerir það. En það verður ekki á morgun eða hinn.
Halldór Jónsson, 21.3.2020 kl. 17:46
Þorsteinn Siglaugsson, bendi á að dánarhlutfall er 4% á Ítalíu skv. upplýsingum stjv. Ítalíu á fjölda þekktra smita vs. fjölda staðfestra látinna -- það ætti að vera næg reynsla komin nú til þess að ekki sé ástæða til að efast lengur að dánarhlutfall sé á grensunni milli 2 - 4%. Hugsanlega hægt að ná því í 1% -- ef land hefur mjög gott skipulag, það tekst að hindra skort á sjúkrarýmum sem og lækningatækjum. Líklega fer dánarhlutfall á Ítalíu þetta hátt, vegna þess að kerfið þar lenti í álagi umfram þ.s. það virðist hafa ráðið við - þannig að fólk kemst ekki að á sjúkrahúsum því þau eru full, lækningatæki eru ekki nægilega mörg - svo fj. fólks deyr væntanlega vegna þess að það kemst ekki að til að fá þá hjúkrun og lækningu sem það þarf. Í öðrum löndum þ.e. ekki Ítalíu virðist takast að tryggja að dánarhlutfall fari ekki yfir 2% -- mér skilst að Tævan hafi tekist að halda því við 1%, þannig 1% sé mögulegt markmið. Hvernig fer í Bandar. á eftir að koma í ljós -- en dæmin sýna að ef skipulag er frábært, aðgerðir fara mjög fljótt af stað - er hægt að ná 1% -- ef stjv. eru nokkuð svifasein en far síðan öflugt af stað, virðist 2% vera mögulegt -- ef kerfið hrinur, þ.e. menn eru svifaseinir síðan ekki nægilega öflugir í aðgerðum þannig að kúrva þeirra sem eru veikir rís það hátt að heilbrigðis kerfið lendir í álagi umfram þ.s. það ræður við, þá geta menn búist við Ítalíu-sviðsmyndinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.3.2020 kl. 18:51
Halldór Jónsson, þú meinar hann hefur einungis einn mann - sem getur rætt við fólk Demókratamegin. Það virðist mér afar viðkvæm staða - hvað ef sá eini maður verður veikur? Bandar. virðast mér í varasamri stöðu - hverjum sem þ.e. nákvæmlega að kenna, þá voru þeir svifaseinir í prófunum - einungis frá sl. viku eftir neyðarástandi er líst yfir - er stórfelld aukning í þeim og þá birtist miklu mun verri staða en ríkisstj. virðist hafa haldið - þ.e. fj. þekktra smita fer úr 433 daginn sem Trump kynnti neyðaráætlun í nú rétt við 20.000 á einni viku + einni helgi. Í ljósi þess hve hratt þekktum smituðum hefur fjölgað - virðist mér gild ástæða að ætla að þau geti verið mun flr. Þetta lítur því verð ég að segja -- um sumt svipað því er gerðist á Ítalíu. Þ.e. stjv. þar einnig voru sein að hefja umfangsmiklar mælingar -- þegar þau hófu þær kemur í ljós að smit eru þegar verulega útbreidd á svæði á N-Ítalíu. Síðan þá hefur ríkt mjög alvarleg krísa í því landi. Við vonum að sviðsmyndin sé ekki þetta dökk. En Bandar. eru einnig lík Ítalíu að einu öðru leiti -- sjúkrarúm eru þar eins og á Ítalíu tiltölulega fá miðað við íbúafj. þess vegna hefur tal borist að hernum hvort hann geti sett upp svokallaða -field hospitals- vegna hættunnar vegna tiltölulega fárra sjúkrarýma miðað við Vesturlönd - Bandar. virðast hafa enn færri sjúkrarúm per 1000 íbúa en Ítalía. Að auki svipað og Ítalíu eru læknar tiltölulega fáir miðað við 1000 íbúa viðmið -- mun færri t.d. per þús. íbúa en hér eða á Norðurlöndum, langt undir meðaltali V-Evr. Þetta þíðir, að kerfið í Bandar. getur mjög fljótt orðið hættulega -- ofþanið ef sýkingin er að breiðast enn hratt hút sem maður óttast að geti verið. Ég því óttast það alla versta -- ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég hafi einhverja tiltekna stöðug á ríkisstj. Bandar. heldur einfaldlega lísa því hvernig ástandið lítur út skv. þeim upplýsingum sem ég hef lesið. Við skulum sannarlega vona að ríkisstj. nái tökum á þessu, en ég virkilega óttast það versta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.3.2020 kl. 19:01
Salvör Kristjana Gissurardóttir, tölur er benda til þess að sjúkrarými og læknar séu færri per 1000 íbúa í Bandar. en á Ítalíu -- vaka með mér ugg og ótta, því mig grunar að það hafi ekki síst verið að kerfið hafi fengið á Ítalíu álag umfram þ.s. það réð við er hafi kallað fram 4% dánarhlutfall á Ítalíu - það hæsta sem ég hef heyrt um í Vestrænu landi. Það bætist einnig við að flr. farast af öðrum sjúkdómum er krefjast legu á spítölum því rúm eru teppt af COVID-19 sjúklingum. Ef Bandar. lentu þannig í því að kerfið springur mundi dauðsföllum tengd öðrum heilbrigðisrvanda er krefst legu á spítalla einnig vaxa samtímis. Þá gæti þessi versta sviðsmynd sem ég hef lesið um 10 millj. dauðsföll hugsanlega ræst -- bendi á að það er allra svartasta sviðsmynd sem ég hef lesið á netinu. Við verðum að vona það besta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.3.2020 kl. 19:05
1. Byssueign í Usa og allur hugsana gangur er með ólíkindum, þar að lútandi og hafa byssu verslanir verið að tæmast af vopnum. Boðar ekki gott upp á það sem að kann að vera í vaændum.
2. Vilta vestrið er enn við lýði í Usa. það færðist frá byssunum, þar sem að þær voru settar í slíðrin og yfir í Lögfræðistofurnar.
3. Væntanlegar málsóknir geta hrannast upp á alla kanta Í USA, þegar að hægja tekur á ?
Usa stendur frammi fyrur þvi að það getur hreinlega brotist út Borgara styröld ef að víisurinn heldur áfram að beiða úr sér.
Dæmi ,, Nágraninin í næsta húsi, fær lánaðan hjá mér skiptilykil. Karlinn dyer og það kemur í ljós að sá sýktist af völdum kórina veirunnar og niðurstaðn er sú að ég bar smitið til hans, þar sem að ég var sýktur sjálfur í gegnum skiptilykilinn sem að hann fékk lánaðann.
1. Geta eftirlifendur fengið mig sakfeldan fyrir morð að óyfirlögðu ráði ???
2. Geta eftirlifendur Sótt til mín skaðabætur og ef að svo er, munu þær skaðabætur gera út af við mig og mina EIGIN FJÖLSKYLDU ???
3. Sjúkratryggingar, hver borgar brúsan ? þarna getur verið um gríðalegan flókin kostnaðar strúktur um að ræða ? Mismundandi tryggingar pakkar af alls kyns gerðum að viðbættum þeim sem að ekki eru sjúkra tryggðir. Hver á rét á hverju og þar sem að um faraldur er að ræða, sem nánast þvi eru hamfariri, eru þá tryggingarfélögin nokkuð skyldug til þes að borga eitt eða neitt, í viðbót við það, að þá hafa allar sjúkra tryggingar í Usa farið mjög svo hnignandi.
4. Eftir málar veikindana, er eitthvað sem að ekki er vitað neitt um ? þegar að fólk útskrifast. Hvert borgar fyrir sjúkra kostnað af völdum eftirmála sjúkdómsins ? Sumir jafna sig kannski aldrei ? það er nefnilega eitt og annað sem að ekkki er vitað um á þessari stundu hvað Covid vírusinn varðar.
í ISA þá getur þetta orðið miklu flóknara viðfangs heldur en á öðrum stöðum.
það vita Sjórnvöld, að þegar að fólk ryðist inn í byssur búðir undir þessum kringumstæðum, að þá getur þetta endað með hryllingi sem að ekki verður séð fyrir endan á.
Samkvæmt frét um daginn. 4,600 skovopna árasir síðan Covid kom upp sem að þyðiir FJÖLGUM frá þvi venjulega. 64 látnr síðan í desember. Línuritirð er þegar byrjað að fara hratt uppá við hvað ofbeldið varðar í Usa, eftir að Covid kom til staðar.
Önnur ríki eins og Island, evropuríki, Russland, kína, og mörg önnur ríki taka öðruvísi á þessu, en Í USA, þar sem að öfgarnar eru eins og allir vita rosalegar oft á tíðum, að þá veit engin hvar þetta endar, hvað varðar ofbeldi með skotvopnum, lögsóknum og aðviðbættum penginar hliðinni, sme að getur orðið ansi flókin.
það er margt sem að Usa hræðist sem að aðrar þjóðir hugsa lítið um.
kv
LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 22.3.2020 kl. 10:48
Lárus Ingi Guðmundsson, líst ekki á ef fólk ætlar að skjóta grannann ef sá kemur upp að lóðarmörkum -- tók eftir að þekktum sýkingum hefur fjölgað um 10.000 frá því á laugardag fram á sunnudag. Skiptilykill ætti ekki vera hættulegri en svo að ef maður tekur hann með hanska - þvær með sápu og sóttvarnarefni - gerir síðan sama við hanska, er hvort tveggja hættulaust síðan. Það áhugaverða er - veiran er óvenju stór þess vegna 2-metra mörkin því hún nær ekki að svífa lengra - meðan t.d. flensu-vírus er svo smár sá getur hangið svífandi sem ryk í marga klukkutíma -- þetta er skilst mér af hverju COVID-19 er ekki talin nærri eins smitandi í gegnum öndunarfæri þó slík smit séu möguleg eigi síður. En þetta er samt rétt - fólk er hrætt, ef menn fara í það far að trúa engu því sem þeir heyra - þá gætu þeir ákveðið að þeir trúi engu um það að hægt sé að gera hluti meinlausa með sápu og sýkladrepandi spíra; þá auðvitað gætu tragedíur eins og þú íjar að sannarlega gerst - eftir að paníkin skellur á. Þá gætu hræðilegir atburðir gerst þegar hrætt fólk með skotvopn heldur sig í nauðvörn fyrir sig og sína. Þúsundir gætu verið skotnir til bana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2020 kl. 16:20
Fjöldi látinna á móti fjölda þekktra smita er fjarri því að vera tækur mælikvarði á dánarhlutfall. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í flestum löndum er fólk einfaldlega ekki prófað nema það hafi sýnt einkenni. En á sama tíma er vitað að sjúkdómurinn er mjög smitandi og mjög margir sem smitast sýna lítil eða engin einkenni. Fjöldi þeirra sem eru raunverulega smitaðir er margfaldur sá fjöldi sem hefur verið greindur.
Í Þýskalandi er þetta hlutfall t.d. 0,3%. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þar er fólk ekki aðeins prófað ef það hefur sýnt einkenni heldur eru allir prófaðir sem hafa verið í einhverjum samskiptum við smitaða. Strax við það fer dánarhlutfallið niður í 0.3%. Samt er auðvitað ljóst að líka í Þýskalandi eru miklu fleiri smitaðir en hafa verið greindir.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2020 kl. 17:04
Þorsteinn Siglaugsson, guð minn góður þessi rök eru lyfandi löngu hætt að halda - fylgistu ekkert með fréttum? Stjv. í Tævan, Singapor og SK - þ.s. sjúkdómurinn stakk rótum nokkru á undan, hafa verið ákaflega dugleg í prófunum, hafa einmitt verið í fararbroddi í því að sína að mjög víðtækar prófanir virka -- að sjálfsögðu hafa þau séð þetta að hlutfall er síkt en ekki með einkenni; en það er einmitt hvað þau hafa gert, þ.e. prófað með víðtækum prófunar-rassíum. Gögn frá þessum löndum eru mun áreiðanlegri en gögn frá V-Evrópulöndum þ.s. flest stjv. hafa ekki gengið nærri eins langt í víðtækum prófunum.
--Ísl. stjv. hafa verið að leitast eftir að fylgja aðferðum þessara Asíulanda, þ.s. mjög grimmt er beitt sóttkví ef minnsti grunur er um smit, síðan fólk prófað áður en því er hleypt úr sóttkví.
--Fyrir utan þetta, hafa vísindamenn haft lokaða hópa í verulegum fj. tilvika undir rannsókn í skemmtiferðaskipum þ.s. í nokkrum tilvikum hefur verið hægt að fylgjast með farþegum í vikur.
Þetta þíðir að það er af og frá að þessi rök þú heldur á lofti haldi nokkru vatni, eru fullkomlega úrelt -- í dag eru upplýsingar um hlutfall þeirra sem látast á allt öðrum áreiðanleika en þegar sjúkdómurinn fyrst kom fram.
**Það er því ekki lengur hægt að halda því fram að ónóg gögn liggi frammi lengur, að upplýsingar um dánarhlutfall séu óáreiðanlegar eða ónógar.
Slíkar fullyrðingar gátu gengið á fyrstu virkum útbreiðslu sjúkdómsins, en sá tími sem hægt var að halda þessu fram er liðinn og það fyrir nokkru síðan.
Dánarhlutfall sé virkilega á bilinu 1% við allra bestu aðstæður yfir í hærra, af flestum í dag metið í kringum 2% -- sú tala hefur haldið. Eftir því sem gögn skila sér frá sífellt flr. löndum, og sífellt meir áreiðanleg gögn frá þeim löndum þ.s. sjúkdómurinn fyrst kom fram.
--Ég hafna þar með því fullkomlega að nokkur skynsemi sé lengur í rökum af þessu tagi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2020 kl. 23:22
Mæli með að þú lesir grein John Ioannidis prófessors í faraldursfræði við Stanford. Ekki er nú að sjá að hann sé sammála þér um það að niðurstöður um raunverulegt smit séu einhvers staðar aðgengilegar enn: https://www.statnews.com/2020/03/17/a-fiasco-in-the-making-as-the-coronavirus-pandemic-takes-hold-we-are-making-decisions-without-reliable-data/?fbclid=IwAR2FtirqQqFC09HJJrG4FhSpenvUpWLo8ESu_2WkKV2_kfvCt_Qwnzh94og
Svo gætir þú kannski litið þér nær. Á Íslandi hafa yfir 500 manns verið greindir smitaðir nú þegar. Og hversu margir eru látnir? Einn maður. Hversu hátt hlutfall er það?
Þú virðist ekki skilja að prófanirnar hingað til eru meira og minna einungis gerðar á fólki sem þegar er orðið veikt.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 00:53
Þorsteinn Siglaugsson, ef þig vantar vísinda-niðurstöður líttu á þetta: https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2020.03.04.20031104v1. Vandamálið við fullyrðingar prófessorsins þú vitnar í er að hann - ákveður að öll óvissa virki bara í eina átt. Síðan er samanburður við flensu nokkuð líklega villandi - en flensuvírusar hafa lengi verið meðal mannkyns líkami fólks er vant að fást við margvíslegar flensur - COVID-19 er hinn bóginn vírus sem ekki er vitað til að áður hafi verið í fólki þannig líkami fólks hefur ekki náð því að aðlagast honum - slíkt minnkar verulega líkindi þess að til staðar sé rosalega stór hópur fólks er ekki veikist en fær samt vírusinn -- þó sínt hafi verið fram á að slíkt fólk sé sannarlega til; þá er augljós vandi hvernig hann ákveður að virðist öll óvissa virki einungis í eina átt - en það er sjaldan þannig. Þvert á móti gæti óvissan alveg verið í hina áttina að -- miklu mun hlutfallslega færri séu með vírusinn en hann ákveður greinilega að reikna með, sem þíðir að sjálfsögðu dánarhlutfalll sé miklu hærra en hann gefur sér. Síðan með því að reikna með því að -- samanburður við flensu sé tækur, þá einnig gefur hann sér að stórfelldar aðgerðir erlendis séu ástæðulausar. Hinn bóginn þ.s. óvissa er ekki þannig að hún virkar bara í aðra átt - þá sem betur hentar fólki að trúa, þá er langt í frá svo augljóst að - öll veröldin sé í einhverju allsherjar gönuhlaupi.
Taktu eftir að vísinda-hópurinn í Sviss fær töluna 1,6%. Það eftir að hafa framkv. rannsókn.
Hvaða rannsókn framkv. prófessorinn áður en hann hóf upp raust sína?
Síðan endurtek þ.s. ég benti á að - þó svo að mjög tiltölulega fá próf hafi farið fram í Bandar. sem er algerlega rétt - hafa yfirvöld í 3-Asíuríkjum stundað mjög öflugt prófunar-prógramm síðan sjúkdómurinn fór þar af stað. Auðvitað hafa aðrir vísindamenn aðgengi að því -- þú mættir útskýra fyrir mér af hverju hópar vísindamanna um heim eru ekki að hrópa svipað og vísindamaðurinn sem þú vitnar til - ef þetta er svo klárt að allir séu að hlaupa eins og læmingjar í einhverja vitleysu? Það er ekki eins og að löndin sem eru að bregðast við - hafi enga eigin sérfræðinga sér til ráðgjafar.
"Á Íslandi hafa yfir 500 manns verið greindir smitaðir nú þegar. Og hversu margir eru látnir? Einn maður. Hversu hátt hlutfall er það?"
Að sjálfsögðu byggjast viðmið um dauðalíkur á meðal-tali sem gefur sér að sjúkdómurinn berist án þess að tilteknir viðkvæmir hópar séu varðir.
Ísl. hefur á grunni lærdóms að utan, varið þá sem fyrirfram vitað að eru í hættu.
--Þ.e. árangur þess sem þú bendir á - það sannar ekki nokkuð annað en það að sú fyrirfram greining hefur virkað.
--Það vita allir að 1% eða 2% er ekki meðaltal í öllum aldurhópum -- heldur byggist á því að alrað fólk og aðrir viðkæmir hópar séu ekki varðir.
Það er einmitt sú tilraun sem er í gangi hér -- að koma dánarhlutfallinu langt niður með því að halda einangruðu því fólki sem er í sérstakri hættu.
**Við vitum að sjálfsögðu ekki fyrirfram hvort það virkar - einungis að það virkar enn.
**Það að hægja á dreifingu sjúkdómsins með fjarlægðar skipunum til fólks - og lokunum á sumum teg. starfsemi, fækkar einnig þeim sem fá hann - auðveldar að verja þá hópa.
----------
"Þú virðist ekki skilja að prófanirnar hingað til eru meira og minna einungis gerðar á fólki sem þegar er orðið veikt. "
Og þú tekur ekki tillit til þess að þ.e. verulegur munur á því hvernig lönd hafa nálgast þetta - sum lönd hafa sannarlega gert mjög tiltölulega fá próf. En það á einfaldlega ekki þannig við að - öll lönd hafi verið að hegða sér eins og Bandar. - eins og prófessorinn virðist miða út frá.
--Hann gefur sér að COVID-19 hegði sér eins og sjúkdómar sem hann þekkir - sem er klárlega ekki fyrirfram vitað og ekki fyrirfram augljóst og hann virðist gefa sér.
Mjög bersýnilega er álit hans í miklum minnihluta meðal vísindamanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.3.2020 kl. 03:52
Þorsteinn Siglaugsson, fleiri rannsóknir þessi er áhugaverð en þeir nota óvissuna með öðrum hætti en prófessorin sem þú vitnar til - skv. þeirra mati er hlutfallið frá 0,25% - 3%. Lægsta staðfesta hlutfallið sé frá -cruice- skipum. Rökrétt er dánarhlutfall breytilegt eftir löndum, gæðum heilbrigðiskerfa - hve margir síkjast þ.e. hvort kerfið fær á sig skell sem það ræður ekki við þannig að fólk farist af öðrum sjúkdómum einnig að óþörfu því COVID-19 teppi sjúkrahús: https://wwwnc.cdc.gov/eid/article/26/6/20-0320_article.
Það eru rannsóknir sem þessar sem gefa manni þá von að með því að verja tiltekna hópa sé hægt að ná dánarhlutfalli vel niður, sem virðist vera að virka.
-----------
Þessi rannsókn fjallar um breytileika eftir aldurshópum gerir ekki tilraun til að reikna meðaltal yfir allt: http://www.cidrap.umn.edu/news-perspective/2020/03/us-studies-offer-clues-covid-19-swift-spread-severity.
Þetta er nokkurs konar yfirlytsgreining nægilega nýleg til að hafa áhugaverð gögn, hún sýni að dánarhlutfall eftir löndum er rosalega breytilegt skv. þeim tilfellum sem hafa verið rannsökuð: https://www.cebm.net/global-covid-19-case-fatality-rates/.
-----------------------
Þ.s. gögn virðast sýna er hægt er að lágmarka dánarhlutfall - en samtímis að það getur einnig verið umtalsvert ef slíkt er ekki gert.
Dánarhlutfall er hátt í efstu aldurshópum - þannig að verulega margir geta látist í löndum þ.s. hátt hlutfall íbúa er í eldri aldurshópum.
--Dánarhlutfall er mjög lágt í lægri aldurshópum sem að sjálfsögðu hefur áhrif í löndum þ.s. tiltölulega fáir eru gamlir en yngri hópar yfirgnæfandi í samsetningu íbúa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.3.2020 kl. 04:20
Dánartíðnin er breytileg annars vegar vegna þess að geta heilbrigðiskerfa er breytileg, en hins vegar vegna þess að það er mjög breytilegt hversu margir hafa verið greindir. Eins og Ionnadis bendir á er algerlega gagnslaust að nota tölur um þá sem hafa verið greindir til að reikna dánartíðni því, eins og hann segir, vitum við ekki hvort fjöldi smitaðra er þrisvar sinnum eða þrjú hundruð sinnum meiri en fjöldi greindra.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 10:59
Þorsteinn Siglaugsson, hann tekur of mikið upp í sig - miðað við þau gögn er við höfum, sleppum vangaveltum af því tagi hann er með, er dánartíðni mun hærri en hann vill viðurekenna.
Þær rannsóknir sem ég sendi þér hlekki á einnig sína töluvert hærri dánartíðni.
--Það sem löndin í Asíu sína fram á, að greiningar minnka dánartíðni - ekki eins og þú segir að dánartíðni minnki vegna þess að það finnast svo miklu fleiri smitaðir -- kynntu þér gögn frá Asíulöndum.
--Ástæða þess að greiningar fækka dauðsföllum, ekki vegna þess sem þessi maður segir að það sé svo gríðarlega margir sem séu einkannalausir smitaðir, heldur vegna þess að greiningar-vinna leiði fram hvar hópar smitaðara helst eru í samfélaginu, því hvar löndin þurfa að beita kröftum heilbrigðiskersisins.
**Þetta er þ.s. Asíulöndin eru að segja okkur, að greiningar fækki dauðsföllum -- vegna þess að þær auka skilvirkni aðgerða.
-------------
Þegar menn gera ekki nægar greiningar - þá vita þeir ekki hvar smitin einna helst eru, þá geta þeir ekki beint sér þar sem útbreiðslan er hröðust -- þá fjölgar hratt þeim er verða alvarlega veikir einnig og það síðan leiðir til hás dánarhlutfalls er kerfin yfirkeyrast.
**Maðurinn er með rangt orsakasamhengi - greiningarnar beina kröftunum í réttan farveg, þá geta menn fundið veiku punktana - hvar þ.s. mætti kalla heitir punktra með verulegri þéttni smita er að leita, þá geta menn beitt sér þar til að hægja á fjölgun smita og þar með forðað heilbrigðiskerfunum frá yfirálagi, þar með forða menn -- hárri dánartíðni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.3.2020 kl. 13:10
Já, það er svo sem ágætt að þú getir sagt faraldursfræðingnum eitthvað til. Hann hefur væntanlega ekkert vit á því sem hann er að tala um.
Vitanlega skiptir smitrakningin máli. En meginatriðið þegar verið er að meta þetta er, að meðan ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulegan fjölda smitaðra, þá liggja heldur ekki fyrir upplýsingar um dánartíðnina. Sé raunverulegur fjöldi smitaðra tífalt það sem búði er að greina, þá er raunveruleg dánartíðni tíundi hluti þess sem opinberu gögnin segja. Það er alveg furðulegt hvað margir eiga erfitt með að skilja þessa einföldu staðreynd.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 18:57
Figures can lie and liars can figure!
Í dag voru 803 með smit 9 dauðir 11 orðnir frískir aftur, Montgomery County er með 556,203 (2016) Íbúa.
Er það ekki 0,011% og þá er ekki talið með þeir sem eru komnir í gegnum veikina.
þetta sýnist mér vera vírus sem starfar eftir kenningu Darwins, þeir sterku lifa veikina af, en þeir veikburða drepast.
svo einfalt er þetta.
En það er auðvitað tóm tjara að loka öllu Landinu þegar dánartölur er lægri en venjuleg skítapest frá Kína sem við köllum flensu.
Í janúar dóu 8 börn úr flensu í Montgomery Coumty, ekki var landinu lokað fyrir það.
Það er kominn tími til að fólk fari að slappa af og hugsa anda með nefinu, en ekki með einhverskonar kerlinga tilfinningum.
Í gær var dánartíðni í USA 1.3% Suður Korea 1.2% og Ítalía 9.3% og ef ég man rétt þá var Spánn með 6.4%.
Eftir því sem fleirri greinast með Wuhan Kína vírusinn, því lægri verður dánartíðni prósentan í USA. t.d. Því auðvitað hækkar tala smitaðra eftir því sem fleirri eru skoðaðir.
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 24.3.2020 kl. 19:35
Smá mistök í prósentu töluni 0,011% sem á að vera 1.1%,
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 24.3.2020 kl. 20:13
Svona er að það þegar fólk þarf að flýta sér var að sinna viðskiptavinum inn á milli að skrifa athusemdirnar. smit og danartölur áttu að vera fyrir Texas ríki, en ekki Montgomery Coumty.
803 smit 9 dauðir og 11 komist í gegnum veikina í Texas ríki. Íbúa tala í Texas estimated over 28 milljón. Þannig að tölurnar í athugasemdini hér að ofan sýna að dánartíðni í Texas ríki er 1,1%
Montgomery County Texas 19 með smit 4 á sjúkrahúsi og enginn dauður. Dánartíðni er 0% hingað til. Þetta er með 556,203 íbúa fjölda.
Kveðja frá Montgomery Texas.
Jóhann Kristinsson, 24.3.2020 kl. 20:49
Þess dánartíðni er auk þess aðeins byggð á fjölda þeirra sem hafa greinst. Þú getur væntanlega gert ráð fyrir að í allra minnsta lagi séu tífalt fleiri smitaðir en þeir sem hafa greinst enda hafa skimanir verið í skötulíki í USA. Hér á Íslandi eru líklega um 12 sinnum fleiri smitaðir en hafa greinst. Í USA væri kannski réttast að miða við 20 eða 30 sinnum fleiri í það minnsta. Og þá getur þú deilt dánartíðninni með þeirri tölu.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning