Taflið um Líbýu - Erdogan, Pútín, Krónprins SA, Donald Trump - hver nær olíunni og gasinu?

Donald Trump varaði Erdogan við því að blanda sér inn í málefni Líbýu, sagði innkomu Tyrklands mundi flækja stöðuna í landinu -- en vitað er að General Haftar hefur sl. 6-10 mánuði gert ítrekaðar tilraunir til að taka gömlu höfuðborg Líbýu Tripoli.

Trump warns about Libya meddling after Turkey votes to send troops

Kortið sýnir vígstöðuna! Eins og sést, þá fór Haftar með her sinn djúpt inn í eyðimerkur Líbýu, hóf síðan tangarsókn frá eyðimörkinni beint að höfðuðborginni.
--Þannig fór hann framhjá varnarlínum Tripoli stjórnarinnar á ströndinni!

File:Western Libya Operation (2019).png

Það sem gerir stöðuna áhugaverða - Trump, Pútín, Mohammed Bin Salman Al Saud - allir í senn styðja Haftar hershöfðingja!

Erdogan hefur nú formlega heimild tyrkneska þingsins til að senda her til aðstoðar Tripoli-stjórninni -- ekki er almennilega vitað hvað Donald Trump gengur nákvæmlega til.
--Að virðast þarna óvænt kannski vera í bandalagi við Pútín og Bin Salman - samtímis.
--Fyrir utan þetta, hefur Sisi hershöfðingi landstjórnandi í Egyptalandi, sent mótmæli.
En ég lít ekki á Sisi sem sjálfstæðan aðila, eftir allt saman fjármagnaði SA - byltingu hersins undir stjórn Sisi, hefur stutt ríkisstj. Sisi síðan með ómældum fjárframlögum.
Þar fyrir utan, hefur SA verið að fjármagna Haftar hershöfðingja, virðist sennilegt að SA þ.e. Bin Salman krónprins, vilji krækja sér í annað leppríki á strönd Miðjarðarhafs.
Allir ættu að vita, hversu ákveðið Donald Trump hefur stutt við Bin Salman, komt skírt fram þegar Bin Salman lenti í vandræðum í kjölfar morð sem hann líklega fyrirskipaði á þekktum blaðamanni.
--Hinn bóginn, veit enginn - af hverju Trump er svo náinn Bin Salmann, manni óneitanlega grunar fjárhagslega hagsmuni - þ.e. persónulega fjárhagslega hagsmuni, enda Al Saud fjölskylduveldið gríðarlega auðugt, miklu persónulega auðugra en Trump fjölskyldan.
--Ég get vel trúað Trump til að hafa - spillingar-tengsl við Bin Salman. Þannig, útskýrist náið samband það sem virðist milli hans og Bin Salman, er hafi leit til að DT hafi fyrir augum allra stutt Bin Salman með ráð og dáð.
--Ég verð að ætla, að stuðningur Trumps við Haftar - komi í gegnum samband hans sem líklega er þá persónulega fjárhagslegs eðlis við Bin Salman, þannig hann fylgi Bin Salman að málum í þessu tiltekna máli.

  1. Hinn bóginn, er stór spurning -- af hverju Pútín er einnig kominn inn í leikinn, einnig til stuðnings Haftar hershöfðingja!
  2. Það þarf alls ekki vera, Pútín sé í samskiptum við DT og Bin Salman, um hans hlutverk í þessu.

En Rússland hefur sent þekktan málaliðaher á svæðið - Wagner Group, er orðinn heimsþekktur málaliðaher, hefur Pútín nú beitt liðssveitum Wagners - um víðan völl - A-Úkraínu, Miðafríkulýðveldinu, Venezúela, og þær liðssveitir berjast nú með her Haftars hershöfðingja.
--Með því að nota málaliða, þá viðhefur Pútín svokallað -deniability- þó allir að sjálfsögðu viti mæta vel, að Wagner gerir ekkert nema liðssveitir hans fái greitt í beinhörðu.

Fyrst að gas er undan ströndum Egyptalands og Ísraels, er það örugglega einning undan ströndum Líbýu

Related image

Að Erdogan mæti á svæðið með herlið líklega á næstunni er áhugavert!

Engin leið er að vita til hvers það leiðir - en hingað til hefur stuðningur utanaðkomandi aðila við Haftar ekki verið það rosalega öflugur, til þess að sterk innkoma geti ekki gerbreytt stöðunni aftur.
--Þegar hefur Erdogan sent hergögn til Tripoli stjórnarinnar.

Sem tæknilega hefur stuðning Evrópusambandsins, en t.d. Ítalía hefur stutt við þá stjórn sérstaklega - til þess að fá þá stjórn til að halda aftur að flóttamanna aðstreymi yfir Miðjarðarhaf.
--En aðkoma Haftars hefur truflað það mál verulega, leitt til þess að nokkrum fjölda flóttamannabúða varð að loka, nokkur flóttamanna-bylgja hefur því verið upp á síðkastið yfir hafið.

Síðan nýtur Tripoli stjórnin, viðurkenningar Sameinuðu-Þjóðanna.
Samt sem áður er í gildi - vopnasölubann SÞ til allra stríðsaðila.
--Bann sem virðist fyrst og fremst gagnast, Haftar.

Enda segir Donald Trump í orðsendingu sinni, mikilvægt að virða vopnasölubannið.
En að sjálfsögðu brjóta allir þeir aðilar er veita Haftar aðstoð það bann.
--Þannig, orð Trumps um að Tyrklan eigi að virða bannið.

Þíðir eiginlega -- vogaðu þér ekki að skipta þér af.

  1. Spurning hvort að glænýr gassölu-samningur Ísraels við Kýpur og Grikkland, skipti máli: Israel, Greece and Cyprus set to seal €6bn gas pipeline deal.
    Tyrkland hefur hávært mótmælt þessu samkomulagi, en samningurinn virðist fela í sér að Ísrael hafi tekist að fá Grikkland og Kýpur til að setja niður deilur um það hvernig ætti að skipta tekjum af stórri gaslynd sem fundist hefur á landgrunni við Kýpur.
    Þ.s. að samkomulagið virðist ekki fela í sér að kröfum Tyrklands sé í nokkru mætt, þannig að Tyrkir fái sneið kökunni -- hefur ríkisstjórn Tyrklands eftir að fregnir bárust af samkomulaginu, talað því allt til foráttu.
  2. Tyrkland, kynnti í desember samkomulag um gasréttindi í lögögu Líbýu, við Tripolistjórnina: Turkey’s territorial deal with Libya stokes Mediterranean tensions.
    Viðbrögð við því samkomulagi hafa verið í þann dúr frá þeim er styðja Haftar, einnig frá Grikklandi og Kýpur - að samkomulagið það sé ekki pappírsins virði. Stjórnin í Tripoli hafi engin réttindi til að gera slíkt samkomulag fyrir hönd Líbýu - o.s.frv.

Í gangi virðist slagur um auðlyndir við Miðjarðarhaf!
Greinilega er samkomulag Tyrklands við Tripoli stjórnina - einskis virði, ef Haftar mundi takast ætlunarverkið að hertaka Tripoli borg.
--Þannig, að rökrétt í samhenginu fyrir Erdogan að senda herlið.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að hefja miklar vangaveltur um það hvað Tyrkland ætlar að gera í Líbýu, að lágmarki miðað út frá gasvinnslu samningi við Tripoli stjórnina, þarf Tyrkland að tryggja að stjórnin haldi Tripoli borg - og svæðum á strönd Líbýu sem hún enn heldur.
--Það væntanlega þíðir að Tyrkland þarf að mæta á staðinn með nokkurn herstyrk.

En þar fyrir utan hef ég ekki hugmynd. Tyrkland er auðvitað með tæplega 900þ. manna herlið heilt yfir - næst fjölmennasta í NATO. Þó Rússland sé með Wagner málaliða-her á svæðinu. Fyrir utan að þar kvá einnig vera málaliða-sveitir á vegum SA.

Þá mundi ég ætla að Tyrkland muni ekki senda það fjölmennt herlið. Að spilum yrði algerlega snúið, þannig að Tripoli stjórnin færi að sækja hart fram gegn stjórninni í Tobruk í A-Líbýu.
En tæknilega gæti Tyrkland, sent inn það stóran her að Tripoli stjórnin næði öllu landinu.
--Því fylgdi hugsanleg áhætta, að reita Pútín til reiði - þó hann virðist ekki enn vera að taka mikla áhættu - engin leið að vita hversu mikla áherslu Trump leggur í stuðning við Haftar, því algerlega óþekkt hve reiður hann gæti orðið - Erdogan er ekki vinur Bin Salmans, þannig Erdogan er líklega sama hversu reiður Bin Salman hugsanlega verður.

Tyrkland er a.m.k. landfræðilega mun nær svæðinu en Rússland. Þannig, út frá samgöngum séð, ætti Tyrkland eiga auðveldar með að styðja við herstyrk í V-hluta Líbýu.
--Þetta mál gæti átt eftir að verða spennandi eftir því sem árið gengur fram.

Hugsanlega gerist ekkert meir en að Erdogan tryggir það að vígsstaðan fari aftur í það jafnvægis-ástand er ríkti fyrir rúmu ári -- m.ö.o. herliði Haftars verði stökkt á flótta frá svæðum sem Haftar tók tiltölulega nýlega, t.d. gas- og olíulyndir inni í eyðimörkinni.
--Þannig pattstaða er var fyrir rúmu ári með hvora ríkisstjórn Líbýu með ca. hálft landið, væri þar með endurreist.

Þetta allt á eftir að koma í ljós.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Manni sýnist öll afskipti Vesturlanda af málefnum Miðausturlanda á undanförnum árum hafa verið til hins verra fyrir Vesturlönd.

Sveinn R. Pálsson, 3.1.2020 kl. 15:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, fólk er oft - of dómhart. Tökum dæmi Írak 2003 - sannarlega ólögleg innrás - a.m.k. tugir þúsundar drepnir í innrásinni sjálfri. En punkturinn hjá mér er þetta sem oft er sagt - aðgerðin hafi sett Mið-Austurlönd á hliðina.
--Innrásin var sannarlega afdrifarík, m.ö.o. minnihlutastjórn Súnní múslíma í Írak hrundið.
**Þ.s. að Bandar. settu á kosninga-fyrirkomulag, fór stjórnin eðlilega yfir til meirihluta íbúa.
Þ.s. meirihlutinn eru shítar í Írak - þíddi það að landið varð fremur hallt undir Íran allt í einu, í stað þess að áður vera megin andstæðingur Írans í Mið-Austurlöndum.
--Það eitt var stórfelld breyting, hefur leitt til mikillar aukningar valda Írana á svæðinu, þ.s. í stað óvinar í Írak - hafa þeir vini.
Kaldhæðnin er sú, Bush ætlaði ekki að skapa þá útkomu - en nánast barnaleg trú hans á lýðræði, leiddi fram þessa útkomu.
------------------
1. Súnníar í Írak, hafa það sannarlega mun verr - enda hataðir af meirihluta landsmanna, með meirihlutann við völd. Hefur staða þeirra versnað til mikilla muna. Það leiddi til þess að margir þeirra - gengu til liðs við ISIS t.d. 2014. Í dag, eftir átök við ISIS eru svæði Súnníta í Írak mikið í rúst.
2. Shítar aftur á móti - voru áður oft hart leiknir af stjórn Saddams Hussain - t.d. barði hann niður uppreisn drap þá ca. 500þ. Shíta 1993. En eftir að þeir urðu ráðandi hópur - eru réttindi þeirra miklu mun betri en nokkru sinni áður.
3. Íraskir kúrdar standa einnig betur, en Saddam framdi t.d. mikil hervirki gegn þeim 1988, drap þá yfir 180þ. Kúrda. En í dag, eru svæði þeirra sennilega þau best stæðu í öllu Írak.
-------------------
Ég sé oft fólk - fullyrða að innrásin hafi eyðilagt Írak.
Án þess að ég fæ séð, fólk skoði hvernig Írak raunverulega er í dag.
--En ég er þvert á móti á því, Írak sé betra land í dag en undir Saddam.

Hvað gerðist í Líbýu -- fólk oft veit ekki, að þar varð uppreisn þegar hafin gegn Gaddhafi - áður en Vesturlönd skiptu sér af málum.
M.ö.o. Haftar var hershöfðingi í her landsins, hann hóf uppreisn -- tók þann her sem hann réð yfir í uppreisn gegn sínum yfirmanni.
Haftar gekk þá í lið með þeim -- sem hann í dag berst við. Barðist með sömu hópum -- snerist síðan gegn þeim.
--Enginn getur mögulega vitað -- með hvaða hætti mál hefðu farið með öðrum hætti, ef Vesturveldi hefðu ekkert skipt sér af átökum uppreisnar við Gaddhafi.

Varðandi Sýrland, var það auðvitað Assad sjálfur er hóf stríðið.
--Utanaðkomandi höfðu ekki tækifæri til afskipta, fyrr en eftir að Assad sjálfur hafði - startað þeirri atburðarás er varð að stríði.
En það gerði hann er hann fyrirskipaði her og lögreglu að skjóta á hvað á þeim punkti, voru óvopnuð en afar útbreidd fjöldamótmæli.
Eftir að blóðbað hófst á götum - gekk hluti hers landsins til liðs við uppreisn, sem skýrir af hverju hún varð svo sterk það hratt.
Sem einnig skýrir, af hverju landið snögglega -- fór í ringulreið.
--Að mínu mati, ræður mestu ákvörðun Assads -- að fyrirskipa kúlnahríð á fjöldamótmæli.

Erlend afskipti hefjast - eftir að landið er komið í ringulreið.

----------------------
Fólk gerir of mikið úr meintum alvarlegum áhrifum Vestrænna afskipta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.1.2020 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband