Flestir bjuggust við mjög hörðum viðbrögðum Írana í kjölfar morðs Quassem Solmeimani hershöfðingja yfirmanns íranska lýðveldisvarðarins.
Hinn bóginn, aðgerð Írans virðist einungis hafa falist í því að rúmlega 12 eldflaugum var skotið frá Íran í átt að bandarískum herstöðvum -- Bandaríkin gáfu ekki upp nokkurt mannfall.
--M.ö.o. virðist að Íran hafi ákveðið að hætta ekki á stríð, út á dauða eins manns - þó sá hafi verið afar hátt settur, og lengi verið mikilvægur skipuleggjandi aðgerða á vegum Írans.
Trump backs away from military action against Iran
Trump avoids escalating crisis, says Iran is 'standing down'
Iran leaves an off-ramp, and Trump seems inclined to take it
Ræða Trumps: Remarks by President Trump on Iran
At my direction, the United States military eliminated the worlds top terrorist, Qasem Soleimani. As the head of the Quds Force, Soleimani was personally responsible for some of the absolutely worst atrocities...He viciously wounded and murdered thousands of U.S. troops, including the planting of roadside bombs that maim and dismember their victims.
Ræða Trumps er afar sérkennileg -- hann virðist kenna Quassem Soleimani um dauða sérhvers bandarísks hermanns, sem farist hefur -- síðan formlegu stríði lauk í Írak eftir innrás 2003.
--En þ.e. eina leiðin sem ég fæ fullyrðingu hans, um dauða þúsunda hermanna, að ganga upp.
En Bandaríkin sannarlega urðu fyrir töluverðu manfalli, í Írak - þegar átök þar voru við al-Qaeta, og einnig í Afganistan þ.s. átök hafa verið við Talibana.
--En þ.e. algerlega absúrd, að tengja dauða þessara hermanna við Íran.
Eina skiptið sem hugsanlega má tengja dauða bandar. hermanna við Íran -- er á 9. áratug 20. aldar, Lýbanon sprengjutilræði framkv. af Hezbollah.
--En það var auðvitað löngu áður en Quassem Suleimani kom við sögu.
- Vandamál við tal Trumps -- er hvað það er oft fullt af - bullshit.
Soleimani directed the recent attacks on U.S. personnel in Iraq that badly wounded four service members and killed one American, and he orchestrated the violent assault on the U.S. embassy in Baghdad.
Hópur íraskra Shíta reyndi að storma bandar. sendiráðið í Írak - það var eldflauga-árás á bandar. herstöð sem rakin er til annars vopnaðs shíta hóp í Írak.
--Ef Trump hefur einhverja réttlætingu fyrir drápi á Soleimani, þá er það dauði þessa eina hermanns.
- Bandaríkin hafa lengi haft þá stefnu að hefna harkalega fyrir -- fall á eigin hermanni.
- Hinn bóginn sé venja að -- senda sprengjur á einhverja herstöð þess lands, sem talið er bera ábyrgð -- ekki að drepa einn af helstu leiðtogum þess.
- A.m.k. man ég ekki eftir nokkru dæmi þess, Bandar. hefni sín með nákvæmlega þessum hætti - þegar einn maður fellur.
--Þegar Bandaríkin eru ekki í formlegu stríði.
Hinn bóginn, hafa fullyrðingar Trumps á þann veg Soleimani beri ábyrgð á dauða -- þúsunda bandar. hermanna í gegnum árin, engin veruleika-tengsl.
Að kalla hann, fremsta hryðjuverkamann heims -- farsakennt.
Irans hostilities substantially increased after the foolish Iran nuclear deal was signed in 2013, and they were given $150 billion, not to mention $1.8 billion in cash...Then, Iran went on a terror spree, funded by the money from the deal, and created hell in Yemen, Syria, Lebanon, Afghanistan, and Iraq.
Eitt versta vandamálið við ræður Trumps - er bullið í þeim.
Þarna endurtekur hann þráð, sem kennir Íran um allt sem miður hefur farið í Mið-Austurlöndum sl. áratug - sbr. stríðið í Sýrlandi, átök í Afghanistan og Írak.
Rugl er of veikt orðalag - allir vita að Írak varð fyrir innrás ISIS 2013, og meira að segja Trump ætti að vita, að íranskir aðilar tóku þátt í aðgerðum í samvinnu við bandarískan her, til að kveða niður Íslamska ríkið.
Að sjálfsögðu ber Íran ekki ábyrgð eitt á þeirri átakasyrpu sem spratt af stað í Sýrlandi.
Að tengja Íran við átök þ.s. Bandar. voru í árekstri við Talibana -- fær mann til að velta fyrir sér, hvað Trump var að reykja -- þetta er slíkt bull.
They must now break away from the remnants of the Iran deal - or JCPOA - and we must all work together toward making a deal with Iran that makes the world a safer and more peaceful place...Peace and stability cannot prevail in the Middle East as long as Iran continues to foment violence, unrest, hatred, and war....Today, I am going to ask NATO to become much more involved in the Middle East process.
Eina ferðina enn, vandamálið við ræður Trumps er bullið í þeim.
Trump sem sagt, miðar út frá kenningu sem á engan stað í raunveruleika, þ.s. Íran er erki óvinur alls góðs í Mið-Austurlöndum, bakvið allt slæmt sem gerist og hefur gerst.
Kenning sem er fullkomnir órar.
--Í ljósi þessa, verð ég að sjálfsögðu að hafna þátttöku NATO hugmynd hans.
- En hann á auðvitað við það - að fá NATO til að taka þátt í aðgerðum gegn Íran.
- M.ö.o. að blanda Evrópu inn í málið -- sem andstæðing Írans.
Að sjálfsögðu segi ég -- nei takk.
Þetta sé að sjálfsögðu ekki hugmynd að friði.
Finally, to the people and leaders of Iran: We want you to have a future and a great future one that you deserve, one of prosperity at home, and harmony with the nations of the world. The United States is ready to embrace peace with all who seek it.
Þetta kemur í endi á ræðu, þ.s. Trump fullyrðir Íran miðju alls hins illa á Mið-Austurlandasvæðinu.
--Trump virðist heimta einhvers konar fullkomna uppgjöf af hálfu Írans.
- Vandamálið fyrir Íran er að sjálfsögðu það sama og vandamálið er fyrir Norður-Kóreu.
- Nefnilega það, að Trump sjálfur sannaði er hann gekk frá kjarnorkusamkomulagi sem Obama hafði náð eftir margra ára samninga við Íran.
- Að það er engin leið að leggja traust á samning sem gerður væri við forseta Bandaríkjanna.
Ef næsti forseti getur einfaldlega -- fretað yfir allt sem forveri hans gerði í embætti.
Er enginn skynsamur tilgangur í að gera samninga yfir höfuð.
--Með því að labba í burtu, eyðilagði Donald Trump alla möguleika á því að gera samninga.
Hann getur því einungis -- leitast eftir því að kremja Íran í duftinu smáa.
Í því samhengi ætti hvatning hans til NATO að skoðast!
--Þ.s. hann getur ekki náð samningum, þarf hann að þvinga fram einhvers konar fullnaðarsigur.
- En hvernig það er hægt án stríðs.
- Blasir ekki við mér.
Flestir fjölmiðlar tóku þó eftirfarandi orðum Trumps:
Our great American forces are prepared for anything. Iran appears to be standing down, which is a good thing for all parties concerned and a very good thing for the world.
Ásamt næstu orðum Trumps:
The fact that we have this great military and equipment, however, does not mean we have to use it. We do not want to use it. American strength, both military and economic, is the best deterrent.
Að Trump mundi ekki fyrirskipta hernaðarárásir á Íran a.m.k. að sinni!
- Þrátt fyrir þetta - hef ég miklar áhyggjur af því hvernig Trump talar um Íran, sem miðju hins illa í Mið-Austurlöndum - fullyrðir tóma þvælu að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna.
- Því þau orð, hljóma sem hugsanleg tilraun til að byggja upp - stuðning meðal Bandaríkjamanna fyrir stríði gegn Íran.
Að því leiti líkist þetta -- lygaherferðinni 2003 um svokölluð - Weapons of Mass Destruction.
En þá byggði Bush stjórnin upp ímyndaða hættu -- fór síðan í stríð til að eyða henni.
Niðurstaða
Það sem ég hef mestar áhyggjur af, eru fullyrðingar Trumps að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin -- George W. Bush, gerði a.m.k. tilraun til þess fyrir stríðið gegn Írak 2003, að láta líta svo út hann hefði sannanir fyrir fullyrðingum sínum um meint ógnarvopn Íraks.
En ég kem ekki auga á nokkurn tilgang annan fyrir því að halda því fram að Íran sé ábyrgt fyrir dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin, m.ö.o. að Íran sé sá erkióvinur sem hafi skaðað Bandaríkin hvað mest í gegnum árin, en að Trump sé að leitast við að safna fylgi fyrir stríði við Íran.
Að tala um - frið inni í ræðu þar sem hann aurar með hreinum lygum yfir Íran, er að sjálfsögðu ekki sannfærandi. Hann gerir ekki einu sinni tilraun til að láta lygarnar hljóma sennilegar.
En allir sem hafa fylgst lengi með fréttum af Mið-Austurlöndum, vita að al-Qaeta bar megin ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Írak árin eftir 2003, róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta og að Talibanar bera ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Afganistan, annar róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta.
Trump getur þar með einungis treyst á að fólk sem hafi enga þekkingu á Mið-Austurlöndum, taki ekki eftir því að fullyrðingar um ábyrgð Írans á þeim átökum -- eru fullkomnar staðleysur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
KOM-ON Einar.
Valdimar Samúelsson, 9.1.2020 kl. 08:56
Ekki finnst mér mikið til um þessar spekúleringar Einar. Trump sagði að iran mætti ekki fá kjarnorkuvopn og bað öll ríki um aðstoð við það að sjá til þess að svo yrði.
Hann veit sem er að Khameini er geðbilaður vitleysingur á pari við Hitler sem einskis svífst.Blóðugur morðhundur frá Khomeini tímanum. Iran drap sendiráðsfólkið og hafa ekki borgað fyrir það. Þeir fengu peninga hjá Obama. Þeir flytja út vandræði og hryðjuverk.Klerkaveldið er í engu betra en veldi nasista í Þýzkalandi á sínum tíma. Klerkarnir eru óvinir mannskyns og af þeim stafar stórháski. Trump náttúrlega notar sölumanna málflutning sem ekki segir neitt hvað hann raunverulega ætlast fyrir. En hann er staðráðinn í að sjá til þess að Khameini fái ekki atómsprengjur sem er lífsnauðsynlegt því þessi hundur er stórhættulegur.Israel stendur auðvitað með Trump því hann er búinn að tileinka þeim fyrstu bombuna. Israel getur ekki staðið hjá ef hann heldur áfram að smíða bombu. Þá verður klerkaveldið þurrkað út ef það fellurekki fyrr innanfrá sem Trump er áreiðanlega að vinna að.
Halldór Jónsson, 9.1.2020 kl. 14:49
Halldór Jónsson, vertu ekki að flytja slíkt augljóst bull - Supreme leader Írans er ekki geðsjúklingur, ekkert bendir til þess. Þvert sýnir árangur Írans á sl. árum, hvernig Íran hefur greinilega vaxið ásmegin, að leiðtogar Írans - eru hvorki bjánar né geðsjúklingar. Ef þeir væru slíkt, væri Íran ekki sá þyrnir í augum Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arab.-furstadæmanna, og Ísraels sem Íran er í dag - Íran hefði ekki haft betur í átökum um Sýrland, getað styrkt valdstöðu sína í Lýbanon þvert gegn áherslu Bandar. og bandamanna Bandar. í Mið-austurlöndum að vinna gegn Íran, eða getað haldið bandamönnum sínum í Yemen gangandi þrátt fyrir tilraunir SA og UAE til að sigrast á þeim bandamönnum. Allt þetta tímabil, hefur Íran tekist að lenda sjálft í alvarlegu stríði -- þetta er alvöru árangur hvernig sem litið er á málið. Slíku ná ekki geðsjúklingar eða vitleysingar fram. Við skulum sleppa öllum kjánaskap -- Íran er þyrnir í augum Trumps, vegna þess að stefna Írans hefur verið ákaflega árangursrík, slíkum árangri ná einungis hæfir leiðtogar - hvort sem mönnum líkar persónulega við þá eða ekki. Nenni ekki heldur samlíkingum við nasista, þær samlíkingar eru einnig fullkomlega kjánalegar -- samanborið við Saudi-Arabíu bandamann Bandaríkjanna, er frelsi almennings til athafna meira - frelsi kvenna er það einnig - þ.e. meira trúfrelsi en í SA - eða prófaðu að fá heimild til að stofna kirkju í SA. Þar fyrir utan, kjósa Íranar til sveitastjórna, héraðsstjórna og þings, fyrir utan að kjósa forseta. Þær kosningar virðast veita íbúum -- takmörkuð en samt raunveruleg áhrif. Að þessu leiti stendur Íran langt framar SA og UAE. Sem þurfa herskara erlends vinnuafls, til að fá hagkerfi þeirra til að ganga upp. Meðan að Íran hefur fyrir utan olíu, umtalsvert framleiðsluhagkerfi - t.d. bifreiðaframleiðslu sem hefur sum árin náð allt að milljón, þó hún sé mun minni nú undir hörðum efnahagsaðgerðum Trumps. Það fer í taugarnar á mér, þegar fólk -- talar gegn þekktum staðreyndum. Varðandi Íran og atómssprengjur, það skiptir engu máli hversu staðráðin DT er til þess -- síðan í tíð George W. Bush hefur það verið vitað að kjarnorkuprógramm Írans er með mikilvægustu þætti, grafna undir írönsk fjöll -- hingað til hef ég ekki séð nokkurt atriði varðandi nálgun Trumps, sem bendi til þess að árangur hans verði sennilega annar en sá, að flýta fyrir því Íran sprengi sína fyrstu kjarnorkusprengju. Hvernig ætlar Ísrael að þurrka klerkaveldið út? Vertu ekki með slíka hugar-óra. Ef þú vísar til regns af kjarnorkusprengjum af fyrra bragði - þá mundi slíkt regn menga öll Mið-Austurlönd af geislun, því geislun virðir ekki landamæri þ.s. kjarnasprengjur þyrla upp miklu ryki er verður strax geisla-virk, engin leið væri að tryggja geislun bærist ekki þvers og kruss yfir landamæri, mengandi löndin í kring, drepandi þeirra íbúa einnig. Ef þú vísar ekki til brjálæðis af því tagi. Er ekkert sem blasir við sem sennilegar aðgerðir Bandar. eða Ísraels - sem líklegt sé að binda endi á stjórnina í Teheran. Né er það sennilegt hún falli innan-frá. Bendi á að Íran var samfellt undir þrýstingi Bandar. frá 1979-1913 er lokið var samningum við Obama ásamt 5 öðrum stórveldum. Á þeim tíma, þróaði Íran eldflaugar er draga til Evr. - tæknilega geta borið kjarnavopn þegar eða ef Íran smíðar sprengjur, kom sér í þá valdastöðu sem Íran hefur í dag -- miðað við árangur refsiaðgerðastefnu áratuganna á unda. Blasir ekki við mér -- komi allt í einu til með að kollvarpa Íran. Þegar refsiaðgerðir svo lengi á undan höfðu ekki slík áhrif. Sannast sagna virðist mér flest benda til þess -- Donald Trump pent flýti fyrir því Íran verði kjarnorkuveldi. Nema auðvitað, hann sé að undirbúa innrás -- en þ.e. eina mögulega leiðin til að eyðileggja kjarnorkuáætlun Írans. Það auðvitað þíddi, Bandar. færu inn í enn eitt -- endlaust stríðið, mun stæra en átök um Írak eða Afghanistan þ.s. Íran er mun fjölmennara. Mjög sennilega mun Rússl. dæla vopnum til Írans, eiginlega pottþétt -- enda mundi Pútín sjá í því augljósa leið til að hefna gamals harms, þegar Bandar. á sínum tíma dældu vopnum til Afganistans þegar Afganar börðust við heri Sovétríkjanna. Auk þess að svo lengi sem Bandar. þyrftu að halda uppi fjölmennu setuliði í Íran, og berjast þar stöðugt í risastóru skæru-stríði. Þá hefðu Bandar. mun smærra svigrúm en annars, til að bregðast við -- þegar Pútín gerði eitthvað gegn hagsmunum Bandar. annars staðar í heiminum. Þannig að það þarf ekki að efast eina sekúndu, að Rússl. mundi dæla vopnum til Írans. Hugsanlega Kína að auki - einungis kannski. Heilt yfir blasir ekki við mér að Trump hafi nokkurn umtalsverðan árangur að atlögunni gegn Íran sem nú stendur yfir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2020 kl. 23:55
Valdimar Samúelsson, Donald Trump er staðinn að því - að fara með staðlausa stafi í fjölda atriða í ræðunni sem vitnað er í og hlekkjað á. Það hljóta allir sem hafa fylgst með fréttum sl. 20 ár að vita, að Trump fór þar með rangt mál í fjölda atriða. Eina spurningin sem skiptir máli -- af hverju er hann að ljúga því að Íran hafi drepið þúsundir Bandaríkjamanna? En slík lýgi augljóslega gerir þá reiða sem halda ásakanir af slíku tagi sannar, þegar þær alls ekki það eru. Eina skiptin sem Bandaríkjamenn hafa fallið fyrir hendi aðila tengdum Íran, er 1982 Lýbanon sprengjutilræði Hesbollah - og einn einstaklingur sem féll fyrir rúmri viku.
--That's truly it.
Ég hika ekki að segja frá því ef einhver annar en Trump lýgur svo bersýnilega. En af hverju ætti maður að hlífa Trump?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2020 kl. 00:00
'Eg hef ekki enn séð Bandaríkjaforseta sem ekki lýgur einu til og öðru frá eftir hentugleikum. Trump fylgir augljóslega þeirri hefð út í æsar.
.
Það er hægt að draga ýmislegann lærdóm af þessum atburðum.
Fyrst vil ég nenfa hlut fjölmiðla.
Hafi menn ekki séð það áður þá held ég að það sé ekki nein leið til að loka augunum fyrir því öllu lengur að fjölmiðlaelítan er ekkert annað en málpípa Bandarísku elítunnar,Neokonanna sem stndum eru kallaðir.
Grörspillt hreiður stríðsæsingalýðs
Þeð liðu ekki klukkutímii frá því að Soleimann var drepinn áður en allir fjölmiðlar heimsins voru með á hreinu hver Soleiman var og hvern mann hann hafði að geyma.Allt frá Ástalíu til Eyjunar á Íslandi þar sem Egill Helgason skrifaði lærða grein um hvenig Soleiman var miklu verri en allir aðrir menn.
Soleiman var í starfi sem útheimti hrottalegar aðgerðir ,en það verður ekki séð að hann sé í sjálfu sér neitt verri en þeir sem réðu hann af dögunum,enda gegna þeir samskonar starfi.
Manndráp og undirróður.
En það er stóralvarlegt að það skuli ekki vera til nein blaðamennska lengur ,heldur einungis kranablaðamennska sem sinnir þörfum ofbeldisfyllsta hóps samtímans.
Ég vil vekja athyglii á að orðræða fjölmiðla var ekki síður hatursfull en twít Trumps,sennilega verri.
.
Annað sem við getum séð ef við skoðum málið er að þessi atburðarás var þaulskipulögð frá upphafi.
Allt var tilbúið ,ekki síst áróðursherferðin sem fylgir alltaf svona aðgerðum
Atburðarásinni var hrint af stað þegar Trump var í fríi utan skrifstofu,Þannig hann hafði ekki aðgang að öllumm þeim ráðgjöfum og upplýsingum sem hann þurfti.
Hann er síðan fóðraður á allskonar þælu og lygum og hann endursegir þetta svo á Tvitter með sínum hætti.
Ef menn lesa tvítin geta menn séð hvað honum er sagt. Þar hefur Gina Haspel örugglega spilað stórt hlutverk.
Það er ekki í fyrsta skifti sem hún lýgur gróflega að Trump til að kalla fram harkaleg viðbrögð frá honum.
Hver man ekki eftir þegar grófar lygar henna r í Skripal málinu urðu til þess að Bandaríkjamenn ráku miklu fleiri Rússneska sendiráðsmenn úr landi en aðrar þjóðir.
Ekki veit ég hvernig hún stóð það af sér ,Trump var ekki sérlega skemmt.
Það er ekki ósennilegt að hún verði látin fjúka núna.
Þegar Trump kemst í eðlilegt samband við alla sem skifta máli sér hann fljótlega hvernig í pottinn er búið,en þá er hann í millitíðinni búinn að setja allskonar þvælu á twiter.
Það verður því skki aftur snúið, hann verður að halda sig við línuna og Soleiman er drepinn.
Ég hef ekki haft sérstaklega mikið álit á Trump,en ég er farinn að halda að hann sé heiðarlegur þegar hann talar um að draga sig út úr stríðsrekstri .
Það er engu líkara að þarna sé kominn fyrsti Bandaríkjaforseti í áratugi sem er ekki algerlega stríðsóður. Þetta þykir mér mikilvægur eiginleiki.
Ég veit að sjálfsögðu ekki af hverju hann er andsnúinn manndrápum. Kannski er hann einfaldlega mannlegur öfugt við þá sem hafa gengið þar um garða áður.
.
Það er síðan athyglisvert að skoða árás Írana á bækistöðvar Bandaríska hersins.
Hvernig er hægt að gera árás á hernaðarmannvirki þar sem eru fleiri þúsund manns ,án þess að nokkur meiðist.
Áf loftmyndum má sjá að árásin mistókst ekki.Flestar eldflaugarnar hittu augljóslega nákvæmlega í mark.
Það er ekki nokkur vafi að það var samið um þessa árás. 'Irönum var leift að hefna Soleimani með því skilyrði að ekkert mannfall yrði,og það mundi binda enda á ástandið.
Ég verð að klappa fyrir Trump fyrir þetta og líka Lavrov sem án vafa hefur átt þátt í þessari hjöðnumm spennu.
Þetta er týpiskur Lavrov.
Þetta minnir mjög á atburðina þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á Sýrlenska herflugvöllinn fyrir tvemur árum eða svo án þess að valda neinu verulegu tjóni.
Þar var samið um árás sem var einungis hönnuð til að lofa Bandaríkjaforseta að halda andlitinu.
Ef ég man rétt varð eina manntjónið af völdum eldflauga sem villtust af leið,en eins og við vitum er hernaðartækni Bandaríkjamanna frekar frumstæð þegar öllu er á botnin hvolft. Peningurinn fer allur í mútugreiðslur en ekki nýsköpun.
Það skall hurð nærr hælum í þetta skifti.
Lílega hefur þessi atlaga verið gerð að undirlagi Boltons og félaga.
Þetta er í fyrsta skifti em maður sér Bolton sannarlega ánægðann,af því hann hélt að nú væri hann búinn að starta enn einu stríðinu.
Það mistókst núna,en við skulum ekki ímynda okkur að neokonarnir séu hættir.
Borgþór Jónsson, 10.1.2020 kl. 11:44
Soleimani, var gefin staðan sem hryðjuverkamaður alment fyrir tveim áratugum síðan. Menn eins og Obama bin Ladin, vildu ekki gera neitt í málunum því það myndi spilla "samningum" við Íran. Íran er ríki, sem engin maður á þessari jörðu á að stenda með ... nema vinstri menn, sem stöðugt eru að auka og styrkja stöðu "öfgamanna" sem hata Ísrael, fólk af vestrænu útliti (ljóshærða og bláeygða apaketti) eða Bandaríkin.
Að núverandi ríkisstjórn bandaríkjana hafi ákveðið að "taka" út glæpamann, sem hótað hefur öllu Ísrael, skipulagt árásir á Ambassad bandaríkjanna, ásamt öðrum atburðum. Og síðan ákveðið að ekki fara lengra en svo ... er 100% rétt ákvörðun. Íran í dag, er hótun við Ísrael. Vinstri menn vestrænna ríkja, eru almennt jafn mikil hótun við vestræna menningu og Stalin. Bandaríkin hóta ekki "írönum" almennt, en Íran hótar Ísrael, og öllum Bandaríkjamönnum almennt. Svona svipað og nasistar, sem kenndu heilum trúarflokki um eigin afglöp.
Að styðja þessa menn, er meira en lítið ... ga ga.
Rússar eru "erfiðir", en þeir hafa sýnt að þeir geta "aðlagað" sig að þeirri heimsmynd sem fyrir liggur. Þeir hafa gefið Ísrael fullan rétt að verja sig innan Sýrlands, þó þeir hafi verið harðorðir þegar þeir misstu eina vél og gefið Sýrlandi eitt S-300 batterí. Ekki nægilegt fyrir Sýrland að nota gegn Bandaríkjunum eða Ísrael, en hefur "symbolíska" stöðu. Bæði Bandaríkjamenn og Ísrael hafa haft leifi til að hafa sínar athafnir innan Sýrland, innan ramma þeirra, en Ísrael hefur haft leifi til að verja sitt land og áhugasvæði. Og bandaríkin hafa haft leifi til að verja kúrda, og þeirra svæði.
Netanyahu, hefur fullkomlega rétt í því, þegar hann segir að Íran er hér ... vandamál. Vandamál, sem þarf að taka á ... og vinstri fólk, á Íslandi og annars staðar, eiga að hugsa sína stöðu aðeins betur.
Örn Einar Hansen, 10.1.2020 kl. 18:11
Okkur hinum til fróðleiks Bjarne.
Hvaða árás á Ambassador bandaríkjanna var skipulögð af Soleiman.?
Borgþór Jónsson, 10.1.2020 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning