27 fylki Bandaríkjanna hafa greint COVID-19 smit, í sl. viku 15 fylki

Rétt að taka fram að heildarfjöldi smitaðra í Bandar. er enn - verulega minni a.m.k. hvað varðar staðfestan fjölda smitaðra en í Evrópu.
Hinn bóginn veikleiki að það kostar 3500$ að fá greiningu.
Meðan próf eru ókeipis í Evrópu.
--Hættan er augljós margir séu ógreindir.

Bandaríkin eru þó að fara að verja stórauknu fjármagni í baráttu við COVID-19!
Skv. fréttum, hefur Donald Trump undirritað 8,3 milljarða.$ aukafjármögnun gegn COVID-19.
--Ef marka má fréttir, fylgir nýju löggjöfinni 3 milljarða í stuðning við þróun lyfja, 2,2ma. í forvarnar-aðgerðir, og 1 milljarð til stuðnings baráttu einstakra fylkja.
--Ath. ríkisstjórnin bað um 2,5 milljarð - þingið ákvað 8,3 milljarða.

Hvort að ríkisstjórnin vanmat stöðuna, þá breytist hún virðist afar hratt!

  1. Ég reikna með því að 2,2 milljarðar til forvarna, þíði að alríkið fjármagni nú stórfellt aukinn fjölda prófa - svo fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur hvort það getur borgað.
  2. Mér skilst að auki, til standi að kaupa búnað - sem kvartanir voru uppi að þegar væri alvarlegur skortur á, t.d. búnað til að verja hjúkrunar-fólk og lækna.

US deaths rise to 19 as New York declares state of emergency

7 more states report cases

Uppfærð dánartíðni COVID-19 skv. WHO 3,4%:
Coronavirus cases surpass 100,000 worldwide while US deaths top 14.

  • Flestir sérfræðingar virðast þó enn telja hana í kringum 2%.
    Ætla halda mig við þá tölu þar til frekari upplýsingar gefa annað til kynna.

 

Skv. fréttum hefur Ítalía sett allt Langbarðaland í sóttkví!
Það væri sambærilegt við það, Bandaríkin gerðu slíkt við heilt fylki.
Skv. fréttum búa 16 milljón í Langbarðalandi á N-Ítalíu.

Tilfelli heiminn vítt: 8/3 sl.

  1. Kína ca. 80.700
  2. Suður-Kórea ca. 7.300
  3. Ítalía nálgast 6þ.
  4. Frakkl. um 950.
  5. Þýskal. 800.
  6. Spánn 525
  7. Japan ca. 460.
  8. Bandar. 433

Tölurnar frá Bandaríkjunum hljóma ekki svo alvarlegar við fyrstu sýn.
Það sem þó gerir það er tilfinningin um hraða dreifingu - sbr. sl. viku höfðu 15 fylki tilkynnt tilfelli - vikuna þar á undan var það einungis eitt fylki - nú 3. vikuna 27 fylki.

  1. Ástæða áhyggna, þessir mörgu dreifingar-punktar, þ.e. 27 fylki.
  2. Og að próf hafa kostað 3.500 US Dollars fram á þennan punkt.

--Það gætu því verið margir sýktir er ekki hafa verið prófaðir.
Að þetta er að greinast í mörgum fylkjum - frekar en hitt ýtir undir þann ótta.

  • Ný fjármögnun til baráttunnar gæti því fjölgað hratt þeim er greinast á nk. dögum.
    Ef það er svo margir hafa ekki farið í próf því þeir eiga ekki 3.500$.
  • Mig grunar sannast sagna að mjög erfitt geti reynst að stöðva frekari dreifingu COVID-19 eftir að veikin hefur náð til þetta margra fylkja.

--Stefnan um að leitast við stöðva dreifingu frá útlöndum með því að banna flug frá sumum löndum, virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem menn töldu sig eiga von á.
--Augljósi punkturinn sá, fyrst beint flug er bannað frá Kína gæti einstaklingur millilent í öðru landi og flogið síðan beint frá því landi í staðinn með öðru flugfélagi en kínversku!
Ætli einhverjir hafi ekki einmitt gert þetta?

 

Niðurstaða

Það snýst ekki um sérstaka andbandaríska afstöðu áhugi minn á dreifingu COVID-19 í Bandaríkjunum. Heldur einfaldlega þann punkt, en sannarlega ættu Íslendingar að þekkja vel til dreifingar COVID-19 á Ítalíu þaðan sem hafa komið margir veikir Íslendingar beint í sóttkví, að Bandaríkin - ásamt Evrópu og Kína, er eitt 3-ja meginhagkerfa heimsins.
--Punkturinn er einfaldlega sá, að ef sjúkdómurinn dreifist einnig í Bandaríkjunum að ráði.
--Fara líkur á heimskreppu af völdum COVID-19 hratt vaxandi.
En áhrif COVID-19 eru augljóst efnahagslega bælandi, slík áhrif þegar augljós á Kína - þeirra ætti að vera farið einnig að gæta að ráði innan Evrópu fljótlega - í ljósi harðra mótaðgerða sem helstu lönd Evrópu hafa verið að tilkynna.
Þannig að það ætti að vera augljós skynsöm ástæða að fylgjast með því hvort Bandaríkin eru á svipaðri vegferð og Evrópa, jafnvel Kína! Því ef svo er, þá versnar efnahagslegt útlit hratt.

Bendi aftur á, 27 fylki hafa nú tilkynnt ný-smit meðal eigin íbúa.
Þó sannarlega margir Íslendingar hafi nú greinst, yfir 50 gæti verið met miðað við höfðatölu, hefur enginn látist - skv. fréttum sunnudags hafa þó miður smit meðal almennings sem ekki er hægt að tengja ferðum erlendis verið greind í fyrsta sinn.
--Sjókdómurinn því miður einnig farinn að ganga í samfélaginu hér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband