Stríð milli Bandaríkjanna og Írans virðist yfirvofandi - í ljósi harðra ummæla Trump

Ég vísa til ummæla Trumps á Twitter:

  1. Donald J. TrumpVerified account @realDonaldTrump Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....2:52 PM - 4 Jan 2020
  2. Donald J. TrumpVerified account @realDonaldTrump The United States just spent Two Trillion Dollars on Military Equipment. We are the biggest and by far the BEST in the World! If Iran attacks an American Base, or any American, we will be sending some of that brand new beautiful equipment their way...and without hesitation! 9:11 PM - 4 Jan 2020

Íranska lýðveldið frá stofnun 1979!

Hefur ávalt haft þá stefnu, að svara fyrir sig - líku líkt m.ö.o. Íranska lýðveldið í kjölfar byltingarinnar í Íran er Resa Palavi keisari var hrakinn frá völdum 1979, hefur nánast stöðugt þaðan í frá verið í átökum af einhverju tagi.
Hvað Bandaríkin varðar má vera þau líti svo á að Íran hafi átt upptökin, sbr. gíslatöku-atburðinn fræga, er sendiráð Bandaríkjanna í Teheran var tekið í áhlaupi af æstum múg, síðan sendiráðsfólki haldið í gíslingu mánuðum saman -- það mál endaði þó án manntjóns.
Enginn vafi sá atburður átti einhvern þátt í, hve hörð afstaða Bandar. til hins nýja íslamska lýðveldis Írans þróaðist í að vera.
Hinn bóginn, í ljósi árásar Saddams Hussain á Íran er hratt af stað stríði við Írak frá 1980-1988, í ljósi þess að Bandar. kusu að styðja við stríð Saddams gagnvart Íran -- í ljósi þess að mannfall Írana + Íraka var samanlagt um milljón, þar af mun fleiri Íranar.
--Er vart hægt að halda því fram að halli á Bandaríkin, hvað varðar hver gerði hverjum skráveifur -- Bandaríkin hafi ef það var hefnd hefnt sín í mjög háu margfeldi.

Íran hefur í reynd ekkert gert Bandaríkjunum mikið síðan -- bendi á að Íran og Bandaríkin höfðu samvinnu við það að eyða, Íslamska ríkinu svokallaða.
--Var samvinna milli Bandar. hers og Íranska-lýðveldisvarðarins þar um, og hópa innan Írak sem eru shítar en vopnaðir sem einnig tóku þátt í þeim átökum.
Það er ekki langt síðan þau átök tóku enda!

  1. Umkvartanir Bandaríkjanna, lúta fyrst og fremst að þeirri staðreynd, að Íran hefur grætt mjög mikið -- á mistökum Bandaríkjanna sjálfra.
    Áhrif Írans hafa aukist mikið á kostnað bandamannaríkja Bandaríkjanna á svæðinu.
  2. Stærstu mistök Bandaríkjanna, var auðvitað 2003 innrásin í Írak - en þ.s. þá gerðist, að afar fjandsamlegri stjórn Bath flokks Saddams Hussain, minnihlutastjórn íraskra Súnníta -- var lögð í rúst.
    Bush kom á lýðræðiskerfi í Írak í kjölfarið, sem í sjálfu sér var jákvæður atburður.
    Hinn bóginn, var það strategísk mistök - því lýðræði leiddi að sjálfsögðu til þess að meirihluti Íraka komst til valda - þ.e. íraskir shítar.
    Íraskir shítar eru auðvitað - vinveittir Íran.
  3. Það þíddi, Bandaríkin skiptu út fjandsamlegri ríkisstjórn er hafði öflugan her - fyrir vinveitta fyrir Íran ríkisstjórn.
    Írak hætti að halda aftur af Íran, varð þess í stað vinveitt ríki er þar með var ekki lengur blokkerandi fyrir vöxt áhrifa Írans - Íranar þurftu ekki lengur að hafa fjölmennan her á þeim landamærum, gátu fókusað í aðrar áttir, o.s.frv.
    --Fyrir utan að Íranar fengu samgöngur í gegnum Írak, þeir ekki áður höfðu.
  4. Stríðsátökin í Sýrlandi, uppreisn er hófst sumarið 2011 er þróaðist yfir í borgarastríð -- síðan eftir að borgarastríð hefst sáu margvíslegir utanaðkomandi aðilar þá upplausn sem það stríð orsakaði í landinu sem tækifæri -- þannig að einungis ári eftir að það stríð hefst, eru utanaðkomandi hópar hratt vaxandi þáttur í þeim átökum - ISIS kemur til skjalanna, 2013 þ.e. tveim árum eftir stríðið hefst.
    --Fólk þarf að hafa rétta tímalínu, þ.e. upphafleg uppreisn er sjálfssprottin uppreisn með rætur í landinu sjálfu.
    --En stríðið leiðir strax til upplausnar -- sú upplausn gerir utanaðkomandi aðilum kleyft, að mæta á svæðið -- ca. ári síðar eru utanaðkomandi hópar þegar orðnir áhrifamiklir.
    --En ISIS tekur ekki til starfa í Sýrlandi fyrr en 2013, en verður þá hratt öflugt.
    **2014 eftir að hafa byggt sig upp í upp.
    Hinn bóginn, niðurstaða þess stríðs virðist hafa styrkt veldi Írans enn frekar, þ.e. í dag er Íran með her í Sýrlandi Íran áður ekki hafði, sýrlenska ríkið er miklu veikara en áður - vart lengur sjálfstæður valdaaðili - Hesbollah er einnig með her í Sýrlandi er Hesbollah áður ekki hafði og ræður þar einnig svæði við landamæri Lýbanon. 
    --Þetta hafi leitt til þess, að Sýrland sé í dag lítið meira en svokallað -protectorate.-

Auðvitað hugsanlegt að einhverjir Bandaríkjamann kenni Íran um árás sem Hesbollah gerði í Lýbanon í forsetatíð Reagans á bandarískt lið er það um skamma hríð var í Lýbanon, skv. yfirlýstri stefnu að stuðla að friði hvort sem það var raunverulega stefnan eða ekki, hið minnsta litu Hesbollah samtökin á þær liðssveitir sem fjandsamlegar sér og í kjölfar þeirrar árásar -- fóru Bandaríkin með lið sitt frá Lýbanon.
Hinn bóginn, var stríðið milli Íraks og Írans þá enn í gangi, Bandar. studdu þá Saddam -- þannig að ég sé ekki að Bandaríkin geti í nokkrum skilningi í tengslum við þann verknað, átt nokkra óhefnda harma.

  1. Ef maður skoðar einungis rás atburða eftir 1990, þá hafa ekki verið nokkur bein átök milli Bandaríkjanna og Írans.
  2. Íranar hafa ekki gert nokkrar innrásir í bandalagsríki Bandar., einungis grætt á mistökum Bandar. sjálfra -- sem hefur leitt til þess að veldi Írans hefur vaxið töluvert á kostnað áhrifa Bandar. á svæðinu.

Morðið á Quassem Solmeimani hershöfðingja -- hefur að ég fæ séð, enga skýra réttlætingu.
En sem undirbúningur fyrir stríð við Íran -- en yfirmaður íranska lýðveldisvarðarins, hefur verið í gegnum árin mjög öflugur leiðtogi varðarins - í sjálfri framlínu margvíslegra skugga-átaka bandamanna Bandar. og Írans.
--Án vafa hafa margir beðið bana í því skugga-stríði, Soleimani verið öflugur liðsstyrkur fyrir málstað Írans í þeim skugga-átökum.

  • Ef Bandaríkin fyrirhuga stríð, þá er rökrétt að ráða Soleimani af dögum.
    Því, líkur eru á að sá er taki við, sé ekki eins snjall.
    Þó svo sé langt í frá öruggt.
  • Að taka af lífi mikilhæfan leiðtoga, getur verið rökrétt aðgerð -- þegar stríð er fyrirhugað.

En ef tilgangurinn er ekki að hefja stríð - er mjög erfitt að sjá nokkra skýra rökhugsun í þeirri ákvörðun.

 

Ég verð því að áætla að það sé rétt, að Trump fyrirhugi sennilega stríð!

Trump hafi vitað sem er - að Íran svarar alltaf fyrir sig, stefna sem Íran hóf í átökum við Saddam Hussain -- hefur síðan alltaf fylgt í gegnum hin löngu ár leynistríða við Saudi-Arabíu og Sameinuðu Furstadæmin, líklega einhverju leiti við Ísrael.
--Enginn veit hvað Íran akkúrat gerir, en morð á 3ja æðsta manni Írans. 
--Líklega kallar á morð á einhverjum afar hátt-settum, annaðhvort í Bandar. eða SA.

  1. Málið er að sá skali af aðgerðum sem Trump lísir yfir, þíðir stríð!
  2. Það geti vart verið spurning.

Þannig, að yfirlýsing Trumps - sé yfirlýsing um - casus belli.
Þ.e. stríðs-átyllu!

Stríðs átylla, er taktísk aðgerð - tilraun til að lísa af sér ábyrgð fyrir upphaf stríðs.
Með yfirlýsingunni, ætlast hann þá til að - aðrir kenni Íran um!
--Þegar hann hefur stórfelldar árásir á Íran, í kjölfar þess að Íranar hefna morðsins á Quassem Soleimani, með einhverjum eftirminnilegum hætti.

  • Þá verður stríðið hafið!

Reikna má með því, Íranar beiti vopnuðum hópum shíta innan Íraks, sem ráðist þá þegar á hermenn Bandaríkjanna hvar sem þá er að finna í Írak - en enn hafa Bandar. 5þús. þar.
Fyrir utan, má reikna með að Hesbollah ráðist á Ísrael, í tilraun til að blanda Ísrael inn í stríðið -- Hesbollah mundi líklega ráðst með nægilegum krafti, til að Ísraelar telji sig þurfa að svara með fullri árás á Lýbanon, og líklega Sýrland að auki.
--En Hesbollah, er einnig með verulegt lið þar, líklega yrði einnig ráðist að Ísrael þaðan.

Fyrir utan þetta, mundi Íran beita Lýðveldis-verðinum utan landsteina, með klassískum aðferðum skugga-stríð, þ.e. sambærilegar árásir við það sem bresku SAS sveitirnar oft framkvæmdu í Seinna-stríði.
--Árásir með tækni skæruliða jafnvel hryðjuverkahópa, en framkvæmdar af hersveitum undir stjórn ríkis.

  • SAS sveitirnar voru alræmdar!

Verður örugglega ráðist á herstöðvar Bandaríkjanna með þannig aðferðum -- herstöðvar Bandar. í Evrópu t.d. líkleg skotmörk, og síðan hvarvetna annars staðar þ.s. Íranar geta.

 

Fyrir rest mundi Íran síðan klára kjarnorkuvopnaáætlun sína!

En það yrði líklegust afleiðing stríðs -- að Íran verður að óvinveittu Bandar. kjarnorkuveldi.
--Þ.e. árásir Bandar. tryggi þá útkomu, stað þess að hindra hana!

Málið er að Íranar grófu mikilvægustu þætti kjarnorkuáætlunar sinnar undir írönsk fjöll.
--Grafið niður í sérstyrkt byrgi undir fjöllum.

Þegar George W. Bush - skipaði Pentagon að gera áætlun um eyðileggingu kjarnorkuáætlunar Írans, kom Pentagon með áætlun -- um skammtíma innrás.
--Þ.s. að eina leiðin til að eyðileggja þ.s. grafið er undir fjöll, væri að hertaka þá staði með landher, síðan beita verkfræðingsveitum hersins til að sprengja þá staði.

  1. Eins og staða mála er í Mið-Austurlöndum, hafa Bandaríkin ekki þann liðsstyrk á svæðinu er dygði til slíkrar árásar.
  2. Þannig að það virðist þá fyrirhugað, að beita víðtækum loftárásum.

Það mundi þó ekki knýja Íran til uppgjafar, mundi ekki heldur stoppa kjarnorkuvopnaáætlun Írans - heldur knýja Íran til að setja kjarnorkuvopnaáætlunina á turbo.
--Stríðið mundi þá standa þangað til Íran, hefði sannað að það gæti beitt kjarnorkuvopnum.

En á þeim punkt-, mundu meira að segja -- hægri sinnaðir Repúblikanar líklega ákveða, frekara stríð óðs manns æði.
--Niðurstaðan yrði þá, Íran óvinveitt kjarnorkuveldi - sú útkoma tryggð.

Fyrir utan að hundruð þúsunda geta hafa látið lífið í loftárásum, og öðrum árásum.
--Ef Bandar. safna liði til innrásar, hefja innrás -- mundi mannfallið geta farið yfir milljón, þar af einhver þúsund Bandaríkjamanna.

Ólíklega mundu Bandar. haldast mjög lengi í Íran - Íran líklega strax stefna aftur að kjarnavopnum, ef og þegar sá her færi - ef af innrás mundi verða.
--Ef innrás er verður fyrirhuguð, verður sá undirbúningur ljós í mánuði áður en til skarar væri látið skíða, þ.s. söfnun nægs liðsstyrks tekur þann tíma - og það er ekki hægt að fela slíkt á gerfihnattaöld.

  • En ef Bandar. gera enga innrás, stríð fer fram með loftárásum og óhefðbundnum her-mótaðgerðum Írana - þá verður Íran kjarnorkuveldi fyrir rest án nokkurs sennilegs vafa, og það líklega bindur fyrir rest endi á þau átök.
  • Í hvorugu dæminu, sé ég Bandaríkin græða á þessu! Þ.e. hvort að átök verða án innrásar, eða með innrás -- tjón Bandar. yrði líklega meira í seinna tilvikinu.
    Orðstír hnekkir þeirra að sjálfsögðu þá einnig enn stærri.

 

Niðurstaða
Mér virðist það stefni því miður í stríð í Mið-Austurlöndum milli Bandaríkjanna og Írans, það líklega hefjist einhverntíma á nk. vikum. Líklegur endir þess stríðs, yrði sennilega eftir að Íran sannar eign og síðan getu til að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin koma örugglega ekki til að græða nokkurt á þeim átökum. Tap þeirra yrði líklega meira, ef þau safna liði fyrir innrás og hefja síðan innrás, en ef átök fara einungis fram með lofthernaði af hálfu Bandar. - óhefðbundnum hernaði af hálfu Írans og bandamanna Írans. Í því tilviki endar stríðið líklega þegar Íran sanna getu til að beita kjarnorkuvopnum, þannig að endanleg afleiðing stríðs yrði þá sennilega sú að tryggja að Íran verði óvinveitt Bandar. kjarnorkuveldi.
Fyrir utan það, eftir að slíku stríði væri lokið, mundi Íran án vafa halla sér mjög ákveðið að Rússlandi og Kína -- Íran þyrfti þá líklega verulega efnahags-aðstoð, Kína væri þá sennilega eini valkosturinn, svo að stríð líklega endar þá á að færa Íran upp í hendurnar á Kína. 
--Kína hefur nægt fjármagn til að endurreisa Íran, þaðan í frá má sjálfsagt reikna með nánu bandalagi þar á milli, á kostnað að sjálfsögðu áhrifa og valda Bandar. í Mið-Austurlöndum. M.ö.o. að á enda, verði líkleg niðurstaða að stríð flýti fyrir hnignun áhrifa Bandaríkjanna á svæðinu.
--M.ö.o. að það hefði verið mun skárra, að ef stefnu Obama hefði verið fram haldið.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekki.  Ég hef rök fyrir því.  Komum að því seinna, fyrst:

"Morðið á Quassem Solmeimani hershöfðingja -- hefur að ég fæ séð, enga skýra réttlætingu."

Íranir hafa verið með Sovéskar aðferðir - verið að veita vopnum og peningum til vafasamra karaktera, sem svo aftur berja á andstæðingum þeirra.  Svona óbeint.
Soleimani var þeirra helsti milliliður.  Og vel þekktur sem slíkur.  Og það er vel vitað að hann var maðurinn á bakvið síðustu árás á sendiráð bandaríkjamanna í Írak.

Svo: augljóst skotmark.

En að meintu yfirvofandi stríði:

Forsendur:

Gerum ráð fyrir því, þvert á allt sem okkur er sagt hér á Fróni, að Íranir séu heilir á geði.

Gerum ráð fyrir því, þvert á allt sem okkur er sagt hér á Fróni, að Kaninn hyggi ekki á landvinninga í Íran.

Gerum ráð fyrir því, þvert á allt sem okkur er sagt hér á Fróni, að Kaninn hafi engan sérstakan áhuga á að fremja fjöldamorð á Írönum.

Á hinn bóginn, þá vitum við: 

Kaninn er búinn að velja skotmörk, og tilkynna hver þau eru, svona nokkurnvegin: https://www.rt.com/usa/477520-pompeo-decision-makers-lawful-strikes/ & https://www.newsweek.com/sen-lindsey-graham-says-us-should-target-iranian-oil-fields-refineries-one-thing-regime-1480383 & auðvitað: https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/05/reidubunir_ad_radast_a_52_skotmork/

Og við vitum að þeir geta staðið við þetta, vegna þss að við vitum að þetta http://armscontrolcenter.org/wp-content/uploads/2016/02/AGM-86_ALCM.jpeg & þetta http://2.bp.blogspot.com/-1isldK4arsw/Td-nlmKA0OI/AAAAAAAAAFI/ZbRQCVm_u6Q/s1600/UnmannedPredatorDrone.jpg er til.

Kaninn þarf ekki að senda her á land.  Hann ætlar bara að sprengja fáeina einstaklinga, sem er nokkurnvegin vitað hverir eru, báðumengin borðs.  Hann missir ekki einusinni mannskap.

Íranir vita allt þetta.  Og ég ætla að ímynda mér að þeir séu heilir á geði.

Ég er að hugsa að þeir muni reyna að semja um eitthvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2020 kl. 18:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ég held að við megum ekki gleyma í öllum þessum hugleiðingum að Íran fór yfir ákveðin mörk þegar olíulindir Sáda voru sprengdar í loft upp, að láta slíkt átölulaust, er aðeins bein ávísun á frekari tilræði því það er með þetta eins og annað, það er innbyggt í náttúruna að ráðist er á þann veika.

Mér er til efs að sviðsmyndin sé eins einföld og Ásgrímur heldur hér fram að ofan, þó við hér í fjarlægðinni höfum fátt annað en tilgátur til að leggja mat á, en mér er það ennþá meir til efs að Trump ætli inní Íran.

Spurningin er hins vegar, hvað um stigmögnun átaka, og hversu viðkvæm eru hernaðarmannvirki Írana gegn árásum úr lofti.

Síðan er það hið ófyrirséða, kannski ættum við að óttast það mest.

Hvernig gat morð á ríkisarfa fallandi fjölríkis orðið til þess að bæði þýska og rússneska keisaraættirnar féllu nokkrum árum seinna??

Það sem leiðir af öðru er sjaldnast þekkt.

Fyrr en eftir á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2020 kl. 19:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson, fyrsta lagi voru ekki olíulyndir Sauda sprengdar í loft upp - það voru skemmdir unnar á stórri hreinsunar-stöð, hún var ekki eyðilögð - heldur tankar sem geyma olíu sem á að hreinsa; þannig að væntanlega urðu tafir á vinnslu meðan tankarnir voru lagfærðir. Síðan liggja engar sannanir fyrir því, að Íranar hafi framið það skemmdar-verk. Ef menn telja víst að Íranar hafi staðið baki því skemmdar-verki, væri sambærileg hefnd -- að skemma íranska hreinsunarstöð. Hinn bóginn, lístu sveitir Shíta í Yemen ábyrgð á verkinu -- Saudi-Arabía flaug nokkrar auka-ferðir með sprengjur yfir borgir þar, til að hefna. Það sem Íran á hugsanlega viðkvæmt úr lofti eru mannvirki tengd olíuvinnslu - Bandar. gætu auðveldlega skemmt hreinsunar-stöðvar - menn hika yfirleitt við að sprengja sjálfar lyndirnar en þ.e. hægt - tímafrekt að slökkva slíka elda, Íran er afar fjöllótt nærri eins mikið og Afghanistan - það munu verða fjalla-skörð er Íranar munu nota eins og gert var til forna, til að setja upp varnir. Íran hefur fjölmennan her, en frekar illa búinn -- hinn bóginn er landið svo fjöllótt, að óvíst það komi mikið að sök í hreinu varnarstríði. Ég reikna með þó að megin-baráttu-aðferð Írana, verði skæru-hernaður, ef kemur til innrásar. Þá gengið í skóla Talibana enda Íran næsta land þar við hlið, Íranar öruggega löngu búnir að stúdera þeirra baráttu-aðferðir, á kjarnasvæðum Írans mundu Bandar.menn eingöngu mæta fjandskap íbúa. Íran er mun fjölmennara en Írak og Afganistan. Fyrir utan það, má reikna með því að ef Bandar.menn stefndu að innrás, mundi herinn fyrst þurfa að fara um Írak -- íbúar þar væntanlega ganga í lið með Írönum, bandar.liðssveitir einnig í skæruhernaði þar. Þetta yrði væntanlega skærustríð á risa-skala ef Bandar. reyndu að senda lið inn. En flughernaður, eins og ég benti á, stórfellt efa ég knýji Írana til uppgjafar. Kanar gætu skemmt olíumannvirki Írana mjög mikið úr lofti, tekið Íran alfarið af olíumarkaðnum um hríð með þeim hætti. Hinn bóginn, væri sala og vinnsla að sjálfsögðu ekki í gangi meðan stríð geisaði. Þannig að þær skemmdir væru ekki lykilatriði í því að knýja fram einhvers konar uppgjöf. En ég sé það eiginlega ekki gerast - Íranar séu miklu mun einbeittari en Arabar þegar kemur að stríði. Bendi t.d. á að þeir börðust í 8 ár við Saddam Hussain, misstu nærri milljón manns.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2020 kl. 21:53

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2020 kl. 21:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Vissulega ónákvæmni í orðum mínum en þú vissir náttúrulega hvað ég átti við.

Varðandi viðbrögð að svara í sömu mynt, þá er slíkt alltaf tvírætt, ertu þá eitthvað mikið betri en sá sem þú fordæmir??

En það var ekki það sem ég átti heldur einfaldlega að Íran fór yfir ákveðin mörk, auðvita geta menn trúað að fólk sem eru einhvers staðar á mörkum þess að vera á steinöld, en með byssur og trukka, getir framkvæmt svona nákvæma hernaðaraðgerð, en ég og örugglega allir sem tengjast bandaríska hernum leggja ekki trú á slíkar skýringar.  Viðbrögð Sáda eru svo fyrirsjáanleg, hjá þeim liggja allir leiðir til að sprengja upp sjíta í Yemen.

Þegar frekari ögranir fylgja í kjölfarið þá þarf hið ráðandi stórveldi að bregðast við.

Sú leið sem þeir völdu, er jæja svona í stíl við Alkaida og önnur hryðjuverkasamtök, að vega úr launsátri, og vekur upp margar spurningar um dómgreindina sem að baki býr.

En eitthvað urðu bandarísk stjórnvöld að gera og það vissu írönsku harðlínumennirnir þegar þeir hófu þetta ferli stigmögnunar ögrana, og það er ótrúlegt að þeir hætti þó einn fái flýtiferð til Paradísar.

En  af hverju vilja þeir magna upp átök, og hvað telja þeir sig græða á því??

Ég persónulega veit ekki hvort er verri kostur fyrir Bandaríkin að sprengja Íran í loft upp, eða fara þar inn.  Hvorutveggja yrði disaster til lengri tíma litið, bæði fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla.  Að ekki sé minnst á yfirvofandi hörmungar írönsku þjóðarinnar.

Takk fyrir góða samantekt um afglöp bandarískrar utanríkisstefnu í Miðausturlöndum, afglöp sem eiga sér mun lengri sögu en valdaferil Donalds Trump.

Það er líka hollt fyrir fólk að hafa í huga þá staðreynd sem þú bendir á að uppúr 1990 hafa samskipti landanna verið frekar hófstillt, og jafnvel hægt að tala um samvinnu í stríði við sameiginlega óvini.

Að tala síðan um að Íranar styðji hryðjuverk er lélegur brandari í ljósi þess að Íslamistar eru súnnítar, sem drepa jafnt sjíta sem og kristna.  Slóðin liggur vissulega til Persaflóans, en að vestanverðu, og að Rauða hafinu, að austanverðu. 

Þar er uppspretta öfganna sem næra hatrið sem fremja hryðjuverkin.

Góður pistill sem mjög oft áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2020 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband