Gæti Kína-vírusinn valdið heimskreppu? Verður Corona-vírusinn að heimsfaraldri?

Svar - já! Þetta fer auðvitað eftir því hve víða vírusinn berst, en hagfræðingar eru farnir að benda á þá augljósu staðreynd -- að vikt Kína er orðin afar mikil í heims-hagkerfinu, og að nýi Corona-vírusinn mun skaða Kína efnahagslega í ár án nokkurs vafa.
--Skv. áætlun um heims-hagvöxt, er Kína áætlað ca. 1/3 hagvexti heimsins fyrir árið.

Coronavirus will hit global growth

Fears of global economic slowdown as virus follows trade war

Coronavirus threatens global slowdown: IMF chief

As Wuhan Coronavirus Drags on Chinese Markets, the World Economy Braces for a Slowdown

The Geopolitical Consequences of the Coronavirus Outbreak

Almenningur á Vesturlöndum gerir sér ekki fulla grein fyrir því hversu útbreiddur skjúkdómurinn er orðinn í Kína - en skv. fréttum eru í dag 16 borgir í sóttkví með samtals ca. 50 millj. íbúum.
--Þetta er einmitt í einu af helstu kjarnasvæðum Kína, sem bera uppi hagkerfi Kína.

  1. Talað er um að hagvöxtur gæti minnkað um 1% í Kína, þ.e. í ca. 5%.
  2. Og hagvöxtur í Bandaríkjunum gæti minnkað um 0,4% - vegna samlegðaráhrifa.
  • Áætlun AGS fyrir heims-hagvöxt í ár 3,3%. Áætlun er miðast ekki við sjúkdómsfárið.

Allar pælingar um sjúkdóminn - miðast einungis við áfall hans á hagkerfi Kína.
Menn virðast ekki enn gera ráð fyrir möguleika þess - hann berist að ráði út fyrir Kína.
Að auki, virðast hagfræðingar reikna með því að Kína nái á enda að ráða við sjúkdóminn!

  • En þ.e. þ.s. ég á við möguleika á heimskreppu.

Ef sjúkdómurinn næði útbreiðslu í einhverjum stórum löndum til viðbótar, t.d. Indlandi - þar sem varnarkerfi gegn frekari útbreiðslu eru ekki eins góð og innan Kína.
--Gæti útbreiðsla hans orðið ill- til óstöðvanleg.
**Það getur einnig verið kínversk stjórnvöld þrátt fyrir allt muni ekki ná að ráða við ástandið, sjúkdómurinn verði þar smám saman óstöðvandi faraldur er síðan breiðist frekar út.

Þá að sjálfsögðu mundu efnahagsleg áhrif - margfaldast.
En miðað við Kína eitt og sér - er ljóst að sjúkdómurinn hægir á heims-hagkerfinu miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja er ekki gerður ráð fyrir Corona-vírusnum.

Frétt NewYorkTimes - segir að Kórónavírusinn líklega verði heims-faraldur!

Wuhan Coronavirus Looks Increasingly Like a Pandemic, Experts Say

  1. Vandamálið er að sjúkdómurinn hegðar sér útbreiðslulega eins og flensa.
  2. Það hefur aldrei tekist að stoppa flensu frá því að breiðast frá landi til lands.
  • Hugsanlega gæti því nýi Corona-vírusinn verið nærri eins hættulegur og spanska-veikin.

Líklega séu meira en 100þ. Kínverjar smytaðir í dag - þetta hefur einungis tekið örfáar vikur.
--Fyrir utan mannfallið sem af verður - ef heims-faraldur þróast.
--Yrðu efnahagsáhrif heiminn vítt án nokkurs vafa - harkaleg.

 

Niðurstaða

Manni svitnar við tilhugsunina að nýi Corona-vírusinn þróist í heims-farald. En útbreiðsluhraðinn er greinilega óskaplegur í Kína - þetta er vandamálið við sjúkdóm er hegðar sér eins og flensa, þ.e. smytast gegnum öndunarveg, m.ö.o. einn sem hóstar í mann-þröng dreifir skýi af veirum í kringum sig, síðan anda margir í hópnum veirunum að sér og fjöldi þeirra smytast og fara fljótlega einnig að dreifa veirunni.
--Sennilega verður fólk að smytberum áður en þ.e. það veikt, að það leitar sér aðstoðar.

Ef dauðhlutfallið helst á bilinu 2-3%.
Þá er sjúkdómurinn mjög nærri því að vera svipað hættulegur og spanska-veikin.
--Sérfræðingar vara við því að enn sé ekki víst að dauðshlutfall sé þetta hátt.

Hinn bóginn, virðist veiran - valda lungnabólgu. Sem skýri hátt dauðshlutfall. Og einnig af hverju sjúkrahús fyllast af veikum. Því lungnabólga sé alltaf alvarleg.
--Ef milljónir veikjast af lungnabólgu, er ekki órökrétt að margir deyi.

Auðvitað ef svo alvarlegur sjúkdómur leggst yfir heilu samfélögin, þá verða áhrifin mjög mjög mikil meðan ósköpin ganga yfir -- síðan langvarandi eftirköst af margvíslegu tagi auðvitað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki hefur athygli manna beinst að frétt sem var lítt áberandi,að tekist hefði að lækna veikan mann af Coranavírusnum. Með fréttinni fylgdi að ehv.blanda af alnæmis og kvefmikstúru(minnið um efnið ekki öruggt),en lækning sjúklingsins er ekki misminni. Vona að eitthvað sé til í þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2020 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 863639

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband