13.3.2020 | 23:38
Markaðir í Bandaríkjunum snarhækka á föstudag - kjölfar yfirlýsingar Trumps um neyðarástand innan Bandaríkjanna vegna COVID-19
Áhugavert hvernig viðbrögð forseta Bandaríkjanna hafa stór áhrif á það hvernig verðbréfamarkaðir meta stöðuna -- þann daginn. En fimmtudag varð mesta verðfall sem markaðir í Bandaríkjunum höfðu séð síðan 2008.
--En í kjölfar yfirlýsingar Trumps um neyðarástand vegna COVID-19.
Hækkuðu markaðir í Bandaríkjunum það mikið að fallið daginn áður var núllað nokkurn veginn út.
Lækkun markaða á fimmtudag - virðist stórum hluta hafa verið viðbrögð við ræðu Trumps fyrr í vikunni, þar sem hann lýsti yfir ferðabanni frá Evrópu.
--Markaðir virðast hafa tekið málið þannig, að forsetinn væri ekki að taka COVID-19 nægilega alvarlega.
Þannig að þá mátu aðilar á markaðnum framtíðar-stöðuna verulega lakari þann daginn en fyrr sömu viku - afleiðing hið stóra verðfall fimmtudagsins.
--En þegar forsetinn á föstudag lýsir yfir neyðarástandi -- kynnir 50 milljarða dollara neyðarfjármögnun til að fást við ástandið.
- Þá snögg breytist mat markaða, og þeir fóru upp aftur.
S&P 500s biggest one-day gain since 2008 helps trim weekly drop
- Ekkert smá jó-jó það, mesta verðhækkun á einum degi síðan 2008.
- Beint í kjölfar mestu verðlækkunar síðan 2008.
Donald Trump declares US national emergency for coronavirus
Mr Trump said the emergency declaration would unlock $50bn in extra money to combat coronavirus, as the number of cases in the US rose to 1,678, according to the Centers for Disease Control and Prevention. There have been 41 US deaths reported so far.
Hafið í huga að í sl. viku var einungis talað um 433 smitaða.
Hinn bóginn virðist hafa orðið algert prófana-fíaskó í Bandaríkjunum.
--Prófanir virðast hafa laggað mjög mikið.
Ef maður miðar við 2% dánarhlutfall - hljóta smitaðir a.m.k. vera rýflega 2-3.000
Bendi á athygliverða grein: Why Is Italy's Coronavirus Outbreak So Bad?.
Í dag hafa yfir 1200 látist á Ítalíu, þar af 250 á föstudag.
20/2 greindist fyrsta tilfelli COVID-19 á Ítalíu, innan sömu viku hafði ríkisstjórn Ítalíu - fyrirskipað umfangsmiklar svæðalokanir á N-Ítalíu.
--Veikin gaus upp með svo svakalega öflugum hætti.
- Þ.s. viðtöl Times benda á, er að líklega hafi vírusinn borist til Ítalíu nokkru fyrr, t.d. vikunni á undan hafi verið aukning í lungnabólgu-tilfellum á Spítala Codogno á N-Ítalíu.
- Læknir sem Times ræddi við, benti á að COVID-19 geti hafa breiðst út, út frá spítölum er voru að meðhöndla veika sjúklinga af völdum lungnabólgu og völdum flensu.
--Þar sem, án þess að hafa í höndum próf fyrir COVID-19 þá, hafi heilsugæslustöðvarnar á því svæði og sjúkrahúsin, ekki gert réttar varúðarráðstafanir - þegar sjúklingar hafi farið að berast er voru smitaðir af COVID-19.
--Ef þetta er rétt, er það all svakalegt að sjúkrahúsin og heilsugæslustöðvarnar hafi verið að dreifa smiti út um allt, meðan læknar og hjúkrunarfólk hafi verið grunlaust.
En það gæti skírt af hverju, þegar loks kom til yfirvalda einstaklingur sem greindur var með COVID-19, rétt fyrir helgina alræmdu þegar margir voru staddir á N-Ítalíu og í heimsókn þar.
Þá virðist sem að sjúkdómurinn hafi þegar verið búinn að ná umtalsverðri svæðisútbreiðslu.
Smitleiðirnar hafi þá þegar verið orðnar það margar, að yfirvöld áttu ekki möguleika á að stöðva faraldurinn.
----------------
Nú veltir maður fyrir sér hvort að reynsla Bandaríkjanna geti reynst svipuð?
En það má fastlega reikna með því, að mikið átak í prófunum fari nú af stað, eftir myndarlega 50 milljarða Dollara fjárinnspýtingu til baráttunnar gegn sjúkdómnum.
--Sem Donald Trump tilkynnti á föstudag.
Það verður pent að koma í ljós, hversu útbreidd innan Bandaríkjanna COVID-19 þegar er orðin.
En það virkilega virðast hafa verið - alvarleg vandamál með prófin innan Bandaríkjanna, Trump segist enga ábyrgð á því bera: Americas shamefully slow coronavirus testing threatens all of us.
Trump hafnar því ekki að vandamál hafi komið upp, ber af sér sakir.
Niðurstaða
Nú þegar Donald Trump hefur líst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 innan Bandaríkjanna, og lagt fram myndarlegan pakka upp á 50 milljarða Dollara, þá á ég fastlega von á að prófanir fyrir COVID-19 fari nú lokst myndarlega af stað.
--Það ætti að þíða, að loks kemur í ljós hversu stórt vandamálið er þegar orðið.
A.m.k. ættu smitaðir að vera a.m.k. 2-3þ. ef dánartölur eru réttar, og ef maður miðar við 2%.
Smitaðir gætu alveg verið fleiri en það, sérstaklega ef sjúkdómurinn er enn í hraðri útbreiðslu, m.ö.o. margir að ný-smitast.
--Miðað við hve fylkjum er hafa tilkynnt smit undanfarið hefur fjölgað hratt sl. 2-3 vikur, grunar mig að sviðsmyndin geti þegar verið orðin - dekkri en virðist við fyrstu sýn.
- COVID-19 gæti átt eftir að reynast Trump sá óvinur sem hann á hvað erfiðast að glíma við.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.3.2020 kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér í þessu.
Dánartalan er að öllum líkindum mun hærri, ef við skoðum það sem gerist á Ítalíu. Einnig ef við tökum til fréttir innan frá Wuhan, þegar vandamálið var sem verst. Fólkið var handtekið, sett í fangelis og "hvarf" bókstaflega. Samkvæmt fréttum sem þessi menn fluttu, eru hugsanlega tugir þúsunda látnir í Wuhan. Kína lokaði Wuhan, og þeir sem dóu heima fyrir eru ekki testaðir um hvort þeir dóu af völdum veirunnar, heldur brenndir án afláts.
Myndir innan Wuhan sýna 8 látna, innan einnar klukkustundar. Það á littlu sjúkrahúsi.
Einar, vandamálið er. Að Kína gefur engar upplýsingar um vandamálið og leifir ekki erlendum aðilum aðgang. Kommúnistar, eru vandamál alls þessa heims ...
Örn Einar Hansen, 14.3.2020 kl. 13:52
Bjarne Örn Hansen, ætla ekki spá því Trump verði undir í baráttu við COVID-19, vandi hans er að íbúar kenna alltaf ríkjandi stjórnvaldi um ef þeim virðist mál ekki ganga nægilega vel - íbúar geta verið afar ósanngjarnir, t.d. þegar Obama var kennt um efnahagsástand er skall á rétt eftir að hann tók við sem forseti -- heppnin hefur verið með Trump hingað til, hann á enn möguleika -kannski- á að redda ástandinu fyrir horn með öflugum aðgerðum; en hætta getur verið á að ef yfirvöld í Bandar. ná ekki stjórn á útbreiðslunni eins og virðist hafa gerst á Ítalíu - að þá geti möguleikar Trumps á endurkjöri skaðast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.3.2020 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning