11.2.2020 | 23:11
Donald Trump virðist hafa skipt sér af dómsmáli í Bandaríkjunum - fyrirskipað mildandi meðferð fyrir persónulegan vin fyrir dómi!
Þetta vekur óneitanlega athygli - aðgerð er virðist þráðbeint inngrip í dómsmál fyrir rétti. Kemur mér mjög á óvart ef forseti Bandaríkjanna stígur ekki yfir valdsviðs-mörk sín, með slíkum beinum afskiptum.
--Bendi á að hugmyndin um 3-skiptingu valds, kemur upphaflega frá bandar. stjórnarskránni.
Bendi fólki auki á að íslenskur ráðherra varð af segja af sér fyrir nokkrum árum, þegar lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar - var í gangi.
Það sem hún gerði var reyndar ekki alvarlegra en það, að hún hafði bein samskipti við lögreglustjóra er sá um rannsóknina, og beindi til hans spurningum - milliliðalaust.
--Það reis upp mikil umræða hér, hún hefði beitt hann óeðlilegum þrýstingi, fyrir rest sagði hún af sér -- er í dag formaður Viðreisnar.
- Það sem Trump gerði með afskiptum af dómsmáli í Bandaríkjunum.
- Gengur miklu mun lengra en þetta!
Raunveruleg afskipti af dómsmáli, ekki einungis spurt um gang - rannsóknar áður en mál fer til dóms í fyrsta lagi.
Þetta atkvik mun óhjákvæmilega vekja aftur umræðuna um valdmörk embættis forseta.
En mjög klárlega er Donald Trump að leitast við að víkka þau sem allra allra mest!
Málið með -tvít- Trumps að hann ítrekað hefur notað þau til að gefa skipanir!
- Síðan í kjölfarið er ljóst -- að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur brugðist við kröfu Trumps.
- En fyrstu vísbendingar þess voru -- er tveir aðstoðar-saksóknarar hættu snarlega.
--En a.m.k. virðist þegar ljóst að yfirlýsing þess efnis að krafist verði 7 ára dóms verði felld niður.
--M.ö.o. sleppt án refsingar.
Berum það saman við - að áður er krafist 7 ára fangelsis.
Gott að eiga forseta Bandaríkjanna að vini!
- Tek samt fram, dómari dæmir - fer ekki endilega eftir slíkum ráðleggingum.
Veit örugglega af því hvað áður var lagt til.
Höfum í huga fordæmið sem Trump tekur sér - alveg burtséð frá skoðunum fólks á máli Stone - þá þíðir það fordæmi ef það stendur, stórfellda víkkun á valdi forseta Bandaríkjanna miðað við fyrri skilning fólks á - 3 skiptingu valds sem ath. Bandaríkin sjálf komu á fót í Bandaríkjunum fyrst allra ríkja og varð síðan að fordæmi um gervallan heim!
--Þetta virðist því klárlega veikja þá 3-skiptingu valds sem hefur verið til staðar í Bandaríkjunum, því geta orðið þáttur í því að hola smám saman grunninn undan lýðveldinu hinu bandaríska.
Þetta er kannski hvatning til Bandaríkjamanna að láta verða af því að semja nýja stjórnarskrá - ef girðingar hennar halda ekki lengur, þó þær lengi hafi haldið -- þá þarf kannski semja nýja betri með sterkari girðingum sem halda enn betur.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara enn einn stormurinn í vatnsglasi.
Við erum búin að sjá Russiagate gufa upp í skítalykt og síðan Ukraingste. Obstruction of Justice fór sömu leið.
Ég held að málið sé að elítan getur bara alls ekki sætt sig við lýðræði frekar en Merkel í Þýskalandi.
Borgþór Jónsson, 12.2.2020 kl. 09:56
Borgþór Jónsson, lýðræði snýst ekki -bara- um kosningar, ef svo væri hefðu Sovétríkin verið lýðræðisríki -- heldur snýst lýðræðis-kerfi um, reglukerfi.
Reglukerfi þess tilgangur er að tryggja ásamt sjálfstæðum stofnunum, að lýðræðiskerfinu -ath. orðalagið lýðræðiskerfi- sé ekki kollvarpað, innanfrá.
Þ.e. hvað 3-skipting ríkisvalds, sjálfstæðar stofnanir, vald-mörk stjórnvalda -- snýst allt um.
--Vinsælir stjórnmálamenn, er vilja ráða hindrana-laust, væla í seinni tíð gjarnan um meintar elítur - þegar þeir rekast á þennan ramma.
--En ramminn hefur tilgang, þann að verja lýðræðiskerfið frá hættum sem standa frá stjórnendunum sjálfum.
Að sjálfsögðu þá lýðræðislega jafnvel meirihluta kjörnum slíkum, því slíkir geta einmitt sjálfir kollvarpað lýðræðiskerfinu.
Það eru mörg söguleg fordæmi slíks, hafðu í huga - þegar Bandaríkin voru stofnuð, voru mörg söguleg slík einnig til.
Lýðræðiskerfi risu margsinnis upp hér og þar fyrri öldum, féllu nær alltaf - innanfrá.
--Ein leið þeirra til að falla innan-frá, er einmitt í krafti vinsæls freks einstaklings, sem umber það ekki - er hann fær ekki að gera allt þ.s. hann vill.
--Vegna þess að hann rekst þá á -reglurammann- sem er ætlað að halda einmitt - þeim er stjórna í ramma.
**Þ.e. þessi reglurammi -- sem er kjarninn í lýðræðinu - viðheldur því - tryggir áframhald þess.
Þig virðist vanta skilning á þessu tiltekna atriði. Virðist þess í stað halda - að ef frekur en vinsæll einstaklingur fær ekki sitt fram - þá sé vera að beita þann aðila órétti, slíkur aðili gjarnan hrópast e-h slíkt að auki, þá ákveður þú greinilega að trúa orðum þess aðila -- þegar sá aðili er einungis frekur einstaklingur sem vill ráða - og reglurnar sem hann vill ekki, eru einmitt reglurnar sem halda lýðræðiskerfinu saman.
--Hinn bóginn hefur mér aldrei virst að þú sért í reynd lýðræðisinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2020 kl. 11:15
Það er að sjálfsögðu til staðar kerfi þarna sem tryggir að forsetinn eigi erfiðara með að fara offari eða gerist einráður.
Það eru góðu fréttirnar ef svo má segja. Vondu fréttirnar eru að af því að elítan sættir sig ekki við að þessi maður var kosinn henda þeir fram hverri tilhæfulausu ásökuninni á fætur annarri..
Russiagate var sú fyrsta. Sem var samvinnuverkefni á milli Demókrata og leppa hennar í leynþjóstunum.
Þar brutu leyniþjónustunnar gróflega lög til gefaessum rógi vængi.
Allir vissu alveg frá upphafi aðað var ekkert hægt í þessu.
Það er því ekki Trump sem er að fara offari.
Sama gegnir um Ukraingste. Það er enginn fótur fyrir þessu og allir vita. Það getur engann veginn talist eðlilegt að helstu stofnanir samfélagsins séu misnotaðar svona gróflega til að rógbera forsetann.
Joe Biden er hinsvegar þrælsekur um mútuþægni og að hafa beitt forsetaembættinu til að stoppa rannsókn á málinu.Þsr er enginn vafi af því hann hefur sjálfur hrósað sér af því að hafa náð að hespað þessu af á sex tímum.
Þó að Trump sé frekar ömurlegur karakter er hann samt ekki forhertur glæpamaður eins og mafían sem er að reyna að bola honum úr embætti. Það er að sjálfsögðu mismæli hjá mér að kallaennan glæpahring elítu.
Borgþór Jónsson, 12.2.2020 kl. 21:19
Borgþór Jónsson, óttalega bullar þú -"Vondu fréttirnar eru að af því að elítan sættir sig ekki við að þessi maður var kosinn"- 1. lagi eru alltad deildar meiningar í löndum, ryfist um stefnur og þess háttar. 2. Það eru auðvitað, margar elítur í Bandaríkunum - ekki bara ein. Fólk skiptist í skoðana-hópa, hagsmuna-hópa, það eru ríkir aðilar í flestum þeim innan um. Síðan fyritæki í mjög margvíslegri starfsemi. Þessir hópar eru ekki -ein elíta- heldur margar elítur - með mismunandi stefnur, mismunandi markmið, mismunandi. 3. Þessi misseri í Bandar. er gríðarlega mikill ágreiningur innan Bandaríkjanna -- einmitt milli elítanna þar. 4. Sumar þeirra styðja Trump -- slatti af þeim eru andvígar stefnu hans, og þeirri stefnu sem hópar og elítur sem styðja hann nú halda fram! 5. Þ.e. ekkert óeðlilegt við það að tekist sé á um stefnur, að sjálfsögðu voru margir á móti honum - annað væri mjög furðulegt, þ.s. mjög margir eru fullkomlega á öfugum enda um það hver stefna Bandar. ætti með rétti að þeirra mati að vera. Svo sjálfsögðu eru þeir ósáttir einnig við kjör hans. Annað væri furðulegt. "henda þeir fram hverri tilhæfulausu ásökuninni á fætur annarri.." 1. Fyrsta lagi, það að rannsókn skilar ekki sönnunum fyrir sekt - þíðir einungis að mál sannaðist ekki. Kannski var það tilhæfulaust - en það þarf ekki vera. Það getur allt eins verið að ásakanir hafi verið sannar - en aðilar hafi gætt sín vel er þeir frömdu brot sín, lögreglu einfaldlega ekki tekist að leita því sönnunargögn uppi. Ég sé enga ástæðu til að gefa mér það - að þó málið hafi farið út um þúfur, hafi það verið án ástæðu. Kannski var það svo - ég veit það ekki -- að sjálfsögðu ekki þú heldur, þó þú gefiir þér það. 2. Síðan er "Russian-gate" ekki umdeilt í Bandar. - þ.e. meira að segja meirihluti Repúblikanafl. telur víst að njósna-starfsemi af hálfu Rússlands hafi farið fram fyrir síðustu forsetakosningar í Bandar. -- Það sé af flestum ekki talið annað en sannleikur máls. -- Ekki hafi verið sýnt fram á sekt forsetans þ.e. hann hafi tengst því máli í nokkru. -- Persónulega lít ég svo á að gögn um njósnir t.d. GRU í Bandar. séu sannfærandi, það að njósnað var um stjórnmálaflokkana í Bandar. - þeirra e-mailar hakkaðir, síðan völdu efni sem rússn. leyniþjónustunni fannst að virðist áhugavert að dreifa - dreift til fjölmiðla. Um þetta efast fáir - þetta er einnit talið almnennt rétt af V-Evr. leyniþjónustum. Persónulega sé ég enga skynsama ástæðu til að draga þetta í efa.
**Fyrir mér sé því þetta einföld staðreynd - að rússn. leyniþjónustan hafi verið að trufla bandar. forsetakosningarnar.
**Allt þetta tal að lög hafi verið brotin við þær rannsóknir, kalla ég einfalt rugl -- meira en nóg komið fram að þar fór allt eðlilega fram, skv. réttum ferlum og lögum.
"Sama gegnir um Ukraingste." Nú ertu meira að segja farinn að gera ágreining við Donald Trump - því fyrir þinginu er það réttaði, var engu af því hafnað - allt málið er viðurkennt. Þ.s. forsetinn staðhæfir að hans aðgerðir hafi verið löglegar, sem margir aðrir draga í efa - og hann hafi mátt framkv. alla þá hluti - sbr. þvinga Úkraínu til að sinna hans persónulegu hagsmunum. Repúblikana neita engu af þessu lengur -- en samt síknuðu þeir hann, m.ö.o. segja nú -so what- þ.e. OK hann gerði þetta, en okkur finnst það í lagi.
--M.ö.o. héldur fjölmiðlar engu röngu fram, allt er viðurkennt af því sem gerðist -þó greinilega hafir þú misst alveg af því- þess í stað fullyrt -- það sé samt í lagi.
"Joe Biden er hinsvegar þrælsekur um mútuþægni" Hvaða, það liggur engin ásökun um slíkt fyrir. "Þsr er enginn vafi af því hann hefur sjálfur hrósað sér af því að hafa náð að hespað þessu af á sex tímum" Ha, ha, ha -- það var sonur hans Hunter Biden sem sagður er hafa hrósað sér af því að saksóknari í Kíev var rekinn, ekki Joe Biden. Hinn bóginn, bendi ekker til þess að nokkurt hafi verið athugavert einmitt við það. Eftir allt saman, var Hunter Biden ekki sá eini sem krafðist afsagnar hans -- IMF gerðir það einnig, sama gerðu fulltrúar Þýskal. í Kíev og Frakklands, ásamt fulltrúa Bretl. þar. Einhvern veginn, sögðu bandar. hægri fjölmiðlar er styðja Trump -- aldrei nema hluta af sögunni, ekki frá því að Úkraínu var beitt sameiginlegum þrýstingi fulltrúar ríkjanna sem taka þátt í IMF prógrammi þess, ásamt fulltrúa IMF að reka þann aðila.
--Það snerist um spillingu, að maðurinn var að hindra rannsóknir á spilltum aðilum.
"Þó að Trump sé frekar ömurlegur karakter er hann samt ekki forhertur glæpamaður eins og mafían sem er að reyna að bola honum úr embætti." Sannast sagna er ég alveg persónulega viss hann braut lög - mig grunar að eftir hann er ekki lengur forseti - leiti saksóknarar hann uppi, og hann lendi síðan í langri röð dómsmála - líklega í fangelsi fyrir brot sín.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2020 kl. 00:14
Auðvitað eru allstaðar deilur um stefnu ,en það er ekki það sem er að gerast.
Það sem er að gerast er að hópur fólks sem telur sig eiga rétt á að stjórna Bandaríkjunum þó þeir hafi ekki náð kosningu eru að reyna að hrekja kjörinn forseta úr embætti með rógburði. Þetta er á engann hátt lýðræðislegt ,á reyndar ekkert slíkt við lýðræði. Þegar svo bætist við að leyniþjónustu landsins taka virkan þátt í aðförinni með ólöglegum hætti er allt lýðræði fótum troðið.
Russiagate fjallar alls ekki um hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,heldur hvort Trump hafi einhver óeðlileg tengsl við Rússnesk stjórnvöld.Sé jafnvel undirrýstingi frá þeim. Það er ekkert sem styður þetta.etta var bara langdregin og heiftúðleg rógsherferð sem fór fram með nánast einróma aðstoð fjölmiðla og með ólöglegum afskifti FBI og CIA. Þessi tilraun til valdarán er alls ekki samboðið lýðræðisríki,enda hefur Bandaríska stórnmálaelítan fyrir löngu sagt skilið við almenning.
Það var ekki Hunter Biden sem var að tala um að faðir hans hefði látið reka Úkraínska saksóknara nú,það var Joe Biden sjálfur. Það vill svo til Að hann gerði það á opinberum vettvangi svo aðað er aðgengilegt á YouTube. Það þarf ekki lengur vitnanna við.
Það virðist líka vera að Joe Biden oh fleiri Bandarískir stjórnmálamenn hafi þegið mútur fyrir að láta Bandaríkin gangast í ábyrgð fyrir lánveitingum til Úkraínu frá IMF.
Þetta er reyndar gamalt trix frá tíunda áratugnum ,en þá högnuðust Bandarískir stjórnmálamenn gríðarlega á 100 prósent skuldsetningu Rússlands á örfáum árum. Þar voru upphæðirnar miklu hærri,enda landið stærra og auðugra.
En þessir atburðir eiga það sameiginlegt að þjóðin var drepskuldsett án þess sðsð hefði nein góð áhrif á þjóðina. Peningurinn fór allur til spilltra stjórnmálamanna og oligarka.
Pútín splundraði þessari gullmyllu í miðju kafi og hefur orðið í kjölfarið að þola rógsherferð sem á engann sinn líka.
Biden hefði örugglega látið reka hann líka hefði hann getað. En Rússneska þjóðin var á öðru máli sem betur fer fyrir okkur öll. Þegar kemur að því að þú skilur hvað er í gangi,sem gerist fyrr eða seinna, muntu átta þig á hvað þetta var okkur öllum happadrjúgt. Þú átt Rússnesku þjóðinni meira að þakka en þú skilur í dag. Og það ekki í fyrsta skifti
Nú berast þær fréttir að globalistar á Ítalíu hafi nú tekið upp sömu vinnubrögð og hyggjast Stefán Salvini fyrir dóm. Þeir eru að tapa fyrir honum í kjörklefanum og hyggjast ná sér niðri á honum í dómsölum með tilstyæli spilltra dómara.
Það er nokkuð öruggt að þetta mun snúast illilega í höndunum á þeim. Það er öruggt að meta mun stórauka vinsældir Salvini.
Borgþór Jónsson, 18.2.2020 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning